10.6.2009 | 17:54
Eva Joly hótar að hætta!!
Það er hreint hneiksli hve léleg verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Mikilvæg, og bráðnauðsynleg mál, komast ekki til framvkæmda. Munið, að enn er ekki formlega búið að ganga frá stofnun viðskiptabankanna, vegna þess að ekki er enn búið að fromlega að klára uppgjör þeirra gömlu. Það er fullkomin skýring þess hvers vegna nýju bankarnir eru lamaðir, og geta ekki veitt neina fyrirgreiðslu til heimila og fyrirtækja; einfaldlega vegna þess, að enn er allt á huldu um eiginfjár stöðu þeirra.
Enginn bankastjóri með réttu ráði, veitir lán, meðan hann veit ekki hvers virði eignir bankans eru né hve miklar þær eiga að vera. Á meðan, er atvinnulífið smám saman, að hrynja sama.
Þetta er fullnægilegt, til að skýra af hverju krónan er stöðugt að lækka; því verðgildi gjaldmiðla er einfaldlega byrtingarmynd stöðumats markaðarins á viðkomandi hagkefri, sbr. að hlutabréfaverð er sambæriegt mat á stöðu fyrirtækja.
Seðlabankastjóri hótaði að hætta nýlega
Ekki gleima þessu, sjá: Josefsson hótar að hætta. En honum fannst stefna ríkisstjórnarinnar gagnvart nýju bönkunum, ekki vera nógu skýr. Síðan var hann óánægður með fyrirkomulag, yfirtöku bankanna á fyrirtækjum, sem komast í þrot. Síðan var einnig mjög áhugaverð yfirlýsing hans, í sænsku blaðaviðtali, að fjárhagsleg endurreisn bankakerfisins, myndi að hans mati, kosta 85% af þjóðarframleiðslu - þ.e. liðlega 1200 milljarða. Sjá: Mats Josefsson.
Eva Joly: hótun hennar um að hætta
Þetta er einungis nýjasta byrtingarmynd, þess hve gölluð verkstjórn ríkisstjórnarinnar er. Frétt MBL.is - Eva Joly íhugar að hætta og síðan næsta frétt MBL.is um málið - Góð og gagnleg skoðanaskipti. Hugsa sér, að enn er ekki búið að afhenda henni skrifstofu. Það hefði, einungis átt að vera eins dags verk. Síðan, virðist ekki enn vera búið að ráða neina aðra af þeim erlendu sérfræðingum, sem hún hefur bent á og lagt til; nema hana sjálfa.
SLÓÐAHÁTTUR RÍKISSTJÓRNARINNAR, ER AÐ VERÐA AÐ STÓRFENGLEGU ÞJÓÐFÉLAGSMEINI!
Kv. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
10.6.2009 | 01:53
Kostir/Ókostir við Icesave lánið!
Eins og allir vita, þá eru miklar deilur uppi, um nýgert samkomulag um Icesave, sem ríkisstjórnin, hefur gert við hollensku og bresku ríkisstjórnirnar. Mikill hiti er hlaupinn í þessa deilu, og brigsl um svik við þjóðina, hafa hlaupið af vörum og lyklaborðum talsmanna landsmanna.
Samkvæmt samkomulaginu, er lán upp á 650 milljarða króna, miðað við núverandi virði krónunnar í pundum, tekið til 7 ára, á 5,5% vöxtum. Lánið, er með þeim hætti, að engar greiðslur eru af því yfir lánstímabilið, þ.e. vaxtagreiðslur upp á 35 milljarða á ári, bætast aftan á lánið. Lauslega áætlað virði þess, við samingslok, er um 900 milljarðar ef áfram er miðað við núverandi stöðu krónunnar gagnvart pundinu. Stjórnvöld telja, að eignir geti gengið upp í lánið, á bilinu 75 - 95%, eftir 7 ár.
Kostir við þessa afgreiðslu
Kostirnir við þetta, eru að lánið má greiða upp hvenær sem er, á samingstímabilinu, ef Íslendingum tekst að útvega sér annað lán, eða þá að kaupandi finnst, sem er til í að yfirtaka eignir Landsbankans sáluga gegn yfirtöku á láninu. Fyrir okkur væri, slíkur samingur mjög hagstæður; en á móti kemur, að líkur á slíkri útkomu eru ekki endilega miklar.
Aðrir kostir eru, að með þessu, er deilan við Breta og Hollendinga, úr sögunni, og ekkert því lengur til fyrirstöðu; að sækja um aðild að ESB. En, meðan deilan væri óleyst, væri einnig tómt mál, að tala um að sækja um slíka aðild, þ.s. stjórnvöldum þessara ríkja, væri mjög í lófa lagið að blokkera slíkt umsóknarferli, og það eins lengi og þeim sýndist - enda er það enn þann dag í dag þannig, að hvert aðildaríkja ESB þarf að samþykkja nýtt aðildarríki.
Ókostir við þessa afgreiðslu
Stærsta spurningin, er sennilega hvort það stenst, að Tryggingasjóður innistæðueigenda, eigi fyrsta rétt að affrystum eignum, landsbanka Íslands sáluga í Bretlandi. Með öðrum orðum, hvort að neyðarlögin, koma til að standast. Þetta er mjög mikilvæg spurning, þ.s. ef neyðarlögin standast ekki, með öðrum orðum, ef Tryggingasjóður innistæðueigenda, missir þann fyrsta veðrétt sem honum var tryggt með neyðarlögunum, þá mun hann þurfa að keppa við aðra kröfuhafa um bitann.
Enn þann dag í dag, hefur ekki reynt á neyðarlögin fyrir dómi, svo þ.e. einfaldlega ekki vitað, hvort þau munu standast, þegar til kemur. Vegna þess, að aðrir kröfuhafar, hafa sannarlega áhuga á þessum bita, þá getur vart talist nokkur vafi á, að einhver stór aðili mun fara í mál, og krefjast réttar síns, fyrir íslenskum dómstólum.
Ekki værum við í betri málum, ef mál myndu dragast á langinn og dómur ekki falla fyrr en eftir að lánið hefur verið greitt upp eins og hægt er, með eignunum. Í því tilviki, ef dómur félli stjórnvöldum í óhag, væri algerlega augljós hætta á að skaðabóta krafa myndi vera gerð á hendur ríkinu. Í því tilviki, sem dómur hefði fallið þeim aðila í hag, væri einnig allar líkur á að þeim aðila myndu einnig vera dæmdar feikn háar skaðabætur.
Vart þarf að taka fram, að um leið og það kæmi til, að dómsúrskurður félli, um að neyðarlögin stæðust ekki, myndi ekki bara einn stór aðili hugsa sér til hreyfings. Þeir myndu sennilega allir, fara í mál við ríkið um skaðabætur. Ég er hér að tala um, útkomu þ.s. megnið af skuldinni lendi á ríkinu, þ.e. þjóðinni; þannig að það fáist einungis 10 - 20% upp-í. En það er útkoman, ef Neyðarlögin standast ekki. .
Eftir þessa útskýringu, ætti öllum að vera ljóst, hve áhættusamt, það er að samþykkja að taka á sig þessar skuldbindingar, meðan enn hefur ekki reynt á Neyðarlögin fyrir dómi. Í ljósi þessa, er það ljóst; AÐ HREINASTA GLAPRÆÐI VÆRI FYRIR ALÞINGI AÐ SAMÞYKKJA ÞESSA ICESAVE SAMINGA.
Að mínum dómi, eru aðrir gallar þó slæmir, ekki eins háskalegir. Ef neyðarlögin standast, er það fyrst og fremst spurningin, hvað fæst í raun og veru upp-í. Það er einfaldlega ekki vitað, með neinni vissu. Það eru líkur á niðurstöðu, allt frá því að allt lánið greiðist upp með eignum, yfir í að jafnvel minna en helmingur geri það. Um þetta er umtalsverð óvissa, og er engin leið á þessum tímapunkti, að legga líkur við hvort er líklegra. Þetta fer af stærstum hluta, eftir framgangi heimskreppunnar, og hve snemmma og einnig, með hve öflugum hætti, Bretland og önnur Evrópuríki, koma til með að rétta úr kútnum.
Eins og sést af þessari mynd, er kreppan í Evrópu, töluvert verri, heldur en kreppan í Bandaríkjunum, meðaltal ESB er 4,4% - Bretland stendur sig betur en meðal ESB landið. Innan Evrópu er mikill munur milli landa, eins og sést, að þýska kreppan er umtalsvert dýpri en meðaltalið. Síðan koma lönd, sem standa enn verr en það, t.d. Úngverjaland, Eystrasalt-löndin, Búlgaría og Grikkland.
Hið augljósa sem sést af þessu, er að það mun taka Evrópu lengri tíma en Bandaríkin að rísa upp á ný. Þetta er mikilvægt atriði að hafa í huga, þegar við vegum og metum líkurnar á, að hve miklu leiti eignir Landsbankans sáluga, munu duga fyrir Icesave. Það er vitað, að há spárnar reikna allar með, að eftir 7 ár, hafi hagkerfi Evrópu náð að rétta vel úr kútnum og hagvöxtur sé orðinn góður og jafn, á ný.
Málið er, að það getur fullt eins gerst, að efnahags-bati verði hægur og hann dragist á langinn. Með öðrum orðum, að við kreppunni taki stöðnun eða mjög hægur hagvöxtur um einhverra ára skeið. Ef hlutir fara á þann veg, getur alveg verið, að 7 ár dugi einfaldlega ekki, til að hagkerfi Evrópu hafi unnist tími til að rétta fyllilega við sér.
Hérna, verða menn að vega og meta,,,hversu djúp menn trúa að kreppan muni verða og hve langvarandi. Eitt er, að stórir þekktir spkænskir bankar, reykna með að það taki Spán 5 ár að rétta úr kútnum. Það getur þannig, gefið smá 'hint' hvað stofnanir sem eru óháðar stjórnvöldum telja.
Síðan er það spurningin, hvaða áhrif lánið hefur á lánshæfismat Íslands. Það er á engan veg, augljóst að þetta lán, muni ekki hafa nein neikvæð áhrif á lánshæfismat Íslands. Eftir allt saman, er þetta bísna hátt hlutfall af okkar landsframleiðslu,,,sem er um 1500 milljarðar. Einnig eru skuldir okkar, þegar orðnar allnokkrar. Að auki, er halli á ríkissjóði sífellt að bæta við. Til viðbótar, má bæta að starfandi Seðlabanka-stjóri, hefur lýst yfir að hann telji kostnað við endurreisn bankanna, verða um 85% af þjóðarframleiðslu. Hafa ber í huga, að lánshæfismatið hefur þegar verið lækkað úr A klassa niður í B klassa. D klassi er svokallað rusl, þ.e. skuldbindingar sem eru taldar nánast einskis virði. Ef við, lendum í C, erum við þá komin niður í lánshæfismat þeirra ríkja, sem versta standa í heiminum. Sem dæmi, kvá Lettland vera komið í C.
Þetta er ekkert smá mál, því þá versna öll lánskjör og vextir af skuldum hækka,,,og enn erfiðara verður að standa undir þeim.
Það er mikið alvöru mál, hvað við skuldum mikið og hve mikið er vitað að mun bætast þar við. Ef til vill, er Icesave, þúfan - eða nánar tekið hlassið - sem veltir öllu um koll.
Nðurstaða:
Það er ljóst, að áhættan af því að taka þetta Icesave lán, skv. samkomulagi ríkisins við Breta og Hollendinga, er gríðarlega áhættusamt athæfi.
Ég verð að meta það svo, að áhættan sé umtalvert meiri, heldur en kostirnir.
Við verðum að vona, að Alþingis-menn, hafi kjark til að fella þetta mál - - eða til vara, að forseti Íslands, hafi kjark til að vísa þessu til þjóðarinnar.
Kveðja. Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 15:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggfærslur 10. júní 2009
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 7
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 380
- Frá upphafi: 871908
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 353
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 6
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar