7.1.2011 | 20:00
Ný markmiðssetning ríkisstjórnar kallar á þörf fyrir dramatískan hagvöxt árin til 2020. Er það líklegt?
Ríkisstjórnin er kynnti í dag markmiðssetningu til 2020, sem virðast merkilegt nokk miðast við svokölluð "convergence criteria" ESB þ.e. inngöngu skilyrði í myntbandalag Evrópu. Þannig, að sú nýja áætlun inniber þá stefnumörkun, að ná þeim áfanga það ár að uppfylla skilyrðin um Evruna.
- Að skuldir ríkissjóðs verði ekki hærri en 60% af landsframleiðslu árið 2020.
- Verðbólga verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram verðbólgu í þeim þremur ríkjum ESB þar sem hún er lægst.
- Vextir (skammtímavextir) verði árið 2020 ekki hærri en tvö prósentustig umfram vexti í þeim þremur ríkjum ESB þar sem vextir eru lægstir.
- Þróunarstuðull Sameinuðu þjóðanna (HDI) fyrir Ísland verði sambærilegur við stuðul fimm efstu þjóða.
- Að vöxtur framfarastuðulsins (GPI) haldist ætíð sá hinn sami og vöxtur þjóðarframleiðslu.
- Að minnka hlutfall örorkulífeyrisþega af íbúafjölda úr 8,4% í 7,0% árið 2020.
- Að lækka hlutfall atvinnulausra (> 12 mán.) niður fyrir 3% árið 2020.
- Að auka jöfnuð á Ísland með lækkun Gini stuðuls fyrir ráðstöfunartekjur í um 25 árið 2020.
- Að bæta stöðu jafnréttismála þannig að gildi jafnréttisvísitölunnar global gender gap index verði nálægt 0,9 árið 2020.
- Að auka vellíðan og góða andlega heilsu þannig að meðaltal mælinga, samkvæmt WHO 5 kvarðanum8 hækki úr 64 árið 20099 í 72 árið 2020.
- Að hlutfall Íslendinga á aldrinum 20-66 ára sem ekki hafa hlotið formlega framhaldsmenntun fari úr 30% niður í 10% árið 2020.
- Að 4% af landsframleiðslu sé varið til rannsókna, þróunar og nýsköpunar og að hlutfall framlags fyrirtækja í samkeppnissjóði og markáætlanir sé 70% á móti 30% framlagi ríkisins.
- Að Ísland verði meðal 10 efstu þjóða árið 2020 í rafrænni stjórnsýsluvísitölu og rafrænni þátttökuvísitölu sem mæld er af Sameinuðu þjóðunum.
- Að hátækniiðnaður skapi 10% af landsframleiðslu og 15% af útflutningsverðmætum árið 2020.
- Að notkun vistvæns eldsneytis í sjávarútvegi verði a.m.k 20% árið 2020 og að 20% alls eldsneytis í samgöngum verði vistvænt.
- Að Ísland taki að sér sambærilegar skuldbindingar og ríki Evrópu gagnvart loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna árið 2020.
- Að vistvæn nýsköpun og afurðir hennar verði helsta vaxtargreinin næsta áratug, með 20% árlegan vöxt í veltu sem tvöfaldist fyrir 2015, miðað við 2011.
- Að árið 2020 gangi 75% nýrra bifreiða, undir fimm tonnum að þyngd, fyrir vistvænu eldsneyti.
- Að hlutfall innlendrar matvöru í neyslu landsmanna aukist um 10% fyrir árið 2020.
- Árið 2020 verði færni íslenskra grunnskólanemenda sambærileg við 10 efstu þjóðir samkvæmt OECD PISA rannsókninni á lesskilningi og læsi á stærðfræði og raungreinar.
- Þetta eru vægt sagt mjög krefjandi markmið - í ljósi efnahagsaðstæðna!
Ísland 2020 sókn fyrir atvinnulíf og samfélag
- "Framlag frumgreina, fiskveiða, fiskvinnslu og landbúnaðar til þjóðarframleiðslu hefur dregist saman á undanförnum árum og nam u.þ.b. 8% af þjóðarframleiðslu (GDP) árið 2008.
- Hefðbundinn iðnaður hefur staðið í stað undanfarinn áratug og nam hlutdeild hans árið 2008 um 16% af þjóðarframleiðslu.
- Byggingariðnaður nam 12% af þjóðarframleiðslu en ljóst er að hann var allt að því tvöfalt umfangsmeiri en forsendur eru fyrir til langs tíma.
- Þau 64% sem uppá vantar komu frá þjónustugreinum, þar af 26% frá fjármálaþjónustu. Ferðaþjónusta og skapandi greinar hafa vaxið gríðarlega.
- Líklegt er að fyrirtækjum og atvinnutækifærum sem greiða góð laun til framtíðar fjölgi mest í tengslum við iðnað og þjónustu, þ.m.t. hátækni og þekkingariðnað, líf- og læknavísindi, ferðaþjónustu og skapandi greinar."
- Hvernig á að auka hátækni iðnað hérlendis með svo dramatískum hætti, að hann mælist stærri en sjávarútvegur sem hlutfall af landsframleiðslu - er mér ekki ljóst!
Þarna er sú villandi greining, að Sjávarútvegur ásamt landbúnaði sé 8% af landsframleiðslu. Þetta er villandi vegna þess, að samtímis því skaffar hann um 40% allra útflutnings tekna.
Skipting útflutningstekna var nokkurn veginn þessi, 2009:
- Sjávarútvegur um 40%.
- Ál, um 40%.
- Ferðamennska, um 15%.
- Samtals um 95%.
Þetta verða alveg ótrúlega krefjandi markmið, þ.s. þetta þarfnast mjög mikils hagvaxtar næstu 9 ár, svo þau náist.
"Ríkisstjórnin hefur hvatt til þess að markmið verði sett um að skapa 3-5% hagvöxt hér á landi árið 2011 og a.m.k. 3-5.000 ný störf."
Til samanburðar spá eftirfarandi aðilar: Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ! - Ný hagspá Greiningar Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,9% hagvexti næsta ár!
- Seðlabanki 1,9% hagvexti.
- ASÍ 1,7% hagvexti.
- Íslandsbanki 0,9% hagvexti.
Ég velti fyrir mér, hvernig á að framkalla svo dramatísk hærri hagvöxt á þessu ári, og síðan hvert ár næstu ár. Þ.e. í kringum 5%.
- En, það verður að muna, að atvinnulíf er mjög skuldugt - sem dregur úr hagvaxtargetu.
- Einnig, er almenningur mjög skuldugur, sem minnkar hans framlag til hagvaxtar næstu árin.
- Að síðustu, er fjárhagur bankakerfisins á brauðfótum, þ.e. við gjaldþrotsbrún, svo ríkið má þakka fyrir að ef það hrynur ekki í fangið á því þetta ár.
Þvert á móti tel ég að 2020 sé til muna raunhæfari tímasetning, þ.s. þessi áratugur á eftir að vera áratugur mjög hægs hagvaxtar, þ.e. til muna lægri en þessar draumatölur.
- Sennilega ekki nema á bilinu 0,5 - 2,5%.
En, skuldir mun einungis smám saman létta af hagkerfinu, og þá smám saman kemur hagvaxtargeta til baka. En einungis smám saman.
Þetta er ástæða þess, að ég miða við í kringum 20 ár sem til muna raunhæfari tímasetningu.
- En, þ.e. ekki einungis vegna þess, að lækkun skulda tekur tíma -
- þ.e. einnig vegna þess að uppbygging nýrra öflugra atvinnuvega tekur einnig vart minna en milli 15 - 20 ár.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 7. janúar 2011
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar