Greiðsluþrot er hræðilegt, en samt ekki mjög svo í okkar tilviki!

Ímsar tröllasögur hafa verið uppi um afleiðingar greiðsluþrots, frá stjórnarliðum - þ.e. Kúpa Norðursins, ævarandi útskúfun af lánamörkuðum, að við yrðum föst í hlutverkinu fátæk verstöð í norðurhöfum.

Það, kaldhæðnislega, er að leið stjórnarflokkanna, er einmitt sú leið er getur leitt til þessa hluta. En, einhvern veginn eru stjórnarflokkarnir, staddir inni í einhverju "groupthink" dæmi, þ.s. öllu er snúið á haus.

Það versta, er að trúin á þá ranghugsun virðist vera heiðarleg, þ.e. þau raunverulega trúi þessu. En, ástandið eins og þ.e. í dag, er það að þrátt fyrir um 90 milljarða afgang á síðasta ári af vöruskiptaverslun, er samt í heildina, um 50 milljarða tap fyrir síðasta ár, á reikningi Íslands við útlönd.

Þarna kemur til kostnaðurinn, af því að standa undir vaxtakostnaði af skuldum. Þannig, að nettó staðan, er að þjóðfélaginu blæðir stöðugt.

Sííðast þegar Ísland var í ástandinu, nettó fjárstreymi úr landi, var á tímum einokunarverslunarinnar; en þá myndaðist nettó fjárstreymi úr landi með þeim hætti að íslendingar voru neyddir til að kaupa innflutta vöru of háu verði á sama tíma og þeir voru neyddir til að selja sína framleiðslu gegn of lágu verði.

  • Afleiðing þess nettó fjárútstreymis, tímabils einokunarverslunar, varð það að Ísland breyttist úr auðugu landi í upphafi 17. aldar og í þ.s. talið var fátækasta land Evrópu við upphaf 19. aldar.
  • Þ.e. full ástæða að ætla, að þ.s. svipað ástand nú ríkir, að ef það heldur svo áfram næstu ár, jafnvel áratugi, að svipaðar afleiðingar verði, þ.e. vaxandi fátækt Íslands og Íslendinga, ár frá ári, áratug frá áratgu.

---------------------------------

  • Við verðum einfaldlega að spyrna við fótum. Hugsað í þessu sögulega samhengi, verður ljóst, að það þarf annað að hvoru að stórlega minnka þetta fjármagnsútstreymi eða hreinlega að binda á það enda.
  • Ríkisstjórnin vonast til, að hægt verði að minnka það með sölu eigna. En, þar takast hagsmunir á - því ef á að hámarka verð eigna þarf að dreifa sölu þeirra yfir langt tímabil sbr. að skilanefna Landsb. ný hyggst dreifa sölu eigna yfir næstu 10 ár - en, þá kemur vandi á móti að þ.s. verið er að taka ný lán ofan á þau sem eru fyrir, og af þeim þarf að borga af einnig, og ef ekki er farið að borga af þeim frekar fljótlega þá hækka þau enn meira sem getur skapað óviðráðanlega hringrás skuldahækkana - þá þarf ríkisstjórnin frekar skjóta eignasölu sem einmitt vinnur á móti því markmiði að fá sem best verð. Í allra allra besta falli, stendur mjög tæpt að þetta geti gengið upp. Við myndum samt, standa eftir með mjög erfiða skuldastöðu, en kannski ef þetta gengur upp, ofan við strikið þannig að við getum greitt af þeim.
  • Það stendur sem sagt, mjög tæpt í besta falli, að plan ríkisstjórnarinnar um eignasölu á móti skuldum gangi upp. Hið augljósa í þvíi samhengi, er að líkur aukast á því, að það virki ef Ísland sleppur við að borga Icesave. Það, er ákveðin kaldhæðni í því.
  • Vandinn sem við erum að glíma við, er sá að þetta fjármagn er rennur í vasa erlendra eigenda skulda vorra, það þá nýtist ekki með nokkrum hætti, okkar hagkerfi. Þvert á móti, dregur þetta útstreymi úr þrifnaði okkar hagkerfis - jafnvel þó að við næðum rétt svo að halda sjó. En, málið er að þeir sem skulda, hvort sem um fyrirtæki eða einstaklinga er að ræða, hafa þá minna fé handa á milli, til allra hluta.
  • Afleiðingin, er minni geta til hagvaxtar, og því minni eftir því sem útstreymi fjármagns er stríðara. *Auk þessa, geta aðilar síður staðið undir kostnaði við þróun nýrrar tækni, endurnýjun tækja, viðhaldi eigin þekkingar sbr. símenntun, viðhaldi húsnæðis o.s.frv.
  • Að auki, þ.s. þetta á einnig við ríki og sveitarfélög, þá getur fjármagnsskortur leitt til, of lítilla fjárfestinga til viðhalds vega, mannvirkja og þjónustu við almenning -sbr. skóla., heilbr. og önnur þjónustu kerfi v. almenning.
  • *Afleiðingin er sköðuð samkeppnishæfni Íslands, ástand sem getur verstnað eftir því sem frá líður.

-------------------------------------------------

Hættan er sem sagt mjög raunveruleg á því, að við séum á leið inn í ástand, þ.s. Ísland muni smám saman verða fátækara ár frá ári, þannig að þættir samfélagsins hreinlega smám saman grotni niður frammi fyrir augunum á okkur, fyrirtæki tapi samkeppnishæfni sinni o.s.frv.

  • Útkoman, fátæk þjóð í norði þ.s. útflutningur fisks verði enn stundaður, ásamt álframleiðslu og ferðamennsku. "That's it".
  • Þ.s. ég er að meina, er að í samanburði við þetta, sé greiðsluþrot ekki svo íkja slæmur hlutur. *Þ.s. greiðsluþrot gerir er að það bindur enda á þá stöðugu blóðtöku, sem hið stórfellda annars fyrirsjáanlega áframhaldandi fjármagnsstreymi úr landi annars verður.
  • Þ.s. að fiskútflutningur mun halda áfram, áliðnaður verður ekki fyrir nokkrum áhrifum enda í eigu alþjóðlega risafyrirtækja, og vart er hægt að ímynda sér að ferðamenn hætti að koma hingað, þá mun þetta þíða að fjármagn mun á nýjan leik, geta byrjað að hlaðast upp hér á nýjan leik.
  • Þ.e. einmitt málið, okkar auðlindir eru það drjúgar að þær duga til að standa undir nauðsynlegum innflutningi, þrátt fyrir ástand greiðsluþrots er mun leiða til þess, að allan innflutning mun þurfa að staðgreiða.
  • Þannig, að við getum raunverulega staðið ein, um nokkurn tíma, á meðan við erum að sleikja sárin, af hruninu.
  • Ath. einnig, að ekki er ástæða til að EES samingurinn falli, gagnvart okkur. En, jafnvel samt þó, þá erum við meðlimir að "WTO" og fáum að algeru lágmarki svokölluð bestu kjör á þeim grunni. Þarna á milli er ekkert ginnungs gap, þó sannarlega sé betra að halda EES. En, ég tel það ólíklegt að við missum EES. En, jafnvel samt þó, væri það ekki svo mikið áfall, að það væri ekki að mínu mati, samt þó skárra að fara þá leið, er ég legg til.

--------------------------------

Það sem ég meina, er að í greiðslufalli, felist visst skjól fyrir okkar atvinnuvegi, sem við getum notfært okkur, til að hefja uppbyggingu þeirra á nýjan leik.

  • Þó svo að þeir sem skulda mikið í erlendri mynnt myndu verða gjaldþrota þá þegar, sem myndi leiða til stórrar aukningar atvinnuleysis til skamms tíma, þá myndi þetta ástand gera þeim fyrirtækjum, sem eftir myndu verða, kleyft að byggja sig upp, í þessu skjóli.
  • Þ.s. það nýja fjármagn er til yrði, verður þá raunverulega til staðar til innlendrar uppbyggingar, þá getur upphlöðun fjármagns á ný hafist, og þannig klassísk uppbygging til átta venjulegrar uppbyggingar úr kreppu.
  • Þ.s. við þurfum þó að passa, er að halda eyðslu í formi innflutnings í algeru lágmarki á sama tíma, en ástandið mun þíða að ekki verður hægt að reka þjóðfélagið í heildina með halla. En, það þarf meira til, það að tryggja að afgangur fái að myndast, þannig að því nýja fjármagni er verði til, sé einungis varið til efnahaslegrar uppbyggingar.
  • Þetta verður því krefjandi verkefni, fyrir okkur öll, en mín skoðun er að þetta sé samt raunverulega hægt, og meira til, þetta sé ívið auðveldari leið, en sú er ríkisstjórnin vill feta.
  • Áherslan verður að vera á sköpun nýrra útflutnings greina, þannig að útflutningur muni smám saman aukast og styrkjast eftir því sem frá líður, og þannig smám saman, vera til staðar meira fjármagn. *Með ítrasta aðhaldi, á þetta alveg að geta gengið.

----------------------------------------------

Ástand greiðsluþrots líkur ekki fyrr en samningar hafa náðst við erlenda kröfuhafa um högun greiðslna af skuldum.

  • Þannig, að á meðan á greiðsluþroti stendur, munu þurfa að fara fram samningaviðræður við kröfuhafa.
  • En, eins og ofangreind lýsing ber með sér, reikna ég með ástandi greiðsluþrots um nokkurt árabil, enda mun sú endurreisn er ég tala um að ofan, taka e-h ár hið minnsta, síðan kemur einnig það að samingaviðræður við kröfuhafa munu taka nokkurn tíma hvernig sem fer, og að auki að þeir eru líklegir til að míkjast eftir því sem frá líður er þeir sjá, að við erum ákveðin og einnig að okkur líður ekki svo mjög ílla við ástandið. En, sú upplifun mun taka tíma að koma fram. Miðum við cirka áratug.
  • Samningaviðræður, þurfa að miða við, að greiðslur hefjist þegar atvinnulífið hefur náð sér að nægilegu marki, - annars vegar - og - hins vegar - þegar ásættanlegir samningar um afslátt af skuldum, hefur náðst fram.

----------------------------------------------

Kæra þjóð - þetta er raunveruleg fær leið fyrir okkur. Og, þ.s. meira er, mjög sennilega mun leiða til skárri útkomu fyrir okkur, en sú leið er ríkisstjórnin vill fara.

Þetta verður alls ekki dans á rósum. Þvert á móti, mun þessi leið vera krefjandi fyrir okkur. Mjög krefjandi. En, hún mun krefjast af okkur að við aðlögum okkur að því, að lifa fyrir það sem við höfum efni á.

En, í ástandi greiðsluþrots, mun okkur ekki vera mögulegt að lifa, nema innan þeirra marka er við höfum efni á. Að mínu mati, verður það einmitt mjög gagnleg kennslustund, fyrir okkur sjálf - því hún mun binda enda á það þjóðfélag brjálæðislegrar eyðslu um efni fram, sem við vorum komin í.

Það þjóðfélag var orðið sjúkt.

Reynsla okkar undanfarið, verður að vera sú að það þjóðfélag einfaldlega gangi ekki upp. Ég veit ekki um nokkurt sem betur getur kennt okkur þessa þörfu lexíu, heldur en ástand greiðslufalls. Innan þess ástands, getur svo byggst heilbrigðara þjóðfélag, sem byggir meir á útflutningi og síðast en ekki síst, meir á sparnaði en eyðslu. Þetta er einfaldlega þörf aðlögun fyrir framtíðina.

Kv.


Bloggfærslur 23. febrúar 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband