Skv. kenningu þeirra er vilja Evru, þá skaðar krónan hag fyrirtækja og einnig almennings!

Í þessum pistli kem ég með smávegis samanburð á tölum yfir atvinnuleysi á Íslandi og í Evrópu. En, þessi umræða er framhald af umræðu um kosti vs. galla þess, að búa við krónu áfram vs. að skipta yfir í Evru:

  • Stuðningsmenn þess að taka upp Evru, benda oft á þ.s. kost við Evru, að þá séu völd tekin af Ísl. stjm.mönnum, - sem er furðulegur misskilningur.
  • Að auki telja þeir sömu vanalega, að gengisstöðugleiki Evru muni stuðla að hagvexti - frekari atvinnutækifærum, þ.s. að þeirra mati sé kostnaður atvinnulífs af gengisóstöðugleika óbæranlegur.
  • Til viðbótar þessu, muni lægra vaxtastig með Evru einnig minnka kostnað atvinnulífsins og þanni efla þess þrótt. Auk þess að almenningur muni einnig græða á lægri vöxtum.
  1. Ef það væri svo, að krónan hefði ofangreind áhrif, þá ætti atvinnuleysi hér að vera ívið meira en gengur og gerist innan Evrusvæðis, hið minnsta í hærri kantinum - en þvert á móti hefur meðalatvinnuleysi hér síðustu 20 árin einungis verið 3,3% - sem er hvort tveggja vel undir meðal atvinnuleysi á Evrusvæði og undir meðalatvinnuleysi á Norðurlöndum.
  2. Hagvöxtur hefur einnig síðustu 20 árin, öfugt við þ.s. mætti halda, verið vel fyrir ofan meðaltal Evrópusambandsins, og einnig Evrusvæðis frá stofnun Evru.

 

Skv. tölum teknum af vef Vinnumálastofnunar, var atvinnuleysi árin 1992 - 2002, eins og sést hér:

Hlekkur á tölur Vinnumálastofnunar

1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002
3,0%4,4%4,8%5,0%4,4%3,9%2,8%1,9%1,3%1,4%2,5%
  • En, ég sleppi síðustu árunum fyrir hrun, þegar bóluhagkerfi ríkti hérlendis. En, tölur yfir þau ár eru enn lægri.
  • Kenning mín, er að áratugurinn áður en bóluhagkerfis fór að gæta hér, gefi mun réttari mynd af eðlilegu meðalástandi hérlendis.

Til samanburðar tafla frá EUROSTAT: Table unemployment rates

 http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/unemployment_trends_in_europe.png

 

  • Tölur yfir meðalhagvöxt á áratug á Íslandi: Datamarket
  • Tafla frá EUROSTAT yfir þróun hagvaxtar í Evrópu 

 

Niðurstaða

Eins og sést af samanburðinum, hefur atvinnuleysi á Evrusvæðinu verið mun meira en gengur og gerist í krónuhagkerfinu Íslandi. Reyndar er núverandi atvinnuleysi á Íslandi þ.e. 8,3% - sem er versta atvinnuleysi á Íslandi í 40 ár, einfaldlega við þ.s. hefur verið meðalatvinnuleysi í Evrópu lengi.

Auk þessa, þrátt fyrir að hagvöxtur á Íslandi hafi verið ívið í slappara lagi að meðaltali síðan upp úr 1980, þá hefur hann samt verið yfir meðaltali Evrópusambandsins, einnig Evrusvæðisins.

  • Ekki verður því séð að það sé rétt, að íslenska krónan íþyngi okkar hagkerfi.
  • Þvert á móti, virðast tölur gefa til kynna, að hún sé að þjónar okkur með ágætum.
  • En, lægra atvinnuleysi og hærri hagvöxtur, eins og ástandið hefur að meðaltali verið á Íslandi, ætti að öllu jöfnu einnig að koma fram í betri hag almennings, að öllu jöfnu, hér á landi.

 

Kv.


Bloggfærslur 1. september 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband