Joseph Stiglitz hélt seminar í Háskóla Íslands, 7. september 2009.
- Hann er mjög gagnrýninn á þá hugmynd AGS, sem ímsir aðrir hafa gangrýnt hér, að taka peninga að láni til að setja í gjaldeyris varasjóð. (Hann ræðir AGS frá 57 mæinæutu til cirka 70 mínútu.)
- Hann leggir til niðurfellinga skulda til almennings - sbr. 29 mínúta.
- Leggur áherslu á, töku skynsamlegra renta af auðlyndum - 40 nínúta.
- 83-87 mínúta, leggur hann áherslu á, að við höldum krónunni, og spilum með hana af skunsemi.
- 88-101 mínútu minnist hann á Thailand og Ísland, telur þ.s. hann kallar þriðju leið, vera sú ákjósanlegustu fyrir okkur.
- 110 - varar við sölu auðlynda, nema að sala sé algerlega "transparent" þ.e. allar upplýsingar á borðinu.
AGS lánin, eru að mörgu leiti skaðleg
Málið er, að ég sé ekki, að sú aðgerð að taka þessa peninga að láni, sé raunverulega liklegt, til að gera erlenda fjárfesta áhugasamari á um að fjárfesta á Íslandi.
Eins og Stiglitz útskýrir, þá eykur kostnaðurinn við það að standa undir þessum lánum, þ.e. kostnaður ríkisins af því er ríkið þarf að velta yfir á þjóðfélagið og atvinnulífið; kreppuna í landinu.
Þetta er vegna þess, að ríkið þarf að hækka skatta, sem dregur akkúrat úr þrótti atvinnulífsins, einmitt á viðkvæmum tíma þegar atvinnulífið er að ganga í gegnum mjög erfitt tímabil.
Og, ég er akkúrat sammála þeim punkti.
Að auki segir Stiglitz, að í ljósi sögunnar, sé mjög mikil freysting seðlabanka, til að nota slíka sjóði, til að viðhalda of háu gengi gjaldmiðils - sem, hann telur vera mjög kostnaðarsamt fyrir viðkomandi þjóðfélag.
Hann er í reynd að segja, eins og ég skil hann, að við eigum ekki að verja krónuna falli. Heimila henni að falla eins og hún vill.
Hann, sagði að þó skuldir í öðrum gjaldmiðli hækki, þá væri það óveruleg vandamál, þ.s. styrking útflutnings vægi það upp og gott betur.
Síðan þyrfti hvort sem er, að afskrifa skuldir þeirra er skulda of mikið, svo þegga breytti litlu fyrir þá aðila.
Aðalmálið, sé að nýta vinnuaflið, hámarka atvinnusköpun, þess vegna mæli hann með því, að nota gengið til að ná fram aðlögun hagkerfisins, nýjum aðstæðum..
Þ.s. mér fannst þó áhugaverðast, er að hann talaði um að AGS setti takmarkanir við því hvað mætti gera við þessa peninga, sem drægi mjög úr notadrýgni þessara lána, og í reynd gerði þau mestu að kostnaði fremur en að gæðum.
Að hætta við AGS planið, leiðir ekki til verra ástands
Ég get ekki séð, að það sé með nokkrum hætti augljóst, að sú aðgerð að hverfa frá AGS prógramminu, skili verri niðurstöðu fyrir okkur, fyrir þróun hagkerfisins.
Þvert á móti, að ef það leiðir til lægri fjármagnskostnaðar, þ.s. skuldir eru lægri, og þar með minni þörf ríkisins, til að velta þeim kostnaði á þjóðfélagið; þá þvert á móti gæti það, skilað hraðari viðreisn.
Þ.s. ríkið þarf sannarlega að fjármagna halla sinn, með einhverjum hætti og þ.e. ekki sérlega heppilegt eins og gert er í dag, að þ.eru lífeyrissjóðirnir sem það gera, með því að kaupa ríkisskuldabréf.
Lækkum vexti innanlands!
En, ástæða þess, að ríkið velur þessa leið er augljós.
- Erlend lán eru of dýr.
- Innlend lán, eru enn dýrari en erlend lán, meðan vaxtastigi er viðhaldið svo háu.
- Í því liggur að sjálfsögðu lausn, þ.e. að lækka innlenda vaxtastigið.
- Það er þá lækkað einfaldlega að því marki, sem þarf til að viðskiptabankarnir geti veitt ríkinu lán, á kjörum sem ríkið getur staðið undir.
Innlán sem liggja óhreifð á reikningum viðskiptabankanna, og safna bara kostnaði hjá þeim, og þannig grafa undan fjárhag þeirra, eru einhvers staðar á milli 1.500 ma.kr. og 2.000 ma.kr.
Punkturinn, er að þetta er nægilegt fé, til að fjármagna halla ríkissjóðs um eitthvert árabil, þannig að þá þarf ef til vill, ekki brjálæðislegann niðurskurð.
Það sem ég er að segja, er að lánin frá AGS og Norðurlöndunum, eru raunverulega óþörf. Það er til fjármagn í landinu, nægt fjármagn. Allt og sumt sem þarf, til að hægt sé að nýta það, er eitt pennastrik - þ.s. vextir - með öðrum orðum verðið á þeim peningum - eru/er lækkað(ir).
Á sama tíma, sleppur ríkið við að borga þá vexti sem annars þarf að borga, ef skuldir þess eru hækkaðar í 140%, úr um 80%.
Innlend skuldastaða, er ekki eins alvarlegt vandamál, og erlend skuldastaða. Ríkið getur einfalldega afnumið tiltekna vísitölu, framkallað verðbólgu; og þannig verðfellt lán í krónum. Slík aðferð er klassísk í hagfræði. Ríkið getur því, skuldað án áhættu miklu hærri upphæðir í eigin gjaldmiðli, en það getur í öðrum gjaldmiðlum en eigin.
En, fyrir atvinnulífið, væri lækkað vaxtastig einnig mjög hjálplegt, þ.s. fjármagnskostnaður lækkar. Það sama á við um almenning. En, mörg fyrirtæki og stór hluti almennings, er skuldugur upp fyrir eyru; og því væri stór vaxtalækkun, eins stærsta velferðaraðgerð, bæði fyrir atvinnulífið og almenning, sem hægt væri að innleiða.
Þetta, gæti raunverulega afnumið þá kyrrstöðu, sem hagkerfið er í, núna. Ríkisstjórnin kennir um Icesave, en vaxtastigið að mínu viti, hefur mun meiri áhrif.
Með því, að útlán bankanna, lækka í verði. Þá um leið, batnar fjárhagsstaða bankannna, þ.s. þeir fara að hafa tekjur af útlánum til að vega upp öll þessi innlán. Þá um leið, verða þeir viljugari, til að fella niður skuldir að hluta.
Þ.eru svo margar flugur, sem hægt er að slá, með þessu eina pennastriki, að lækka vexti og það mikið. Það er nánast glæpsamleg heimska, að hrinda því ekki í framkvæmd.
Það gæti raunverulega orðið mögulegt, að framkalla hagvöxt - minna atvinnuleysi, aukna bjartsýni.
Með því, að staða hagkerfisins batnar, ásamt því að minna verður tekið af erlendum lánum; þá má vænta að skuldatryggingaálag Íslands lækki, og einnig má búast við að mat erlendra matsfyrirtæka á lánshæfi Íslands, batni.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.3.2010 | 02:20
Lækkum vexti, björgum þannig bönkunum frá falli, blásum nýju lífi í atvinnulífið og fjármögnum halla ríkisins; án erlendra lána
- Þetta er allt saman hægt að gera, þ.e. hrinda í framkvæmd.
- Viðskiptabankarnir liggja nú með milli 1500 og 2000 milljarða, á innlánsreikningum.
- Grunnvandinn, er vaxtastigið, þ.e. að Seðlabankinn er enn, með 9% vexti.
- Vandamálið, sem þetta framkallar, er að þetta fé er í reynd prísað út af markaðinum.
"Finnst þér ekkert óþægileg tilhugsun að lífeyrissjóðirnir selji gjaldeyrissjóði sína til að lána ríkinu? Sjóðirnir eru í dag að fjármagna halla ríkissjóðs meira og minna með kaupum á ríkisbréfum (og bréfum Íbúðalánasjóðs). Við endum með gegnumstreymiskerfi í lífeyrismálum með sama áframhaldi. Viljum við það? Vilhjálmur Þorsteinsson, 24.3.2010 kl. 21:13"
Þetta er mjög áhugaverð athugasemd, hjá honum Vilhjálmi og ég efast ekki um réttmæti hennar. En, ég hef verið einmitt að velta fyrir mér, hvernig halli ríkisins er fjármagnaður.
- En, erlend lán eru of dýr þessa stundina. Svo, ekki er hann fjármagnaður þannig.
- Lán frá innlendu bönkunum, út af vaxtastiginu eru enn dýrari, svo ekki er hann fjármagnaður þannig heldur.
Þetta er einfaldlega bandbrjálað, þ.s. sjóðirnir geta tapað öllu þessu fé, ef ríkissjóður fer á hausinn, og hættan þar, er ekki lítil.
Eins og ég sagði að ofan, þá er það sjálft vaxtastigið sem er grunnvandinn.
Þannig, að þá liggur lausnin í augum uppi, að lækka vexti.
- Þeir þurfa að lækka það mikið, að ríkið hafi efni á, að fjármagna hallann með því að slá lán, hjá viðskiptabönkunum. Flóknara er það ekki.
- Þá um leið, hættir ríkið að ganga á lífeyrissjóðina.
- En að auki, þá fara aðrir einnig að hafa efni á þessum lánum, þá á ég við atvinnulífið.
- Þá gerist svcilítið merkilegt, þ.e. að sú logndeyða sem er yfir atvinnulífinu, getur tekið enda.
Menn eru að tala um að blása líf í hagkerfið, en þetta er allt hægt að framkvæma með einni aðgerð.
Vaxtastigið eins og það er, gerir ekkert gagn. Bara ógagn.
Ég er viss um, að krónan þvert á móti myndi styrkjast, við þessa aðgerð.
Kv.
Bloggfærslur 25. mars 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar