Bankakerfið er akkílesar hællinn, í viðreisn Íslands skv. hugmyndum Sjálfstæðismanna og Samfylkingar. Þ.e. lækka ekki skuldir yfir línuna, heldur lengja lán eða lækka tímabundið greiðslubyrði!

Ég ætla að leitast við að fjalla um málið af sanngyrni. En, ástæða þess að ég tel bankakerfið vera akkílesar hælinn, er sú eins og fram hefur komið í 3. áfangaskýrslu AGS, þá eru eignir bankanna ákaflega lélegar.

Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • 63% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" ef miðað við þ.s. AGS kallar "claim" en þ.e. lánin eins og bankarnir hafa viljað rukka þau, þ.e. án lækkunar þeirra er átti sér stað, þegar bankarnir fengu lánasöfnin í hendur frá þrotabúum gömlu bankanna.
  • 45% lána sem hlutfall af verðmæti lánasafns, eru "non performing" skv. "book value" en þ.e. virðið sem bankarnir fengu lánin á, þ.e. yfirfærslu virðið.
  • 17% en þ.e. meðaltal yfir skráð eiginfjár hlutfall starfandi banka og fjármálastofnana á Íslandi.

Ég held að þetta þarfnist ekki frekari útskýringar. En, þetta er staðan eins og hún var síðsumars, er 3. áfangaskýrsla AGS kom út.

  • Eins og ég skil þetta, er raunveruleg eiginfjárstaða, sennilega nú þegar, neikvæð.
  • Það þíðir ekki endilega að bankarnir muni rúlla nú þegar eða á allra næstu vikum, eða jafnvel mánuðum - þ.s. þó eignasafn sé mjög lélegt má vera þeir hafi nægilegt lausafé til að starfa.
  • Seðlabankinn, hefur í reynd verið að redda þeim fjármagni - sbr. 

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010

  1. "Í viðskiptum sínum við Seðlabankann í kjölfar fjármálakreppunnar hafa viðskiptabankarnir nánast einvörðungu lagt fé inn í Seðlabankann, annað hvort með því að leggja það inn á innlánsreikningasína eða með kaupum á innstæðubréfum með 28 daga bindingu."
  2. "Frá því að Seðlabankinn hóf útgáfu innstæðubréfa til að sporna við ofgnótt lausafjár í bankakerfinu í október 2009 hafa daglánavextir á millibankamarkaði haldist rétt ofan við vexti sem bankinn býður á lausar innstæður, en þeir vextir mynda neðri mörk vaxtagangs bankans."
  3. "Þessi þróun endurspeglar að lítil sem engin ásókn hefur verið í daglán eða veðlán bankans og virkni þeirra vaxta á markaðsvexti því afar takmörkuð."

 

Þ.s. þetta rósamál inniheldur er það, að Seðlabankinn hefur verið að fjármagna innláns reikninga Bankanna, með því að selja þeim skuldabréf. Ekki kemur fram þarna hjá Seðlabankanum, hvað upphæðir þetta eru - en þ.s. ég hef heyrt að snemma á þessu ári, hafi þær tölur þegar hlaupið á milli 100 og 200 milljörðum.

Eins og fram kemur að ofan, er nánast engin útlánastarfsemi í gangi hjá bönkunum, en skýringin miðað við lögmál framboðs og eftirspurnar hlýtur að vera verðið, þ.e. skortur á eftirspurn þíðir að verðið í boði sé of hátt fyrir markaðinn.

Þannig að vaxtastefnan, framkallar þessa hringavitleysu þ.s. lán seljast ekki geta bankarnir ekki fjármagnað útlánasöfn sín, svo Seðlabankinn gerir það í staðinn. Og, ríkið þarf að borga bönkunum vexti þ.s. það að sjálfsögðu ber ábyrgð á Seðlabankanum.

  • Augljóslega ráða bankarnir ekki við umtalsverð viðbótar útlánatöp.
  • Þeir munu einnig eiga mjög erfitt með að höndla það, að ef umtalsverð viðbótar lækkun verður á eignum þeim á Íslandi, sem nýtt eru sem veð.
  • Svo fyrirsjáanlega, munu aðgerðir miðast við það, að lágmarka frekari afskriftir lána - hvort sem er til fyrirtækja eða almennings.
  • Að auki, verður mikið lagt á sig, til að viðhalda því verðlagi fasteigna sem ríkir - og því reynt að finna leið til þess, að þær hundruð eigna sem bankarnir hafa verið að taka yfir fari ekki á markað, og felli öll verð sennilega um háa prósentu tölu.
  • En hvernig rímar þetta við þörfina fyrir að framkalla hagvöxt?
  1. Seðlabankinn vill ná hagvexti upp í rúml. 2% - sem skoða má sem markmiðið sem stefnt sé að. Skv. Spá ASÍ verður hagv. næsta árs 1,7%.
  2. En, ef aukin fjárfesting og neysla á að vera drifkrafturinn, þá er einmitt þörf fyrir umtalsverðar afskriftir og/eða lækkun greiðslubyrði - svo einhver von sé til að markmiðið náist.
  • En, alvarleg skuldastaða atvinnulífs og almennings, er einmitt um þessar mundir, stórfelld bremsa á getu þeirra aðila til þess að fjárfesta og/eða eyða. 
  • Þetta er þ.s. ég á við, þegar ég segi bankakerfið vera akkílesarhælinn. Þetta er eins skýrt dæmi um "catch 22" og hægt er að framkalla!

Hvað um álverin? Aukningu á útflutningi?

  1. Niðurstaðan virðist, ekkert risaálver á næsta ári. Persónulega, efast ég um að það komi yfirleitt.
  2. Að auki, eru núverandi álver rekin með fullum afköstum, svo þau skila ekki auknum útflutningi.
  3. Fiskur, ef við miðum við að Hafrannsóknarstofnun hafi nokkurn veginn rétt fyrir sér, þá eru miðin fullnýtt, og geta líklega ekki skilað verulegri tekjuaukningu.
  4. Nýjar greinar - hann Árni Páll talaði í dag um eflingu nýrra greinar. OK, þ.e. í fínu lagi. En, slíkt er ekki hrist úr erminni með hraði. Nýjar greinar tekur 10-15 ár.
  • Þá skilst betur, af hverju Seðlabankinn tala um innlenda fjárfestingu og neyslu, sem meginstoð hagvaxtar á næstunni - þ.s. þ.e. ekkert annað í boði, til skamms tíma.
  • Það er samt vel hægt að koma álverunum af stað - en þá þurfa Íslendingar að sætta sig við erlenda eignaraðild á þeim virkjunum er til þarf, hið minnsta 25-30 ár.

 

Seðlabanki Íslands: Peningamál, 42. rit. 3. nóvember 2010 

Tekjur vs. gjöld ísl. ríkisins í ár!

......................................................2010

Tekjur.............................................461,9

Gjöld..............................................560,7

Heildarjöfnuður...............................-98,8

Heildarjöfnuður, hlutfall af VLF (%)....-6,1

Halli vs. tekjur*................................21,4% (bæti sjálfur þessari tölu inn)

Fjármagnskostnaður..........................75,1* (kostnaður fyrir 2011)

Vaxtagjöld vs. tekjur.........................16,26% (Skv. OECD voru þau hærri en þetta, þ.e. tæp 20%)

    

  • Sjá: Spá ASÍ "Til samanburðar eru heildarútgjöld ríkisins til menntamála á árinu 2011 áætluð 56,5 milljarðar og til heilbrigðismála 97,6 milljarðar."
  • Vaxtagjöld ríkisins eru hrikalegur vandi - sbr. liðlega 16% af hlutfalli tekna, sem er hærra en kostar að reka menntakerfið en ívið lægra en kostar að reka heilbrigðiskerfið.
  • Það segir okkur, að ríkið geti mjög treglega bætt á sig frekari skuldum - en á sama tíma á ég mjög erfitt með að sjá hvernig ríkið getur komist hjá því!
  • Ást., ekki einungis það að halli verði pottþétt meiri en ríkið ráðgerir í núverandi fjárlögum - heldur hitt, ég á erfitt með að sjá, að ríkið komist hjá því, að leggja viðbótar fjármagn í bankana.
  • Skv. fjárlögum, þá treystir ríkið algerlega á þá tekjuaukningu sem stórfelldar virkjana og stóryðjuframkv. eiga að framkalla, þegar á næsta ári. En, bæði ASÍ og Seðlabankinn, sleppa þeim stórframkv. úr sínum spám. Svo hæpnar eru þær framkv. orðnar.
  • Ríkið er þarna milli 2-ja elda, en án stórframkv. þarf að tryggja hagvöxt með öðrum aðferðum. En, bankarnir geta ekki afskrifað - sem segir að ríkið þarf að setja nýtt fjármagn í þá.
  • Þá hækka skuldir þess, en ef ekki verður framkv. slík viðbótar fjárinnspýting, þá á ég mjög erfitt að sjá, að nokkur von sé til, að bankakerfið geti hliðrar að nægilegu marki til með skuldurum landins, þ.e. einstaklingum og fyrirtækjum, svo að umtalsverð aukning verði á getu þeirra aðila til að stuðla að hagvexti.
  • Þá verður annað af tvennu, enginn hagvöxtur á næsta ári eða mjög óverulegur, jafnvel samdráttur eitt árið enn, síðan áfram mjög lítilfjörlegur hagvöxtur næstu ár þar á eftir. Ef það verður reyndin næstu árin, mjög óverulegur hagvöxtur þ.e. milli 0 og cirka 0,5% upp í 1% í það allra mesa - þá get ég ekki séð að skuldastaða ríkisins sjálfs, sé sjálfbær! 
  • En, hagvöxtur og það verulegur, er forsenda þess, að ríkið sjálft komist yfir skaflinn framundan, þ.e skuldavegginn!

Það eru grimmir valkostir sem við stöndum frammi fyrir.

Og einungis grimmir!

Þetta þurfa allir að skilja, og hafa það samhengi í huga, þegar leiðir úr vandanum eru íhugaðar.

  1. Vegna þess, að allar leiðir eru grimmar, þá má íhuga leiðir, sem eru drastískar - þ.e. vel hægt að lækka skuldir hérlendis. Jafnvel um tugi prósenta.
  2. Þumalfingursreglan er sú, að því stærri sem lækkunin er, því róttækari er aðgerðin.
  • Valkostur við að hafa bankakerfið áfram sem akkílesarhæl næstu árin - og það verður dýrt einnig - er að gera það upp á nýjan leik, búa til nýja banka og í gegnum það ferli fá fram í eitt skipti stóra lækkun skulda. Sú aðgerð mun auka skuldir ríkisins, en ég er samt sem áður ekki viss, að á endanum muni það kosta ríkið meir, en að reyna að lifa með núverandi zombí bankakerfi.
  • Ein fær leið til viðbótar, er að breyta vísitölunni er stýrir verðtryggingunni. Gamlir hæstaréttardómar, segja að sú leið sé fær - þ.s. að endurreikna skuldir skv. breittri vísitölu. Hefur verið gert áður. Sjá þessa færslu: Hin hroðalega grimmd gagnvart skuldurum landsins!

Tillögur sjálfstæðimanna - Tillaga til þingsályktunar um aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin, verja velferð með ábyrgum ríkisfjármálum, efla atvinnulífið og fjölga störfum.

  • Ímsar af hugmyndum Sjálfstæðismanna eru góðra gjalda verðar.
  • En, ég get ekki séð að þær taki á þeim grunn vanda:
  1. Ríkið skuldar of mikið.
  2. Bankarnir eru zombí bankar.
  • Þetta er eins og að ætla að gefa í, en þ.e. sprungið á báðum að aftan!

 

Niðurstaða

Við virðum standa frammi fyrir efnahags stöðnun, með nær gjaldþrota ríkisvald - nær gjaldþrota bankakerfi, atvinnulíf sem mikið til er einnig gjaldþrota og auk þessa, heimili sem einnig eru fjölmörg við gjaldþrot.

Ef þetta á ekki að leiða til langvarandi stöðnunar og alvarlegs atgerfisflótta næstu ár, þá þarf mjög róttækar aðgerðir! En, engin vettlingatök munu duga.

  • Við þurfum sennilega að sætta okkur við, að einkaframtak eigi og reki virkjanir við álver hér fyrir sunnan og fyrir norðan. Ég geri þó þá kröfu að sett verði sólarlags ákvæði í þá samninga, þannig að LV eignist þær virkjanir eftir 25-30 ár.
  • Ef, þetta er ekki gert, þarf einhverja mjög róttæka aðgerð, sem hafa mun miklar afleiðingar. En, án álvera, mun innlenda hagkerfið þurfa að standa undir hagvexti eitt og sér, og ég get ekki séð það vera fært um slíkt, nema með framkv. einhverrar stórrar aðgerðar, sem kemur við kaun margra.
  • Hugsanlegt er bil beggja, þ.e. eitt álver hér fyrir sunnan, en smækkað niður þ.s. óvissa er um raunverulega virkjanagetu svæða, og á sama tíma skuldalækkanir t.d. með lagfæringu vísitölu.

Það sem ég er að tala um er lækkun skulda: það er ekki hægt að lækka þær, án þess að það bitni á þeim sem eiga fjármagn í ísl. krónum.

  1. Lagfæring vísitölu - Sjá Spegillinn: 15.10.2010 Júlíus Sólnes
  2. Lækkun yfir línuna skv. tillögum Framsóknarfl eða HH.
  3. Eða leið - Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!

Árni Páll - sagði í fréttum Stöðvar 2 að lækkun yfir línuna, myndi orsaka mikinn landflótta þ.s. ríkið þyrfti þá að greiða svo mikla skaðabætur til aðila, sem yrðu fyrir tjóni - afleiðingin miklar skattahækkanir. 

Hann á þar við Lífeyrissjóði, held ég. En, benda má á, að þó sannarlega sé réttmæt krafa að þeir fái það tjón bætt, liggur ekki á að greiða þeim þann kostnað til baka alveg strax.

Sú endurgreiðsla má alveg bíða þangað til að hagvöxtur hefur staðið yfir um nokkra hríð, og ríkið er farið að verða aflögufært, þ.e. búið að greiða verstu skuldirnar. En, skuldbindingar sjóðanna eru eftir allt saman miðaðar við áratugi.

Það má einfaldlega redda þessu með skuldabréfi - sem ríkið byrjar að greiða af segjum eftir 6. ár eða jafnvel 10.

Á hinn bóginn, ef lagfæring er framkv. með breytingu á vísitölunni, þá er ríkið ekki skaðabótaskilt skv. gömlum Hæstaréttardómum. Þetta er þó sennilega smá aðgerð, þ.e. sú breyting/lækkun verður aldrei um háa prósentu tölu.

Mesta lækkunin verður með þessari aðferð - Það er reyndar til önnur aðferð við skuldaniðurfellingu - ef einhver þorir að fara hana!

Valkostirnir eru allir slæmir - en án umtalsverðs hagvaxtar, verður greiðsluþroti sjálfs ríkisins ekki forðað, en án verulegrar tekjuaukningar, fara vaxtagjöld þess áfram hækkandi sem hlutfall af landsframleiðslu, sem þíðir að þá hnignar allri innlendri starfsemi þess ár eftir ár. En, síðan kemur loks að því, að greiða þarf af AGS lánunum.

Ísland hefur sennilega ekki í mjög langan tíma, haft meiri þörf fyrir mikilhæfann leiðtoga, sem þorir að taka djarfar og áhættusamar ákvarðanir.

 

Kv.


Bloggfærslur 7. nóvember 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband