27.4.2009 | 13:54
Inn í Evrópusambandið?
Sæl, öll sömul. Það er greinilegt, að Evrópusambandsmálið, er að reynast eins erfitt fyrir ríkisstjórnarflokkana eins og maður gat átt von á. Tvær hugsanlegar leiðir, til úrlausnar eru til staðar. Sú fyrri, sem allir þekkja, er tvöföld atkvæðagreiðsla. Slík lausn er umdeild, sannfærðir Evrópusinnar, eru pent á móti, telja fullkomlega nægilegt, að atkvæðagreiðsla fari fram þegar samningaviðræðum sé lokið. Þeir eru margir, innan raða Samfó. Hin leiðin, sem er áhugaverð, er að málið verði leyst einfaldlega innan Alþingis; þ.e. yfirlísing verði gefin frá stjórnarflokkunum, að tillaga um að senda umsókn um aðild, verði lagt fram sem þingmanna frumvarp, ekki formlegt stjórnarfrumvarp, og að allir flokkar samþykki að þingmönnum sé frjálst að greiða atkvæði í samræmi við samvisku sína.
Fyrri lausnin, hefur þann kost að vera, lýðræðisleg. VG og Sjálfstæðisflokkurinn, hafa gefið út að þeir flokkar myndur sætta sig við niðurstöðu slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu. Benda, ber einnig á, að þegar Búsáhalda-byltingin átti sér stað, var öflug krafa um aukið lýðræði, að stór umdeild mál skuli fara í þjóðaratkvæði. Sannarlega, mun aðild, fara í þjóðaratkvæði, hvort sem er, fyrir rest. En, það er ekki út í loftið, að fara í aðra þjóðaratkvæða-greiðslu, um sjálfa spurninguna um hvort á að sækja um aðild. Augljóslega er þjóðin mjög klofin í málinu, og hugsanlegur meirihluti fyrir aðild á Alþingi er sá minsti mögulegi. Það, gæti verið leið sátta í málinu, að fara í þessa þjóðaratkvæðagreiðslu. þjóðin, verður nægilega klofin, seinna í ár, þegar seinna hrunið mun eiga sér stað, þ.e. hrun fjölmargra fyrirtækja, með tvöföldun eða jafnvel þreföldun atvinnuleysis. Málið, er að það er raunveruleg hætta, að ástandið fari úr böndum, að reiði brjótist út i fjölmennum mótmælaaðgerðum á ný, enn fjölmennari en áður - - þannig að það er rík ástæða, til að fara leið sátta í þessu máli - svo að hatrammar deilur séu ekki um það mál líka.
Hin leiðin, getur einnig verið leið sátta, þ.e. að fela Alþingi að afgreiða málið, leggja málið fram sem þingmanna frumvarp, og leifa einstökum þingmönnum að greiða atkvæði skv. samvisku. Ljóst, er þó, eins og ég sagði áðan, að hugsanlegur þingmeirihluti, er mjög tæpur. Líklegt, er að málið, fari í langar og tafsamar samninga viðræður í nefnd. Ég tek fram, að Framsóknar-menn, munu ekki samþykkja slíkt frumvarp, af flestum líkindum, nema að samningsmarkmið þau sem við höfum lagt fram, verði tekin inn. Þetta mál, myndi sennilega taka mestann þann tíma, sem næsta þing myndi starfa.
Einn punktur, verður athugunar. Formlegt umsóknarferli, er mjög krefjandi verkefni fyrir íslenska stjórnkerfið. Það er mjög lítið, með mjög fáa starfsmenn, samanborið við stjórnkerfi annars staðar. Punkturinn er sá, að yfirferð yfir alla 32 kafla umsóknarinnar, sem reglum ESB samkvæmt verður að taka fyrir í ákveðinni röð, eru þær að kafla má ekki hefja fyrr en sá næsti á undan hefur verið kláraður skv. nýjustu reglum ESB um umsóknarferli. Sannarlega, höfum við þegar klárað marga kafla. En, þ.s. ESB heldur sig við formið, þá þarf samt að yfirfara alla kaflana, til að sannfæra að þeir hafi verið kláraðir. Einungis, þegar því er lokið, og embættismenn Framkvæmdastjórnarinnar hafa kvittað fyrir þá kafla með formlegum hætti, er hægt að byrja á þeim köflum sem raunverulegar samningaviðræður þarf að fara fram um. Það sem ég er að reyna að koma að, er að þessi yfirferð mun reyna mjög mikið á stjórnkerfi okkar, sem á sama tíma er einnig að reyna að glíma við mestu kreppu sem Ísland hefur gengið í gegnum. Ef, ríkisstjórnin, leggur höfuðáherslu á að hraða aðildarumsóknar ferlinu, þá mun eitthvað annað þurfa að láta undan, þ.e. aðgerðir gagnvart bráðavanda í efnahagsmálum, gætu liðið fyrir það, annað hvort tekið lengri tíma í vinnslu eða vandvirkni í vinnubrögðum gæti liðið fyrir þetta. Hinn möguleikinn, er sá að leifa umsóknarferlinu að dragast eitthvað á langinn. Menn verða að meta, hvort er stærri ógnin; þ.e. dráttur umsóknarinnar eða dráttur bráða-aðgerða gegn kreppu. Þannig séð, væri það ekki út í loftið, að hafa tvöfalda atkvæðagreiðsu, þ.s. þá væri þessi kaleikur tekinn af stjórnkerfinu, þ.e. ef þjóðin hafnaði umsókn.
Leiðrétta ber ákveðinn misskiling. Haldið hefur verið fram, að Íslendingar muni fá að tengja krónuna við Evru, eða að ECB (European Central Bank) muni verja krónuna við +/- 15% vikmörk, um leið og umsóknarferlið um ESB (Evrópusambandið) hefst formlega. Samkvæmt reglum ESB, er þetta ekki rétt. Alveg frá upphafi vega, þ.e. frá stofnun EB (Evrópubandalagsins) á sínum tíma, hefur verið lögð rík áhersla á, að aðild að stofnunum sambandsins fáist einungis eftir að formleg aðild er gengin í garð, með formlegum hætti. Síðar, þegar EB verður ESB, er sömu grundvallar reglu haldið, þó með þeirri undantekningu að þegar Evrópska Efnahagssvæðið var stofnað, þá var þjóðum þar fyrir innan veitt aðild að svokölluðu 4 frelsi. En, fram að þessu, hefur ESB ekki veitt neina auka-aðild að ERM II, sem er gjaldmiðla samstarf Evrópu, sem notað er sem fordyri að Evrunni. Þetta er punkturinn, innan ERM II væri krónan varinn, skv. reglum ERM II, af ECB innan +/- 15% vikmarka. Aðild að ERM II getum við fengið, eftir að aðildarferli hefur formlega lokið með fullri formlegri aðild, ekki fyrr. Tal um að við fáum aðild að ERM II um leið og umsókn er send inn, er KJAFTÆÐI.
Ég veit ekki, hvað fólki sem heldur þessu fram, gengur til. En, missagnir sem slíkar, skapa tortryggni, og skaða málstað þeirra sem vilja aðild. Ég beini því til þeirra, allra vinsamlegast, sem eru einlægir talsmenn aðildar, að hafa sannleikann í fyrirrúmi. Þannig munu þeir hugsanlega vinna þetta mál. Lygi, aftur á móti, getur valdið því að þjóðin snúist sterkt á móti. Enda, ríkir í dag sterk tortryggni úti í samfélaginu, eftir að þjóðin komst að þeirri niðurstöðu að ríkisstjórn Samfó og Sjálfstæðisflokks, hefði logið að sér. Sú, tilfinning að hafa verið svikin í tryggðum, var einmitt eitt af stóru ástæðunum fyrir því, að fólk fór út á göturnar, að mótmæla. Munið eftir kröfunni, um að fá að vita sannleikann. Í þessu samhengi, er það algert glapræði, að reyna að beita blekkingum.
HÖFUM SANNLEIKANN Í FYRIRRÚMI. Höfum það mín lokaorð.
Kær kveðja, Einar Björn Bjarnason, Evrópufræðingur og Stjórnmálafræðingur, og nú einnig Framsóknarmaður með meiru.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggfærslur 27. apríl 2009
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.10.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 372
- Frá upphafi: 871909
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 347
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar