Bólan mikla! Ein samfelld fasteigna- og fjárfestingabóla myndaðist á vesturlöndum á umliðnum áratug! Ísland tók þátt í þessu ævintýri!

Það var áhugavert að hlust á Cris Martenson á Silfri Egils. Þ.s. hann segir er ég að mörgu leiti sammála.

Staðreyndin er sú, að á umliðnum áratug varð til á vesturlöndum ein sameiginleg fasteigna- og fjárfestingabóla. En, hún kom einnig fram í neyslumunstri og í reynd voru lífskjör almennings á vexturlöndum fölsuð - ekki endilega viljandi - á umliðnum áratug.

  • Þ.e. við vörum öll að lifa um efni fram. 
  • En, einfalt dæmi segir að ef þú eyðir meira en þú vinnur þér inn, þá safnar þú þér upp hala af vandræðum, er síðar mun koma þér í koll.

Sennilega eru skuldadagar að koma. En, flest bendir til að næstu ár verði ár mjög samankreppts hagvaxtar bæði í Evrópu og Bandar. - þ.e. "best case scenario".

En, einnig getur farið á verri veg, þ.e. að nýtt hrun orsakist og löndin beggja vegna sökkvi í aðra og enn dýpri kreppu.

Hættan á því er sannarlega mjög - mjög svo til staðar, því enn eru þær ástæður er keyrðu hlutina í þrot í fyrsta lagi enn til staðar, og undirliggjandi verðþættir viða hafa margir hverjir ekki enn aðlagast niður á við að því marki sem búast má við að séu raunverulega sjálfbært miðað við aðstæður.

 

Ár hinna ofsalágu vaxta

Mín skoðun er að núverandi vanda sé að rekja aftur til dot.com bólunnar á 10. áratugnum, en síðan þá hafa peningar samfellt verið mjög ódýrir þ.e. stýrivextir samfellt mjög lágir í Bandar. og víðar.

Þegar vextir eru mjög lágir eða jafnvel núll, þá verða lán mjög ódýr sem hvetur til skuldsetningar þvert yfir atvinnulífið en einnig hjá almenningi.

Þetta hvetur einnig spekúlanta þ.s. áhættan af lántöku til áhættu fjárfestinga sýnist þá lítil eða minni en ella.

Með mjög lágum vöxtum, sýnast lán aðlaðandi leið til að öðlast lífsins gæði sem laun þín duga ekki fyrir - sú freysting varð fjölmörgum neytendanum ofviða og mikið af umframneyslu fór fram í löndum Vesturheims, gegn vaxandi skuldum sem á 10. áratugnum virtist neitendum ekki varasamt þ.s. vegna lágra vaxta voru afborganir ekki nema lítið hlutfall tekna.

Á sama tíma, þá skapaði umframneysla aukinn þrifnað fyrirtækja er framleiða neysluvarning, þau borguðu góð laun, það gerðu einnig bankar sem þrifust eins og aldrei fyrr þ.e. útlánasprenging keyrði gríðarlega hraða stækkun þeirra og þeir borguðu einnig há laun.

Almenn hækkun launa átti sér stað, er knúði bóluna á enn hærri skala þ.s. almenningur gat þá keypt sér enn meira og treysti sér til að standa undir enn meiri lánum, sem blés bankakerfið enn - enn meir út, og einnig fyrirtækin í framleiðslu á neysluvarningi.

En, ekki bara bankar og framleiðendur neysluvarnings nutu góðs, heldur einnig þeir er byggðu húsnæði en þ.s. lán voru ódýr og laun fóru hækkandi - allt á heildina litið út á krít - ódýru lánin þíddu að fólk gat keypt sér dýrari húsnæði en áður og margir er ella hefðu ekki haft efni á húsnæði yfirleitt fjárfestu í íbúð. Þannig að jafnhliða - sameiginlegu bankabólunni - neyslubólunni; þá skapaðist einnig sameiginleg húsnæðisbóla.

Þannig varð gríðarleg aukning eftirspurnar eftir húsnæði, sem hækkaði alls staðar í verði langt umfram þ.s. áður hafði tíðkast, og bankar lánuðu miðað við þau uppsprengdu verð - og þ.e. einmmitt stærsti vandi bankakerfanna, og víðast hvar eru verð enn ekki neinst staðar nærri því að vera fallin niður á þann verðstandard er til staðar var fyrir bólu.

Fasteignabólurnar voru þó misýktar - sbr. Ísland, Spán, Írland, Bandar. og sennilega einnig Bretland.

  • Í öllum þessum löndum, meira en 2-faldaðist verð á húsnæði.
  • Í öllum þeim löndum, þó verð hafi nú lækkað nokkuð, eru þau enn mun hærri en þau ættu að vera, ef miðað var við verðþróun áratuganna á undan.
  • Þetta segir á mannamáli, að enn séu til staðar mikið meira magn slæmra lána innan bankakerfa landanna, en fram að þessu hefur verið viðurkennt, þ.s. hagsmunaðilum virðist vera takast a.m.k. enn um sinn, að viðhalda verðum, sem erfitt er að sjá að geti staðist. Þannig, er eiginfjárhlutfall bankanna í bókum meira, en þ.e. sennilega í reynd.
  • Þ.s. ég er að segja, er að sennilega er stór hluti starfandi banka á vexturlöndum raungjaldþrota, en þeir ásamt stjv. hafa hagsmuni af því, að leika þann þykjustu leik, að mál séu í lagi.

 

Gunnr 19.9 2010 05:57 - (tekið úr athugasemd Gunnr) sjá:

Vilja rannsaka þenslu Íbúðalánasjóðs árið 2004. Framsóknar- ráðherrar á móti

Fara inn á Þjóðskrá:
http://www3.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds
Gerið eftirfrandi:
Hlaðið inn Excel skránni um vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1994
Horfið á gluggann verð í sérbýli. Það kemur fra eftirfarandi
Verð janúar 1994 100% fram á mitt ár 1999 já í 5 ár.
janúar 1999 109%
janúar 2000 128%
janúar 2001 150%
janúar 2002 156%
janúar 2003 159%
janúar 2004 181%
janúar 2005 244%
janúar 2006 304%
janúar 2007 345%
janúar 2008 398%
janúar 2009 377%
janúar 2010 334%
... ágúst 2010 328%

 

Til samanburðar í Bandaríkjunum:

Median and Average Sales Prices of New Homes Sold in United States 1963-2008

YearMedianAverag
1990$122,900$149,800
1991$120,000$147,200
1992$121,500$144,100
1993$126,500$147,700
1994$130,000$154,500
1995$133,900$158,700
1996$140,000$166,400
1997$146,000$176,200
1998$152,500$181,900
1999$161,000$195,600
2000$169,000$207,000
2001$175,200$213,200
2002$187,600$228,700
2003$195,000$246,300
2004$221,000$274,500
2005$240,900$297,000
2006$246,500$305,900
2007$247,900$313,600
2008$232,100$292,600

Best að taka fram, að ekki er verðbólga frádregin til að framkalla raunverðhækkun. En, verðbólga umliðins áratugar var lág svo að verðbólgan spilar tiltölulega litla rullu.

 

Ekki má heldur gleyma spekúlöntum, sem hagnýttu sér ódýr lán til að spekúlera í fjármálalegum eignum víða um heim, þetta sáum við m.a. í svokölluðu "carry trade" er varð á krónunni.

Margir - fjölmargir, tóku lán til fjárfestinga og gríðarlegt lausafjármagn skapaðist vegna hagnaðar sem til varð meðan verð hækkuðu alls staðar að því er virtist þannig að það var oftast nær gróði af fjárfestingu, þannig að mjög hröð aukning var á því frjálsa fjármagni sem flæddi þangað sem það augnablik virtist nokkur pens á hlut vera meira að fá.

Aðilar fóru að höfða til þessa flæðandi fjármagns, með því að bjóða vaxtakjör miðuð til þess eins að fá eitthvað af þessu skammtímafjármagni til sín sbr. hér sala krónubréfa. Fyrirtæki gerðu þetta hið sama, þ.e. arðgreiðslur fóru fram í vaxandi mæli burtséð frá raunverulegum hag fyrirtækjanna þ.s. fjármagnið flæddi til þeirra er greiddu mesta arðinn.

En, þetta flæðandi fjármagn, var alltaf að leita að skammtímagróða, svo það fór um leið og verð lækkaði. Það með öðrum orðum, hvatti til margvíslegrar óeðlilegrar hegðunar - eins og þess, að verð hluta stýrðist eingöngu af greiddum arði ekki forsendum rekstrar. Sama átti við gjaldmiðla, að um tíma virtist sem að einungis vextir þeirra sem er sambærilegt við greiddan arð fyrir hluti, þeir einir stýrðu verðum á þem.

En, það var þetta flæðandi fjármagn, sem varð til eftir dot.com bóluna, sem orsakaði þetta óeðlilega ástand.

Þetta fjármagn er enn til staðar í heimshagkerfinu, en hefur skroppið þó umtalsvert saman og áhrif þess að sama skapi minnkað. 

Ef bankakerfin hrynja eða skreppa verulega saman, mun það hverfa og hið eðlilega ástand koma til baka þ.e. að verð hluta miðist við rekstrarforsendur - annars vegar - og - hins vegar - að sama eigi við verð gjaldmiðla þ.e. þau fari eftir rekstrarlegum forsendum hagkerfanna.

 

Mistökin liggja í viðbrögðum við dot.com bólunni!

Það sem hefði átt að gera, var að heimila sæmilega djúpa kreppu á 10. áratugnum.

Þar liggja mistökin, sem leiddu til vandræðanna í dag.

Hluti vandans er einnig sá, að fjölmargir hafa náð gríðarlegu ríkidæmi út úr þessu, en ef undið er ofan af bólunni alla leið, þá er erfitt að sjá annað en að stór hluti bankakerfa bæði í Evrópu og Bandar. - Ísland engin undantekning, séu jafnvel gjaldþrota - og þá ættu eignir þeirra ofsaríku einst. sem eiga gríðarlegar peningalegar eignir einnig að hverfa eða minnka mjög mikið í umfangi.

  • Skuldir og eignir haldast í hendur, svo ef eignir verða verðlitlar verða skuldir einnig að verðfalla.
  • Hinir ríku og hinir ofsaríku, grunar mig, skynja þetta margir hverjir sem er ástæða þess - tel ég - að verðlag á naglföstum verðmætum eins og húsum, hefur ekki fallið eins hratt og ætla hefði mátt, vegna stórfellds samdráttar í byggingum og eftirspurn.
  • Að auki hefur gullverð víst ekki verið nokkru sinni hærra. Að auki, hafa verð á mörkuðum fyrir jarðefni og aðrar vörur yfir hönd á festandi efni, einnig verið há og hækkandi í ár. Sem bendir til að ofsaríkir, séu að leitast við að finna einhver verðmæti sem þeir geti haldið í, ef það versta gerist. 
  • Síðan hefur verðmunur á ríkisskuldabréfa markaði aukist mjög mikið, þ.e. verð á bandar. og þýskum lækkað því þau virðast í augnablikinu tiltölulega örugg. En áhugavert er að megnið af skuldabréfasölu samt í Bandar. eru sala eins árs bréfa - þ.e. milli 70-80% sölu. Þ.e. mjög óvenjulegt ástand, er sýnir hið gríðarlega vantraust ríkjandi.

 

Það verður ekki betur séð en að kreppan mikla -

sé á fullum snúningi

Algerlega fyrirsjáanlegt er, að vegna gríðarlegra neysluskulda almennings, sem mun valda því að neysla næsta áratugar verður óhjákvæmilega til muna minni - þ.s. neysla er einna stærsti drifkraftur hagvaxtar í hinum gömlu iðnríkjum Vesturlanda; virðist ljóst að næsti áratugur a.m.k. verði áratugur þ.s. hagvöxtur verði á vesturlöndum sáralítill eða enginn.

Sjálfsagt mun áfram vera leitast við, að tryggja að ekki verði algert hrun bankakerfa. Það mun þíða, að sem dæmi Evrópa mun þurfa að halda uppi þeim ríkjum sem ekki hafa um tíma sjálfbær hagkerfi, því ef þau halda ekki áfram að borga af sínum skuldum, þá hrynja bankakerfi þeirra landa þ.s. útflutningsatvinnuvegir eru stöndugri. Á heildina litið þíðir það einnig fyrir Evrópu sem og Bandar. mjög - mjög hægan hagvöxt næsta áratuginn, og þ.e. "best case scenario".

Svo lengi sem bankakerfin hrynja ekki, þá halda þeir sem eiga miklar peningalegar eignir sínu.

En, ef það fer á verri veginn, þ.e. sem dæmi sá samdráttur um cirka 26% er varð á síðasta ársfjórðungi í eftirspurn eftir húsnæði í Bandar. heldur áfram á 3. ársfjórðungi, - en þ.s. gerðist er að þá rann út "taxcredit" til húsnæðiskaupa; þá verður áfram samdráttur í neyslu eins og virðist vera að eiga sér stað.

Þá getur hagvöxtur er mælist nú cirka 1,6% í Bandar. horfið alveg mjög hæglega, jafnvel orðið neikvæður á ný. 

Þá verður ekki forðað því, að við taki verðhjöðnun sem getur staðið um eitthver árabil, meðan verðhækkana bylgja fyrri áratugar gengur til baka.

Þá er erfitt að sjá annað en að mjög margir bankar í Bandar. fari á hliðina gersamlega.

Ef sú þróun fer af stað í Bandar. verður Evrópa ekki undanskilin, en minnkuð eftirspurn í Bandar. mun skila því að útflutningur þjóðverja minnki, en þeirra útflutningur er nánast eina jákvæða efnahagsfréttin frá Evrópu, og minnkun hans hafandi í huga að á heildina litið er hagöxtur á Evrusvæði ekki nema rúmt prósent; þá mun heildina litið hagvöxtur sennilega hverfa og þau lönd þar sem eru í erfiðustu stöðunni aftur detta í samdrátt.

Þá verður ekki séð annað en að skuldakreppa ríkja Evrópu í verstu krísunni, muni vinda upp á sig og verða óviðráðanleg. Þá mun Þýskal. þurfa að endurfjármagna sitt bankakerfi sem á mjög miklar skuldir hjá löndum sem á umliðnum áratug voru með viðskiptahalla við Þýskaland innan Evrópu. Það verður mikið áfall fyrir þjóðverja.

Bretl. mun sjálfsagt einnig lenda í öðru hruni eins og Bandar. en þar er einnig til staðar fasteignabóla sem er spegilmynd af þeirri bandar. og erfitt að sjá að þar geti annað en farið sömu leið og í Bandar. ef Bandar. lenda aftur í kreppu.

Ísland verður þá að sjálfsögðu fyrir sömu dómínó áhrifum!

-------------------------------

Það má segja að við lifum á spennandi tímum. Þ.e. ekki víst að þetta gríðarlega hrun fari af stað. En, mjög veruleg og mjög raunveruleg hætta er á að það eigi sér stað.

Kreppan sem þá fer af stað, verður a.m.k. ekki minni í sniðum en svokallaða heimskreppan er hófst 1929.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. september 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband