19.10.2010 | 02:09
Kreppan á Evrusvæðinu var eins óhjákvæmileg og bankakreppan á Íslandi!
Stóra vandamál Evrunnar, er viðskipta ójafnvægi er byggðist upp smám saman innan Evrusvæðisins á umliðnum áratug.
Svo rammt kvað af því ójafnvægi, að ég fullyrði að kreppa innan Evrusvæðis var eins óhjákvæmileg og bankakreppan á Íslandi var!
En, það einfaldlega er ósjálfbært ástand, þegar aðilar A safna bara skuldum, á meðan aðilar B, safna bara eignum. Á endanum, er kreppa fullkomlega óhjákvæmileg.
Hvernig gerðist þetta?
Meðan Þýskaland hélt innlendum kostnaðarhækkunum í skefjum, slökuðu mörg önnur lönd á klónni eftir að þau voru kominn inn á Evrusvæðið, og misstu kostnaðarhækkanir úr böndum - þ.e. laun og verðlag.
Þetta framkallaði það ójafnvægi sem myndaðist, og hélt áfram að magnast allan umliðinn áratug, þ.e. að vörur landanna þ.s. kostnaðurinn hækkaði mikið vs. Þýskaland, þeirra vörur töpuðu samkeppnishæfni einmitt við Þýskar vörur, þannig að umliðinn áratug skapaðist vaxandi viðskipta ójafnvægi "current account imballances / trade immballances" - þ.e. löndin með hallan fluttu í vaxandi mæli inn þýskar vörur og söfnuðu viðskiptaskuldum við þýskaland, á sama tíma og þau í reynd héldu uppi atvinnu í þýskalandi samtímis því að þau fjármögnuðu mikla lána-útþenslu þýskra banka.
The Economist: Euro follies
Takið eftir hinum gríðarlega mun milli landanna þ.s. verðbólga - en kostnaðarhækkanir eru ekkert annað en verðbólga - var svo greinilega miklu hærri en í Þýskalandi.
The Economist: Fixing Europe's single currency "Ireland and Spain did not flout the fiscal rules in the boom years, yet both are in trouble now. The bigger failing is that several (mostly Mediterranean) members have suffered a huge loss of competitiveness against Germany and other northern countries. This shows up in yawning imbalances inside the zone. Too many governments believed that, once in the euro, they could worry less about competitiveness. Actually, they should have worried more, because they have lost for ever the let-out of devaluation."
Nákvæmlega málið -"they should have worried more"- þau áttuðu sig ekki á, að innan Evru eru lönd í þráðbeinni samkeppni við Þýska hagkerfið innan sama gjaldmiðils.
Ef samkeppnishæfni glatast innan svæðisins, er hún ekki með neinum auðveldum skjótum hætti unnin til baka.
Eins og Economist bendir á, þá er ekki hægt að fella gengi lengur - sem þíðir að ef slaki í hagstj. hefur leitt til þess, að þínir atvinnuvegir hafa tapað samkeppnishæfni vegna þess að laun og verðlag hafi hækkað meir en í samkeppnislöndum innan sama svæðis, þá er eini möguleikinn að vinna þá samkeppnishæfni til baka, að lækka þau laun og verðlag aftur.
Ástandið er kallað - verðhjöðnun. Þetta er þ.s. ríkin sem létu innlendan kostnað fara langt framúr þýskalandi standa frammi fyrir.
Viðskiptahallanum fylgdi líka skuldasöfnun
The Economist: Euro follies
- Eins og sést eru mörg lönd komin með halla langt yfir 3% sem er hámark þ.s. heimilt er að hafa skv. reglum Evrusvæðisins.
- Að auki eru mörg lönd komin framúr því skuldahámarki, þ.e. 60%, sem heimilt er.
Þess vegna, eru stofnanir ESB að þrísta á að löndin skeri níður, sýni fram á hvernig þau ætla sér að vinna hallann niður og á sama tíma skuldirnar.
Þ.e. auðvitað ekki heyglum hent, að framkvæma niðurskurð á halla - sama tíma og þú getur ekki fellt gengi - og einnig þar fyrir utan þurfa samtímis að keyra niður laun og almennt verðlag.
Efnahagslega séð - er þetta fullkomin stormur!
"The Economist: Euro follies Adjustment by cutting wages is quite brutal, especially without the support of an expansionary fiscal policy."
Nákvæmlega - það verður brútalt!
Fullkomlega fyrirsjáanlegt að þetta mun framkalla efnahags samdrátt í þeim ríkjum.
Það mun síðan flækja málið þegar kemur að því að standa við hinar hratt vaxandi skuldir - sbr. "sovereign debt crisis".
Þ.e. nánast öruggt fullyrði ég - að eitthvert ríkjanna mun "defaulta" þ.e. fara í greiðsluþrot. Jafnvel fleiri en eitt.
Hefur The Economist einhverjar lausnir?
Þeir nefna hugmyndir Keynes!
"John Maynard Keynes believed that in a fixed exchange-rate system, the burden of adjustment to trade imbalances should fall equally on deficit and surplus countries. So he proposed that excess trade surpluses should be taxed (see article)."
En þ.e. ekki möguleiki að Þjóðverjar muni samþykkja sérskatt á sig.
Hvað með það að búa til verðbólgu?
"It is possible to come up with other heretical answers to the euro areas imbalancesfor instance, tolerating a higher inflation rate, at least temporarily. Workers are usually reluctant to accept the pay cuts required to regain competitiveness. A higher inflation rate would make it easier for relative wages in different countries to adjust, because a cut in real wages would be easier to disguise with inflation of, say, 4% or 5% than the 2% that the ECB now aims for."
Ágætlega rökstutt hjá þeim - en þ.e. ekki heldur nokkur séns, að Þjóðverjar sætti sig við þá aðferð.
Einnig er ljóst, að Þjóðverjar munu ekki losa um sína hagstjórn, og heimila kostnaðarhækkanir hjá sér - þ.s. þeir eru einfaldlega ekkert að bera sig saman við önnur Evrópuríki, nei þ.s. þeir eru að bera sig við eru ríki Asíu þ.s. laun eru enn lægri.
Síðan að lokum nefni ég eina mögulega lausn til bjargar Evrunni?
- Hún er sú að Þjóðverjar sjálfir yfirgefi hana, taki upp nýtt "D-Mark".
- Þá verðfellur Evran væntanlega stórt.
- Það framkallast sú kostnaðarlega aðlögun, sem ríkin með innlendan kostnað umfram Þýskaland þurfa að framkvæma, til að endurvinna tapaða samkeppnishæfni sína gagnvart Þýskalandi.
Niðurstaða
Ofangreint er ástæða þess, að ég er skeptískur á framtíð Evrunnar og tel hrun hennar líklegt - en þó ekki öruggt.
En, svo brútalt verður næsta ár fyrir fjölmörg aðildarlönd Evrusvæðisins, að ég hef miklar efasemdir um að efnahagslega muni hlutir ganga upp.
Þegar land eftir land stendur frammi fyrir þroti, þá getur ímislegt skeð!
Kv.
Bloggfærslur 19. október 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 371
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 345
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar