Færsluflokkur: Samgöngur
18.1.2014 | 00:17
Er kominn tíma á innflutning á kínverskum bílum?
Íslendingar hafa lengi verið djarfir í því að flytja inn ný merki á markaðinn hér á landi. T.d. hófst innflutningur á bílum frá S-Kóreu á 9. áratugnum. Frá Japan í kringum 1966 eiginlega sama ár og Japan hóf útflutning bíla til Evrópu. Nú er glænýr bifreiðaframleiðandi frá Kína, með áætlanir um að hefja innreið á Evrópumarkað. Merki sem enginn á Íslandi hefur líklega heyrt um!
Tegundin heitir - - > Qoros
Þetta er fyrirtæki sem stofnað var 2007 í Sjanghæ, um er að ræða samstarf tveggja fyrirtækja þ.e. fyrirtækis er áður hét Chery Automotive Inc. sem framleiddi línu af afskaplega hráum og ódýrum bílum undir nafninu Chery, og ónefnds ísraelsks tækni-fyrirtækis. Fyrirtækið fékk nafnið "Qoros Auto Co., Ltd."
Mynd - Qoros 3 sedan
Fyrsti bíllinn var settur á markað 2013 þ.e. Qoros 3. Og sá hefur gengið í gegnum "krass próf" í Evrópu sjá: EuroNcap-Qoros 3 Sedan.
Skv. tölunum á síðu EuroNcap, virðist sá bíll hafa staðist prófið - með A+ eða hér um bil.
Þannig að hann er ákaflega öruggur í árekstri skv. því.
Hann er greinilega engin fjaðurvigt, en á síðu EuroNcap kemur fram: 1425 kg.
Hérna er umfjöllun frá "HonestJohn" síðunni: Qoros Qoros 3
Skv. því sem þar kemur fram, mun sala á Qoros sedan hefjast á meginlandi Evrópu á þessu ári.
Hann virðist hafa tvær vélar í boði, báðar 1.6l bensín. Önnur með túrbó hin án túrbó. Sú aflminni 124 hestöfl en sú aflmeiri 154 hestöfl.
Síðan er 2015 á leiðinni smærri útgáfa, en þó á sama undirvagni:
Qoros 3 hatchback to make world debut in Geneva
Sá er afskaplega huggulegur bíll ef marka má myndir sbr:
Einnig þessi mynd:
Sá virðist nota sömu vélar og sedaninn, í reynd virðast þeir náskyldir. Þ.e. hlaðbakurinn sé einfaldlega stytt útgáfa af sama bíl.
Einnig er fyrirhugaður - station bíll, sjá:
Og að auki, jepplíngur. Allt á sama undirvagni sbr. "modular platform":
Ég á von á því að í öllum tilvikum verði boðið upp á sömu 1.6cc bensínvélina í túrbó formi eða án túrbó.
Eðlilega er sá aflminni enginn sportbíll, skv. Autocar áætluð hröðun hlaðbaks með þeirri vél 11,6 í hundraðið, meðan að túrbó vélin gefi hröðun upp á 9,7 sekúndur.
Það virðist einnig töluvert lagt í innréttingar, sjá:
Þó hún líklega sé ekki að setja neinn nýjan standard - - virðist a.m.k. á mynd, að hún líti þokkalega út þó svo að hönnunin sé ekki eins nýstárleg og í nýjustu bílum t.d. frá S-Kóreu.
En sjálfsagt gildir í fyrstu tilraun, að ná öllum grunnatriðum réttum, og samsetningargæðum einnig.
Ég á ekki heldur von á því að þessir bílar setji nýjan standard í aksturseiginleikum, en miðað við útlit þeirra - þá ættu a.m.k. aksturseiginleikar að vera samkeppnisfærir.
Miðað við það hve þungur "sedaninn" er, þá er líklega nóg af hljóðeinangrandi efnum, þannig að veghljóð - vindhljóð og annað þess háttar, ætti að vera innan bærilegra marka.
Reyndar grunar mig, að þessir bílar gætu verið nánast jafn góðir - og t.d. S-kóreanskir bílar svona ca. eina kynslóð aftur.
Framleiðandinn með því að koma þegar í stað fram með "fallega" hönnun - - vill að tegundin fái sem fyrst "gæðastimpil." Verði ekki álitin "ódýrt rusl." Eða eitthvað þess konar.
- Enn veit ég ekki um neinn vestrænan fréttamiðil sem hefur reynsluekið Qoros 3.
Þannig akkúrat hvernig þeir eru, er enn dálítið - - óvisst.
En þ.e. a.m.k. mjög traustvekjandi, hve vel "sedaninn" kemur út úr árekstraprófi EuroNcap.
Það bendir til þess að allt "basic engineering" sé líklega á ágætum gæðastandard, sem ég túlka sem vísbendingu þess - - að undirvagnshönnun og tjúnnun, sé líklega á sambærilegum gæðum eða nærri þeim.
Svo mig grunar að það sé því ekkert að því að keyra þessa bíla. Það verði engar slæmar fréttir.
Þá er það spurning um - - verð!
En nýr framleiðandi sem ekki hefur enn neitt orðspor á markaði, verður að halda sig á Jörðinni með verð, þ.e. bjóða bílana á hagstæðum verðum miðað við gæði og búnað.
Niðurstaða
Nei ég er ekki með neitt umboð á Íslandi. En þessir bílar eru þeir huggulegustu sem ég hef séð frá Kína. Þessir bílar verða allir seldir í Evrópu á næstu árum. Sem þíðir að ef þarna úti er "enterpricing" íslendingur, þá gæti verið erfiðisins virði - að setja sig í samband við Qoros Auto Co., Ltd. í Sjanghæ. Og kanna það á hvaða verði í "júönum" þessir bílar bjóðast.
En ég bendi á að á sl. kjörtímabili, var komið á gjaldeyrisskiptasamningi milli Íslands og Kína. Þ.e. Kína tekur við ísl. krónum í skiptum fyrir júön. Sem þíðir að þ.e. ekkert sem kemur í veg fyrir að sá eða þeir íslendingar sem eru að pæla í þessu hugsanlega, kaupi bílana beint frá Kína milliliðalaust.
Tja svipað og mér skilst að Toyota á Íslandi hefur lengst af gert eða kannski alltaf, þ.e. verslað beint við framleiðandann í Japan.
Kv.
Samgöngur | Breytt 19.1.2014 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 0
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 562
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 506
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar