28.11.2009 | 16:53
Ísland er gjaldþrota!
VIð skulum horfast í augu við okkar raun stöðu, þ.e. gjaldþrot. En, þ.e. engin leið, ekki mögulegt, að Ísland geti staðið undir núverandi skuldastöðu. Þau lán, sem fást með samþykki Icesave samkomulags, gera ekkert annað en að lengja í hengingaólinni, þ.e. eins og Gylfi Magnússon hefur í reynd viðurkennt, þá stendur til að not það fé til að standa straum af afborgunum annarra lána. Svipað og að borga VISA með EURO.
Hafandi þetta í huga, þá sé ég ekki að nægileg ástæða sé til að samþykkja núverandi Iceave samkomulag, heldur að þess í stað, eigum við þegar að hefja undirbúning "GJALDÞROTS". Þ.e. yfirlísingarinnar, "DEFAULT."
En, þ.e. tálsýn að Evrópusambandið muni redda okkur. En, von ríkisstjórnarinnar, virðist vera, að fé það sem fáist frá Norðurlöndunum, Póllandi og AGS; dugi til að fleyta okkur í gegnum samningaferli, og síðan formlega inngöngu í Evrópusambandið. Það verði sett fram mjög "stark choise" þ.e. innganga eða gjalþrot. Þannig verði unninn sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vonin, er þá að Evrópusambandið, hafi komið með þeim hætti til móts við okkar stöðu, að inngangan feli í sér raunverulega von um að gjaldþroti verði forðað.
En, hvað ef eitthvað stendur á bakvið slíka von?
- Evrópusambandið, fram að þessu, hefur ekki veitt neinu meðlimaríki stórfellda efnahagsaðstoð, í tengslum við efnahagsörðugleika af völdum núverandi kreppu. Ekki veit ég af hverju, Ísland ætti að fá slíka aðstoð frekar en Úngveraland eða Eistland, en ESB hefur bent þeim á að leita til AGS, og hafa þau bæði eins og Ísland, verið í AGS prógrammi.
- Reglum skv., um leið og aðildarferli er lokið; þ.e. öll meðlimaríki ESB hafa lokið formlegu staðfestingarferli aðildarsamnings nýs ríkis, og það ríki hefur einnig formlega staðfest sinn aðildarsamning í þjóðaratkvæðagreiðslu og af eigin þingi; þá getur viðkomandi þjóð óskað aðildar að ERM II sem er gjaldmiðlasamstarf ESB, er þjónar hlutverki fordyris að EVRU aðild. En, skv. ákvæðum ERM II er gjaldmiðli haldið innan +/- 15% vikmarka, og seðlabanki Evrópu grípur inn í ef gjaldmiðill ætlar að sveiflast út fyrir þau mörk. Von, ríkisstjórnarinnar, virðist vera að Ísland fái einhvers konar, snemm aðild að þessu fordyri, sbr. tal stjórnarliða einkum úr Samfó, um að Seðlabanki Evrópu muni samþykkja að styðja krónuna, fljótlega eftir að umsóknarferli hefst, eða nánar tiltekið, að Seðlabanki Evrópu verði beðinn um slíkann stuðning, í ljósi fordæmalausra aðstæðna Íslands - eins og það hefur verið orðað.
- Ég ætla ekki að fullyrða, að fullkomlega vonlaust sé að fá fram slíka, snemm aðild, þrátt fyrir að enn sé þá ekki fullljóst að Ísland komi til með að verða aðildarríki. Að sjálfsöðu, myndi slík "gesture" skapa hugsanlega verulegan góðvilja hjá þjóðinni, gagnvart ESB. Það gæti því, hjálpað verulega því, að aðild yrði samþykkt seinna. Ég reikna með, að aðildarsinnar þeir sem sytja í samninganefnd Íslands, séu líklegir til að beita slíkum rökum.
- Ahtugið þó, að slík snemm aðild væri undantekning frá megin reglu, sem felur það í sér, að einróma samþykki aðildarþjóða ESB þarf svo einhver von sé til að fá slíka undantekningu fram. En, aðildarþjóðir ESB eru á verulega misjöfnu þróunarstigu hvað hagþróun varðar, sem dæmi eru Búlgaría og Rúmenía, meðal aðildarþjóða er myndu þurfa, að samþykkja að Ísland sé verðugt sérstakrar samúðar og tillits, en þær þjóðir eru umtalsvert fátækari en t.d. Pólland, en þó hafa Pólverjar verið að koma hingað í leit að betri lífskjörum sem enn þann dag í dag, eru betri hér en þar þrátt fyrir krepppu. Svo, það má virkilega, velta því fyrir sér, hvaða líkur séu til þess, að Búlgaría og Rúmenía, samþykki að Ísland, beri að fá sérstakt tillit.
- Síðan er það spurning um viðmiðunargengi, en hagstæð fyrir Ísland gengisskráning, myndi í reynd fela í sér, hreinan efnahagsstuðning - en, þá þyrfti væntanlega Seðlabanki Evrópu að dæla hingað Evrum, sennilega verulegu fjármagni, til þess að halda uppi krónunni; og því, lífskjörum Íslendinga. Þ.e. lífskjara stigi, ekki mjög fjari því sem við erum vön. Aftur á móti, verulega lægra viðmiðunargengi, t.d. á bilinu 250 - 300 Evrur per krónu; þá myndu lífskjör hér taka mikið högg, en Seðlabanki Evrópu væntanlega, ekki þurfa að dæla hingað inn nærri því eins miklu fjármagni. Hvor útkoman, væri því líklegri. En, mér virðist draumur Samfó liða, vera að fá Evrópu og nánar tiltekið, Seðlabanka Evrópu, til að halda uppi lífskjörum hérlendis, með beinum hætti, með þeim hætti að hann samþykkti að viðhalda krónunni í gengi, er væri hærra en líklegt markaðsgengi hennar sennilega er erlendis, um þessar mundi, t.d. 180 kr/Evru.
- Mín skoðun, er að líkur þess, að slíkt "free riding" fengist fram, séu fjarkalega litlar. Auka þess, er þegar hefur komið fram, grunar mig að draumurinn sé að losa gjaldeyrishöft um leið, og slíkt samþykki Seðlabanka Evrópu væri komið fram, og þannig að láta Seðlabanka Evrópu í reynd, borga út hin svokölluðu Krónubréf.
- Með öðrum orðum, þetta er líklegt tálsýn. Miklu mun líklegra, er að við stöndum frammi fyrir, að þurfa að hlíta nákvæmlega sömu viðmiðnum, og aðrar þjóðir er hafa áður óskað aðildar. Við skulum því hafa í huga, að staðfestingaferli 27 aðildarríkja, getur tekið milli 1-2 ár, og það hefst ekki fyrr en, við höfum lokið okkar hluta, þ.e.þjóðaratkvæðagreiðslu og látið Alþingi staðfesta fyrir sitt leiti. Ef, samningar taka eins og stefnt er að, milli 1-2 ár, þá erum við að tala um e-h á milli 3-4 ár. Fræðilega gæti þetta náðst, við lok núverandi kjörtímabils. En, spurningin er þá, hvort peningurinn endist það lengi, þ.e. hinir rúmu 600 milljarðar er teknir hafa verið að láni, til að styrkja gjaldeyrisvarasjóðinn?
- árið 2011 er mjög stór afborgun, milli 100 og 200 milljarðar, sú stærsta einstaka. Þetta lán, var lán sem tekið var til að endurreisa fjárhag Seðlabankans, í tíð ríkisstjórnar Geira og Sollu. Síðan hefur Seðlabankinn þegar þ.s. af er þessu ári, eytt um 70 milljörðum í að halda uppi gengi krónunnar. Tökum þær 2. tölur saman, og lækkum féð um 200 milljarða, og þá eru eftir 400, sem þurfa að duga fyrir öllum öðrum afborgunum út þetta tímabil, þar til við fáum stuðning ERM II, og einnig fyirir því að halda uppi gengi krónunnar, út það timabil.
- Þ.e. því ljóst, að í allra besta fallinu, stendur það mjög tæpt að þetta fjármagn, hreinlega dugi til að fleyta okkur áfram, út þetta tímabil.
- Stóra hættan, eru vanefndarákvæði Icesave samkomulagsins. En, mín tilfinning er sú að meira en 50% líkur séu til þess, að lánsfjármagnið dugi ekki, þannig að til þeirra vanefndarákvæða muni koma. Þ.e. vandefndirá öðrum lánum, leiði til gjaldfellingar Icesave láns, og síðan virkjun ákvæða samningsins um, að gengið sé að eignum ísl. ríkisins hérlendis sem og erlendis. Þ.e. nánar tiltekið, eignum sem skv. lögum í Bretlandi, má ganga að. Það eru eignir í hlutafélögum og fyrirtækjum í eigu ríkisins, sbr. Ríkisútvarpið, Landsvirkjun, Flugleiðir, o.flr. En, skv. breskum lögum, er ekkert athugavert við að ganga gegn Landsvirkjun, þ.s. í Bretlandi eru virkjanir að jafnaði í einkaeigu. Einungis sjálfs dreifikerfi landsnets myndi teljast undanskilið, þ.e. línurnar sjálfar, spennivirki og slíkir hlutir. Ef maður beinir sjónum að hitaveitu, væru með sama hætti, sjálf lagnakerfin undanskilin en sjálfsagt þykir í Bretlandi, að sjálf veitufyrirtækin séi í einkaeigu. Svo væntanlega kæmi fram krafa, um að einkavæða virkjanir landsmanna, og veitur - en, undanskilka sjálf dreifikerfin, í sérstöku félagi í eigu ríkisins, eins og fyrirkomulag er í Bretlandi. En varla þarf að taka fram, að mjög líklegt er að nýir erlendir eigendur myndu, krefjast hærra arðs af þeim fyrirtækjum, þannig að gera má ráð fyrir hækkun bæði rafmagns og hitaveitu, ef til vill milli 100 og 200%, jafnvel meira.
- Þetta er stóra hættan vuð Icesave samkomulagið, og ástæða þess, að ég vil hafna því þrátt fyrir að í kjölfar þeirra höfnunar, myndi líklega koma, gjaldþrot Íslands. Því, ef við verðum gjaldþrota, án þess að hafa lokið við Icesave samkomulagið, þá höfum við ekki veðsett með formlegum hætti eins og það samkomulag gerir ráð fyrir verðmætustu eignir ríkisins.
- Við getum ekki lengur lifað um efni fram, heldur neyðumst við til að lifa af því sem við framleiðum. Ef til vill, má skoða þ.s. jákvæða aðlögun. Þ.e. hrun hins núverandi ofurneyslu samfélags.
- En, við gjaldþrot missir Ísland allt "kredit" þannig að ekki mun vera um nein lánsvíðskipti að ræða. Með öðrum orðum, við munum þurfa að staðgreiða allann innflutning. Þá, þurfum við að eiga akkúrat fyrir honum, þ.e. nánar tiltekið, getum einungis flutt það inn, sem við eigum fyrir.
- Það verður því enginn möguleiki á viðskiptahalla, því viðskipti munu einungis geta farið fram fyrir þann gjaldeyri, sem er fyrir hendi.
- Fyrir bragðið, getur orsakast nokkur vöruskortur hérlendis. En, hægt er að bregðast við með þeim hætti, að stjórnvöld ásamt helstu útflutningsaðilum stofni með sér, innflutnings samlag er tryggði innflutning tiltekinna nauðsynja. Í því samlagi, mættu gjarnan vera einnig aðilar í ferðaþjónustu, er einnig hafa aðstöðu til öflunar gjaldeyris.
- Þ.e. því alveg hægt, að tryggja lágmarks vöruframboð. Má vera þó, að nauðsynlegt sé að úthluta því takmarkaða framboði, með skömmtunar seðlum.
- Fjöldi fyrirtækja, er mjög eru háð innflutningi um aðföng, myndu að líkum leggja upp laupana, og atvinnuleysi gæti cirka 2. faldast - jafnvel náð rúmum 20%.
- Með þessu, næði kreppan sinni hámarks dýpt. Eftir það, gæti hagkerfið smám saman náð sér.
- Ísland myndi hætta að greiða af erlendum lánum, og allar tekjur ríkisins er eftir væru, gætu farið til nota innan lands eingöngu. Sennilega, myndi meira fé losna, til að halda sjúkrahúsum og heilbrigðis kerfi í gangi, en nú er útlit fyrir. Það fer þó eftir því, hve djúp dýfa hagkerfisins verðu í kjölfarið á seinni dífunni.
- Ísland mun áfram búa að útflutningsfyrirtækjum í sjávarútvegi, áliðnaði og einnig gjaldeyrisskapandi ferðamennsku. Þ.e. gengi krónu myndi falla aftur stórt, en þó sennilega ekki lengra en á milli 200 og 300 Evrur; sem ætti að skapa mjög hagstæð skilyrði fyrir gjaldeyrisskapandi útflutnings starfsemi og aðra gjaldeyrisskapandi starfsemi.
- Í þessu felst leiðin út úr þessum ógöngum, þ.e. í því að nota það skjól sem felst í því að vera ekki lengur hluti af alþjóðlega lánsfjármarkaðinum, til þess að skapa fleiri tegundir af útflutningsiðnaði.
- Ath., annað hrun, sem þetta gæti kallast, skapar útflutnings iðanaði, engin óleysanleg vandamál. Ekki þarf annað til, en að útflutnings fyrirtæki eigi í traustum erlendum banka, reikninga til þess að erlendir aðilar treysti sér til að eiga við þau viðskipti. Síðan, geta þau fyrirtæki út á þá reikning, einnig fengið fyrirgreiðslu. Þ.s. skiptir máli fyrir útlendinga, er að mótaðilinn hafi traust tekjustreymi og einnig, að reikningar viðkomandi séu í bönkum er njóta trausts. Hvort tveggja, er vel leysanlegt við þessi skilyrði.
- Þetta væri örlítið flóknara fyrir ferðaþjónustu fyrirtæki, en þau eru með starfsemi eingöngu innan lands flest hver, en fá til sín greiðslur í erlendum gjaldeyri. Þau þurfa því, a.m.k. eina starfhæfa innlenda bankastofnun, það gæti t.d. verið MP banki, ef staða hans er raunverulega nægilega góð.
- Erlend álfyrirtæki, er starfa hérlendis, hafa í gegnum það að vera hluti af stórum erlendum auðhringjum, aðgang að fjármagni algerlega burtséð frá því hvað gerist að öðru leiti fyrir ísl. hagkerfið. Gjaldþrot okkar, hefði engin áhrif á þeirra starfsemi, þ.s. þeirra "kredit" byggist á þeirra móður fyrirtækjum, og er því með engum hætti tengt stöðu Íslands "per sé".
- Erlendar skuldir munu þó ekki hverfa, þ.s. ekki er hægt að gera upp þjóð með sama hætti og fyrirtæki eða einstakling, þó ef til vill sé Iceave samkomulagið, tilraun til slíks. Þær skuldir verða því allar til staðar áfram, og munum við á einhverjum tímapunkti þurfa að semja um greiðslur þeirra á ný.
- Á móti kemur, að eftir nokkur ár af engum greiðslum, ættu flestir aðilar vera til í að slá umtalsvert af kröfum sínum gegn því, að fá eitthvað greitt. Ein hugsanleg formúla gæti verið 50% af, hafin greiðsla á 50% af þvi sem eftir er, en seinni helmingur þess sem eftir er verði einungis greitt skv. skilgreindum markmiðum um efnahagslega framvindu.
- Eftir nokkurra ára skjól, ef til vill heill áratugur, þ.s. Ísland hefur ekki verið að greiða neitt af erlendum lánum, ætti að hafa unnist tími til að byggja upp nýjar útflutnings greinar. Þjóðin ætti að hafa náð því að venjast því, að eyða minna. Og, bjartara ætti að geta verið framundan, þ.s. útflutningur verður hærra hlutfall af okkar neyslu og viðskiptahalli verður ekki lengur viðvarandi, oft árum saman. Með öðrum orðum, að neysla verði í betra samræmi við raunverulega verðmætasköpun.
- En, þ.e. einmitt þ.s. þarf að nota þann tíma til, þ.e. til að skapa fleiri útflutningsgreinar.
- Mætti hugsa sér, að ný gjaldeyrisskapandi fyrirtæki, hljóti 100% afslátt af tekjuskatti til 10 ára, sem dæmi.
- Nóg framboð verður af hæfu en atvinnulausu fólki, og þarf að hvetja það, til að rotta sig smana til að hefja e-h nýtt, hvað sem því dettur í hug að gera.
- Alger forsenda, er að nýjum rekstri verði sköpuð sem allra hagstæðust skilyrði. Krónan verður mjög lág í gegnum þetta tímabil, svo ásamt hjálp stjórnvalda að því marki er þau geta, ætti það lággengi ennig að vera mjög öflugur hvati.
- Þetta verður að vera leiðin út úr ógöngunum. En, þetta mun taka tíma. Ég nefni 10 ár. Þ.e. örugglega algert lágmark.
Bloggfærslur 28. nóvember 2009
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump getur hafa eyðilagt fyrir sjálfum sér: Dómsmálið gegn, ...
- Gæti 3ja heimsstyrrjöldin hafist á Indlandshafssvæðinu? Skv. ...
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 375
- Frá upphafi: 871903
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 349
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar