Eigum við að auka veiðar, eða er það of áhættusamt?

Sigurjón Þórðarson
04.04 2010 kl.13:04

Einar Björn, sú aðferð sem hefur verið notuð að veiða minna til að veiða meira seinna hefur ekki gengið upp og þess vegna ástæða til þess að fara yfir forsendur ráðgjafarinnar.

Á blogginu mínu er ég með graf sem sýnir framreikninga reiknilíkansins 25 ár fram í tímann en líkanið er að mínu viti hrein og tær vitleysa þar sem að það tekst ekki að spá fyrir um hver aflinn er nokkur ár fram í tímann.
http://www.sigurjonth.blog.is/blog/sigurjonth/entry/1037925/#comments

--------------------------------

  • Skýring þess, að menn komast trekk í trekk að rangri niðurstöðu - getur verið vegna þess, að líkanið sem þeir nota, sé kolrangt.
  • En, það getur líka verið, að inn í það, vanti mikilvægar breytur. Þá er það enn rangt, en ef til vill vinnandi með það, með lagfæringum.

Núverandi stefna hefur verið við lýði síðan við upphaf 9. áratugarins.

Persónulega, finns mér hún ekki vera, neitt alvarlega misheppnup, þ.s. eftir allt saman, eru fiskistofnar hér við land, í betra ásigkomulagi eftir sem áður, en víða annars staðar.

Þ.e. árangur, hvort sem þ.e. akkúrat að þakka núverandi kerfi eða ekki - hið minnsta hefur veiði hér, verið takmörkuð með einhverjum hætti um áratugi.

Þorskstofninn hefur þó verið að dala, spár um þróun hans hafa ekki gengið eftir, eins og réttilega er bent.

Að auki, er gjarnan dreginn sú ályktun, að þ.s. þeir fiskar sem veiðast eru ekki í hröðum vexti, þá sé stofninn ekki að sýna einkenni þess að vera ofveiddur. En, ályktunin hefur þá forsendu, að við slíkar aðstæður væri nóg að bíta og brenna fyrir ungviði, þ.s. færri fiskar væru að keppa um fæðuna. Á hinn bóginn, gengur þessi kenning mun betur upp, í stöðuvötnum þ.s. ekki eru til staðar margar aðrar tegundir fiska, sem keppa um svipaða jafnvel sömu fæðu, þ.e. í hafinu, er hver tegund að berjast þannig séð, fyrir sínu plássi. Það þíðir, ef ein dala, getur önnur einfaldlega tekið yfir, það pláss sem önnur hefur rutt sér, innan vistkerfisins.

  • Þannig að ég held, að þú sért sekur um það sama og Hafró, að sleppa mikilvægum breytum úr því módeli er þú miðar við, huglægt.
  • Í stöðuvatni og ferskvatni, er auðveldara að skilja samverkun tegunda, þ.s. þær eru færri, fiskar hafa líka síður svigrúm að fara e-h annað, svo við þau skilyrði gengur kenning þín algerlega upp.
  • Aftur á móti, held ég að í hafinu, eins og kemur fram að ofan, geti aðrar mikilvægar skýringarbreytur skipt sköpum.
  • Þ.s. ég hef verið að reyna að segja þér, og þú bregst ekki við, er að það eru vísbendingar uppi um að það séu lífkerfisbreytingar í gangi.
  1. Sjófuglar hafa verið að svelta hér við land, virðist að stofn smáfisks er þeir lifa einkum á, og ekki hefur fram að þessu verið veiddur hér við land, sé í lægð.
  2. Loðnan er einnig í lægð, og sem kaldsjávarfiskur má vera að hún sé að hopa, undan núverandi hlínun.
  3. Ganga kolmunna er í aukningu, má vera að hann sé að koma í stað loðnunnar. Vitum það ekki fyrir víst.
  • En, punkturinn er sá, að röskun í lífkeðjunni, getur verið fullnægjandi skýring, hvers vegna þorkstofninn hefur:
  1. Ekki verið að vaxa eins og búist var við.
  2. Dánartala sé sennilega um þessar mundir mun hærri, en þ.s. Hafró miðar við.
  • Á hinn bóginn ætti þetta að vera tímabundin röskun. Þorskurinn er langlífur, og ef veitt er eins og verið er að gera varlega, getur hann þegar fæðuframboð eykst, vaxið eins og stefnt var að.

----------------------------------

Ég get tekið dæmi um, fuglastofna eins og t.d. rjúpu.

Þ.e. einfaldara kerfi, en eins og þorskurinn hefur hún nokkuð svigrúm til að hreyfa sig milli svæða. Þó er hún ekki farfugl.

Sum ár, þ.e. kulda-ár, þá komast fáir ungar á legg, dánartalan er þá há.

Þ.e. þó ekki talið rétt, að slátra fullorðna fuglinum við slíkar aðstæður, sbr. grisjun.

Þ.s. rjúpan getur lifað allnokkur árafjöld, þ.s. náttúrulegu afráni er ekki hægt að stýra, en við getum stýrt okkar afráni; þá er oftast talið rétt við slíkar aðstæður að draga úr veiðum á meðan endurnýjunin er minni.

Síðan, þegar kemur aftur gott sumar, endurnýjunin er góð, þ.e. dánartalan er lág, er talið óhætt að veiða meira - það ár.

------------------------------------

Ég sé þorskinn svipuðum augum, þ.e. há dánartala er röksemd fyrir minnkun veiða - ekki aukningu þeirra.

VIð getum einfaldlega beðið, meðan slæma tímabilið í hafinu gengur yfir

Og við eigum að gera það, tel ég.

-----------------------------------------

Það getur verið áhættusamt, að auka veiðar, akkúrat þegar er í gangi erfitt tímabil í lífríkinu.

Þá eru stofnarnir viðkvæmari en ella, myndi maður ætla.

Þannig, að ef við aukum veiðiálag, þá ætti ofangreint að þíða, að hætta á því að ílla fari, sé þar með meiri en, ef aðstæður í hafinu væru betri, og meiri kraftur í endurnýjun.

--------------------------------------

Þ.s. ég óttast, er að ef við aukum veiðar, þá fari svipað og fyrir síldinni fyrir áratugum. En, síldin hrundi á sínum tíma, einmitt þegar fór saman mikið veiðiálag og á sama tíma versnandi skilyrði í hafinu sem þá minnkuðu tímabundið fæðuframboð og þannig afkomu þeirra stofna.

Við aftur á móti, á þeim tíma, veittum því þá litla athygli, veiddum á fullu og vorum svo hissa, þegar stofnarnir hrundu.

-------------------------------------

Þetta er eitthvað, sem við höfum alls ekki efni á að endurtaka.

Hvað vil ég gera?

  • Við núverandi skilyrði, getur hafið + álið + ferðamennska = dugað fyrir lágmarks innflutningi. Þannig, má segja að þessir þættir séu einnig öryggisventill, ef ílla fer.
  • Auðlyndirnar tryggja þá, að lágmarks innflutningur fer fram, sama hvað gerist, og lifðeyrissjóðirnir að gamla fólkið fær áfram greitt, jafnvel þó allt fari á versta veg.
  1. Þ.s. ég vil gera er að stórlækka vexti - þ.e. stærsta einstaka aðgerðin til að bæta stöðu atvinnulífsins, og einnig heimila, sem ég tel mögulega. 
  2. Ofan á það, vil ég lækka skatta, fella jafnvel alveg niður fyrstu 5 ár, til þeirra sem vilja hefja nýjan rekstur er myndi skapa gjaldeyristekjur eða þá að umbreyta rekstri sínum, þannig að hann skapi gjaldeyristekjur.
  3. Þannig, væri hagkerfinu snúið við, og einnig skapaðar meiri gjaldeyristekjur, og þá geri ég ekki ráð fyrir, að taka neina umframáhættu með fiskistofnana. Jafnvel ekki nýjum álverum.

Það virðist sem við höfum til 2012. Eitt og hálft ár, getur dugað.


Kv.


Bloggfærslur 6. apríl 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 4
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871901

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband