Eru hagsmunir almennings og innlánseigenda, fyrir borđ bornir, skv. nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar?

Sigmundur Davíđ, formađur Framsóknarflokksins, og Guđlaugur Ţór Ţórđarson, hafa vakiđ athygli á nýju frumvarpi ríkisstjórnarinnar, sem virđist veita allnokkuđ afdrifaríkar lagaheimildir.

 

Sjá frétt mbl: Grafiđ undan innstćđum

 "Forgangur 260 milljarđa króna skuldabréfs skilanefndar Landsbankans á nýja Landsbankann (NBI), ef til greiđslufalls hans kemur, var forsenda samkomulagsins sem íslensk stjórnvöld gerđu viđ skilanefndina 16. desember í fyrra.

Ţess vegna er Alţingi ađ veita fjármálafyrirtćkjum heimildir til ađ treysta stöđu skuldabréfaeigenda á kostnađ innstćđueigenda, međ frumvarpi ţess efnis."

 

 


-----------------------------------sjá viđkomandi lagagrein

138. löggjafarţing 2009–2010. Ţskj. 1187  —  517. mál.

Frumvarp til laga um heimild fjármálafyrirtćkis til ađ veita veđréttindi í tengslum viđ uppgjör vegna ráđstöfunar Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum vegna sérstakra ađstćđna á fjármálamarkađi.

1. gr. Fjármálafyrirtćki er heimilt ađ veita veđ í eignum sínum, ţar á međal kröfuréttindum og undirliggjandi veđréttindum sem tengjast ţeim, í tengslum viđ uppgjör vegna ráđstöfunar Fjármálaeftirlitsins á eignum og skuldum fjármálafyrirtćkis á grundvelli 100. gr. a laga um fjármálafyrirtćki, nr. 161/2002, sbr. 5. mgr. 5. gr. laga nr. 125/2008, sbr. ákvćđi til bráđabirgđa VI í lögum nr. 161/2002. Fjármálafyrirtćkinu er enn fremur heimilt ađ bćta frekari eignum í hiđ veđsetta safn til ađ viđhalda fullnćgjandi veđhlutfalli, og skipta út einstökum eignum, samkvćmt samkomulagi viđ veđhafa.


2. gr. Ađ ţví marki sem veđréttur, sem stofnast á grundvelli 1. gr., varđar kröfuréttindi eđa undirliggjandi veđ sem tengjast slíkum kröfuréttindum öđlast veđrétturinn réttarvernd viđ ţinglýsingu yfirlýsingar ţess efnis ađ fjármálafyrirtćki hafi nýtt heimild sína skv. 1. gr. á blađ fjármálafyrirtćkis í lausafjárbók. Er ţá ekki ţörf á frekari ráđstöfunum til ađ veđrétturinn öđlist réttarvernd, hvort sem varđar veđsetningu kröfuréttinda eđa undirliggjandi veđréttinda.
    Ákvćđi 46. gr. laga um samningsveđ, nr. 75/1997, gilda ekki um veđsetningu almennrar fjárkröfu, sbr. 45. gr. laga um samningsveđ, samkvćmt lögum ţessum.
    Um veđsetningu viđskiptabréfa á grundvelli 1. gr. skal ţó fariđ eftir ákvćđum 43. gr. laga um samningsveđ, nr. 75/1997.


3. gr.    Veđsetning eigna samkvćmt heimild 1. gr. laga ţessara skal ekki sćta riftun samkvćmt ákvćđum gjaldţrotaskiptalaga er varđa ráđstafanir ţrotamanns.

------------------------------innskoti lokiđ

 

Ekki ćtla ég ađ fullyrđa ađ rétt sé, en skv. ţví sem Sigmund Davíđ og Guđlaug grunar ađ sé rétt; ţá er um ađ rćđa heimild sem bankarnir geta notađ til ađ fćra veđ inn á skuldabréf ţau sem útbúin voru skv. samkomulagi viđ kröfuhafa, ţ.s. ţeim eru tryggđar tilteknar greiđslur yfir tiltekiđ árabil.

  • Stóri punkturinn, er atriđiđ ađ heimila tilfćrslu eigna, ţ.e. ađ skipta einu veđi fyrir annađ, og sá gerningur ţađan í frá njóti svo réttarverndar.
  • Hćttan , nú eftir ađ neyđarlög eru numin úr gildi, og TIF ţví ekki lengur međ fyrsta forgang fram fyrir öll veđ; felist einmitt í ákvćđinu sem heimili ţennan flutning veđa, eftir á.
  • En, höfum í huga, ađ neikvćđ hagţróun getur valdiđ ţví, ađ fyrrum góđ veđ ónýtist - sem er auđvitađ slćmt fyrir eiganda skuldabréfs, ađ veđiđ sem hann fékk fyrir ţví sé ekki lengur fyrir verđmćti ţess, ef hann ţarf ađ inkalla skuld.
  • Ţ.e. auđvitađ, mjög gott fyrir eigenda skuldabréfs, ađ ef einfaldlega er hćgt ađ kippa út slćmu veđi og setja nýtt í stađinn.
  • Punkturinn, sem Sigmund Davíđ og Guđlaug Ţór setja fram, er ađ međ ţessum hćtti sé hćgt statt og stöđugt, ađ halda bestu veđum frá TIF - og ţví réttur innistćđueigenda settur í hćttu, ef fer á versta veg og banki kemst í ţrot.
  • Takiđ svo ađ auki eftir, ađ skv. 3. gr. verđa veđ veitt skv. ţessum lögum ekki riftanleg, skv. ávćđum gjaldţrotalaga - sem kveđa m.a. á um ađ gerningum sem koma eignum undan ţrotabúi er heimilt ađ rifta, nú allt ađ ţví 4. ár aftur í tímann.
  • Ég velti ţví fyrir mér, hvort ţađ síđasta ákvćđi hreinlega standist stjórnarskrá - ţ.s. ţarna er ef til vill tilteknum ađilum veittur réttur umfram ađra - sem mér sýnist geta brotiđ á ţeirri almennu reglu ađ allir séu jafnréttháir gagnvart lögunum.

Punkturinn sem sagt er, ađ međ ţessu sé réttur innistćđueigenda til eđlilegs fyrsta veđréttar í gegnum TIF veiktur, og ţar međ möguleikar ţeirra til ađ fá tjón sitt bćtt, ef allt fer á versta veg - bankarnir fara á hausinn á ný.

Mín skođun er ađ ţeirra gjaldţrot, sé reyndar fremur líkleg útkoma, ţeirra vandrćđa sem framundan eru - nćsta haust.

Ef ţetta er rétt skiliđ svo, virđist ríkisstjórnin međ ţessari lagasetningu, ađ vera ađ ganga erinda erlendra kröfuhafa, tryggja ţeirra peninga á kostnađ aukinna líkinda á tjóni almennings.

Sigmundur Davíđ og Guđlaugur ţór, telja ţarna vera ađ koma í ljós, leynisamkomulag ríkisstjórnarinnar og kröfuhafa bankanna, er gert hafi veriđ - er bankarnir voru "endurreistir" í núverandi mynd.


  • Ef skilningur ţeirra er réttur, má velta fyrir sér tilgangi slíks samkomulags - en, ef kröfuhafar raunverulega töldu ţetta nauđsynlegt, ţá sýnist ţađ mér innibera mikiđ vantraust á uppbyggingarplani isl. stjv. og AGS.
  • En, vart er slíks samkomulags ţörf, ef ţeir virkilega tryđu ţví - ađ efnahagsplan ríkisstjórnarinnar og AGS, vćri yfirgnćfandi líklegt til ađ ganga upp.
  • Svo, ađ mér rennur ţađ einfaldlega í grun, ađ ţeir séu međ ţessum gerningi ađ tryggja sér bestu eignir bankanna, akkúrat vegna ţess ađ ţeir reikna međ ţví ađ planiđ gangi ekki upp.

 

Kv.


Bloggfćrslur 5. júní 2010

Um bloggiđ

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Ţ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri fćrslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annađ

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfćrt á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband