Ný hagspá Greiningar Íslandsbanka gerir ráð fyrir 0,9% hagvexti næsta ár!

Enn ein hagspáin er fram komin. Nú hagspá Greiningardeildar Íslandsbanka. Það er auðvitað fengur af einni spánni enn. En, alltaf er betra að hafa meiri gögn en minni, þegar verið er að leitast við að ráða í óvissuna, sem sannarlega er um framvindu næstu missera.

 

Kemst þó hægt fari :"Reikna má með því að hagkerfið finni botn kreppunnar á næstu mánuðum og að við taki hægfara bati. Skilyrði fyrir vexti hafa skapast að nýju eftir mikla leiðréttingu í eigna, skulda, tekju og gjaldahlið þjóðarbúsins. Ólíklegt er að viðsnúningurinn verði hraður sökum margra kerfislægra vandamála sem enn eru til staðar. Má þar nefna skuldavanda fyrirtækja, heimila og hins opinbera, skort á virkum fjármálamarkaði og trausti. Afleiðingar fjármálakreppunnar munu því lita efnahagsþróunina talsvert fram yfir þann tímapunkt þegar botni kreppunnar er náð. Kemur þetta fram í Hagspá Greiningar Íslandsbanka sem kynnt hefur verið viðskiptavinum bankans undanfarið."

 

Það er nefnilega einmitt rökrétt að afleiðingar núverandi skuldakreppu, sem nú einkennir ástand efnahags mála, dragi niður möguleika til hagvaxtar.

Mér finnst samt, þrátt fyrir klára tilraun til varfærinnar spár, gæta ívið of mikillar bjartsýni.

 

Vandinn er að hagspekingar virðast vanmeta hve slæmt ástand mála er:

Hagsýn 1. tbl. 1. árg. 9. nóvember 2010 

  1. Í kjölfar erfiðrar fjármálakreppu er endurskipulagning skulda fyrirtækja mikilvæg forsenda fjárfestingar og þar með hagvaxtar til framtíðar.
  2. Yfirskuldsett fyrirtæki geta ekki bætt við sig nýju starfsfólki eða fjárfest í nýjum og bættum framleiðslutækjum þrátt fyrir bætta samkeppnisstöðu hagkerfisins.
  3. Útflutningsdrifinn hagvöxtur mun því láta á sér standa og atvinnuleysi dregst ekki saman sem skyldi. 
  4. Án aukinnar fjárfestingar verða hagvöxtur og lækkun atvinnuleysis illleysanleg verkefni.
  5. Mikilvægt er að bankarnir nýti það svigrúm sem þeir hafa til að halda lífi í fyrirtækjum með sterkan rekstrargrunn.
  6. Nái lífvænleg fyrirtæki ekki endum saman er hætta á stöðnun atvinnulífsins í lengri tíma.

Þetta voru mjög þarfar aðvaranir starfsm. Viðskiptaráðuneytis. En, hagvöxtur er ekkert náttúrulögmál - heldur þar eins og þeir benda á, að skapa skilyrði þess að af honum verði.

  • En, mér finnst aðilar hérlendis án útskýringar eða röksemdafærslu, of oft virðast reikna með hagvexti - svona af því bara eða vegna þess, að hagvöxtur hefur alltaf komið aftur í fyrri kreppum. 
  • Eins og, að vegna þess að menn eru vanir að vöxtur komi alltaf fljótlega, þá kunni þeir ekki við annað, en að reikna með honum eins og vanalega.

En, þessi kreppa er alveg gerólík fyrri kreppum - þ.e. aldrei áður hefur það farið saman, að hér hafi verið svo alvarleg skuldakreppa almennings samtímis því að atvinnuvegir hafi einnig verið mjög skuldum vafnir og ofan í allt saman, verið nær óstarfhæft bankakerfi.

Þó sumir telji e-h líkt með ástandinu á 9. áratugnum eftir að skuldir hækkuðu hjá mörgum eftir að launavísitalan var afnumin, þá er skuldastaða almennings enn verri en þá og sama að segja um skuldastöðu atvinnulífs.

En því sem margir hafa gleymt í dag, er að þá var framkv. leiðrétting þ.e. breyting á vísitölunni og skuldir alm. lækkaðar yfir línuna. Það verður ekki gert í dag - hafa stjv. látið okkur vita.

Og einmitt ekki síst þess vegna, verður líka framvinda lakari en eftir skuldakreppuna þá - breyta vísitölunni - hlusta á Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes.

 

Samantekt á vandanum:

  1. 1/3 fyrirtækja með neikvætt eigið fé.
  2. 50% fyrirtækja í vanskilum með lán við bankana.
  3. 24,4% heimila í greiðsluvanda!
  4. 27,95% heimila með neikvæða eiginfjárstöðu.
  5. 41,27% heimila í greiðslu- eða skuldavanda!
  6. 48.500 manns tóku út séreignarsparnað!

 

Punkturinn er, að vandinn er ekki einungis alvarlegur, HANN ER ALVARLEGUR!

Eins og starfsmenn Viðskipta ráðuneytis bentu á, þá er hættan á stöðnun ekki lítil, þ.e. litlum eða mjög litlum vexti næsta ár, og þá ekki einungis næsta ár heldur næstu ár!

 

Samantekt á tölum spár Greiningardeilda ÍSB: Kemst þó hægt fari 

 

Spá............................2011.......2012.......2013

Hagvöxtur....................0,9%......2,9%.......3,3%

Fjárfesting...................4,4%

Einkaneysla..................2,5%

Kaupm. launa...............0,5%

Hækkun húsn. verðs......0,8%

Verðbólga...................2,5%

Afg. af viðk. v. útl.........5% af landsfr.

 

Áhugasamir beri þetta v. aðrar hagspár: Samanburður á nýrri spá Hagstofu Ísl og nýl. spá Seðlabanka, nokkru eldri spá ASÍ!

Bæti einnig við að Arion Banki spáir 0,5% hagv. 2011 og 2,2% 2012. 

 

 

Kemst þó hægt fari :"Reiknum við með því að hagvöxtur mælist 0,9% á næsta ári, knúinn áfram af aukinni neyslu, fjárfestingu og útflutningi. Lágt raungengi og aukinn hagvöxtur á heimsvísu hjálpar útflutningnum á meðan aukin erlend fjárfesting hér á landi, vaxandi kaupmáttur og lægri vextir hvetja innlenda eftirspurn. Lítill vöxtur verður að öllum líkingum í öllum þessum liðum og viðsnúningurinn vart sýnilegur svo neinu nemur fyrr en á árinu 2012, en við spáum 2,9% hagvexti það ár og 3,3% hagvexti 2013."

 

Mín tilfinning er samt sem áður, að spá ÍSB sé nær sanni en spár ASÍ, Hagst. og Seðlab.

Landsframleiðsla og helstu undirliðir hennar..........ASÍ..............Hagst................Seðlab.

Verg landsframleiðsla 2011................................1,7................1,9.....................2,1 


Eins og sést af súluritinu að ofan, þá er spá ÍSB ívið lægri en þessar spár einungis fyrir næsta ár. En eftir það reikna þeir með sambærilegum hagvexti og hinir.

Á hinn bóginn, segir mín tilfinning að framvinda verði hægari en þetta. Segjum milli 0,5-0,9% hagv. á næsta ári. Síðan bæti aðeins í árið eftir hugsanlega um hálft prósent til viðbótar þ.e. vöxtur milli 1 og 2%. Hann fari síðan ekki yfir 2% fyrr en árið eftir, þá í rúml. 2%. Síðan smá mjatlist hann upp.

  • Þetta væri mitt persónulega "best case" - en þ.e. einnig möguleiki að á næsta ári mælist raunveruleg stöðnun þ.e. ástand í járnum við "0" mörkin.
  • En ekki barasta það, það getur einnig gerst að það verði samdráttur.

Fer eftir atburðarás næstu mánaða, ekki einu sinni hér heldur einnig erlendis. En, um þessar mundir hafa dunið mikli erfiðleikar yfir á Evrusvæðinu. 

Versnun efnahags ástands í Evrópu er mjög raunveruleg hætta!

 

Kemst þó hægt fari :"Eftir að samdrátturinn í einkaneyslu sem staðið hafði yfir frá 2008 virtist ætla að taka enda um mitt þetta ár hefur viðvarandi óvissa um skuldastöðu heimilanna tafið viðsnúninginn a.m.k. tímabundið. Vaxandi kaupmáttur, lækkun vaxta, bætt staða vinnumarkaðarins auk hækkunar eignaverðs skapar skilyrði fyrir aukningu einkaneyslu þegar líða tekur á næsta ár. Viðbúið er að vöxturinn verði hægur og að hann byggist minna á skuldsettum vexti og eignaverðshækkunum en hefur verið raunin í mörgum öðrum uppsveiflum í íslensku efnahagslífi. Reiknum við með því að einkaneyslan vaxi um 2,5% á næsta ári, kaupmáttur launa um 0,1% og að atvinnuleysi lækki úr 8,1% á þessu ári niður í 7,5% á næsta ári. Einnig reiknum við með 0,8% raunverðshækkun íbúðarhúsnæðis."

 

Hafandi í huga að tillögur ríkisstj. fyrir heimilin er kynntar voru um daginn, voru einungis lítil mús en ekki einu sinni fílsungi. Þá er ljóst held ég, að vart er að reikna með aukningu neyslu frá heimilunum.

Hvernig þeim dettur í hug, að húsnæðisverð muni ekki einnig lækka á næsta ári eins og þessu, er mér hulin ráðgáta. En, kannski vita þeir um einhverja stóra samninga, sem ekki hefur frést af út á við.

Ég held að í besta falli verði neysla nálægt járnum eða smávegis minnkun fremur en aukning.

 

Kemst þó hægt fari :"Fjárfestingarstigið í hagkerfinu er afar lágt um þessar mundir en vel þekkt er að það sé lágt um hríð eftir að hagkerfi hafa orðið fyrir gjaldeyris- og bankakreppu. Mikil skuldsetning, hægur vöxtur innlendrar eftirspurnar, seinagangur í fjárhagslegri endurskipulagningu fyrirtækja og heimila sem og höft á gjaldeyrismarkaði draga úr vaxtamöguleikum á þessu sviði efnahagslífsins á næstunni. Fjárfestingarstig sem er talsvert yfir núverandi stigi er nauðsynlegt til að halda hagvexti viðunandi litið til lengri tíma. Reiknum við með því að fjárfesting vaxi um 4,4% á næsta ári, aðallega vegna fjárfestinga í stóriðju og tengdri starfsemi. Þegar kemur fram á árið 2013 reiknum við hins vegar með hagstæðari skilyrðum og að fjárfesting taki öll við sér, þ.e. fjárfesting atvinnuveganna, heimilanna og hins opinbera."

 

Sko, ég veit ekki um ástæðu þess að vænta aukningar fjárfestinga fyrir 2012 fremur en 2011 frá einkageiranum. Enda er skuldastaða fyrirtækja mjög slæm. Ekki sýnist mér að bankar hafi getu til að liðka fyrir þeim að neinu ráði, þ.e. bjóða bætingu kjara á skuldum til lækkunar greiðslubyrði.

Þarna eru þeir án þess að segja, sennilega að reikna með stóryðju framkvæmdum þ.e. risálveri.

Varðandi Búðarháls virkjun, þá er sú framkv. enn í fullkominni óvissu. En, sbr. nýlegt útspil ríkisstj. um það, að sennilega sé að koma að lokum Icesave deilu, þá sennilega reikna þeir með að sú hindrun hverfi. En, tvisvar hefur komið neitun frá Fjárfestinga Banka Evrópu ást. upp gefin Icesave.

Auðvitað, ef ekkert verður af því að samkomulag um Icesave verði klárað, þá verður sú framkvæmd enn ófjármögnuð - svo að hið minnsta er möguleiki að ekki verði af henni.

  • Þá auðvitað hverfur nokkurn veginn sú aukning fjárfestinga sem ÍSB reiknar með.
  • Hinar spárnar einnig reikna með þeim sömu framkv.

 

Kemst þó hægt fari :"Mikill viðsnúningur hefur verið í ytri jöfnuði þjóðarbúsins frá hruni bankakerfisins 2008 þar sem afgangur af utanríkisviðskiptum hefur tekið við af miklum halla. Reiknum við með því að afgangur verði af viðskiptum við útlönd á næsta ári sem nemur ríflega 5% af landsframleiðslu en að öllu minni afgangur verði 2012 vegna viðsnúnings í fjárfestingu og neyslu í hagkerfinu sem kallar á aukinn innflutning. Mun þessi afgangur auk hafta á fjármagnsflutninga, minnkandi áhættuálags á íslenskar fjáreignir og munar á innlendum og erlendum vöxtum styðja við gengi krónunnar næstu misserin. Raungengi krónunnar er lágt um þessar mundir og reiknum við með því að það hækki aðeins á næstunni með hækkandi nafngengi, og viðbúið er að verðbólgan verði hér skapleg næstu misserin og í nálægð við 2,5% verðbólgumarkmið Seðlabankans. Að okkar mati munu verða höft á fjármagnsflutninga nokkuð fram yfir næsta ár en yfirlýst markmið stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er að afnema höftin á tíma efnahagsáætlunar þessara aðila sem nú er ráð fyrir gert að endi í ágúst á næsta ári. Við reiknum með framlengingu á tímaramma þeirrar áætlunar."

 

Það er krónunni að þakka, þ.e. gengisfalli hennar, að sá viðsnúningur sem þeir vísa til - varð.

En, þ.e. einmitt þ.s. stórt gengisfall gerir, að með því að hækka verðið á öllu innfluttu þá minnkar við það innflutningur sem "med det samme" umbreytir viðskiptajöfnuði landsins við útlönd.

Þetta var algerlega nauðsynleg sveifla eftir að hrunið var orðin staðreynd og tekjur þær sem bankarnir stóðu undir voru allt í einu horfnar úr hagkerfinu - og einungis skuldirnar stóðu eftir.

Ég fullyrði að án þessa stóra gengisfalls, væri Ísland löngu orðið gjaldþrota - en, með svo stóru tekjufalli + skuldaaukningu, þá gengur ekki á sama tíma einnig að halda áfram að hafa stórann viðskiptahalla og þá viðvarandi aukningu skulda sem hann framkallar.

 

Þeir spá því að höftin verði út næsta ár, sem getur vel gengið eftir. Ekki síst í ljósi þess, að ég hef hvergi séð því stað, að ríkisstj. sé að leitast við að semja við eigendur krónubréfa um leiðir út úr þeim vanda, sem við erum í gagnvart þeim.

En, mér hefur lengi virst klárt, að reynandi væri að ræða við þá og ath. hið minnsta hvort umræðugrundvöllur sé til staðar, fyrir því að þeir samþykki annað greiðslu fyrirkomulag.

T.d. 40% út og rest á nokkrum árum. Svo hægt væri að losa um höftin sem fyrst.

Kannski hafa leyniviðræður staðið yfir - en ég óttast að lítið eða jafnvel ekkert hafi verið gert, til að skoða hugsanlegar útfærslur eða B, C, eða D leiðir.

 

Niðurstaða

Ívið raunhæfari en fyrri spár er hafa fram komið. En, sennilega þegar þeir gerðu þessa spá þá reiknuðu þeir með stærra útspili ríkisstj. en þ.s. kynnt hefur verið til sögunnar.

En, miðað við þ.s. kynnt var í síðustu viku, þá er vart að reikna með aukningu neyslu hjá almenningi á næsta ári. Stöðnun væri góð niðurstaða miðað við þær forsendur.

Ef ekki verður á næstu vikum undirritaður ný Icesave samningur og hann síðan endanlega staðfestur, þá mun ekki verða af Búðarháls virkjun og því ekki stækkun Straumsvíkur álvers.

Enginn hefur enn séð drög að nýjum Icesave samningi svo ég treysti mér ekki til að spá um líkur á samþykki hans. En, án Búðarháls virkjunar þá verður framvinda næsta árs og ársins þar á eftir lakari en þ.s. spá ÍSB reiknar með.

Þá sennilega rætist þ.s. ég kalla miðspá þ.e. hagkerfið í járnum þ.e. við 0% eða örlítill vöxtur, vart mælanlegur. En, ef Evran tekur upp á því að hrynja sem vel getur gerst í kjölfar gjaldþrots Spánar hugsanlega eins snemma og í apríl 2011, þá auðvitað er samdráttur mun líklegri útkoma.



Kv.


Forsætisráðherra Luxembúrgar og fjármálaráðherra Ítalíu, hvetja til þess að Evru krýsan verði leyst með útgáfu, sameiginlegra Evru bréfa!

Þetta er áhugaverð lesendagrein hjá Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti. En, FT birtir hana á vef sínum í dag - E-bonds would end the crisis

  • Europe must formulate a strong and systemic response to the crisis, to send a clear message to global markets and European citizens of our political commitment to economic and monetary union, and the irreversibility of the euro.
  • Time is of the essence. The European Council could move as early as this month to create such an agency, with a mandate gradually to reach an amount of outstanding paper equivalent to 40 per cent of the gross domestic product of the European Union and of each member state.
  1. First, the EDA should finance up to 50 per cent of issuances by EU members, to create a deep and liquid market. In exceptional circumstances, for member states whose access to debt markets is impaired, up to 100 per cent could be financed in this way.
  2. Second,the EDA should offer a switch between E-bonds and existing national bonds.
  • The conversion rate would be at par but the switch would be made through a discount option, where the discount is likely to be higher the more a bond is undergoing market stress.
  • Governments would be granted access to sufficient resources, at the EDA’s interest rate, to consolidate public finances without being exposed to short-term speculative attacks. This would require them to honour obligations in full, while they would still want to avoid excessive interest rates on borrowing that is not covered via E-bonds. The benefits from cheaper, more secure funding should be considerable.

  • A liquid global market for European bonds would follow. This would not only insulate countries from speculation but would also help to keep existing capital and attract new flows into Europe. It should also foster the integration of European financial markets, favouring investment and thus contributing to growth.


Þessi hugmynd á mjög margt sameiginlegt með svokölluðum Brady Bréfum:

Brady bond

Brady Bond voru hugmynd þáverandi fjármálaráðherra Bandar. En, þetta var lausn á fjármálakrýsunni í S-Ameríku sem hófst á 8. áratugnum. Brady bréfin voru skuldabréf sem gefin voru út með ábyrgð ríkissjóðs Bandar. Þetta prógramm var framkv. í gegnum "Bank of International Settlements" og fól í sér það, að ríki gátu fengið skuldbreytingu. En, Brady bréfin báru lægri vexti. Að auki, í tilvikum, var einnig höfuðstóll lækkaður. Þ.s. þau voru triggð af ríkissjóð Bandar. þá urðu þau um leið gjaldgeng á mörkuðum. Lækkun vaxtagjalda veitti ríkjunum mikla hjálp í því að losna úr þeirri skuldagildru sem þau voru komin í.

Wikipedia um Brady Bond:Brady bonds were created in March 1989 in order to convert bonds issued by mostly Latin American countries into a variety or "menu" of new bonds after many of those countries defaulted on their debt in the 1980s

"Countries that participated in the initial round of Brady bond issuance were Argentina, Brazil, Bulgaria, Costa Rica, Dominican Republic, Ecuador, Mexico, Morocco, Nigeria, Philippines, Poland and Uruguay. "

Grein sem 2 hagfr. skrifa: Brady Bonds For the Eurozone

 

Vandinn á Evrusvæðinu er orðinn það alvarlegur, að sameiginleg lausn er eina leiðin til að bjarga Evrusvæðinu frá hruni!

  • Sú leið sem Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti leggja til, getur virkað.
  • Hennar megingalli, er hve miklar skuldir ESB aðildarríkjanna eru orðnar nú þegar.
  • Eins og sést að neðan er meðalskuldin orðin 84% af þjóðarframleiðslu. Skuldir sjálfs Þýskalands upp á 76,7% eru ekki litlar.
  • Útgáfa sameiginlegra bréfa upp á 40% af heildarframleiðslu aðildarlanda ESB, er ekkert smáræði hafandi í huga að meðalskuld ESB 27 er ekki nema smávegis lægri en meðalskuld Evrusvæðis 17.
  • Mín ályktun er að þessi leið sé því ekki fær nema, og aðeins nema, að skuldabréfa hafar taki á sig högg þ.e. svokallað "haircut". En, það voru gefnir úr mismunandi flokkar Brady bréfa. Mér sýnist, að alger nauðsyn sé að miða við 15-25% höfuðstóls lækkun, samhliða umskiptum yfir í hin nýju bréf.
  • Annars verði heildarskuld ESB of mikil - þ.e. yfir 100% af þjóðarframleiðslu sameiginlegs svæðis.

Wolfgang Schäuble: ""jointly guaranteed bonds would require “fundamental changes” in European treaties. He added that it was also key that governments had incentives to maintain discipline over finances – and faced sanctions when they did not. “Otherwise the euro would fail,” he warned. Germany also fears the issuance of joint bonds would raise its borrowing costs.""

 

Þarna kemur fjármálaráðherra Þýskalands með megin mótbáruna, að Þjóðverjar óttist þá raunskuldaaukningu fyrir Þýskaland, sem svo stórfelldum sameiginlegum ábyrgðum myndi óhjákvæmilega fylgja.

En, Evru-bréf af þessu tagi, einmitt fela í sér raunskuldaaukningu Þýskal. en einnig annarra tiltölulega stæðra ríkja innan ESB.

En, vandi ríkjanna sem verst standa, er of erfiður. Þau munu ekki geta staðið í skilum. Því má nú skjóta föstu. 

Sko, tillaga Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti er ekki um höfuðstóls lækkanir -nema í undantekningar tilvikum- heldur það eitt, að bjóða sameiginlega ábyrgð svo ríkin í vandræðum geti skuldbreytt yfir í skuldir sem hafa lægri vexti.

Ef, þ.e. of erfitt fyrir ESB 27 að taka þá byrði á sig að gefa út slík bréf með sameiginlegri ábyrgð og létta þannig hluta til byrðina af verst settu ríkjunum - þá er klárt að byrðin er of erfið eins og allt stefnir í, fyrir ríkin í vandræðum; ekki satt?

Þá hafa markaðirnir rétt fyrir sér, að sú stefna að velta öllu yfir á ríkin í vandræðum, bæta á þau nýjum lánum gegn háum vöxtum, gengur ekki upp; ekki satt?

Sameiginleg Evru bréf myndu hafa til muna lægri vexti en þau lán sem hafa verið boðin í gegnum björgunarpakka ESB. Það myndi muna mikið, að skipta yfir í bréf með rúml. 3% vexti í stað þess að stynja undan sbr. björgunarpakka Írlands 5,8% vöxtum.

  • Ef þetta er ekki hægt - þá er Evrópa komin fullkomlega í "Catch 22".
  • Þá er Evran að fara að hrynja algerlega án nokkurs minnsta vafa!

 

Niðurstaða

Jean-Claude Juncker and Giulio Tremonti eru með mikilvægt framlag. Fylgjumst með fréttum í kvöld þegar fréttir fara að birtast um það, hvað var ákveðið á fundi fjármálaráðherra ESB ríkja á fundi þeirra sem haldinn er í dag.

  • En, sú leið að auka stöðugt skuldir ríkjanna í vandræðum er ófær.
  • Brady bréfa leiðin raunverulega virkaði.
  • Sambærileg aðferð getur virkað fyrir Evrópu.

Vandinn er það alvarlegur orðinn, að án sameiginlegrar lausnar þá hrynur Evran - um það er ég orðinn fullkomlega sannfærður.

Og, þ.s. verra er, að hrunið er ekki langt framundan í tíma. 

Stjórnmálamennirnir, verða að koma fram með sannfærandi áætlun og þ.s. allra fyrst. Tíminn er að renna út fyrir Evruna og Evrópu.

Þetta þarf ekki að fara þannig. Samanlagt er staða Evrópu alls ekki verri en Bandaríkjanna. Evrópa á alveg í sameiningu að geta staðið af sér storminn. En, án sameiginlegrar lausnar er það ekki mögulegt.

Þ.e. þ.s. ástandið í dag er að segja. Sameinaðir stöndum vér - sundraðir föllum vér.

Það mun þurfa verulegt pólit. hugrekki til að leysa málið. Það er hægt. En, lausnin verður erfið. Meira að segja sameiginleg lausn verður erfið vegna þess, hve skuldastaðan meira að segja í sameiginlegum reikningi er erfið.

Mín niðurstaða er að kröfuhafar þurfi að taka þátt í hinni sameiginlegu lausn, þ.e. að Evrópa þurfi að neyða kröfuhafa til að taka á sig högg, svo sameiginleg lausn verði fjárhagslega möguleg.

Annað af tvennu stöndum við frammi fyrir endalokum Evrunnar - eða eldskýrn hennar!

 

Ps: þó svo ég hafi persónulega komist að þeirri niðurstöðu að Evruaðild henti ekki Íslandi, sennilega ekki heldur ESB aðild. Þá er ég ekki andstæðingur Evru eða ESB.

Ps2: Merkel rejects debt crisis proposals :"Angela Merkel, the German chancellor, has ruled out two of the most widely-backed ideas for combating the eurozone debt crisis,

  1. saying she saw no need to increase the size of the European Union’s €440bn rescue fund
  2. and that the bloc’s treaties did not allow for the creation of a Europe-wide bond."

"The German rejection leaves the European Central Bank’s aggressive purchase of eurozone sovereign debt as the main weapon for the EU in fighting to keep the two most vulnerable countries, Portugal and Spain, from being forced into a bail-out."

Þetta lítur ekki vel út!

 

Kv.


Bloggfærslur 6. desember 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband