Vandi krónunnar hefur með ísl. hagstjórn að gera - sá vandi hverfur ekkert þó skipt sé um gjaldmiðil!

Írlandi, Spáni og Grikklandi - tókst öllum þrem alveg eins og okkur, að framkalla hjá sjálfum sér bóluhagkerfi. Og, ég vil halda því fram að Evran hafi spilað þar rullu.

Margir básúna hérlendis hversu gríðarleg framför það væri, að fá almennt séð lægra vaxtastig en gengur og gerist að öllu jafnaði í okkar krónu hagkerfi.

 

En, þ.s. þeir sömu aðilar líta framhjá er að vextir eru þáttur í hefðbundinni jafnvægis hagstjórn:

Hefðbundin jafnvægis hagstj. er að hvetja til hagvaxtar þegar þ.e. kreppa og síðan að letja til hans þegar allt leikur á súðum vegna þenslu í góðæri. Vextir eru einfaldlega einn þáttur þessarar hagstj.

  • Ef þ.e. kreppa þá viltu hafa lága vexti svo lán séu ódýr - því það akkúrat virkar hvetjandi á hagkerfið.
  • Á hinn bóginn, þegar þ.e. sterkur hagvöxtur til staðar og enginn slaki, þá viltu hafa háa vexti til að slá á eftirspurnarþrýsting sem annars ýfir upp verðbólgu - og í versta falli, getur leitt til bóluhagkerfis.
Þ.e. sem sagt alls ekki þannig, að lágir vextir séu gæði við allar aðstæður.

Þetta sýnir reyndar hve áróður Evrusinna er í fjölda tilvika forheimskur.

Það augljóslega minnkar skilvirkni hagstjórnar að hafa ekki lengur umráð yfir vaxtatækinu.
  • Ég held að það sé engin tilviljun að 3 lönd Evrusvæðisins lentu öll með tölu eins og Ísland í hagkerfi verðbólu - þ.e. Írland, Spánn og Grikkland.
  • Ég tel að auki að Evran sjálf hafi spilað rullu í þeirri útkomu.
  • Með sömu áhrifum og á Íslandi, er gengi krónunnar belgdist út i bólunni, þá hækkaði gengi Evru allan síðasta áratug og - hágengi gjaldmiðils eykur kaupmátt launa, sem eykur eftirspurn, sem eykur verðbólgu o.s.frv.
  • Ef síðan þar ofan á allt saman, eins og er algengt hérlendis, að aðilar vinnumarkaðarins eru að hækka laun reglulega - þá er það enn ein vítamínsprautan á eld eftirspurnar.

 

Innan Evru ertu með færri stjórntæki fyrir hagkerfið og þ.e. sjálfstæður vandi!

Ef þú ert með eigin gjaldmiðil, þá getur þú dreift álaginu af því að halda stjórn á hagkerfinu á fleiri stjórntæki:

  • Vextir, eins og ég sagði, þeir eru almennt séð einmitt gott stjórntæki til að halda aftur af eftirspurn, þ.e. þú hækkar þá ef þú þarft að bremsa af eftirspurn.
  • Skattar, geta gengt svipuðu hlutverki, þ.e. þeir einnig draga peninga út úr hagkerfinu og þannig hægja á því.
  • Eyðsla eða sparnaður ríkis og sveitarfélaga, er eitt stjórntækið enn.
  • Síðan er það náttúrulega gengið.

Það versnar síðan í því, ef stjórntækin er þú ræður ekki yfir eru að kynda undir hagkerfinu, á sama tíma og þú þarft að hægja á því.

Við fengum smá forsmekk af slíku í tíð síðustu ríkisstj. DO og Há, er Seðlabankinn reyndi að slá á þenslu með hækkun vaxta, á sama tima og ríkisstj. kynti undir eins og hún gat. Eins og við vitum, þá endaði þetta allt saman með bóluhagkerfi og síðan stóru krassi.

Þá er aðeins eftir að skera niður og hækka skatta, ef þú ætlar að bresma hagkerfið af, áður en í óefni er komið.

  • Með öðrum orðum, einungis úrræði á vegum stjórnvalda sjálfra eru eftir. 
  • Á sama tíma vita allir að ísl. stjórnsýsla er léleg - ísl. pólitíkusar lélegir hagstýrendur - en samt vilja menn innleiða fyrirkomulag, þ.s. aðeins þeir stýra hagkerfinu.

Punktur að auki sem vert er að íhuga, er að ef einungis stýritæki stjórnvalda eru eftir, og vextir og gengisstaða kynda á sama tíma undir; þá þarf mjög róttæka gagnaðgerð í formi niðurskurðar / skattahækkana, eða hvorttveggja, til að hún hafi nokkurn möguleika til að virka.

Auðvitað enn - enn - enn róttækari, ef þau tæki er aðrir stýra eru að virka í hina áttina. 

  • Með öðrum orðum, að missa stýritæki vaxta og gengis, dregur mjög umtalsvert úr líkum þess að þér takist að halda stjórn á hagkerfinu, takist að hindra að það losni úr böndum.
  • Eins og ég sagði, ég held að það sé engin tilviljun að 3 aðildarlönd Evru lentu í eftirspurnar bóluhagkerfi.

 

Niðurstaða

Það kaldhæðnislega er að án eigin gjaldmiðils verður hagstjórn mun erfiðari en áður, en samt viðurkenna allir að Ísl. hagstj. fram að þessu hefur verið fremur léleg.

Þíðir það ekki einfaldlega að, Ísland mun endurtaka hagkerfisklúðir Grikkland, Írlands og Spánar?

- og það ekki endilega bara einu sinni?

 

Kv.


Bloggfærslur 24. ágúst 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband