Hversu stór er kreppan okkar?

Spurningin, sem við þurfum að spyrja okkur, er hversu alvarleg núverandi kreppa er?

Hið fyrsta, sem þarf að hafa í huga, er að þetta er fjármálakreppa, en ekki kreppa sem orsökuð er af hefðbundinni ofkeyrslu eða offjárfestingu, framleiðslugreina.

Fjármálakreppur, að jafnaði vara lengur, og eru skæðari - valda meira tjóni.

Hér fyrir neðan, kemur samanburður á fjármálakreppum, sem finna má í skýrslu Hagrfræði Stofnunar Háskóla Íslands, um Icesave.

 

Þ.s. markverðast kemur fram, eru niðurstöður um meðalútkomu slíkra kreppa, þ.e.:

  • Hagvöxtur hefst að meðaltali, eftir 1,9 ár.
  • Lægð verðmætis hlutabréfa, kemur eftir 3,4 eftir upphaf kreppu.
  • Atvinnuleysi, nær hámarki, 4,8 árum frá upphafi kreppu.
  • Húsnæðis verð, nær hámarki á 6. ári, eftir upphaf kreppu.

Svo, miðað við meðalkreppu, þá:

  • Hefst hagvöxtur hérlendis árið 2010.
  • Verðmæti hlutabréfa hérlendis nær lágmarki árið 2012.
  • Hámark atvinnuleysis verður um mitt ár, 2013.
  • Botninn á kreppunni á húsnæðisverði, verður síðla árs 2015.

 

Skýrsla Hagfræði Stofnunar HÍ um Icesave

Fasteignaverð

(raunvirði)

-35,5%

 6,0 ár

Hong Kong (-54%)

Japan, 1992 (6 ár)

 

Hlutabréfaverð

(raunvirði)

 

-55,9%

 

 3,4 ár

Ísland (-91%)

Spánn, 1977, Malasía og

Tæland (5 ár)

 

Atvinnuleysi

7,0%

4,8 ár

USA, 1929 (22%)

Japan, 1992 (11 ár)

 

VLF á föstu

verðlagi

 

-9,3%

 

1,9 ár

USA, 1929 (-30%)

Finnland, Argentína, 2001,

og USA, 1929 (4 ár)

 

Ríkisskuldir*

86,0%

 

Finnland,

Kólumbía

 

 

Heimild: Carmen M. Reinhart og Kenneth S. Rogoff, "The Aftermath of Financies Crises," American Economic

Review: Papers & Proceedings, 99 (2), 466-472. * Aukning ríkisskulda á þremur árum eftir upphaf kreppu.

 

Ég lít eiginlega á spá ríkisstjórnarinnar, og Seðlabanka, eins og hvert annað grín, en hún er eftirfarandi:

                   2010    2011   2112    2113   2014

Hagvöxtur  -2,4%   2,2%   3,4%   3,4%   3,6%

Viðsk.jöfn.  10,6%  12%   13,1%  13,7% 11,8%

 

Sem dæmi, fer ekki saman, mikill viðskiptajöfnuður, og mikill hagvöxtur. Ástæðan er sú, að vegna þess að Ísland er dvergríki með fábreyttann útflutning, er megnið af vörum sem notað er, hvort sem er til neyslu eða sem aðföng til rekstrar af margvíslegu tagi, innflutt. Þannig, er það klassískt í gegnum ísl. hagsögu, að kreppa byrjar á stórri gengisfellingu, þ.e. lágu raungengi fyrst í stað, síðan þegar hagkerfið fer að rétta við sér, hefjast launahækkanir og það dregur úr atvinnuleysi, um svipað leiti eykst innflutningur smáma saman. Eftir því, sem þróttur hagkerfisins eykst, færist innflutningur í aukana og það fer alltaf þannig, að í upphafi hagsveiflu er afgangur af útflutningsverslun en sá afgangur snýst líka alltaf yfir í halla cirka um miðbik hagsveiflunnar og á seinni hluta hennar, er alltaf halli á utanríkiverslun.

Reyndar, þegar öll hagsagan er tekin saman, þ.e. hagsaga lýðveldistímans, hefur að meðaltali verðið halli á utanríkisverslun upp á 2,2%.

Þannig, að ég fullyrði það, að það sé útilokað, að það fari saman - öflugur hagvöxtur um langt tímabil og hærri afgangur af utanríkisverlsun en nokkru sinni hefur þekkst í lýðveldissögu Íslands.

En, fram að þessu, þ.e. 1994 var afgangur hæstur 7%. Í ár, hefur það met reyndar verið slegið, en samt 8 mánuði inn á árið, er hann ekki nema 80 milljarðar, sem dugar ekki fyrir því sem hefur verið reiknað sem þörf, þ.e. milli 123–172 milljarða.

 

Seðlabankinn, segist gera ráð fyrir lágu raungengi krónunnar, í gegnum allt þetta tímabil.

En, hvernig? Raungengi hækkar, þegar laun hækka og innlendur kostnaður hækkar. Hvernig á að tryggja, að það fari saman, hár hagvöxtur yfir langt tímabil, og áframhaldandi lár raunkostnaður?

Þetta hefur einfaldlega ekki verið útskýrt.

 

Kv.


ESB reddi okkur!

Vandi Íslands er, að hrúgan af skuldum sem er framundar, er alltof há. Við erum að tala um þörf á vel yfir 100 milljarða afgangi af utanríkisverslun næstu árin - sem er langt, langt yfir því, sem nokkru sinni hefur áður átt sér stað.

 

Sjá umfjöllun Fjárlaganefndar um Icesave frumvarpið hið seinna.

<tekið úr minnihlutaáliti Lilju Mósesdóttur og Ögmundar Jónassan>

AGS gerir ráð fyrir að afgangurinn á vöruskiptajöfnuði verði á bilinu 123–172 milljarðar kr. á ári fram til ársins 2014, en þess má geta að vöruskiptajöfnuðurinn fyrstu átta mánuði þessa árs nam ekki nema 44,7 milljörðum kr. Þjóðarbúið mun ekki standa undir skuldsetningu sem nemur í ár um 310% af VLF nema þessi afgangur gangi eftir og hægt verði að endurfjármagna erlendar skuldir.

 

Var að horfa á Silfur Egils, og er sammála einum viðmælandanum, að hlutirnir gangi ekki upp, og planið sé að ganga inn í Evrópusambandið, í veikri von um að það reddi okkur. Síðan talaði hann um, að annars blasi ekkert annað við, en gjaldþrot og mikið atvinnuleysi, landflótti okkar besta fólks, gjaldeyrishöft til margra ára og þ.s. hanna kallaði, að við yrðum Mexícó Norðursins.

Ég held, að gjaldþrots hlutinn, sé hið minnsta alveg réttur, og einnig atvinnuleysið. Landflótti er einnig mjög líklegur, með mjög ríkann Norgeg við hlið.

 

En, stóra spurningin er hvort, innganga í ESB sé raunveruleg redding?

Þ.s. virðist uppi í ríkisstjórninni, er einhvers konar "free ride" hugmynd, þ.e. að Seðlabanki ESB beinlínis borgi okkur að stórum hluta út úr ógöngunum.

En, margoft hefur komið fram í tali Samfó liða, draumurinn um að ESB - nánar tiltekið Seðlabanki þess - veiti krónunni stuðning, og það helst fljótlega eftir að samningaferli sé formlega hafið.

Fræðilega, gæti verið hægt að fá, svipaðann stuðning og gildir í ERM II - þ.e. +/-15% vikmörk.

Sjálfsagt, er þá draumurinn, að losa um Krónubréfin, og síðan láta ECB (European Central Bank) borga fyrir það að stærstum hluta, þ.e. útflæðið af gjaldeyri sem þá á sér stað.

En, fullkomlega óhjákvæmilega fellur krónan að vikmörkum, og vill niður fyrir þau og þá ef við værum í ERM II myndi ECB koma inn, og dæla inn Evrum á móti útflæðinu, svo gjaldmiðillinn haldist innan þeirra vikmarka.

En, aðild reddar þó okkur ekki úr skuldunum sjálfum, þær verða áfram til staðar. En, ef ESB fengist til að verja krónuna, skv. gengisskráningu er væri okkur hagfelld, þá væri ESB þar með einnig að halda uppi lífskjörum hérlendis. Það væri í reynd, efnahags aðstoð.

Þar stendur hnífurinn í kúnni, þ.e. hvaða gengisskráning? Ef hún væri 180 Evrur per krónu eða ef hún væri 300 Evrur per krónu, eða kannski 250 Evrur per krónu?

En, því lægra sem gengið væri, því lægra væri lífskjara stigið hérlendis, því meira atvinnuleysið og því meiri landflóttinn. 

Ég bendi á, að samningsaðstaða okkar, er ekki endilega mjög góð. En, athugið - há gengisskráning væri í reynd, það að ESB væri að veita okkur efnahags stuðning, sem er ekki endilega víst að meðlimaþjóðir ESB, segjum Búlgaría eða Kýpur eða Pólland, séu til í að samþykkja. En, aðildarsamningur þarf enn þann dag í dag, samþykki allra, þ.e. einróma samþykki.

 

Icesave verðið fyrir ESB innöngu

Ef þetta er þannig, þá er Icesave einfaldlega hugsað af þeirra hálfu, sem verðið sem við þurfum að greiða, til að komast að þessum lukkupotti.

En, munum einnig, að 310 milljarðarnir munu setja stöðugan niðurþrýsting á krónuna, í gegnum öll þau hin næstu 10 - 15 árin, einfaldlega vegna þess að eins og ástandið er í dag, þá er svo mikið útflæði fjármuna úr okkar hagkerfi vegna greiðslna af erkendum lánum, einstaklinga - fyrirtækja - opinberra aðila og ríkisins - þ.e. þeirra aðila er ekki hafa eigin gjaldeyristekjur og þurfa því að borga með eigin krónutekjum, skipta þeim í gjaldeyri; að þrátt fyrir hagstæðann vöruskiptajöfnuð er heildarjöfnuður hagkerfisins neikvæður, og allar spár er ná til 2014 gera ráð fyrir neikvæðum jöfnuði út það tímabil hið minnsta.

Einmitt þetta nettó útflæði, viðheldur stöðugum þrístingi á gengi krónunnar, niður á við.

Þetta veit Samfó að sjálfsögðu, væntanlega einnig ECB, þannig að ef við segjum að ESB samþykkti viðmiðunargengi ársloka 2010, þá - síðan væri krónubréfum sleppt lausum, og síðan eftir það ætti ECB að halda uppi krónunni eftir það; þá í reynd værum við að ætlast til, að ESB borgi að stórum hluta okkar skuldir. En, með því að halda uppi krónunni, og þar með einnig atvinnustigi, og í reynd hagkerfinu, væri ESB raunverulega að standa að hluta til stram af greiðslum okkar skulda.

En, hafið í huga, ef ESB samþykkti svona brjálaðann díl, þá með því að samþykkja að halda uppi krónunni, þá um leið væri ESB að samþykkja að í reynd að veita okkur stórfellda efnahags aðstoð, í formi þess að dæla hingað stöðugt gjaldeyri til að viðhalda krónunni í tiltekinni gengisskráningu, í gegnum þetta slæma tímabil, og þannig að viðhalda hærra stigi lífskjara en annars væri mögulegt, þannig hærri kaupmætti en annars væri mögulegt.

 

Trúir einhver, í raun og veru, að ESB sé góðgerðastofnun?

 Ég bendi á, að ESB hefur látið AGS um að redda þeim, af meðlima löndum ESB, sem hafa lent í allra verstu efnahags kröggunum. 

Sú regla sem gildir í ESB, er að umsækjandi geti fengið aðild að ERM II þegar umsóknarferli er formlega að fullu lokið. En sá tímapunktur kemur, þegar ölll aðildarríkin 26 hafa lokið staðfestingarferli - en það getur tekið á milli 1 og 2 ár, eftir að samningum er að fullu lokið, þeir hafa verið samþykktir og staðfestir af meðlimaríki, og einnig verið formlega samþykktir af Ráðherraráði og þingi ESB. Við erum því, að tala um nokkur ár héðan í frá, þ.s. Ísland reglum skv. getur óskað eftir aðild, að ERM II.

Þ.s. Samfó liðar eru að tala um, væri undantekning sem ég veit ekki til, að hafi hingað til verið nokkru sinni veitt. En, segjum svo að vegna sérstakra aðstæðna, sé ESB til í að veita því áheyrn, þá samt sem áður þ.s. þetta væri undantekning frá aðalreglu, þá þarf einróma samþykki, þ.e. einróma samþykki allra 27 meðlimaríkja ESB.

Ég ætla ekki að fullyrða, að veiting slíks samþykkis þó einróma sé væri fullkomlega ómögulegt, en greinilega er algert skilyrði að allar deilur við tilteknar meðlimaþjóðir hafi verið leistar fullkomlega skv. þeirra vilja, því einróma samþykki þíðir að sjálfsögðu að allir verði að vera sammála; síðan náttúrulega spurningin hvort t..d Búlgaría, Kýpur, Pólland, Eystrasalt-löndin, sem eru fátækari en Ísland að meðaltali, séu til í að veita slíka sérstaka neyðaraðstoð til okkar.

Við verðum að muna, að meðlima lönd ESB, eru mjög misjafnlega stödd, í efnahagslegum skilningi.

 

Niðurstaða

Ríkisstjórninni, er sennilega fullkunnugt að stefnan gengur ekki upp, svo stefnan raunverulega er - mjög sennilega - látum ESB redda okkur. 

Þá þurfa menn að velta fyrir sér, hverjar líkur þess að ESB sé tilbúið til slíks, séu. Þá þarf að hafa í huga að ESB inniheldur þjóðir sem eru mjög misjafnt staddar í efnahagslegu tilliti, t.d. Búlgaríiu, Rúmeníu - sem eru umtalsver fátækari, og ekki augljóslega líkleg til að vera full af samúð gagnvart vandræðum fólks, á umtalsvert hærra lífskjara stigi. Enn gildir, að allar meðlima þjóðir ESB þurfa að veita samþykki sitt, nýjum aðildarsamningi. Sannarlega hefur aðildarsamningi aldrei verið hafnað, fram að þessu, en þ.s. gerist er að meðan samningaferlið stendur yfir, þá láta meðlimaþjóðir vita hvað það er sem þær sætta sig ekki við, þannig að slík ágreiningsmál hafa fram að þessi alltaf verið agfreidd áður en lokið hefur verið við gerð aðildarsamnings. Þannig, að deilur valda einfaldlega því, að gerð aðildarsamnings dregst á langinn, þar til að umsækjandi hefur látið undan.

Menn verða að hafa í huga, að umsóknarferlið mun taka nokkur ár, jafnvel þó að við setjum allar kröfur, nema um efnahagslega reddingu, til hliðar.

Ef þjóðin hafnar aðild, í þjóðaratkvæðagreiðslu, væri allt þetta unnið fyrir gíg og við stödd á byrjunarreit.

Stóra spurningin gagnvart stjórnvöldum, er hvort þau geta haldið sjó í efnahagslegum skilningi þar til að aðildarsamningur er í höfn, og þau geta presenterað gagnvart þjóðinni, stóru reddingunni. 

Auðvitað, er það stór spurning, í ljósi þess, að Norðurlönd langt í frá stjórna ESB, hversu glæsilegur sá samningur verður. En, við getum þó hið minnsta treyst því, í ljósi umfjöllunar stjórnvalda um Icesave samninginn í sumar, að hvernig sem sá samningur verður, þá verður honum líst sem stórfenglegum árangri og glæsilegri reddingu fyrir hagsmuni þjóðarinnar - bara ef hún segir "já"!

 

Kv.


Bloggfærslur 22. nóvember 2009

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.10.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 375
  • Frá upphafi: 871903

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 349
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband