12.3.2010 | 22:37
Ræða mín fyrir útifund á lækjartorgi - 12/3 20010!
Kæru landar -
*hver er sannleikurinn um ástandið, eins og það er?
*ríkisstjórnin, segir okkur ítrekað að vera bjartsýn.
*En, er ástæða til bjartsýni - skoðum málið.
--------------------------------------
Hver var raunstaða landsins við áramót?
Kæru landar, ég beini spurningum að ykkur!
*Við áramót, var hagnaður af vöruskiptaverslun landsmanna, um 90 milljarðar - hve margir vita þetta?
Réttið upp hönd! Já nokkur af ykkur vita það.
*En, hve margir vita þá, að þrátt fyrir stærsta hagnað landsmanna af vöruskiptum alls lýðveldistímans, var samt sem áðiur halli, af reikningi landsmanna við útlönd, í kringum 50 milljarða?
Réttið upp hönd, sem vissu þetta! Eru það ekki fleiri? Svona réttið upp hönd!
Þá vitum við það, mjög mörg ykkar vissu það ekki.
*Lokaspurningin, - ímyndum okkur, að hvert ykkar væri sérfræðingur, starfsmaður banka, og til ykkar kæmi einstaklingur, sem svipað væri ástatt um, og Íslandi - þ.e. að tekjur duga ekki fyrir greiðslum vaxta af skuldum. Og, viðkomandi myndi biðja um lán. Hve mörg ykkar, myndu mæla með því, að veita þessum einstaklingi - sem þegar hefur ekki nægar tekjur fyrir vöxtum af þeim skuldum er hann þegar er með á bakinu - nýtt lán? Hve margir? Enginn? Virkilega svona fáir?
Kæru landar, þá vitið þið svarið við því, hvers vegna lánafyrirgreiðsla erlendis frá, er einfaldlega ekkert að ganga, hvorki fyrir ríkið - né orkufyrirtækin, er vilja fjármagna framkvæmdir, sem ríkið vill ráðast í.
Starfsmenn erlendra banka eru engir bjánar. Þeir sjá þetta eins vel, þ.s. þið sáuð áðan, ef ekki betur, að hrein brjálsemi væri, að lána frekara fé til Ísland, þegar það þegar hefur ekki nægar tekjur fyrir núverandi skuldum.
---------------------------------
*Ríkisstjórnin vill meina, að það sé Icesave að kenna, að þessi fyrirgreiðsla berist ekki. En, lausn Icesave hækkar ekki tekjur Íslands - nei það hækkar þ.s. Ísland þarf að greiða af. Eins og við nú vitum, þá lána engir okku á meðan, tekjur duga ekki fyrir greiðslum af þeim skuldum, sem við þegar erum með á bakinu. Þ.e. því alger fásinna að halda því fram, að það liðki fyrir lánafyrirgreiðslu til Íslands, að leisa Icesave.
En, bjargar það ekki öllu, að fá lánin frá norðurlöndunum og AGS? Kæru Íslendingar, eins og ég úskýrði áðan, þá er það sá vandi, að Ísland hefur nú þegar ekki nægar tekjur fyrir greiðslum af núverandi skuldum, sem hamlar gegn lánafyrirgreiðslu hingað til lands, t.d. til Landsvirkjunar?
Það ástand, batnar í engur við það eitt, að stórhækka þær skuldir sem Ísland ber, en eftir allt saman mun þurfa að greiða af þeim einnig. Þess vegna, sé ég ekki, orsakasamhengi milli að - ganga frá Icesave - að fá lánin frá AGS og Norðurlöndunum - og, að einhverjar flóðgáttir lána, opnist til Íslands.
------------------------------
*Við erum í vanda, því ekki er útlit fyrir að verði að þeim stórfelldu verklegu framkvæmdum, sem stefnt var að, setja af stað á þessu og næstu árum.
*Það - kæru Íslendingar - þíðir að plan AGS og ríkisstjórnarinnar um efnahagslega endurreisn - er hrunið.
*Og, - kæru landar - fyrst að svo er, þá verður ekki að hagvexti, ekki bara á þessu ári, heldur einnig á næsta og þarnæsta, a.m.k.
*Svarið er sára einfalt, það þarf að stokka upp spilin og hugsa allt planið um endurreisn upp á nýtt.
----------------------------
Ég skal nefna eina hugsanlega útleið.
Hún er sú, að endurskipuleggja skuldir, til lækkunar skuldabyrði, jafnvel á höfuðstól.
Slíka leið hafa aðrar þjóðir farið, t.d. Nýja Sjáland við upphaf 10. áratugarins, og farnast þeim vel í dag.
Endurskipulagning skulda, með aðstoð sérfræðinga, með það markmið að koma greiðslubyrði niður í viðráðanlegar hæðir, er sú leið sem mér líst best á.
*En, vera má, að einhverjum snillingi detti eitthvað betra í hug.
Ég bendi öllum á, að líta á blogg mitt, þ.s. ég byrti þessa ræðu:
einarbb.blog.is. Ég endurtek, : einarbb.blog.is.
Takk fyrir mig!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 14.3.2010 kl. 18:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
12.3.2010 | 11:45
Nýju bankarnir fengu lánin, á verulegum afslætti!
Áhugaverðar upplýsingar komar fram í Morgunblaðinu í dag, um afskriftir útlánapakka bankanna, þegar hann var keyptur af ríkinu á afföllum, og síðan færður yfir til nýju endurreistu bankanna.
Eins og sést að neðan, þá geta þessar upplýsingar, bent til þess, að borð sé fyrir báru, til afskrifta til einstaklinga. En, staðan í dag, virðist vera að bankarnir séu í flestum tilvikum að rukka einstaklinga, um lán sína án tillits til þeirra afskrifta, sem bankarnir sjálfir fengu.
Með öðrum orðum, almenningur, sé ekki að njóta þess með bönkunum, að útlán hafi verið keypt af þrotabúunum, á afslætti.
Þó það væri ekki nema, að mæta almenningi á miðri leið.
Arion Banki
- Útlán, upphaflegt virði 1.230 milljarðar.
- Færst yfir til bankans skv. virði 384 milljarðar.
- Útlán til einstk. 11% heildarlána
- 75% þeirra lána í skilum.
NBI
- Upphaflegt virði útlána 1241 milljarðar króna
- Lán færð til bókar á 66% upphaflegs andvirðis.
- Útlán til einst. cirka 25% heildarútlána.
Íslandsbanki
- Lán yfirfærð á 47% afslætti.
- Lán til einstl. cirka 36% heildarútlána.
Þ.e. þó spurning, hversu traust eiginfjármögnun bankanna raunverulega er. En, þrátt fyrir að hafa fengið útlán á afslætti, hafa bankarnir verið mjög tregir til afskrifta. Það hefur verið eins, og verið væri að kreysta úr þeim sjálft lífsblóðið.
Þá má velta fyrir sér, hversu traustur fjárhagur þeirra raunverulega er?
- Bókfærst andvirði húsnæðis, vísbendingar eru um að það sé of hátt.
- Það sama getur átt við atvinnuhúsnæði, en mjög mörg fyrirtæki eru í fjárhagskröggum.
- Þannig, að margar af eignum bankanna, geta verið of hátt metnar, og þannig eigið fé þeirra í reynd lægra, en er gefið upp í þeirra bókhaldsgögnum.
Ég velti þessu fyrir mér, vegna þess, að ein af mögulegu skýringunum, á tregðu bankanna, er einfaldlega sú, að stjórnendur þeirra, meti sjálfir, eigið fjár stöðu þeirra, sem tæpa í ljósi aðstæðna.
En, gríðarlegar afskriftir eru framundan.
Kv.
Bloggfærslur 12. mars 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871901
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar