Hvernig förum við að því, að skipta út innfluttu eldsneyti og það raunverulega með hagkvæmum hætti?

Sko, til að koma í veg fyrir allan misskilning, er ég ekki að tala um rafbílavæðingu - heldur eitthvað ennþá hagkvæmara.

Ég ætla að taka dæmi um sennilega besta rafbílinn á markaðinum í augnablikinu, hinn glænýi Nissan Leaf.

Greinilegt af akstursprófunum, að þarna fer fyrsta flokks ökutæki. Sjá t.d.:

Nissan Leaf, Test date 17 June 2010

Nissan Leaf Hvað hef ég á móti þessum bíl - tja, þ.e. eftirfarandi:

A)Drægni 160 kílómetrar.

B)Tekur 8 klt. að fullhlaða.

C)Verð £28.350 eða $32.780.

Umreiknað í krónur eru það:

 £28.350 * 188 = 5.329.800

 $32.780 * 126,93 = 4.160.764

Þetta hljómar ef til vill ekki svo rosalegt, en hérna myndi hann kosta enn meira en í Bretlandi, en í Bretlandi kostar t.d. Volkswagen Golf gjarnan í kringum 18.000 pund. Þannig, að þetta verð er um 10 þúsund yfir meðalvirði fyrir Golf stærð af bíl í Bretlandi. 

Svo við erum að tala um verð hér á landi á bilinu 6 - 7 milljónir. Þetta sér maður út, með því að hér á landi kostar nú Golf nú á verðbilinu 4 - 5 milljónir.

Þarna munar hærri gjöldum á bílum hérlendis en í Bretlandi.

Sem sagt, bíll sem er verulega dýrari - minna praktískur og þú þarft að bíða klukkustundum saman eftir því að hann hlaði sig, t.d. í Staðaskála á leiðinni norður.

------------------------------Aðrir valkostir?

Þeir snúast um að nota áfram venjulega bíla með sprengihreyfli eða "internal combustion engine". En, nota eldsneyti framleitt hérlendis.

Metan - er þegar í notkun. Skv. eiganda verkstæðis sem sér um breytingar kosta á bilinu 300þ. - 700þ. að breyta bensínbíl til að brenna metani. Hann getur áfram brennt bensíni, líka.

Kostur við metan, er að það er tiltölulega umhverfisvænt að brenna það, þ.s. metan er mjög virk gróðurhúsa lofttegund, og brennsluafurðir eru minna alvarleg efni. Að auki, ber að hafa í huga, að metanið sem notað er hér með þessum hætti, annars sleppur ónotað út í andrúmsloftið, svo að í heild dregur brennslan í þessu tilviki úr gróðurhúsaáhrifum. 

Á hinn bóginn, er magn metans takmarkað - ekki er nándar nærri því nægilegt magn af því tilfallandi hérlendis, til að knýja nema lítið brot af bílaflotanum.

Síðan er þessi kostnaður við breytinguna töluverð upphæð einnig, ef margfölduð með mörgum bílum.

Metanól - er sérlega hagkvæmur kostur í okkar tilviki þ.s. við getum búið til metanól í miklu magni, án þess að nota til þess nokkurn skika af gróðurlendi. Það kemur til þannig, að þetta metanól verður ekki búið til úr gróðurleyfum. 

Þess í stað, verður það til með þeim hætti, að fyrst er búið til vetni með rafgreiningu með ísl. rafmagni. Síðan er notaður brennisteinn, tekinn úr útblæstri ísl. háhitasvæða, og afurðin er metanól.

Sjá: Carbon Recycling International

Þetta er hægt, fræðilega séð, að gera fyrir allan bílaflotann.

Breytingar sem þarf að gera á bílum, í mörgum tilvikum eru engar.

Í dag þ.s. metanól er notað - annaðhvort til íblöndunar í bensín eða eingöngu eins og víða í Brasilíu, þá eru framleiddir bensínvélar sem alveg eins geta brennt metanóli.

Slíkir bílar eru til í dag. Flestir bensínbílar geta brennt metanóli í hlutfallsblöndu með bensíni.

Þannig, að þennan sparnað er hægt að innleiða tiltölulega hratt, ef vilji er fyrir hendi.

Það besta, er að þú þarft ekki að skipta um tækni - og þú tapar í engu því notagildi sem þú ert vanur/vön.

PS: þ.s. best er af öllu, ekki þarf að skipta um dreyfikerfi ef skipt er yfir í metanól, þ.s. þ.e. vökvi með svipaða eiginleika og bensín. Ný dreyfikerfi, er aðalkostnaðurinn við aðrar hugmyndir.

 

Kv.


Bloggfærslur 19. júní 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871900

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband