Nú ræður ríður heilög vandlæting húsum, barnaskapurinn ríður ekki við einteiming.
- Ísland er herlaust land, er sagt.
- Ísland á ekki að koma nálægt neinu hervafstri.
Vandinn þarna, er ákveðinn sannfæring þess efnis, að eitthvað sé ljótt við - eða rangt - að þjóðir hafi heri.
Þetta er barnaskapur af hæstu sort.
- Þ.e. leitun af þjóð úti í heimi, sem ekki hefur her af nokkru tagi.
- Ísland, byggði ekki upp her, vegna þess, að það væri einhver ríkjandi sannfæring þess efnis, að her væri í sjálfu sér ljótur eða rangur hlutur, heldur vegna þess, við vorum þá bæði í senn fátæk og smá.
- Hlutverk herja, er að verja þær eignir, þær auðlindir - og einnig það landsvæði, sem þjóð ræður yfir.
- Ástæða þess að nær allar þjóðir hafa heri, er einmitt sú að þ.e. alger frumforsenda þess, að þjóðir fái þrifist, geti alið upp kynslóðir við sæmileg efni, tryggt innra öryggi - að ytra öryggi, stjórn eigin auðlinda, eigin landamæra; sé allt tryggt.
Herjum sannarlega er beitt í stríði, ef svo ber við. En, hver þjóð hefur rétt, á að verja eigið land - eigin landamæri - eigin auðlyndir; því annars hefur sú þjóð enga framtíð.
Íslendingar, vegna smæðar, geta ekki búið til nægilega sterkan her, til að vernda þær auðlindir er við búum yfir:
- Vatnið.
- Fiskinn,
- Orkuna
- Sjálf landið.
- "Olíu"
Þess vegna baktryggjum við okkur með tvennum hætti; þ.e. NATO og varnarsamningnum við Bandaríkin.
Miskilningur margra er sá, að þ.s. sá heimshluti hefur verið öruggur, er við búum á, að þá sé allt í lagi, að velta þessum hlutum nákvæmlega ekkert fyrir sér.
En, heimurinn, er að verða hættulegri á ný, en hann hefur verið um nokkurt skeið.
Á Indlandshafi, er að færast í aukana samkeppni nýrra risavelda, þ.e. Indlands og Kína.
Kína er þegar með her- og flotastöðvar í:
- Myanmar - en, miklar vegatengingar við Kína, eru í uppbyggingu, enda er stryttra frá höfnum í Myanmar til innhéraða vestanlega í Kína, en frá eigin höfnum Kínverja á strönd sjálf Kína.
- Pakistan, Kínverjar og Pakistanar, hafa stundað hernaðarsamstarf um margra ára skeið. Þróað sameiginlega herþotu, í staðinn fyrur Mig 21. Þróað nýjan skriðdreka í sameiningu. Hvort tveggja, er í fjölda framleiðslu fyrir heri beggja landa.
- Er að semja við Tailand um skipaskurð í gegnum Malakkaskaga. Þetta styttir siglingaleiðina, frá Kína til olíulindanna við Persaflóa og til Afríku.
Á móti eru Indverjar að efla flota sinn á Indlandshafi:
- Eru að byggja upp varnargirðingu flotastöðva á eyjum á Indlandshafi, þannig að í hugsanlegu stríði, geti Indverjar beitt þeirri röð flotastöðva sem nokkurs konar varnargirðingu.
- Indverjar sjá uppbyggingu Kínverja á flotastöðvum, sitt hvoru meginn við Indland, sem ógn.
- Höfum í huga, að formlega eru Kínverjar og Indverjar enn í stríði, vegna landamæra á NA-Indlandi.
- Þ.e. heilt fylki í Indlandi, sem Kínverjar ásælast, vegna þess að fornu var það, nokkurs konar fylgiríki Típets. Reyndar, hefur ástandið verið svo furðulegt, að í hver sinn sem háttsettur embættismaður miðstjórnar Indlands fer til þessa fylkis, senda Kínverjar Indlandi mótmæli, vegna afskipta af rémmætu kínv. yfirráðasvæði. Svo langt gengur frekja kínv. Að auki, eru bæði lönd með hundruð þúsunda hermanna, við þessi landamæri og reglulega verða, atvik þ.s. einhver skítur sprengikúlu yfir eða herflokkur rambar yfir. Skotbardagar, hafa orðið öðru hvoru, í smáum stíl. Þetta er sem sagt, svæði þ.s. stríð getur brotist út - samt sem áður - hvenær sem er.
Samkeppni Kína og Indland, um auðlyndir í kring, þ.e. í Afríku og við Persaflóa, á eftir að verða gríðarleg á næstu árum, og áratugum. En, hvor tveggja þjóðfélögin, hafa ekki nægar auðlyndir, til að gera allt þ.s. þær vilja; svo þ.e. einfalt, bæði löndin munu leita annað. Þannig, ergo - samkeppni þeirra mun aukast, spenna milli þeirra vaxa.
Í framtíðinni virðist augljóst, að hætta á stríði verður mikil.
Hvað um norðurhöf?
- Við höfum ef til vill olíulindir.
- Kínverjar hafa stærsta sendiráð allra landa á Íslandi.
- Bent hefur verið á, að verið geti að Kínverjar hafi áhuga á Íslandi, vegna fyrirsjáanlegrar opnunar norður siglingaleiðarinnar, í gegnum N-Íshafið.
--------------------------------------
Sjá áhugaverða kenningu Roberts Wade:
"Iceland will play crucial role in Arctic sea route
Sir, Your article Exploring the openings created by Arctic melting (March 2) highlights Chinas growing interest in emerging sea routes across the Arctic. One reason is that the distance from Chinese ports to European and east coast North American ports is much shorter across the Arctic than through Suez or around the Horn.
Chinese planners anticipate building giant ice-strengthened container ships able to use the shorter route as the ice melts. But the cargoes would have to be shifted to smaller ships to enter their destination ports. Where would the transshipment port be located? One obvious place is Iceland, which sits at the entrance to or exit from the Arctic ocean. It has several fjords suitable for such a port.
This may help explain Chinas more-than-usual friendship with tiny Iceland. The Chinese embassy is the biggest in Reykjavik by far. When the president of Iceland paid a state visit to China in 2007 he was received with all the pomp and ceremony of the head of a major state. And when Iceland was campaigning for a seat on the security council in 2008, China backed it publicly and helped to raise support from mini states in the Pacific and Caribbean.
Russia, too, has its own interests in Iceland. It worries that the European Union is trying to become active in Arctic affairs, and may use Iceland as a channel if Iceland joins the EU. Russia regards Iceland as a fellow Arctic country, and is keen to help it stay out of the EU.
British and Dutch negotiators currently trying to drive a hard deal on Icesave should bear in mind Icelands growing strategic significance as the Arctic ice melts. Icelanders have long memories, and draw encouragement from Kissingers phrase, the tyranny of the tiny.
Robert H. Wade,
London School of Economics, UK"
-------------------------------------------
Niðurstaða:
Við Íslendingar verðum að átta okkur á, að framtíðin mun bera í skauti gríðarlega samkeppni um auðlyndir. Ásælni í auðlyndir annarra, mun fara hratt vaxandi. Sama um spennu í heiminum. Þessi ásælni, er þegar hafin, sbr. gríðarlegt kapphlaup Kínv. um auðlyndir Afríku. En, þeir eru einnig að seilast eftir auðlyndum Mið-Asíu, þannig að árekstur milli Kína og Rússland, um þau svæði virðast óhjákvæmileg í framtíðinni.
Hættan er sú, að auðlyndir sem ekki eru varðar, séu einfaldlega teknar. Sú árás, getur tekið fleira en eitt form.
Við Íslenidngar, urðum nýverið einmitt fyrir slíkri árás, í formi Icesave samningsins:
En, það má segja að sá samningur hafi 2 lykil ákvæði:
- Waiver of sovereign immunity.
- Sovereign guarantee.
- Hið fyrra afsalar vernd af eignum ríkisins, þannig að þá er hægt að setja þær undir hamarinn. En, um samninginn gildir bresk lögsaga.
- Hið seinna, gerur Ísland ábyrgt fyrir heildar upphæðinni.
Þessi 2. ákvæði eru háð hvoru öðru. Samanlagt, gera þau það að verkum, að skv. Icesave samkomulaginu, er hægt að hyrða þær eignir ríkisins, sem skila stöðugum öruggum tekjum.
Þannig, hefðu Bretar og Hollendingar, nýtt sér það, þegar Ísland óhjákvæmilega verður greiðsluþrota - en núverandi stefna er nær 100% örugg sigling á þjóðarskútunni í strand - til að hyrða auðlyndir Íslands, er skipta máli í dag.
Þannig, hefði efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar verið fyrir bí. Glatað fyrir hreina heimsku.
Eftir hefði setið hnýpin þjóð, dæmd þaðan í frá, til ævarandi fátæktar. Einmitt vegna þess, að stjórnendur landsins, á augnabliki sem öllu skipti, skildu ekki að landið var undir árás.
Þ.s. hefur gerst, er að kreppan hefur breytt öllu.
- Þjóðirnar hafa hrokkið í gamla gírinn, að hugsa um eigin sérhagsmuni.
- Taka auðlinda annarra, er einmitt eitt af því, sem þjóðr gerðu áður fyrr. Nú er sá gamli draugur aftur upp risinn.
- Norðurlönd, allt í einu eru ekki lengur okkar vinir. En, Sviar og Danir eru harðir á um, að við eigum að lúffa fyrir Bretum og Hollendingum. Þarna eru Svíar og Danir, að hugsa um eigin sérhagsmuni. En, Svíar hafa sömu hagsmuni og Bretar, vegna þess að sænskir bankar eiga mjög mikið af skuldum erlendis. Danir, eru háðir Þjóðverjum; og Þjóðverjar eiga mjög mikið af skuldum, í löndum fyrir austan eigin landamæri.
- Þröng sérhagsmuna gæsla, á endurnýjun lífdaga. Dýrin í skóginum, eru allt í einu, ekki sömu vinirnir og áður.
Í þessu atriði, er einnig blinda Samfylkingar hættuleg. Því, hún áttar sig alls ekki á þeim grunn vatnaskilum, sem eru að eiga sér stað.
Þýskaland, er nú greinilega komið sjálft í þetta far, ef marka má yfirlísingar stjórnmálamanna þarlendis, undanfarna daga:
Germany's eurozone crisis nightmare - By Martin Wolf
Why Europes monetary union faces its biggest crisis - By Wolfgang Schäuble
Það eru sem sagt, að fara viðsjálverðir tímar í hönd í heiminum. Þ.e. þó sennilega ekki á leiðinni nein hernaðar árás í þessum heimshluta í bráð.
En, þ.e. hreinn barnaskapur að halda, í ljósi þess hve verðmætar auðlindir okkar eru, að engann aðran langi í þær, að við þurfum ekkert að gera til að verja þær ásælni 3. aðila.
Sko, ég vil hreinilega bandar. herinn hingað aftur, í framtíðinni. Það má vera, þegar kringumstæðurnar þróast frekar, að Kaninn komi hingað aftur. En, ef ekki. Þá getur Ísland lent í mjög þraungri stöðu, lengra séð fram í framtíðina.
Ef til vill, þurfum við að huga að því, að koma okkur upp, einhvers konar vísi að eigin her.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 21. mars 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar