25.1.2010 | 11:57
Allt fer til fjandans ef við samþykkjum ekki núverandi samning um Icesave - eða hvað?
Eins og allir hafa heyrt, að ef Icesave er hafnað, þá mun íslenska þjóðin ekki eiga glaðan dag framar. Allt mun fara á verri veg. Okkur verðu útskúfað um aldur og ævi úr samfélagi þjóðanna.
Allt atvinnulíf, mun leggjast af, og landið færast aftur á miðaldir - ég veit ekki af hverju, en svona verður þetta víst - af því bara.
Í öllum heiminum, mun enginn nokkurntíma, þora að lána okku einn skitinn túskilding, svo lengi sem Jörðin verður byggð mönnum.
Haiti norðursins, verður okkar framtíð - en, Kúpa norðursins er greinilega of gott fyrir svona hryllilega vont fólk, eins og við erum.
Útskúfun ef við greiðum ekki?
Fjöldi þjóða, hefur í gegnum árin síðan seinna stríði lauk, endað í þeim ósköpum að hafa ekki efni á að borga sínar skuldir. Fram að þessu, rekur mig ekki mynni til, að slíkt hafi kallað yfir þær einhver ævarandi ragnarrök eða útskúfun. Ef maður íhugar þjóðir sem raunverulega hafa verið útskúfaðar, af alþjóðasamfélaginu, eða beittar umtalsverðum þvingunum, þá koma eftirfarandi þjóðir í hugann:
- N-Kórea - en, stjórnvöld hafa svelt í gegnum árin, yfir milljón eigin þegna til bana, staðið fyrir hryðjuverkum, reynt að útbreiða þekkingu á smíði kjarnavopna og eldflaugavopna, o.s.frv.
- Írak undir stjórn Saddams, en hann gerði tvisvar innrás í nágrannaríki, og hann beitti eyturvopnum, til að strádrepa kúrda, og talinn hafa myrt hundruð þúsunda eigin þegna.
- Lýbía - en, Gaddhafi stóð fyrir hinu fræða Lockerbie tilræði, þ.s. hundruð manna létu lífið.
- Zimbabve - en ógnarstjórn Mugabe hefur hrakið milljónir eigin þegna á vergang.
- Uganda - undir stjórn Idi Amin, en hann stóð fyrir ógnarstjórn, sem talin er hafa kostað hundruð þúsunda eigin þegna lífið.
- Íran - en, Íranir eru sterklega grunaðir um, að vera smíða kjarnavop á laun, þeir eru um þessar mundir að styðja uppreisnarhóð á landamærum Jemen og Saudi Arabíu, þeir styðja einnig Hamas og Hesbollah, með vopnasendingum.
Ég set upp þessa upptalningu, þ.s. raunverulega er talað um, að alþjóðasamfélagið muni útskúfa okkur. En, eins og sést af upptalningunni, er sá samanburður ærið fjarstæðukenndur.
Fáum aldrei lán?
Höfum í huga, að við erum mjög skuldsett, sem óháð öllum öðrum atriðum, lækkar okkar lánshæfismat. En, fleira gerir það augljóslega. Eins og allir þeir, sem einhvern tíma hafa farið í lánshæfimat hjá banka- eða annars konar lánastofnun vita, þá skiptir einnig miklu máli um lánshæfismat þínar líklegu framtíðartekjur.
- Skv. skýrslu AGS eru rúm 60% fyrirtækja, metin með ósjálfbæra skuldastöðu.
- Höfum einnig í huga, að skv. spá Seðló fyrir árið í ár, verða 40% heimila komin með ósjálfbæra skulda/eignastöðu fyrir lok árs.
- Ofan í þetta, er verið að hækka skatta og það mikið - sem eykur í samdrátt.
- Síðan eru vextir ennþá of háir miðað við aðstæður - sem einnig eykur samdrátt.
- Að auki, er fólk farið að flytja af landi brott, sem einnig eykur á samdrátt.
- Skv. Samtökum Iðnaðarins, stefnir í minnstu innlendu fjárfestingu hérlendis, síðan landið varð lýðveldi - en, ef fjárfesting verður of lítil til að endurnýja tæki og tól er þau úreldast, og/eða of lítil til að við náum að halda í við keppinaua í þróun nýunga - þá hefur smám saman hrakandi samkeppnisfærni okkar atvinnulífs af þessa völdum, sjálfstæð áhrif til að draga úr okkur mátt.
Geta okkar til hagvaxtar, þ.e. líklegt framtíðar tekjustreymi, að sjálfsögðu er atriði, sem lánastofnanir munu slá mat á, þegar þau meta okkar getu, til að taka á okkur ný lán, í framtíðinni.
Það er því öruggt, að í ljósi hárra skulda - en einnig í ljósi mjög skaðaðrar getu okkar hagkerfis til hagvaxtar, sem mun taka mörg ár að koma í samt lag aftur; þá eru engar forsendur fyrir því, sama hvað annað gerist, að lánshæfismat Íslands verði e-h annað en lélegt, næstu árin a.m.k.
Við getum auðvitað karpað um þetta fram og aftur. En, hið augljósa er, að ef aðilar erlendis sjá, að Ísland getur ekki borgað af nýjum lánum, þá verður Íslandi ekki lánað.
Grunnforsenda fyrir því, að Ísland fái ný lán í framíðinni. Er því, að skuldir okkar lækki sem hraðast, og að geta hagkerfis okkar til hagvaxtar, lagist sem skjótast.
Höfum þetta í huga, þegar við íhugum hvort, að allir möguleikar til frekari lána muni lokastm til allrar framtíðar, ef við tökum ekki á okkur hina svokölluðu Icesave skuld.
En, augljósa svarið er, að því meiri skuldir sem hlaðast á okkur til viðbótar, ofan á þær sem þegar eru komnar, því lengri tíma mun taka, að koma lánshæfismati okkar, í skikkanlegt horf.
Þetta er mitt svar til þeirra, sem halda því fram, að eina leiðin til að koma okkar lánshæfismati í lag, sé að taka á okkur frekari skuldir.
Atvinnulif hérlendis mun verða fábreytt og einhæft?
Sjá hvaða fríverlsunar samningar, Ísland hefur við önnur lönd:
Gildandi fríverslunar samningar!
Fræðilega, gæti EES samingnum verið ógnað, en á hinn bóginn er ekki brot á honum, að ef meðlimaþjóð verður greiðsluþrota. Á hinn bóginn, að ef brot á honum sannast, þá geta farið af stað svokallaðar gagnaðgerðir, sem felast í því að viðkomandi lagaramma sem brotið er innan, er kyppt úr sambandi. Þá hættir EES samningurinn, að virka fyrir okkur, fyrir það svið sem brotið er hluti af. Þetta er hugsanleg ógn.
Fyrir utan EES, höfum við aðra fríverslunar samninga, eins og kemur fram í hlekknum að ofan, og síðan erum við meðlimir að Heims Viðskipta Stofnuninni. En, sem meðlimir hennar, njótum við tiltekinna viðskipta kjara í alþjóða umhverfinu.
En, punkturinn er sá, að Ísland er ekkert eingangrað land - hvernig sem fer með samskipti okkar við Evrópu. Að sjálfsögðu, eigum við ekkert að lísa yfir frati á Evrópu, það væri óskynsamlegt, ekki síst að þó það væri gerlegt, að kúpla okkur alveg frá verslunar og viðskipta samskiptum við hana, þá væri það mjög erfitt.
Spurningin, er þá hvaða líkur séu á því, að Icesave deilan, geti eitrað fyrir verslunar og viðskiptasamskiptum okkar við Evrópu?
Ekki miklar, svo lengi sem við sýnum ákveðinn lágmarks samstarfs vilja. En, skv. nýlegri tilkinningu frá ESB, þá mun deilan við Breta og Hollendinga, ekki hafa áhrif á samningaferlið um inngöngu í Evrópusambandið, þetta er skv. yfirlísingu frá sjálfu Evrópuapparatinu. Skv. þeirri yfirlísingu, mun Evrópusambandið, líta á þetta sem deilu milli tiltekinna 3ja landa, sem komi því ekki beint við.
Ég tel, að svo lengi, sem við útskýrum afstöðu okkar með þeim hætti, að deilan snúist um að Ísland borgi þ.s. sé sanngjarnt að borga - annars vegar - og - hins vegar - þ.s. við ráðum við að borga, miðað við aðstæður; þá ætti deilan ekki að eytra út frá sér, og verða að einhverju allsherjar samkskiptavandamáli, við sjálft Evrópusambandið.
Evrópusambandið, veit alveg, að við erum í mjög alvarlegri efnahagskrísu. Ef einstaklingar trúa því að:
- Evrópusambandið taki tillit til grunnþarfa þeirra þjóða sem tengjast því.
- Sé til í að hlusta, þegar því er greint frá því, að slíkum grunnþörfum sé ógnað.
- Sé til í að, íhuga lausnir, sem mæti þeim grunnþörfum.
Þá ætti það fólk, sem telur sig vini Evrópusambandsins, ekki að vera mjög hrætt við það, að við Íslendingar leitumst við að ná skynsamlegri samningum em þeim núverandi um Icesave. Enda, ætti öllum að vera það ljóst, að ef Íslendingar verða þess áskynja, að við höfðum erindi sem erfiði, þ.e. að á okkur var hlustað, lausn fannst, sem við gátum lifað við - þá munu líkur á inngöngu stóraukast. Hið þveröfuga mun verða satt, að ef núverandi stefnu er fylgt, sem þverskallast gagnvart öllum þeim fjölda skynsamlegra aðvarana um að, núverandi samkomulag einfaldlega gangi ekki upp. Þetta snýst alls ekki um, einhverja ímyndaða trú á ofuráhrifum Íslands, eða einhverja ofur föðurlandshyggju; heldur einfaldlega um þá einföldu skynsemi, að taka ekki á sig stærri byrðar en maður raunverulega ræður við.
Þannig, að ég á alls ekki von á neinni útskúfun, af nokkru tagi, jafnvel þó samningar dragist á langinn - svo fremi að við pössum okkur í málflutningi, sérstaklega að við, sendum ætíð þau boð til Framkvæmdastjórnar ESB, að málið snúist um að finna lausnir. Að vísu geta Bretar og Hollendingar, blokkerað aðild, ef þeim sýnist svo. En, þ.e. ekki svo alvarlegt sjálfstætt vandamál, þ.s. aðild á ekki að vera skammtíma redding, hvort sem er. Hana á aldrei að hugsa með þeim hætti.
Hún á þvert á móti, að snúast um langtíma sjónarmið. Þá skipta einhver ár, til eða frá, ekki neinu megin máli. Raun spurningin, er um framtíðarsýn. Að mínum dómi, hefur Ísland raunverulegt val, þ.e. hægt er að útbúa framtíð sem virkar, hvort sem við göngum inn eða ekki. Þ.s. ég meina, aðild er ekki úrslita atriði, um efnahagslega framtíð. Heldur, snýst hún um, hvað og hverjir, við viljum vera, eða ekki.
Punkturinn er, við munum áfram hafa:
- fiskinn, þ.e. verslun við Evrópu mun halda áfram.
- álið, en álfyrirtækin, eru að stærstum hluta að sækja í rafmagnið. EES samingurinn, er ekki úrslita-atriði fyrir þau, þó ég eigi ekki von á að honum verði ógnað.
- ferðamennina, en sem dæmi er öflugur ferðamanna straumur til Kúpu, sem enn býr við viðskiptabann frá Bandaríkjunum. Íkt dæmi, til að sýna fram á, að ótti er ástæðulaus. Við eigum ekki það á hættu, að sett sé á okkur viðskiptabann. "Common" Evrópa er ekki einu sinni með viðskiptabann við Zimbabve - þ.e. þeir hafa svokallað "targeted" bann sem snýr að yfirstéttinni þar, ekki að vörum sem framleiddar eru þar.
- Að auki, alla þá aðra starfsemi, sem nú er til staðar, eða við getum búið til, sem flytur út.
Það er einfaldlega engin jarðnesk ástæða fyrir því, að við ættum að hrekjast til baka, yfir í einfalt líf fyrri kynslóða.
Hvað getur raunverulega gerst?
Ef allt fer á versta veg, samkomulag reynist ekki mögulegt, og við fáum ekki frekari fyrirgreiðslu frá AGS eða lánin frá Norðurlöndunum, þá verður Ísland greiðsluþrota á næsta ári.
- Helsti vandinn er, að þá þarf að staðgreiða allann innflutning. Það þíðir, að ekki verður hægt að hafa viðskipta halla. En, það getur einmitt verið mjög þörf lexía fyrir okkur, að læra að lifa innan ramma þess, sem við raunverulega höfum efni á.
- Þ.s. landið mun áfram samt sem áður, hafa gjaldeyristekjur og innlenda starfsemi, þá mun ríkið áfram hafa umtalsverðar skatttekjur.
- Á sama tíma þarf ekki lengur að gera ráð fyrir kostnaði af erlendum lánum, svo allar tekjur ríkisins nýtast innan lands.
- Á hinn bóginn, skreppa þær tekjur sennilega saman töluvert, vegna ofviðris fjöldagjaldþrota sem mun fara í gegnum þjóðfélagið, þ.s. aðilar er skulda í erlendri mynnt hrynja unnvörpum í þrot.
- Á hinn bóginn, þegar þeirri hrynu er lokið, þá er allur dauði viðurinn farinn og einungis eftir það af viðskiptalífinu sem enn er heilbrigt.
- Sem dæmi CCP, DNG og Össur. En einnig eru til staðar lyfjafyrirtæki, og fleiri hugbúnaðar fyrirtæki. Þetta er fyrir utan fiskinn og þjónustufyrirtæki, álið og ferðamennina. Að sjálfsögðu einnig landbúnað, hestana o.flr.
- Þ.s. við þurfum þá að gera, er að hvetja til frekari útflutnings starfsemi með öllm tiltækum ráðum. Það ætti að vera vel hægt, t.d. með skattalækkunum, til nýrra fyrirtækja í útflutnings starfsemi, jafnvel engum sköttum yfir e-h þróunar-/tilraunartíma. Að auki, verðum við svo ódýr hérlendis, í kjölfar þess hruns, að vörur héðan verða mjög samkeppnisfærar.
- Þannig, að ég reikna með hröðum hagvexti, ekki mörgum árum seinna. Síðan, þegar hagkerfið hefur náð að aðlagast nýjum aðstæðum nægilega, útflutningur hefur stóraukist í krafti nýrra fyrirtækja - þá ætti, að vera mögulegt, að ná samingum um, að hefja greiðslur að nýju.
- Aðalmálið, er þá að uppbyggingin sé raunverulega trúverðug. Ef hún er það, sbr. Mexíkó er fékk 40% lækkun sinna skulda eftir skuldakrísu, þá á þetta ekkert að þurfa að leiða til varanlegs vantrausts erlendra aðila, á okkur.
Niðurstaða
Niðurstaðan er sú, að okkur er óhætt að blása á allar kenningar um, að hel og hörmungar skelli á, ef við ekki samþykkjum núverandi Icesave samning.
Ég mæli þó með, að við höldum áfram, að sýna samnings viðleitni, og pössum okkur á því, að taka aldrei þá afstöðu, að við neitum algerlega að borga.
Að við útskýrum málið þannig, að þetta snúist um, að finna leið sem við ráðum við. Ef, aðilar Framkvæmdastjórnar ESB skilja málið þannig, þá ættum við ekki að lenda með neinum alvarlegum hætti, upp á kant við stofnanir ESB.
Til greina kemur að leita til Parsíarklúbbsins:
Þeir sjá einmitt um endurskipulagningu skulda ríkja er lenda í vandræðum. Þetta er að sjálfsögðu engin elsku mamma samkunda, og skilyrðin eru mjög ströng. En, vart verða þau verri en Icesave.
Paris club to restructure debt.(HAITI)
Rich Nations Call for Haiti Debt Relief
Iraq hopes Arab nations follow Paris Club debt write-off
Nigeria settles Paris Club debt
Þetta sýndi nokkur dæmi, til að sanna að þetta er raunverulega möguleg leið.
Eva Joly sagði okkur, að við þurfum aðstoð.
Skuldir okkar eru þegar svo miklar, að í allra besta falli, stendur það á allra tæpasta vaði, að við komumst hjá gjaldþroti. Þ.s. vanalega, er ekki talið skynsamlegt, að reikna með bestu útkomum, þ.e. að treysta á þær, þá sýnist mér, að góð skynsemi geti einmitt verið í því, að þeita hófana hjá Parísar Klúbbnum.
Jafnvel, þó skuldir væru ekki lækkaðar að ráði, heldur lán lengd og vextir lækkaðir, þá væri það samt skárri en núverandi staða.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Bloggfærslur 25. janúar 2010
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 374
- Frá upphafi: 871902
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 348
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar