Drykkurinn er beiskur, en súpa skulum við hann þó!

Ekki gefa orð fjármálaráðherra, góð fyrirheit um að miklar líkur séu á samkomulagi milli stjórnar og stjórnarandstöðu, um sameiginlega stefnu gagnvart Bretum og Hollendingum; nema þá aðeins, að stjórnarandstaðan taki steingrímskan snúning - taki síðan upp stefnu ríkisstjórnarinnar í málinu.

 

Frétt RÚV: Þjóðin ætti að kjósa með Icesave

 

"Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna ítrekaði í þrígang í ræðu sinni á flokksráðsfundi Vinstri grænna á Akureyri í dag að þjóðin ætti að kjósa með Icesavesamningnum í þjóðaratkvæðagreiðslunni" - "Hann talaði einnig um að það væri þörf á samstöðu" - "Drykkurinn sé beiskur en það sé þó betra en að deyja úr þorsta."

 

Valdstjórnin lætur ekki að sér hæða.

Fram að þessu, hefur "samstaða" alltaf þítt - "að hlíða" hjá ríkisstjórninni.

Að auki, hefur skynsöm og ábyrg afstaða ætíð þítt, að vera þeim sammála.

Að lokum má nefna, að stefna að samstöðu með þjóðinni, að þjóðin beygi sig undir þeirra vilja.

 

Veðmál

Þorir einhver að veðja gegn mér, að - aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, sigli allt í sama farið, þ.e. ríkisstjórnin sendi enn eina saminganefndina, síðan sé samið um e-h kosmetískar lagfæringar, og það kallað e-h í áttina að, stórfelldur samningsárangur?

Síðan verði söngurinn endurtekinn enn eina ferðina, algerlega án kaldhæðni að þeirra hálfu; að þetta sé það skásta sem hægt sé að ná fram, að engar líkur séu á skárri samningi - nú eigi þjóðin að samþykkja?

 

Sín hvor heimsmyndin

Ég hef aldei upplifað þvílíka gjá, á mili aðila.

Hvor um sig, upplifir hina sem eitthvað er nálgast kjána eða hálfvita.

Það virðist, að eina mögulega samkomulagið sé, 100% eftirgjöf annars hvors aðilans.

 

Kv.


Bloggfærslur 16. janúar 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband