Færsluflokkur: Tölvur og tækni

Siemens ætlar að hefja framleiðslu á íhlutum fyrir gas túrbínur með prentun!

Svokallað "Additive manufacturing" hefur verið í hraðri þróun undanfarið. Þ.e. að framleiða hluti í vélar og tæki - - með prent tækni. Það er einmitt magnað - finnst mér - að Siemens virðist hafa tekist. Að leysa þau vandamál sem tengjast því. Að framleiða íhluti fyrir gas túrbínur. Sem eins og gefur að skilja. Starfa undir miklu álagi og við mikið hitastig.

Sjá áhugavert kynningarmyndskeið frá Siemens!

3D printing becomes a solid reality

3D printing reshapes the factory floor

Sérfræðingar Siemns telja að framleiðsla íhluta með prentun geti verið sérstaklega gagnleg nálgun. En þá er hugmyndin, að framleiða - - varahluti með þessari tækni. 

Sem geti falið í sér umtalsverðan sparnað fyrir mörg fyrirtæki, með því að draga úr þörf fyrir að sitja með mikið magn varahluta á lager - - sem kannski verða notaðir eða ekki.

Þess í stað, þegar pöntun fyrir varahlut berist, sé hluturinn framleiddur. 

  • "Siemens will next month start printing spare parts for gas turbines,...The German electronics and engineering group will use 3D printing to speed up repairs and cut costs."
  • "In certain cases, the time taken to repair damage in turbine burners will be cut from 44 weeks to just four."
Ég var einmitt að velta fyrir mér hvernig væri mögulegt að prenta hluti úr málmum.
  • "The laser beam hits the bed of metal powder, releasing high energy in the form of heat and melting the metal, layer by layer. The metal then cools relatively quickly into a solid shape"
Nicolas Vortmeyer hjá Simens bendir á það að 3D-prentarar séu hægir. Það taki langan tíma að smíða hvern part. Það sé engin stærðarhagkvæmni til staðar í ferlinu. Líklega verði áfram hagkvæmara að fjölda framleiða með hefðbundnum aðferðum, hluti sem þörf sé fyrir í miklu magni.
  • "One of the challenges is the time it takes to print a part. “It’s quite a lengthy process. We have slow build-up rates and there is almost no economy of scale,” said Nicolas Vortmeyer, chief technology officer at Siemens’ power generation division. "
  • "“You can make one part in, say, 10 hours. If you have an individual part it’s economical but if you have 10,000 parts to make, milling or casting is probably better."

Enn fremur kemur fram hjá Financial Times, að General Electric stefni að því að framleiða aflúrtök fyrir nýja gerð þotuhreyfla frá 2016. Sparnaðurinn á að vera mikill.

  • "A 3D printed fuel nozzle has five times the lifespan of the traditionally manufactured product and weighs 75 per cent lighter, according to Greg Morris of GE Aviation’s additive development centre."
  • "Rival UK aerospace company Rolls-Royce last month said it planned to use 3D printing to produce components for its jet engines"

Ef þetta er rétt að prentað aflúrtak fyrir þotuhreyfla geti verið þetta miklu meir skilvirk, þá skil ég vel af hverju GE ætlar að standa í þessu.

  • Þetta er kannski einnig vísbending um það fyrir hvað 3D-prentun verði einna helst notuð.

Það er til framleiðslu á frekar dýrum hlutum sem þarf ekki að framleiða í miklu magni, vegna þess að þrátt fyrir allt virðist tæknin ekki enn komin á það stig, að vera ódýr - heldur sé hún enn dýrari en fjöldaframleiðsla. Ef um er að ræða framleiðslu á miklu fjölda.

En fyrir fyrirtæki sem ætla sér að framleiða lítið magn af sérhönnuðum eða dýrum hlutum - - þá getur 3D-prentun verið alger bylting.

3D-prentarar verði þó líklega til staðar á verksmiðju gólfinu. En til þess að þeir taki yfir heiminn, skipti út eldri framleiðsluaðferðum. Þurfi að takast að láta 3D-prentara vinna verulega hraðar.

Kannski tekst það eftir nokkur ár. En þessi tækni er enn ung!

 

Niðurstaða

Ég hef í gegnum árin lesið mikið af vísindaskáldsögum. Ein af framtíðarhugmyndum sem ég hef oft séð. Er hugmyndin um tæki - - sem getur framleitt nánast allt á milli himins og jarðar. Og fólk í framtíðinni lætur framleiða fyror síg þ.s. það langar í þá stundina.

3D-prentun á enn mörg ár í það að geta framleitt allt milli himins og jarðar í sama tækinu. Það kannski aldrei verður. En hver veit, kannski verður í framtíðinni á hverju heimili 3D-prentari sem framleiðir eftir þörfum gagnlega hluti til heimilisnota. T.d. föt.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband