Hvað eru Kínverjar að pæla - "gjaldeyrisskiptasamningur, viljayfirlísing Landsvirkjunar og kínv. verktakafyrirt" og er ríkisstj. búin að finna sér hjáleið, til að tryggja upphaf stórframkvæmda?

Áhugaverð atburðarás í dag:

"CWE er eitt stærsta verktakafyrirtæki Kína og er hér á landi ásamt fjölmennri kínverskri sendinefnd. Export-Import Bank of China er í eigu kínverska ríkisins og hefur meðal annars það hlutverk að styðja við kínversk fyrirtæki í útflutningi."

"Sá sem fer fyrir kínverskri sendinefnd sem stödd er hér á landi er He Guoqiang sem á sæti í níu manna æðstaráði kínverska Kommúnistaflokksins." - en, meðlimum æðsta ráðsins má líkja að völdum til við einstaka ráðherra ríkisstjórnar USA. Þannig, að heimsókn hans er sambærileg við heimsókn eins af ráðherrum Bandar. stj. Svo þetta er engin smá heimsókn.


Þetta er mjög merkileg atburðarás!

  • Maður með sambærileg völd og áhrif og ráðherra innan ríkisstjórnar Bandar. kemur ekki hingað af gamni sínu.
  • Kínv. bankinn "Export-Import Bank of China" er í eigu kínv. stj.v. - sem í samhengi við komu He Guoqiang, verður að túlka svo, að kínv. stj.v. hafi haft hönd í bagga um þá ákvörðun. 
  • Hvað í andskotanum er í gangi?
  • Þ.e. eitthvað meira, en bara þ.s. fram kemur í tilkynningum í dag. Hvað sem þ.e. þá er þetta enn ein byrtingamynd, einkennilega mikils áhuga kínv. stj.v. á Íslandi.
  • Þ.s. kínv. stj.v. gera ekkert á þessu leveli, nema að það sé útpæld aðgerð, þá verður maður að velta fyrir sér, hvað meira hangir á spítunni. En, Ísland er ekki í neinu augljósu samhengi þetta mikilvægt, nema að Kínv. hafi e-h í huga, sem er hluti af einhverju strategísku plani.

Eitt er þó víst, að ríkisstj. Ísl. er desperat, og þegar haft er í huga hvað hún var til í að troða virkilega ömurlegum Icesave samningi á þjóðina; og að ef e-h er, er hún enn meira depserat nú, vegna þess að ekkert fram að þessu hefur verið að ganga til að tryggja upphaf stórframkvæmda - og þ.e. komið skuggalega nálægt þeim tíma er hagvöxtur átti að vera hafinn án þess að nokkuð bóli á honum.

  • Nú, þ.s. næst hugsanlega fram með þessu, er að Búðarhálsvirkjun komist á koppinn skv. láni  Export-Import Bank of China til CWE sem væntalega felur í sér nægt fé til að fjármagna þá framkvæmd.
  • Þá getur hugsanlega mælst einhver hagvöxtur á næsta ári - en, ef nægilegt hlutfalls þess fjármagns kemur til Íslands árið 2011 ásamt innflutningi véla og tækja á vegum verktakans, þá má vera að hagvöxtur nái yfir "0".
  • En það verður einungis mældur hagvöxtur, sérstaklega ef eins og líklegt er CWE kemur með fj. eigin starfsmanna til að vinna verkið eins og IMPREGILO gerði um árið. Það verður að teljast mjög líklegt - og því Gylfi Arnbjörnsson í rétti að mótmæla. Þá slær lítið á atvinnuleysi og að auki, ekki mun almenningur sjá neinn tekjuauka. En, stj.v. geta fengið nokkrar skatttekjur.
  • "But beggars cant be choosers" - þannig að sennilega verður þetta eini möguleikinn í spilinu. Og, því mjög sennilegt enginn annar verktaki en CWE í reynd með möguleika til að hreppa hnossið, í útboði sem LV mun þá halda snemma á næsta ári.

 

Stóra spurningin er; hverju lofuðu ísl. stj. kínv. stj.v.?

 

-----------------------------------------------innskot, kenning Robert Wade

 

Sjá hér að neðan, í heilu lagi:

 

"Iceland will play crucial role in Arctic sea route

Sir, Your article “Exploring the openings created by Arctic melting” (March 2) highlights China’s growing interest in emerging sea routes across the Arctic. One reason is that the distance from Chinese ports to European and east coast North American ports is much shorter across the Arctic than through Suez or around the Horn.

Chinese planners anticipate building giant ice-strengthened container ships able to use the shorter route as the ice melts. But the cargoes would have to be shifted to smaller ships to enter their destination ports. Where would the transshipment port be located? One obvious place is Iceland, which sits at the entrance to – or exit from – the Arctic ocean. It has several fjords suitable for such a port.

This may help explain China’s more-than-usual friendship with tiny Iceland. The Chinese embassy is the biggest in Reykjavik by far. When the president of Iceland paid a state visit to China in 2007 he was received with all the pomp and ceremony of the head of a major state. And when Iceland was campaigning for a seat on the security council in 2008, China backed it publicly and helped to raise support from mini states in the Pacific and Caribbean.

Russia, too, has its own interests in Iceland. It worries that the European Union is trying to become active in Arctic affairs, and may use Iceland as a channel if Iceland joins the EU. Russia regards Iceland as a fellow Arctic country, and is keen to help it stay out of the EU.

British and Dutch negotiators currently trying to drive a hard deal on Icesave should bear in mind Iceland’s growing strategic significance as the Arctic ice melts. Icelanders have long memories, and draw encouragement from Kissinger’s phrase, “the tyranny of the tiny”.

Robert H. Wade,
London School of Economics, UK"

 

Tek ekki afstöðu til hennar, en hún hljómar sem hugsanleg skýring.


Kv.


Niðurstaða Creditinfo, 22þús. heimili í vanskilum - passar við niðurst. Seðlab. frá 12. apr. að 24þús. heimili þurfi frekari úrræði!

Creditinfo telur 22.000 heimili búa við alvarleg vanskil - og ef ég ber þá niðurstöðu við niðurstöðu Málstofu Seðlabanka Íslands um stöðu heimilanna frá 10. apríl 2010, þá virðist þetta standa heim og saman, en mat Seðlabanka sem enn er í gildi, er að 24.000 heimili þurfi á frekari úrræðum að halda.

 

Sjá fréttir um málið:

Um 22 þúsund í alvarlegum vanskilum

Alvarlegum vanskilum fjölgar ört. 22 þúsund heimili á heljarþröm

 

"56% þeirra sem hafa þegar fengið aðstoð segjast þurfa meiri aðstoð en 16% aðspurðra svarar hvorki né. 23% telja ólíklegt að þeir þurfi frekari aðstoð en einungis 5% er viss um að þurfa ekki frekari aðstoð. Um er að ræða rannsókn sem unnin var af Capacent Gallup fyrir Creditinfo.

Af þeim sem ekki þurfa aðstoð eru flestir barnlausir og ungir eða eldra fólk, það er 55 ára og eldra.

Það eru því 30-40% heimilanna sem þurfa á aðstoð eða frekari aðstoð að halda. 85% þeirra sem hafa nýtt sér aðstoð en þurfa aðstoð áfram eða telja sig þurfa aðstoð strax eða mjög fljótlega.

78% af skuldum í vanskilum eru frá bönkum og fjármálafyrirtækjum."

 

  • Ástandið sem við blasir, er var hægt að líkja við annað, en hamfarir.

 

 

-------------------------Sjá eldri umfjöllun mína um niðustöðu Seðlabanka Íslands ( Hér )

Ég bendi á nýlega umfjöllun Seðlabanka, um heimilin:

Málstofa um stöðu heimila, 12. apríl 2010

"Forsendur um framfærslukostnað heimila (Glæra 10)
  • Lagt er mat á getu heimila til að standa undir greiðslubyrði lána og lágmarksframfærslu
  • Í þessum tilgangi er byggt á neysluviðmiðunum Ráðgjafarstofu heimilanna um lágmarksframfærslukostnað fyrir ólíkar fjölskyldugerðir
  • Kostnaði vegna reksturs bifreiðar er bætt við þar sem heimili eru með bílalán
  • Rétt er að undirstrika að neysluviðmiðanirnar taka ekki tillit til ýmiss fasts kostnaðar, t.d. vegna síma, áskrifta, fasteignagjalda, trygginga og dagvistunar"
Ekki er einhlítt að leggja mat á hver nauðsynleg útgjöld eru vegna ofangreindra atriða fyrir ólíkar fjölskyldugerðir (glæra 13)
  • Hins vegar er líklegt að hjón með börn þurfi nauðsynlega allt að 100 þ.kr. aukalega til að standa undir kostnaði vegna dagvistunar, trygginga og annarra fastra útgjalda
  • Í greiningunni er sýnt hversu hátt hlutfall heimila nær ekki endum saman eða á minna en 50 þ.kr. í afgang þegar greitt hefur verið af lánum og staðið undir lágmarksframfærslu að teknu tilliti til fjölskyldugerðar og hvernig þetta hlutfall hefur breyst

–Þegar um er að ræða hjón með börn er einnig sýnt hversu hátt hlutfall þeirra nær ekki endum saman eða á minna en 100 þ.kr. í afgang."

 

  • Framfærsluviðmiðin, koma fram í glæru 12. ( Málstofa um stöðu heimila, 12. apríl 2010 )
  • Síðan má sjá niðurstöðu greiningar, á glæru 23. Þ.e. 23% allra heimila nái ekki endum saman, ef miðað er við + 50 þ.kr. Sú tala er að sjálfsögðu hærri, ef notað væri + 100 þ.kr.
  • Síðan kemur forvitnileg glæra, þ.e. glæra 28. En, þar er reiknað með, að aðgerðir til skuldbreytingar, sem boðið er upp á, geti lækkað hlutfall heimila í vandræðum, miðað við + 50 þ.kr, niður í 21%. 
  • Næsta glæra, ef sennilega enn áhugaverðari, en þar eru skoðuð sérstaklega heimili með börn á framfæri, þ.e. glæra 29. Þá er gert ráð fyrir, að afgang upp á 100 þ.kr. þurfi til, ofan á lágmarks framfærslu viðmið. En, skv. henni, fer fj. heimila með börn úr 28,4% í 26,8% - miðað við þátttöku, í aðgerðum í boði til skuldbreytinga.
  • Glæra 30, birtir mat á stöðu einstæðra foreldra, en skv. henni fer hlutfall heimila einstæðra foreldra, í vandræðum, með þátttöku í aðgerðum til skuldbreytinga lána, úr 37% í 34%.
  • Glæra 31, hjón án barna, en skv. henni, með þátttöku í skuldbreytingum lána, fer hlutfall þeirra í vandræðum, úr 15% í 14%. Þá er miðað við + 50 þ.kr.
  • Glæra 32, en þar eru tekin fyrir öll heimili með gengistryggð lán, og niðurst. 33% í vandræðum - viðmið + 50 þ.kr. Er sennilega nær 40%, ef viðmið væri + 100 þ.kr.
  • Glæra 33, heimili með einungis lán í krónum, niðurst 15% í vandræðum + 50 þ.kr.
  • Ungt barnafólk, sem tók lán eftir 1. jan 2006, 39% í vandræðum + 100 þ.kr.
  • Skoðið svo glæru 35 þ.s. niðurst. eru teknar saman, í súluriti. 
  • Glæra 43: "Sé tekið mið af niðurstöðunum hér að framan og þau heimili tekin út sem ná ekki endum saman eða eru á mörkum þess að geta staðið undir greiðslum og framfærslu fæst hópur heimila sem telur tæp 24 þúsund heimili sem er líklegur til að þurfa á frekari aðgerðum að halda."
  • Glæra 44 - nánari greining á heimilum í vanda. Lægsti tekjuhópurinn, sennilega inniheldur einkum atvinnulausa. En, 80% lægsta tekjuhópsins, telst í vanda. Síðan, fækkar heimilum í vanda, upp tekjuskalann. Þetta getur bent til, að atvinnumissir og eða tekjuskerðinf vegna samdráttar í vinnu á vinnustað - þ.e. kreppan, sé stærsti áhættuþátturinn.
  • Glæra 45, en þ.e. greint eftir búsetu. Heimili í vanda, eru mun fleiri á höfðuborgarsvæðinu, og næstu svæðum í kring, en á landsbyggðinni. Nýbyggð svæði, eru einnig með meiri vanda, en eldri byggðar hlutar.
  • Glæra 46, en þar kemur fram, að um helmingur heimila í vanda, eru í aldurshópunum 40 og yngri. Hlutfall heimila í vanda, er hærra í yngri en eldri hópum.
  • Glæra 47 - niðurst. um 56% heimila í vanda, eru með gengistryggð heimilis- eða bílalán.
  • Glæra 48: "Um 23% heimila eru í vanda en þau eru með um 42% af heildarbílaskuldunum. Hlutdeild þeirra í íbúðalánum er 27% eða nokkurn veginn í takt við stærð hópsins. Liðlega 30% af heimilum í vanda eru í neikvæðri eiginfjárstöðu í húsnæði sem gerir þau enn viðkvæmari en ella."

-------------------------------------------------

  • Á þessu ári eru nú þegar um 3000 manns brottfluttir af landinu - þannig að í kringum 10.000 manns hafa flutt héðan frá hruni, október 2008.
  • Ekkert bendir til, að þetta ástand sé á leiðinni með að fara að batna -:

 

Um ástæður - sjá umfjöllun mín um skýrslu AGS:
Hvað þíðir sú stefnumörkun ríkisstjórnarinnar, sem fram kemur í viljayfirlísingu hennar til AGS. Farið rækilega yfir málið!

 

3. áfangaskýrsla AGS : - bls. 36.

                               2010    2011   2012   2013   2014

Landsframleiðsla         -3.0      2.3      2.4     2.6     4.0

Fjárfestingar             -10.0     27.9      3.1     0.9   11.3 (hagv. búinn til m. risafjárfestingum 2011)

Neysla fyrirtækja          1.4       2.1      3.7     5.5    5.0

Neysla almennings       -2.5     -2.0     -2.0    -2.0    2.5 (Neysla alm. klárlega ekki drifkr. hagv.)

Útflutningur                  1.0      1.0      4.6      4.1   4.3 (Útflutningur, eykst árið eftir stóra fjárf.)

Innflutningur                 0.8      5.9      4.9      5.3   7.7

(Sérkennilegt er að aukning er innflutningi, á sama tíma og samdráttur er í innflutningi á varningi og innflutningi á þjónustu - sjá töflu að neðan. En, sjálfsagt telst innflutningur á túrbínum í virkjanir, innflutningur á tækjum fyrir álver - til innflutnings)

Tafla bls. 37 - tölur í milljörðum dollara.
                               2010    2011   2012   2013   2014

Innflutningur varnings   -3.3     -3.6    -3.8    -4.0    -4.4 (áframhaldandi samdr. innfl. vekur ath.)

Innfl. þjónustu             -2.0     -2.1    -2.3    -2.5    -2.7

(Það hefur aldrei gerst í hagkerfis sögu Íslands, að hagvöxtur verði án aukningar innflutnings)

Útflutningur varnings      4.2      4.4     4.7     5.0     5.3

Útfl. þjónustu                2.5      2.5     2.6     2.7     2.9

 

Ég bendi sérstaklega á:

  • Samdrátt í neyslu sem AGS gerir ráð fyrir, - 2010, 2011, 2012 og 2013. 
  • Samdrátt í innflutningi varnings, 2010 - 2014.
  • Samdrátt í innflutningi þjónustu, 2010 - 2014.
Einkennilegt, er að gert er ráð fyrir hagvexti - aukningu útflutnings - aukningu umsvifa fyrirtækja; án aukningar innflutnings varnings og þjónustu.
  • En, Ísland sem örhagkerfi er nánast allt flytur inn, þá þíða aukin hagkerfisumsvif alltaf aukinn innflutning.
  • En, fyrirtæki þurfa að flytja inn nánast allar rekstrarvörur - svo, aukin umsvif fyrirtækja geta ekki annað en falið í sér innflutning.

Þá þarf eitthvað annað stórt atriði að koma á móti - og það getur aðeins verið eitt; lífskjaraskerðing - þ.e. að lífskjaraskerðing almennings haldi áfram þannig að almenningur haldi áfram að minnka neyslu og minnkun innflutnings neysluvara vegi því upp og gott betur innflutningsaukningu á vegum atvinnulífs.

Þá erum við að tala um mjög verulega lífskjaraskerðingu, til að framkallist þau nettó áhrif, að innflutningur varnings og þjónustu, haldi áfram að minnka, þrátt fyrir aukin umsvif fyrirtækja.

-----------------------------------------

 

Niðurstaðan er sú, að ekkert er að marka tal ríkisstjórnarinnar um, að hlutir séu á leið til betri vegar.

  • Stórfellt gjaldþrot a.m.k. annað tug þúsunda heimila, blasir við.
  • Ekki víst, að það sé endir gjaldþrotahrinu heimila.
  • Vart er að búast við neinu öðru, en að algert hrun verði á fasteignamarkaði.
  • Það getur síðan farið mjög ílla með fjárhag viðskiptabankanna, sem eiga veð í gríðarlegum fj. fasteigna.
  • Að auki, hafa þeir sennilega vanmetið afskriftaþörf.
  • Hætta er á að meðaltali 16% eiginfé bankanna skv. Fjármálaeftirlitinu, dugi hreinlega ekki - þ.e. gufi upp á skömmum tíma.
  • Mikil hætta á öðru gjalþroti bankakerfisins.

Kv.

Bloggfærslur 9. júní 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband