Árni Páll Árnason, og greiðvirkni Evrópusambandsins!!

einar_bjorn_bjarnason-2_840014.jpgÁrni Pál Árnason, lét nokkur fleyg orð falla á Fundi Aljþóðamálastofnunar HÍ í morgun:

Hann sagði; Ísland þverbrjóta samninginn um Evrópska efnahagssvæðið. Einnig, "að óvíst sé hvort það takist nokkurn tíma ef við höldum í gjaldmiðil sem hefur ekki nokkra burði til að hafa raunverulegt verðmæti á opnum markaði."

Árni Páll segir mikinn skilning á aðstöðu Íslands innan Evrópusambandsins. Það sýni afstaða ESB að leyfa Íslandi að halda markaðsaðgangi fyrir sjávarafurðir þrátt fyrir að þverbrjóta EES samninginn. „Við erum á tímabundinni undanþágu vegna þess að við getum ekki staðið við grundvallarforsendur samningsins, sem er frelsi í fjármagnsviðskiptum. Þá undanþágu fáum við ekki til eilífðarnóns.“

"Árni Páll segir að Íslendingar geti ekki treyst á EES samninginn í því uppbyggingarstarfi sem framundan er. „Við erum ekki að uppfylla skyldur okkar samkvæmt honum og það er fugl í skógi hvort okkur tekst það nokkru sinni, með gjaldmiðil sem að ekki hefur neina burði til þess að hafa raunverulegt verðmæti á opnum markaði.“"

 

Ef marka má Árna Pál, er Evrópusamandið, þegar að gera okkur Íslendingum, stórfenglegan greiða, með því að hafa ekki þegar gripið til "gagnaðgerða" gagnvart okkur. En 'gagnaðgerðir' er ekkert annað en fínt orð, yfir efnahagsþvinganir. En, slíkar efnahagsþvínganir, fara nokkurn veginn sjálfvirkt af stað, skv. reglum evrópska efnahagssvæðisins, þegar brot á reglum þess verða ljós þeim, sem fara fyrir eftirlitsstofnunum svæðisins.

Við skulum láta það liggja á milli hluta, hvílíkur stór greiði það er við okkur, að ESB láti vera að sparka í okkur, við þær aðstæður sem við búum við. Þetta er samt sem áður raunverulegur punktur, þ.e. að binda verður enda á gjaldeyrishöftin.

Það er þó ekki hægt þó að gera, með upptöku Evru. Enda, er Evra ekki uptakanleg, fyrir okkur, innan tímaramma, sem gagnast okkur gagnvart núverandi bráðakrísu.

Sú hugmynd Samfylkingar, að upptaka Evru geti tekið einungis 4 ár, er að mínu mati, algerlega óraunsæ. Við verðum, að mínu mati, að hugsa í lengri tímaramma, en 4 árum. Innan áratugs, er sennilega þó mögulegt, ef allt gengur upp.

 

Kveðja, Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur


Helvítis klúður!!

Einar Björn BjarnasonÞegar bankarnir féllu, þá varð íslensku ríkisstjórninni, það á, að gleyma jafnræðisreglu Evrópusambandsins. Þetta gerðist, þegar ríkisstjórnin ákvað að ábyrgjast, allar innistæður hér heima á Íslandi, á meðan að innistæðueigendum annars staðar, var einungis boðið upp á lágmarkstryggingu skv. reglum Evrópusambandsins, þ.e. hinar frægu 20.000 Evrur. Þetta, er hreint brot á jafnræðisreglu ESB.

Eins og kom fram í féttum í gær, ætlar hópur 200 hollendinga, sem áttu hærri upphæðir á Icesave reikningum en 20.000 Evrur að kæra íslenska ríkið fyrir Eftirlitsstofnun EFTA, ef þeim verður ekki greitt út þegar að fullu.

Þetta er hið alvarlegasta mál, því augljóslega, er þetta einungis toppurinn á ísjakanum. Þar sem brot Íslendinga, er alveg krystaltært, á reglum ESB og EES um svokallað jafnræði; þá er alveg öruggt að ríkið mun tapa málinu.

Það er ekki hægt annað að segja, en að síðan Ísland braut á rétti innistæðueigenda, Icesave, að þá höfum við mátt eiga von á slíku, sem þessu. Þar sem, mjög margir fleiri, eru þarna úti, sem telja sig eiga hönk í bakið á okkur Íslendingum, vegna Icesave; þá er ljóst að þetta er einungis byrjunin á sambærilegum málarekstri gegn okkur. Augljóst, að þetta er í raun og veru prófmál.

Bresku og Hollensku ríkisstjórnirnar, hafa lofað okkur láni, upp á liðlega 600 milljarða, til að tryggja greiðslu innistæðutrygginga, vegna Icesave. En, það er einungis, til að tryggja greiðslur vegna 20.000 Evru lágmarksins. Þær ríkisstjórnir, hafa sætt sig við, fyrir sitt leiti, að við munum ekki greiða meira. Vandinn, er sá, að raunverulegar heildarupphæðir, eru miklu mun hærri en þetta. Með öðrum orðum, langt yfir því, sem við Íslendingar erum fær um að borga.

Ef samkomulag þetta heldur ekki, þá er það ekki flóknara, að við erum gjaldþrota. Ef, mál fara á þann veg, eru einnig möguleikar okkar til að sækja um aðild að ESB, í fullkomnu uppnámi.

 

Einar Björn Bjarnason, stjórnmálafræðingur og Evrópufræðingur.


Bloggfærslur 1. maí 2009

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.10.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 372
  • Frá upphafi: 871909

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 347
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband