Eina leiðin til að bjarga Evrunni, er sennileg með því að aðildarríki Evrunnar taki upp sameiginlega hagstjórn á einhverju formi!

Gavyn Davies sem er alþjóða hagfræðingur, skrifaði á bloggið sitt mjög góða grein um Evruna og vandamál hennar. Hann bendir á nokkrar áhugaverðar staðreyndir. 

  • Heilt yfir litið, er Evrusvæðið að mörgu leiti í betri málum en Bandaríkin og Japan.
  • Vandinn liggur í því, að sum svæði innan Evrunnar eru í verri vanda en önnur svæði, og þau geta raunverulega sett allt á hliðina.
  • Lausnin virðist því einföld - að taka stórt skref í átt að myndun sameiginlegs ríkis. 

 

"Consequently, if the EU could wave a magic wand and create a fiscal union tomorrow, its overall budgetary position would be easily the best in the developed world. There would be no “European” sovereign debt crisis. It is very important to remember this, because it shows that the solution to this problem lies in Europe’s own hands."

 

Á myndinni fyrir neðan sýnir Gavyn þetta með skýrum hætti. Fyrsta súlan er skv. gögnum frá AGS, sem sýnir hvað AGS telur að ríki þurfi að spara mikið hjá sér. Miðsúlan sýnir þann niðurskurð sem mismunandi ríki hafa þegar tilkynnt um. Afstasta súlan er mat Gavyns á því hvað þarf að gera "over the medium term" eins og hann kallar það.

Sjá grein: Europe must compromise to solve its debt crisis

 

Þ.s. hann er að tala um, er að það þarf að framkvæma raunverulega millifærslur á fjármagni sem einungis er hægt að framkvæma af aðila sem hefur fjárlaga vald og umtalsverðan hluta af heildar skattfé til umráða.

Það má segja, að annað af tvennu þurfi að leggja Evrusvæðið niður eða að taka stórt skref til aukinnar sameiningar.

Ef þið skoðið myndina, þá virðist einungis fjárhagslegur halli Írlands vera óhóflegur langt umfram þ.s. gerist og gengur.

Þ.s. þá vantar, er þ.s. Bandar. geta gert þ.e. alríkisstjórnin með cirka 70% af öllu skattfé, getur aðstoðað svæði í vanda, með því að veita þeim beina fjárhagslega aðstoð svo byrðin á eitt svæði verði ekki of mikil.

En, ESB og Evrusvæðið, með innan við 1% af skattfé innan ESB, getur það í reynd ekki.

Punkturinn er að núverandi uppsetning Evrusvæðisins hefur feilað "big time" og það verður að framkv. breytingar á reglum, svo það geti lifað áfram. Þær þurfa að auki að vera verulegar.

Mig grunar þó að það verði mikil hindrun til þessa, að þetta mun fela í sér stórt viðbótar valda afsal Evrusvæðis ríkja - þannig að þá megi jafnvel tala um endanlegt fullveldis afsal!

Tregða til þess að framkv. þessa byltingu verður mikil - og umræða innan sambandsins undanfarna mánuði hvetur alls ekki til bjartýni í þess átt, sbr. hve mikil andstaða var við það að opna sambandssáttmálann um daginn en Merkel knúði það samt fram, en með breytingu sem í reynd er sáralítil í samanburði við þ.s. sennilega þarf, til að tryggja áframhaldandi tilvist Evrusvæðisins.

Þ.e. ekki síst þess vegna, vegna augljósrar tregðu aðila, að ég er skeptískur á áframhaldandi tilvist Evrunnar eftir næsta ár.

Það verður til mikilla muna verri krýsa á næsta ári en í ár, þ.s. þá munu sparnaðar aðgerðir koma til framkvæmda og þær munu örugglega drepa núverandi hagvöxt innan sambandsins, sem að sjálfsögðu mun magna upp það vandamál sem allir sjá, að standa undir vaxandi skuldum.

 

So why have the financial markets taken such a pessimistic view of the default risk in these countries? I think we all know the answers. :

  1. Within a monetary union, the fiscal tightening cannot be cushioned by a currency devaluation,
  2. and it may therefore become so painful for the economy that it becomes politically untenable.
  3. And, also within a monetary union, the resolution of a banking crisis cannot be helped by the actions of an independent central bank,
  4. so rescuing the banks can become an impossible burden for a small economy to bear. (This is especially the case if the banking sector is large relative to rest of the economy, and if the full scale of its losses remain somewhat obscure.) 
  5. Consequently, the chances of troubled economies being able to stay the course during a fiscal retrenchment are less than would be the case for a country which can pursue an independent monetary and exchange rate policy - the UK, for example.

 

  • Þarna lýsir Gavyn vel hvernig núverandi fyrirkomulag gengur ekki upp.
  • Ljóst er orðið að hjálparlaust ráða tiltekin svæði innan Evrunnar ekki við þau vandamál sem þau svæði glíma við.
  • Mikil og vaxandi hætta er um að sú aðlögun sem verið er að knýja á um, reynist ómöguleg í framkvæmd þannig að þá skapast tilvistarkreppa fyrir sjálft myntbandalagið.
  • Eins og hann bendir á, miðað við hvernig Evrusamstarfið er uppbyggt, er auðveldara fyrir aðildarríki ESB þau sem enn hafa eigin sjálfstæðan gjaldmiðil, að ráða við þau vandamál sem fjármálakreppan hefur framkallað.
  • Þannig, að lausnin liggi í því að skapa þau skilyrði innan myntbandalagsins, að það sé létt undir með þeim ríkjum sem eru í vanda - samhliða því að reglur eru stórlega hertar til að hindra að tjónið eigi sér stað á nýjan leik.
  • Ein leið til þessa er að mynda sameiginlega fjármálastjórnun þannig að sameiginlegt fjármálaráðuneyti taki að sér sameiginlega fjármálastjórnun ásamt því að fá yfirráð yfir verulegum hluta skattfjár aðildarríkja Evrunnar.
  • Þá geta slíkar stórfelldar millifærslur átt sér stað.

 

  • Given the reasonably good fiscal arithmetic for the eurozone as a whole, and the relatively small scale of the peripheral economies, it should not be beyond the wit of man (and, in Mrs Merkel’s case, woman) to find such a solution. However, there are obvious political difficulties on all sides.  Without such action, the options facing the eurozone will shortly become much more stark.

 

Án þessara aðgerða - munu líkurnar á hruni Evrunnar halda áfram að vaxa. Og því miður fara þær líkur hratt vaxandi. Núna er t.d. í gangi krýsa sem lítið hefur komist í fjölmiðla á Íslandi, en mikil hækkun hefur orðið á vaxtakröfu undanfarnar vikur fyrir Írland, Portúgal og jafnvel Ítalíu og Spán.

ESB hefur ákveðið að senda sendinefnd til Írlands, en allir vita að sú á að framkvæma sjáfstæða úttekt á vandamálum Írlands, og að sú krafa er núna orðin mjög sterk að Írland leiti sér aðstoðar - ekki síst frá öðrum aðildarlöndum ESB.

 

Debt crisis team heads for Dublin: European Union authorities and Dublin have agreed that a team of EU and International Monetary Fund officials will visit Ireland for what senior European officials called a “short and focused discussion” on the country’s debt crisis, the clearest sign yet that a bailout for the country’s ailing banks is imminent.

Enn er látið sem svo að ekkert hafi verið ákveðið. En klárlega er undirbúningur undir björgun Írlands í fullum gangi, og klárt að stutt er í að Írland gangi í raðir Grikkland í sjúkradeild ESB.

Hvenær kemur þá röðin að Portúgal? Það getur ekki verið mjög langt í burtu í tíma!

 

Niðurstaða

Án mjög umfangsmikilla breytinga mun Evrusvæðið sennilega líða undir lok. Ég spái því að sá atburður eigi sér stað á næsta ári. 

Sjá einnig: Fiscal union is crucial to the euro’s survival

 

 

Kv.


Bloggfærslur 17. nóvember 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband