13.10.2016 | 01:44
Gætu Bandaríkin með fremur auðveldum hætti, bundið endi á herför Rússlands innan Sýrlands -- án þess að taka áhættu á stríði?
Það hafa borist fregnir af uppástungum frá Pentagon og utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna, með hvaða hætti - nýr forseti Bandaríkjanna gæti á skömmum tíma fullkomlega snúið aðstæðum innan Sýrlands - Bandaríkjunum í vil.
Það áhugaverða er - að Rússland hefur þegar -óformlega- brugðist við þeim hugmyndum, með harkalegum hótunum -sem þó er unnt að afneita.-
Apocalyptic posture aimed at White House winner
"Dmitry Kiselyov, Russias de facto chief propagandist, had a stark warning: US air strikes on Russian-backed Syrian forces could provoke world war III. Brutish behaviour towards Russia, he declared, could have nuclear dimensions.
Geta Bandaríkjamenn komist upp með það - að binda endi á lofthernað Rússa, með valdbeitingu?
Geta þeir samtímis komist upp með að - binda endi á lofthernað Sýrlandsstjórnar með valdbeitingu?
Það að Rússar beita ofangreindum hótunum - í gegnum traustan aðila, sem stjórnvöld geta alltaf - afneitað; sýnir að Pútin tekur þessar vangaveltur innan Bandaríkjanna - alvarlega!
Ég held nefnilega að Bandaríkin geti ákaflega vel komið þessu í verk!
Áhættan er alltaf að sjálfsögðu - einhver.
- Tillögur eru uppi um að beita árásum með stýriflaugum, þannig -- taka ekki nokkra áhættu með mannaðar flugvélar vegna öflugs loftvarnarkerfis sem Rússar hafa sett upp í Sýrlandi.
- Bandaríkin geta mjög auðveldlega safnað nægilega mörgum skipum á Miðjarðarhafi, með slíkar birgðir stýriflauga um borð - - að slík valdbeiting væri ákaflega framkvæmanleg!
- Höfum einnig í huga, að rússneska loftvarnarkerfið á miklu mun erfiðar um vik - með að skjóta niður stýriflaugar er fljúga ákaflega lágt, en samt hratt, þær nýjustu eru að auki smærri á radar en eldri gerðir, að auki eru þær sjálfar miklu mun smærri skotmörk en -- mönnuð flugvél.
- Bandaríkin ættu að auki, að geta beitt "saturation" þ.e. skotið nægilega mörgum flaugum, til að tryggja -- eyðingu skotmarka!
- Síðan, er engin hætta á að skotmörkin færi sig, þ.s. líkleg skotmörk mundu vera -- sjálfar flugbrautirnar við Ladakia flugvöll undir umráðum Rússa, og þeir herflugvellir sem stjórnvöld í Damaskus enn ráða yfir.
- Auk þess, að líkur á mannfalli eru litlar, ef skotmörkin eru -- sjálfar flugbrautirnar.
- En það dugar fullkomlega, til þess -- að þvinga flugher Rússa innan Sýrlands, niður á jörðina. En án flugbrauta til að lenda á, eða til að taka á loft af. Þá tekur flughernaður Rússa --> Snarlega endi.
- Það þarf þá ekki að ráðast að sjálfum flugvélunum - né flugskýlum, eða byggingum öðrum - líklegar til að hafa Rússa.
- Flotinn gæti viðhaldið jafnri og stöðugri skothríð á flugbrautirnar -- til að tryggja að ekki sé gert við þær.
- Án flugbrauta, mundu flugvélar á lofti, verða að lenda á næsta velli - utan Sýrlands. Ef sá er ekki í Rússlandi, þá gæti vélum verið tímabundið haldið í nokkurs konar gíslingu, þangað til að Rússar samþykkja -- kröfur Bandaríkjanna.
Þegar kemur að Sýrlandsstjórn -- er verið að ræða harkalegri aðgerð, þ.e. að beinlínis eyðileggja þær herstöðvar sem stjórnvöld Sýrlands nota til að halda uppi þeirra flugher.
--Sem auðvitað mundi leiða til verulegs mannfalls meðal starfsmanna Sýrlandsstjórnar.
Það er engin leið að slík aðgerð, leiddi ekki til ákaflega slæmra samskipta við Rússland!
Aftur á móti, tel ég ósennilegt að hún leiddi til - beins stríðs Rússlands og NATO.
- En Rússland fer ekki í stríð, ef stjórnvöld Sýrlands verða fyrir mannfalli og tjóni.
- Það væri hugsanlegt jafnvel líklegt - ef Rússar sjálfir yrðu fyrir umtalsverðu manntjóni vegna árása!
--En það mundi ekki vera ástæða til að ráðast að nokkru öðru en flugbrautunum sjálfum!--Afar ósennilegt að starfslið væri staðsett á þeim sjálfum.
Þannig að unnt væri sennilega -- að binda endi á loftárásir Rússa!
--Með því einu, að eyðileggja flugbrautir við Ladakia, og síðan tryggja gersamlega eyðileggingu flugherstöðva Sýrlandsstjórnar.
- Aðgerðin þyrfti ekki að kosta einn einasta Rússa lífið.
En þegar kemur að versnun samskipta við Rússland!
- Afar ósennilegt að Rússland mundi loka á gas-sölu til Evrópu. En þá missti Rússland þær tekjur sem Rússland munar um, og að auki - gæti Rússland ekki selt það gas annað með nokkrum auðveldum hætti.
- Rússland gæti -- endurvakið átök innan Úkraínu.
--Það gæti verið sennilegasta hefnd Pútíns.
--En slíkri aðgerð væri unnt að mæta, með því að vopna Úkraínustjórn.
Ef nýr forseti mundi ákveða að beita hörku í Sýrlandi -- væri sennilegt að sá sami forseti, mundi kjósa að bregðast við nýrri opnun af hálfu Pútíns í Úkraínu, með vopnasendingum til Úkraínustjórnar.
**Mjög vafasamt að Rússland hefði getu til þess að viðhalda umfangsmiklu "proxy war" þar í langan tíma. - Rússland gæti reynt að skapa óróa og óstöðugleika í Eystrasalt löndum, en í þeim löndum er rússneskur minnihluti.
--NATO getur auðvitað -- mætt slíku með, umfangsmikilli aðstoð við þau lönd.
- Síðan auðvitað, ef Rússland mundi ákveða að beita sér með -- "proxy átökum" í næsta nágrenni við NATO lönd.
Er ekkert sem tæknilega hindrar NATO í því - að skoða möguleika á að skapa ójafnvægi innan Rússlands sjálfs.
___________
En þetta eru þær helstu afleiðingar sem væru sennilegar!
--Að Rússland mundi bregðast við, með því að leitast við að efla "proxy" átök í sínum nær löndum, til þess að refsa NATO löndum --> Með flóttamannabylgju!
- A.m.k. að gera tilraun til þess, að skapa slíka.
Niðurstaða
Auðvitað veit maður ekki hversu mikil alvara er að baki þannig pælingum, sem ég hef nú nefnt. En bersýnilega telur Rússlands stjórn næga ástæðu til að taka þær alvarlega. Til að -- senda, óbeina hótun!
Hinn bóginn sé sú framsetning sem kom fram í máli Dmitry Kiselyov "bombastic" þ.e. ég er fullkomlega viss - að ofannefnd hugsanleg aðgerð, leiði ekki til kjarnorkuátaka.
Að auki er ég viss að Rússland, mundi ekki skipa hefðbundnum herjum sínum, að hefja innrás í Evrópulönd.
En það yrði án vafa hefnd í einhverju formi - ætlað að valda NATO löndum umtalsverðum skráveifum.
--Úkraína er augljós fókus punktur, þar sem Pútín mundi sennilega beita í hefndar- eða refsingarskyni fyrir NATO lönd.
Útkoman gæti orðið sú, að Rússland og NATO - væru í beinu "proxy" stíði í Evrópu.
--Hinn bóginn sé ég ekki Rússland hafa betur í þannig átökum, ef NATO mundi beita sér af alefli eins og t.d. var gert á sínum tíma er svokölluð Sovétríki börðust í Afganistan.
En það mundi taka tíma að leiða þá útkomu til lykta - og tjónið fyrir Úkraínu gæti orðið verulega mikið.
- Svo þ.e. þá spurningin --> Hvort það er þess virði fyrir Bandaríkin, að kollvarpa stöðu Rússlands í Sýrlandi --> Hafandi í huga, hver væru sennileg viðbrögð Pútíns?
Það getur vel verið, að skynsamara sé einfaldlega leyfa Pútín að eiga það sem hann vill innan Sýrlands!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
12.10.2016 | 01:10
Forskot Clintons í skoðanakönnunum hefur greinilega vaxið - það áhugaverðasta getur verið hve erfiðlega Trump gengur að ná upp í 40%
Þetta má sjá greinilega ef maður skoðað t.d. kannanir Reuters á fylgi Trumps og Clinton, þ.e. meðan að fylgi Clinton hefur nú í nokkra mánuði samfellt verið á bilinu 41 - 43%, þá hefur fylgi Trumps verið að sveiflast á bilinu 35-38%.
--Báðir frambjóðendur virðast hafa um nokkra hríð verið með fremur -- stöðugt fylgi.
Trump á bilinu 37-38% / Clinton á bilinu 42-43%.
Reuters/Ipsos Poll: Clinton vs. Trump
Skv. frétt Reuters hefur þó snögg breyting orðið síðan um sl. helgi, þ.e. Trump mældist í nýjustu könnun Reuters með 37% m.ö. innan skekkjumarka miðað við áður - en fylgi Clinton mældist 45%.
--Aðeins hærra en Reuters hefur áður mælt Hillary Clinton.
Trump trails Clinton by 8 points after tape scandal, debate: Reuters/Ipsos poll
Það eru fleiri áhugaverðar kannanir, sbr.:
- 49,4% velja hana vegna þess að hún er ekki Trump.
- 39,5% eru sammála stefnu framboðs hennar.
- 8,1% líkar við hana persónulega!
- 51,3% velja Trump því hann er ekki Clinton.
- 37,9% velja Trump því þeir eru sammála stefnu hans.
- 6,6% líkar persóna Trumps, styðja hann þar af leiðandi.
Þetta er eins og margir aðrir hafa bent á --> Haturskosning!
Könnunin sýnir þó eitt áhugavert -- að Clinton hefur tekist að smá fjölga þeim sem styðja stefnu framboðs hennar. Þetta er þó ekki stór sveifla.
Nokkrar áhugaverðar tölur koma fram í frétt Reuters:
- 43% Repúblikana segja að ummæli Trumps sl. helgi, gera hann ekki ófæran sem forseta.
- 19% Repúblikana eru á öfugri skoðun.
- 58% Repúblikana segja að Trump eigi að vera frambjóðandi flokksins, áfram.
--Mér finnst þetta reyndar merkilega lágt hlutfall, þ.e. 58%.
áhugavert að konum sem velja Trump - fækkaði ekki!
- 44% kvenna styðja Clinton.
- 29% kvenna styðja Trump -- m.ö.o. sömu hlutföll og í eldri könnun.
"Trump, however, appears to be shedding support among evangelicals, who are usually a wellspring of support for Republican presidential candidates. Monday's poll showed that Trump had only a 1-point edge over Clinton among people who identified as evangelicals. Thats down from a 12-point advantage for Trump in July."
Þetta er reyndar -- forvitnilegt, ef Trump hefur snögglega misst umtalsvert fylgi, meðal -- strang kristinna Bandaríkjamanna; þannig að fylgi Trumps og Clinton meðal þess hóps - er nú að mælast ca. jafnt.
Niðurstaða
Það sem sé augljósasta ógnin við sigurmöguleika Trump sé sennilega að honum virðist ekki vera að takast að breikka sinn fylgisgrunn - þ.e. fylgi hans sé mánuðum saman sæmilega stöðugt; meira að segja ummæli helgarinnar - valdi sára lítilli sveiflu þar um.
Meðan hann sé stöðugur -- innan við 40%.
Og Clinton stöðug ívið yfir 40%.
Þá virðast sigurmöguleikar Clinton bersýnilega meiri!
- Þá verður skiljanlegt af hverju Trump, ætlar að beita þeirri taktík -- að auka persónuárásir á Clinton.
- Hann sé sennilega búinn á komast að þeirri niðurstöðu, að helsta von hans - sé að minnka fylgi Clintons.
Jafnvel þó hann næði því fylgi ekki endilega! Þá mundu líkur hans á sigri, vaxa - ef honum tækist að minnka hennar fylgi. Meðan að hans eigið væri áfram nokkurn veginn stöðugt!
Hans stuðningsmenn virðast ekki refsa honum, meira að segja ummæli helgarinnar - virðast ekki hafa minnkað fylgi hans að ráði.
--Þannig að hann virðist skv. því hafa frýtt spil frá þeim, til að ganga eins langt og honum sýnist!
Nýjustu yfirlýsingar Trumps - benda einmitt til þess, að hann ætli sér akkúrat það, að ganga skrefunum lengra: Trump assails House speaker Ryan, McCain as 'disloyal'
Trump segir -- nú fara af mér allar hömlur.
- 3-kappræðurnar verða líklega virkilega sóðalegar!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.10.2016 | 03:18
Að sjálfsögðu mundi Trump sem forseti ekki geta fyrirskipað fangelsun Hillary Clinton
Það virðst ummælin frá - 2. kappræðum Clinton og Trump, er mesta athygli vekur. En sem betur fer, þá eru virk 3-skipting valds innan Bandaríkjanna. Þannig í ímynduðu tilviki að Trump væri forseti, þá virkilega gæti hann ekki -- komið Clinton í fangelsi!
- Bandaríkin eru ekki - Rússland!
Aðrar kappræðurnar í fullri lengd
- ""If I win, I am going to instruct my attorney general to get a special prosecutor to look into your situation," Trump said, "because there has never been so many lies, so much deception.""
- ""Good that someone with the temperament of Donald Trump is not in charge of the law in our country," Clinton said."
- "To that, Trump shot back: "You'd be in jail."
--Sjálfsagt getur Trump sem forseti, tæknilega skipað - rannsókn á E-mailum Clinton, og öðrum meintum ákúrum!
--Á hinn bóginn, hefði slík rannsókn fyrst og fremst "pólitíska skýrskotun" þ.s. að rannsakandi á vegum Trumps - væri afar ósennilegt að mundi vera álitinn, óhlutdrægur.
--Og hitt, að ef slíkur væri skipaður með "executive power" forseta - en ekki með milligöngu nýrrar lagasetningar frá þinginu - þá hefði slíkur rannsakandi enga möguleika til að knýja fram - saksókn út á sínar niðurstöður!
--Þar með - Trump ekki heldur!
Áhugaverð atlaga Trumps þ.s. beitti fyrir sig konum sem telja sig eiga harma að hefna!
FBI - eins og áður hefur komið fram, metur E-mail mál Clinton ekki tækt fyrir dómi!
Höfum í huga að afstaða FBI - getur breyst, ef ákvæði laga eru uppfyllt.
--En til þess að vanræksla með leyndarskjöl - leiði til líklega fangelsunar.
--Virðist þurfa að sannast, að leyndargögn hafi komist í hendur aðila utan eða innan Bandaríkjanna, sem engan lagalegan rétt skv. bandarískum lögum hefur til að hafa til umráða bandarísk leyndargögn.
Fyrir áhugasama: 18 U.S. Code § 793 - Gathering, transmitting or losing defense information.
"(f) Whoever, being entrusted with or having lawful possession or control of any document, writing, code book, signal book, sketch, photograph, photographic negative, blueprint, plan, map, model, instrument, appliance, note, or information, relating to the national defense, (1) through gross negligence permits the same to be removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of his trust, or to be lost, stolen, abstracted, or destroyed, or (2) having knowledge that the same has been illegally removed from its proper place of custody or delivered to anyone in violation of its trust, or lost, or stolen, abstracted, or destroyed, and fails to make prompt report of such loss, theft, abstraction, or destruction to his superior officer
Á hinn bóginn --> Efa ég að úr þessu sé sennilegt að leyndargögn hafi í reynd borist til aðila utan eða innan landamæra Bandaríkjanna, sem áhugasamir eru um að - hindra að Clinton nái hugsanlega kjöri!
En annars væri slík afhjúpun slíkra leyndargagna örugglega þegar komin fram!
- Það má ímynda sér að einhver ætli sér síðar meir, að beita hana þrýstingi -- en það getur í besta lagi, kallast - vangaveltur.
Eins og Director Comey FBI sagði: Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.
- "All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."
- "Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case."
En um leið og FBI - mundi geta sannað að -leyndargögn- hefðu lekið til aðila sem ekkert erindi hafa að ráða yfir leyndargögnum.
--Mundi afstaða FBI til saksóknar - að sjálfsögðu breytast snarlega!
- Þetta mál þar af leiðandi --> Getur hangið yfir Hillary Clinton áfram, sem hugsanleg - fallöxi.
Stjórnendur Repúblikana flokksins virðast á fremsta hlunn með að afskrifa framboð Donalds Trump!
En fyrstu kannanir eftir hræðilega helgi - þ.s. 11-ára ummæli Trumps komu fram, þ.s. hann gortar af því að geta kynferðislega áreitt fallegar konur að vild, vegna þess hversu frægur hann sé!
--Benda til þess að sú afhjúpun helgarinnar hafi skaðað fylgi Trumps töluvert!
--Þannig að bilið milli Trumps og Clinton - sé aftur orðið umtalsvert!
Top Republican Ryan distances himself from Trump White House bid
En ef höfuðstöðvar Repúblikanaflokksins í Washington - hætta að styðja framboð Donalds Trump, setja þess í stað -- það fjármagn sem þær ráða yfir, í stuðning við framboð einstakra þingmanna og fylkisstjóra!
Þá væri það sterk vísbending þess, að höfuðstöðvarnar telji - Trump ekki lengur hafa raunhæfa sigurmöguleika!
Þannig að rökrétt sé þá, að verja þingsætin þegar samtímis forsetakosningum verður kosið til þings, og samtímis fylkisstjórastöður.
- Flestir sem fjalla um framboð Trumps - telja að honum hafi í kappræðunum líklega tekist að þétta raðir eigin fylgismanna, eftir - hræðilega helgi.
- En að honum hafi samtímis í kappræðunum, ekki tekist að höfða til kjósendahópa fyrir utan sína stuðningsmenn - m.ö.o. forðað því að missa frekari stuðning, en ekki líklega tekist að mjókka bilið í fylgi við Clinton!
Niðurstaða
Bilið milli Trumps og Clinton virðist aftur hafa víkkað umtalsvert - skv. nýjum skoðanakönnunum. Paul Ryan greinilega metur það nú, að Trump eigi ekki möguleika úr þessu.
--Það eru eftir einar kappræður til!
Sem verða væntanlega lokatækifæri Trump til að sækja að Clinton. Það er, ef framboði Trumps í millitíðinni, tekst ekki að minnka bilið að ráði að nýju.
En 8. nóv. nálgast hratt, þegar kosið verður í Bandaríkjunum, og stund sannleikans rennur upp.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
10.10.2016 | 01:25
Ákaflega mannskæð sprengjuárás Saudi Araba á Yemen - leiðir til ákalls til Bandaríkjanna að hætta aðstoð við stríð Sauda
Eitt sem er merkilegt við þessi átök er hvernig landið Yemen --> Virðist í núverandi átökum aftur klofið. En mér virðist fréttir af átökunum benda til þess, að svokallaðir Húthar Shíta hreyfing sem Íran styður sem er í bandalagi við Súnníta hóp sem hollir eru fyrrverandi forseta hins sameinaða Yemen - Ali Abdullah Saleh, ráði að mestu því landsvæði sem á árum áður hét --> Norður Yemen.
Því sem Saudar og bandamenn Sauda araba furstadæmi við Persaflóa virðast í sameiningu hafa áorkað, með stuðningi við vopnaða hópa -- er veita andstöðu sveitum Hútha og hersveitum í bandalagi við Hútha sem hliðhollar eru Saleh; er að þeim hópum virðist hafa tekist að hrekja sameinaðar hersveitir Hútha og Saleh fyrrum forseta hins sameinaða lands, af svæðum sem tilheyrðu áður Suður Yemen.
En þrátt fyrir stöðugar loftárásir og vopnasendingar frá Saudum - virðist vopnuðum hópum frá Suður-Yemen, ekki hafa tekist að ná nokkrum umtalsverðum svæðum í Norður-Yemen hluta landsins.
- Eiginlega góð spurning -- > Hvort ekki sé einfaldast að enda átökin með því, að endurreisa formlega - löndin 2?
Kortið sýnir skiptingu Yemen fram til maí 1990 í ríkin Suður og Norður Yemen
Það sem ekki blasir við á kortinu að ofan, sést á kortinu af neðan!
Ég held að leiða megi líkur af því - að fjöllin - gilin og hæðirnar í NV-hluta Yemen, séu að reynast - torsótt til framsóknar fyrir andstæðinga Hútha og hersveita hollar Saleh.
M.ö.o. hjálpi landslagið Húthum og sveitum hliðhollum Saleh - að halda sameiginlega velli, þrátt fyrir stöðugar loftárásir og þrýsting hersveita andstæðinga þeirra.
Mér finnst alltaf gagnlegt að hafa í huga - sögu lands þar sem átök fara fram.
Og auðvitað að sé einnig gagnlegt að skoða kort!
More than 140 killed in air strikes on Yemen funeral: UN
Saudis to probe deadly air strikes on Yemen funeral hall
US reviews support for Saudi-led coalition in Yemen after 140 killed
Það auðvitað blasir við, að meðan Bandaríkin - veita herför Sauda stuðning, er það fullkominn tvískinnungur hjá þeim, að samtímis gagnrýna harkalega loftárásir Rússa á Aleppo
Árásin á jarðaför virðist ekki hafa haft nokkra hina minnstu réttlætingu.
-----------------------
"More than 140 people were killed and more than 525 wounded Saturday when air strikes hit a funeral ceremony in Yemen." - "The UN humanitarian coordinator in Yemen, Jamie McGoldrick, said aid workers were shocked and outraged by the attacks that hit a community hall in the capital Sanaa where mourners had gathered."
UN Under-Secretary-General for Humanitarian Affairs and Emergency Relief Coordinator Stephen OBrien --> I also call on all parties to protect civilians and stop using explosive weapons or conducting aerial bombardments in civilian-populated places in Yemen. Surely enough is enough, - This horrendous and heinous attack displayed an utter disregard for human life.
- "In September 2015, a suspected coalition air strike killed at least 131 civilians at a wedding near the Red Sea city of Mokha."
- "And in March this year, Saudi-led air strikes on a market killed at least 119 people, including 106 civilians, of which 24 were children, in the northern rebel-held province of Hajja."
-----------------------
Þessar tölur um mannfall, eru sambærilegar þeim tölum - sem heyrast í tengslum við umkvartanir SÞ-varðandi mannskæðar loftárásir Rússa á Aleppo.
Ég verð náttúrulega að taka undir það - að loftárásir Sauda og flóa Araba á Yemen, sem einnig eins og harðar loftárásir Rússa og flughers Sýrlandsstjórnar leiða til mikils mannfalls meðal almennra borgara!
Séu að sjálfsögðu í engu meir réttlætanlegar - heldur en þær loftárásir á almenna borgara innan Sýrlands, sem ég einnig vísa til.
- Ég sé í engu smærri ástæðu til að beita þá aðila sem beita lofthernaði með slíkum hætti á Yemen - þrýstingi um að hætta þeim lofthernaði, eða a.m.k. stórlega að draga úr þeim lofthernaði, vegna mikils mannfalls almennra borgara.
- En þegar kemur að sambærilegum lofthernaði Rússa og flughers Sýrlands gagnvart landsvæðum innan Sýrlands - í uppreisn gegn stjórnvöldum Sýrlands.
- Réttlæting Sauda er í reynd merkilega svipuð - réttlætingu Rússa og sýrlenskra stjórnvalda, að nauðsynlegt sé að kveða niður ólöglega uppreisn og hryðjuverkaöfl.
Þá er auðvitað verið að stimpla Hútha og hersveitir Saleh forseta -- með sambærilegum hætti og sýrlensk stjv. og Rússar, stimpla þau landsvæði innan Sýrlands er lúta - hópum uppreisnarmanna.
Bandaríkin láta í annan stað - eins og þetta sé gott og blessað, í Yemen!
--Meðan þeir fordæma svipað athæfi í Sýrlandi!
- Ég tek fram, að ég tek fullkomlega undir það, að lofthernaður Rússa og flughersveita stjórnarinnar í Damaskus, hafi verið -- ónauðsynlega grimmur!
- Samtímis og ég sé enga ástæður til að bera blak af Saudum og flóa Aröpum -- er þeir beita sambærilegri grimmd í Yemen.
Ég er algerlega andvígur slíkri ónauðsynlegri grimmd - sama hver beitir slíkum aðferðum.
Og ég fordæmi að auki ónauðsynlega grimmd, sama hvar ónauðynlegri grimmd er beitt.
Niðurstaða
Mín afstaða til átakanna í Sýrlandi og Yemen er svipuð að því leiti, að mig grunar sterklega að vænlegast til að enda þau átök með þeim hætti að mestar líkur séu á að friður geti síðar meir - ríkt. Sé að skipta báðum löndum upp!
Skiptingin sé algerlega augljós í Yemen - þ.s. stríðið sé ca. búið að hólfa landið í sundur eftir gömlu landamæralínunni sem til staðar var til 1990.
Í tilviki Sýrlands, virðist mér vænlegast að skipta landinu milli - Alava, Shíta, og nokkurra annarra smárra minnihlutahópa -annars vegar- og meirihluta Súnní araba -hins vegar.-
--Virðist að - Alavar, Shítar, og litlu minnihlutahóparnir ætli að lúta Assad áfram.
--Meðan að stór hluti Súnní Araba meirihluta landsmanna, hafi verið í uppreisn síðan 2011.
- Átökin nú, virðist mér markast af því --> Að "Alavar" - "Shítar" og hinir minnihlutahóparnir, séu að reyna að -- hreinsa "Súnní Arabana" þ.e. hrekja þá sem mest í burtu, sbr. 5-milljón þegar brottflúnir og frekari tilraunir sem virðast blasa við, í því skyni að hrekja íbúa svæða sem uppreisnarmenn ráða enn, í burtu.
Aleppo ef sú hreinsun heppnaðist - mundi þá fyrir rest, verða mikið til yfirgefin á stórum svæðum. En verulega mundi sennilega fjölga í flóttamannabúðum utan landsins.
--Eða að nýjar slíkar spretta upp, á öðrum svæðum innan landsins er ekki lúta stjórnarhernum og hersveitum í bandalagi við stjórnarherinn.
- En 6 milljónir eru innan landsins sem eru flóttamenn í landinu sjálfu, það fyrir utan 5 milljónir landflótta! Þær 6-milljónir virðast skiptast milli allra héraða landsins, þannig að sennilega eru - uppreisnarmenn einnig að hreinsa, þ.e. hina hópana!
Þá sé þetta orðið svipað átökunum í fyrrum Júgóslavíu - þ.s. hreinsanir gengu á - víxl.
--En einmitt átökin í því landi, enduðu með - skiptingu landsins milli hópanna.
- En að aðskilja hópa er berjast - getur einmitt virkað!
--Skilað nýjum stöðugleika og friði.
Ég held að það úrræði ætti að geta virkað fyrir bæði löndin.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
8.10.2016 | 17:40
Ummæli Trumps þar sem hann hrósar sér af því að komast upp með að áreita fallegar konur kynferðislega sennilega dæmi um það hve slæmur karakter Trump er
Ég er með YouTube hlekk á ummæli Trumps ásamt það sem ég met fremur hlutlausa umfjöllun fréttastöðvar um þau ummæli - en fréttamaðurinn bendir á að þó svo að Trump hafi beðist afsökunar á þessum grófu ummælum, þar sem hann m.a. hrósar sér af því að kynferðislega áreita gifta konu; þá hefur hann langa sögu slæmrar framkomu við konur - t.d. nýlega þegar Clinton endurtók ásökun konu í kappræðum við Trump sem hafði tekið þátt í fegurðarsamkeppni á vegum Trumps - varðandi ummæli hans gagnvart henni er hann kallaði hana "Mrs. piggy" en Trump taldi hana ekki nægilega granna, viðbrögð Trumps -voru dálítið klassískt Trump- þ.e. gagnásökun á þá konu, að hún hafi verið afskaplega erfið og staðið sig illa!
-- --> Hann virðist m.ö.o. hegða sér eins og versti ruddi!
Trump hrósar sér af því að geta komist upp með að kynferðislega áreita fallegar konur!
Trump vows to remain in race after calls for him to withdraw
Í afsökun sinni, segist Trump vera breyttur og betri maður í dag!
Eins og kemur fram -- reynir hann að snúa þessu á Clinton - að hennar framkoma í einhverjum skilningi gagnvart konum sem eiginmaður hennar hafi haldið framhjá henni með, hafi verið verri!
- Á hinn bóginn, halló -- þó þær ásakanir væru sannar, þá var eiginmaðurinn að halda framhjá henni með þeim; það má því alveg segja - að þær hafi átt einhver ónot frá Hillary inni!
- Reyndar grunar mig, að þessi umfjöllun um meinta slæmra framkomu hennar, sé sennilega stórlega ýkt!
En Trump bersýnilega getur ekki komið með nokkra gilda ástæðu fyrir hans framkomu!
-- -- > Eina sem hann getur sagt, ég var fífl - þetta var heimskulegt!
En, er hann nokkuð betri í dag?
-- T.d. hvernig hann svaraði hjónum sem áttu hermann í Íraksstríði Bush forseta, sonur þeirra lést þar - en karlinn faðir stráksins hafði sent hnútur á Trump vegna yfirlýstra skoðana Trump gegn Múslimum - sem Trump svaraði með hnútum á eiginkonuna, sem stóð honum við hlið.
Þ.e. raunverulega áhugavert í þessu tiltekna tilliti, að hann valdi að ráðast að konunni, þó það var eiginmaður hennar, sem talaði!
Þ.e. eins og Trump þyki sjálfsagt að ráðast að konum!
Þetta þótti mörgum Bandaríkjamönnum slæmt - vegna þess að hún er móðir látins hermanns, þ.e. alltaf litið á fjölskyldur látinna hermanna, sem heilagt vé.
Ég bendi aftur á ummælin hans gagnvart konunni er vann fyrir eina af fegurðarsamkeppnum hans -- þetta kom nærri lokum kappræðna hans við Clinton: Flestir fréttaskýrendur telja Clinton hafa haft betur í kappræðum við Trump, a.m.k. klárt að markaðir voru sammála en gengi mexíkóska persósins reis töluvert
--En í stað þess að biðjast afsökunar á að hafa kallað hana "Mrs. piggy" þá valdi hann að hreyta á móti, segja hana hafa verið hræðilega og einn þann versta þátttakanda sem hann mundi eftir.
**Þetta er eiginlega klassískt við tilsvör Trump --> Að vaða alltaf í á móti!
**Hann biðst einungis afsökunar --> Þegar hann á engan annan valkost, eins og í tilvikinu nýja um ummælin frá 2005.
- Ég m.ö.o. held ekki að Trump sé nýr og betri maður!
- Þetta sé einfaldlega hvernig hann er - ruddi og dóni af verstu sort!
- Hann sé -- hræðilegur karakter!
Manni virðist hann fyrst og fremst -sorry- yfir því, þegar ummæli virðast líkleg að hafa neikvæð áhrif á kjósendahópa sem hann þarf á að halda!
--M.ö.o. ekki raunverulega sakbitinn!
Varðandi Clinton sem karakter!
Virðist mér hún nánast eins og dýrlingur í samanburði. En ef hún var ruddaleg við konur sem eiginmaður hennar hélt framhjá henni með, þá var það vart án ástæðu.
Síðan bendi ég á ummmæli "director Comey": Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða.
En Comey yfirmaður FBI - hafnar því í rökstuddu áliti, að E-mail skandall Clinton, dugi til að skilgreina hana - glæpamann!
--M.ö.o. hafi FBI ekki getað sýnt fram á að til staðar hafi verið vísvitandi tilgangur að leka gögnum til erlends ríkis.
--Né hafi tekist að sanna að gagnaleki hafi leitt til þess, að leyndar gögn hafi borist til erlends ríkis.
- "All the cases prosecuted involved some combination of: clearly intentional and willful mishandling of classified information; or vast quantities of materials exposed in such a way as to support an inference of intentional misconduct; or indications of disloyalty to the United States; or efforts to obstruct justice. We do not see those things here."
- "Although there is evidence of potential violations of the statutes regarding the handling of classified information, our judgment is that no reasonable prosecutor would bring such a case."
Sannarlega hefur sannast með framkomnum gagnalekum - að einhverjum gögnum var stolið af hennar vefþjóni - en fram að þessu hefur enginn af þeim framkomnu lekum, verið - leyndarskjöl.
--Manni grunar, að ef aðilar vildu koma á hana höggi, og væru með þannig gögn í fórum, hefðu þeir lekið þeim - þegar!
- Comey benti á að dóma hefð innan Bandaríkjanna - væri ekki að dæma í máli þ.s. starfsmaður hefur verið kærulaus með meðferð gagna --> En enginn alvarlegur gagnaleki hafi fram að þessu sannast!
--M.ö.o. sagði Comey að meðferð máls Clinton væri - dæmigerð, þ.e. hafnaði því að hún hefði fengið, sérmeðferð.
M.ö.o. sé umræðan um "crooked Clinton" einfaldlega - pólitísk!
Í litlu raunverulegu samræmi við hvað fram að þessu hefur sannast!
M.ö.o. liggi ekkert fyrir sem -- skýrt bendi til þess að Hillary sé hræðilegur karakter!
- Hennar dómgreind hafi á köflum verið gölluð!
--Það sé eiginlega það versta sem unnt sé að saka hana um, dómgreindarbrest á köflum.
- Það auðvitað gerir hana gallaða!
- Trump er nú bersýnilega nú margsannaður sem --> Alvarlega gallaður einstaklingur!
Valið er því eiginlega um það --> Hvor frambjóðandinn sé meiri eða minni gallagripur en hinn frambjóðandinn.
Trump hefur auðvitað ekki haft tækifæri til að taka ákvarðanir fyrir hönd Bandaríkjanna, þannig að einungis er unnt að beita ágiskunum, hvernig hann hefði hugsanlega brugðist við - í sömu tilvikum og Clinton.
En þ.s. áhugavert er, að það eru til ummæli eftir Trump - þ.s. hann styður árás á Gaddhafi.
--Í dag vill hann ekki kannast við málið!
Þetta bendir til þess, að hann hefði ekki tekið aðra ákvörðun en Hillary!
- Eiginlega virðist að Clinton sem utanríkisráðherra, hafi fylgt hans ráðum að verulegu leiti á þeim tíma :)
Og í þessu viðtali hljómar Trump eins og hann styðji innrásina í Írak!
Þannig, að það blasir a.m.k. ekki við - að ef Trump hefði verið þingmaður á sama tíma og Hillary Clinton, að hann hefði ekki -- greitt atkvæði með innrásinni.
Takið eftir -- þegar aðspurður "Are you for invading Iraq?" þá svarar hann "I guess so, I wished the first time it had been done correctly."
- Þau ummæli eru áhugaverð, en það var algeng gagnrýni meðal hægri manna í Bandaríkjunum eftir 1992-1993 stríð Bush eldri við Saddam, að það hefði verið röng ákvörðun Bush eldri - að hafa ekki notað þá tækifærið að fara inn í Írak og steypa Saddam Hussain af stóli.
- Ummæli Trumps þarna, benda til þess að hann hafi stutt þá gagnrýni --> Þar með, að hann á þeim árum hafi raunverulega verið stuðningsmaður innrásarinnar 2003.
--: Þannig að gagnrýni Trumps á Clinton, fellur eiginlega að lang mestu leiti um sjálfa sig, þ.s. hann sennilega hefði gert ca. það sama og hún, ef í hennar sporum!
Eftir stendur þá rifrildið um -- e-mailana!
--Þá auðvitað kemur á móti -- ótal tilvik um raunverulega hræðilega framkomu Trumps gagnvart konum.
- Clinton gerði mistök - sem ekki er sannað að hafi haft slæmar afleiðingar fyrir Bandaríkin.
- Trump aftur á móti, virðist raunverulega viðhafa hræðilega framkomu við konur -- hafa langa sögu af slíku að baki sér.
- Hvort að það skipti máli - verður hver og einn að meta!
-- --> En þetta eru langt í frá einu aðilarnir, fallegar konur - sem Trump hegðar sér illa gagnvart; en eftir hann liggur langur slóði aðila sem hann hefur farið illa með í viðskiptum - t.d. er gjarnan talað um "Trump discount" þ.e. hann virðist margítrekað borga minna en um er samið!
--Treysta á að menn heykjist á því að hefja málarekstur. Því það sé dýrara.
- Dæmigert svar hans virðist - "This makes me smart."
Hann virðist m.ö.o. einungis virða gerða samninga -- ef hann telur sig ekki komast upp með annað!
--Þetta ásamt framkomu hans við konur, er sterk vísbending þess að Trump sé virkilega afar slæmur karakter.
Niðurstaða
Það virðist vera "consistent" þema hjá Trump, slæm framkoma hans gagnvart konum. Sem hafi birst í hegðan hans gagnvart konum í gegnum árin - sem margar sannanir eru til um.
Síðan liggur einnig langur slóði eftir hann ef viðskiptaferill hans er skoðaður, þ.e. aðilar sem hann annað af tvennu borgaði alls ekki, eða borgaði einungis að hluta - fyrir umsamin verk eða keypta vöru.
--Það á ekki endilega einungis við ef skoðað er ferill gjaldþrota fyrirtækja hans, heldur virðist þetta vera -- venja hans, að borga ekki þ.s. er umsamið!
--Nema hann komist ekki hjá því!
Trump raunverulega studdi innrásina í Írak 2003 - og atlöguna gegn Gaddhafi.
--Sem sýnir að hann treystir algerlega á gullfiskaminni fólks, þegar hann segist í dag hafa verið mjög andvígur í bæði skiptin - og álasar Clinton fyrir ákvarðanir er hann sjálfur studdi á þeim tíma í hvort skipti.
- M.ö.o. hann er þá lygalaupur, í ofan í það að vera - svikull í viðskiptum og dóni jafnvel kynferðisbrotamaður gagnvart konum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
6.10.2016 | 22:01
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósammála Trump um alþjóðavæðingu og TPP
Kemur fram í áhugaverðri skoðanakönnun framkvæmd af Chicago Council of Global Affairs. Um könnunina er fjallað einnig í Washington Post: Most Americans say that globalization is a positive and that free trade improves their lives.
Þessi afstaða meirihluta íbúa Bandaríkjanna er áhugaverð í ljósi afstöðu beggja forsetaframbjóðanda - sem lísa báðir yfir andstöðu við TPP "Trans Pacific Partnership."
Trump síðan hefur ítrekað hraunað yfir helstu viðskiptasamninga Bandaríkjanna, og sagt þá hafa skaðað efnahag Bandaríkjanna stórkostlega í gegnum árin, sérstaklega heldur hann því fram að þeir hafi skaðað störf innan Bandaríkjanna!
- Trump gæti verið að lesa rangt í afstöðu bandarísks almenning að mörgu leiti!
Eins og sést á mynd, styður meðaltali 65% Bandaríkjamanna - alþjóðavæðingu!
Það er einnig spurt nánar um afstöðu Bandaríkjamanna til alþjóðaviðskipta!
- Eins og þarna kemur fram, telja 59% Bandaríkjamanna að alþjóðavæðing styrki efnahag Bandaríkjamanna, 57% að alþjóðavæðing styrki bandarísk fyrirtæki, 70% að alþjóðavæðing sé góð fyrir neytendur og 64% að alþjóðavæðing styrki lífskjör Bandaríkjamanna!
- Hinn bóginn virðist einungis 40% trúa því að alþjóðavæðing nettó stuðli að fjölgun starfa innan Bandaríkjanna, og 35% trúa því að hún styrki starfsöryggi.
--Skv. því meta Bandaríkjamenn að alþjóðavæðingu fylgi kostir sem gallar.
Greining eftir flokkum er áhugaverð!
- 68% Demókrata telja alþjóðavæðingu styrkja efnahag Bandaríkjanna, meðan að 51% Repúblikana eru sama sinnig.
- 65% Demókrata meta alþjóðavæðingu góða fyrir bandarísk fyrirtæki, meðan að 50% Repúblikana eru sama sinnis.
- 75% Demókrata telja alþjóðavæðingu góða fyrir neytendur, meðan að 66% Repúblikana eru sama sinnis.
- 72% Demókrata telja alþjóðavæðingu góða fyrir lífskjör, meðan að 60% Repúblikana eru sama sinnis.
- Á móti, telja 47% Demókrata alþjóðavæðingu efla störf innan Bandaríkjanna, meðan að 34% Demókrata eru sama sinnis.
- Og 41% Demókrata telur alþjóðavæðingu efla atvinnuöryggi í Bandaríkjunum, meðan að 30% Repúblikana eru sama sinnis.
Meirihluti Bandaríkjamanna skv. þessu telur alþjóðavæðingu ógna störfum innan Bandaríkjanna!
Meðan að á móti telur meirihluti Bandaríkjamanna alþjóðavæðingu samt góða fyrir efnahag landsmanna, þeirra lífskjör og bandaríska neytendur.
- Skv. því má lesa út þá nettó afstöðu --> Að alþjóðavæðing geri meir gott fyrir Bandaríkin og Bandaríkjamenn, en slæmt!
__Út frá þessu, þá er raunverulega til staðar ótti um atvinnu í tengslum við áhrif alþjóðavæðingar innan Bandaríkjanna --> Svo Trump er ekki fullkomlega á villigötum um vilja Bandaríkjamanna!
__Á hinn bóginn, virðist samt að hann lesi rangt í meirihluta afstöðu almennings innan Bandaríkjanna -- þ.s. heilt yfir styður skv. þessu bandarískur almenningur alþjóðavæðingu, sbr. að almenningur metur að hún styrki þeirra eigin kjör, og sé góð fyrir þá sem neytendur.
Skv. þessari mynd er meirihluta stuðningur með alþjóðavæðingu í öllum aldurshópum
Enginn hópur hefur meirihluta andstöðu við alþjóðavæðingu!
Lokaspurning var síðan um TPP:
- 60% Bandaríkjamanna styðja TPP.
- 71% Demókrata styðja TPP.
- 57% Repúblikana styðja TPP.
- 56% stuðningsmanna Sanders meðal Demókrata styðja TPP.
- Meðan að 74% stuðningsmanna Clintons í Demókrataflokknum styðja TPP.
- Og 47% stuðningsmanna Trumps styðja TPP - meðan að meirihluti Repúblikana er studdi aðra frambjóðendur, styður TPP.
Þetta er merkileg útkoma - þ.s. Trump ítrekað sönglar að TPP sé það versta sem geti komið fyrir Bandaríkin - og Clinton hefur lofað að undirrita ekki samkomulag að óbreyttu.
--Samt er einungis lítill meirihluti stuðningsmanna Trump á móti TPP.
Meðan að meirihluti allra annarra hópa Bandaríkjamanna styður samninginn!
Niðurstaða
Það ætti í reynd þrátt fyrir alla umræðuna í tengslum við Trump, þ.s. hann hefur hraunað yfir alla helstu utanríkisviðskiptasamninga Bandaríkjanna - og lofað að endursemja um þá stærstu og mikilvægustu ef hann verður kjörinn -- -- > Ekki að koma á óvart að meirihluti íbúa Bandaríkjanna - skuli styðja alþjóðasamninga um viðskipti og alþjóðavæðingu almennt.
Því þ.e. einmitt hárrétt mat sem kemur fram í könnuninni þegar bandarískur almenningur er spurður beint -- nefnilega að bandarískur almenningur græðir og það heilmikið á alþjóðavæðingu.
Þetta virðist bandarískur almenningur vita!
__Spurning þá hvort að frambjóðendurnir báðir séu ekki á rangri hyllu!
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Það sem er áhugavert þessa vikuna - er herferð fylgismanna Sigmundar Davíðs og hans sjálfs, er virðist hönnuð til þess að --> Sverta niðurstöðuna í formannskjörinu, þ.e. skapa þá mynd að SDG hafi ekki tapað, heldur flokkurinn verið vélaður undan honum með svikum!
Slíkum hugmyndum er augljóslega ætlað að þétta fylgismenn hans innan Framsóknarflokksins utan um sinn foringja, og að auki ætlað að tryggja að fylgismenn hafi fullkomið vantraust til forystu flokksins -- þess utan, að þær skapa reiðiástand meðal fylgismanna SDG.
Tveir möguleikar virðast við blasa sem endaútspil!
- Skæruhernaður: En það væri að leitast við að gera forystunni eins ill mögulegt að stjórna flokknum og framast er unnt, en tilgangur þess að skapa þá ímynd meðal fylgismanna SDG - að niðurstaða formannskjörsins hafi verið óheiðarleg þ.e. flokkurinn vélaður af SDG, þannig að SDG hafi í reynt ekki - tapað, m.ö.o. að SDG sé áfram -réttmætur formaður flokksins- getur haft þann megin tilgang að undirbúa gagnbyltingu innan flokksins.
__Galli við þetta, er að málflutningur sbr. að fólk sem rétt átti á að kjósa hafi ekki fengið, meðal þeirra stuðningsmenn SDG - að menn hafi verið keyrðir á kjörstað og kosið sem ekki hafi verið í flokknum í a.m.k. 30 daga, hafi síðan strax hætt - fólk hafi verið keyrt í rútum er komu á staðinn rétt fyrir 11. á sunnudag rétt fyrir kjörið, þar hafi verið fólk sem enginn hafi áður séð á fundum á vegum flokksins.
__Greinilega vegur að heiðri margra er starfa innan flokksins, sbr. þeirra er sátu í andyri ráðstefnunnar og gengu úr skugga um að viðkomandi væri á lista yfir meðlimi flokksins sl. 30 daga skv. listum er bárust frá flokksfélögunum, þeirra sem ráða innan einstakra flokksfélaga - þaðan sem listarnir bárust, einnig heiðri þeirra sem starfa í höfuðstöðvum flokksins - en það fólk tekur m.a. við listunum frá flokksfélögunum --> Sem þurfa ef ég man rétt, að hafa borist innan tilskilins tíma fyrir flokksþing, sem er gert til þess að hindra einmitt slíka hluti; og auðvitað leitast við að mála nýja forystu sem - svikahrappa af verstu sort.
__Fyrir utan, að þarna gætir greinilega þeirrar samsæriskenningar, að öfl utan Framsóknarflokksins, hafi tekið þátt í því að fella SDG -- en stutt væri í það, að menn færu að trúa því að fólk úr öðrum flokkum hafi mætt, ef menn fara að trúa því að -- unnt hafi verið að koma fólki að sem ekki hafði verið í flokknum skv. reglu flokksins í 30 daga að lágmarki.
**Þessi málflutningur er náttúrulega til þess fallinn, að skapa ífingar og deilur -- fyrir utan að þetta særir þá aðila, sem vegið er að.
**Þá auðvitað krystallast frekar fylkingamyndun milli Sigurðar Inga, og Sigmundar Davíðs.
Nú, þegar menn hafa málað -- hina fylkinguna, svikahrappa og þaðan af verra, þá auðvitað --> Ætla menn vart, að stefna að sáttum síðar meir --> Ef fylkingu SDG mundi takast í því síðar meir, að ná fram nýju aukaflokksþingi, smala þangað fylgismönnum. --> En ég sé ekki, að menn mundu vægja þeim - sem þeir trúa að séu svikahrappar.
__Þannig að þá værum við að tala um, tímabil harðra átaka um forystuna í flokknum, þ.s. reglulega væru gerðar tilraunir til að fella þá forystu er náði völdum sl. sunnudag.
**Þetta væri auðvitað mjög skaðlegt fyrir flokkinn!
En miðað við nálgun SDG og stuðningsmanna í málflutningi --> Þá sé ég ekki, að tilraunir til sátta séu líklegar til að skila friði innan flokksins!
Það væri þá ekki um annað að ræða fyrir stuðningsmenn Sigurðar Inga --> En að leitast við að svæla stuðningsmenn SDG úr flokknum!
M.ö.o. það verði annaðhvort --> Viðvarandi skæruhernaður, stöðugt leitast við að ná flokknum til baka --> Þannig uppbyggingartilraunir nýrrar forystu, hindraðar. - Eða, að tilgangur SDG og stuðningsmanna er ekki, viðvarandi skæruhernaður - að ná aftur stjórninni á flokknum; heldur að kljúfa sig frá flokknum.
--> En málflutningur undanfarinna daga, sem þéttir raðir stuðningsmanna SDG utan um hans persónu, magnar upp reiðiástand meðal stuðningsmanna SDG --> Getur einnig verið undirbúningur undir það, að SDG og hans fólk -- kljúfi sig frá flokknum.
__Þá getur málflutningurinn undanfarið verið tilraun til þess, að tryggja að sem flestir fylgi honum út úr flokknum!
**En með því að sverta gersamlega forystu flokksins, og niðurstöðuna á flokksþinginu, þá gæti tilgangurinn einmitt verið sá -- að tryggja það að sem flestir fylgi SDG, er hann tilkynnir til sögunnar þann tilgang, að stofna nýjan flokk!
- Segjum að 2-sé tilgangur SDG: Þá væri líklegast að SDG kljúfi sig frá, eftir kosningar. En þá stendur hann við loforð þess efnis, að taka þingsætið sem hann segist hafa veitt félögum á NA-landi. Sama tíma, er þetta öruggt þingsæti.
--Ef SDG færi í sérframboð, hefði hann ekkert öryggi fyrir því að vera á þingi.
__Hafandi í huga, að hann er að mála forystu flokksins - svikahrappa, það að flokknum hafi verið rænt með svikum af honum - m.ö.o. að hann hafi í reynd ekki tapað. - Þá væntanlega, mundi aðferðin verða afsökuð í augum fylgismanna, að mynda annan Framsóknarflokk - utan um fylgismenn SDG, undir forystu SDG.
- Ég reikna með því, að slíkur flokkur --> Hlyti að taka strax upp mjög harða gagnrýni á Framsóknarflokkinn, undir núverandi forystu.
- Augljóst gæti ekki verið neitt samstarf við Framsóknarflokkinn.
- Sem þíðir, að -- SDG flokkurinn, gæti ekki unnið með ríkisstjórn, er hefði Framsóknarflokkinn innanborðs.
Það fer þá eftir því -- hve stór hluti Framsóknarflokksins færi, hvort að möguleikar Framsóknarflokksins til ríkisstjórnarþátttöku væru verulega skaðaðir.
Mín skoðun, er að SDG flokkurinn - yrði mjög pólitískt einangraður.
En meðan að flestir flokkar virðast til í að vinna með Sigurði Inga -> Á annað við SDG, en vinstri flokkarnir hafa fullkomlega útilokað samstarf með honum, og sennilegt er að Sjálfstæðisfl. væri einnig ákaflega tregur til samstarfs, vegna þeirrar lyktar sem fer af SDG - vegna Vintris málsins.
Með vissum hætti, tel ég þetta skárri útkomuna, þ.e. klofning í stað -- stöðugs skæruhernaðar!
Niðurstaða
Málflutningur SDG og stuðningsmanna, þ.s. leitast virðist við að sverta hina nýju forystu framsóknarflokksins, með því að teikna upp þá mynd -- að flokkurinn hafi verið vélaður af SDG með svikum, þ.e. í reynd er verið að -- kalla hina nýju forystu, svikahrappa.
--Auk þess að fjöldi flokks fólks er starfar innan flokksins, er einnig svert. En til þess að slík meint svik væru framkvæmanleg, yrði fjöldi fólks að taka þátt í þeim. Fólk sem starfar innan flokksins í félögum hans, í höfuðstöðvum, og á ráðstefnunni sjálfri.
Virðist mér með mjög skýrum hætti benda til þess, að Sigmundur Davíð ætli sér engan friðarstól!
Ég sé einungis 2-rökréttar útkomur, þ.e. viðvarandi skæruhernað og tilraunir til að ná flokknum aftur, væntanlega til þess að svæla síðan út hvern þann sem tók þátt í meintu samsæri -- sem þíddi stöðug átök, mundi skaða tilraunir nýrrar forystu til flokks uppbyggingar, fyrir utan að stöðugt væri grafið undan getu hennar til að stjórna flokknum.
Eða, að til standi að kljúfa flokkinn eftir kosningar, er SDG væri búinn að tryggja sér örugga þingsætið. En þá mundi tilgangur máflutnings undanfarinna daga líklega vera sá, að tryggja að sem flestir stuðningsmanna SDG - fylgi honum!
- Þá væri SDG að leika hlutverk - Hannibals Valdimarssonar heitins, föðurs Jóns Baldvins Hannibalssonar.
Kv.
4.10.2016 | 23:11
138 þúsund flóttamenn hafa flúið til Ítalíu yfir Miðjarðarhaf frá Lýbýu það sem af er þessu ári
Þetta er ekki sami flóttamannavandinn, sem á sl. sumri og sumarið 2015, streymdi frá Tyrklandi yfir Eyjahaf til Grikklands - sem skilaði rúmlega milljón flóttamönnum sumarið 2015 í Þýskalandi!
--Sem leiddi til mikillar gagnrýni á Angelu Merkel!
Heldur virðist straumurinn er liggur í gegnum Lýbýu, síðan yfir Miðjarðarhaf -- vera fyrst og fremst Afríkufólk frá fátækum löndum sunnan Sahara!
Italy rescues more than 6,000 migrants from Mediterranean in 1 day
Some 235,000 migrants ready to cross Mediterranean to Italy before winter, warns UN envoy
600 children have died crossing Mediterranean in 2016
Þetta er í reynd mannlegur harmleikur!
Fjöldi þeirra sem láta lífið af þessu Afríkufólki er kemur frá löndum svo langt suður sem Nígeríu -- er óþekktur.
En stóra óvissuatriðið er - fjöldi þeirra sem farast ár hvert í Sahara auðninni.
Örugglega ekki færri en þeir sem drukkna ár hvert í Miðjarðarhafi.
- Þetta er miklu mun fátækara fólk, en það fólk sem streymt hefur frá Miðausturlöndum, í gegnum Tyrkland og síðan yfir Eyjahaf.
- Þess vegna er ég pínu skeptískur á hugmyndir þess efnis, að -- að skila fólkinu til baka til Lýbýu.
- Vegna þess, að öfugt við fólk frá t.d. Sýrlandi - eiga þessir hópar ekki endilega gemsa, og er ekki endilega í tengslum við netið.
--Þannig að skilaboð berast ekki endilega greiðlega til þess. - Síðan er þetta fólk það örvæntingarfullt -- að þ.e. til í að taka þá áhættu að farast - þ.e. erfitt að skapa fælingarmátt gagnvart slíkri örvæntingu.
Flóttamannastraumurinn virðist vera að hrannast upp innan Ítalíu - því að Sviss og Austurríki, hafi í reynd -- lokað landamærum sínum.
--Kemur fram í frétt!
Þetta skapi mikinn þrýsting á Matteo Renzi.
- Ég er ekki með neina sérstaka lausn á þessu vandamáli á takteinum.
--Þetta eru efnahagsflóttamenn, í leit að betra lífi. - En örvænting þessara flóttamanna, hve tilbúnir þeir eru að láta lífið, hve mikla áhættu þeir eru tilbúnir að taka -- gerir erfitt að stöðva þennan straum.
Sú hugmynd t.d. að bjarga þeim ekki, úr Miðjarðarhafinu - eins og sumir leggja til, væri brot á alþjóðalögum - t.d. þeirri reglu sem sett var á fót eftir Titanic slysið 1912, sem skildar sjófarendur að bjarga sjófarendum í nauð - engin undantekning veitt.
--Fólk mundi þá auðvitað drukkna - þúsundum saman.
Ég er ekkert viss - að það mundi raunverulega skapa fælingu á strauminn.
--Hafandi í huga, hversu mikla áhættu fólkið virðist tilbúið í að taka, hafandi þegar farið yfir Sahara þar á undan.
- Síðan gæti slík aðgerð einnig skapað annan vanda, en Lýbýa er í slæmu ástandi vegna upplausnar ástands sem enn hefur ekki fullan endi tekið!
- En það gæti vel leitt til verulegs fellis vegna hungurs, ef hundruð þúsunda flóttamanna leituðu yfir auðnina - komast síðan ekki, og að auki væri fólk flutt stra aftur til baka yfir af bátum er finnast á hafinu.
- Hungursneið gæti gert ástandið í Lýbýu til muna varasamara, en það þó er í dag.
M.ö.o. er ég að segja, að engin augljós lausn á þessum vanda sem líkleg er að duga, sé í kortunum.
- Fátt bendi til þess, að straumurinn endurtaki sig ekki - nk. sumar.
Niðurstaða
Þetta ástand er augljóslega verulega íþyngjandi fyrir Ítalíu -- sá möguleiki er klárlega til staðar, að það ástand geti síðar meir orðið vatn á myllu þjóðernis sinnaðs andstöðu flokks við flóttamenn á Ítalíu.
--Það mætti tæknilega hugsa sér það, að Ítalía sendi her til Lýbýu, til að mynda þar flóttamannabúðir undir stjórn ítalskra hermanna, til þess að gera tilraun til þess að setja tappa í strauminn þar í landi, svo þeir hætti að fara yfir hafið til Ítalíu.
En slík aðgerð gæti aldrei verið ódýr - og slíkur ítalskur her mundi líklega verða fyrir árásum íslamista hreyfinga.
--Samt framtíðar möguleiki er gæti orðið líklegri eftir því sem vandinn vindur áfram upp á sig --> En þjóðernis sinnuð bylgja á Ítalíu gæti hugsanlega skapað stuðning samt sem áður við aðgerð er kostaði töluverðar fórnir fyrir Ítali í formi líklegs mannfalls!
Fer eftir því hve örvæntingarfullir Ítalir verða fyrir rest.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.10.2016 | 23:24
Pútín segir upp samningi Bandaríkjanna og Rússlands frá 2000 - um gagnkvæma eyðingu tiltekinna plútóníum birgða!
Þessa frétt má sjá: Russia Withdraws From Plutonium Disposal Treaty.
Það sem maður veltir fyrir sér er af hverju akkúrat núna? En ég þekki af reynslunni af yfirlýsingum rússneskra stjórnvalda - að maður á aldrei að taka því sem öruggu, að uppgefnar ástæður rússneskra stjórnvalda séu akkúrat þær ástæður sem eru að baki þeirri ákvörðun rússneskra stjórnvalda að segja upp þessum samningi!
Eitt sem má velta fyrir sér --> Er hvort Pútín hafi áhuga á að efla kjarnorkuvopna vopnabirgðir Rússlands!
En það má framleiða mjög margar kjarnorkusprengjur úr þeim umræddu plútóníumbirgðum.
- Uppgefnar ástæður, að Bandaríkin hafi ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins -- en t.d. er vitað að Bandaríkin lentu í tæknilegum vandræðum með kjarnorkueldsneytis úrvinnslustöð sem til stóð að reisa -- og hefur Obama lagt til að hætt verði við verkefnið í fjárlögum fyrir næsta fjárlagaár í Bandaríkjunum!
"...glitches and cost overruns in the mox plant at Savannah River, S.C., delayed the American program. This year, Mr. Obama proposed canceling the program in the 2017 budget..." - "...and instead sending the plutonium for long-term storage at a nuclear waste site in Carlsbad, N.M."
Obama plans to scrap MOX plant; SC leaders livid --Tæknilega hafa þar með Rússar -kannski- rétt fyrir sér, þó að enn sé mögulegt fyrir Bandaríkjastjórn - að hætta við að hætta. - Málið er samt sem áður, að ég efa að þetta sé af hverju Pútín tekur þá ákvörðun að segja samkomulaginu upp - enda eftir allt saman, unnt að taka vægari skref - eins og að óska eftir nýjum viðræðum um samkomulagið, eins og þegar Rússland og Bandaríkin ræddu málin síðast -- 2009.
Um er að ræða verulegt magn af Plútóníum --> "...it concerns 34 tons of plutonium in storage in each country that might go into a future arsenal, none of which has yet undergone verifiable disposal."
Ég er ekki klár á því hve margar sprengjur er unnt að smíða úr 34 tonnum - af hættulegasta efni í heimi.
--En það eru örugglega fjölmargar sprengjur!
- Það er freystandi á álykta - að Pútín ætli sér að fjölga rússneskum kjarnasprengjum -- -- > Eða að framleiða nýjar í eldri stað.
- En vitað er að fyrirhugað er endurnýjun kjarnavopnabirgða Rússlands.
Augljóst er þægilegt að nota "fissionable" eða kjarnakleyf efni -- sem þegar eru til.
Þannig að --> Yfirlýsing Pútíns, sé þá sennilega "for public consumption."
Niðurstaða
Mín skoðun er að þegar kemur að Rússlandi, eigi maður aldrei að reikna með því að opinberar skýringar - segi endilega rétt frá ástæðum þess að stjórnvöld Rússlands ákveða að taka nýja ákvörðun.
--Mín skoðun er að opinberar skýringar Rússlandsstjórnar, séu einfaldlega þær skýringar sem rússnesk stjórnvöld telja -- henta að gefa upp, við þær tilteknu aðstæður sem eru til staðar þá stundina.
--Og hafi ekki endilega neitt að gera við þær ástæður er raunverulega standa að baki nýrri ákvörðun.
- Auðvitað getur maður einungis - giskað í eyðurnar.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
2.10.2016 | 18:06
Með kjöri Sigurðar Inga, svöruðu Framsóknamenn þeirri spurningu hvort Framsóknarflokkurinn verður með í nk. stjórnarmyndun eða ekki
Skv. fréttum fékk Sigurður Ingi 370 atkvæði eða 52,6% greiddra atkvæða, Sigmundur Davíð 329 atkvæði eða 46,8% greiddra atkvæða - þannig varð það ljóst að Sigurður Ingi er réttkjörinn nýr formaður Framsóknarflokksins!
Lilja Dögg verður varaformaður, það varð ljóst um leið og Eygló Harðardóttir dróg framboð sitt til baka, er úrslit um formannskjör voru ljós orðin -- í varaformannskjöri, fékk Lilja 392 atkvæði eða 95% greiddra atkvæða.
--Þarna virðist birtast tilraun til sáttar innan flokksins, með því að þeir sem styðja hinn nýja formann, láta varaformanns sætið eftir til - hinnar fylkingarinnar.
Ég ryfja upp, að í sl. viku mældist Sigmundur Davíð með 12,3% hlutfalls stuðning allra kjósenda, meðan að Sigurður Ingi mældist með 47,1% hlutfall stuðning allra kjósenda; í þeirri sömu könnun - mældist hlutfall stuðningur alla kjósenda við Lilju 25,1%.
Skv. þessu hefur Framsóknarflokkurinn líklega sína vinsælustu einstaklinga meðal þjóðarinnar í efstu tveim forystusætum:
- Sigurð Inga formann, með mældan stuðning 47,1%.
- Lilju Dögg, með mældan stuðning 25,1%.
Góð spurning - af hverju Sigmundur Davíð varð undir!
En í umræddri könnun, mældist stuðningur við SDG ef einungis voru spurðir stuðningsmenn Framsóknarflokksins - - 52% meðan að stuðningur Framsóknarmanna við Sigurð Inga mældist sem 37%.
Fyrir helgi, spáðu langsamlega flestir sjálfskipaðir spekingar - sigri Sigmundar Davíðs.
- Það eru auðvitað líkur á að könnunin fyrir helgi, hafi haft veruleg áhrif á fulltrúana á flokksþinginu.
- Síðan er annar möguleiki sá, að hegðan Sigmundar Davíðs gagnvart - framkvæmdastjórn flokksins er spurðist út, skv. umkvörtun Ásmundar Daða Einarssonar, að SDG hefði gengið út af fundi framkvæmdastjórnarinnar, er ræða átti dagskrá Flokksþingsins.
--En SDG hafi strunsað út, og neitað að ræða dagskrána - þ.s. ekki var gert ráð fyrir sérstakri ræðu forsætisráðherra t.d., einungis stuttum framboðsræðum.
-- -- Síðan hélt SDG því fram, að Ásmundur hefði verið með ósannindi. - Að auki, getur ræða SDG sjálfs á flokksþinginu, löng ræða sem hann flutti, þ.s. hann rakti öll hin umdeildu mál -- og ítrekaði sínar þekktu túlkanir, sbr. ásakanir hans á fjölmiðla - fréttamenn; að ekkert hafi verið að athuga við það hvernig þau hjón hafa hagað sínum fjármálum - o.s.frv.
--En þetta getur vel hafa stuðað ýmsa. - Stærstu rökin eru augljóslega þau --> Að flokkurinn á meiri möguleika klárlega nú með Sigurð Inga í forystusætinu, en með Sigmund Davíð - í ljósi þeirra vandræða sem SDG var kominn í gagnvart þjóðinni.
--Hafandi í huga, að SDG hefur engin merki þess sýnt, að hann ætli að gefa litla fingur eftir með það, að ekki nokkurt atriði hafi verið athugavert við nálgun hans og þeirra hjóna -- -- > Hafandi í huga að úrslit kannana benda ekki til þess að honum hafi verið fyrirgefið af þjóðinni.
--Þá benti, held ég, fátt til þess að átök og deilur um mál SDG mundi linna, að þau myndu sennilega æsast upp að nýju, ef hann reyndi að leiða flokkinn áfram í gegnum kosningabaráttu. - Til þess að flokkurinn geti skilið þau mál eftir -- þannig að þau hái honum ekki í nk. kosningabaráttu!
--Hafi ekki verið um annað að ræða, en að skipta um formann!
--Á endanum hafi nægilega margir séð þessa þörf - eða tekið ákvörðun um nýjan formann af öðrum þeirra ástæðna sem ég hef rakið.
Niðurstaða
Ég á ekki von á því að frekari deilur verði um forystumál innan Framsóknarflokksins, nú eftir að fylkingarnar innan flokksins hafa skipt milli sín -- formanni og varaformanni.
--Hvort að Framsóknaflokkurinn verður í næstu stjórn, kemur í ljós!
En a.m.k. nú er sennilega ljóst, að flokkurinn verður með í samningaferli um næstu ríkisstjórn, hvernig sem úr því síðar meir vinnst!
- Ég held að klárlega sé rökrétt að flokkurinn fari næst í vinstri stjórn.
--En á árum áður, fór valið einfaldlega eftir því - hvort að vinstri flokkar komu vel út úr kosningum, eða að þeir tapa og Sjálfstæðisfl. fær fylgisaukningu. - Framsókn leit á sig sem -miðjuflokk- og að hlutverk þess flokks, væri að jafna sveiflurnar í ísl. pólitík - þ.e. tempra vinstri sveifluna og hægri sveifluna eftir því sem við átti hverju sinni.
Það var farið að ógna verulega trúverðugleika skilgreiningar Framsóknar, miðjuflokkur -- að Framsókn hefur 4-sl. kjörtímbil sem hann hefur setið í ríkisstjórn, setið í stjórn með Sjálfstæðisfl.
Þannig - að val Framsóknarflokksins, snerist ekki síður um það!
--Hvort Framsóknarflokkurinn ætlar að vera - miðjuflokkur --> Eða hægri flokkur!
Kv.
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 2
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 871101
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 21
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar