Af hverju er svo mikill skortur á samstöðu, akkúrat núna?

Sú deila sem nú stendur, er mjög óvenjuleg - því aldrei í lýðveldissögunni, hefur meira verið í húfi fyrir utan árið 1949 þegar Ísland gerðist stofnaðili að NATÓ.

Það er því, mjög eðlilegt að aldrei síðan þá, hafi deilur verið hatrammari. 

Liggur í eðli hlutanna.

------------------

 

Mín persónulega skoðun, er að Ísland sé gjaldþrota, þ.e. að fullkomlega ómögulegt sé að standa undir okkar skuldastöðu.

Að vísu er rétt, að Japan skulda meira í hlutfalli við landsframleiðslu en við gerum og Grikkir eru ekki mjög langt fyrir neðan okkur.

 

Á hinn bóginn, þarf að hafa í huga tvennt:

  • Gjaldmiðill okkar er ekki gjaldgengur, um þessar mundir. Afleiðing þess, er að ekki er mögulegt að greiða af erlendum skuldum, með krónum - af því að erlendir aðilar, vilja ekki lengur kaupa þær. <Mest um þetta ráða gjaldeyrishöftin, en fyrir nokkru síðan voru þau hert af Seðlabankanum, og lokað á að aðilar er eiga krónur á erlendum reikningum, geti flutt þær heim. Seðló hrósar sigri, því hann telur sig þannig hafa bundið enda á gjaldeyrisbrask. Vandinn er sá, að hann með þeirri aðgerð, batt einnig enda á möguleika innlendra aðila, til að greiða sínar skuldir með því að selja krónur til erlendra aðila. Þannig, gróf Seðló því krónuna niður á dýpri stað>
  • Afleiðing, einungis hægt að greiða af skuldum með gjaldeyristekjum. Vegna þess, að aðilar geta ekki notað sínar krónutekjur, verða allir að leita í sama brunninn, þ.e. gjaldeyristekjur þjóðarinnar. Því miður eru þær þegar fullnýttar og gott betur. En, þ.e. í reynd viðvarandi viðskiptahalli. En, þegar vaxtagjöldum þjóðarinnar er bætt við þjóðhagsreikninga, þ.e. liðnum "þáttatekjur" þá er heildarreikningur utanríkisverslunar neikvæður. Hann verður það næstu árin, skv. Hagstofu Ísland.

Hafið í huga, að þegar þetta ár er þetta dæmi neikvætt. En, þá er ekki enn komin inn vaxtagjöld af lánum frá Norðurlöndunum, né Icesave.

 

Þjóðarbúskapurinn, áætlun til 2014: Vorskýrsla 2009

Viðskiptajöfnuður, % af VLF
2008                          -23,3
2009 - 2014                 -1,2
2011                             -1,1
2012                             -2,1
2013                             -1,2
2014                             -1,1

 

Ríkisstjórnin vonast til að dæmið leysist með tvennum hætti:

  1.  Frekari samdráttur innflutnings. <En, hann þarf þá að verða mjög verulegur í ofanálag, ef sem dæmi vöruskiptajöfnuður á að verða þegar á næsta ári, hagstæður um cirka 160-180 milljarða. Það væri hækkun um á milli 80-100 milljarða, frá árinu í ár, sem er metár í afgangi af vöruskiptum þegar miðað er við lýðveldístímann.> <Miðað við hagsögu Íslands, myndi slíkur samdráttur helst nást fram með, frekari samdrætti í efnahagnum, þ.e. að næsta ár verði grimmt samdráttarár eins og það sem nú er að líða.> <Það passar ekki við auglýst plön um að efnahagsbati hefjist á næsta ári, en persónulega tel ég, að næsta ár verði samdráttarár.>
  2. Aukning útflutningstekna. <Hafa ber í huga, að tíma tekur að reisa nýjar verksmiðjur, þannig að þær fara ekki að auka útflutningstekjur fyrr en eftir nokkur ár.> <Helsta vonin er því, að fjárfestingin meðan á byggingaframkvæmdum stendur, muni verða okkur veruleg lyftistöng. Þ.e. þó vandi á, að megnið af fjárfestingunni fer beint í uppbygginguna, og eykur gjaldeyristekjur nákvæmlega ekki neitt. Einungis sá hluti, sem fer í það, að kaupa krónur af Seðlabanka til að borga innlendum verkamönnum laun, eykur þær. Hafa ber þó í huga, að ekki er algerlega öruggt, að þau verktakafyrirtæki er hreppa hnossið eftir fjölþjóðlegt útboð á EES svæðinu, myndu kjósa að nota innlenda verkamenn.> <Þ.e. því einungis hluti af fjárfestingunni, sem myndi auka gjaldeyristekjur.>

Ég er sem sagt, mjög sterkt skeptískur á, að dæmið geti gengið upp.

Ég vil því, óska sem fyrst eftir almennum fundi kröfuhafa Íslands, þ.s. farið væri fram á verulegann afslátt skulda, gegnt því að áfram verði haldið að borga af þeim. Annars, verði því hætt - og farið í greiðsluverkfall, um nokkur ár eða þangað til, að slíkir samningar myndu nást.

-------------------------------------------------------------------

 

Hvernig kemur þetta spurningunni um samstöðu við?

Samstaða verður að byggjast á grunni, sem raunhæft er að þjóðin geti orðið sátt við.

Þjóðin, verður að trúa því, að sú leið sem verði fyrir valinu, sé raunverulega sú minnst slæma fyrir hana, út úr þessum ógöngum. 

Mín persónulega skoðun er, að það sé sú leið sem ég hef nefnt, þrátt, fyrir marga og mjög slæma galla, sé sú leið.

Ég er sem sagt að segja, að leið ríkisstjórnarinnar, sé líkleg til að skila verri niðurstöðu, hvað varðar lífskjör til framtíðar.

Þetta, er mikilvægt að hafa í huga, því engin leið er að ná sátt við þjóðina, ef þjóðin trúir ekki á það, að leiðin sé hin rétta.

 

Kv.


Bloggfærslur 27. desember 2009

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871903

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband