11.8.2010 | 00:22
DekaBank hótar málssókn á hendur ríkinu, vegna skaða sem hann hafi orðið fyrir, er kröfuhöfum var seld skemmd vara, þ.e. Íslandsbanki!
Rétt fyrir síðustu helgi var smá umræða um það hverjir eiga bankana, þ.e. nánar tiltekið Arionbanka og Íslandsbanka!
Spurningin kom upp vegna þess, að þýski stórbankinn DeBank hefur mótmælt því að hann væri einn af eigendum Íslands banka.
Að auki hótar hann í bréfi málssókn á hendur stjórnvöldum, fyrir að hafa gengið á hlut kröfuhafa, við sölu Íslandsbanka til skilanefndar Glitnis.
Sjá frétt: Segjast ekki eiga hlut í Ísl.banka
Þýski stórbankinn DekaBank og einn stærsti kröfuhafi í þrotabú Glitnis, segist ekki eiga hlut í Íslandsbanka...Samningaviðræður um stofnun nýja bankans hafi að mestu farið fram á milli íslenskra stjórnvalda og skilanefndarinnar, það er að ríkið hafi þar rætt og samið við sjálft sig.
Engin atkvæðagreiðsla hafi farið fram á meðal kröfuhafa um að þeir eignuðust hlut í bankanum og þeir hafi fá tækifæri fengið til að kanna mikilvæg gögn og mynda sér þannig skoðun á málinu. DekaBank hótar nú málsókn gegn stjórnvöldum til að tryggja hagsmuni sína.
Af efni bréfs DekaBank til fjármálaráðherra, sem Fréttastofa hefur undir höndum, og frétt Bloomberg verður ekki annað ráðið, en að dómur Hæstaréttar 16. júní hafi komið kröfuhöfum í opna skjöldu og þeir bregði nú hart við til að krefja ríkið um að greiða þær fjárhæðir, sem þeir hafi talið sig eiga, en lækka sem nemur niðurfærslu lána eftir að gengistryggingin var dæmd ólögmæt.
- Að sögn ríkisstjórnarinnar hafa Arionbanki og Íslandsbanki verið seldir til kröfuhafa - en við sjáum að DekaBank mótmælir því.
- En, eins og við hin vitum, hefur ekkert sjáanlega breyst í rekstri bankanna, þ.e. skv. Bankasýslu ríkisins enn svipaður innlendur starfsmannafj. og 2007, sem er augljóslega langt umfram þörf miðað við mjög minnkuð umsvif.
- Maður hefði búist við, að við sölu til erlendra aðila, myndu þeir aðilar senda hingað yfirtökuteymi og taka skurk í þeirra rekstri, sem við öll vitum að full þörf er á.
- Punkturinn er sá, að ekki er allt sem sýnist, og kröfuhafar hafa í reynd engin áhrif á rekstur þessara banka, heldur þvert á móti eru þeir í reynd reknir af fulltrúum viðkomandi skilanefnda, sem eru starfsmenn fjármálaeftirlits - ergo ríkisstarfsmenn, þ.e. ef menn voru að velta fyrir sér hvaða hagsmunir liggja að baki því að viðhalda rekstri með verulegum umframfj. starfsm.
- Eins og kemur fram hjá í bréfi DekaBank, þá samdi ríkið einfaldega við sjálft sig, þ.e. vinstri höndin við þá hægri.
- Þ.e. sjálfsagt ekki tilviljun miðað við augljós sterk áhrif bankamanna innan ríkisstj. og einnig augljóslega þess, að það þjónar skammtíma hagsmunum ríkisstj. að lágmarka tölur yfir atvinnulausa. Í staðinn borgar almenningur fyrir það óbeint í gegnum banka sem hafa of mikinn rekstrarkostnað.
- Greinilega, hafa fulltrúar ríkisins ekki látið kröfuhafa vita af þeim möguleika, að gengistryggð lán gætu verið dæmd ólögleg. En, þó var Seðlabankinn búinn að senda Viðskiptaráðuneytinu lögfræðiálit þess efnis að svo væri líklega í maí 2009, eins og fram hefur komið undanfarna daga.
- DekaBank hefur því vaknað af værum blundi, um að með sölunni hafi hugsanlega verið á rétt kröfuhafa gengið, en það er ekki ólíklegt að söluverðið sé of hátt, í ljósi þess að innlánasafn Íslandsbanka sé minna virði, vegna dómsins. Stj.v. hafi því verið að selja inn í þrotabú Glitnis skemmda vöru.
Mér sýnist á öllu, að DekaBank hafi margt til síns máls, og að ríkið geti í kjölfarið lent í slæmum málum - ekki síst þegar nú er staðfest, að Viðskiptaráðuneytið hafði undir höndum alla tíð síðan seint í maí 2009 lögfræðiálit, sem aðallögfræðingur Seðlabankans tók undir, þess efnis að gengistryggð lán væru líklega ólögleg.
Samt voru bankarnir 2. þ.e. Íslandsbanki og Arionbanki, seldir til þrotabúa Glitnis og Kaupþingsbanka, án tillits til þessara upplýsinga.
"Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis segir það geta tekið mörg ár að fá úr því skorið hverjir eigi Íslandsbanka."
Sjá frétt: Segjast ekki eiga hlut í Ísl.banka
Hann viðurkennir að kröfuhafar hafi ekki fengið að greiða atkvæði um það hvort kröfur í Glitni yrðu að eignarhlut í Íslandsbanka...Hann viðurkennir að kröfuhafar hafi ekki verið með í því að ákveða hvort kröfur í Glitni yrðu að eignarhlut í Íslandsbanka.
Þótt skoðanir kröfuhafa hafi verið skiptar hafi skilanefndin metið það sem ótvíræða hagsmuni að breyta kröfum í eignarhlut í Íslandsbanka.
Árni segir að það taki tíma að taka afstöðu til krafna og finna út úr því hverjir kröfuhafarnir séu. Því næst verði farið í nauðasamninga.
Kröfuhafar óttast að verðmæti Íslandsbanka rýrni vegna myntkörfulánadómsins. Árni segir niðurstöðu skilanefndar enn þá sömu, hlutabréf í bankanum sé betri en skuldabréf.
- Í útvarpsviðtali við Árna Tómasson, kom fram að ástæðan væri sú, að enn væri ekki búið að klára það verk að fara yfir kröfur og kröfulýsingar, þ.s. skilanefnd síðan formlega samþykki eða hafni einstökum kröfum.
- Síðan hverju sinni er tiltekinn kærufrestur, og eftir á að koma í ljós hve margir kröfuhafar verða ósáttir, og munu leggja fram kæru. En, líklega munu aðilar reyna að kæra sig inn ef þeirra kröfu er hafnað.
- Ekki fyrr en öllum kærumálum er lokið fyrir dómi, verður listi yfir kröfuhafa tilbúinn. Það var Árni sjálfur sem sagði, þetta ferli geta tekið mörg ár.
Það sem vekur einna helst áhuga minn, er að ástandið er örugglega mjög svipað hjá hinum skilanefndunum, þ.e. Kaupþingsbanka og Landsbanka.
- En sala eigna úr þrotabúunum og greiðslur til kröfuhafa, getur ekki hafist fyrr en öllum vafamálum er lokið fyrir dómi og listi yfir kröfuhafa fullbúinn.
- Þetta á einnig við þrotabú Landsbanka - sbr. Icesave, en sala eigna þrotabús Landsbanka átti einmitt að greiða fyrir Icesave dæmið.
- Maður veltir fyrir sér, hvað hefði gerst, ef þjóðin hefði ekki með sterkri samstöðu hafnað Icesave, því klárt er að sala eigna fer mun seinna af stað en gert var ráð fyrir þá af stjv. og miðað við í gamla Icesave samningnum.
- Það þíðir að lánið er lengur að greiðast upp, vaxtakostnaður magnast upp þ.e. í stað 300 milljarða í vexti þá má vera að við hefðum endað með 600 milljarða í vexti, eða jafnvel meira.
Niðurstaða
Mér sýnist að ríkisstj. hafi troðið á hagsmunum kröfuhafa, þegar Íslandsbanki og Arionbanki voru seldir til skilanefnda Glitnis og Kaupþingsbanka.
Það verður að koma í ljós hve stórt áfallið verður, en DekaBank verðu vart sá eini sem mun krefjast bóta.
Sala ríkisins á bönkunum, er farið að hljóma sem annað klúður í líkingu við Icesave.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 12.8.2010 kl. 12:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 11. ágúst 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 871898
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 346
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar