Maltverjinn Joe Borg bjartsýnn að Ísland fái sérsamning skv. fordæmi sérsamnings er fékkst um sjávarútveg Möltu!

Augljósa ábendingin er að mjög mikill munur er á sjávarútvegi eins og hann er stundaður á Möltu og sjávarútvegi eins og hann er stundaður hér við land. Að auki, er gríðarlegur munur á magni því sem aflað er. Þannig, að mjög mikill munur er á vægi maltverks sjávarútvegs innan ESB þ.e. hverfandi vægi, og vægi ísl. sjávarútvegs, er hefur mikið vægi.

Fyrirsögn á frétt RÚV virðist vera villandi, þ.s. Borg talar einungis um möguleika á hagstæðum samningum, þ.e. talar ekki með neinum beinum hætti um undanþágur.

 

Íslendingar geta fengið undanþágur

"Joe Borg, fyrrverandi sjávarútvegsstjóri Evrópusambandsins, segir að ef Íslendingar færi skýr rök fyrir undanþágum frá sameiginlegri fiskveiðistefnu ESB í aðildaviðræðum við sambandið geti Íslendingar vafalítið náð hagstæðum samningum fyrir sig...Borg segist sannfærður um að framkvæmdastjórnin geri hvað hún geti með Íslendingum til að finna lausn sem brjóti ekki gegn grundvallarreglum ESB en gæti hagsmuna Íslands."

 

Staðreyndin er sú, að þó svo að við mætum Framkvæmdastjórninni við samningaborðið, þá er hún einungis milliliður á milli okkar í þessu tiltekna tilviki og aðildarríkjanna.

En, það eru aðildarríkin, sem alltaf taka lokaákvörðun um það, hvort eða hvenær einstökum köflum af 35, sem aðildarsamningurinn skiptist í, verður lokað. Þannig að það eru þau sem okkar samningamenn þurfa að sannfæra:

  • Höfðuverkurinn, er sem sagt, að sannfæra aðildarríkin 27 öll án undantekninga þ.s. neitun eins þeirra dugar til að stöðva allt, um þ.s. okkar saminganefnd vill fá fram fyrir okkar hönd.
  • Þau taka afstöðu út frá eigin hagsmunum sem aðildarríkis, og þau meta einnig, hvort verið sé að gefa fordæmi, sem þau telja sér ekki í hag að gefa.
  • Síðan, að sjálfsögðu, verða hugmyndir okkar að rúmast innan núverandi reglu- og lagabálka ESB. Það veitir töluvert takmarkað svigrúm.

 

Fyrir utan stofnríkin 6, hafa 21 aðildarríki bæst við - samtals 27 í dag. Allir þeir aðildarsamningar skapa fordæmi, sem tekið er mið af.

 

Maltneskur sjávarútvegur

Sjá upplýsingar frá FAO um sjávarútveg Möltu:

"Over 65 percent of annual landings (about 1 000 t) originates from the tuna and dolphin fish fisheries, which contribute about 56 percent in value terms (about US$ 6 million). Trawling, bottom long-lining and swordfish longlining have similar importance in terms of both weight (7–10 percent of annual landings each) and value (11–15 percent of annual value each). Trammel nets and other artisanal demersal gears account for about three percent of annual landings, whilst minor pelagic gears account for about four percent of the annual landings." 
 
Þetta segir, að landað sé einungis 1.000 tonnum árlega.

The average Maltese fishing vessel (of which there were 2 252 registered in 2004) is well under 10 m LOA, with the exception of the trawlers, which exclusively use bottom otter trawls and average 22.5 m LOA.


Ef togveiðar eru einungis milli 7-10% þá þíðir það væntanlega, að þær eru milli 70 og 100 tonn, en eins og sést eru þetta togbátar fremur en þ.s. við köllum togara.

"The social and cultural importance of the Maltese fishing industry far outweighs its negligible economic contribution, which is equivalent to about 0.1 percent of the national Gross Domestic Product (GDP)."

 

Meginþýðing fiskveiða sé menningartengt.

 

Til samanburðar var heildarafli við Ísland 1.129.621 árið 2009.

Sjá: Heildarafli á Íslandsmiðum

 

Sjá einnig reglugerð ESB um fiskveiði verndarsvæðið við Möltu:

COUNCIL REGULATION (EC) No 813 /2004 of 26.4.2004

(a) fishing within the management zone shall be limited to fishing vessels smaller than
12 metres overall length using other than towed gears;

(b) the total fishing effort of those vessels, expressed in terms of the overall fishing
capacity, shall not exceed the average level observed in 2000-2001 that corresponds to
1 950 vessels with an overall engine power and tonnage of 83 000 kW and 4 035 GT
respectively.

 

Þetta er aðalreglan - hún stenst reglur ESB þ.s. ekki er formlega um að ræða takmörkun á rétti sérhvers þegns ESB ríkis að fiska þarna. Samt er litið svo á, að útgerð á svo smáum fleyum þarna muni einungis borga sig fyrir Maltverja.

Eðlilega myndi ekki sambærileg regla virka fyrir okkur þ.s. okkar skip eru mikið stærri mörg hver og því klárt að slík regla myndi ekki tryggja rétt íslendinga öðrum fremur í reynd, eins og stærðartakmörkunin er gildir innan fiskverndar svæðisins umhverifs Möltu er talin virka.

 

Þegar ég var við nám í Lundi, skrifaði ég einmitt lokaritgerð þ.s. ég gerði sérstaka athugun á undanþágum

Niðurstaðan var að varanlegar undanþágur (eða varanlegar sérlausnir) voru og eru sjaldgæfar, en þær koma þó fyrir.

En, þegar tilvik þ.s. varanleg undanþága (sérlausn) næst fram eru skoðuð, þá virðist ljóst að vanalega er um að ræða þátt sem hefur mjög lítið efnahagslegt vægi en á sama tíma telst hafa umtalsvert menningarlegt vægi.

 

Commission Opinion on Iceland's application for membership of the European Union

( bls. 67)

Icelandic fisheries production (harvesting and aquaculture) has averaged 1.7 million tonnes in recent years. Iceland’s fisheries production represents almost a third of the combined EU-27 production (4.6 million tonnes in 2006). 

 

  • Þetta á alls ekki við um ísl. sjávarútveg, sem hefur mjög mikið vægi innan heildarpúlíu sjávarútvegs ESB - eins og sést að ofan.
  • Hann er þar að auki, ekki stundaður eins og á Möltu einkum á smábátum er róa skammt, þ.s. línur og önnur handveiðarfæri eru mest notuð.
  • Að auki, er ekki algengasta fiskveiðifleyið hér, enn að grunni það sama og notað hefur verið um aldir.

 

Mikið vægi dregur úr líkum þess, að þau rök virki að ísl. sjávarútvegur sé svo óverulegur að efnahagslegu vægi fyrir sambandið, að það sé aðildarríkjum að fullkomlega meinlausu að heimila sérstakt tillit til Íslands í sjávarútvegsmálum. Að auki minnka líkur á því, að aðildarríki meti fordæmi skapað með þeim hætti, lítilvægt fyrir eigin hagsmuni. 

Það þíðir ekki endilega, að ekkert tillit verði tekið til okkar sjávarútvegs - en, mjög ólíklegt verður að teljast að fram fáist varanleg undanþága (sérlausn).

Síðan, þurfa menn aðeins að átta sig á, að takmörkunin við Möltu er almenn þ.e. 10 m. fley. Þ.s. ekki borgar sig að veiða á 10 m bátum nema frá Möltu, þá er ólíklegt að aðrir en Maltverjar stundi þær veiðar. 

Það væri því ekki hægt að tryggja rétt okkar með sambærilegri reglu, þ.s. skipin hér eru mikið stærri og því klárt að aðrir myndu nýta sér hana.

Miðað við reynslu af aðildarsamningum virðast líkur langmestar, að aðlögun verði hin hefðbundna frestandi aðlögun, þ.s. vegna mikilvægis okkar auðlyndar fáist fram löng aðlögun þ.e. sennilega eitthvað í kringum 10 ár.

 

 

Kv.


Bloggfærslur 26. september 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband