5.3.2010 | 18:51
Forsætisráðherra, ætlar sér, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, að knýja í gegn samninga við Breta og Hollendinga!
Þ.e. ljóst af orðum forsætisráðherra, í Speglinum, að aflokinni þjóðaratkvæðagreiðslu, ætlar forsætisráðherra sér, með góðu eða íllu, að knýja í gegn nýja samninga við Hollendinga og Breta.
Hlusta á: Jóhanna Sigurðardóttir og þjóðaratkvæðagreiðslan
- Hún hafnar skilningi Sigmundar Davíðs, að yfirvofandi fall núverandi samnings í þjóðaratkvæðagreiðslunni, þíði að samningsmál séu á byrjunarreit.
- Vart þarf að taka fram, að slík afstaða er Bretum og Hollendingum að skapi, sem munu vera sammála henni um, að þá séu mál stödd á sama stað, og í haust, er þeir höfnuðu fyrirvörunum.
- Hún virðist halda, að möguleikar séu á að viðhalda samvinnu með stjórnarandstöðunni, en vart þarf að taka fram, að ef hún heldur sig við þessa afstöðu, og að sú afstaða hennar verður ofan á hjá ríkisstjórninni - þá mun stjórnarandstaðan ekki treysta sér til að taka þátt í slíkri samningsgerð, sem verður þá ekkert annað, en nýtt "rerun" um nokkurn veginn sama Icesave samninginn.
- Þá greinilega, ætlar hún sér að semja eina ferðina enn, en eins og kemur fram hjá henni, telur hún engan tíma meiga missa, að hennar mati sé skortur á samningi um Icesave allt sem miður hefur farið, að kenna - þ.e. að Ísland sé ekki að fá lán, að lánasamningar um virkjanir séu ekki að ná fram, að útlit sé fyrir samdrátt - o.s.frv.
- Þarna heldur forsætisráðherra sig við eigin ranghugmyndir, en sannleikur máls hefur verið margútskýrður fyrir henni, en hún hefur greinilega bitið í sig - sinn skilning.
- En, Ísland í dag, hefur ekki einu sinni tekjur fyrir vöxtum af núverandi skuldum.
- Þrátt fyrir afgang af vöruskiptum við útl. um cirka 90 milljarða, var halli í heild á viðskiptum þjóðfélagsins við útlönd, upp á cirka 50 milljarða við árslok.
- Starfsmenn erlendra banka, kunna mæta vel að lesa í tölur. Þeir sjá, að hrein bilun er að lána Íslandi pening, þegar Ísland hefur ekki nú þegar, tekjur til að standa undir núverandi skuldum. Fyrirtæki í eigu ríkisins, geta ekki haft lánshæfi sem er hærra en ríkisins, - en, í dag er lánshæfi ríkisins augljóslega ekkert. Þ.e. einfaldlega eðilegt, miðað við aðstæður. Þó forsætisráðherra virðist ekki skija undirliggjandi staðreyndir, og þess vegna hafa algerlega kolrangar hugmyndir, um mikilvægi Icesave saminganna.
- Mér sýnist því, stefna í að drama síðasta árs endurtaki sig, þ.e. ríkisstjórnin reyni enn eina ferðina, að knýja í gegn samninga sem eru Bretum og Hollendingum að skapi, vegna þess að forsætisráðherra og fjármálaráðherra,vantar allan grunnskilning á því hvernig hagkerfi og hafgfræði virkar.
Aldrei grunaði mig, að forsætisráðherra myndi reynast svona gríðarlega ömurleg, í því hlutverki.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
5.3.2010 | 15:25
Áhugaverð kenning, Robers Wade, um af hverju Kínverjar hafa verið svo undarlega áhugasamir um Ísland!
Mjög áhugaverð kenning hjá Prófessor Robert Wade, og hún meira en verið, gæti verið rétt.
Sjá hér að neðan, í heilu lagi:
"Iceland will play crucial role in Arctic sea route
Sir, Your article Exploring the openings created by Arctic melting (March 2) highlights Chinas growing interest in emerging sea routes across the Arctic. One reason is that the distance from Chinese ports to European and east coast North American ports is much shorter across the Arctic than through Suez or around the Horn.
Chinese planners anticipate building giant ice-strengthened container ships able to use the shorter route as the ice melts. But the cargoes would have to be shifted to smaller ships to enter their destination ports. Where would the transshipment port be located? One obvious place is Iceland, which sits at the entrance to or exit from the Arctic ocean. It has several fjords suitable for such a port.
This may help explain Chinas more-than-usual friendship with tiny Iceland. The Chinese embassy is the biggest in Reykjavik by far. When the president of Iceland paid a state visit to China in 2007 he was received with all the pomp and ceremony of the head of a major state. And when Iceland was campaigning for a seat on the security council in 2008, China backed it publicly and helped to raise support from mini states in the Pacific and Caribbean.
Russia, too, has its own interests in Iceland. It worries that the European Union is trying to become active in Arctic affairs, and may use Iceland as a channel if Iceland joins the EU. Russia regards Iceland as a fellow Arctic country, and is keen to help it stay out of the EU.
British and Dutch negotiators currently trying to drive a hard deal on Icesave should bear in mind Icelands growing strategic significance as the Arctic ice melts. Icelanders have long memories, and draw encouragement from Kissingers phrase, the tyranny of the tiny.
Robert H. Wade,
London School of Economics, UK"
Vona að hann hafi rétt fyrir sér, því ef þetta er þ.s. er á bak við áhuga Kínverja á okkur, þá eigum við seinna meir eftir að græða heilann helling, á þessu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.3.2010 | 22:35
Harkaleg gagnrýni Samtaka Iðnaðarins (SI) á ríkisstjórnina!
Helgi Magnússon, formaður Samtaka Iðnaðarins, í ávarpi sínu á Iðnþingi, var mjög harðorður gagnvart ríkisstjórninni - en þó einkum Vinstri-Grænum.
Það þarf að mynda þjóðstjórn til að leysa þau vandamál sem Íslendingar standa frammi fyrir. Þjóðina vantar leiðtoga sem geta gefið fólki raunhæfa von.
Alveg sannála honum, um að þjóðina vanti leiðtoga. En, verð að segja að ég hef efasemdir um þjóðstjórn. Augljós hætta í ljósi reynslu umliðins árs, er að slík stjórn verði lömuð til ákvarðanatöku, vegna deilna um markmið - stefnu - og - leiðir að markmiðum.
Formaður Samtaka iðnaðarins sagði að brýnasta verkefnið á Íslandi næstu 10 árin væri að skapa 35.000 ný störf. Það þyrfti að gerast hratt og örugglega því annars mundi þjóðinni ekki takast að endurreisa íslenskt efnahagslíf og íslenskt þjóðlíf.
Þarna verð ég að segja, að gæti ef til vill, smá ofurbjartsýni. En, í sjónvarps fréttum, kom fram að hann var að tala um þörf fyrir rúmlega 4-4,5% hagvöxt.
Erfitt að ímynda sér, í ljósi undirliggjandi ástands efnahags lífsins, að slíkt sé hreinlega mögulegt.
Bremsur á atvinnulífinu:
- 50-60% fyrirtækja metin með ósjálfbæra skuldastöðu. Það ástand hefur ekki batnað.
- Um 33% fjölskyldna, með skuldaklafa er getur enst ævilangt, og gert þeim varanlega ókleypt um, að vera öflugir drifkraftar hagvaxtar.
- Bankakerfi enn lamað, og ókleyft um að lána fé, og íta atvinnulífinu úr vör.
- Skattahækkanir, draga enn þar ofan á, þrótt úr atvinnulífinu.
- Vextir enn of háir, og þeir einnig draga þrótt úr atvinnulífinu.
Reyndarí ljósi þessa ástands, tel ég hagvöxt yfirleitt, vera óraunhæfann - næstu misserin. Einungis frekari samdráttur, vera í boði.
Einungis risaframkvæmdir geta breytt þar nokkru um.
Helgi Magnússon sagði að ástæða þess að svo illa gengi að endurreisa efnahag Íslendinga sem raun bæri vitni væri einkum sú að hér væru áhrifamikil öfl sem virtust vera á móti hagvexti og beittu afli sínu gegn endurreisn atvinnulífsins vegna þess að þau teldu að hag landsmanna yrði betur borgið í framtíðinni án hagvaxtar. Vísaði hann hér til Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs.
Hann telur greinilega VG, vera nokkurs konar höfuðsyndara - þegar kemur að því, að tefja það að stórar framkvæmdir fari af stað.
Ég er samt ekki viss, að þetta sé algerlega sanngjörn gagnrýni. Sannarlega, er VG á móti álverum, þ.e. vitað.
En, þ.e. einnig vitað, að fjármögnun þess hluta er að okkar opinberu fyrirtækjum lýtur, hefur einfaldlega ekki verið að ganga.
Um það, held ég að stór skýringarbreita, sé einfaldlega sú staðreynd að ríkið hefur mjög - mjög - takmarkað lánstraust - erlendis.
Að sjálfsögðu bitnar það á fyrirtækjum í eigu þess.
Samtök Iðnaðarins, eru einnig mjög gagnrýnin á skattastefnu ríkisstjórnarinnar, og um það er ég 100% sammála.
Innlent - 4. mars 2010, 15:16Samtök iðnaðarins hafa eindregið hvatt til þess að leið verðmætasköpunar sé rétta leiðin út úr efnahagsvanda Íslendinga. Við erum mótfallin skattahækkunarleiðinni. Við teljum að umtalsverðar skattahækkanir, eins og nú hefur verið gripið til, geri ekki annað en að dýpka kreppuna. Það er verið að skattleggja samfélagið niður. Okkur er fjárhagsvandi ríkissjóðs og sveitarfélaga að sjálfsögðu ljós. En við teljum að leysa eigi fjárhagsvanda þeirra með því að breikka skattstofnana með aukinni atvinnu og með öflugri hvatningu til fjárfestinga í atvinnulífinu," sagði Helgi Magnússon, endurkjörinn formaður Samtaka iðnaðarins, á iðnþingi í dag.
Eins og ég sagði, er ég 100 sammála því, að skattahækkana stefna ríkisstjórnarinnar, sé algert óráð.
Því miður sé ég ekkert í kortunum, annað en dýpkandi kreppu næstu misserina, ásamt versnandi atvinnuástandi.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Sjá frétt Financial Times:
Greece unveils new austerity package
"Greece on Wednesday announces a fresh austerity package that inclutes an
- immediate freeze on pensions,
- further salary cuts for public sector workers and,
- sharp increases in excise and value added taxes."
-----------------
Skv. frétt jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu:
"Greece's ambitious programme to correct its fiscal imbalances is now on track," José Manuel Barroso, European Commission president, said in a statement."
"In an almost identical statement, Jean-Claude Junker, chairman of the eurogroup of finance minister",,,"Full and timely implementation of fiscal measures, along with decisice structural reforms,,,is paramount," Mr. Juncker siad. "It is as well important for the overall financial stability of the euro area."
"Olli Rehn, the EU's economics and monetary affaors commissioner, said he believed the Greek measures were - or could become - a turning point in the crisis. He said that he was particularly encouraged by the Greece's move to tackle expenditure side."
------------------
George Papandreou er greinilega að leitast við, að fá þjóðir Evrópusambandsins til að samþykkja að aðstoða Grikkland. Til þess, er hjálp að, að hafa jákvæðann stimpil á aðgerðunum, frá stofnunum ESB.
Ég skil sannarlega þörfina á efnahags aðgerðum, en skattahækkanir eru varasamar, þegar ástand samdráttar ríkir, því þær hafa mjög öflug samdráttaraukandi áhrif.
------------------
Is this the turning point for Greece?"Greek government bonds rallied for a fourth day in a row, suggesting Athens could borrow from the capital markets this week, as investors are more convinched that the government is committed to deficit cuts.",,,"Significantly, Greek government 10-year bond yields, which have an inverse relationship with prices, have fallen to about 6 per cent - the lowest level since February 11."
Þessar nýju aðgerðir virðast vera að skila, batnandi ástandi á mörkuðum fyrir grískar opinberar skuldir.
----------------
"Critically, Greece still has much work to do, as bond yields still remain close to 10-year highs. Mr. Papandreou has said he wants to be able to borrow in the capital markets at similar levels to other eurozone countries because of the difficulties for Athens in funding debt at such punitive rates...The country has to pay 2 percentage points more than the next wealest eurozone economy - Portugal - for 10-year debt, an extraordinarily high yield premium over another periperal eruozone economy,,,Strategists say interest payments of 6 per cent to fund 10-year bonds are simply to high and not sustainable over the longer term for a country that has high debt relative to gross domestic product ratios and relies heavily on foreign investment."
En, sérfræðingar telja þó, að markaðir séu enn of óhagstæðir fyrir Grikki, svo að enn sé of dýrt fyrir Grikkland að selja opinber skuldabréf í miklu magni.
Svo, Grikkland er þá ekki enn úr hættu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.3.2010 kl. 21:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.3.2010 | 16:39
Donald James Johnston, segir Hollendinga og Breta koma ruddalega fram við okkur, hafa miklu veikari málstað en þeir sjálfir halda!
Þið getið einnig lesið þetta á hlekknum:
http://www.dv.is/frettir/2010/3/3/tolvupostur-radgjafa-icesavenefndarinnar/
En, Johnston er í Icesave nefndinni, núverandi.
Ímislegt áhugavert kemur fram um skoðanir hans, sbr. sammála að Hollendingar og Bretar séu með rudda- og yfirgang, - sammála því að taka af hanskana.
En, mér finnsta það þó ekki koma til greina að fresta eða ekki halda, þjóðaratkvæðagreiðsluna. Að halda hana, er að mínu mati, einmitt að taka af silkihanskana.
Að auki, ekki sammála honum um, að fela ríkisstjórninni einni að fara með samingsumboð. Treysti henni, alls ekki.
Mér lýst betur á Lee Busheit - en, hann segir þjóðaratkvæðagreiðsluna, það sem einna helst, er líklegt til að styrkja okkar stöðu. Er sammála því.
Sjá skjal að neðan:
---------------------------------------
"If the British and the Dutch refuse to negotiate further and indeed stick with their "Final Offer" I believe Iceland should stop being "Mr. Nice Guy" and take off the gloves.
At the moment theyr are treating Iceland as ungrateful debtor and a supplicant for mercy.
They try to dictate every aspect of this effort by Iceland to reach an amicable settlement eve to the point of saying how many representative of Iceland can be at the table.
They are behaving with incredible arrogance and convinced that they have an air thight legal case which they do not.
They are both in very unstable political environments and changes of government may very well take place in matter of months (UK) and immediately in the case of the Netherlands.
Their treatment of Iceland has been decried by the most influential journals and that will intensify as if this behavior continues. ("Bullying" come to mind and it is popular word at the moment in the British media).
If there is no breakthrough today, I suggest the minister make the following statement (or something similar) at the press conference flanked by members of all opposition parties:
"It is important for the people of Iceland to understand why an agreement has not been reached with the British and the Dutch establishing how the Icesave dispute can be resolved. The earlier proposed agreement incorporated into legislation on Decemter 30th but not signed by the president is to be put to a national referendum on March 6 in accordance witht he constitutional requirement.
At a meeting in the Hague in mid February the British and the Dutch minister insisted on four conditions to be respected in arriving at satisfactory resolution of the dispute, namely:
1) A full repayment of the principal amounts advanced by their respective governments to ensure the repayment of Landsbanki depositors to the credit insurance limit in their repsective countries.;
II) Reasonable compensation for the cost of the loans (inteest);
III) Cross party support in the Icelandic parliament as well as the support of the president of Iceland;
IV) Solution shall be arrived at in the short term.
We moved rapidly to seek cross party support and after intensive negotiations obtained all party approval for a proposal which:
a) Guaranteed full repayment of the principal amount of some 5,5 billion Dollars through the liquidation of assets of the Landsbanki estate;
B) Any shortfall evident by 2016 to be paid by the Iceland government over a period of years with interst. Some safeguards were built into the payment scheme to protect the integrity of the Icelandic economy in any year of payment;
C) An undertaking to accelerate as much as possible the liquidation and distribution of the bankrupt estate;
The opposition united behind this proposal. However, it was rejected by the British and the Dutch as not meeting their requirements. They returned with a "Final Offer" making some accomodation on interest but falling well short of what could bring cross party consensus, a condition they themselves had insisted upon.
Therefore, to move towards a resolution of this dispute while honoring any obligations Iceland may have and avoiding the necessity of a national referendum, we will immediately present legislation to parliament which will:
I) Repeal the law which is the subject of the referendum and cancel the referendum itself;
II) Set forth the proposal upon which the government and the opposition parties agreed but which was rejected by the British and the Dutch;
III) Set forth other options for settlement which have been developed in cooperation with the opposition parties;
IV) Authorize the government to continue to negotiate and seek a definitive agreement with the British and the Dutch, any such agreement to be subject to ratification by not less tahn ---% if parliamentarians.
In the meantime we will try to expedite the process by proceeding in accordance with the offer made to the British and the Dutch to seek a distribution of the assets of the estate pro rata to them as quickly as possible with interest payable on any shortfall in their advances from 2016 in accordance with out proposal and upon which all parties agree."
-----------------------------
Kv
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.3.2010 | 21:48
Innantómt hjal um tilgangsleysi þjóðaratkvæðagreiðslu!
Það er engu líkara, en sumum stjórnarliðum, væri ákveðin svölun í því, að það væri léleg mæting hjá almenningi, næsta laugardag, í kjörklefum.
En, mér sýnist, tilgangurinn, augljóslega einmitt vera sá, að villa fólki um sýn, svo það raunverulega haldi, að atkvæðagreiðslan sé ónauðsynlega, jafnvel fíflaleg.
Nokkrir punktar sem vert er að hafa í huga, sem þeir sem eru á báðum áttum, mættu íhuga:
----------------------------------------------------------------------------
*Sama fólkið, er að kalla þjóðaratkvæðagreiðsluna tilganglausa, og hefur allt síðasta ár verið að reyna að neyða Icesave samningnum, upp á þjóðina, gegn hennar vilja. Er, enn ástæða til að hlusta á nokkuð, af því sem það segir?
*Þetta sama fólk, er enn að tala á þeim nótum, að upphaflegi samingurinn hafi verið þokkalegur samingsárangur miðað við aðstæður, sbr. þ.s. kom fram í sjónvarpsfréttum í svörum stjórnarliða, þ.s. reynt er að afsaka sig með því, að aðstæður hafi breyst síðan þá, svo nú sé loks hægt að ná skárri samningi. Síðan, er hjalað áfram um, að ef slíkur næst, sé atkvæðagreiðsla ónauðsynleg. Ég virkilega meina, hve oft þurfa sumir, að hafa á röngu að standa, til að ekki sé lengur vert, að taka á þeim mark?
*Að auki, þetta sama fólk, hélt því fram statt og stöðugt, að þeir sem vildu hafna þeim samningi sem nú á að greiða atkvæði um, og reyna að ná betri samningum, væru ábyrðgalausir. Margítrekað, var hamrað á meintum stórfelldum, alvarlegum afleiðingum þess, að draga Icesave málið áfram, að samþykkja ekki þann samning, sem þjóðin getur á laugardaginn, formlega hafnað.
*Nú allt í einu, þegar ljóst er að algerlega öruggt, er að þjóðin mun hafna samingnum, á laugardag. Þá, allt í einu eru menn sammála stjórnarandstöðunni, að samingurinn sé ekki góður, að vert sé að leita betri samninga. En, þá segja þeir, að samt sem áður, að heppilegra sé að ná þeim árangri fyrir kosningadag, og svo aflýsa kosningum.
---------------------------
*Þ.s. þarna hefur gerst, er að stjórnarliðar, hafa neyðst að hopa frá tapaðri stöðu, þ.e. að neyða samingnum upp á þjóðina, þá hörfa þeir einungis á næstu stöðu, þ.e. að kosningin eigi helst ekki að fara fram.
*Síðan, er þeim þá tekst það ekki einu sinni, þá er reynt eins og hægt er, að skemma kosninguna.
*Hvað er þetta fólk, sjáið þið ekki að enn eina ferðina, er verið að reyna að hafa ykkur að fíflum?
---------------------------
*Hvers vegna haldið þið, að þetta vekji svo mikla athygli erlendis, ef þetta skiptir ekki máli? En, hundruðir blaðamanna eru á leið hingað, og verið er að setja upp, aðstöðu fyrir erlenda fréttamenn, búist við að þeir komi í stórum stíl.
*Hvers vegna haldið þið, að þrautreyndur erlendur samningamaður, bandar. formaður samninganefndar, segi okku skýrt og skorinort, að ekkert - alls ekkert- geri meir fyrir samingsaðstöðu okkar, en að halda þessar kosningar, og að niðurstaðan verði skýr og skorinorð?
*Hvers vegna, haldið þið, að Bretar hafi alveg fram á síðasta dag, verið til í að ræða við saminganefnd okkar, ef það skiptir svo litlu máli fyrir þá, að ná samingum, fyrir atkvæðagreiðslu.
*Af hverju eru málsmetandi menn, að koma fram í fjölmiðlum erlendis, og lýsa yfir stuðningi við þessa þjóðaratkvæðagreiðslu.
*Að lokum, af hverju, tala menn í Bretlandi, í áhyggjutón um það, hvaða afleiðingar þessi þjóðaratkvæðagreiðsla geti haft, fyrir breska hagsmuni?
------------------------------
Mæstum öll sömul á laugardaginn, og kjósum - fellum samninginn með mjög sannfærandi meirihluta. Höfum einnig góða mætingu.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2010 | 15:22
Jóhanna viðheldur spennunni - telur enn koma til greina að láta þjóðaratkvæðagreiðsluna ekki fara fram!
Ólíkt hafast menn að. Á meðan hún vinkona vors og blóma, Jóhanna Sigurðardóttir, rembist við að fá fram e-h konar samning við Breta; þá fær þjóðin stuðnings kall frá einum helsta dálkahöfundi fréttaveitunnar Bloomberg.
-------------------
Jóhanna útilokar ekki frestun þjóðaratkvæðis ef nýr samningur næst eða áfangar í deilunn
http://www.pressan.is/Frettir/LesaFrett/johanna-utilokar-ekki-frestun-thjodaratkvaedis-ef-nyr-samningur-naest-eda-afangar-i-deilunni
-------------------
Skoðanir Matthew Lynn, hjá Bloomberg:
http://www.bloomberg.com/news/commentary/lynn.html
-------------------
Mætum öll á laugardag, og greiðum atkvæði gegn samningnum.
Þ.e. mikilvægt, að fá góða mætingu.
Kv.
Rökin voru þau sem búast mátti við. Hlustið á viðtalið með því að virkja hlekkinn að neðan með því að afrita hann og líma svo inn, í ráparann ykkar.
--------------------
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og þjóðaratkvæðagreiðslan
http://dagskra.ruv.is/ras1/4482307/2010/03/01/
--------------------
Helst fannst mér áhugaverð ábending hans, um það að vextir Breta og Hollendinga séu háir, samanborið við lánin frá norðurlöndunum, vegna þess að skv. ábyrgðaákvæðum Icesave samningsins, þá hafa Bretar og Hollendingar allt sitt á þurru.
*En, eins og hann útskýrði þetta, þá fer ákvörðun um vexti á láni, eftir mati á áhættu. En, þ.s. Bretar og Hollendingar, hafi skv. ábyrgðarákvæði Icesave, veð í öllum eignum ríkisins, þá felist ekki í Icesave samkomulaginu nokkur áhætta fyrir Breta og Hollendinga.
*Samanborið við lánin frá Norðurlöndunum, þá hafi þau engin sambærileg veð í eignum ríkisins, og því sé áhætta þeirra af lánum sínum verulega hærri. Það sé því, ákveðin röksemd fyrir því að hærri vextir á þeirra lánum, séu réttlætanlegir.
*Að auki, bendir hann á hve einstök þessi ábyrgðarákvæði eru, þ.e. veð í öllum eignum ríkis, t.d. þegar Bandari.m. hafi stungið upp á sliku, eftir innrásina í Panama, og er her þeirra enn hersat landið eftir handtöku Noriega; hafi forsvarsmenn nýrrar ríkisstjórnar neitað að skrifa undir lánasamning, með sambærilegu slíku lánaákvæði.
*Þetta setji aumingjaskap saminganefndar ríkisstjórnar vorrar, í enn sterkara samhengi en áður.
------------------------
*Hvet alla til að hlusta á Sigmund Davíð.
*Hvet alla til að mæta á kjörstað á laugardaginn, og til að hafna þessum, ömurlega samningi.
Kv.
1.3.2010 | 18:50
Skilanefnd Glitnis stefnir að því að selja hlut sinn í Íslandsbanka innan fimm ára!
Svona hljómar undirfyrirsögn, í frétt Fréttablaðsins í dag um málið.
Undirfyrirsögnin, inniheldur að sjálfsögðu aðal atriði málsins, þ.e. að "Skilanefndin" stefni að því að selja hlut sinn.
*En, þ.s. Íslandsbanki er í eigu þrotabús Glitnis, þá eru örlög hans, háð ákvörðun skildanenfdar Glitnis.
*En, ranglega er síðan, rætt um erlenda banka, síðar í fréttinni, eins og þeir séu eigendur Íslandsbanka; en að sjálfsögðu, eru þeir einungis með stöðu kröfuhafa, þ.e. þeir eiga kröfur í eignir í eigu þrotabús Glitnis.
*Sannarlega eru sumir kröfuhafar jafnari en aðrir, þ.e. þeir sem eiga stærstu kröfurnar. Skilanenfndin, sennilega hefur samráð við þá kröfuhafa sem vikta mest, með þeim hætti, er hún tekur slíkar ákvarðanir.
*Samt sem áður, er mjög villandi, að tala um Íslandsbanka og Arion, eins og þeir séu þegar komnir í eigu erlendra aðila.
*Það skapar þá villandi sýn, á stöðu þeirra banka, að þeir séu komnir í einhverja örugga höfn, þegar þvert á móti, staða þeirra er alveg gríðarlega óljós. En, hún getur ekki skýrst fyrr en eignir þrotabús eru seldar, og kröfuhöfum greitt út.
*En, vart er hægt að ímynda sér annað, en að baksamningar þeir sem kröfuhafar Glinis og Kaupþings banka, má vera að hafi gert við skildanefndir þrotabúa þeirra banka, innihaldi fjölmörg rauð strik og skilyrði, sem gefa þeim bönkum mjög auðvelt, að labba frá öllum þeim hugsanlegu skuldbindingum, ef þeim sýnist svo.
*Ákveðin kaldhæðni, í þessu öllu saman, er að það virðist sem að eitt rauða strikið, sé að sala eigna bankans fari fram innan næstu 5 ára...
----------
"Aflétta verður gjaldeyrishöftum eigi kröfuhöfum að takast að selja 95% hlut sinn í Íslandsbanka innan næstu 3.-5. ára."
----------
...fyrir utan villandi orðalag, um sölu hlutar kröfuhafa, þá er þetta athyglisverð setning.
*Þetta gæti þítt að, ef höftin eru ekki afnumin innan 5 ára, þá falli samkomulag skilanefndar Glitnis við kröfuhafa, um sjálft sig.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.3.2010 | 15:49
Þá staðar nem! Ef við þá hættum ekki allri vitleysu, glötum við öllu heila klabbinu! 2. hrun er lokaviðvörun!
Eitt sem alls ekki má gerast, eftir að ríkið verður greiðsluþrota gagnvart erlendum skuldbindingum, er að ríkið verði áfram rekið með halla.
*En, fræðilega verður hægt til skamms tíma, að fjármagna halla þess, með söfnun skulda ríkisins gagnvart innlendum aðilum, t.d. bönkum.
*Að auki, er hugsanleg freysting að prenta peninga, og þannig leitast við að viðhalda þáttum í rekstri, sem peningar eru ekki til fyrir.
----------------------
Hættan, er stjórnlaus óðaverðbólga, og frekara hrun ofan á það seinna hrun, er fara mun fram, þegar ríkið verður greiðsluþrota, mjög líklega á næsta ári.
*Slíkt má kalla 3. hrun, sem væri þá hrun þess innanlands kerfis, er ríkið rekur.
----------------------
Annað hrun, sem mun koma í kjölfar greiðsluþrots, ásamt fjöldagjaldþrotum flestra þeirra er skulda verulega í erlendri minnt, verður loka - loka, viðvörun.
*það verður mjög sársaukafullt, en það einfaldlega verður að loka starfsemi á vegum ríkisins, þangað til að jafnvægi er náð.
*Sú aðgerð, þarf að fara fram, þá þegar, vikurnar og mánuðina eftir 2. hrun, þannig að ríkissjóður verði alveg hallalaus, starfsárið á eftir.
*Með þeirri aðgerð, verður tryggt, að þeir þættir þó lifi, er enn verður peningur fyrir.
*Þ.e. líka alger frumforsenda, fyrir endurreisn atvinnulífsins eftir að 2. hrun er um garð gengið, að ríkið sogi ekki strax til sín allt nýtt fé, er verður til.
-----------------------
Alger forsenda endurreisnar, eftir annað hrun, verður einmitt stífasta aðhaldsstefna í rekstri ríkisins, sem átt hefur sér stað hér í áratugi.
*Freystingarnar, til að reka með halla, verða gríðarlega sterkar, því þeir þættir er lenda munu undir egg niðurskurðarhnífsins, verða almennt séð allir, nauðsynlegir - til bráðnauðsynlegir.
*En, skilgreiningin á - hverju ber að halda, og - hvað ber að leggja niður um tíma, verður einfaldlega að miðast við það raunverulega fjármagn, sem eftir verður.
*En, ef menn láta undan freystingunum, sem verða gríðarlega sterkar, ramakveinin mjög há frá samfélaginu, þá er hættan á, að glata öllu heila klabbinu.
*Því ef ríkið sogar til sín allt umframfé, þá heldur samdrátturinn enn áfram, og ríkið drepur atvinnulífið undan sér.
*Ef að auki, ríkið prentar peninga, þá framkallast stjórnlaus óðaverðbólga - ala Zimbabwe.
Niðurstaða yrði, hrun hinna stóru opinberu kerfa - þ.e. skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins og tryggingakerfisins. Jafnvel sjálf ríkið, gæti liðið undir lok og upplausn tekið við.
Við gætum farið aftir á byrjunarreit, við upphaf heimstjórnar, 1904. Þegar, einungis voru til upphafs vísar, þessara grunnkerfa.
-----------------------
En, með mjög strangri efnahagsstjórn, þ.s. ríkið yrði rekið hallalaust. Þá, er raunverulega hægt, að byggja Ísland upp, eftir 2. hrun - þ.e. greiðsluþrot ríkisins gagnvart útlöndum.
Þetta verður erfitt, en ef við stöndumst freystingarnar, og höldum ríkinu hallalausu, mun smám saman fara aftur að færast líf í atvinnulífið.
Með aukinni veltu, munu tekjur ríkisins aukast sjálfkrafa vegna hækkunar veltuskatta. Þá, er smám saman hægt, að fara auka á rekstur ríkisins.
En, þannig mun það þurfa að vera, eitt skref í einu, eftir því sem nýfjármunamyndun, skapar ríkinu auknar tekjur miðað við réttmætann skerf þess, af hlutfalli ný-tekjumyndunar.
Kv.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.9.): 0
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 32
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar