Það virðist sem að innganga í Evrópusambandið, muni ganga okkur Íslendingum treglega, í ljósi ummæla Camerons, Hagues og Balkenende! Sjá einnig yfirlísingu leiðtogaráðsins, á frummáli.

Þegar efnislegt innihald þess hluta leiðtogafundar aðildarríkja Evrópusambandsríkja þann 17. júni, sem beinist að Íslandi, er hafður í huga í samhengi við ímis ummæli, sem fram hafa komið frá embættismönnum, meðlimum ríkisstjórna Breta og Hollendinga, sem og frá þýska þinginu rétt fyrir leiðtogafundinn; virðist vera að Ísland sé þarna dálítið sett upp að vegg.

 

EUROPEAN COUNCIL, Brussels, 17 June 2010 - bls. 10

24. The European Council welcomes the Commission opinion on Iceland's application for membership of the EU and the recommendation that accession negotiations should be opened. Having considered the application on the basis of the opinion and its December 2006 conclusions on the renewed consensus for enlargement, it notes that Iceland meets the political criteria set by the Copenhagen European Council in 1993 and decides that accession negotiations should be opened.

25. The European Council invites the Council to adopt a general Negotiating Framework. It recalls that negotiations will be aimed at Iceland integrally adopting the EU acquis and ensuring its full implementation and enforcement, addressing existing obligations such as those identified by the EFTA Surveillance Authority under the EEA Agreement, and other areas of weakness identified in the Commission's Opinion, including in the area of financial services. The European Council welcomes Iceland’s commitment to address these issues and expresses its confidence that Iceland will actively pursue its efforts to resolve all outstanding issues. The European Council confirms that the negotiations will be based on Iceland's own
merits
and that the pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework, which will address i.a. the above requirements.

Lykilorð textans að ofan eru greinilega: "...Iceland's own merits,,,pace will depend on Iceland's progress in meeting the requirements set out in the negotiating framework..."

  • Hraði viðræðna verður háður því hve hratt Ísland kemur til móts við sett skilyrði. 

 

Og, hver eru þessi settu skilyrði?

  • Jan-Peter Balkanende: "We won't block negotiations, but there are hard demands Iceland has to meet." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • "It is essential to underline that in the course of negotiations the extent to which Iceland sticks to its international obligations will determine the momentum of the talks," the EU diplomat added. "They have to solve this before accession." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU

  • The Dutch are pleased that they have "managed to convince the other member states that this is not a bilateral issue. It's turned into a whole-of-EU issue - that's very important." Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • "We are happy with the opening of negotiations. It doesn't explicitly mean they have to pay up before they join, but realistically it will be very difficult for them to join if they don't pay," a UK diplomat told this website. Iceland Faces Uphill Battle to Join EU
  • David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, segir Íslendinga skulda Bretum 2,3 milljarða punda og breska stjórnin mun nýta aðildarviðræður þeirra við ESB til að tryggja það að þeir standi við skuldbindingar sínar. Íslendingar verða að borga
  1. Ísland þarf sem sagt, að ganga frá Icesave deilunni með þeim hætti, að Bretar og Hollendingar, séu sáttir við lausn mála.
  2. Ísland þarf að hætta hvalveiðum.
  3. Ísland þarf að framkvæma tilteknar breitingar á stofnunum, skv. kröfum sem framkvæmdastjórnin hefur sett fram, þ.e. aðlögunarskilyrði.
  • Öllu þessu þarf að ljúka eða verið búið að koma á rekspöl sem gagnaðilum Íslands finnst ásættanlegur, til að samningar af þeirra hálfur fái að ljúka.
  • Mótaðilar okkar, eru einmitt í aðstöðu til að setja slík skilyrði, þ.s. eftir allt saman gildir það enn, að það eru meðlimaríki Evrópusambandsins sem taka endanlega ákvörðun um að samþykkja eða synja nýju ríki inngöngu.
  • Það hefur reyndar aldrei gerst, að viðræðum ljúki og síðan sé nýju aðildarríki hafnað, fremur er það þannig, að viðræður dragast á langinn þangað til að umækjandi dregur annað af tvennu kröfu sem mótaðilar sætta sig ekki við til baka eða þá að þeir á endanum sætta sig við að framkvæma e-h tiltekið sem gerð er krafa um og þeim verður ljóst að þeim er ekki undankomu auðið.

Plottið er sem sagt augljóst, mótaðilar okkar sjá í hendi sér að samningsaðstaða þeirra er best við þær aðstæður, að samningaviðræðum sé hleypt af stað og síðan tafðar þ.e. Íslandi stillt upp að vegg þar til látið er undan kröfum.

 

Hvernig eiga þá andstæðingar Evrópusambands aðildar að bregðast við?

  • Það liggur einnig klárt fyrir - þ.e. að sjá til þess að ekkert, alls ekkert, sé gefið eftir í Icesave deilunni - þ.e. svo lengi sem hún stendur yfir, þá blokkera Hollendingar og Bretar Evrópusambands aðild. Þannig eru Bretar og Hollendingar, óvart bandamenn þeirra, sem ekki vilja Evrópusambands aðild Íslands.
  • eða, að algerlega sé því hafnað, að hætta hvalveiðum. Nægt fylgi til þess, að þær haldi áfram, tryggt hér innan lands.

 

Niðurstaða

Í ályktun leiðtogafundar Evrópusambandsríkja þann 17. júni síðastliðinn, var Íslandi í reynd stillt upp við vegg - þ.e. lesið á milli lína, gangið að skilyrðum Breta og Hollendinga, ásamt öðrum fram komnum skilyrðum; annars fáið þið ekki aðild.

  • Augljóslega munu nú Evrópusinnar, berjast fyrir því að gengið sé að skilyrðum Breta og Hollendinga um Icesave, sem vart þarf að koma á óvart, og einnig því að hvalveiðum sé hætt og væntanlega einnig að þær breytingar á stofnunum sem óskað er eftir verði framkvæmdar hið snarasta, þá þær kosti umtalsvert á sama tíma og þarf að skera niður.
  • Á sama tíma, munu andstæðingar Evrópusambands aðildar, gera allt þ.s. þeir geta, til að tefja það að Icesave viðræðum ljúki og helst aldrei, einnig berjast gegn því að ákvörðun verði tekin um að hætta hvalveiðum, og að auki draga í efa og tefja fyrir framkvæmd breytinga á innlendum stofnunum, sem Framkvæmdastofnun Evrópusambandsins krefst.

 

Ljóst er að deilurnar hér innanlands, eru rétt að hefjast - að Icesave deila síðasta árs, var bara upphitun - "you aint seen nothing yet"!

 

Kv.


Notum raungengisviðmið ásamt myntkörfu

Það er engin fullkomin lausn til staðar fyrir okkur, þ.s. gengið hér þarf að sveiflast öðru hvoru, en á sama tíma virðist ljóst að við getum ekki haft það fljótandi.

En, tímabil flotgengis eins og allir vita, endaði með skelfingu.

  • Líklega er skársta lausnin, að setja upp myntkörfu og halda því stöðugu um hríð - fylgjast með raungengi og viðhafa viðmið þar um, og ef það hækkar yfir viðmið þá er gengið lækkað um einhver prósent og síðan aftur sett stöðugt um hríð.
  • Ef þ.e. gefið upp hvernig reglurnar virka, þ.e. genginu er stjórnað skv. raungengisviðmiði og miðað við að raungengi haldist innan vissra marka, þá á alveg að vera hægt að halda hér fremur lágri verðbólgu.
  • Hún verður þó sennilega e-h hærri en í samkeppnislöndum, sama um vaxtastig - en, ef aðilar vinnumarkaðar fást til samvinnu um að viðhalda raungengi eins stöðugu og gerlegt er, þá ætti smám saman að vera hægt að fækka þessum gengisfellingum.


Bank of International Settlements
, Quarterly Review - June 2010

Sjá, undirkaflann ""Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"

  • Vandinn er sá, að búa við Evruna krefst aga í hagstjórn, sem er næstum því ómögulegur í framkvæmd, sem sést m.a. á því að öll lönd S-Evrópu lentu í vanræðum, eins og við einnig á umliðnum áratug.



Það er mjög mikilvægt fyrir okkur, að hafa eigin gjaldmiðil þ.e. krónu, svo við getum tryggt rétta gengisskráninug.

  • Það hefur tvisvar gert í Íslandssögunni, að hér hafi verið viðhaldið kolrangri gengisskráningu, þ.e. síðan 1924 er gengið var hækkað eina skiptið í sögunni og fram til 1959 - hitt tímabilið er hágengistímabilið á umliðnum áratug.
  • Þegar gegnið er rangt skráð af svo miklu leiti, sem þau ár - þá gerist hið klassíska, að kaupmáttur er of sterkur, útflutningur skreppur saman, Ísland þ.e. hagkerfið er rekið með halla og gjaldeyrisvarasjóðir skreppa saman.
  • Á fyrra tímabilinu, lentu menn einmitt þar í vandræðum þ.s. það varð gjalderyrisþurrð á vissu tímabili svo sett voru fræg höft, sbr. haftatímabil.
  • það má vel vera, að einhver hagerfi geti búið við þann lúxus að viðhalda stöðugu gengi - en, það krefst gríðarlega agaðrar hagstjórnar - sem dæmi ef Ísland myndi búa við slíkt, þurfa laun að lækka ef Evran hækkar í verðgildi ef við gerum ráð fyrir að búa við Evru, svo atvinnuvegir tapi ekki samkeppnishæfni.
  • Svona lagað er yfirleitt ekki mögulegt í praxís - sem sést af því, að þegar reynt var að viðhalda gengisstöðugleika yfir árabil hérlendis, þá hækkaði raungengi jafnt og þétt árum saman þar til í óefni var komið með útflutningsatvinnuvegi og haftatímabil tók við - við myndum hafa endurtekið vesenið á 6. áratugnum á umliðnum áratug er við bjuggum við fljótandi gengi þ.s. raungengi og gengi hvort tveggja varð alltof hátt, ef ekki hefði verið fyrir það að bankarnir voru með svo mikinn rekstur erlendis að þeir héldu öllu hér uppi á meðan.
  • Ef við skoðum Evrusvæðið, þá gerðist svipað í S-Evrópu, þ.e. kostnaðarhækkanir voru jafnt og þétt yfir tímabilið frá því að Evran var tekin upp, í flestum ríkjum S-Evrópu. Og alveg eins, þá tapði þeirra útflutningur samkeppnishæfni, ár frá ári þannig að útfltuningur skrapp saman. Á sama tíma alveg eins og á Íslandi orsakaði of hátt gengi fyrir viðkomandi hagkerfi þ.e. of hátt raungengi, það að innflutningur ós stig af stigi, - og í dag er komið í óefni. Því, eitthvað þarf að borga fyrir allan þennan innflutning, og það var gert með mikilli skuldasöfnun almennings og fyrirtækja.
  • Þetta er það ójafnvægi sem er að drepa Evruna.


Mér sýnist augljós að þ.s. við upplifðum það akkúrat sama, þegar við sjálf vorum að reyna að halda uppi stöðugu gengi, annars vega og hins vegar þá gekk ekki betur að vera með það fljótandi, að innan Evru á því tímabili hefði það sama gerst hjá okkur og S-Evrópu, og að alvegn eins og S-Evrópa værum víð í alvarlegri efnahagskrísu.

  • Sem betur fer getum við enn fellt gengið. Hérlendis hefur einfaldlega ekki fram að þessu tekist, að viðhalda stöðugu raungengi yfir langt tímabil, ekki tókst það heldur í S-Evrópu, svo þetta er ekki bara léleg ísl. hagstj. þetta er raunverulega erfitt.
  • Þetta sem sagt raunverulega mjög erfitt, þ.s. til þarf allsherjar samvinnu alls þjóðfélagsins um að viðhalda stöðugu raungengi, sem dæmi má þá ekki hækka laun umfram cirka 1% - 11/2% sem var meðal framleiðni aukning síðasta áratugar.


En, þ.e. hægar sagt en gert, að fá alla til að spila með, af svo miklum aga. Hafið einnig í huga, að þetta þíðir einnig að laun þurfa að lækka, ef gengi Evrunnar hækkar.

Ég einfaldlega sé þetta ekki sem gerlegt.

 

Svo ég legg til þetta fyrirkomulag, þ.e. krónan sé lögð í myntkörfu en að viðmiðunarrelgan verði miðuð við tiltekið raungengi, og gengið verði því fellt ef raungengi fer umfram það viðmið.

Það verði svo á ábyrgð aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda, að sjá til að þetta gerist ekki mjög oft.

Smám saman, lærum við að láta þetta gerast með með lengra millibili.

 

Kv.


Bloggfærslur 21. júní 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband