Í þessari færslu bregð ég upp yfirlitsmynd yfir hagþróun Evrusvæðisins!

Það er mjög áhugavert fyrir okkur íslendinga, að fylgjast með hvernig hagkerfi Evrópu líður.

Hér fyrir neðan má sjá þróun meðalskuldabyrði ríkja Evrusvæðisins. Eins og sjá má, þá hafa skuldir vaxið mjög hröðum skrefum frá því að núverandi kreppa hófst. Hún er nú 78,8% af heildarframleiðslu.

Þessi mynd sýnir mjög greinilega hve hröð skulda-aukning síðan 2008 er algerlega út úr korti miðað við þróun áranna á undan.

Myndin fyrir neðan sýnir þróun meðal halla ríkissjóða ríkja Evrusvæðisins og þróun. Hallinn er nú 6,3% að meðaltali.

Hafið í huga, að önnur 10 ár af svipuðum halla væri 63% viðbótar skuld við núverandi meðal 78,8% skuldastöðu.

Á sama tíma er vitað að næstu kynslóðir vinnandi handa verða færri en núverandi, sem mun minnka getu til hagvaxtar skv. tölum Evrópusambandsins, þegar frá og með 2020.

Þannig að Evrópu liggur frekar á, við það verk að snúa þessari öfugþróun við. En með minnkaða hagvaxtargetu framtíðarinnar, verða skuldamálin enn - enn erfiðari viðfangs.

Myndin fyrir neðan sýnir þróun atvinnuleysis að meðaltali innan ríkja Evrusvæðisins í gegnum árin.

Á henni sést hvað kreppan hefur haft hröð neikvæð áhrif á atvinnuleysi. Þ.e. nú cirka 10% að meðaltali.

Vandi sem það skapar, er að það dregur úr getu hagkerfis til vaxtar, þ.s. alltaf eitthvert hlutfall atvinnulausra dettur varanlega af vinnumarkaðinum. Það tekur alltaf hagkerfi nokkur ár, að vinda ofan af þeim skaða, því lengur sem atvinnuleysið nær hærri tölum.

Skv. þróun þessa árs, virðist sem að hlutir hangi í ballance milli minnkunar atvinnuleysis í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki á móti aukningu á Spáni, Ítalíu o.flr. löndum.

Enn eina ferðina er þýskaland mótorinn.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/unemplm_rate_euro_area.png

Myndin fyrir neðan sýnir þróun hagvaxtar á Evrusvæðinu í gegnum árin. Í augnablikinu er mældur vöxtur 0,6% sem verkast af hagvexti í Þýskalandi, Hollandi og Austurríki sérstaklega á móti því að t.d. á Spáni, Grikklandi og Ítalíu er enn samdráttur.

Nýjustu tölur benda til að fyrirtæki starfandi í Hollandi, Þýskalandi og Austurríki, séu að gera rífandi bissness, þ.e. nánar tiltekið þau sem starfa við útflutning.

Á sama tíma, ríkir annað hvort stöðnun eða samdráttur í innlendri eftirspurn, jafnvel í Þýskalandi.

Síðan koma þær slæmu fréttir, að á öðrum ársfjórðungi virðist vera að hægja á hagvexti í Japan, Kína og Bandar. - sem getur þítt að það muni á ný hægja á í Evrópu ef þær slæmu fréttir þíða minnkun á eftirspurn frá þeim hagkerfum eftir varningi frá Evrópu.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/gdp_growth_rates_euro_area.png

Myndin fyrir neðan sýnir þróun gengis Evrunnar á móti Bandar.dollar. Eins og sést, þá er nýjasta þróunin sú að Evran er að rísa á móti Dollarnum. En, fréttir þess efnis, að það sé að hægja á hagvexti í Bandar. fóru að berast út í mái og hefur Evran verið að rísa síðan.

En,  á sama tíma hefur Evr. útfl. fengið búst m.a. frá lækkuðu gengi Evrunnar miðað við upphaf ársins á sama tíma og sterkur hagvöxtur í Kína hefur verið að keyra upp eftirspurn í Asíu framan af ári. En, nú virðist dampurinn eitthvað vera að detta úr þeim vexti, það sama er að gerast í Bandar.

Þetta getur þítt að jójóið milli dollars og Evru breytist enn á ný seinni hluta árs, ef minnkaður hagvöxtur í Asíu og Bandar. dregur úr eftirspurn eftir Evr. framleiðsluvörum. 

En, það virðist einmitt vera útflutningur sem er helsti drifkraftur Evr. hagkerfisins í augnablikinu, innlend eftirspurn enn vera veik eða jafnvel enn að dragast saman í tilvikum.

http://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/us_dollar_vs_euro.png

Heimildir:

Statistical Data Warehouse ECB

German strength drives eurozone recovery

Eurozone inflation hits 20-month high

Profit Reports Indicate Europe's Recovery Is Still Fragile

Titanic-Style Problems for Euro Zone

 

Niðurstaða

Þ.s. er einkar hættulegt fyrir Evrópu er hinn mikli halli vs. skuldir sem þegar eru orðnar umtalsverðar vs. þá staðreynd að mjög skammt er í það, þ.e. frá og með næsta áratug; að geta Evrópu til hagvaxtar fer að minnka fyrir tilverknað fólksfjölda þróunar.

Hafandi þetta í huga, er tímasetning svona alvarlegrar kreppu áratuginn á undan alveg sérdeilis óheppileg.

Þar sem hagvöxtur er besta leiðin við það að koma þjóðfélögum úr skuldavandræðum, þá munu mál vandast mjög mikið næstu árin ef ekki tekst að ná öflugari viðsnúningi en nú þegar er reyndin.

Ef á hinn bóginn, vöxtur dettur alveg niður og kreppa knýr að dyrum á ný, verður vandséð að gjaldþrot nokkurra ríkja verði umflúið.

 

Kv.

 


Bloggfærslur 3. ágúst 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 871898

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 346
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband