Það er enn bankakreppa á Íslandi, en skv. AGS, slæm lán 45% heildarlána. Þetta tel ég skýra af hverju bankarnir koma fram sem blóðsugur á fjölskyldurnar í landinu!

Öfugt við þ.s. Steingrímur J. ítrekað heldur fram, er Ísland enn mjög svo djúpt á kafi í alvarlegri efnahags krísu - sem fer versnandi / ekki batnandi.

Hugmyndir Steingríms J. á grundvelli hugmynda um 3,3% hagvöxt á næsta ári eru í besta falli lélegur brandari - en, skv. Arion Banka verður hagvöxtur næsta árs ekki nema 0,5%.

En, Arion Banki reiknar ekki með álverum á næsta fremur en á þessu ári.

Þ.e. sanngjörn afstaða þ.s. því miður ekkert bendir til þess að álver í Helguvík á Reykjanesi verði að veruleika á næsta ári, og sennilega aldrei. En um það veldur fjármögnunar vandi, sem virðist jafn óleysanlegur í dag og við upphaf þessa árs.

 

Á hinn bóginn, erum við einnig í bankakrísu!

Já því miður, en að neðan eru upplýsingar sem finna má stað í 3. áfangaskýrslu AGS, sem er nýkomin út.

Skoðið nýjustu AGS skýrsluna: IMF Staff Report Iceland Third Review

Kíkjið á bls. 45 í AGS skýrslunni, og sjáið töfluna - "Non performing loans stay at a high level".

  • Skv. eru 45% lána í bankakerfinu í veseni þ.e. "non performing".
  • En eins og sést aðeins neðar á sömu bls. er meðal-eiginfjár staða þeirra 17%.

 

Þ.e. einungis með því að spila þann þykjustu leik að slæmu lánin hafi það skráða virði í bókum bankanna, þ.e. 45% af virði heildarklána, sem bankarnir geta skoðast með jákvæða eiginfjárstöðu.

 

Skoðum núverandi ástand í samanburði við sögu bankakrísa í SA-Asíu: 

Banking Crises in East and South Asia (1980–2002)

 

Economy.............Period.........Non performing loans

Bangladesh.........1985–1996...........20%

China.................1990–..................50%

Indonesia...........1997–2002............70%

Japan.................1991–..................35%

Korea.................1997–2002...........35%

Malaysia.............1997–2001............30%

Nepal.................1988.....................29%

Philippines..........1983–1987............19%

Philippines..........1998–...................20%

Sri Lanka............1989–1993............35%

Taiwan...............1997–1998............26%

Thailand.............1997–2002............33%

Vietnam..............1997–..................18%

Iceland...............2010....................45% (bæti Íslandi inn)

 

Eins og sést af samanburðinum er Ísland svo sannarlega enn djúpt í viðjum alvarlegrar bankakrísu.

 


Hvað ber að gera?

Við vorum með bankamann í heimsókn á málefnafund í síðustu viku hjá Framsókn, og hann taldi þessar tölur þíða, að nauðsynlegt væri að framkvæma aðra endurskipulagningu bankakerfisins, nánar tiltekið búa til Nýja Landsbankann 2 - gera Nýja Landsbankann að "bad bank".

  • Hann talaði um, að stofna NLB 2 og færa innlán þangað.
  • Síðan, að sá fengi skuldabréf frá ríkinu til eignar fyrir nægilega stórri upphæð, til að geta farið að lána.
  • Þ.e. þó íhugunarvert, á hvaða virði á að færa innlán - en því hærra því stærra þarf skuldabréf ríkisins vera.
  • Þ.e. takmörk fyrir því, hve mikið ríkið getur skuldað og höndlað að reka sína starfsemi.
  • Mér grunar sterklega - að ekki sé fjárhagslega mögulegt að framkvæma aðra endurskipulagningu, án þess að færa umtalvert niður virði innlána t.d. um helming þ.e. yfirfærsluvirði 0,5.
 

Svo alvarleg er staðan, að miðað við þessar upplýsingar held ég að skortur á aðgerðum frá bönkunum, til handa fjölskyldum stafi af því:

  • Að eiginfé þeirra er í reynd ekkert.
  • Þ.e. sennilega nær því að vera neikvætt en jákvætt.

 

Þetta kemur heim og saman við hegðun þeirra:

  1. Afskrifa einungis skuldir sem þeir vita að eru óinnheimtanlegar.
  2. En, ríghalda í allt annað - verða í reynd blóðsuga á hvort tveggja í senn, atvinnulífinu og almenningi.
  3. En, miðað við sína stöðu, verði þeir að kreysta hverja krónu sem þeir geta úr öllu og öllum - sem er akkúrat þ.s. þeir hafa verið að gera.
  • Því miður held ég að Hagmunasamtök Heimilanna munið ekki hafa erindi sem erfiði, í því að semja við ríkisstjórnina um svokallaða leiðréttingu lána, einfaldlega vegna þess að bankarnir þurfa annað af tvennu - stóra eiginfjárinnspýtingu eða að fara í gjaldþrotameðferð.
  • Ríkisstjórnin sé ekki enn til í að viðurkenna, að endurreisn bankanna sé runnin út í sandinn.


Niðurstaða

Við búum við raungjaldþrota bankakerfi. Eina leiðin til að framkvæma svokallaða leiðréttingu lána, er tel ég í gegnum þá aðgerð, að endurskipuleggja bankana í annað sinn.

Því miður held ég, að ekki sé valkostur um annað, þ.e. fjárhagur ríkisins eins og komið er leyfi ekki meira, en að fókusa á að tryggja að í algeru lágmarki verði einn banki starfandi hér.

Með öðrum orðum, Arion Banki og Íslands Banki verði látnir róa. Þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af þeim. Þeir lifi eða farist, eftir því hvort kröfuhafar Glitnis og Kaupþings Banka telja sig hafa hag af því að tryggja rekstur þeirra eða ekki.

Ég myndi þó ekki veðja stórum upphæðum um það, að þeir ákveði að tryggja þeirra áframhald!


Kv.


Bloggfærslur 7. október 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 371
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 345
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband