Írska ríkisstjórnin gerir hvað hún getur, til að komast hjá því að samþykkja aðstoð frá björgunarsjóði ESB!

Það kemur þeim sem stóðu fyrir tilurð björgunarsjóðs ESB að sjálfsögðu á óvart, að ríkisstj. í vanda sé treg til að þiggja aðstoð. Við fyrstu sín getur þetta virst sérkennileg afstaða af hálfu írskra stjv., en nánar skoðað er þetta ekki endilega svo.

  • Þetta er ákvörðun sem Írlandi ber að taka, og það kemur ekki hinum ríkjunum strangt til tekið við.

Ástæða fyrir þrýstingi frá þeim, er sú að aðrar ríkisstj. innan ESB óttast að fall bankakerfisins á Írlandi geti leitt til dóminó áhrifa á þeirra banka, þannig að þeir falli einnig. Þ.e. mjög hugsanlegt.

Svo, að verið er að beita þeim rökum, að Írland hafi ábyrgð - Írlandi beri að standa með öðrum ríkjum Evrópu.

En er það svo? Munum, að írskir skattborgara munu þurfa að borga þau lán sem verið er að neyða niður í kok írskra stjv. og írsku þjóðarinnar.

Þ.e. því alveg gild niðurstaða frá sjónarhóli Íra, að neita að taka við þessum pakka, ef þ.e. þeirra niðurstaða að þeir hafi annan skárri valkost - eða að annar valkostur sé hið minnsta ekki endilega verri.

 

Europe heads back into the storm :"Dublin has cash to get by for another half a year." 

 

Eins og fram kemur, þá þurfa írsk. stjv. ekki peninga akkúrat í augnablikinu, svo þau geta sagt "nei".

En þegar Grikkland hrundi, þá voru bara nokkrir dagar í gjaldþrot. Svo er ekki með Írland.

Þannig að samnings aðstaða írskra stjv. er allt önnur en var hjá grískum stjv. í vor 2010.

 

Er ekki betra á láta bankana sökkva?

Vandi írskra banka er orðinn það slæmur, þrátt fyrir gríðarlegann fjáraustur, og byrðin það þung fyrir ríkið að halda þeim uppi, að þetta er að verða spurning um gjaldþrot bankanna eða ríkisins.

Eins og sést hérna fer ástand bankanna versnandi - sbr. írskir bankar fengu 130 milljarða Evra lán frá seðlabanka Evrópu (ECB) í október sl. Hækkun um 34,9 milljarða Evra milli

Eurozone

mánaða.

 

Dublin feels pressure on rescue package :"With the rescue mission poised to begin negotiations with the Irish government on Thursday, analysts said there was growing evidence that bank deposits were dwindling, after Irish Life & Permanent said corporate customers had withdrawn €600m – more than 11 per cent of the total – over a matter of weeks in August and September." - "Bank of Ireland reported a similar trend last week and Allied Irish Banks, which is due to release third-quarter results by Friday, is expected to have been hit by a similar exodus."

 

Gríðarlega alvarlegar fréttir, að aðilar séu farnir að forða fé úr írska bankakerfinu, en hafandi í huga tryggingu írksra stjv. sem enn er í gildi, þá bendir það væntanlega til þess að trúverðugleiki þeirrar tryggingar sé einfaldlega farinn að dala í augum fjárfesta - þ.e. þeir séu farnir að fyllast efasemdum um að írsk. stjv. séu fær um að standa við hana annars vegar og hins vegar farnir að óttast það að líkur fari vaxandi að á þetta reyni.

 

Dublin feels pressure on rescue package :"European bankers said the revelation that, in the two months to the end of October, the Irish central bank had to provide €20bn in exceptional liquidity assistance outside the ECB programme suggested that some banks had already reached the ceiling of assets they could use to tap ECB liquidity."

 

Og enn verður það svartara, í ljósi þess að stjv. hafa samt þurft að leggja fram neyðarfjármögnun upp á umtalsverðar fjárhæðir sl. 2 mánuði, til banka sem eru orðnir það ílla staddir að meira að segja ECB vill ekki lengur lána þeim.

Þetta ástand kemur okkur kunnuglega fyrir sjónir, en þetta líkist atburðarásinni árið 2008 mánuðina fyrir hrun hérlendis.

 

Threat from bank funding constraints :"Even the relatively solid Bank of Ireland is now dependent on the ECB for a large chunk of its funding as interbank loans have dried up. Bank of Ireland told the market last week that its funding line from central banks had jumped from net €8bn at the end of June to about €20bn in the third quarter – a figure equal to 10 per cent of its total assets."

 

Eins og um okkar banka eftir mitt ár 2006, virðast írskir bankar nú vera í algeru frosti frá svokölluðum millibankamarkaði þ.e. bankar annars staðar vilja ekki lengur lána þeim fé. Þess vegna hafi sókn þeirra í neyðarfjármögnun ECB aukist svo stórum.

Spurningin er: er ekki betra að búa til nýja banka eins og við ísl. gerðum, fremur en að halda áfram að moka peningum í þ.s. virðast vera botnlausar hítir?

Þ.e. enginn vafi á því, að það þarf að bjarga írska bankakerfinu, en þ.e. ekki endilega svo að halda áfram að moka peningum í núverandi bankastofnanir sé rétta leiðin til þess!

Munum að þ.e. írskur almenningur, sem mun vera látinn borga brúsann -  ef stjv. láta undan þrýstingi um að gera einmitt þetta, þ.e. að taka dýrt lán á háum vöxtum rúml. 5%-6%, til að fjármagna frekari slíkann fjáraustur.

Svo það má segja að ég styðji írsk stjv. í því að standa þarna á móti - en þ.e. ekki á þeirra könnu, að taka á sig slíkar byrðar, vegna þess að stjv. annarra ríkja óttast dómínó áhrif á sín bankakerfi.

 

Europe heads back into the storm :"Preparations must now be made for dealing with a run on banks by depositors or wholesale lenders. Countries that have yet to put in place special insolvency regimes – Ireland included – must do so without delay. They must allow states swiftly to take control of banks so as to keep operations going during a panic and quickly allocate losses by forcibly restructuring wholesale debt or converting it into equity."

 

En, víða um Evrópu eru bankakerfi enn íþyngd af hættulegum skuldum og lítið hefur verið gert til þess að þvinga fram afskriftir ónýtra og lítils eða einskis virði lána. Þannig að hættan á samevrópskum stormi, þ.e. bankakrýsu, er alls ekki lítil.

Þ.e. einmitt fremur líklegt að hrun írskra banka, muni leiða til slíkra dómínó áhrifa.

Þ.e. því sannarlega skiljanlegt út frá hagsmunum hinna ríkjanna, að þau leitist til við að þvinga Írland til að leika biðleik fyrir þeirra hönd, með því að sökkva Írlandi enn dýpra í skuldir, svo ef til vill nokkrir mánuðir til viðbótar geti liðið án þess að tekið sé á vandamálinu í hinum ríkjunum.

En, ef til vill er nóg komið.

Eins og ritsstjóri Financial Times segir, rétt að taka nú til hendinni þvert yfir Evrópu og taka þá hreinsun sem þarf, og er sennilega ekki í reynd betra að halda áfram að fresta.

 

Niðurstaða

Ég held barasta, að það sé sennilega betra fyrir Írland, að segja þvert "nei" við björgunarpakkanum, sem verið er að leitast við að neyða írsk. stjv. til að taka.

 

Kv.


Bloggfærslur 18. nóvember 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband