Óháð greining á 4. áfangaskýrslu AGS um Ísland! Allt virðist hanga á hnífsegg! Hvað er ríkisstjórnin að gera við Íbúðalánasjóð?

Það er sýn mín á boðskap AGS í 4. skýrslu AGS um Ísland. En, AGS hælir framgöngu ríkisstjórnarinnar, og telur hana hafa staðið sig vel. Hið minnsta er þetta þ.s. þeir skrifa í skýrsluna og segja opinberlega.

Á hinn bóginn, sýnir það er þeir ræða hættur, að áætlun AGS og stjórnvalda stendur á hnífsegg þ.s. lítið má út af bregða, svo allt planið sópist ekki um koll.

En, aðvörun þeirra þess efnis, að stjórnvöld megi alls ekki bregða frá núverandi áætlun um sparnað í ríkisfjármálum, tek ég þannig að án þess afgangs sem áætlunin gerir ráð fyrir að verði þegar til staðar á næsta ári þegar þessu er lokið, tek ég þannig að þá sé voðinn vís.

Að auki er ríkinu bannað, að gefa eftir frekar í skuldamálum gagnvart almenningi. Slík aðgerð er talin mjög varasöm - eins og skýrt kemur fram. En áherslan er á skuldastöðu ríkisins - 1, 2 og 3.

En, eins og fram kemur í skýrslunni hefjast greiðslur af AGS lánapakkanum á næsta ári, og það eru engar smávegis upphæðir, sem ríkið þarf þá að greiða og síðan standa straum af næstu ár.

Þetta er örugglega ástæða þess, að AGS gerir ráð fyrir að næstu árin á eftir verði ríkissjóður áfram rekinn með afgangi - og auk þess, að Ísland haldi áfram næstu árin að reka sig með miklum afgangi af viðskiptum við útlönd.

Annars gangi dæmið ekki upp!

Þessu fylgir auk þessa, að AGS gerir ráð fyrir að lífskjör haldi áfram að lækka út 2013 sbr. lækkandi neysla, sem miðað við hagsögu Íslands er sennilega eina leiðin til að tryggja að afgangur af útflutningi haldist það mikill, eins og gert er ráð fyrir og að auki þetta lengi.

Ísland sýnist mér, stendur frammi fyrir erfiðum árum, þá meina ég að þetta ár verði enn erfiðara fyrir almenning en það síðasta, að það næsta enn verra og einnig árið þar á eftir; ekki fari að rofa til fyrr en þar eftir. Síðan, verði einungis hægur bati lífskjara.

Með öðrum orðum tíndur áratugur!

Mér sýnist að það hættulegasta sem getur gerst hérlendis, geti reynst vera að ef útbreidd verkföll eiga sér stað. En, vandi er m.a. sá að ríkisstjórnin hefur fram að þessu verið að byggja upp helst til of mikla bjartsýni um líklega framvindu efnahagsmála næstu misserin. Þetta getur nú komið henni í koll, því þetta umtal hennar virðist hafa skapað væntingar um getu atvinnulífsins og hagkerfisins, til þess að standa undir hækkunum launa, sem mjög líklega er umfram getu nær gjaldþrota atvinnulífs.

Það er sýnist mér, raunveruleg hætta, að úbreidd verkföll geti framkallað hrun innan atvinnulífsins - þ.s. fjölmörg fyrirtæki eru mjög nærri gjaldþroti sbr. um helmingur lána til atvinnulífsins skuli vera í óskilum. Slíkt getur einfaldlega dugað til þess, að jafnvel bankakerfið sligist og falli á hliðina. 

Með öðrum orðum, að spilaborgin getur riðað til falls. Þá er úti um planið. Ísland fer í greiðsluþrot.

Vægari afleiðing væri, að hækkanir nái fram sem séu meiri en atvinnulífið í reynd ræður við, þannig að tíðni gjaldþrota aukist verulega án þess að um víðtækt hrun sé - en þetta nægi til að drepa hagvöxt í fæðingu.

Hækkunum sé velt út í verðlag, verðbólga aukist á ný eða að gengi sé fellt til að bjarga fyrirtækjum frá þroti. Afleiðing frekari vísitöluhækkanir, og skuldamál almennings versni enn. Ríkið í viðleitni við það að standa samt við planið, hækki skatta eina ferðina enn og skeri nokkuð niður til viðbótar.

Árið reynist vera ár stöðnunar jafnvel samdráttar. Bankakerfið, rambi á barmi þrots vegna viðbótar lánatapa - almennur kaupmáttur falli þrátt fyrir launahækkanir. Almenningur, rambi á barmi uppreisnar. Ríkið neyðist til að aðstoða bankana.

Síðan er það spurningin hve alvarlegur vandi Evrusvæðisins mun reynast vera. En, hann er áhætta því að ef á versta veg fer, getur Evrópa orðið fyrir efnahagslegu áfalli - sem mun leiða til lækkunar verða fyrir okkar útflutning. 

Þetta getur einnig drepið möguleika hér á hagvexti - jafnvel skilað hér einu kreppuárinu enn. Slíkt getur dugað til þess að framkalla hið umrædda seinna hrun.

 

IMF Staff Report Iceland Fourth Review

Banka kerfið:

Net domestic assets............1.199  77%  - þ.s. almenningur skuldar bönkunum.

Credit to private sector........1.820  117% - þ.s. fyrirt. skulda bönkunum.

Domestic deposits kronur.....1.357  87%  - þ.s. almenningur á inni í bönkunum.

Hef sett hlutfall af þjóðarframleiðslu fyrir aftan!

Allt fjármálakerfið:

Net domestic assets..................1.643   106%

Net credit to private sector........1.820    117%

Broad Money (M3)...................1.542     99%

Nokkur fj. hagfræðinga telur þetta peningamagn vera hættulega mikið!

Nominal GDP......................1.551,4 (metin þjóðarframleiðsla 2010 til hliðsjónar)

(Bls. 31 - 32)

 

Real economy (Bls. 32-35) - tölurnar það líkar tölum Seðlabanka að þær eru sennilega þeirra tölur!

......................................2010.........2011........2012.........2013..........2014........2015

Real GDP..........................-3.0...........2.0...........3.0...........2.5...........3.0...........3.0

Þetta er í reynd ekki óskaplegur hagvöxtur í sögulegu samhengi! En klárt að risaálversframkv. eru inni í áætlun frá 2012 - þegar tölur yfir fjárfestingar að neðan eru skoðaðar í samhengi.

Private consumption..........-0.3...........3.0...........3.3...........3.5...........3.0...........3.0

Neysla atvinnulífs á klárlega að hefjast af sæmilegum krafti á þessu ári! Eins gott þá að skuldavandi fyrirtækja sé ekki að þvælast fyrir!

Public consumption............-3.8..........-4.3.........-3.0..........-1.0...........2.0...........2.0

Samdráttur í almennri neyslu út 2013 þíðir sennilega lífkjaraskerðingu yfir sama tímabil.

Getur almenningur sætt sig við þá þróun áfram, miðað við hve slæm núverandi staða er? 

Gross fixed investment.......-4.0.........15.5.........23.2.........13.6...........3.5...........2.1

Klárt virðist að risaálver á að detta inn 2012 sem er einnig þ.s. Seðlabanki miðar við.

Exports of goods and serv..-0.2...........0.6...........1.8...........2.0...........4.8...........5.4

Álver sennilega hefur starfsemi 2014. Sem sennilega á að auka útflutning.

Imports of goods and serv...2.1...........2.1...........5.6...........5.4...........4.7...........4.9

Innflutningur mestur 2012 og 2013, þetta er sennilega búnaður fyrir álver.

Output gap.......................-4.0.........-2.0.........-1.0..........-0.5...........0.0...........0.0

Slaki á að minnka þegar þetta ár, síðan enn meir árið eftir þegar risaálvers framkv. eiga skv. áætlun að hefjast!

Unemployment rate.............8.3...........7.5...........5.8...........4.1...........3.4...........3.4

Risaálvers framkvæmdirnar klárlega eiga að orsaka minnkun atvinnuleysis. En ekki er síðan ljóst hvað á síðan að minnka það, eftir 2013. Nema að framkvæmdir standi enn yfir eða að menn telji að atvinnulíf sé búð að ná sér úr skuldadrunganum.

Real wages........................-1.0...........1.0...........2.0...........2.4...........2.4...........2.4

Áhugavert er að miðað er við einungis 1% launahækkanir í ár - hefur ríkisstjórnin sagt hreyfingum launamönnum þetta? :)

CPI inflation........................5.4...........2.5...........2.4...........2.5...........2.5...........2.5

Nominal GDP (bln ISK)........1551.4.....1628.2......1726.2......1820.2......1934.2.....2052.7

Trade balance......................9.6...........9.4...........8.2...........6.8...........7.4...........8.2

Viðskiptajöfnuður á áfram að haldast mjög hár í sögulegu samhengi. Það er óvanalegt, þ.s. bætt lífskjör skila alltaf minnkuðum afgangi vegna aukins innflutnings. En, ef lífskjör haldast áfram lág?

Current account..................-4.0...........1.3...........1.5...........0.3...........1.2...........2.3

Þetta er heildar jöfnuður hagkerfisins, ásamt fjármagnshreyfingum.

Balance of Payments - (In percent of GDP, unless otherwise indicated)

Revenue...........................40.6.........39.6..........40.3.........41.0..........40.8..........40.6

Umreiknað........................630........645...........696,7.......746,3.........789,1........833,4

Extraordinary financing........51.3.........11.5.........-3.1..........-3.9..........-3.0..........-3.2

Þetta er frasi yfir lán veitt af AGS. Mínus þíðir að við erum farin að greiða til baka!

Kostnaður við greiðslur af AGS láni.......................51,8.ma....71.ma........58,03.........65,7

Þetta eru háar upphæðir!

Interest...............................5.6...........6.9...........6.6...........6.1...........5.3...........4.9

Vextir sem ríkið greiðir á ári hverju.

Vextir umreiknuð.................86,9.ma..112,3.........113,9........111........102,5........100,6

Iceave guarantee..................1.2...........1.3...........0.7...........0.6...........0.4...........0.3

Umreikn. kostn. v. Ices........18,6.ma....21,1.........12............10,3............7,3...........6,1

Vaxtagjöld á móti tekjum er lykilstærð. En, allt umfram 16% er almennt talið erfitt.

Vextir./tekjum......................13,8%......17,4%.....16,3%.....14,9%........13%.........12%

Vaxtagj./tekjum m. Ices........16,7%.......20,7%.....18,1%.....16,2%........13,9%......12,8%

Skoðum þróunina, ef tekjur haldast áfram þær sömu og 2010.

Þetta er könnun á því hvað gerist, ef efnahagsþróun er stöðnun áfram!

Gjöld vs. tekjur 2010.............16,7%.......17,82%...18,1%.....17,6%........16,3%......16%

Gj. vs. tekj. 2010 + Ices.........18,6%.......21,2%.....20%.......19,3%........17,4%.......16,9%

Greiðlubyrði nálgast þá klárlega útmörk þess mögulega með viðbættu Icesave. 

Ath. að ef á versta veg fer með Icesave fara gjöld hæst í cirka 23 ma.kr. - geta haldist þar.

Þá verður greiðslubyrði í heild viðvarandi í kringum rúm 20% sem væri sannarlega á allra ystu mörkum, hvernig sem á það er litið! Sennilega í reynd ekki hægt að búa við slíkt um fleiri ár!

Gross external debt...........333.1........267.2......253.1........215.0........199.6........182.6

The State:

AGS leggur mikla áherslu á að jákvæður frumjöfnuður náist þetta ár.

Primary balance..................-2.2...........0.3...........3.9...........6.0...........6.0...........6.0

2013 á heildarútkoma ríkissjóðs að ná í plús!

Overall balance...................-5.8..........-5.3.........-1.7...........0.8...........1.8...........2.5

Gross debt.........................96.3........100.5........93.9.........88.1..........79.0.........72.4

Þó eins og sagt er, að skuldir okkar séu ekki hærri en skuldir nokkurs fj. annarra ríkja, þá eru þetta miklar skuldir. En, það að einhverjar aðrar þjóðir einnig skuldi mikið, er ekki röksemd um að hafa ekki áhyggjur af stöðunni!

En viðmiðun um skuldastöðu, er hjá hagfræðingum jafnan við 60%. En allt umfram það, er talið vera hemill á hagvöxt. Vísbending um skuldakreppu.

 

Table. Medium Term Consolidation Measures (bls. 15)

Yfirlit yfir áætlun AGS um sparnað í ríkisútgjöldum, ásamt tekjuaukningu.

.........................................2011 1/..........2012............2013

In ISK million--------------------------------------------------------

Revenue.............................11,006 (vísar til skattahækkana)
Expenditure........................25,811 (vísar til niðurskurðar útgjalda)
Total Measures....................36,817...........44,000.........14,000 (2011 og 2012 erfiðust fyrir ríkið)

Áhugavert er að aðgerðir til að snúa stöðu ríkissjóðs við skuli ná hámarki á næsta ári. En, það ár hefjast greiðslur af láni AGS, þannig að það tvennt sennilega hangir saman.

In Percent of GDP--------------------------------------------------- 

Revenue................................0.7
Expenditure...........................1.6
Total Measures.......................2.3...............2.5................0.8
Primary balance......................0.3...............3.9................6.0 (planlagður afgangur frumjöfnuðar)
Change in the primary balance..2.5...............3.6................2.1(breyting frá fyrra ári)

 

Hér kemur yfirlit AGS yfir stöðu mála:

  • Earlier efforts, focusing on postponing debt payments, delivered some relief to borrowers but debt restructuring initiatives did not elicit a large response. Both households and corporates have held out from existing debt restructuring mechanisms owing to expectations that more generous debt relief would be forthcoming.

Þetta virðist vera viðtekin túlkun innan stjórnkerfisins, að fólk hafi ekki upp til hópa tileinkað sér úrræði stjórnvalda í boði vegna skuldamála heimila, vegna þess að vonast hafi verið eftir betra.

Frekar en að, þetta hafi verið útkoman einfaldlega vegna þess, að fólki hafi ekki fundist úrræðin vera nægilega áhugaverð, til að vilja nýta sér þau. Þ.e. þau hefðu ekki verið nýtt!

AGS virðist byggja plagg sitt á upplýsingum frá ísl. stjórnkerfinu, þá einkum frá Seðlabankanum.

  • Corporate debt restructuring has proceeded slowly. Defaults have been widespread, but only a small fraction of companies have filed for bankruptcy or restructured their debt. Earlier steps taken by the authorities and financial institutions have facilitated debt restructuring for large firms. However, there has been little progress in restructuring the debt of small- and medium-sized enterprises. (bls. 3)
Þetta hefur komið fram. Sem dæmi að um helmingur lána til fyrirtækja sé í vanskilum innan bankakerfisins. Að um 1/3 fyrirtækja teljist með neikvæða eiginfjárstöðu.
  • The debt situation of households remains difficult.

Sem telst ekki heldur til frétta.

En, bæði staða fyrirtækja og almennings, eru mjög öflugar bremsur á getu til hagvaxtar.

  • the government bond market is the only active capital market in Iceland, as government bonds—and bank deposits—remain the instrument of choice for locked-in capital, pushing yields onthese instruments to very low levels.
  • Corporate bond and equity markets remain dormant.
Þetta er mjög áhugaverð staðreynd. En ríkið í reynd er að græða á höftunum. En þau þíða í reynd að innlendir fjárfestar hafa ekki neina valkosti um önnur skuldabréf, en án hafta breytist það ástand; svo ríkið yrði að bjóða hærri vexti til að halda viðskiptunum. Svo vaxtagjöld ríkisins myndu fara upp - óhjákvæmilega.
  • Despite the turbulence in European sovereign debt markets, Iceland’s CDS spread has hovered below 300 bps.
Þeir eru að tala um skuldatryggingaálag Íslands, sem ekki hefur hækkað umliðið ár þrátt fyrir vandræðin í Evrópu.
  • Bank lending conditions remain tight, and credit is flat.  (bls. 4)
Mjög lítil lánastarfsemi á sér stað hjá viðskiptabönkunum.

Fjármagn er í reynd fast inni í bönkunum, enginn markaður virðist fyrir það.

Skv. framboði og eftirspurn, er það sterk vísbending um það að verðlag á lánsfé sé of hátt.
  • General government debt is now expected to reach 96 percent of GDP at end-2010.
  • Gross external debt estimates in 2010 have been revised upward to around 330 percent of GDP, although assets have been revised up by a similar amount.

Þetta eru í reynd ekki slæmar fréttir. Ríkissjóður skuldar minna, staða hagkerfisins hefur skýrst betur.

Áhugavert að Portúgal einnig skuldar 330% af þjóðarframleiðslu.

 

Hættur:

  1. Slow progress in corporate and household debt restructuring continue to impede a more robust turnaround in activity.
  2. Further delays in investment projects and shocks to external demand and commodity prices could also slow growth...
  3. ...while higher-than-expected wage increases could push inflation higher.
  4. ...delays in energy sector investment could continue to dampen growth over the medium term,
  5. ...while credit is likely to be constrained for some time as banks continue to repair balance sheets.

Slæm staða bankakerfisins, sem kom fram í 3. skýrslu þ.e. 45% lána skv. bókfærðu virði séu "non performing" eða með öðrum orðum ekki að skila tekjum; er áhyggjuefni í þessu samhengi.

En hún sennilega skýrir af hverju, ríkið býður eingöngu mjög takmarkaðar aðgerðir til hjálpar heimilunum, þ.e. niðurskurð skulda umfram raunvirði eigna sem vafasamt er að bankarnir séu hvort eð er færir um að innheimta.

En, þ.e. einnig í samhengi við ofuráherslu AGS um það að ríkið taki ekki á sig viðbótarbyrðar.

En, útkoman er líklega sú að staða heimilanna helst mjög slæm áfram og að það sama muni eiga við þann fj. fyrirtækja sem hefur verið í mjög tæpri stöðu alla tíð síðan hrunið átti sér stað. Að auki, mun líklega bankakerfið áfram lítt treysta sér til að lána.

Sennilegasta útkoma er, áframhaldandi skuldakreppa heimila og atvinnulífs.

Þannig að hagvöxtur verður nær nokkurn veginn allur að byggjast á utanaðkomandi þáttum.

Það eru því góðar fréttir í grámóskunni, að 11 flugfélög skuli vera búin að óska eftir að fljúga hingað næsta sumar. Það hlýtur að innibera spá erlendra aðila í ferðaþjónustu, um að ferðaárið í ár verði nýtt metár með umtalsverðri aukningu í fjölda ferðamanna til landsins. 

Ferðamennska verður sennilega helsta von Íslands næstu misserin. Og sú eina - nánast - ef ekki rætist úr stóryðjudraumum.

  • With the new measures now in place, household debt restructuring must be accelerated and expectations of additional relief contained.
  • To increase incentives for household participation, it is now critical that the authorities contain expectations for additional debt relief by sending a clear signal that the framework for household debt restructuring is complete. (bls. 21)

Fyrirmæli AGS til ríkisstjórnarinnar eru mjög ákveðin - engar frekari aðgerðir til handa heimilunum.

En, þetta er ekki endilega mannvonska, heldur fremur lýsandi dæmi um áherslu þeirra um það, að ríkið taki ekki á sig frekari skuldbindingar. 

En, þ.e. þó stór spurning hvort þetta geti gengið upp?

En miðað við spá um áframhaldandi samdrátt í innflutningi neysluvara út 2013, sem vart gerist nema að samdráttur lífskjara viðhaldist samfellt fram að því ári og síðan út það ár; þá sýnist mér líkurnar mjög miklar á einhvers konar almennri uppreisn a.m.k. áður en því tímabili lýkur!

Þ.s. ég er að velta fyrir mér, er hvort ríkisstj. geti mögulega haldið áfram að keyra á þessari stefnu út kjörtímabilið? Væri það virkilega mögulegt?

En grunn stefnubreyting þar um, þíðir líklega að þjóðin ákveður að greiða ekki skuldir sínar!

Að valin verði leið greiðsluþrots! 

  • Repairing corporate balance sheets is critical to jumpstarting investment and to reducing unemployment in Iceland, as well as to restoring the health of the financial sector.
  • At the same time, the FME must remain vigilant that banks are properly reporting restructured loans, including by ensuring that losses are not put off into the future through improper use of accrual accounting. (bls. 22)

Allt saman laukrétt!

En, mjög mikil hætta er að svo lamaðir séu bankarnir, að lausnir í boði verði einungis einhver lenging lána - en almennt séð ekki nægilega mikil lækkun greiðslubyrði til að skila neinni umtalsverðri aukningu á getu atvinnulífsins til fjárfestinga.

Svo að dauðinn og deyfðin í innanlands hagkerfinu haldist áfram, fyrir utan að líf verður sennilega í ferðaþjónustu.

  • Based on staff’s preliminary assessment, public debt dynamics are expected to improve considerably on account of the new Icesave deal.
Þetta virðist koma heim og saman við skoðanir t.d. InDefense að nýi samningurinn feli í sér til muna minni aukningu skulda.
  • The public debt ratio is expected to start falling in 2012 and to reach about 72 percent of GDP in 2015.
  • These favorable debt dynamics could be derailed by -
  1. too slow a pace of fiscal consolidation over the medium term,
  2. the materialization of significant contingent liabilities,
  3. or the absorption of private sector losses by the public sector.
Atriði 3. er enn ein áminningin um að gera ekki neitt fyrir heimilin, sem eykur skuldir ríkissjóðs að ráði.
  • Gross external debt is expected to fall to about 267 percent of GDP in 2011 and reach around 182 percent of GDP by 2015.
  • The main risk emanates from exchange rate depreciation. (bls. 6)

Gengislækkun er áhættusöm fyrir stórann hluta atvinnulífs - fyrir fyrirtæki í þjónustu og verslun, sem ekki hafa neinar gjaldeyristekjur.

En, frekari gengisfall myndi sennilega fella um koll, megnið af þeim fyrirtækjum sem ekki hafa gjaldeyristekjur, sem skulda umtalsverðar upphæðir í gjaldeyri.

Þetta væri annað hrun. En mikil aukning atvinnuleysis ætti sér þá stað. Ríkið myndi ekki geta með 100% öryggi staðið undir gjaldeyrislánum. Greiðslufall ætti sér stað - ekki endilega um leið þ.s. við eigum pening inni á bók eftir allt saman, en væri algerlega fyrirsjáanlegt.

En, útflutningur myndi haldast sá sami, þ.s. útflutningsfyrirtæki verða ekki fyrir skakkaföllum eðli máls skv. af gengislækkun þ.s. þeirra tekjur eru í erlendum gjaldmiðlum.

Landið ef eitthvað er, yrði enn meir spennandi ferðamannaland.

Það eru ákveðin tækifæri í slíkri stöðu - en atvinnuleysi myndi aukast mikið og haldast mikið um einhverja hríð. En, síðan smám saman væru verslunar og þjónustufyrirtæki endurreist, þau sem markaður er fyrir.

  • The authorities remain committed to further fiscal adjustment over the medium term.
  • The consolidation, which is frontloaded, aims to achieve a primary surplus of 6 percent of GDP by 2015 and keep public debt on a declining path. (bls. 14)

"Front loaded" - þá meina þeir, að sparnaðurinn eigi sér stað einkum fyrri hluta tímabilsins. En frumjöfnuður ríkisútgjalda á að ná 6% 2015.

Eins og skýrt kemur fram, á þetta að skila lækkun skulda ríkisins þegar fram horfir.

 

Staff welcomes the agreement on Icesave

  1. The agreement marks a milestone in Iceland’s emergence from crisis.
  2. Under the new terms, Iceland’s public finances will remain on a sustainable footing, and public debt should continue to decline rapidly.
  3. The agreement should also help unlock remaining program bilateral financing and bolster market confidence in Iceland. (bls. 23)

Mér finnst áhugavert hve mikil ánægja rýkir um nýja Icesave samninginn.

En, áður var því einnig haldið fram, að opinberar skuldir væru sjálfbærar.

Þriðja atriðið hefur alltaf hljómað frekar sérkennilega í manns eyru, að aukning skulda í gegnum AGS áætlunina, auk aukningar skulda af völdum Icesave samnings, skili aukinni tiltrú.

En AGS hefur alltaf verið "creditor friendly".

Á hinn bóginn er nýja samkomulagið mun betra en það fyrra. Um það þarf ekki að deila!

 

Aflétting hafta:

  • The authorities and staff agreed that the lifting of capital-controls should proceed
    cautiously, as preconditions are met. 
  • It was agreed that...the financial system was still weak.
  • Staff emphasized the need for careful sequencing of the steps toward liberalization, and stressed that reserve adequacy and domestic liquidity should be safeguarded throughout the process. (bls. 15)

Niðurstaðan virðist vera að fjármálakerfið þoli ekki afléttingu hafta.

Að auki, að útstreymi fjármagns sé líkleg hætta einnig.

Hvort tveggja mjög örugglega rétt!

  • Significant external financing is still needed under the program. With large external amortizations falling due in late 2011 and early 2012 and the uncertain timing of outflows associated with the old banks’ estates, there remains a clear need to increase international reserves.
  • The lifting of capital controls will also require higher reserves.
  • Unlocking the full amount of program financing will further raise reserves to 81 percent of short-term debt at end of 2011. (bls. 19)

Þeir eru að segja ríkisstjórninni að taka öll lán sem standa til boða í tengslum við áætlun AGS.

Ég skil þetta þannig, að þetta sé nauðsynlegt svo að til sé fé hvort tveggja fyrir því að aflétta höftum og til að öruggt sé að nóg fé sé til staðar, til að greiða af öllum þeim lánum er falla á gjalddaga allra næstu ár.

Með öðrum orðum, til að forða greiðsluþroti!

  • The program ensures that Iceland is in a position to fulfill its obligations to the
    Fund in a timely manner...Payments would peak in 2013–14 at a manageable 10 to 13 percent of reserves.
Að hæsta hlutfallið á einu ári, sem fer úr lánsgjaldeyrisvarasjóðnum til að greiða af öðrum lánum, sé 10-13%, sem þeir meta viðráðanlegt.
  • The authorities’ commitment to a cautious pace of capital account liberalization provides comfort that payments can be met even if the external financing environment is somewhat weaker than envisaged.
  • The authorities’ commitment to preconditioning capital controls liberalization on the health of the financial sector also mitigates these risks. (bls. 20)

Ég skil þetta svo, að enn séu nokkur á a.m.k. í það að höftum verði aflétt, ef miðað er við áætlanir stjórnvalda og AGS.

Iceland should continue to build up its stock of international reserves:

  • Although gross reserves have increased considerably over the past year, they remain inadequate relative to standard benchmarks.
  • Thus, the increase in non-borrowed reserves in recent months is welcome.
  • Purchases must continue, and amounts should be scaled up given the favorable balance of payments outlook.
  • Iceland should also continue to draw on available official financing.
  • The CBI’s recent steps to improve liquidity management are welcome, but additional efforts are needed to enhance liquidity forecasts and undertake more highfrequency operations. (bls. 22)
AGS ítrekar, að varasjóðurinn þurfi að vera enn hærri, til að forða greiðsluþroti!


Veikleiki bankakerfisins:

  • The authorities confirmed that banking system capital is likely to remain adequate.

Þetta byggist á heildarvæntingum:

  1. Væntingar um hagvöxt sem eru í bjartsýnni kantinum.
  2. Því, að ekki verði gefið eftir af skuldum til almennings, umfram þ.s. bankar hefðu sennilega ekki getað innheimt hvort eð er.
  3. Spá um það, að eignaverð sé búið að ná gólfi og lækki ekki frekar. 
Ef allt þetta bregst, þá auðvitað verður þetta allt önnur Ella.

En lélegri hagvöxtur eða jafnvel enginn, víxlverkar yfir allt sviðið - þ.e. eignaverð heldur þá væntanlega áfram að dala og slæmum lánum að fjölga, eiginfjárstaða bankanna heldur áfram að versna.
  • Consequently, the worst case outcomes addressed in the government’s contingency plan—that shareholders might need to inject more capital or that government recapitalization might be needed—now appear unlikely to materialize.
Sem byggist einnig á væntingum um umsnúning, sem ég hið minnsta tel umfram þ.s. líklegast er.
  • Nonetheless, the government has received authorization to issue bonds to inject necessary
    capital as needed, and the structural benchmark in this area was met. (bls. 17)

Sem nokkrar líkur eru um, að ríkið muni þurfa að hrinda í framkvæmd.

En, neikvæð hringrás getur orsakað að Ísland fari þá írsku vegferð, að styðja við bankakerfi sem nái ekki að hefja sig úr slæmum farvegi, þannig að ný þörf fyrir stuðning skapist þá aftur nokkru síðar.

Þetta er þróun, sem getur keyrt ríkið í þrot - mjög mögulegt.

 

Ríkisstjórnin ætlar að gerbreyta hlutverki Íbúðalánasjóðs - grunar mig:

  • "The authorities and staff concurred on the need for further action to strengthen non-banks. Specifically, the government will inject by end-December sufficient capital into the Housing Finance Fund (HFF) to bring its capitalization to 5 per cent of its risk-weighted assets (2¼ percent of GDP).
  • The authorities also plan to prepare a timeline to harmonize the HFF capital requirements to those of other financial institutions, and submit legislation that will put the HFF under FME regulatory and supervisory authority. (bls. 18)

Til stendur að krefjast sama eiginfjárhlutfalls af Íbúðalánasjóði og bönkunum.

Hallur Magnússon, sagði mér þegar ég sendi honum póst um málið og lét hann vita af þessu, að FME hafi haft slíka yfirmumsjón með Íbúðalánasjóði síðan 2004.

  1. Ríkið er nýbúið að setja 33 ma.kr. í Íbúðalánasjóð, til að lyfta eiginfjárhlutfalli úr cirka 2,5% í 5%.
  2. Hvernig ætlar hún að fara að því, að auka það í 17%?
  3. Stendur til að einkavæða Íbúðalánasjóð?
  4. Ætlar ríkisstj. að hverfa frá því að hafa þetta sem lánastofnun með félagslegt hlutverk?
  5. Á hún þess í stað, að verða að harðri viðskiptasinnaðri stofnun?
  6. Ef til vill undirbúningur undir það, að láta hana renna inn í einhvern bankann?

Þarna koma fram í hugann fj. spurninga!

Þetta dettur eins og skrattinn úr sauðaleggnum!

Hvað í andskotanum er ríkisstjórnin að pæla?

En, munum að lengi hefur það verið stefna Sjálfstæðisflokk að afnema Íbúðalánasjóð.

Ef, ríkisstjórnin gerir hann að hreinni bankastofnun, verður ekki lengur til staðar nein stofnun hérlendis á vegum ríkisins, til að standa fyrir framboði á félagslegu húsnæði.

Ég velti fyrir mér, einmitt þegar þörf fyrir félagsleg íbúðaúrræði hefur sennilega aldrei verið meiri, síðan eftir Seinni Heimsstyrrjöld; ætlar þá ríkisstj. akkúrat þá - ríkisstjórn sem kallar sig Norræna Velferðarstjórn - að varpa frá sér því helsta tæki sem hún hefur til umráða, til að aðstoða almenning sem á við húsnæðisvandamál að stríða.

 

Niðurstaða

Mín upplifun af því að lesa skýrslu starfsmanna AGS, er sú að ríkisstjórnin hafi verið að gefa of jákvæða mynd af ástandinu. 

Hin raunsanna mynd sé, að ástand mála sé í hárfýnu jafnvægi, sem lítið má út af bregða svo ílla fari.

Fjöldi atburða virðast geta átt sér stað, sem ef þeir eiga sér stað, myndu setja áætlunina í stórhættu!

  1. Hvað gerist í Evrópu? En hrun Evrunnar er einn þeirra atburða.
  2. Víðtæk verkföll ef þau verða hér, ásamt hörðum launakröfum, geta mögulega sett allt á hliðina - ef þau standa nægilega lengi og eru nægilega útbreidd.
  3. Uppreisn almennings ásamt nægilega víðtækum mótmæla aðgerðum, getur einnig sett áætlunina á hliðina. Fer eftir því hve röskun verður mikil annars vegar og hins vegar því hve mikill viðbótarkostnaður ríkið myndi þurfa að standa straum af.
  4. Hrun bankakerfisins, alls ekki mjög ólíkleg útkoma.
  5. Veikleiki bankakerfis, sem knýr ríkisstj. til að aðstoða það með viðbótar eiginfjár framlagi. Ef gerist oftar en einu sinni, getur það dugað þó bankarnir lafi.
  6. Ef risaálver verða ekki - þ.e. slík útkoma verður endanleg, verður áætlunin mjög tæp. En ekki endilega ómöguleg.

Mér sýnist því gilda áfram að framvinda áætlunar AGS og ríkisstjórnar sé "upphill struggle"!

Að lokum, er það stór spurning - hvaða leik í andskotanum er ríkisstjórnin að leika með Íbúðalánasjóð?

 

Kv.


Bloggfærslur 17. janúar 2011

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband