Skrítin deila - er aðlögunarferli þegar í gangi?

Smáskrítin deila er komin upp milli Jóns Bjarnasonar - annars vegar - og - hins vegar - Steingríms J. Sigfússonar, Jóhönnu Sigurðardóttur og Össurar Skarphéðinssonar.

Þ.s Jón Bjarnason heldur fram er að aðlögunarferli að ESB þ.e. breytingar á innlendum stofnunum, til að svara kröfum ESB um aðlögun, sé þegar hafið.

Þessu mótmæla hinir og segja Jón Bjarnason misskilja hvað sé í gangi. Eingöngu sé um undirbúning að ræða, þ.e. að undirbúa þær skipulagsbreytingar sem þurfi að framkvæma, svo hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd með skjótum hætti - þegar aðild tekur gildi.

Ekki veit ég hvað er satt í þessu - ekki síst snýst þetta um muninn á aðlögunarferli og undirbúningsferli - en þ.e. ekkert í lögum ESB eða fyrir það í íslenskum lögum, sem bannar það að Ísland eða land sem óskar aðlögunar, taki upp hjá sjálfu sér að framkvæma aðlögunarbreytingar þegar um er að ræða innleiðingu laga - reglugerða - eða innlendar stofnanabreytingar.

Þ.s. Samfóar vilja í ESB er þeim að sjálfsögðu mjög trúanlegt til að vera ekki eingöngu að undibyggja breytingar sem á að hrinda í framkvæmd einhverntíma seinna, heldur breytingar er á að innleiða um leið og skipulagsvinnan tengd þeim hefur verið kláruð.

  • En, þ.e. ein af forsendum aðildar að lög viðkomandi lands séu aðlöguð að þeim lagaramma er gildir innan ESB.
  • Ég væri alls ekki hissa á, að Samfóar séu að planleggja að taka smá forskot á sæluna þannig séð.
  • Eins og ég sagði - það brýtur engin lög hvorki innlend né lög ESB að innleiða slíkar breytingar einhliða áður en aðild kemst til framkvæmda, eða - áður en samningar um aðild hafa farið fram.

 

Jón Bjarnason getur væntanlega komið í veg fyrir slíkar aðlögunar tengar breytingar innan síns ráðuneytis og stofnana undir umsjá hans ráðuneytis, og væntanlega aðrir ráðherrar VG. En, þ.e. ekkert sem VG getur gert til að koma í veg fyrir að ráðherrar Samfó framkvæmi þær innan sinna ráðuneyta og þeirra stofnana er þeirra ráðuneyti hafa umsjón yfir.

Mér sýnist upphlaupið vera hluti af þeirri vaxandi spennu sem greinilega er á milli ESB andstæðinga innan stjórnarheimilisins og þeirra hinna.

 

Kv.


Bloggfærslur 25. ágúst 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband