Færsluflokkur: Samgöngur

Er kominn tíma á innflutning á kínverskum bílum?

Íslendingar hafa lengi verið djarfir í því að flytja inn ný merki á markaðinn hér á landi. T.d. hófst innflutningur á bílum frá S-Kóreu á 9. áratugnum. Frá Japan í kringum 1966 eiginlega sama ár og Japan hóf útflutning bíla til Evrópu. Nú er glænýr bifreiðaframleiðandi frá Kína, með áætlanir um að hefja innreið á Evrópumarkað. Merki sem enginn á Íslandi hefur líklega heyrt um!

 

Tegundin heitir - - > Qoros

Þetta er fyrirtæki sem stofnað var 2007 í Sjanghæ, um er að ræða samstarf tveggja fyrirtækja þ.e. fyrirtækis er áður hét Chery Automotive Inc. sem framleiddi línu af afskaplega hráum og ódýrum bílum undir nafninu Chery, og ónefnds ísraelsks tækni-fyrirtækis. Fyrirtækið fékk nafnið "Qoros Auto Co., Ltd."

Mynd - Qoros 3 sedan

Fyrsti bíllinn var settur á markað 2013 þ.e. Qoros 3. Og sá hefur gengið í gegnum "krass próf" í Evrópu sjá: EuroNcap-Qoros 3 Sedan.

Skv. tölunum á síðu EuroNcap, virðist sá bíll hafa staðist prófið - með A+ eða hér um bil.

Þannig að hann er ákaflega öruggur í árekstri skv. því.

Hann er greinilega engin fjaðurvigt, en á síðu EuroNcap kemur fram: 1425 kg.

Hérna er  umfjöllun frá "HonestJohn" síðunni: Qoros Qoros 3

Skv. því sem þar kemur fram, mun sala á Qoros sedan hefjast á meginlandi Evrópu á þessu ári.

Hann virðist hafa tvær vélar í boði, báðar 1.6l bensín. Önnur með túrbó hin án túrbó. Sú aflminni 124 hestöfl en sú aflmeiri 154 hestöfl.

Síðan er 2015 á leiðinni smærri útgáfa, en þó á sama undirvagni:

Qoros 3 hatchback to make world debut in Geneva

Sá er afskaplega huggulegur bíll ef marka má myndir sbr:

http://images.cdn.autocar.co.uk/sites/autocar.co.uk/files/Qoros3-01.jpg Einnig þessi mynd:

http://images.cdn.autocar.co.uk/sites/autocar.co.uk/files/Qoros3-02.jpg

Sá virðist nota sömu vélar og sedaninn, í reynd virðast þeir náskyldir. Þ.e. hlaðbakurinn sé einfaldlega stytt útgáfa af sama bíl.

Einnig er fyrirhugaður - station bíll, sjá:

http://www.honestjohn.co.uk/imagecache/file/fit/730x700/media/5925235/qoros_3_station_wagon_side.jpg

Og að auki, jepplíngur. Allt á sama undirvagni sbr. "modular platform":

http://www.honestjohn.co.uk/imagecache/file/fit/730x700/media/5925285/qoros_3_cross_hybrid_hatchback_r34.jpg
Ég á von á því að í öllum tilvikum verði boðið upp á sömu 1.6cc bensínvélina í túrbó formi eða án túrbó.

Eðlilega er sá aflminni enginn sportbíll, skv. Autocar áætluð hröðun hlaðbaks með þeirri vél 11,6 í hundraðið, meðan að túrbó vélin gefi hröðun upp á 9,7 sekúndur.

Það virðist einnig töluvert lagt í innréttingar, sjá:


Þó hún líklega sé ekki að setja neinn nýjan standard - - virðist a.m.k. á mynd, að hún líti þokkalega út þó svo að hönnunin sé ekki eins nýstárleg og í nýjustu bílum t.d. frá S-Kóreu.

En sjálfsagt gildir í fyrstu tilraun, að ná öllum grunnatriðum réttum, og samsetningargæðum einnig.

Ég á ekki heldur von á því að þessir bílar setji nýjan standard í aksturseiginleikum, en miðað við útlit þeirra - þá ættu a.m.k. aksturseiginleikar að vera samkeppnisfærir.

Miðað við það hve þungur "sedaninn" er, þá er líklega nóg af hljóðeinangrandi efnum, þannig að veghljóð - vindhljóð og annað þess háttar, ætti að vera innan bærilegra marka.

Reyndar grunar mig, að þessir bílar gætu verið nánast jafn góðir - og t.d. S-kóreanskir bílar svona ca. eina kynslóð aftur. 

Framleiðandinn með því að koma þegar í stað fram með "fallega" hönnun - - vill að tegundin fái sem fyrst "gæðastimpil." Verði ekki álitin "ódýrt rusl." Eða eitthvað þess konar.

  • Enn veit ég ekki um neinn vestrænan fréttamiðil sem hefur reynsluekið Qoros 3.

Þannig akkúrat hvernig þeir eru, er enn dálítið - - óvisst.

En þ.e. a.m.k. mjög traustvekjandi, hve vel "sedaninn" kemur út úr árekstraprófi EuroNcap.

Það bendir til þess að allt "basic engineering" sé líklega á ágætum gæðastandard, sem ég túlka sem vísbendingu þess - - að undirvagnshönnun og tjúnnun, sé líklega á sambærilegum gæðum eða nærri þeim.

Svo mig grunar að það sé því ekkert að því að keyra þessa bíla. Það verði engar slæmar fréttir.

Þá er það spurning um - - verð!

En nýr framleiðandi sem ekki hefur enn neitt orðspor á markaði, verður að halda sig á Jörðinni með verð, þ.e. bjóða bílana á hagstæðum verðum miðað við gæði og búnað.

 

Niðurstaða

Nei ég er ekki með neitt umboð á Íslandi. En þessir bílar eru þeir huggulegustu sem ég hef séð frá Kína. Þessir bílar verða allir seldir í Evrópu á næstu árum. Sem þíðir að ef þarna úti er "enterpricing" íslendingur, þá gæti verið erfiðisins virði - að setja sig í samband við  Qoros Auto Co., Ltd. í Sjanghæ. Og kanna það á hvaða verði í "júönum" þessir bílar bjóðast. 

En ég bendi á að á sl. kjörtímabili, var komið á gjaldeyrisskiptasamningi milli Íslands og Kína. Þ.e. Kína tekur við ísl. krónum í skiptum fyrir júön. Sem þíðir að þ.e. ekkert sem kemur í veg fyrir að sá eða þeir íslendingar sem eru að pæla í þessu hugsanlega, kaupi bílana beint frá Kína milliliðalaust.

Tja svipað og mér skilst að Toyota á Íslandi hefur lengst af gert eða kannski alltaf, þ.e. verslað beint við framleiðandann í Japan.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband