Tökum áformum um metanól verskmiðju Carbon Recycling International við Kröflu fagnandi!

Ég er þeirrar skoðunar að það beri af fagna útþenslu CRI hérlendis.

Síðan 2007 hefur verið starfrækt tilraunaverksmiðja í samvinnu við Orkuveitu Reykjavíkur. En nú er í byggingu verksmiðja sem hefja mun rekstur nk. vor við Svartsengi á Reykjanesi með framleiðslugetuna 5 milljón lítra af metanóli.

Sjá: IAV hefur framkvæmdir - Vefsíða Carbon Recycling International

 

Skv. glænýrri viljayfirlísingu CRI og Landsvirkjunar, ef af byggingu annarrar verksmiðju CRI við Kröflu bætist við 50-100 milljóna lítra framleiðslugeta frá og með 2013.

Sjá: Landsvirkjun og Carbon Recycling International undirrita viljayfirlýsingu um hagkvæmnisathugun á metanólverksmiðju

Umhverfisvænt

Eins og fram kemur á veg CRI og sést á skýringamynd til hægri, þá er hægt að nýta Metanól til blöndunar í eldsneyti.

En metanól er framleitt með þeim hætti að fyrst er vetni rafgreint. Síðan, er því umbreytt í metanól með því A) nýta koltvísýring úr útblæstri stórra framleiðenda eða B) að nýttur brennisteins útblástur úr háhitasvæði. 

Þá er skv. flókinni efnaformúlu, vetni umbreytt í metanól.

Eins og sést af þessu þá er verið að nýta gufur sem annars væri hleypt út í andrúmsloftið, svo sú nýting er umhverfisvæn.

 

Metanól til íblöndunar

Metanól hefur að auki marga kosti, ekki síst þá að ekki þarf nýtt eldsneytis dælukerfi, þ.s. vökaeiginleikar eru þeir sömu.

Að auki, geta bílar nýtt metanól án breytinga allt að því að 25% blöndu hlutfalli, þó óalgengt sé að boðið sé upp á blöndunarhlutfall umfram 10-15%. En, allir nýlegir bílar geta nýtt slíkt eldsneyti vandræðalaust.

En, 100% metanól er vel nýtanlegt á sprengihreyflum, en þá þarf sérstaka hreyfla gerða fyrir metanól. En kostir eru að slíkar vélar geta einnig brennt bensíni, þannig að ekki skapast vandræði ef við akstur hringinn metanól fæst ekki einhver staðar.

 

Common ethanol fuel mixtures - Wikipedia, the free encyclopedia

Country/
Region(1)Ethanol
blendLegal use
 Australia[1] E10 Optional
 Brazil[2] E20-E25 Mandated
 Canada[3] E5 Mandated(1)
 China[4] E10 Nine provinces
 Colombia[5] E10 Mandated(2)
 Costa Rica[6][7] E7 Mandated(3)
 India[8] E5 Mandated
 Jamaica[9] E10 Mandated(4)
 New Zealand[10] E10 Optional
 Pakistan[11] E10 Optional
 Paraguay[12] E12 Mandated
 Philippines[13] E10 Mandated
 Thailand[14] E10/E20 Mandated
 European Union[15]
 Austria E10 Optional
 Denmark E5 Optional
 Finland E10 Optional
 France E10 Optional
 Germany[16] E10 Mandated
 Ireland[17] E4 Mandated
 Sweden E5 Mandated

Nægur markaður erlendis

Eins og fram kemur á ágætri upplýsingasíðu Wikipedia, þá heita bensín og metanól blöndur E eitthvað. E10 er þá með 10% blöndunarhlutfall.

Eins og sést vel af töflunni tekin af síðu wikipedia þá er víða búið að leiða í lög, að blandað eldsneyti skuli vera í boði. Reyndar ganga sum lönd svo langt, að einungis er heimilt að selja annað en blandað eldsneyti sbr. "mandated".

Eins og sést af töflu Wikipedia þá er yfrið nægur markaður erlendis fyrir allt það metanól sem nokkru sinni verður hægt að framleiða hér. Og þ.s. betra er, að ísl. metanól er umhverfisvænna.

 

Íslenskt metanól vistvænt

Vandi við metanól fengið annars staðar að, er að þ.e. búið til með niðurbroti plöntuleyfa sem er galli vegna þess, að ræktun á eldsneyti hefur ýmsar sjálfstæðar neikvæða afleiðingar eins og þær að auka landnotkun í heiminum og þar með minnka svigrúm villtra planta og villtra vistkerfa.

Að auki, að iðnvædd ræktun er mengandi á margan hátt.

Þetta metanól, myndi því vera tiltölulega vistvænt og CRI mynd geta selt þetta sem slíkt á Evrópumarkað, þ.s. með reglugerðum um blöndun metanóls í hlutfalli í eldsneyti hefur verið búinn til stór markaður fyrir metanól eins og sést.

 

Ísland Kuvait norðursins?

Ísland verður kannski ekki endilega Kuwait norðursins, en hér er hægt samt sem áður að stórlega að auka framleiðslu umfram markmið CRI, þau sem nú eru komin fram.

Hægt væri sem dæmi, að nýta þá gufu sem plön voru um, að nýta við uppbyggingu álvers og margfalda framleiðslu getu.

En, að auki, væri með djúpborunar verkefninu, hægt að 20 eða 30 falda framleiðsluna síðar, enn þar umfram.

Þetta er í reynd form þess, að selja rafmagn úr landi. Væri örugglega margfalt meira virði en samanborið við það verð sem álverksmiðjur borga í dag. 

 

Förum samt vel með svæðin

Slík útþensla mun þó taka tíma. Fer eftir hve góður aðgangur er að fjármagni.

Einnig skiptir máli, að læra á þau háhitasvæði sem verið er að nýta. En hvert svæði hefur sín sérkenni, og ekki er heppilegt að auka vinnsluna hraðar en svo, en svæðin ráða við með sjálfbærum hætti.

Svo betra er að byrja frekar smátt á hverju nýju svæði og síðan smá auka, eftir því sem lærist inn á sérkenni hvers fyrir sig.

 

Alla bíla á metanól eða bíódísel

Hægt væri að stefna að því, að allir bílar hérlendis gangi á 100% metanóli eftir t.d. 10 ár eða 20 ár, og bílar þá fluttir inn frá Brazilíu eða Bandaríkjunum, eða hvort tveggja. En, í þeim löndum er hægt að fá bíla sem brenna metanóli 100%.

Þeir bílar eru 100% eins þægilegir í noktun og venjulegir bensínbílar þ.e. með sama afl og drægi. Ef eitthvað er, þá fæst meira afl úr metanóli.

 

Niðurstaða

Metanól framleiðsla getur orðið stófelldur útflutningur héðan, og margaldað gjaldeyristekjur þjóðarinnar af hennar orkuauðlyndum.

Verið ein af þeim leiðum sem fara má, í því skyni að byggja hér upp betra Ísland.

Að auki, getur sparast algerlega allur sá gjaldeyrir sem í dag fer í eldsneytis innflutning.

Ísland getur orðið fyrirmyndar land í umhverfismálum!

 

Kv.

 


Bloggfærslur 3. janúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband