28.12.2010 | 03:49
Árni Páll, okkar ástkæri efnahags- og viðskiptaráðherra, telur krónuna vera upphaf og endi okkar efnahags ófara. Bara ef þetta væri virkilega svona einfalt!
Það er uppi vinsæl kenning, sem er vinsæl vegna þess að hún er aðlaðandi. En, þ.e. einmitt þannig, að aðlaðandi hugmyndir, vilja gjarnan laða að sér hópa fólks, einmitt fyrir það að vera aðlaðandi.
Í þessu tilviki, er það sú hugmynd, að gjaldmiðillinn okkar krónan, sé okkar helsti myllusteinn. Upphaf og endir okkar fjölmörgu efnahagslegu ófara. Menn benda því til sönnunar á, hve oft hún hefur fallið "segja menn" og hve mikil verðhækkanahryna ásamt tekjutapi launþega, slíku oft fylgir.
Nú nýlega, er ákallað "hún hafi tapað 99,9% af sínu verðgildi sbr. danska krónu á síðustu 65 árum. Hugsa sér, segja menn alla þessa helför fyrir almenning. En, einhvern veginn bregðast menn í því, þegar þeir predika með þessum hætti, að nefna að þó svo að svo sé, þá eru tekjur almennings hérlendis, til mikilla muna hærri en fyrir 65 árum síðan, og að auki að þær eru langtum - langtum hærri, en 1/999 vs. meðal kjör Dana.
Lausnin sem menn nefna, og hljómar einföld, er að skipta gjaldmiðlinum fyrir stöðugan gjaldmiðil, sem hafi gengi sem lækki ekki - sé með öðrum orðum stöðugt.
Þessu á að fylgja mikill hagur fyrir launþega, því þá lækki kjör þeirra aldrei fyrir tilverknað gengisfalls.
Að auki, á þetta að efla mjög viðskipti, sem sagt er munu efla mjög hagkerfið o.s.frv, o.s.frv.
Bara ef þetta væri svona einfalt
Í fyrsta lagi virðast menn ekki margir hverjir skilja fyllilega, hvað er gjaldmiðill!
- Gjaldmiðill er ekki verðmæti í sjálfu sér.
- Hann er einungis tilvísun á verðmæti.
- En, margir misskilja algerlega hvaða verðmæti hann er tilvísun fyrir. Þ.e. ekki fyrir þau verðmæti, sem er verið að eiga skipti á hverju sinni. Heldur, þau verðmæti sem hagkerfið sjálft -sem viðkomandi gjaldmiðill gildir innan- framleiðir.
- Þ.s. gjaldmiðillinn er grundvallaður á verðmætasköpun hagkerfis, þá hefur hann traust sem miðill til skipta á verðmætum milli einstaklinga og aðila, svo lengi sem viðkomandi hagkerfi hefur enn rekstrargrundvöll og innri verðmætasköpun.
- Gjaldmiðill ferst því ekki nema, og aðeins nema, að hagkerfið sjálft farist sbr. Sómalía. Auðvitað er einnig mögulegt, að leggja gjaldmiðil niður. En, svo lengi sem hagkerfi vill starfa með gjaldmiðil, sem það sjálft býr til, verður traust/tiltrú aldrei "0" nema, að endanlegt hrun viðkomandi hagkerfis sé öruggt og yfirvofandi.
Þannig, að allt tal um endanlegt hrun okkar gjaldmiðils er tóm endaleysa þ.s. hagkerfið okkar er enn starfandi, og stöðugur/öruggur útflutningur verðmæta sem önnur hagkerfi hafa áhuga og vilja um að kaupa, er enn til staðar.
Þ.s. margir býsnast yfir er óstöðugleiki krónunnar
- Eins og ég tók fram að ofan, er króna og í reynd hvaða gjaldmiðill sem vera skal, ekki verðmæti í sjálfu sér.
- Grundvöllur verðmæta gjaldmiðils þ.e. svokallaðs skiptaverðmætis gagnvart gjaldmiðlum annarra hagkerfa, er verðmætasköpun í þessu tilviki okkar hagkerfis.
- Ef sú verðmætasköpun - getum einnig kallað þetta innkomu hagkerfisins - verður fyrir höggi, sbr. að mikilvægir þættir hagkerfisins allt í einu bregðist og hætti að skapa veltu innan þess, þannig að velta þess minnkar og ásamt því að innkoma þess einnig skreppur saman. Þá algerlega sjálfvirkt eins og að hitamælir lækkar þegar hiti lækkar þá minnkar skiptaverðmæti okkar gjaldmiðils.
- Það að skiptaverðmæti gjaldmiðilsins falli, er því algerlega eðlilegt og óhjákvæmileg afleiðing áfalls, sem hagkerfið verður fyrir sem minnkar þess veltu og tekjur.
- Skv. því sem ég sagði að ofan, er tiltrú aldrei endanlega farin, meðan við enn eigum stöðug skipti á verðmætum við önnur hagkerfi, sem þau enn sækjast eftir.
- Þannig, að skv. því er enginn vafi, alls enginn, að önnur hagkerfi munu vera til í að eiga skipti með okkar gjaldmiðil - svo fremi sem hann hefur verðmæti sem þau viðurkenna.
- Það að hann hafi ekki verðmætaskráningu, sem sé viðurkennd út á við, getur tímabundið skapað skort á vilja, til að eiga skipti með okkar gjaldmiðil.
- Lausnin liggur þá í því, að framkalla það verðlag sem er talið sanngjarnt svo eðlileg skipti geti hafist á ný.
Ég er sem sagt, að tala um afnám haftanna.
- Varðandi stöðugleika um svokallaða gengisskráningu, þá skv. ofangreindu, þá byggist sá stöðugleiki á því, að velta og tekjuöflun hagkerfisins okkar sé ekki sveiflukennd að neinu umtalsverðu leiti.
- Þetta snýst sem sagt um það - sérstaklega - að forðast umtalsverð áföll.
- Ef slíkt tekst, þá er gengisskráningin einnig stöðug.
En getum við flutt inn stöðugleika?
- Þetta er grunn hugmyndin, að slíkt sé raunverulega mögulegt!
- Hún hljómar aðlaðandi, að hengja sig á annan stærri gjaldmiðil, flytja þannig inn þann stöðugleika, sem talinn er vanta hingað.
- Útgáfa af því sem kallað er "free riding" - getum íslenskað þ.s. að teika sér far.
Mitt svar er "Nei" að það sé ekki mögulegt að flytja inn stöðugleika!
Varðandi viðvarandi óstöðugleika, því að gjaldmiðill virðist vera dæmdur til að vera óstöðugur, þá er það að völdum undirliggjandi hrynjanda innan sjálfs hagkerfisins, sem manifestar í óstöðugleika þess gjaldmiðils - svo ef þ.e. svo að gjaldmiðill er talinn krónýskt óstöðugur þá er það sama og segja að viðkomandi hagkerfi sé krónýskt óstöðugt!
- Þú útrýmir ekki slíkum óstöðugleika, með því að skipta um gjaldmiðil!
- Hann verður áfram þá til staðar eftir sem áður - til að framkalla vandræði í því seinna.
- Ef sjálfstæður gjaldmiðill þess hagkerfis er þá ekki til staðar til að taka fallið
- Þá þarf einhver önnur breyta að gera það í staðinn.
- Þetta er alveg járnkalt lögmál - eins öruggt og að sólin kemur upp, og Jörðin snýst.
- Þ.s. margir gleyma, er að þ.e. langt í frá víst, að aðrir möguleikar til aðlögunar - sem engin leið er til að forðast - séu nokkuð skárri en sá er þeir vilja afnema!
Þetta er þ.s. Írland, Grikkland eru að finna fyrir í dag, og þ.s. Spánverjar, Portúgalar og Belgar munu einnig finna fyrir á morgun!
Þetta er þ.s. Stiglitz sagði okkur fyrir margt löngu síðan - þ.e. að í sveiflukenndu hagkerfi er ekki val um að hafa sveiflu, heldur einungis um hvað það er akkúrat, sem tekur sveifluna:
- Gengi.
- Laun.
- Atvinnustig.
- Punkturinn er sem Stiglitz nefndi, að gengi er hraðvirkari aðferð og þess vegna kostnaðarminni aðferð við aðlögun en hinar tvær.
- En, gengisfall á sér stað í einu vetfangi, þá er það afstaðið og uppbygging getur hafist þegar í kjölfarið sbr. að Írland mun verða skv. AGS í verðhjöðnun um 4. ára skeið, og allan tímann á meðan þá skapar sú verðhjöðnun samdrátt innan írska hagkerfisins, tefur uppbyggingu.
------------------------------
Ég bendi á: Bank of International Settlements - Quarterly Review - June 2010
Undirkaflinn - "Currency collapses and output dynamics: a long-run perspective"
- "This article presents new evidence on the relationship between currency collapses,,,and real GDP."
- "The analysis is based on nearly 50 years of data covering 108 emerging and developing economies."
- "...we identify a total of 79 episodes (Table 1). The threshold for a depreciation to qualify as a currency collapse is around 22%..."
- "We find that output growth slows several years before a currency collapse, resulting in sizeable permanent losses in the level of output."
- "On average, real GDP is around 6% lower three years after the event than it would have been otherwise."
- "However, these losses tend to materialise before the currency collapse."
- "This means that the economic costs do not arise from the depreciation per se but rather reflect other factors."
- "Quite on the contrary, depreciation itself actually has a positive effect on output."
- Growth tends to pick up in the year of the collapse and accelerate afterwards.
- Growth rates a year to three years after the episode are on average well above those one or two years prior to the event.
------------------------------
Ég legg mikið upp úr þessari skýrslu BIS þ.s. hún er byggð á efnahags-sögulegri rannsókn á raunverulegum dæmum.
Ég tel hana í reynd fulla sönnun þess, að stórt gengisfall sé jákvæð aðgerð - hluti af lækningunni!
Vandinn sem þurfi að fókusa á, sé þ.s. skóp gengisfallið, þ.e. innri hagkerfis vandinn.
Á hann þarf að fókusa - því ef sá er ekki leystur, verður aldrei stöðugleiki, sama hvað er gert!
Að skipta um gjaldmiðil, með innri óstöðugleika áfram hangandi yfir sér, sé aðgerð sem dæmd sé til að enda í ósköpum sbr. Grikkland, Portúgal.
En þ.e. ekki af ástæðulausu, að farin var sú leið að búa til ERM II innan ESB, skapa sem sagt reglurnar frægu "convergence criteria" því litið er á sköpun hagkerfis stöðugleika og það ekki af ástæðulausu, sem frumforsendu!
Sem auðvitað þíðir að þeir sem skópu Evruna á sínum tíma, vissu að ef ekki tekst að skapa slíkann stöðugleika, þá muni hann bíta í afturendann á þeim sem ganga inn - í því seinna!
Grein Árna Páls - Framfarastoð eða skálkaskjól?
"Traustur gjaldmiðill sem stendur undir verðmætasköpun er ákjósanlegur, þótt hann myndi auðvitað reyna á aga í hagstjórn hér á landi. Við gætum með slíkum gjaldmiðli betur nýtt okkur ávinning af stórum alþjóðlegum heimamarkaði, þar sem gengisáhætta gagnvart helstu viðskiptalöndum heyrði sögunni til. Við ættum auðveldara með að laða til okkar erlenda fjárfestingu, en smæð og veikleiki gjaldmiðilsins hefur verið stærsta hindrunin í vegi erlendrar fjárfestingar um áratugi. Við myndum njóta aukins verðstöðugleika og lægri vaxta. Við gætum þar með búið í haginn fyrir vöxt arðsamra hátæknigreina hér innanlands, frekar en að tapa slíkum fyrirtækjum ávallt úr landi."
Þarna snýr hann öllu á haus, þ.s. þ.e. verðmætasköpunin sem er grundvöllur lífsgæða hér, ekki gjaldmiðillinn. Að auki, orðin "aga í hagstjórn" er það eina sem hefur að segja, um þann vanda að búa við erlendann gjaldmiðil - sem sveiflast ekki svo e-h annað þarf að sveiflast í staðinn.
Varðandi gengiáhættu, er hún mjög ofmetin þ.s. hún er í reynd ekki til staðar. Þetta er í reynd þvættingur. En, útflutnings aðilar einfaldlega taka við greiðslum í gjaldmiðli þess lands sem þeir eru að selja vörur til. Svo, þannig verður áhættan í reynd engin og er engin í dag, svo fremi sem þeir skipta honum samdægurs í krónur eða kaupa fyrir e-h annað sem þeir flytja hingað.
Þetta er einungis vandi fyrir aðila, sem ekki eru að selja vöru heldur eru í fjármálastarfsemi, og þurfa því stöðugt að vera höndla með stórar upphæðir og eru alltaf með stórar upphæðir bundnar í fé.
Varðandi tal um það að krónan sé hömlur fyrir fjárfestingu, er það einfaldlega fullkomlega ósannað mál.
Sannarlega getur orðið hér meiri verðstöðugleiki, en sá skiptir í reynd sára litlu máli fyrir útflutnings fyrirtæki, þ.s. hér er svo lítið hlutfall aðfanga framleitt.
Fyrir hátækni fyrirtæki er vandinn höftin sem eru til staðar. Og, þ.e. vel hægt að afnema þau - þegar hægt á morgun.
En, fram að þessu hef ég séð þess fá merki að Árni Páll sýni þess nokkur hinn minstu merki, að ætla að leggja þau af.
Þvert á móti, sýnist mér að hann sé farinn að nota þau í pólitískum tilgangi, og honum sé fremur í hag að halda þeim sem lengst.
"En þótt skuldsetning Íra sé nú miklu meiri en okkar er ekki ljóst hvernig fer á endanum. Tekjuhátt heimili ræður leikandi við miklu hærri skuldsetningu en tekjulágt heimili. Vegna aðildar að evrunni og þess aðgangs sem hún veitir að erlendri fjárfestingu gera Írar ráð fyrir hraðri endurgreiðslu skulda. Okkur hefur áratugum saman gengið bölvanlega að laða erlenda fjárfestingu að Íslandi og flest bendir til að tiltrú á íslensku krónuna verði engin um áratugaskeið í kjölfar hrunsins. Ef fjárfesting verður áfram döpur hér á landi kann hófleg skuldsetning að verða okkur vandasamara úrlausnarefni en miklar skuldir eru Írum."
Þarna babblar Árni um aðgang að fjárfestingu, án þess að sýna okkur fram á, af hverju að hans mati aðrar skýringabreytur en gjaldmiðill skipi ekki máli.
- Írland hefur 4,5 millj. íbúa þ.e. 14 föld íbúatala Íslands. Það skiptir máli:
- Því þá er vinnumarkaðurinn þar 14 falt stærri og því mjög mikið meira úrval af hæfu starfsfólki.
- Auðvitað einnig, býður 14 falt stærra hagkerfi upp á mjög mikið meiri fjölbreytni um það, hvaða önnur starfsemi er til staðar, sem þín starfsemi getur notið góðs af.
- Síðan, er 14. falt stærra hagkerfi einnig með til muna heilbrigðara samkeppnisumhverfi, þ.s. stærðin ein og sér þíðir að fj. mismunandi aðila er meiri og að auki, ná þeir frekar hagkvæmni stærðarinnar.
- Írland er mun nær Evrópu en Ísland, sem þíðir að flutnings kostnaður til og frá, er ekki eins og hér er, sjálfstæðar verulegar hömlur um það, að setja hér upp framleiðslu til útflutnings á Evrópu markað. En, þ.s. hér er svo fátt framleitt og smæðarinnar vegna, er erfitt að sjá að því verði nokkru sinni breitt, þá virkar flutnings kostnaðurinn sem 2-faldar hömlur þ.e. bæði til og frá.
- Síðast en ekki síst, hér er ekki að finna nein verðmæt jarðefni sem geta skapað skilyrði fyrir margar þær tegundir framleiðslu, sem víða í Evrópu er ástunduð.
Árni Páll, getur það hugsast að þetta séu umtalsvert stórar ástæður þess, að Íslandi og íslendingum hefur gengið erfiðlega að laða hingað erlenda fjárfestingu?
Ekkert ofangreindra atriða eru leysanleg!
Þetta tal hans um skort á tiltrú á krónunni um áratugaskeið er einfaldlega raus.
En, varðandi erlenda fjárfestingu, þá mun hún alltaf verða takmörkuð og erfið. Ekkert fær því breitt.
Það þíðir að við verðum að skapa okkar tækifæri sjálf - án þess að treysta á að utanaðkomandi sjái þau og færi þau okkur í hendur!
"Jákvæð áhrif gengislækkunar krónunnar er reglulega ofmetin í almennri umræðu hér á landi og helgisagan um mikilvægi krónunnar fyrir sveigjanleika í efnahagslífinu hefur fengið á sig einhvers konar frumspekilega áru. Allir sannir Íslendingar eiga að taka undir með hinum háværa margradda kór um ágæti sveigjanleika krónunnar. Staðreyndirnar tala hins vegar sínu máli. Gengisfellingar gátu vissulega leyst tiltekin vandamál á fyrri tíð: Þær rýrðu kjör almennings og lækkuðu skuldir útflutningsgreina í lokuðu hagkerfi. Krónan var hins vegar lykilástæða fyrir vanda okkar í aðdraganda hrunsins og gengislækkun hennar í hruninu hefur búið til alvarlegasta efnahagsvanda þjóðarinnar, nú um stundir: Skuldavandann."
Þetta er ekkert helgisaga eða frumspeki heldur einfaldar staðreyndir.
Hann nefnir að gengisfall krónunnar geti ekki lækkað skuldir útflutnings fyrirtækja okkar. Þ.e. út af fyrir sig rétt, á hinn bóginn þ.s. þau fyrirtæki hafa tekjur yfirleitt í þeim gjaldmiðlum sem þau skulda í. Þá er það einnig satt, að þeirra skuldir eru ekkert umbreittar.
Þannig, nýtist þeim sú gengisfelling sem hann er að tala niður, þ.s. hún minnkaði þeirra kostnað sem styrkir þeirra rekstrargrundvöll, og eykur möguleika þeirra til að standa undir þeirra skuldum.
Skuldavandi almennings, er allt annar hlutur og ekki krónunni per se að kenna, heldur fyrirbærinu verðtrygging.
"Úrlausn á ofskuldsetningu atvinnulífs og heimila er stærsta vandamálið og stafar af því að þorri skulda er annað tveggja tengdur verðbólgu eða gengi. Þessar staðreyndir benda til að gjaldmiðillinn sé fremur hluti af vandanum en forsenda lausnarinnar. Þar við bætist sú staðreynd að traust á íslensku efnahagslífi og gjaldmiðlinum er nú í algeru lágmarki. Engar líkur eru á að fjárfestar vilji efna til áhættu í íslenskum krónum í fyrirsjáanlegri framtíð og engir munu ótilneyddir vilja lána í íslenskum krónum. Við vitum hvernig hörmunarsaga krónunnar hefur verið hingað til. Er eitthvað sem bendir til að eftirhrunskrónan verði betri og veikleikarnir minni?"
Skuldsetning er vandamál fyrir fyrirtæk sem ekki hafa gjaldeyristekjur. Fyrir þau hafa skuldir náttúrulega vaxið úr hófi sbr. tekjur. En, þetta eru yfirleitt ekki fyrirtæki sem skapa útflutnings verðmæti heldur innlend þjónustu fyrirtæki.
Framleiðsla hagkerfisins, verður því ekki fyrir skaða þó þau rúlli. Þ.e. einfaldasta lausnin að þau það geri, og síðan ný verði endurreist á þeirra rústum.
Ofangreind greining Árna Páls er auðvitað röng þ.s. þ.e. verðtryggingin sem hækkar lán. En, henni var komið á fót, og því einnig hægt að afnema. Þ.e. hægt að framkvæma með því eina að afnema vísitöluna úr lögum, þ.s. lán hafa öll ákvæði um að hækka skv. hækkun verðvísitölunnar.
Gengistryggð lán svokölluð, eru auðvitað vandi fyrir þá sem voru of vitlausir að taka þau, án þess að hafa tekjur í þeim gjaldmiðlum. Einfaldast er að heimila þeim sem þau tóku, að fara á hausinn skv. nýjum gjaldþrotalögum ríkisstj. þ.s. lán falla niður eftir 2 ár.
Veikleikar krónunnar eru vegna veikleika sem spretta úr hagkerfinu, þá vegna þess að undirliggjandi grunnþættir séu sveiflugjarnir sbr. fiskur - ál + ferðamennska, sem framkalla rúml. 90% gjaldeyristekna landsmanna. En, á gjaldeyristekjum lifir hagkerfið vegna þess, hve fátt er hér framleitt svo nánast allt til alls þarf að flytja inn.
Þ.e. ekki hægt, að afnema óstöðugleika með því að skipta um gjaldmiðil - þ.s. hann mun þá manifesta seinna og framkalla vanda. Þá þarf e-h annað en gjaldmiðillinn að sveiflast í staðinn, og þ.e. langt - langt í frá, skárra.
"Til skamms tíma þarf peningamálastefnan að greiða fyrir varkáru afnámi gjaldeyrishafta og til lengri tíma að auðvelda okkur upptöku evru ef okkur sem þjóð ber gæfa til að samþykkja aðild og losa okkur þar með við tjónið og óvissuna sem fylgir sjálfstæðri mynt. Til skemmri tíma munum við búa við krónu í einhvers konar höftum. Upptaka evru verður ekki einföld, en flest bendir til að valið verði milli hennar eða afturhvarfs til einhæfari viðskiptahátta og viðvarandi haftabúskapar. Við Íslendingar viljum vera þátttakendur í opnu og alþjóðlegu viðskipta- og efnahagslífi. Til þess þurfum við gjaldmiðil og skipan peningamála sem verja þau verðmæti sem almenningur skapar, en eyðir þeim ekki."
Þvert á móti minnkar sjálfstæður gjaldmiðill tjón og óvissu. En, eins og fram hefur rækilega komið, þá er Evrópa og lönd Evrusvæðis einmitt í dag að ganga í gegnum stóra hagsveiflu. 2 aðildarlönd hafa orðið gjaldþrota. Samtals 5 gengu eins og við í gegnum hagkerfis bólu og síðan hrun.
Punkturinn er, að með því að flýta fyrir aðlögun, þá styttir sjálfstæður gjaldmiðill í samanburði það tjóns og óvissu tímabil, sem aðildarlönd Evrunnar í vandræðum eru að ganga í gegnum sem á ensku kallast "internal devaluation".
Ég ítreka eina ferðina enn, sveiflur gjaldmiðils verða vegna þess að hagkerfið lendir í kreppu. Eins og fram kemur í greiningu BIS þá er orsaka stórra gengisfalla yfirleitt að leita fleiri ár aftur í tímann sbr. að Íslenska bóluhagkerfið hefði alveg átt að vera fyrirsjáanleg þróun að myndi leiða til hruns þegar 2006. Markaðurinn er oft farinn áður en stjv. viðkomandi lands eru til að viðurkenna að vandi sé yfirvofandi, og farinn að krefjast t.d. hærri vaxta fyrir skuldabréf viðkomandi ríkis. Einnig, fer oft gjaldmiðill landa á leið í vanda, að falla nokkru áður en eiginlegt hrun verður sem þá framkallar stórt hrun hans.
Punkturinn er, að óvissan er sköpuð af tilteknum hagkerfis mistökum, eða undirliggjandi þáttum í hagkerfinu sem eru undirliggjandi rót óstöðugleikans. Gjaldmiðillinn er eingöngu mælitæki.
Eða haldið þið ekki, að mörg fyrirtæki í Evrópu sem fjárfestu á Grikklandi eða Írlandi eða Portúgal, sjái nú ekki fram á stór töp á þeim fjárfestingum?
Varðandi orð hans um tap þeirra verðmæta sem almenningur skapar, þá vísar hann klárlega til launa. En, þ.e. engin leið, alls engin, til að verja laun þegar stórt áfall dynur yfir.
Þau hafa þegar lækkað 2 ár samfellt á Írlandi. Laun á Grikklandi, Portúgal, Spáni munu einni lækka.
Árni Páll getur í reynd ekki nefnt einn einasta gróða af Evrunni, sem ómögulegt er að framkalla hérlendis - fyrir utan tal um lága vexti. En, vandinn í Evrópu var ekki síst sá, að vextir voru of lágir, þ.e. hvatning til skuldsetninga þvert yfir hagkerfin var of sterk.
- Mjög lágir vextir skapa húsnæðisbólur vegna þess, að fólk tekur hærri lán og fleiri hafa efni á að taka lán, þannig að eftirspurn eyktst og verð stíga - sem getur verið mikil hækkun.
- Mjög lágir vextir, skapa einnig skuldsetningu almennings af annarri ástæðu, en þ.e. vegna þess að neyslulán verða þá svo hagkvæm í augun margra, til að kaupa skemmtilega hluti fyrir.
- Mjög lágir vextir auka fjárfestingu sem getur verið gott, en þetta getur líka skapað ofhitun hagkerfis þ.s. kallað er fjárfestingarbóla.
- Mjög lágir vextir, gera það einnig spennandi að spekúlera í verðbréfum, skuldum og öðrum pappírum sem ganga kaupum og sölum, einnig jarðefnum og hverju öðru því sem selt eða keypt á markaði; fyrir lánsfé. Mjög lágir vextir geta skapað verðbólur á slíkum mörkuðum.
Allar þessar bólur voru í gangi samtímis á Evrusvæðinu í hinum mismunandi löndum. Lágu vextirnir sem Árni Páll dásamar og Samfóar almennt, voru sennilega meginorsök vanda þeirra ríkja sem á Evrusvæðinu lentu í hagkerfisbólum. Því þeir skv. ofangreindu hafa mjög mikil kyndandi áhrif á hagkerfi, og því auka stórum líkur á ofkyndingu hagkerfa, sem einmitt í ýktum tilvikum framkalla bólur.
5 slíkar bólur á Evrusvæðinu á sama tíma, getur ekki verið tilviljun.
Niðurstaða
Þvert ofan í þ.s. haldið er fram að krónan sé okkar helsti myllusteinn, er hún eitt okkar helsta tæki.
En, ef hagkerfið sýður upp úr, þá fellur hún og hagkerfið kólnar, svo það geti hafið nýtt vaxtarferli.
Laun falla þá nokkur en fara síðan að hækka á ný, þegar hagvöxtur hefur aftur skotið rótum.
En, klárlega eru lifkjör hér til muna betri en fyrir 65 árum þó gengi krónunnar hafi fallið e-h um 99,9% yfir sama tímabil, en þó laun lækki tímabundið þá hækka þau alltaf aftur.
Með því að taka sveifluna, þá tryggir krónan það að aðrir þættir geri það síður þ.e. lágmarkar niðursveiflu hagkerfisins á sama tíma og atvinnuleysið af völdum hagkerfistjóns er einnig lágmarkað.
Þetta að sjálfsögðu, er gott fyrir almenning því þ.e. einmitt atvinnuleysi sem er mesta böl launamanna.
Krónan því er besta verndin fyrir kjör almennings, því með því að halda uppi atvinnustigi, lágmarka tap fyrirtækja meðan áfallið dynur yfir þá tryggir hún um leið, að tjón fyrir verðmætasköpun innan hagkerfisins sé lágmörkuð. Og hún er einmitt hinn raunverulegi grundvöllur launa.
Þ.e. því sama og að hámarka greidd laun til almennings til lengri tíma litið.
------------------------
3. vandamál eru til staðar:
- En, fram að þessu hefur maður ekki séð þess nokkur hin minnstu merki, að efnahags- og viðskiptaráðherra eða fjármálaráðherra, hefðu hinn minnsta áhuga á að leggja höftin af.
En, klárlega myndi gengið falla umtalsvert, svo þá minnka innflutningur og viðbótar samdráttur verður í hagkerfinu, þ.s. neysla minnkar.
Síðan, þá minnka líkur á samþykki Icesave samnings, þ.s. heimtur TIF minnka.
------------------
En, ríkið getur reynt að minnka fall krónunnar, með því að semja við krónubréfa hafa um greiðslur yfir lengra tímabil.
Ef, slíkir samningar næðust, svo að ekki þyrfti að óttast verulegt útstreymi gjaldeyris, þá væri málið leyst og höftin væri hægt að aflegga "med det samme" án verulegra afleiðinga.
Krónan nær þá réttu markaðsgengi - sem má verði e-h lægra en í dag. En, slíkir samningar myndu hækka aflandsgengi þ.s. það gengi inniber spá markaðarins um líklegt fall krónunnar af höftin væru aflögð. Ef, það útstreymi sem markaðurinn reiknar með minnkar stórum, þá um leið breytast væntingar hans um líklegt fall hennar, sennilega með þeim hætti að aflandsgengi hækkar. - Síðan þarf að vinda sér í að lækka hér almennt vaxtastig. Þá þarf að lækka ávöxtunarkröfu lífeyriskerfisins, úr því að vera 3,5% í eitthvað á milli 1,5% og 2%.
En, þessi krafa myndar vaxtagólf í hagkerfinu.
Vandinn er einnig sá, að lífeyriskerfið er ósjálfbært, af tveim ástæðum:
*Hagkerfið stendur ekki undir 3,5% raunávöxtun.
*Loforðið um 56% mánaðarlauna, virðist of erfitt. En, frá og með 2020 mun ríkið þurfa að dæla inn í kerfið um nokkurra ára skeið á annan tug milljarða til að það nái að eiga fyrir skuldbindingum.
Þetta þarf að rétta af. Það verður ekki gert með öðrum hætti en þeim, að færa ávöxtun á það stig, að hagkerfið standi undir því. Síðan, þarf einnig að lækka loforðið niður á viðráðanlegt bil.
Ef þetta væri framkvæmt, væri hægt að lækka alla vexti í hagkerfinu, og þannig auðvelda innlenda fjárfestingu.
En, skv. hagfræðilegri greiningu, er það lífeyriskerfið sem viðheldur ofur vöxtunum hérlendis, eins og þ.e. sett upp, ekki gjaldmiðillinn per se. - Verðtryggingin er næsta vandamál. En, hún skekkir mjög stöðu eigenda skulda á kostnað skuldara, og einmitt með því að færa þannig til áhættu, er þetta sennilega sjálfstæð ástæða fyrir óstöðugleika þ.s. þetta skapar hvatningu til lántakenda til að veita lán án fullrar varúðar. En, ef þeir hefðu ekki þessa tryggingu sem hún veitir, myndu lánveitendur vera til muna varfærnari í veitingu lána. Ég met samt vanda 1. og 2. sem meginvanda - þ.s. vandi 1. og 2. bitnar á möguleikum landsins, til að nýta sín tækifæri til framleiðslu að fullu, þannig að þau 2. vandamál eru hagvaxtar hamlandi.
Þetta eru leysanleg vandamál. En þau verða snúin. Tilraunir til lausna munu mæta mikilli andstöðu.
Kv.
Bloggfærslur 28. desember 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar