Voru 400 milljónirnar fyrir bjórverksmiðjuna í Rússlandi "BLÖFF"?

einar_bjorn_bjarnason-1_884856.jpgReynir Traustason, skrifaði ágæta ritstjórnargrein í DV þann 22. júlí síðast liðinn, um "Bjórpeninga Björgólfa", þ.s. hann veltir því upp, hvort að 400 milljón Dollararnir, sem bjórverksmiðja Björgólfsfeðga í Rússlandi á að hafa verið seld fyrir til Heineken, hafi verið plat. 

Eins og er þekkt, skiptu þessir meintu peningar miklu máli, þegar deilt var um hverjum átti að selja Landsbankann á sínum tíma. Tilboð Björgólfsfeðga, var alls ekki hæsta tilboðið, og þegar deilur stóðu uppi um hvort tilboðið átti að taka, þá var því haldið fram, af ráðamönnum, að tilboð þeirra feðga væri í reynd betra, vegna þeirra meintu peninga í erlendum gjaldeyri, sem til stæði að þeir kæmu með inn í landið.

Æ síðan, hafa Björgólfar, hampað því að þeir hafi komið færandi hendi, með háar fjárhæðir inn í landið. Þó, að á allra síðustu tímum, hafi heldur kárnað gamanið, eftir að Landsbankinn breittist í þeirra höndum, í nokkurs konar fjárhagslegt svarthol, sem allt virðist vera að gleipa.

 

Fengu Björgólfsfeðgar milljónirnar 400, fyrir Bjórverksmiðjuna?

  • Ég held að Heineken, hafi borgað þessa upphæð, enda er hægt að tékka á því í bókhaldi fyrirtækisins. Hef þó ekki, framkvæmt þá aðgerð, að tékka á þessu.
  • Það þýðir þó ekki endilega, að Björgólfsfeðgar, hafi fengið þá peninga í hendur.
  • Líklega, hafa þeir þurft að borga rússnesku mafíunni, háar upphæðir í verndargjöld. Hugsanlega, hefur bróðurpartur þessarar upphæðar, farið í að borga sig lausa undan því liði.
  • Vitað var, að á þessum árum í Rússlandi, gat enginn gert viðskipti, nema mjög öglug og stöndug fyrirtæki er gátu haldið uppi eigin einkaher, nema að gera samninga við mafíuna, um að borga þeim ákveðinn hagnaðarhlut, til að fá að starfa í friði.

Þannig, að 400 milljónirnar gætu hafa verið blöff, ekki þannig, að þeir peningar hafi aldrei orðið til, heldur þannig að Björgólfsfeðgar hafi aldrei fengið nema lítinn hluta þeirrar upphæðar í eigin hendur.

 

Kv.


Bloggfærslur 26. júlí 2009

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 5
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 378
  • Frá upphafi: 871906

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 352
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband