3.10.2010 | 15:25
Hvernig getum við leyst húsnæðis kreppuna? og bankakreppuna?
Ég legg til að öll verðtryggð húsnæðislán séu færð frá bönkunum yfir í Íbúðalánasjóð.
Eðlilega þarf þá Íbúðalánasjóður innspýtingu fjármagns. En, í dag er hann við gjaldþrot.
En, þ.s. ég hef í huga er að breita Íbúðalánasjóði tímabundið í sambærilega húsnæðisumsýslustofnun og Roosevelt forseti setti á fót í Bandaríkjunum í kreppunni miklu.
Að auki vil ég afnema verðtryggingu - eins og hún hefur verið stunduð hérlendis undanfarin 20 ár og að auki þá tegund jafngreiðslulána sem hafa verið tíðkuð hér samhliða verðtryggingu.
Bankakerfið er Zombíbankakerfi
Landsbankinn er með milli 30-40% af slæmum lánum þannig að í reynd er eiginfjárstaða hans neikvæð, ef miðað er við að öll þau lán séu verðlaus eða verðlítil
Ofan á þetta, í ljósi þess að yfirtökuverð þegar nauðungaruppboð eiga sér stað, eru langt undir núverandi skráðu markaðsvirði, þá er það vísbending þess að markaðsverð húseigna hér sé langt frá réttu.
Fara inn á Þjóðskrá:
http://www3.fmr.is/Markadurinn/Visitala-ibudaverds
Gerið eftirfrandi:
Hlaðið inn Excel skránni um vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu frá 1994
Horfið á gluggann verð í sérbýli. Það kemur fra eftirfarandi
Verð janúar 1994 100% fram á mitt ár 1999 já í 5 ár.
janúar 1999 109%
janúar 2000 128%
janúar 2001 150%
janúar 2002 156%
janúar 2003 159%
janúar 2004 181%
janúar 2005 244%
janúar 2006 304%
janúar 2007 345%
janúar 2008 398%
janúar 2009 377%
janúar 2010 334%
... ágúst 2010 328%
Eins og sést að ofan, hefur húsnæðisverð hér hækkað mjög - mjög mikið umfram verðbólgu. Lækkun fram að þessu, ef maður hugsa málið, er langtum minni en ástandið gefur til kynna.
Ábendingin, er að yfirtökuverðin sem eru langt undir þessu, geta raunverulega verið hin réttu verð hafandi í huga, að ef allar þær eignir þ.e. hundruðir, sem bankarnir eiga tómar þ.e. íbúum hefur verið hent út, væru settar í sölu í einu.
Þetta er önnur vísbending um veikleika bankakerfisins, þ.e. verð á eignum sem er skráð miðað við svokallað markaðsvirði er sennilega langt yfir raunverulegu markaðsvirði - sem felur í sér annað ofmat á eiginfjárhlutfalli bankastofnana.
Leggjum áherslu á að viðhalda a.m.k. einum banka og tryggja stöðu fólksins í landinu!
Allt verði lagt til þess, að einn banki starfi að algeru lágmarki, þ.e. ríkið þvoi hendur sínar af því hvort Arion banki og Íslands banki komi til með að starfa áfram eða ekki, þ.e. það verði ákvörðun kröfuhafa og slitastjórna.
Að auki, að stöðva það ferli sem er í gangi, að fjöldi íbúðaeigenda og fjölskylda sé varpað á guð og gaddinn, hús standi tóm þ.s. fólk geti ekki borgað markaðssleigu fremur en sín lán.
Landsbanka verði skipt í góðan og slæmann banka, þ.e. búinn til Nýji Landsbankinn 2 og Nýji Landsbankinn gerður að þrotabúi og leystur upp smám saman.
NLB2 fái innlán úr NLB, auk þess skuldabréf frá ríkinu til að framkalla jákvæða eiginfjárstöðu - svo hann geti hafið útlánastarfsemi.
Bann við því að úthýsa fjölskyldum sé framlengt til 5 eða 10 ára (kannski 10 nær lagi).
Íbúðalán, verði færð úr gjaldþrota NLB yfir í íbúðalánasjóð.
Bannið við að úthýsa fólki, verði hvatning til Arion banka og Íslands banka um að semja við ríkið um yfirtöku íbúðalána þeirra svo þau lán verði einnig færð yfir í Íbúðalánasjóð.
- Spurning er hvort að Íbúðalánasjóður verði formlegur eigandi eigna eða ekki, eins og lána. En það væri heppilegra fyrirkomulag, þ.s. ríkið á þá eignirnar sem tryggingu þeirra lána á sama tíma og það verður þá einfalt fyrir það, að bjóða leigu á móti.
- Að auki skiptir það máli fyrir greiðslugetu ríkisins horft á í heild eigna vs. skuldastaða þess.
- Leiga miðist við greiðslugetu viðkomandi en ekki markaðleigu. Engum sem leigi frá Íbúðalánasjóði skv. þessu fyrirkomulagi, verði settur á guð og gaddinn.
- Þegar tímabili er lokið þ.e. eftir 5 eða 10 ár, hvor tímalengd er verður ofaná, þá fái fólk val um:
- Kaupa húsin sín aftur gegn nýju láni.
- Leigja áfram, en þá gegn markaðsleigu.
- En ég reikna með - segjum eftir 10 ár, þá verði hagkerfið búið að rétta við sér, tekjur almennings hafi batnað, greiðslugeta orðin allt önnur og betri en í dag.
Legg að auki til aflagningar verðtryggingar
Verðtrygging verpir eða "warps" ástand á lánamarkaði, þ.s. það færir áhættuna til, þ.e. minnkar til muna áhættu lánaeigenda þ.e. þeirra er veita lán, á sama tíma og nær öll áhættan er sett á þá er taka lán.
- Með þessu er búið til óeðlilegt ástand, þ.s. að með því að minnka áhættu A þá um leið er áhættusækni A að sama skapi aukin.
- Ef einhver var að velta fyrir sér, hvaðan sú mikla áhættusækni banka og fjármálastofnana á Íslandi er komin.
- Síðan eins og þessi verðtryggðu jafngreiðslulán virka, þá er byrðinni af greiðslu vaxtagjalda þ.e. verðbótum og vöxtum, skipt á milli greiðlu hverju sinni og höfuðstóls.
- Þetta sér hver sem greiðir af verðtryggðu láni á því, að þ.e. hvort tveggja verðbætur og vextir á greiðsluna sem innt er af hendi mánaðarlega og sjálfan höfuðstól lánsins - sem hækkar vegna verðbótanna og reiknaðra vaxta.
- Þessu er skipt nokkurn veginn 50/50. Þannig að 50% hækkunar fer beint á höfuðstólinn og 50% dreifist á afborganir.
- Stór vandi í þessu samhengi er sá, að þ.s. álaginu á vaxtagjöld er dreift þá þarf hærri stýrivexti þ.e. 50% hærri, til að hafa áhrif á hegðun neytenda.
- Þetta er sennilega ástæðan fyrir viðvarandi mjög háu vaxtastigi hér síðustu 20 árin, þ.e að meðaltali 6% raunvöxtum, sem er algerlega galið.
- En að sjálfsögðu lýður allt atvinnulífið fyrir svo háa vexti - sem er sennilega ástæða þess, að nær allt atvinnulífið á umliðnum áratug leitaði yfir í gengistryggð lán með alvarlegum afleiðingum.
- En, þ.s. raunvextir eru svo háir, gríðarlega háir, þá magnar það einnig áhættusækni fjárfestinga - ef einhver var að velta fyrir sér af hverju allt atvinnulífið hefur verið svo ævintýralega áhættusækið undanfarin ár.
- En, með svona gríðarlega hátt vaxtastig þarf hver fjárfesting að skila meiri arði - og þ.e. þráðbein skírskotun til þess, að mikla áhættu þarf þá af sama skapi að taka.
Eina leiðin til að lækka þessa gríðarlegu ávöxtunarkröfu, er að afnema verðtryggingu.
Yfirfærsla í Íbúðalánasjóð einfaldar það að afnema verðtryggingu. Þá er aðeins eftir að eiga við hagsmuni lífeyrissjóða. Þ.e. auðvitað hinn stóri bitinn.
Með afnámi verðtryggingar, batnar líka peningsstjórnun hérlendis:- Verðtrygging eins og útskýrt að ofan, minnkar skilvirkni vaxtatækis til að stýra hegðun neitenda, þ.e. vextir þurfa að vera cirka 50% hærri en ella, til að vextir nái fram sambærilegum áhrifum á hegðun neytenda, og ef engin verðtrygging væri til staðar þannig að kostnaður við vexti kæmi alltaf fram að fullum þunga á neytendur.
- Sko þ.e. nefnilega villandi sem sumir halda fram, að verðtrygging sé góð fyrir lánþega, þá vísa þeir til að vaxtagjöldum er skipt 50/50 - en þess í stað, neyðast stjórnvöld í staðinn að viðhalda hærra vaxtastigi, svo hagstjórn hafi einhvern séns til að virka.
- Svo, raunafleiðingin er þess í stað sú, að eigendur lána græða þ.s. þeir fá þessa háu vexti. Að auki, fara lán þ.e. skuldir stöðugt hækkandi.
- Kerfið blæst stöðugt út - skuldir hækka stöðugt - fólkið verður að skuldaþrælum, en eigendur lána verða gríðarlega ríkir.
Þetta kerfi mun óhjákvæmilega hrynja með brauki og bramli fyrir rest - mun betra er að taka það niður með skipulegum hætti, áður en að þeim tímapunkti kemur.
Verðtrygging var til þess að verja lánveitendur gegn hinni pólit. stétt
- Menn muna ekki margir hverjir eftir samhengi því, er henni var komið á fót.
- Þegar hún var sett, já margir muna að þá höfðu neikvæðir vextir ríkt um hríð.
- En, þ.s. margir muna ekki er, af hverju þeir voru neikvæðir um hríð.
- Ástæðan var sú, að á þeim árum voru allir bankar í eigur ríkisins.
- Að auki, vextir - þ.e. allir vextir, ekki bara stýrivextir, voru ákveðnir niðri ráðuneyti.
- Takið eftir þessu - allar vaxtaákvarðanir pólitískar.
Þegar vextir voru neikvæðir um hríð, var það vegna þess að verðólgan fór á flug - en á sama tíma var ekki pólit. vilji til að hækka vexti að sama skapi. Hreyfingar á vinnumarkaði, börðust gegn hækkun vaxta og pólit. lét undan.
Nú, að sjálfsögðu þurrkaði þetta upp sparifé og allir reyndu hvað þeir gátu til að taka lán, sem voru þá gjaffé og oft úthlutað til vina og vildarmanna, og reyndu að binda þetta í steynsteypu.
Að lokum, lá við algeru hruni, og þá loks var sem neyðaraðgerð sett á verðtrygging.
Athugið aftur samhengið, þ.e. allar vaxtaákvarðanir pólit.
Verðtrygging var til að verja eigendur lánsfjár fyrir spillingu hins pólit. valds.
Þannig, að þegar vaxtaákvarðanir viðskiptabankanna voru gerðar frjálsar - og þegar Seðlabankinn fékk sjálfstæði, missti verðtrygging sinn eiginlega tilgang.
Þ.s. nefnt er í dag sem ástæða, er ekki raunverulega upphafleg ástæða, heldur tilraun þeirra sem vilja hana áfram, hvað sem tautar og raular, vegna þess, að þeir eða þeirra umbjóðendur græða á því ástandi, að verðtrygging sé áfram til staðar.
Ísland getur orðið normal land!
- Staða lántakenda og lánveitenda, verður jafnari og ástandið hvetur ekki lengur veitendur lána, til að taka ofuráhættu þ.s. ekki er lengur verið að dreifa þeirra áhættu sem þeir að öllu réttlátu eiga að bera á lántakendur.
- Þ.s. vextir skila sér þráðbeint inn í vaxtagjöld, þ.e. þú borgar alla vexti áfallna þegar í stað, í stað þess að dreifa þeim 50/50 á milli afborgana og láns, þá þarf lægri vexti til að stýra hegðun neitenda.
- Þ.e. einmitt þ.s. okkur vantar, þ.e. lægri vexti.
- Þ.s. vextir verða skilvirkara tæki til að stýra eftirspurn í hagkerfinu, alveg eins og þeir eru í öðrum löndum, þá mun eins og í öðrum löndum, mun lægri vextir duga til að hafa stjórn á eftirspurn.
- Að lokum, lægri vextir minnka áhættusækni þeirra er fjárfesta á grundvelli lánsfjár, þ.s. vaxtagjöld verða lægri per lánsupphæð og því ekki þörf á eins mikilli áhættusækni í fjárfestingum, þ.s. fjárfestingar þurfa ekki lengur að skila eins miklum arði.
Þetta ætti að draga úr því stöðuga tjóni sem er alltaf að verða, að menn spenna bogann hátt og falla svo með miklu fjárhagstjóni.
Niðurstaða
Það þarf að endurskipuleggja bankakerfið aftur. Það gengur ekki að hér sé bankakerfi sem þjónar ekki hagkerfinu, heldur þess í stað mergsýgur hvort tveggja í senn fyrirtækin og almenning, verður sem dauð hönd á hagkerfinu fyrir bragðið - allt lamandi.
- Það dugar því ekkert minna en önnur endurskipulagning.
- Að auki þarf að bjarga fjölskyldum landsins úr þeirri helför sem er í gangi, þ.s. hundruðum fjölskylda og stefnir í að verði þúsundir, er varpað á guð og gaddinn. Slík meðferð gengur ekki - getur skapað þjóðfélagslegt uppreisnar ástand. Ekkert er hættulegra en sú útkoma, að virðing fyrir lögum og stofnunum landsins hverfi. Það einfaldlega verður að stöðva það ferli og það strax.
- Síðan þarf að afnema verðtryggingu svo nokkur von sé til þess að fjármálalíf herlendis, geti orðið eðlilegt þ.e. sambærilegt við þ.s. tíðkast annars staðar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Bloggfærslur 3. október 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar