Alain Lipietz segist hafa rétt fyrir sér. OK, við skulum skoða málið, með opnum huga!

Fyrst, hver er sú skoðun, er uppi hefur verið í gegnum árin.

Ísland er meðlimur að EES, þ.s. lög og reglur Evrópusambandsins um hinn sameiginlega markað gilda. 

Hingað til hefur verið talið, að það þíddi að fyrirtæki á EES svæðinu hefðu nákvæmlega sömu lagalegu stöðu, og fyrirtæki starfandi í einstökum ríkjum Evrópusambandsins.

Íslendingar, hafa haft um árabil rétt til að starfa í meðlimaríkjum ESB og EFTA, og þegnar meðlimaríkja ESB og EFTA hafa haft rétt til að starfa hér, og þeir hafa þurft að hafa jafnan rétt á við Íslendinga hérlendis, og við á þá erlendis, o.s.frv. Sama um fyrirtæki, að því er hefur verið talið.

Directive 19/1994

Directive 12/2000

Directive 47/2002

 

Stóra spurningin er, hvort þ.e. rétt, að Bretar og Hollendingar beri alla ábyrgð; en við Íslendingar enga?

Ég þarf varla að taka fram, að ef satt, þá gjörbreytir þetta öllu málunu, gerir Icesave samninginn að fullkomlega bandvitlausu plaggi - og hefur hann þó verið vitlaus fyrir.

 

Fyrst orðið Branch: Skv. Merriam-Webster:

a division of an organization (2) : a separate but dependent part of a central organization <the neighborhood branch of the city library
 

Samkvæmt þessu, þá er"Branch" rétta orðið yfir starfsemi Landsbanka, þ.e. deild sem er rekin erlendis, en er samt partur af móðurfyrirtæki.

Ég man vel eftir, að Alain Lipietz notaði alltaf þetta orð, þ.e. "Branch".

 

Subsidiary:

Subsidiaries are separate, distinct legal entities for the purposes of taxation and regulation. For this reason, they differ from divisions, which are businesses fully integrated within the main company, and not legally or otherwise distinct from it."

 

Munurinn er sá, að Landsbankinn rak starfsemi sína sem "Branch," sem skv. skilgreiningu er deild sem rekin er sem sjálfstæð eining, sem er lagalega háð móðurfyrirtæki.

 

En, Kaupþing Banki, rak sína starfsemi sem "Subsidiary," þ.e. lagalega sjálfstæða einingu.

 

Hingað til, hefur verið talið, að afleiðing þessa væri sú, að þ.s. starfsemi Landsbanka var starfandi sem deild fyrirtækisins er starfaði erlendis, með öðrum orðum ekki sem sjálfstæður lögaðili; að þá hafi sú deild Landsbanka Íslands HF verið hluti af hinu íslenska innistæðutryggingkerfi, og því algerlega á ábyrgð Íslands, að standa undir lágmarkstryggingu þeirra innistæðna.

Hver man ekki eftir dramanu í október 2008, þegar bankarnir voru að lifa sína síðustu daga, og síðan rétt eftir hrunið; þegar komu fram upplýsingar um það, að gerðar hefðu verið tilraunir til þess, á 11. stundu, af eigendum Landsbanka Íslands hf, að koma honum inn fyrir breska innistæðutrygginga kerfið.

Þetta er sem sagt atriði, sem fram að þessu, af öllum sem talið hafa sig þekkja þessi mál; verið talið vera með þessum hætti.

Ég veit ekki betur, en að þetta hafi einnig verið skoðun breskra yfirvalda, löngu fyrir hrunið, sbr. tilraunir þeirra nokkru fyrir hrun, um að sannfæra Landsbanka Íslands um að umbreyta starfsemi sinni yfir í form "Subsidiary".

Þetta er skýring þess, að menn eru spektískir á mál Alain Lipietz, og einmitt þegar svo byltingarkennd sjónarmið koma fram, sem brjóta upp skoðun sem hefur verið bæði útbreidd og viðtekin, þá er skiljanlegt, að menn hrökkvi ekki upp um leið, og segi já og amen.

Á hinn bóginn, fordæmi ég aðdróttanir margra úr röðum stjórnarliða, er heyrst hafa í dag, og beinlínis reyna að gera lítið úr Lipietz, aðdróttanir m.a. um fávisku, misskilning - um að vera ekki með á nótunum, íja að því að hann sé pólitískt vafasamur, o.s.frv. Svona ókurteisi, í garð aðila, sem hefur komið með, sannarlega mjög áhugaverða ábendingu, á ekki að líða.

 

Ég kalla ábendingu hans, sem sagt, áhugaverða, og legg áherslu á, að hún verði skoðuð betur.

Best væri, að einhvers konar skoðanakönnun á meðal kollega hans, er hafa unnið að mótun viðkomandi laga, þ.e.  Direcvitves 19/94 - 12/2000 - 47/2002, færi fram. Þessi skoðanakönnun, hefði þá tilgang að komast að því, hvaða hljómgrunn skoðanir Lipietz hafa á meðal þessara aðila.

Þ.s. menn þurfa að hafa í huga, að ef við ætlum að sækja þetta mál á þessum grunni, þá þarf málatilbúnaður okkar að vera vandaður, vel rökstuddur og þá hjálpar einnig, að hann hafi hljómgrunn.

Við þurfum því, að vera algerlega viss í okkar sök.

 

Mitt svar: Þetta er algerlega nýr útgangspunktur, á þessi atriði, og mín fyrstu viðbrögð voru að fylgja þeirri skoðun, er ég hef haft í gegnum árin. En, síðan yfir vinnudaginn, þ.e. í dag, þá hefur þetta mál ekki látið mig í friði, og ég fór að velta fyrir mér, hvort hugsanlega þetta gæti verið rétt, og þar með - að hin viðtekna skoðun sé einfaldlega röng? Ég hef ákveðið að stíga skref til baka, og segja, þ.e. hugsanlegt.

 

Directive 19/94: Article 1:5

5. &#39;branch&#39; shall mean a place of business which forms a legally dependent part of a credit institution and which conducts directly all or some of the operations inherent in the business of credit institutions; any number of branches set up in the same Member State by a credit institution which has its head office in another Member State shall be regarded as a single branch.

 

Directive 19/94: Article 6

1. Member States shall check that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community have cover equivalent to that prescribed in this Directive.

Failing that, Member States may, subject to Article 9 (1) of Directive 77/780/EEC, stipulate that branches established by a credit institution which has its head office outwith the Community must join deposit-guarantee schemes in operation within their territories.

 

Ef  Alain Lipietz hefur rétt fyrir sér, þá er lykilhluti fyrstu setningarinnar þarna að ofan "outwith the Community". Og, það breytir engu, að við séum meðlimir í EES. Lykilatriðið sé, að við séum ekki meðlimir í Evrópusambandinu.

Skv. þessu, þá sé það á ábyrgð meðlimaríkis ESB, að tékka á því, að banki með útibú starfandi þar, hafi á bakvið sig tryggingarkerfi, sem standist kröfur ESB um tryggingakerfi. Og, ef  Alain Lipietz hefur rétt fyrir sér, þá gildir þessi setning um okkur.

Seinni hluti fyrsta hluta, virðist einungis vera heimildarákvæði um það, að ef "host country" telji tryggingakerfi þess lands sem erlendur banki er frá, sem sé ekki meðlimaríki ESB, vera ófullnægjandi miðað við reglur ESB um innistæðutryggingakerfi; þá sé því heimilt að krefjast þess, að bankinn gangi inn í tryggingakerfi undir þess stjórn.

Þetta gefur þá til kynna, að vegna þess að ísl. bankar fengu að starfa í Bretlandi um árabil, þá hafi Bretar skv. því í reynd verið búnir, að gefa ísl. tryggingakerfinu, sitt vottorð um ágæti.

Ef Alain hefur rétt fyrir sér, þá er skv. bankareglum Evrópusambandsins, munur á lagalegri stöðu banka er teljast vera íslenskir og starfa sem lögaðilar á Íslandi, og reka útibú í einstökum ríkjum Sambandsins; og bönkum er starfa sem lögaðilar innan einstakra ríkja sambandsins, en reka útibú í öðrum ríkjum sambandsins.

Þetta gengur þvert á þ.s. hingað til hefur verið talið um EES svæðið, þ.e. að meðlimaríki þess hafi nákvæmlega sömu réttindi og skildur að öllu leiti, þegar kemur að þáttum tengdum hinum sameiginlega evrópska markaði.

Alain Lipietz, telur að þetta þíði, að Bretar og Hollendingar, beri alla ábyrgð, en við enga.

 

Ég segi að lokum, þetta þurfi frekari skoðun. Öflum okkur frekari heimilda. Fáum skoðanir kollega hans, og annarra er hafa starfað að því að semja texta bankareglna ESB. Því, ef þetta er raunverulega satt; þá er gríðarlega mikilvægt, að fá það staðfest.

Einnig er mikilvægt, að ef þetta er ekki rétt, að þá fá það einnig staðfest, svo við séum ekki að fylgja villuljósum.

Þetta er of mikilvægt mál, til þess að við förum í einhverja vitleysu. Ígrundum þetta, af fyllstu varfærni, skipulega og af nákvæmni.


Kv.


Bloggfærslur 12. janúar 2010

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 374
  • Frá upphafi: 871902

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 348
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband