Framkvæmdastjórn ESB orðin tvísaga um það atriði hvort ríki beri beina fjárhagslega ábyrgð á innistæðutryggingasjóðum skv. Directive94/19/EC eða ekki!

Eins og ég sagði í gær - er mjög gott að fá staðfestingu Framkvæmdastjórnar ESB á því að það sé réttur skilningur á Directive 94/19/EC að ríkissjóðir ríkja á EES svæðinu séu ekki ábyrgir með neinum beinum hætti fyrir innistæðu-tryggingum.

Það hefur einmitt verið bent á þetta atriði, þ.e. að það sé engin grundvöllur skv. Directive 94/19/EC fyrir kröfu á ríkissjóð Íslands um að ábyrgjast greiðslur til innistæðueigenda ef það fjármagn sem til staðar er í Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta (TIF) þverr eða reynist ónóg.

Að í reynd sé reglan sú, að aðilar hafi einungis kröfu til TIF og ekki krónu eða EVRU umfram það - þ.s skýrt sé sagt í Directive 94/19/EC að ríkissjóðir séu ekki ábyrgir.

 

Directive 94/19/EC - lög ESB um innistæðutryggingar

  • Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors
  1. if they have ensured that one or more schemes guaranteeing deposits or credit institutions themselves
  2. and ensuring the compensation or protection of depositors
  3. under the conditions prescribed in this Directive
  4. have been introduced
  5. and officially recognized;

 

Á hinn bóginn, þá hélt Framkvæmdastjórn ESB allt - allt öðru fram gagnvart okkur í 7. November 2008 - Legal opinion sem var dengt á ríkissjórn Geira og Sollu á viðkvæmum tíma mjög skömmu eftir hrun, þegar Bretar og Hollendingar þegar í kjölfarið hófu að þrýsta á um að Ísland myndi greiða þeim til baka það fé sem þeirra stjórnvöld ákváðu að greiða til innistæðueigenda Icesave í þeirra löndum, til að lægja öldur í þeirra löndum þegar á tímabili bankakerfi Evrópu léku á reginskjálfi.



7. November 2008 - Legal opinion

  • 5. The 24th recital of the preamble to the Directive does not exonerate Iceland from the consequences of any failure to implement the Directive properly. The Directive does not make an exception for times of financial distress.
  • 6. Consequently, Iceland has to make sure the its deposit-guarantee scheme has adequate means and is in a position to indemnify the depositors.
  • 7.The Icelandic Financial Supervisor declared in early October 2008 that the Landsbanki, Kaupthing and Glitnir banks were unable to repay certain deposits. The scheme must be in a position to pay duly verified claims within three months, subject to any extension of time tham may be granted. If Iceland's deposit-guarantee scheme is not in such a position, Iceland is in breach of its obligatnions under the Directive.


Eins og þið sjáið var þetta álit mjög harkalegt þ.s. beinlínis er sagt að ef ekki er hægt að greiða því innistæðutryggingasjóður sé tæmdur, þá þurfi ekki frekari vitnan við að Ísland sé brotlegt - ef stj.v. geti ekki staðið þá þegar sjálf skil á þeirri greiðslu.

Að auki, er tekið sérstaklega fram að hvergi í viðkomandi lögum ESB sé gerð undantekning vegna erfiðra efnahagslegra aðstæðna.

  • Nú þetta álit gekk að sjálfsögðu þvert á ákvæði Directive 94/19EC eins og hver sem það les getur séð.
"Whereas this Directive may not result in the Member States' or their competent authorities' being made liable in respect of depositors"


Þannig verður að líta svo á, að það álit hafi verið pólitískt fremur en lögfræðilegs eðlis, þ.e. stofnanir ESB hafi látið undan pólit. þrýstingi þá - enda hrykti þá undir sjálfu bankakerfi álfunnar. Menn voru skíthræddir, svo ákveðið hafi verið að leggjast fast á Ísland þ.s. menn óttuðust að Icesave málið gæti skapað enn frekari ótta innan ESB um öryggi innistæðna en þegar var fram kominn.

ESB virðist einfaldlega hafa ákveðið, að leggjast á Ísland, "to cover up it's own blunder" þannig séð - sem var eftir allt saman, að "Directive 94/19/EC" og allt innistæðutryggingakerfi sambandsins var meingallað.

Hvernig brugðust Samfó liðar við, þeir stóðu ekki með þjóðinni. Þeir lögðust kylliflatir gagnvart því ofbeldi sem okkur var auðsýnt af Stofnunum ESB, þ.s. eftir allt saman í þeirra augum, eru þær óaðfinnanlegar alveg með sama hætti og páfinn er óaðfinnanlegur sannfærðum kaþólikkum. Æðstuprestar stofnana ESB eins óskeikulir í þeirra augum eins og kardínálar Páfagarðs eru í augum sannfærðra kaþólikka.

Þannig þegar þeir aðilar sögðu e-h - ályktuði e-h var það alltaf flutt hér sem heilagur sannleikur, og algerlega burtséð frá því hve þær ályktanir voru í hróplegu ósamræmi við sjálf lög og reglur ESB.

Svona er þessi furðulegi sértrúarsöfnuður sem heitir Samfylkingin. Megi hegðun þeirra gagnvart þjóðinni verða fordæmd um aldur og æfi.

 

Varðandi ásakanir þær sem enn eru uppi um að innistæðutilskipunin hafi ekki verið rétt innleidd hérlendis, þá er það vægast sagt fáránleg:

  • En hún virðist byggja á þeirri forsendu að augljóslega hafi ekki nægt fjármagn verið til staðar.
  • En, það sama átti við innistæðutryggingar allra annarra þjóða innan EES og ESB að fjármagn er ekki til staðar, nema til að borga hlutfall heildarmagns innistæðna í bankakerfinu.
  • Þannig að skv. ofangreindri forsendu, má halda því fram að öll innistæðutryggingakerfi Evrópu hafi verið ólögleg. 
  • Svo þetta verður að skoðast sem fáránleg ásökun - og ég kvíði ekki fyrir því, að þurfa að verja Ísland fyrir dómi ef þetta er aðalmótbáran!


Hvað mína þekkingu varðar á reglum og lögum ESB, þá er einna helst frá lagalegu sjónarmiði veikleiki til staðar í því,

  • að ríkisstjórn Geira og Sollu ákvað að tryggja allar innistæður hérlendis.
  • ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að sú aðgerð hafi verið mistök.
  • Ég myndi helst vilja, að sú aðgerð væri einfaldlega dregin til baka, þ.e. innistæðutryggingar takmarkaðar við þá upphæð er gilti innan ESB fyrir hrun hér þ.e. 20þ. Evrur.

 

Þ.e. reyndar rétt sem hefur verið bent á að neyðarréttur er til staðar:

  • Hann getur heimilað þ.s. annars væri lögbrot, ef kringumstæður væru eðlilegar.
  • Á hinn bóginn, þurfa þá dómstólar að úrskurða að neyð hafi verið til staðar.
  • Síðan, að úrskurða að aðgerðir hafi ekki gengið lengra, en réttlætanlegt hafi verið til að bjarga því sem hafi verið neyðarástand.

Á hinn bóginn, vil ég frekar draga einhliða yfirlísingu/loforð stjv. þess efnis að allar innistæður hérlendis séu tryggðar til baka:

  1. Vegna þess að þá er einu vafaatríði útrýmt.
  2. Að þá skulda bankarnir minna og geta því fyrir bragðið afskrifað meira.
Tvær flugur í einu höggi, þ.e. að styrkja stöðu Íslands í væntanlegu dómssmáli og að styrkja eiginfjárstöðu viðskiptabankanna svo þeir geti aukið afskriftir lána.

En, innistæður eru skuldir fyrir banka, þannig að það að þær hafi allar verið verndaðar, er hlutaksýring þess að menn heykjast við að afskrifa meira en þ.s. fram að þessu hefur verið gert.

 

Engar umkvartanir bárust megnið af þeim áratug sem TIF starfaðir skv. Directive 94/19/EC:

  • Aldrei gerð nein umkvörtun um tilhögun ísl. innistæðutrygginga kerfisins af hálfu stofnana ESB eða viðkomandi stofnunum í Bretlandi eða Hollandi, nema rétt síðustu mánuðina er Hollendingar og Bretar fóru að hafa áhyggjur af fjárskorti TIF.
  • Síðan allt í einu, þegar mál fóru ílla, eftir á sem sagt, eru stofnanir ESB og ímsir aðrir að halda fram að innleiðing kerfisins hérlendis hafi verið gölluð - þó megnið af tímabilinu fyrir hrun hafi engin umkvörtun borist um það á hvern hátt innistæðutilskipun ESB hafi verið innleidd hér - annars vegar - og - hins vegar - að þegar áhyggjur fóru að berast lokaárið fyrir hrun var það út af augljósum fjárskorti TIF en ekki vegna hinnar lagalegu hliðar málsins.

Ef við tökum til baka loforð ríkisstjórnar Geira og Sollu þ.s. allar innistæður á Íslandi, þ.e. bæði íslendingum og útlendingum, voru tryggðar upp í topp óháð upphæð og í staðinn, miðum við þá tryggingaupphæð sem í gildi var þegar hrunið átti sér stað þ.e. 20.000 Evrur.

  • Þá styrkjum við málsstað okkar ef og þegar mál Ísland verður fært fyrir dóm, því þá er eina vafaatriðinu ítt á brott, sem ég held að einna helst geti verið vafi um.
  • En, ef slíkt myndi sannast, þá eru dómafordæmi uppi þ.s. ríkissjóður væri gerður ábyrgur. Þetta er eina dómafordæmið sem er til, þ.e. á þeim grundvelli að ákvæðum tilskipunar hefur verið ranglega framfylgt.
  • Þá er aðeins eftir þessi fáránlega ásökun um að Ísland hafi ekki innleitt tilskipunina með réttum hætti hérlendis.
  • Ef þ.e. eini málsgrundvöllur sem fyrir hendi er, þá er ég ekkert logandi hræddur við niðurstöðuna!
  • Hugsunin hjá mér er sem sagt, að hámarka líkurnar á því að við vinnum málið!

 

No more Iceland brinkmanship

"Iceland’s insurance scheme was utterly inadequate to compensate more than a tiny share of deposits. But that is true of every country’s scheme."

 

Eins og ég sagði, þá má alveg eins halda því fram, að öll innistæðutryggingakerfi Evrópu hafi verið ólögleg.

 

Niðustaða

Við Íslendingar eigum að standa keik. Við höfum lögin með okkur þvert ofan í margítrekaðar lygar samfóa og ESB. Við eigum því ekki að vera neitt hrædd við, að láta mál fara alla leið í gegnum dómstólaferli þ.s. er í boði.



Kv.


Bloggfærslur 30. júlí 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband