31.3.2010 | 15:43
Skötuselsmálið - stormur í vatnsglasi?
Fyrir mér, þá er hlið á skötusels málinu, er ekki hefur fengið fjölmiðlaumfjöllun, sem ég hef nokkrar áhyggjur af, en þ.e. sú staðreynd, að miðað við að útgefinn kvóti í skötusel var 2.500 tonn, þá er sú viðbót sem ráðherra er heimilt að viðbótarúthluta þ.e. 2.000 tonn, hvorki meira né 80% aukning á þann útgefna kvóta er áður var gefinn út í samræmi við ráðleggingar vísindamanna.
Skv. nýrri frétt, ætlar ráðherra á næstunni að úthluta 500 tonnum af þessu, sem er þá eitt og sér 20% aukning, á áður gildandi kvóta.
Fimm hundruð tonn af skötu- selskvóta til sölu. Ráðherra segir um góða búbót að ræða
Auðvitað, þ.s. þetta er heimildarákvæði, þá á eftir að koma í ljós, hvort ráðherra nýtir þetta.
En, spurningin er um hvaða fordæmi við viljum setja?
Það er ákveðinn popúlismi til staðar núna, úti í þjóðfélaginu, sem heldur því fram, að lítið mark sé takandi á ráðum fræðinga Hafrannsóknarstofnunar, - ein línan er þá að nóg sé af fiski í sjónum, meira en þeir fræðingarnir halda - önnur er sú, að grisja eigi fiskistofna hér við land, því þeir hafi ekki nægt æti.
Hvorug kenningin, styðst við nein viðurkennd vísindi.
Einn fáránlegur frasi, sem oft er endurtekinn er "að ekki sé hægt að geima fisk í sjónum".
Spurningin, er af hverju þessi aðferð er valin?
Þ.e. sannarlega full ástæða til að endurskoða kvótakerfið, og þá ekki síst, til þess að koma á alvöru veiðigjaldi svo megnið af auðnum, renni ekki eins og nú er nær einungis í vasa fámennrar elítu.
En, er rétt að gera það með aðferð, sem á sama tíma, grefur undan, þeirri stefnu sem hefur verið miðað við fram að þessu, að úthluta ekki mjög mikið meira af afla, en þ.s. vísindamenn leggja til?
Það hefur einmitt verið kjarni, veiða hér við land, að ákvörðun um heildarafla, hefur verið studd af vísindalegum gögnum.
Þó svo, að oft hafi nokkru meira verið veitt, en vísindamenn hafa lagt til, hefur aldrei verið á milli úthlutaðra veiðiheimilda, og tillagna vísindamanna, neitt ginnungsgap - eins og t.d. á milli kvótaúthlutunar í löndum Evrópusambandsins og tillagna vísindamanna þar.
Er það ekki einmitt á okkar ábyrgð, að ofveiða ekki þá fiskistofna sem hér eru við land?
Er því ekki óskynsamlegt, að vera að setja fordæmi um, að líta með stórfelldum hætti framhjá ráðleggingum okkar helstu fiski- og haffræðinga?
Er það ekki einmitt eitthvað, sem við eigum að leggja áherslu á, vernd náttúrunnar?
Gengur þá ekki þvert á það markmið, sú stefna sem ákveðnir popúlistar halda fram, að óhætt sé að veiða - ekki bara meira en ráðlagt er - heldur miklu meira?
Erum við ekki nógu ílla stödd í dag?
Þurfum við einnig, ofan á að hafa stórskaðað okkar efnahag, að stefna að því að eyðileggja fiskistofnana?
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Bloggfærslur 31. mars 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar