Þorvaldur Gylfason gersamlega rústar þeim trúverðugleika er hann enn hafði!

Þorvaldur Gylfason, skrifaði í Fréttablaðið þann 23. september grein, sem verður að teljast rammpólitísk. En, ekki er hún hagfræðileg, enda enga hagfræðilega úttekt þar að finna. En þar má finna glósur og aðdróttanir, fullkomlega án röksemdafærslu, að fólki sem greinilega nýtur ekki hans velþóknunar, einungis fyrir það að vera annarrar skoðunar en hann. Svona hegðun er ekki hegðun fræðimanns, en með þessum hætti haga pólitískir talsmenn sér því miður alltof oft. 

  • Þ.e. þannig sem Þorvaldur Gylfason kemur fram, þ.e. sem talsmaður tiltekinnar pólitískrar stefnu - þ.e. pistill hans er hreinn áróðurs pistill.
  • Í þessari grein varpar hann algerlega af sér hempu fræðimannsins - en greinilega ætlast þó enn til að hann njóti virðingar sem slíkur.
  • En, eftir þessar ádrepu hef ég ekki nokkra trú á að hann njóti virðingar nokkurs manns út fyrir raðir einarðra stuðningsmanna aðildar að ESB. 
-----------------------------

Þorvaldur Gylfason - Krónan sem kúgunartæki

"Ein helztu rökin fyrir upptöku evrunnar eru þau, að krónan er liðið lík og á sér varla viðreisnar von, úr því sem komið er. Krónan styðst nú við ströng gjaldeyrishöft og myndi hrynja, væri höftunum aflétt. Krónan hefur frá 1939 veikzt um 99,95 prósent gagnvart dönsku krónunni. Verðbólgan, sem var bæði orsök og fylgifiskur gengisfallsins, gróf undan efnahagslífinu. Ekki hefur þó tekizt að kveða verðbólguna alveg niður, þar eð hagstjórnin hefur verið veik og Seðlabankinn hefur ekki heldur reynzt verki sínu vaxinn. Þannig er einnig ástatt um ýmis önnur lönd, til dæmis í Austur-Evrópu og Afríku. Þess vegna leggja Eystrasaltslöndin og önnur ný aðildarlönd ESB allt kapp á að taka upp evruna sem fyrst."

 

  • Þessi framsetning er mjög kunnugleg. Hún er það vegna þess, að hún er dæmigerð framsetning áróðursmeistara Samfylkingar og ESB sinna.
  • Þorvaldur Gylfason, virðist hafa lánað nafn sitt og orðspor. 
  • Þessi bútur, inniheldur ekki nokkra hagfræðilega úttekt, sem maður ætti að eiga von á, að hagfræðiprófessor ætti ekki í miklum vandræðum með að snara út.
  • Ég sé ekki heldur út úr þessu nokkra röksemdafærslu - þetta er einfaldlega röð fullyrðinga. Slík skrif eru akkúrat dæmigerð hjá þeim sem rita áróðursgreinar!

 

Hagfræðileg úttekt

Skoðum aðeins gengissveiflur Evrunnar vs. Dollar.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/euroe_vs_dollar_2010.png

Skv. grófum útreikningum mínum, er hámarks-sveiflan á milli þeirra gjaldmiðla 21% síðustu 365 dagana.

  • Þ.e. ákveðin kaldhæðni í því, að umliðið ár hafa gengissveiflur Evrunnar verið mun stærri en gengissveiflur krónunnar. 
  • Staðreyndin er sú, að allir gjaldmiðlar sveiflast. Að eiga eignir í fleiri en einum gjaldmiðli þíðir að eign þín þ.e. verðmæti hennar, sveiflast einnig. Þetta er kallað gengisóvissa.
  • Gengisóvissa veldur alltaf einhverjum kostnaði, einna helst fyrir aðila er eiga fjármuni bundna í mismunandi gjaldmiðlum. Þetta er því mest kostnaður fyrir banka og fjármálastofnanir - fyrir utan ríka einstaklinga sem eiga stórar eignir bundna í peningum.
  • Evran féll í verði þegar vandræðin í Grikklandi komu upp snemma í vor, þá áttaði markaðurinn sig á að sjálft Evruhagkerfið er í vanda, vegna skuldakreppu sem nokkur aðildarlönd Evrusvæðis eru stödd í - þetta leiddi til nýrrar sýnar þeirra á Evruhagkerfið sem orsakaði endurmat. Það endurmat markaðarins á Evruhagkerfinu, leiddi til þess að markaðurinn lækkaði verðmat sitt á gjaldmiðli Evrusvæðisins þ.e. Evrunni.
  • Íslenska krónan verðfellur oftast nær af nákvæmlega sömu ástæðum, þ.e. vandræði sem eiga upphaf sitt til vandræða innan hagkerfisins, framkalla krísu sem leiðir beint til verfalls krónunnar.

 

Gjaldmiðill:

  1. Hlutverk gjaldmiðils, er það að vera milliliður fyrir aðila er vilja skiptast á verðmætum, hvort sem þ.e. vinna eða vara.
  2. Gjaldmiðill á hinn bóginn, er ekki verðmæti í sjálfu sér.
  3. Gjaldmiðill er tilvísun í verðmæti.
  4. Gjaldmiðill hefur skráð verðgildi, en það hefur einungis gildi í samhengi notkunar viðkomandi gjaldmiðils, í því að eiga skipti á verðmætum.
  5. Það verðgildi sveiflast í takt við tíðni notkunar, og þegar þ.e. þ.s. við þekkjum sem hagvöxt á sér stað, þá fjölgar stöðugt tilvikum þ.s. aðilar eiga skipti sín á milli með verðmæti, og sú stöðuga aukning notkunar sem er það sama og eftirspurn fari vaxandi eftir gjaldmiðlinum, hefur áhrif á hið skráða verðgildi hans þ.e. skiptaverðgildi þegar honum er skipt í aðra gjaldmiðla. Verðið sem sagt hækkar.
  6. Síðan þegar kreppa skellur á í hagkerfinu, verður skyndileg stór minnkun í tíðni skipta með verðmæti með notkun gjaldmiðilsins, og sem er sama og að eftirspurnin innan hagkerfisins hafi snarlega minnkað eftir viðkomandi gjaldmiðli, og það framkallar þá algerlega sjálfvirkt stórt verðfall þess gjaldmiðils.

Síðan er áhugavert að bera hér saman tölur yfir atvinnuleysi milli Evrópu og Íslands:

Hlekkur á tölur Vinnumálastofnunar

1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
3,0%4,4%4,8%5,0%4,4%3,9%2,8%1,9%1,3%1,4%2,5%
  • En, ég sleppi síðustu árunum fyrir hrun, þegar bóluhagkerfi ríkti hérlendis. En, tölur yfir þau ár eru enn lægri.
  • Kenning mín, er að áratugurinn áður en bóluhagkerfis fór að gæta hér, gefi mun réttari mynd af eðlilegu meðalástandi hérlendis.
  • Atvinnuleysi er í hámarki 1995 en þá var svokölluð "dot.com" kreppa og fannst íslendingum þetta vera slæmar tölur.
  • Á töflunni fyrir neðan er atvinnuleysi í Evrópu tímabilið eftir að Evran kemur til, en það tímabil ætti að gefa hvað besta mynd af Evrópu, þ.s. skv. áróðri um Evruna, á hún að skila miklum árangri - ekki satt?
  • Hafið í huga, að kreppan hefst 2008 einnig í Evrópu, svo skoðið í samanburðinum tölurnar frá 1999 - 2007.
  • Punkturinn er sá, að atvinnuleysi á Íslandi hefur lengst af verið lítið og sambærilegt við þau Evrópulönd þ.s. það hefur verið allra minnst.
  • Ef krónan væri mikill dragbítur á hagkerfið, þá ætti árangur okkar ekki að vera sambærilegur við það allra besta - ekki satt?

Til samanburðar tafla frá EUROSTAT: Table unemployment rates

 http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/unemployment_trends_in_europe.png

 

  • Tölur yfir meðalhagvöxt á áratug á Íslandi: Datamarket
  • Tafla frá EUROSTAT yfir þróun hagvaxtar í Evrópu 

 

  1. Ég bendi á tölurnar frá "Datamarket"en eins og þar sést, þá var meðal hagvöxtur á Íslandi mjög hár alveg til cirka 1980.
  2. Ég reikna með að u.þ.b. þá hafi fiskimiðin verið orðin fullnýtt.
  3. 9. áratugurinn var sá áratugur er krónan féll margítrekað og verðbólga framan af, var mjög há. En, síðan þjóðarsáttar samningarnir frægu voru gerðir, hefur hún verið minni.
  • Líkleg skýring verðbólgunnar, er að almenningur var vanur fram að þeim tíma því, að kaupmáttur launa færi hratt vaxandi.
  • Meðan afli fór vaxandi á miðunum, var auðvelt að auka útflutt verðmæti, þannig að standa undir hærri launum.
  • En, þegar miðin eru orðin fullnýtt, hægir mjög á aukningu verðmæta sem hægt er að sækja á miðin.
  • En, það tekur tíma fyrir almenning að aðlaga væntingar sínar um kaup og kjör hinum nýju aðstæðum.
  • Svo, þ.s. gerðist ítrekað var að kröfur um launahækkanir um háar prósentu tölur, gátu ekki staðist þ.s. verðmæta sköpun var ekki til fyrir þeim - þannig að fljótlega í kjölfarið var gengið fellt.
  • Þetta gerðist nokkrum sinnum, samhliða því var stöðug og viðvarandi há verðbólga þ.s. tími milli gengisfellinga var of stuttur til þess að hækkanir vegna lækkunar gengis næðu að klára að ganga yfir áður en kom að næstu gengisfellingu.
  • Síðan, kom að lokum að því, að aðilar vinnumarkaðar sættust á, að innistæða væri því miður ekki fyrir slíkum kauphækkunum, og síðan þá hefur krónan verið til muna stöðugari.
  • Óstöðugleikinn varð sem sagt til, vegna þess að það tók tíma fyrir væntingar almennings um stöðuga öra hækkun lífskjara að aðlagast breyttum hagkerfis aðstæðum, þ.s. hagvöxtur væri minni og því aukning lífskjara hægari ár frá ári.

 

Hvað þarf að gera til þess að tryggja hér lága verðbólgu?

  • Passa okkur á að sporðreisa ekki hagkerfið.
  • Útflutningsatvinnuvegir okkar taka þá við sér á ný, innflutningur minnkar - framan af hagsveiflu er alltaf afgangur af útflutnings verslun.
  • Þ.e. stærðin sem við þurfum að stara á, þ.e. hver er staða innflutnings vs. útflutnings.
  1. Svo lengi sem við flytjum meira út en við flytjum inn, þá söfnum við verðmætum.
  2. Svo lengi sem við flytjum meir inn en við flytjum út, þá söfnum við skuldum.
  3. Þegar tölurnar eru í járnum þ.e. jafn háar, er hagkerfið að skila þeim hámarks afköstum, sem þ.e. fært um að skila - þ.e. út-/innflutningur og laun.
  • Hin raunverulega jafnvægis stjórnun þarf því að miða við það, að halda þessum tveim stærðum sem næst jöfnum.
  1. Ef það tekst, þá er verður engin stór gengisfelling og þar með engin verðbólgu gusa.
  2. Í slíku jafnvægi, þá væri verðbólga af völdum eftirspurnarþrýstings einnig lág.
  • Þetta snýst einfaldlega um hagstjórn!
  1. En, ef hagstjórn miðast við inn-/útflutnings jöfnuðinn.
  2. Þá er gripið til aðgerða til að kæla hagkerfið, ef innflutningur er að fara fram úr viðmiðinu.
  3. Ef það öfuga gerist, að útflutningsafgangur umfram tiltekið mark er að skapast, þá er gripið til aðgerða til að - örva hagkerfið.

Þetta er sú aðferð sem ég vil beita. Ég hef trú á því að þetta sé vel mögulegt.

-----------------------------

 

Þorvaldur Gylfason - Krónan sem kúgunartæki

Helztu rökin gegn upptöku evrunnar eru í fyrsta lagi þau, að Íslendingar þurfi á eigin mynt og sveigjanlegu gengi að halda til að draga úr innlendum hagsveiflum, þar eð þær séu frábrugðnar hagsveiflum í Evrópu. Sérstaða Íslands er þá talin stafa einkum af sjávarútvegi, þótt hann standi nú á bak við aðeins sjö prósent af landsframleiðslu. Staðan hefur breytzt. Útvegurinn skiptir efnahagslífið nú minna máli en áður, þar eð öðrum atvinnuvegum hefur vaxið fiskur um hrygg.

Þeir, sem heimta óskorað sjálfstæði í peningamálum, eru margir í rauninni að heimta að fá að halda áfram að nota krónuna sem kúgunartæki til að geta með reglulegu millibili notað gengissig krónunnar til að flytja fé frá launafólki til útvegsfyrirtækja.

 

Hagfræðileg úttekt:

  • Talan sem Þorvaldur Gylfason setur fram, þ.e. 7% er með endemum fáránleg þ.s. mun eðlilegri mynd af mikilvægi sjávarútvegs fæst þegar skoðað er tölur yfir útflutning.
  • En útflutningur er þ.s. allt hagkerfið lifir á - því útflutningurinn er þ.s. borgar fyrir innflutning.
  • Án útflutnings væru hér nánast ekkert til nokkurs hlutar!

 

Hagstofa Íslands - Vöruútflutningur

Útflutningur 2009

Sjávarútvegur         42,2%

Iðnaðarvörur          46,2%

Orkufrekur iðnaður  35,7%

Aðrar vörur             10%

*Tölur yfir orkufrekann iðnað eru inni í tölum yfir iðanaðarvörur.

 

  • Þessar tölur samt sem áður, vanmeta vægi sjávarútvegs.
  1. En, það minnkar vægi orkufreks iðnaðar, að á móti innflutningi kemur svipað magn af súráli sem flutt er inn. Kostnað við þann innflutning þarf að draga frá.
  2. Síðan hafa eigendur þeirra fyrirtækja einnig rétt til að senda hagnað af starfsemi úr landi, sem þá dregst einnig frá - þegar þjóðhagslegur arður er metinn.
  • Um það getur enginn heiðarlegur maður efast, að sjávarútvegur er aftur orðin okkar megin undirstaða.
  • Það einfaldlega þíðir, að við stjórnun okkar hagkerfis, þá verður að taka tillit til hagsmuna aðal útflutnings greinarinnar, þ.e. sjávarútvegs.
  • Við erum í raun og veru, komin aftur til baka til þess hvernig þetta var nærri uppafi 10. áratugarins, fyrir utan að meira magn er flutt út af áli.
  • Sko - ég er ekki í nokkrum vafa um, að Þorvaldi Gylfa. er full kunnugt um þessar tölulegu stærðir, þannig að ég get ekki annað en ályktað svo, að hann hafi kosið að byrta viljandi villandi upplýsingar.

 

Hvað þíðir þessi staða fyrir hagstjórn?

  • Þ.e. margsannað með margítrekuðum dæmum, að sjávarútvegur er mjög viðkvæmur fyrir innlendum kostnaðarhækkunum - annars vegar - og - hins vegar - fyrir hækkunum á gengi.
  1. Vandinn er sá, að þ.s. þetta er matvara og þ.e. nánar tiltekið almenn matvara, sem almenningur í öðrum löndum kaupir, þá eru því eðlilega takmörk sett hve dýrt er hægt að selja okkar fisk.
  2. Á sama tíma er fiskvinnsla mannafla frek grein, þannig að laun eru hátt hlutfall heildar kostnaðar.
  3. Í ofan-á lag, ef gengið hækkar fást færri krónur fyrir fiskinn, sem þrengir þeirra efnahag hér heima, þegar kemur að því að greiða starfsfólki laun af tekjum þeirra umreiknaðar í krónur.
  • Reyndar innan Evru, þá skipta gengissveiflur af þessu tagi ekki máli fyrir samkeppnishæfni útflutnings, nema gagnvart útflutningi fyrir utan Evrusvæði.
  • En, launahækkanir spila sömu rullu og áður - og, þ.e. einmitt þær sem hafa í fortíðinni, oftast orsakað þörf fyrir gengisfellingar - en ef launakostnaður verður hærri en þeir ráða við, hafa framleiðendur einungis 2 kosti, þ.e. að minnka starfsemi í landi hérlendis eða fara í þrot.
  • Hérlendis, lendir vinnslan vanalega í vanda cirka á þeim stað í kúrvunni þegar innflutningur verður meiri en útflutningur - sem sagt, seinni hluti hagsveiflu. Þetta getur ekki gengið nema tímabundið, þ.e. þ.s. allt hér stendur á brauðfótum vinnslunnar, þá er kreppa óhjákvæmileg eftir að hagkerfið fer yfir þennan miðpunkt.
  • Spurningin er hvernig getum við ráðið fram úr þessu innan Evru?
  1. Ríkisstjórn getur stýrt sköttum.
  2. Ríkisstjórn getur dregið úr útgjöldum.
  3. Ríkisstjórn getur einungis beitt aðila vinnumarkaðar fortölum.
  4. Aðrir stýra gengi.
  5. Aðrir stýra vöxtum.

Ríkisstjórnin hefur því stjórntæki 1 og 2, til umráða - við það hlutverk að stýra hagkerfinu í gegnum þá brimskafla er geta á skollið.

Það fer síðan eftir því, hve vel gengur að láta hagkerfið fylgja sömu hagsveiflu og gengur og gerist innan mið Evrópu, hvort vextir og gengi, passa við það ástand er ríkir innan okkar hagkerfis.

Þetta er svipað og að vera með aðra hönd bundna fyrir aftan bak - þ.e. með færri stýritækjum að vopni, á að ná betri árangri í hagstjórn, en fram að þessu hefur nokkru sinni tekist í Íslandssögunni.

Er eitthvað að þessu rökfræðilega?

  • Þetta er langt - langt í frá, að vera auðveld stjórnun.
  • Þvert á móti ætti að vera augljóst að með færri stýritæki að vopni, verður stjórnun erfiðari - alls ekki auðveldari.
  • Það hve mörg meðlimaríki Evrusvæðisins lentu í vandræðum, er fullkomin sönnun þess, að þessi stjórnun er ekki einungis erfið - hún er mjög, mjög erfið.

Eurozone Labor Costs - sýnir að með því að halda aftur af launahækkunum náði Þýskaland samkeppnisforskoti innan Evusvæðisins, á öll hin meðlimaríkin.

Þetta leiddi til þess, að nánast öll aðildarríki Evusvæðis, voru með viðskiptahalla við Þýskaland.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/eurozone_labor_costs.jpg

Real Exchange Rates Compared to Germany: Þarna sést skýrum stöfum, að á umliðnum áratug var mikið meiri verðbólga í Grikklandi, Portúgal, á Írlandi og Spáni - en í Þýskalandi.

Eins og sést þarna einnig, þá hófst verðhjöðnun á Írlandi 2008.

Skv. mynd þessari, eru verð enn að hækka í hinum löndunum árið 2009.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/competitiveness_eurozone.gif

  • Það er algerlega skautað yfir það af Evrusinnum hve rosalega erfið samkeppnin er innan Evrusvæðisins.
  • Á umliðnum áratug héldu Þjóðverjar launahækkunum hjá sér algerlega niðri. Í reynd lækkuðu laun í Þýskalandi samanborið við öll hin meðlimaríki Evrusvæðis.
  • Þetta er sama og að Þjóðverjar hafi lækkað hjá sér gengið - þ.e. skilar sömu útkomu.
  • Sko - munum hve rosalega viðkvæmur okkar helsti útflutnings atvinnuvegur er fyrir launahækkunum.
  • Það að þjóðverjar kom í veg fyrir launahækkanir allan umliðinn áratug, þ.s. á sama tíma hækkuðu laun í öllum hinum löndunum, þá urður þýskar vörur samkeppnishæfari í verðum við vörur hinna landanna, og ef því er bætt ofan á orðstýr þýskra vara, þá skapaðist mikil aukning eftirspurnar eftir þýskum vörum í hinum Evrulöndunum - svo mikið að liðlega 40% útflutnings þjóðverja fór til Evrópu.
  1. Vandinn við þetta var að þ.s. flest löndin, lentu í viðskiptahalla við þýskaland, þá söfnuðu þau ár frá ári viðskiptaskuldum við þýskaland.
  2. Eins og sést af grafinu að ofan, þá var þetta misalvarlegt eftir löndum, en þau að ofan er lentu fyrir rest í verstu skuldakreppunni, eru akkúrat þau lönd þess viðskiptahalli við þýskaland náði hæsta hlutfallinu af eigin landsframleiðslu.
  3. Þeirra skuldir eru að verulegu leiti skuldir við þýska banka, er lánuðu fyrir þessum viðskiptum með þýskar vörur.

 

Ályktun:

  • Til að forðast það vesen að lenda í viðskiptahalla við Þýskaland, hefðum við sem meðlimir Evrusvæðis þurf að fylgja línu Þjóðverja í launamálum.
  • Þ.e. allar hækkanir launa hefðu þurft að vera frystar þann sama áratug.
  • Þjóðverjar ætla sér að halda áfram þessari launastefnu sinni skv. fréttum frá því í ár.
  • Þeir eru að keppa við Kína og Asíu - þ.s. laun eru lægri.
  • Hve margir trúa því, að við myndum geta höndlað að keyra skv. launastefnu Þjóðverja?
  • En þ.e. algert must ef Evruaðild á að ganga upp!

Áróðurinn er að þetta upptaka Evru sé svo góður hlutur fyrir almenning.

En innan Evru erum við í þráðbeinni samkeppni kostnaðarlega við hagkerfi Þýskalands.

Í því liggur stór hundur grafinn - svo lengi sem þýsk yfirvöld og atvinnurekendur, viðhalda sinni stefnu þ.s. launahækkanir eru frystar.

Flest bendir til að ekkert lát sé á þeirri stefnu þar þ.s. fókus þýskra atvinnurekenda og þýskra stjórnvalda, er á samkeppni við hagkerfi utan Evrópu.

-----------------------------

 

Þorvaldur Gylfason - Krónan sem kúgunartæki

Evran veitir enga allsherjartryggingu fyrir lítilli verðbólgu. Til dæmis bjuggu Evrulöndin Grikkland og Írland við nokkru meiri verðbólgu 1999-2008 en Sviss og Svíþjóð utan evrusvæðisins. Eigi að síður eru rökin að baki evrunnar býsna sterk. Lönd, sem leggja eigin mynt til hliðar, afsala sér með vitund og vilja réttinum til að fella gengið með gamla laginu og hleypa verðbólgu þannig á skrið. Þau kjósa heldur að binda hendur sínar til að knýja á um agaðri hagstjórn og agaðri samninga um kaup og kjör. Verðbólga á sér þó ýmsar uppsprettur aðrar en gengisfall, svo að evran ein leysir ekki allan vanda. En hún hjálpar.

 

Þetta er það eina sem Þorvaldur Gylfason segir um hugsanlegan vanda við það að ganga inn í Evrusamstarfið.

Tiltekin lönd lentu í vandræðum - sum Evrulöndin voru með hærri verðbólgu en t.d. Sviss og Svíþjóð; en hann skoðar með engum hætti orsakaþætti þeirra vandræða.

Þ.s. Þorvaldur Gylfason er prófessor í hagfræði, þá neita ég að trúa því, að hann skilji ekki þá röksemdafærslu sem ég hef hérna sett fram eða að honum sé hún ókunnug.

Samt kýs hann algerlega að skauta framhjá málinu - en einmitt sá vandi, að halda innlendum kostnaðarhækkunum niðri; hefur verið hérna klassískur hagstjórnarvandi.

Og hvað kemur þá í staðinn, ef þú missir innlendar kostnaðarhækkanir úr böndum? Svo landið upplifir uppgang og síðan kreppu, eins og oft hefur gerst.

 

( Ireland: 2010 Article IV Consultation—Staff Report ) "The recent decline in unit labor costs from their high levels will need to be sustained to close the competitiveness gap and make a material difference to growth prospects." - "The annual pace of price decline was 2½ percent in April," - "Staff projects that Irish prices will continue to fall in the next two years." 

"By staff’s estimates, the potential growth rate will rise gradually (from current rate of about 1%) to about 2½ percent by 2015 as the internal imbalances—arising from rapid credit growth, overvalued property prices, and high price and wage levels—are corrected."

  • Skv. myndinni "Real Exchange Rates Compared to Germany" hófst verðhjöðnun á Írlandi 2008 og AGS reiknar með verðhjöðnun í 2 ár til viðbótar skv. skýrslu AGS um Írland frá júlí 2010.
  • 4 ár í verðhjöðnun. Til að ná til baka samkeppnishæfni þeirri sem Írland glataði, þegar írar misstu innlenda verðbólgu úr böndum á umliðnum áratug - sbr. "Real Exchange Rates Compared to Germany".
  • Skv. AGS er atvinnuleysi á Írlandi 17%.
  • Írar eins og Ísland á sama tíma, gengu í gegnum bóluhagkerfi. Þ.e. einmitt þ.s. gerir stöðu Íra áhugaverða, því staða Írlands og Íslands felur í sér samanburð á aðlögun hagkerfa sem hafa fallið eftir að bóla sprakk með látum, eftir því hvort þau hafa eigin gjaldmiðil eða starfa með annan gjaldmiðil en eigin.
  • Reyndar er stórfurðulegt að hagfræðiprófessorinn, skuli ekki hafa skrifað langa og ítarlega úttekt á Írlandi í samanburði við Ísland, með þennan samanburð í huga.
  • Það að hann kýs að leiða slíkann samanburð hjá sér, - vekur spurningar!
  • Hann talar um þörf fyrir agaðri samninga um kaup og kjör - getum við lifað við engar launahækkanir?

 

Niðurstaða

Þorvaldur Gylfason, virðist mér hafa kosið að líta svo á, að virðing hans sem hagfræðings sé til sölu.

Ég get ekki séð annað, að sú grein er ég vitna til, eftir Þorvald Gylfason, fullkomlega eyðileggi hans virðingarstöðu sem hagfræðings.

Hann setur ekki einungis niður, héðan í frá er virðingarstaða hans að mínu mati ónýt - og ég hef ekki trú á að héðan í frá, virði nokkur maður hans skoðanir á hagfræðimálum, nema sannfærðir ESB og Evrusinnar.

Þorvaldur Gylfason er búinn að marka sér bás - hann er orðinn einn talsmanna og einn af áróðursmeisturum Evru og ESB sinna.

 

Kv.


Bloggfærslur 24. september 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband