Hrollvekjandi lýsing Prófessors Ragnars Árnasonar, á kreppunni og líklegri framvindu!

Svokallaður árlegur Skattadagur Deloitte fór fram, þriðjudaginn 12. janúar. Á honum, flutti Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, mjög áhugaverðan pistil, ásamt glærum.

Áhugavert, að fjölmiðlar landsins sýndu þessu engan áhuga, að því er virðist.

 

Hverjar eru niðurstöður hans?

Sjá glærur, fyrirlestur Ragnars Árnasonar, Skattadagur Deloitte

  • Dýpsta kreppan: En, skv. samanburði hans, þá eru verstu kreppurnar á Lýðveldistímanum, þegar síldin hvarf 1968 -6,8%, 1954 -7,3% og síða kreppan er hófst 2008 -10,3% af landsframleiðslu.

Hafa ber í huga, að ekki er víst að spá Seðlabanka um halla þessa árs standist, þannig að núverandi kreppa getur enn reynst dýpri en þetta.

En, ég tel ástæðu til að halda, að Seðlabankinn vanmeti áhrif vaxtastefnu sinnar, til aukningar samdráttar.

  • Síðan fjallar hann um tjónið: 20/7/2007 stóð verðbréfamarkaðurinn Ísl. í 9016 stigum, en  7/1/2010 í 819 stigum. Þetta sé lækkun um 91%. Í peningum talið, tap 2000-3000 ma.kr. Síðan sé það verðgildi húsnæðis, er hafi lækkað um 30%, sirca tap 1000-1500 ma.kr. Samtals tap, milli 3000-5000 ma.kr.
Skv. spá Seðlabanka, þá verður umtalsverð frekari lækkun húsnæðisverðs á þessu ári. Sú spá er alveg örugglega ekki of svartsýn.
  • Hrein erlend skuldastaða: 27/9/2009 5790 ma.kr. Endanleg skuldastaða, eftir afskriftir lána bankanna, fyrirtækja og vel gangi með eignasölu, geti e.t.v. orðið á bilinu 1/3 - 4/3 landsframleiðslu eða 500-2000 ma.kr.
Þarna er tekið mið af reikningum Seðlabanka, en það á algerlega eftir að koma í ljós, hversu vel við sleppum frá afskriftum og sölu eigna.
  • Afleiðingar kreppu: Neytendur/fyrirtæki skulda mikið og þurfa að rifa seglin, sem minnkar mikið neyslu og umsvif í hagkerfinu. Vextir ríkisins af eigin skuldum að meðaltali milli 3-6% af landsframleiðslu eða milli 8-16% af brúttó-útflutningstekjum, á hverju árin næstu 15 árin. Þetta fé nýtist ekki til uppbyggingar hagkerfisins.

Þetta þíðir einfaldlega að hvorki innlend neysla né innlend fjárfesting, er líkleg á næstunni að vera drifkraftur nýs hagvaxtar.

Útstreymi fjármagns úr hagkerfinu, til að standa undir skuldum, en þarna er einungis talið upp útstreymi vegna skulda ríkisins sjálfs, en skuldir annarra eru umtalsvert hærri, þannig að heildar árlegt útstreymi fjármagns úr hagkerfinu er mun stærri tala en þarna kemur fram.

Þetta fé nýtist ekki hagkerfinu á nokkurn hátt, og það fé sem til staðar til allra hluta, er mun minna af þessum sökum; og þetta er því mjög samdráttaraukandi.

  • Staðan nú: Ónóg innlend eftirspurn og geta til fjárfestinga, til að koma hagkerfinu úr kreppunni. Það sé efniviður í langvarandi kreppu, og það dragi úr tekjumöguleikum ríkissjóðs sem auki líkur á greiðsluþroti. Eina leiðin út, felist í framköllun hagvaxtar, með einhverjum hætti.
Þetta er varsöm staða, en um þessar mundir, duga tekjur þjóðfélagsins ekki einu sinni fyrir vöxtum af nettó-heildar skuldum.
  • Til að framkalla hagvöxt: Til þurfi fjárfesting, fulla nýtingu framleiðsluþátta - en nú sé cirka 10% atvinnuleysi. aukið framtak og nýsköpun.
Þ.s. hvorki innlend neysla né innlend fjárfesting, verður það sterk á næstu árum til að skapa grundvöll að hagvexti, nema að skuldir þessarra aðila lækki með dramatískum hætti; þá þarf að koma til innstreymi fjármagns að utan.
  • Hvað getur ríkið gert?: Stuðlað að fjárfestingum með því að lækka skatta og vexti. Það flýti fyri mnnkun atvinnuleysis og efli atvinnulífið. Það hjálpi hagvexti.

En, núverandi háa vaxtastig, er mjög bagalegt þ.s. vextir auka alltaf samdrátt, sem gerir þá hentuga ef þarf að kæla hagkerfið, en mjög óhentuga þegar vandinn er samdráttur.

Hækkanir skatta hafa sömu áhrif, og eru því einnig hentugt tæki ef þörf er á samdráttaraðgerðum til að kæla hagkerfi sem er í bullandi þenslu, en þeim mun bagalegri eru þeir ef vandinn er akkúrat viðvarandi samdráttur.

  • Spá um efnahagsframvindu, líkan gerir ráð fyrir breytilegum hagvexti í ljósi mismunandi skattstigs á fjárfestingu: 2010-25, óbreyttir skattar skili 2,7% meðalhagvexti. 10% hærri skattar skili 1,6% meðalhagvexti. 20% hærri skattar skili einungis 0,5% meðalhagvexti.

 

Áhugaverðast í spánni hans, og því sem kom annars fram hjá Ragnari Árnasyni, prófessor, er einmitt þau alvarlegu áhrif, sem skattahækkanir ríkisins muni að flestum líkindum hafa á hagvöxt.

Mín skoðun er, að af þeirra völdum og einnig af völdum hás vaxtastigs; sé líklegra en ekki að enginn hagvöxtur verði á þessu ári, þ.e.að samdráttur verði meiri en ríkisstjórnin og Seðlabankinn miða áætlanir sínar við.

 

Kv.


Bloggfærslur 13. janúar 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband