Svigrúm Breta til samninga um nýjar undanþágur er líklega takmarkað!

Rétt er að muna þegar svokallaður "Stability Pact" var frágenginn, lokamánuði 2011. Þá beitti Cameron neitunarvaldi. En það neitunarvald stöðvaði ekki málið. Heldur bjuggu aðildarríki evrusvæðis til nýjan sáttmála sem fékk þetta nafn. Og þau ríki sem vildu aðild - fyrir utan að það var álitin skilda fyrir aðildarríki evru - var velkomið að taka þátt. Fyrir rest, var það einungis Tékkland, sem eins og Bretland tekur ekki þátt í "Stöðugleika Sáttmálanum."

Ég tek fram, að mín skoðun er að sá sáttmáli sé sennilega ekki góður fyrir stöðugleika, vegna þess hve hann stíft neyði svokallaða "proc cyclical" efnahagsstefnu upp á aðildarríki hans - þ.e. niðurskurð í efnahagslegri niðursveiflu. Þetta gengur gegn jafnvægisstjórnunarhugsun, þ.e. að viðhafa halla í hallæri, en afgang í góðæri. 

"Pro cyclical" stjórnun, að mínu mati magnar frekar sveiflur í stað þess að tempra þær, þannig að kenna sáttmálann við stöðugleika, sé rangnefni. En hvað um það.

  • Punkturinn er sá - - að hin löndin geta endurtekið þennan leik.
  • Að búa til nýjan sáttmála - ef þeim finnst aftur, Bretland ætla að vera hindrun. 

Mín tilfinning er sú - að meðan þjóðirnar eru uppteknar af því, að semja um þá nýju sáttmála sem eiga að tryggja framtíð evrunnar, þá verði það klárt ekki vel séð að Bretar séu að leitast við að, semja sig frá hinum ýmsu atriðum sem felast í því að tilheyra ESB.

  • Ég á þá við, að þolinmæðin gagnvart slíku - geti verið lítil.
  • Þannig, að árangur Cameron af þeim viðræðum sem hann segist ætla að standa fyrir - verði líklega takmarkaður; líkur á að hann nái ekki því fram sem flokksmenn hans vilja.

 

Þetta sést einnig af viðbrögðum!

"Guido Westerwelle, German foreign minister, said "Germany wants the United Kingdom to remain an active and constructive part of the European Union... But cherry picking is not an option," Westerwelle told reporters. - ""Europe isn't the sum of national interests but a community with a common fate in difficult times.""

"Laurent Fabius, French foreign minister, said: A referendum would be "dangerous for Britain itself," - “If you join a [football] club, you can’t say you want to play rugby.”" - "“The other day I was in a meeting with British businessmen and I said: ‘Listen, if Great Britain decides to leave Europe, we will roll out the red carpet for you’,” Mr Fabius said."

"Carl Bildt, the Swedish foreign minister...: “Flexibility sounds fine, but if you open up to a 28-speed Europe, at the end of the day there is no Europe at all. Just a mess.”"

"Mrs Merkel, the German Chancellor - ""Germany, and I personally, want Britain to be an important part and an active member of the European Union,"" - ""We are prepared to talk about British wishes but we must always bear in mind that other countries have different wishes and we must find a fair compromise. We will talk intensively with Britain about its individual ideas but that has some time over the months ahead.""

"The most positive European reaction came from the Netherlands with Mark Verheijen, Europe spokesman for the governing Liberal party, saying Mr Cameron would find a partner there. “We want a Europe that remains limited to its core tasks. He’s framing the debate sharply,” he said."

----------------------------------

Það er sennilega ekki undarlegt að Angela Merkel sé diplómatísk í svari, en hún virðist líta á Bretland að vissu leiti sem mótvægi við Frakkland innan ESB.

Að einhverju leiti hefur Þýskaland, verið að beita Frakklandi og Bretlandi gegn hvoru öðru til skiptis, stundum náð málum í gegn með stuðningi Frakka - stundum með stuðningi Breta.

Áhrif Frakklands myndu aukast, ef Bretland fer.

Merkel, vill þannig séð - halda í Breta.

En sennilega ekki, á hvaða verði sem er.

 

Það sem ég sé fyrir mér!

Ég er alveg viss um að kreppan í Evrópu er ekki nándar nærri búin - það sé einungis spurning um tíma, hvenær leikir æsast á ný.

En þessa stundina virðist ekkert brjóta þetta "goldylocks moment" - t.d. seldi spænska ríkið mikið magn ríkisbréfa í einni sölu, í sl. viku. Sú stærsta einstaka af þessu ári, og verðið var hagstætt - tiltölulega.

Enn liggur ekki fyrir lokauppgjör sl. árs - svo þ.e. ekki enn vitað hvernig gekk síðustu mánuði sl. árs á Spáni, en þegar eru komnar vísbendingar þess, að Þýskaland hafi verið í 0,5% samdrætti síðustu 3 mánuði sl. ár. Sem er dýpri samdráttur en sama tímabil árið þar á undan, en þá var 0,3% samdráttur.

Það eru vísbendingar frá flr. löndum, að samdráttur hafi aukist lokamánuði sl. árs - en Spánn er ekki enn kominn fram með sínar niðurstöður. 

Enn því ekki ljóst, hver halli spænska ríkisins raunverulega var á sl. ári.

Þessa stundina trúa fjárfestar því, að spænsk stjv. séu að "ná tökum á ástandinu."

En þ.e. að sjálfsögðu ekki staðföst trú.

----------------------------------

  • David Cameron ætlar að bjóða upp á þjóðaratkvæðagreiðslu 2017 eða 2018.
  • Þar sem kosið verður um það hvort Bretland verður áfram meðlimur að ESB eða ekki.

Það er áhugavert að velja þetta tímabil, þ.e. eftir 4-5 ár. En manni finnst líklegt, að þá ætti að liggja fyrir einhverskonar niðurstaða um það, hvaða átt Evrópusambandið er að þróast.

Sumir segja að Cameron sé hræddur við United Kingdom Independence Party eða UKIP. Sem berst hatrammri baráttu, fyrir því að Bretland yfirgefi ESB. Og hefur skv. skoðanakönnunum verið að höggva e-h inn í raðir fylgis Íhaldsflokksins.

Sumir aðrir, segja að Cameron hafi náð að fresta óþægilegu máli, ítt því inn í framtíðina.

  • Eitt í þessu, að ég er viss, að Cameron vill halda Bretlandi inni í ESB.
  • En þá er það einnig spurning - hvaða ESB það verður?

En það er ljóst, að Bretland með vissum hætti, hefur verið leiðtogi ríkjanna - fyrir utan evru.

Nýlega er lokið samningum um svokallað "Bankabandalag" þ.s. ríkjunum fyrir utan virðist hafa verið tryggð þau áhrif sem þau vildu.

----------------------------------

En ég á samt dálítið erfitt að sjá fyrir mér - að sú regla sem þau náðu fram. 

Að hvorttveggja hópur ríkjanna fyrir utan, og hópurinn 17 - verði hvor um sig að mynda meirihluta um mál.

Geti haldið áfram, í gegnum allar þær breytingar á sáttmálum sambandsins, sem þá þarf að klára.

  • Þetta er dálítið stór spurning - hvort að virkilega, muni ríkin 17 halda áfram að sætta sig við, jafnan rétt ríkjanna 10 til áhrifa. 
  • Ég verð að segja, að ég er dálítið skeptískur á það.
  • En það er þó líklega, enn erfiðara að sjá ESB sjálf hanga saman - ef sú regla bregst.
  • Því eitt er víst, að ríkin sem verða fyrir utan, munu ekki sætta sig við að verða "áhrifalaus."

Í þessu samhengi er rétt að skoða kröfur Breta.

Þeirra besti séns til að ná einhverju fram - er að flétta það inn í þetta heildarsamningaferli.

En á sama tíma, er þolinmæði ríkjanna 17 líklega ekki endalaus - - og einnig, það má vera að ef Bretar gæta ekki að sér; að hin ríkin fyrir utan, semji um lausn framhjá Bretum - ef þeir ganga lengra en þeir komast upp með.

Þá gæti endurtekið sig - það sem gerðist, þegar "Stöðugleika Sáttmálinn" var búinn til, þ.e. nýr sáttmáli án aðildar Breta.

  • Eins og ég sagði - Svigrúm Breta er takmarkað.
  • Það getur verið - að það sé ekki nægilegt, til að sætta Breta við áframhaldandi aðild.

 
Niðurstaða

Eru Bretar á leið út úr ESB? Kannski. David Cameron ætlar ekki að leiða Breta úr sambandinu. Á hinn bóginn, má vera að hans eigin flokkur - bindi hendur hans að nægilegu marki, og á sama tíma, gefi aðstæður Breta innan ESB Cameron ekki heldur nægilegt svigrúm. Svo að þegar á hólminn er komið, - geti Cameron ekki boðið upp á það samkomulag. Sem dugar til að "Já - ég vil halda Bretlandi innan ESB" verði ofan á í atkvæðagreiðslunni eftir 4 eða 5 ár.

Verður það hræðileg útkoma fyrir Breta? Líklega ekki. Í reynd, er ég þeirrar skoðunar. Að aðild að ESB skipti ekki mjög miklu máli, frá efnahagslegu tilliti. 

Þetta sé meir pólitískt bandalag aðildarríkjanna - í von um að sameiginleg rödd, hafi meiri áhrif. Þannig séð, visst hræðslubandalag - þ.e. hræðslu við það, að rödd Evrópu verði of mjóróma, ef hún er drifin af einstökum löndum.

Meintur efnahagsskaði - sé upp blásinn. Líklega óverulegur - ef hann þá mælist yfirleitt. ----------------------------------

En nær öll aðildarlönd ESB eru einnig meðlimir að Heims Viðskiptastofnuninni. Sem tryggir markaðsaðgang - hvort sem er. Því fylgja einhverjir tollar. En ekki slíkir að það hafi truflað viðskipti Japana eða Kínverja eða S-Kóreumanna, o.s.frv. Og mjög sambærilegar reglur um viðskipta- og markaðsfrelsi. 

Munurinn á þeirri stöðu og því sem tollabandalagið veitir, sé ekki lengur krýtískt mikilvægur. Því alþjóðlegt tollaumhverfi, sé orðið miklu hagstæðara en það var, er tollabandalagið var stofnað.

 

Kv.


Bretland á leið í kreppu aftur - - á breska ríkisvaldið nú að eyða peningum?

Ég var að lesa áhugaverða ritgerð eftir fyrrum forstjóra Pimco, en nú sjálfstæður fræðimaður - nefnilega: Does Central Bank Independence Frustrate the Optimal Fiscal-Monetary Policy Mix in a Liquidity Trap?. Í þeirri ritgerð er tekin sagnfræðileg greining en samtímis hagfræðileg, tekin dæmi af því hvernig gullfóturinn virkaði fyrst sá klassíski fyrir Fyrra Stríð, síðan sá síðari sem tók við af því afloknu. Síðan er farið yfir það, hvernig nokkur lönd yfirgáfu gulltengingu á mismunandi tímum - í heimskreppunni.

Hann tekur sömu afstöðu og Krugman, nefnilega að við tilteknar aðstæður sem ríkja í dag - - sé rétt að prenta mikið af peningum, og ríkið eigi að eyða þeim.

Að auki - þurfi það ekki endilega að auka raunverulega skuldsetningu ríkisins, því ef Seðlabankinn kaupir jafnóðum þau ríkisbréf sem ríkið gefur út, þá sé ríkið í reynd að skulda sjálfu sér - - en ríkið eftir allt saman á Seðlabankann. Að auki sé skuldin við sjálft sig, í þeim gjaldmiðli sem Seðlabankinn ræður yfir.

  • Það áhugaverða við lestur ritgerðarinnar, er að það virðist sem að "sjálfstæði seðlabanka" sé ávallt afnumið - - þegar kreppurnar verða mjög slæmar.
  • Aftur á móti, sé yfirleitt snúið til baka til sjálfstæðra seðlabanka, eftir að kreppum er lokið - sérstaklega þegar verðbólga lætur á sér kræla í efnahagsuppgangi - - þeim falið að sjá um baráttuna gegn verðbólgu.
  • Þetta virðist hafa gerst nokkrum sinnum á 20. öld.

Sjálfstæðir seðlabankar komi greinilega ekki í veg fyrir kreppur - - en þeir séu ágætis tæki til að berja á verðbólgu, meðan efnahagsmál eru í sæmilega góðu lagi.

En aftur á móti, hlutir fara ílla úrskeiðis, þá virki hefðbundnu meðulin ekki lengur.

Og þá þarf að taka til drastískari aðgerða - - sem yfirleitt mæti harðri andstöðu áhrifamikilla menntamanna hvers tíma - sem menntaðir hafa verið skv. ríkjandi kenningamódelum.

Ekki fyrr en vandræðin séu komin á alvarlegt stig - - verði sú uppreisn, sem skófli ríkjandi hugmyndum til hliðar - - þannig að unnt sé að beita þeim meðölum. Sem virka við - óvenjulegar aðstæður!

 

Paul McCulley segir að nú sé til staðar "liquidity trap"!

  • Eitt sem kemur fram í sögugreiningunni - - er að elítan vill stöðugt verðlag, og að mál séu leyst með því að lækka laun, frekar en að tekin sé verðbólga til að ná fram sömu niðurstöðu.
  • Því að elítan vill ekki að peningarnir hennar, tapi virði.
  • Núverandi tímar eru um sumt svipaðir 4. áratugnum einnig að því leiti, að einnig áratuginn á undan þ.e. þann 3. var í gangi uppgangur; og mikil aukning ríkidæmis hinna auðugu.
  • Þeir, vilja að sjálfsögðu ekki, að peningarnir þeirra séu - minnkaðir að verðgildi.

Eins og fyrsti hluti sögugreiningar hans sýnir, virkaði sú aðferð að lækka laun um leið og á bjátaði - best, þegar réttur til verkfalla var takmarkaður, rétt til að kjósa höfðu bara efnamenn - ekki lýðræðisumhverfi í okkar skilningi, lögreglan send á skrílinn ef hann var með uppsteyt.

Það á eftir að koma í ljós enn, hvort núverandi samræmd aðhaldsstefna ESB, muni eins og aðhaldsstefna sú er tengdist gullfætinum, leiða til kreppumögnunar - hratt vaxandi fátæktar og að lokum víðtæks óstöðugleika, uppreisnar kjósenda gegn ríkjandi hugmyndafræði.

---------------------------------

Hvað á hann við með "liquidity trap" - > þ.e. þegar í kjölfar þess að stór hagkerfisbóla hefur sprungið - hagkerfið er allt þrungið af ofvöxnum skuldum.

Þá er ég að tala um - almenning og einkafyrirtæki.

Þetta sannarlega á við í dag, eins og það átti við í Japan eftir hrunið þar síðla árs 1989, og virðist hafa einnig átt við í heimskreppunni í kjölfar hrunsins 1929.

  • Punkturinn er að hans mati sá, að við þær aðstæður - - dugi "0" vextir seðlabanka, engan veginn til að "örva hagkerfið" því - eftirspurn eftir lánsfé sé ekki til staðar.
  • Þegar almenningur og atvinnulíf samtímis, er að skera niður skuldir.
  • Við erum sannarlega í þessum fasa hérlendis - Bretland mjög áberandi svo.
  • Þessa sést mjög vel merki einnig, innan Evrópu.

Punktur hagfræðinga eins og McCulley, er að við þessar aðstæður.

Verði ríkið að eyða fé! Og gera mjög mikið af því.

Hann bendir sérstaklega á velheppnaða að hans mati eyðslu nasista er þeir tóku völdin, þó kaldhæðið sé að beita þeim sbr. - en þeim hafi tekist að minnka atvinnuleysi úr 6 milljónum í 800 þúsund. Á tíma sem rúmast innan eins kjörtímabils.

Að mati hans og Krugman, er ekki hætta á verðbólgu - meðan almenningur og einkahagkerfið er enn, að leggja áherslu á að greiða skuldir; í stað þess að fjárfesta eða eyða peningum.

Ríkið sé í reynd við slíkar aðstæður, eingöngu að eyða þeim umfram sparnaði sem er þá til staðar innan heildarkerfisins.

  • Einfaldast og öruggast sé að þetta sé gert með beinni seðlabanka-fjármögnun. Þ.e. ríkið gefi út skuldir, og Seðlabankinn kaupi.
  • Ríkið skuldi þá - eins og ég benti á að ofan - sjálfu sér í reynd.

 

Bretland getur verið á leið í 3. niðursveifluna þetta ár, í kreppunni!

Höfum í huga, að stefnan í Bretlandi er langt í frá eins harkaleg og stefnan á evrusvæði. Þ.s. meðan breska ríkið sker niður - - er "Bank of England" að prenta á fullu. 

McCulley, vill þess í stað að ríkið hefji - massífa eyðslu.

En Bretland er mjög augljóst í alvarlegum efnahagsvanda.

Mjög skuldsettur almenningur, er að greiða niður. Fyrirtæki víða, eru einnig enn að leggja áherslu á uppgreiðslu skulda, að lækka þær.

"Bank of England" hefur mildað niðursveifluna - - með því, að tryggja bönkum stöðugan aðgang að pundum, á "0" vöxtum. Þannig haldið fjármagnskostnaði últra lágum.

Þó svo þetta - mildi álagið fyrir þá sem skulda. Þannig að skuldarar í Bretlandi hafa ekki orðið fyrir vaxtasjokki eins og skuldarar í S-Evrópu.

Þá sé það ekki að ganga hjá ríkinu, að minnka sinn halla - með því að skera niður. Eða hefur ekki gert það fram að þessu.

Að einhverju verulegu leiti, er sú útkoma af völdum þess - - að hagkerfið hefur verið annaðhvort í mildum samdrætti eða mjög nærri kyrrstöðu.

Miðað við það hve útbreidd skuldsetning er víða stórfelld innan Bretland - - virðist manni, að á þessum dampi geti Bretland verið. Í mörg - mörg ár.

  • Umræðan um beitingu róttækari aðgerða, þ.e. láta það lönd og leið - að minnka hallann á ríkinu.
  • Þess í stað, að fara í stórfellt eyðsluplan.
  • Að sjálfsögðu, er brot á þeirri hugsun, að ekki eigi að eyða um efni fram - ekki að safna skuldum.

****Ekki síst, líklega ekki möguleg, meðan að Bretland er enn meðlimur að ESB - -> En þá þarf Bretland, að hunda með öllu tilmæli Framkv.stj. ESB um tilhögun ríkisfjármála.

Það er óskaplega umdeilt - hvað skal gera í slíkri stöðu.

En ef maður tekur Japan sem dæmi, getur slík kyrrstaða staðið ákaflega lengi.

Það er ekkert sérstakt sem bendir til þess, að breska einkahagkerfið sé við það að - koma hagkerfinu á einhvern verulegan skrið, í náinni framtíð.

Og skuldsettur almenningur, virðist ekki líklegur til að drífa hagvöxt heldur, um töluvert árabil til viðbótar.

 

Hvað ætti breska ríkið þá að eyða í?

Það klassíska eru samgöngumannvirki.

Mér skilst af ímsum sem skrifa í Bretlandi, að bresk samgöngumannvirki séu í verulega lakara ásigkomulagi, en þ.s. telst vera standardinn núna á meginlandi Evrópu.

Ákveðin kaldhæðni í því - en einmitt sá lakari standard, getur þítt að breska ríkið geti aukið framtíðar skilvirkni síns hagkerfis, þannig framtíðar skatttekjur; með því að endurnýja úr sér gengin samgöngumannvirki - leggja nýja vegi o.s.frv.

Fleira kemur til greina að sjálfsögðu - það má byggja skóla, ef skólabyggingar eru lélegar eða vantar fleiri skóla. En ef samgöngumannvirki er eitt sem getur aukið skilvirkni til lengri tíma litið - þá er menntun atriði nr. 2.

  • Hið mun betra ásigkomulag samgöngumannvirkja á meginlandinu, þíðir á móti - að á meginlandinu verður líklega lítill gróði af því, að leitast við að örva hagkerfin með því að fjárfesta í samgöngumannvirkjum.
  • En slík fjárfesting, lýtur að sjálfsögðu eins og margt annað, lögmálinu um "dimnishing return."
---------------------------------

Fræðilega, getur ríkið farið í eigin atvinnurekstur, þ.e. farið að reka eitt og annað í samkeppni við atvinnulífið - - notað prentaða peninga, til að starta nýjum verksmiðjum og öðrum slíkum hlutum.

Með öðrum orðum, ný iðnvæðing - en fyrir prentað fé.

Fræðilega unnt að selja síðar - þegar hagerfið tekur við sér.

En ef margir eru á móti prentun, er það ekkert við hliðina á því ramakveini sem myndi hefjast, er ríkið allt í einu myndi fara að, reysa verksmiðjur fyrir peninga ríkisins - svona eins og Sovétið sáluga gerði.

  • Best að muna, að iðnvæðing Sovétsins virkaði um tíma, meðan að það var skortur á verksmiðjum - landið var lítt iðnvætt.
  • En auðvitað má velta fyrir sér, hvort "De-industrialization" sú sem átt hefur sér stað í Evrópu, sl. 2 áratugi, v. samkeppninnar v. Asíu.
  • Skapi svigrúm, fyrir tímabundin - inngrip ríkisins í atvinnulífið með slíkum hætti.

Nefni þetta fyrst og fremst sem eitt af því fræðilega mögulega - því ég er alveg viss, að þetta gerist ekki - nema menn stari mjög á mjög djúpt efnahagshrun, þá þegar. Og flokkar sem eru hlinntir slíkum ríkisafskiptum, væru komnir til valda.

Ekki síst, að slík aðgerðaáætlun er ekki möguleg, nema að viðkomandi ríki sennilega fyrst hverfi alfarið út úr ESB.

---------------------------------

Ef um allt þrýtur, er eitt lokaúrræði eftir, þ.e. að efla herinn!

Fara í hernaðaruppbyggingu. Stríðsrekstur eins og hann var rekinn á 20. öld, felur í sér mjög djúp ríkisinngrip í allt atvinnulíf.

Og stöðuga peningaprentun.

  • Bretland getur sennilega eytt í samgöngumannvirki.
  • Bandríkin einnig.
  • En Evrópa - tja, vöntunin þar er líklega einna helst innan hagkerfisins sjálfs, þ.e. í formi þeirrar "af"-iðnvæðingar, sem hefur verið í gangi sl. 20 ár. 

En allsherjar atvinnu-uppbygging. Væri ekki einungis brot á öllum nútíma samkeppnisreglum, og sjónarmiðum um lágmörkun ríkisafskipta. Heldur, mjög sennilega, einnig brot á reglum Heims Viðskipta Stofnunarinnar.

Hugsanlega ekki möguleg, nema að - eftir að niðurbrot heimskerfisins sé þegar orðinn hlutur.

Ef kreppan verður það djúp.

 

Niðurstaða

Við erum sennilega stödd inni í einni af hinum stóru sögulegu kreppum. Mig grunar að sú kreppa, sé langt í frá búin að ná botni. Ég held t.d. að Evrópa muni ekki eins og vonast er eftir. Fara að lötra inn í hagvöxt fyrir árslok. Heldur, muni í besta falli samdráttur verða að stöðnun. En í því ástandi. Muni skuldastaða ekki geta náð sjálfbærni. Þær muni áfram hlaðast upp. Samtímis muni atvinnuleysi ekki geta heldur minnkað. Heldur líklega áfram aukast.

Spurning hvort að það verði eins og átti sér stað á 4. áratugnum, uppreisnir gegn ríkjandi stefnu?

Menn fyrir rest, fari í aðgerðir til að örva hagkerfin?

----------------------

En ég á erfitt með að trúa því, að slík stefnumörkun nái fram innan evrusvæðis - í samkomulagi heildarinnar.

En andstaða við slíka peningalega örvun, sé of sterk í tilteknum löndum - sem a.m.k. enn eru ekki í alvarlegum vanda.

Hætta sé á að togstreitan milli Norður og Suður, haldi áfram að magnast. Þangað til að aðskilnaður Norður og Suður á sér stað. Þá einhvers konar uppbrot atburður.

  • Bretland þyrfti sennilega að fara úr ESB, ef það vill beita "stimulus" með þeim hætti, sem Krugman og McCulley leggja til.

Það má vera, að tímaramminn varðandi evruna verði lengri en þetta ár - kannski einnig lengri en það næsta.

Eftir allt saman tók það tíma fyrir gullfótinn að hætta alfarið, Frakkland t.d. yfirgaf hann ekki fyrr en 1938. 9 árum eftir hrunið á Wallstreet. Ekki fyrr en eftir þá ákvörðun, að hagvöxtur hófst aftur í Frakklandi.

Ég á erfitt með að sjá aðra útkomu en þá, að kreppan eða stöðnun, og vaxandi skuldir. Haldi áfram, þangað til að einhver stór lykilatburður - starti stefnubreytingu.

-------------------------

En hingað til - er hagvöxtur megin leiðin til að lækka skuldir.

Megin B leiðin, er verðbólga. 

  • Hvað með Ísland: Fræðilega getur ríkið farið í framkvæmdir fyrir prentaðar krónur skv. formúlu Krugman og McCulley. Það er enn til staðar eitt og annað, sem má bæta í okkar samgöngukerfi, til að auka skilvirkni.
  • Sennilega eru hagkvæmustu jarðgöngin á Austurlandi. Þ.e. tengingar fyrir Reyðarfjörð og Seyðisfjörð. En þá geta hafnir á A-landi farið að þjóna sem inn-/útflutningshafnir fyrir allt NA-land alla leið til Akureyrar, og SA-land alla leið að Höfn í Hornafirði.
  • Það getur lækkað kostnað íbúa á þeim svæðum, miðað við að fá sömu þjónustu frá Reykjavík. Þannig lyft upp þeirra lífskjörum.
  • Ríkið getur einnig lagt Sundabraut fyrir Reykjavíkursvæðið, sem myndi bæta mjög samgöngur.
  • Ég held að snjallara væri að reisa risaspítala á Vífilstaðalandinu. 
  • Meðan einkahagkerfið er enn í doða - getur þetta verið fær leið.
  • Jarðgangagerð er þó sennilega auðveldari, og vegagerð - - en byggingaframkv. hafa þann galla, að kosta verulegan gjaldeyri. Meðan að vegaframkvæmdir og jarðgangagerð, kosta mun minna af honum. Það getur verið krítískt atriði fyrir Ísland.

 

Kv.


Stefnir í gjaldmiðlastríð þ.s. kallast á ensku "competitive devaluation"?

Tveir pistlar benda á eða vara við aðgerðum japanskra stjórnvalda, annar aðilinn með fullri samúð, en hinn varar við þeim aðgerðum, og bersýnilega óttast þær aðgerðir sem þar eru fyrirhugaðar.

Ambrose Evans-Pritchard - ritar einn pistil: Revolutionary Japan is suddenly the centre of world affairs

Jens Weidmann, yfirmann Bundesbank - í hann er vitnað í frétt FT: Weidmann warns of currency war risk

 

Það verður að viðurkennast að fljótt á litið virðast fyrirhugaðar aðgerðir nýrrar ríkisstjórnar Japans - snar galnar!

  • Það á að hefja massífa prentunaraðgerð - til þess að lækka gengi jensins, frá þeim hæðum sem það hefur verið í, síðan kreppan í Evrópu og Bandaríkjunum hófst ca. 2007. Eitthvað sambærilegt við aðgerðir Seðlabanka Sviss - virðist þetta hljóma sem. Þ.e. að Seðlabanki Japans verði látinn prenta fullt af jenum, og þau verði notuð til að kaupa mikið magn af þeim gjaldmiðlum sem til stendur að lækka jenið gagnvart. Tja, eitt er að Sviss sé að þessu, en dálítið annað er, ef japanski Seðlabankinn, er látinn gerða hið sama.
  • Samtímis prentunaraðgerðinni, skulu opinber útgjöld aukin stórfellt - þó svo að ríkisskuldir Japans séu nú ca. 240%, og framkvæmdir af margvíslegu tagi auknar - auk þess að til stendur að verja umtalsvert auknu fjármagni til hernaðarmála.
  • Sem vísar til þriðja meginliðarins, sem sé þann - - að ný stjv. ætla að mæta stáli gegn hverju því stáli sem Kínverjar geta mætt þeim með, í þeim deilum sem nú standa yfir milli landanna.

Jens Weidmann - "“It is already possible to observe alarming infringements, for example in Hungary or in Japan, where the new government is massively involving itself in the affairs of the central bank, is emphatically demanding an even more aggressive monetary policy and is threatening an end to central bank autonomy,”" - "“Whether intended or not, one consequence could be the increased politicisation of the exchange rate,”" - "“Until now the international monetary system got through the crisis without competitive devaluations and I hope very much it stays that way.”"

Ok, hann vísar til sjálfstæðis Seðlabanka - Þetta er rétt, þ.s. ný ríkisstjórn hefur í reynd ekki gefið Seðlabankanum neitt val, annaðhvort fylgi hann stefnu stjórnarinnar eða það verði skipt um stjórnendur bankans.

Má reynd segja, að með því - afnemi ný ríkisstj. Japans sjálfstæði síns seðlabanka.

  • Best að nefna, að sjálfstæði Seðlabanka, er annaðhvort - mikilvæg framför við stjórnun peningamála.
  • Eða ríkjandi tíska eða hugmyndafræði, heilög kýr sem kominn er tími til að slátra. 

 

Bendi á, að ég hef lesið grein eftir hagfræðing, þ.s. því er haldið fram, að sjálfstæði Seðlabanka hafi einfaldlega ekki virkað - þ.e. ekki skapað þann aukna stöðugleika sem til stóð.

Sá Breti, bendir á að stjv. hafi litið svo á, að þau bæru enga ábyrgð á því að fást við verðbólgu, það væri komið yfir til seðlabankans - - þetta gerði mig mjög hugsi, því ég man mjög vel eftir því hvernig ríkisstj. DO og HÁ einmitt, hundsaði baráttu gegn verðbólgu, lét Seðlab. Ísl. einann um hana - - með þekktum slæmum afleiðingum.

Mér fannst því áhugavert, að breskur hagfræðingur skildi koma með þann punkt.

Sjá - 2012 Andrew Lilico - Put politicians back in charge of the Bank of England

Hann benti að auki á þá staðreynd, að sjálfstæðu Seðlabankarnir virðast ekki hafa staðið sig neitt betur, en þeir ósjálfstæðu áður gerðu. Eftir allt saman sé heimurinn í töluverðum vandræðum.

  • Hann vill meina að auki, að þeir séu í reynd í standandi vandræðum nú í kreppunni, þegar þurfi að taka óvinsælar ákvarðanir.
  • Þar sem pólitíkusarnir telji sig ekki bera ábyrgð, geti þeir komist upp með að gagnrýna Seðlabankann - þegar hann sé að gera þ.s. gera þurfi; en ef þeir yrðu að bera ábyrgðina, hefðu þeir ekki þetta frýja spil.

Mér finnst þessi röksemd hans - - að pólitíkusar hafi í reynd hegðað sé minna ábyrgt, eftir að ábyrgðin var tekin af þeim - - tja; ÁHUGAVERÐ.

Með allt samfélagið á móti sér, hafi Seðlabankastjórarnir ekki það bakbein sem til þurfi.

  • Best að halda til haga, að hann er íhaldsmaður - fylgjandi íhaldsamri peningastefnu. En telur að sú leið, að gera Seðlabankana sjálfstæða - hafi verið röng leið að markmiðinu.
  • Pólitíkin, hafi notfært sér að bera ekki lengur ábyrgð á peningastefnunni - þannig að rekstur ríkisstjórna hafi aldrei að hans mati, verið minna ábyrgur en á sl. áratug.

Ég er ekki búinn að ákveða að ég sé sammála honum - - en ekki heldur að ég sé ósammála.

Eitt treysti ég mér þó að segja, að eftir að hafa horft á hegðan ríkisstj. sl. áratugar í Evrópu, þ.s. flest löndin ráku sig í hallarekstri þó það væri efnahagsuppgangur, að það sannarlega getur e-h verið til í hans megin röksemd.

Að vísa stjórn peningamála yfir til svokallaðra sérfræðinga, geti leitt til minni ábyrgrar hagstjórnar.

Þetta er auðvitað alveg á haus við eina meginröksemd evrusinna - sem segja að eina leiðin til að fá fram ábyrgri hagstjórn, sé að svipta ísl. stjórnmálamenn - innlendri peningastjórnun.

Sem Íslendingi, hefur manni fundist, að brjáluð ráðdeild ríkisstjórnar DO og HÁ sem létu baráttu við verðbólgu lönd og leið, hljóti hafa verið sérísl. fyrirbæri - - en ábending Lilico, vísar til þess að þetta hafi þvert á móti, verið miklu mun útbreiddara hegðunarvandamál ríkisstj. þess áratugar.

 

En eru áætlanir ríkisstjórnar Japans - galnar?

Rétt að hafa í huga, að japanska módelið sem hefur verið til staðar síðar kreppan þar hófst síðla árs 1989, er líklega komið að endimörkum - hvort sem er.

En síðan Japan varð fyrir gríðarlegu áfalli í jarðskjálfta fyrir rúmu ári, hefur hagkerfið verið í kreppu.

Hagstæði viðskiptajöfnuðurinn er farinn - - en vegna frægs kjarnorkuslyss, var næstum öllum kjarnorkuverum Japans lokað.

Í staðinn hefur verið stórfellt aukinn innflutningur á olíu og gasi, þ.e. innlend raforkuframleiðsla kúpluð út fyrir innflutta orku - - > Hinn hagstæði viðskiptajöfnuður fyrri ára er horfinn.

Það er ekki vilji til þess, að ræsa kjarnakljúfana á ný.

Þetta þíðir í reynd - - að japanska módelið, eins og það hefur verið sl. 2 áratugi, er búið að vera.

  • En án hagstæðs viðskiptajöfnuðar, sé ég ekki möguleika til þess, að japanska ríkið geti haldið áfram að standa undir, óskaplegum skuldum. Þeim mestu í heimi sem hlutfalli af þjóðarframleiðslu.
  • En Japan er nú í nær efnahagslegri kyrrstöðu.
  • Án hagstæðs viðskiptajöfnuðar, hafi það ekki næga - hagvaxtargetu.

------------------------------

Aðgerðaáætlunina má því kalla - "last act of desperation."

Ég er þó sammála aðvörunum Weidman að því marki, að mér virðist afskaplega líklegt - að með þessari aðgerðaáætlun, muni Japan starta - - GJALDMIÐLASTRÍÐI.

 

Hvað gerðist síðast? En 1931 hóf Seðlabanki Japans mjög sbr. aðgerð!

Ambrose Evans-Pritchard lýsir þessu jákvætt, en rétt er að muna hvernig það endaði.

Já, það startaði hagvexti í Japan árin 1931-1936. Gengi jensins lækkaði ca. 40% vegna þeirra aðgerða. Japanskar framleiðsluvörur þess tíma, urðu óskaplega samkeppnisfærar - um tíma.

  • En eftir 1936 endaði dæmið í óðaverðbólgu,
  • Bretar tóku upp haftastefnu þ.e. lokaða verslun innan síns heimsveldir,
  • Bandaríkin hófu sína haftastefnu.
  • Með öðrum orðum, heims viðskiptakerfi þess tíma, hrundi.

Svo fór Japan í stríð þ.e. innan Kína 1937. Spurningin hvort efnahagsleg vandræði, hafi þá knúið ríkisstjórnina - - til þeirra hernaðarævintýra. Sem eins og frægt er, enduðu mjög ílla.

Menn hafi dreift huga almennings frá vandræðum heima fyrir.

Sem setur aftur í samhengi það, að ný ríkisstj. Japans, ætlar einnig að mæta hart með hörðu, í deilum við Kína.

Til stendur, að efla herinn - stórefla herinn, flotann og flugherinn.

 

Hvað kemur fyrir evruna ef Japan hefur prentun?

Það má reikna með því, að hún hækki í verði gagnvart jeni!

Þetta er eðlilegt, en vegna þess að Seðlabankar beita ekki neikvæðum vöxtum, þá má segja að prentun komi í staðinn - þegar "0" vextir eru ekki taldir duga.

Hækkun evrunnar er í reynd slæmar fréttir fyrir Evrópu. 

  • Að sjálfsögðu munu einhverjir kjánar - líta á með stolti er gengi evrunnar þannig hækkar!

En slík gengishækkun, getur verið síðasti líkkistunaglinn, fyrir löndin í S-Evrópu í vandræðum.

En þau eru að leitast við að ná fram hagstæðum viðskiptajöfnuði - - stóra vonin er að auka útflutning, svo sjálfbærni skulda verði náð fram.

Sannarlega hefur Spánn á sl. ári aukið útflutning - - en það allt getur farið í baklás, ef gengi evrunnar fer að hækka verulega gagnvart hinum 3 megingjaldmiðlunum, fyrir utan hið kínv. renminbi.

Sannarlega er kínv. markaðurinn mjög vaxandi að mikilvægi fyrir Evr. - - en ég sé ekki alveg að Kína sé til í að skipta um hluverk, þ.e. að verða markaður fyrir Evr. í stað þess að Evr. sé markaður fyrir Kína.

Kínv. stjv. muni því líklega, spila sinn eigin gengisleik.

  • Málið er, að það var ekki síst hið tiltölulega lága gengi Evrunnar á sl. ári, sem var að hjálpa S-Evr.
  • Ef evran fer upp á þessu ári - - Ath., þó svo að ECB sé með einungis 0,5% vexti, eru samt vextir hans mun hærri í reynd en Seðlabanka Bandar., Bretland og svo Japans - eftir að Japan hefur prentun. Því prentun er ígildi vaxta innan við "0." 

Svo að í samhenginu, er ECB þá í reynd ekki með svo mikinn slaka í stefnunni.

ECB verður þá aftur orðinn að Seðlabankanum, af þessum 4 - - með langsamlega stífustu stefnuna. 

Þó svo að stefna ECB í dag, sé sú slakasta sem hann hefur nokkru sinni beitt.

-----------------------------

Afleiðing af prentunarkeppni Seðlabanka Japans, Bretland og Bandaríkjanna. Getur því orðið, dýpkun kreppunnar í S-Evrópu á þessu ári.

Sem mun þá gera kröfuna um aðra peningastefnu, mjög svo háværa frá fulltrúum ríkja S-Evrópu.

  • Þá verður áhugavert að sjá, hvort að N-Evr. tekst að halda áfram að hindra "prentun." 

 

Niðurstaða

Eitt virðist öruggt. Ef stefna nýrrar ríkisstjórnar Japans. Verður á þá leið, sem talað hefur verið um. Mun sú stefna rugga mjög rækilega efnahagsmálum heimsins. 

Hvað það akkúrat leiðir til, verður að koma í ljós. Einn munur á 1931 er, að skuldir japanska ríkisins eru miklu hærri í dag. Mér virðist því líklegt, að vextir japanska ríkisins muni hækka - sem mun hækka töluvert hallarekstur þess, umfram þá aukningu vænti ég er nú er stefnt að. Þannig að þá fer skuldsetning þess í eigin gjaldmiðli, að vaxa ærið hratt - til viðbótar við núverandi ca. 240%. Markaðir muni fara að verða a.m.k. minna rólegir - gagnvart Japan, virðist manni klárt.

Það getur þítt, að vextir japanskra banka hækki einnig. Þá getum við séð eins og í Evr. bankavandræði í Japan í ofanálag. Ef málin verða leyst þá með enn meiri prentun - - getur það vel gerst. Að sú prentun verði næg til þess, að lyfta verðbólgu verulega hærra en einungis 2% - sem japönsk stjv. tala um að viðhafa sem viðmið. En í Japan hefur verðbólga sl. 2 áratugi verið yfirleitt mun lægri en það.

Þetta geti því verið svokölluð - verðbólguleið.

------------------------

En maður veltir fyrir sér, hvernig það víxlverkar við stefnu "Bank of England" og "Federal Reserve." Eða stefnu "European Central Bank."

Fara Seðlabankar Bretland og Bandaríkjanna að togast á - - verður þá ECB fyrir sannkölluðum prentunarstormi?

Þá getur gengi evru risið verulega hressilega gagnvart þessum þrem gjaldmiðlum - - það hágengi, valdið S-Evr. ríkjum nýjum efnahagslegum búsifjum, ofan í núverandi kreppuástand.

  • Árið getur því orðið áhugavert - eftir allt saman!

 

Kv.


Enn eitt landið mun skuldsetja sig til að endurfjármagna einkabanka!

Ég er að tala um Kýpur. En skv. frétt Financial Times, mun fyrirhuguð "fjármögnun" sem "ESM" þ.e. björgunarsjóður evrusvæðis mun veita, nærri 2-falda ríkisskuldir Kýpur. Sem þegar eru rúml. 90%, sem væntanlega þíðir. Að ríkið mun þá skulda ca. 180% af þjóðarframleiðslu.

  • Skv. frétt FT hefur frágangi nýs prógramms verið frestað um 2 mánuði, eða fram yfir kosningar í Kýpur sem verða í nk. mánuði.
  • Að auki, virðist AGS sem ætlast er til af stofnunum ESB að taki þátt, vera tregt í taumi í þetta sinn - - "I wonder why":)
  • En að sögn fréttar, krefst AGS þess - - að afskrifað verði þegar hlutfall af ríkisskuldum Kýpur.
  • Að auki er krafa uppi, að kröfuhafar bankanna - verði einnig látnir blæða; af hálfu hluta aðildarríkja ESB þ.e. sérstaklega sé það krafa ríkisstjórnar Finnlands og Þýskalands.

En stofnanir ESB taki það ekki í mál - þ.s. að þeirra mati, geti það skapað óvissu innan fjármálakerfis Evrópu. Skapað hræðslu meðal eigenda skulda evr. banka í öðrum löndum.

------------------------------------------------

Cyprus bailout delayed two more months

  • "The International Monetary Fund was insisting on significant amounts of debt relief before it agreed to participate in the programme, the officials said."
  • "Cyprus’s sovereign debt already stands close to 90 per cent of economic output and officials estimate the bailout will amount to about €16bn, nearly doubling Nicosia’s debt load and making it second only to Greece’s in the eurozone."
  • "Some €10bn of the total will go to recapitalising Cypriot banks, which suffered huge losses from Greece’s sovereign debt default last year."
  • "The IMF considers such debt levels unsustainable."
  • "While it has been able to give Athens some leeway because Greece’s collapse could have systemic effects, the fund’s officials do not view Cyprus as a systemic risk."
  • "Top officials in the European Commission and the European Central Bank, the two EU representatives on the troika, are resisting drastic bank measures out of fear it could panic senior bondholders and deposit holders elsewhere, especially in Spain, where confidence in the financial sector remains tenuous."
  • "“They are taking it to the extremes; they’re taking a rather fundamentalist position,” said one official of the IMF camp. “Cyprus is not as systemic as Greece, but it is still systemic.”"

------------------------------------------------

Áhugaverð deila í gangi!

Eins og stofnanir ESB virðast vilja setja dæmið upp, þá myndi lán til Kýpur vera nokkurs konar - endurtekning á tilhugun veitingu láns til Írlands. Þ.e. megnið af björgunarláni - skal fara í bankaendurfjármögnun.

Nema, í þessu tilviki myndi skuldsetning ríkisvalds fara í verulega hærri hæðir miðað við þjóðarframleiðslu. Svo, ég skil mjög vel að samningamenn AGS hristi hausinn yfir skuldsetningu - er myndi vera nærri 180%.

En stofnanir ESB virðast þverneita að íhuga að skera af skuldum Kýpur - - þ.s. er skuldir Grikklands voru afskrifaðar að hluta á sl. ári; þá var því heitið að það yrði einasta skiptið sem slíkt ætti sér stað á evrusvæði.

Aldrei aftur - var sagt.

Því skal kýpversku þjóðinni, drekkt 50 föðmum undir, í ósyndalegu skuldafeni. 

  • Stofnanir ESB virðast ekkert vera að læra af reynslunni.

Kýpur er að sjálfsögðu miklu minna hagkerfi en Grikkland - - þannig, að ég skil þá afstöðu AGS. Að það sé ekki veruleg hætta á ferðum, ef tekin sé ein stór afskrift strax á Kýpur.

Enda er fyrirframljóst, að skuldsetningin sem annars er fyrirhugað að lendi á Kýpurbúum, er augljóslega ósjálfbær.

Og Kýpur myndi stefna í að flestum líkindum, mjög djúpan samdráttarferil - eins og þann er við sjáum sl. 3 ár í Grikklandi.

---------------------------

En almenningi væri látinn blæða - - til þess að skapa þá greiðslugetu sem til þarf.

En þá þyrfti að lækka lífskjör - - mjög skarpt.

Sennilega um prósentu tugi.

  • Augljóslega á að láta eigendum bankanna - blæða. Eins og N-Evrópulöndin vilja núna.
  • Þó þau hafi ekki lagt það til, er Írland var í vandræðum á sínum tíma.
  • Þá myndi þurfa miklu mun smærra lán - en við erum líklega samt að tala í þeirri sviðsmynd um veitingu neyðarláns.
  • Sem þá fer í að tryggja fjármögnun ríkisins til - tiltekins lágmarks tíma. Meðan það er að aðlaga eigin kostnað, að þeim efnahagssamdrætti sem er í gangi.
  • Þá væntanlega, væri inni í hluta lánsins - eiginfjár innspýting í bankakerfið. Sem getur verið, tímabundin - - ríkið geti selt sinn hlut aftur, seinna. 

En t.d. helmingi smærra lán. Þíðir náttúrulega. Að lífskjör hrynja saman minna. Almenningur finnur samt mikið fyrir samdrættinum, að það harðnar á dalnum. En ekki samt að því marki sem annars verður.

Tja, vegferð Kýpur gæti þá orðið eitthvað í líkingu við rás atburða hérlendis. Ísland er þrátt fyrir allt ekki alveg eins ílla statt og t.d. Grikkland eða Portúgal eða Spánn.

Má deila um sbr. v. Írland. 

 

Niðurstaða

Það er áhugavert hve evrópskir bankamenn virðast eiga einlæga vini að, innan Seðlabanka Evrópu og Framkvæmdastjórnar ESB. En eina ferðina enn, ef þær tvær stofnanir fá því ráðið. Skulu eigendur banka varðir tjóni 100%. Sá kostnaður lagður á almenning í einu landinu enn.

-----------------------

Nema að nú er ekki lengur einhugur um slíka stefnu - hluti aðildarlanda ESB vill ekki lengur að eigendur banka, fái allt sitt upp í topp. Meðan að fulltrúar AGS heimta að þegar í stað verði skorið af skuldum Kýpverska ríkisins. Annars verði skuldsetning of mikil.

Þarna virðist merkilegt nokk - - AGS vera nær hagsmunum almennings en stofnanir ESB. Sem þó ef marka má einlæga aðildarsinna, eru stofnanir sem hafa ekkert annað að gera heldur en að - gæta að almanna hagsmunum. Þó þær þvert á móti virðist vera að gæta að sérhagsmunum eigenda evr. banka.

 

Kv.


Andstaðan við aðild vinnur á skv. nýlegri skoðanakönnun!

Ég hef verið að fylgjast með því hvort aðildarsinnar veiti því athygli. Að nýleg skoðanakönnun í reynd sýnir fram á að áhugi á hugsanlegri aðild hefur minnkað. Ég er að sjálfsögðu að tala um nýlega könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sbr: Nærri helmingur vill ljúka aðildarviðræðum við ESB

Sjá eldri könnun frá des. 2011: Um þriðjungur vill draga umsókn að ESB til baka

Sjá einnig umræður á eyjunni - merkilegt að sjá þá sem tjá sig með þeim hætti eins og að útkoman í hinni nýju könnun sé sigur fyrir þeirra málsstað: Ríflegur meirihluti vill klára aðildarviðræður við ESB

Það sem fæstir mundu eftir var að rúmu ári var gerð svipuð könnun, og þá voru niðurstöðurnar:

  • 65,3% vildu ljúka viðræðum.
  • 34,7% draga viðræður til baka.

Það var eðlilega látið mikið með þær niðurstöður fyrir réttu ári síðan, enda sýndi könnunin þá greinilegan vilja þjóðarinnar til þess að - halda viðræðum áfram.

Um daginn voru niðurstöðurnar eftirfarandi:

  • 48,5% vilja ljúka viðræðum.
  • 36,4% vilja að umsókn sé dregin til baka.
  • 15,2% vilja að hlé sé gert á viðæðum.

Eins og væntanlega flestir taka eftir - er aukaspurning í seinni könnuninni.

Væntanlega vilja þessir 15,2% ekki að viðræður haldi áfram.

Líkur eru á því þó það sé ekki endilega fullvíst, að þeir hefðu valið liðinn, að draga umsóknina til baka ef ekki hefði verið boðið upp á þann kost er þeir völdu.

  • 52,6% vilja þá að umsóknin sé dregin til baka eða frestað, og sett í þjóðaratkvæði hvort halda skal áfram eða ekki. 

Þarna er því í reynd um umpólun að ræða - - þ.e. að fleiri eru andvígir umsókn en fylgjandi henni.

Reyndar er munur á milli þeirra sem styðja umsóknarferlið eða eru því andvígir - ekki mikill!

Cirka helmingur á móti helming!

  • Skv. þessu er þjóðin klofin í herðar niður um aðildarspurninguna.

 

Andstaðan virðist klárt vera að vinna á!

Líklega ræður miklu eða jafnvel öllu um þessa sveiflu, ástandið í Evrópu.

En augljóst er orðið, að kreppan í Evrópu minnkar trúverðugleika þeirrar fullyrðingar, að aðild sé leið fyrir Ísland til efnahagslegra framfara.

Að auki hefur almenningur séð það, að þegar þ.e. kreppa í aðildarríki evru, þá verður almenningur fyrir búsifjum, en ein röksemdin fyrir aðild hefur verið sú meinta þörf, að losna við þá áþján sem fylgi krónunni - að því sem er sagt, að hún reglulega setji tjónið á herðar almennings.

Það að almenningur sér nú, að það er vissulega verið að setja tjónið á herðar almennings í löndum eins og Grikkland, Portúgal, Spáni og á Írlandi. Á sama tíma, og fátt bendir til þess að það dragi úr efnahagsvandræðum í Evrópu í bráð.

Að sjálfsögðu hefur mikil áhrif á áhuga ísl. almennings á aðild, sem einhvers konar lausn á vanda Íslands. Að auki sér almenningur hér, að atvinnuleysi í þeim löndum á evrusvæði sem eins og Ísland eru í skulda- og efnahagsvandræðum, er einfaldlega miklu - miklu meira.

  • Fólk getur skipt um skoðun, er það sér að loforðin um betra líf - standast líklega ekki.
 

Niðurstaða

48,5% vilja ljúka viðræðum <----> 52,6% vilja þá að umsóknin sé dregin til baka eða frestað, og sett í þjóðaratkvæði hvort halda skal áfram eða ekki. Aðeins fleiri en helmingur svarenda sem taka afstöðu með öðrum orðum andvígir því að viðræðum sé lokið. 

Í könnuninni des. 2011 vilja 65,3% ljúka viðræðum, en 34,7% hætta þeim. Þetta er veruleg breyting á afstöðu ísl. kjósenda til aðildarviðræðna.

Sannarlega augljóst áhyggjuefni fyrir Íslendinga sem áhugasamir eru um aðild, eða hafa áhuga á því eins og talað er um - að kíkja í pakkann. 

Þessi þróun eðlilega á að hleypa andstæðingum aðildar kapp í kinn.

Því við erum að vinna á!

 

Kv.


Forvitnileg ný skýrsla AGS um Grikkland!

Skýrsla AGS um Grikkland er mjög forvitnileg. En skv. henni, felur gríska prógrammið í sér mjög óvenju erfiða aðlögun þá í sögulegu ljósi þeirra aðlögunarferla sem AGS hefur áður átt þátt í. Og taka starfsmenn sérstaklega fram, að aðgerðir sem grísk stjórnvöld hafi gripið til í því skyni að minnka útgjöld séu: "Fiscal efforts remain very impressive."

Mér finnst í þeirri ályktun starfsmanna AGS liggja ákveðið svar þeirra, við þeirri gagnrýni sem oft heyrist. Að grísk stjv. séu ekki að standa sig. Ekki skera nógu mikið niður o.s.frv.

Punkturinn sé sá, að þau hafi skorið mjög mikið. En málið sé einfaldlega að, gjáin sem þau þurfi að brúa með útgjaldaaðgerðum sé óskaplega víð. Svo dæmið gangi upp.

Sem eðlilega setur spurningamerki við það, hvort þetta sé raunverulega mögulegt!

 

Sjá skýrslu AGS um Grikkland!

"Overall, the cumulative output decline has now reached about 19½ percent..." - bls. 5.

AGS segir að gríska hagkerfið hafi samanlagt nú minnkað um 19,5% síðan kreppan hófst. Þetta er ívið lægra en þ.s. gríska fjármálaráðuneytið sagði um mitt sl. ár, er sagt var að heildarsamdráttur væri orðinn 25% ca. En hvað um það. Ljóst að mikill samdráttur hefur orðið í Grikklandi.

 

"The ULC-based REER (Real Effective Exchange Rate) has now fallen by 14 percent through September from its peak in 2009." - bls. 6.

Raunlaun skv. þessu hafa lækkað um 14% segir AGS. Veruleg launalækkun átti sér stað á sl. ári. Megnið af raunlaunalækkun, virðist hafa gerst á sl. ári. Eins og að breytingar sem þvingaðar voru í gegn í fyrra, hafi losað einhverja stíflu.

 

"...prices have been falling since 2010. The GDP deflator has already turned negative in the first three quarters of 2012 on the back of falling wages and a weaker terms-of-trade." - bls. 7.

Þegar sleppt er út opinberum hækkunum sbr. hækkun á rafmagni til orkunotenda, þá hafi verið verðhjöðnun í Grikklandi samfellt síðan 2010.

 

"The trailing 12-month cash central government primary balance was close to zero
through end-October (compared to a deficit of 3 percent of GDP one year ago)."
- bls. 7.

Grikkland virðist vera að ná nokkurn veginn frumjöfnuði fjárlaga í jafnvægi, en þ.e. mikilvægur áfangi. En það styrkir samningsaðstöðu grískra stjv. ef segjum, prógrammið kemst eina ferðina enn í vandræði. Ef grísk stjv. þurfa ekki lengur á því að halda. Að fá fjármögnun fyrir eigin rekstri. Þau standi með öðrum orðum undir rekstrarkostnaði. En það gerir hugsanlega hótun að einhliða yfirgefa evru, að einhliða lýsa sig greiðsluþrota; mun trúverðugri en fram að þessu.

 

"Still, the trailing 12-month deficit reached 5 percent of GDP through end-September (compared with 10 percent during the same period in 2010–11)." - bls. 8.

Skv. þessu er viðskiptahalli Grikklands minnkaður um helming, þ.e. úr 10% af þjóðarframleiðslu í 5% af þjóðarframleiðslu. 

Ég verð þó að segja, að eftir 3 ár í svo djúpri kreppu - vekur það áhuga. Að enn skuli vera viðskiptahalli "yfir höfuð."

Sýnir hve víð sú gjá var orðin, sem Grikkland þurfti að brúa. Í hve djúpan skít Grikkir komu sér.

En að auki sýnir þetta, að gríðarleg óvissa hlýtur enn að vera um prógrammið - - þ.s. að sjálfsögðu, til þess að ná fram sjálfbærni. Þarf Grikkland "rýflegan afgang."

Þannig, að skv. þessu er Grikkland enn - - hvergi nærri sjálfbæru ástandi!

 

"...while Greece has made significant progress with fiscal adjustment, some 6 percent of GDP additional primary adjustment is still needed to reach the program target." - bls. 8.

Þetta finnst mér áhugaverð tala. En skv. þessu. Er enn eftir að skera niður til viðbótar 6% af þjóðarframleiðslu, af gríska ríkinu.

Svo - nóg er enn eftir að framkvæma af samdráttar-aukandi niðurskurði. Fyrir utan þær miklu viðbótar launalækkanir sem enn þarf að framkvæma, til að brúa þá víðu gjá á viðskiptajöfnuðinum sem enn er eftir.

 

"Similarly, despite considerable progress with external adjustment and cost competitiveness, there is still some distance to go, with only about half of the estimated 20–30 percent pre-program real effective exchange rate overvaluation eliminated." - bls. 8.

Þarna segja þeir, að sá innlendi kostnaður sem hafi verið áætlað af prógramminu að þyrfti að brúa, svo innlendir atvinnuvegir næðu því að vera samkeppnisfærir á ný. Hafi enn einungis verið brúaður af hálfu.

Svo a.m.k. annað eins af launalækkunum við þær sem þegar hafa orðið, er eftir að framkvæma. Ef raunlaunalækkun hefur verið 14% fram að þessu. Þá þíðir það væntanlega að þeir eru að tala um 28% raunlaunalækkun - heilt yfir.

 

"Meanwhile the current account will benefit from the recently agreed debt relief deal for Greece (to an amount of about 2 percent of GDP per year on cash basis), and from steeper import compression (as domestic demand contracts faster, and as faster gains in competitiveness encourage import substitution). Overall, the current account is now expected to achieve balance on an accrual basis by 2015." - bls. 14.

Þeir áætla að launalækkanir muni nú ganga fyrir sig hraðar en áður var áætlað. Að jöfnuður gagnvart útlöndum, muni ná jafnvægi 2015 þrátt fyrir 5% halla 2012, að hluta vegna nýrrar hluta eftirgjafar skulda Grikklands af hálfu einkaaðila og að stærri hluta vegna samdráttar lífskjara - - er minnki innflutning.

Það verður áhugavert að sjá, hvernig almenningur bregst við þessu. En þegar eru lífskjör í Grikklandi mjög verulega skroppin saman. Sérstaklega hjá þeim sem eru atvinnulausir. Sem margir hverjir í dag fá engar bætur.

 

"Thus, cumulative proceeds are now set at €6 billion by 2014, €10 billion by 2016, and €23.5 billion through 2020 (including the €1.6 billion realized to date)." - bls. 20.

Sala eigna gríska ríkisins á að skila fyrir rest 23,5ma.€. Helmingi minna en upphaflega var gert ráð fyrir.

 

"Overall, the envelope of about €50 billion was found adequate with sufficient buffers to deal with stress scenarios and to address potential needs in banks’ foreign subsidiaries." - bls. 24.

50ma.€ er talin næg endurfjármögnun gríska bankakerfisins. M.a. er gert ráð fyrir að NPL (Non Performing loans) geti náð 50%.

 

"The new path reaches the targeted primary surplus of 4½ percent of
GDP two years later, in 2016. The benefit of the expanded timeline is immediate: in 2013 the targeted adjustment in the primary balance drops from 3 percent to 1½ percent of GDP (4½ to 3 percent of GDP, when measured by the structural primary
balance)"
- bls. 25.

Grikkir fengu 2 ár til viðbótar til að ná 4,5% afgangi af frumjöfnuði fjárlaga, sem minnkar kröfu um útgjaldaniðurskurð í 1,5% af þjóðarframleiðslu per ár 2013, 2014, 2015 og 2016.

 

"Extending the timeline helps Greece benefit from a mild expected cyclical recovery of revenues, reducing the total needed measures to 7¾–8¾ percent of GDP (€13½ billion through 2014, and a further €2–4 billion in 2015–16, depending on the strength of the cyclical recovery)." - bls. 25.

Ehem, núverandi plan gerir ráð fyrir viðsnúningi til hagvaxtar 2014. Sá verði komin í nærri 3% 2015, og haldist síðan í rúml. 3% frá 2016.

Tja, vægt sagt á ég óskaplega erfitt með að trúa því að þetta gangi eftir.

En ef það gerist ekki - - þá verður ekki þessi "tekjuaukning" ríkisins vegna þess meinta viðsnúnings.

Hugmyndin er í grunninn er sú, að vegna þess hve gríska hagkerfið hefur dalað mikið síðan er það náði hápunkti, eigi það inni - - stórfelldan slaka.

Það sé því rétt að reikna með "cyclical recovery" þ.e. að pendúllinn sveiflist til baka. 

Þetta finnst mér afskaplega hæpin ályktun, þ.s. hápunkturinn sem Grikkland var statt á - - var ósjálfbær hagkerfisbóla. Eftir allt saman, var hagkerfið langt í frá að standa undir þeim lífskjörum er þá voru sbr. þann mikla viðskiptahalla er var til staðar.

------------------------

Mér finnst mun sennilegra, að það verði enginn "cyclical recovery" þ.e. að gríska hagkerfið, sé ekki með einhverja stóra innistæðu af slíku tagi.

Með því að leita til baka, niður í viðskiptajafnvægi. Geti verið komin grundvöllur hagvaxtar. En sá verði ekki í líkingu, við uppsveiflu vegna þess að hagkerfið eigi inni stórfelldan vöxt - vegna myndunar stórfellds slaka.

  • Málið er að sterk útflutningshagkerfi, þau hafa slíkar sveiflur gjarnan, þ.e. detta snögglega niður og koma síðan sterkt upp á ný.
  • En Grikkland, einfaldlega hefur ekki sterkt útflutningshagkerfi. Heldur afskaplega veikt.
  • Það mun þurfa að búa slíkt til - á ný.

Hagvöxtur muni því sennilega ekki koma inn með hraði.

Heldur frekar, hægt inn - - og kannski síðar smám saman aukast. Eftir því sem nýir atvinnuvegir nái styrkari fótfestu.

Hagkerfið sé svo skaðað!

Mynd tekin af bls. 26. Sýnir fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir grískra stjv. - yfirlit. 

Eins og sést, þá verður skorið niður árin 2013 og 14 3,23% af þjóðarframleiðslu í félagstryggingakerfinu. Sem líklega mun ekki vekja mikla kátínu meðal Grikkja, sem háðir eru aðstoð ríkisins.

Samanlagt þau tvö ár útgjalda-aðgerðir gríska ríkisins upp á 7,15% af þjóðarframleiðslu.

 

New Fiscal Measures..................2013–14............2015–16
Expenditure Measures..................5.10..................0.04
Compensation of employees.........0.79..................0.01
Social security transfers...............3.23..................0.04
Subsidies...................................0.09..................0.01
Intermediate consumption............0.75................-0.01
Gross fixed capital formation.........0.24.................0.00
Revenues Measures.....................2.06.................0.02
Direct taxes................................0.90.................0.01
Indirect taxes and sales................0.61................0.00
Social security contributions..........0.38................0.00
Total..........................................7.15................0.06

Ég velti fyrir mér - - hvernig þeim dettur í hug. Að gríska hagkerfið sé að snúa yfir til hagvaxtar á sama tíma, og gríska ríkið er að beita aðgerðum til að minnka útgjöld upp á 7,15% af þjóðarframleiðslu.

Ég held það sé gersamlega augljóst, að Grikkland hljóti að vera í öflugum samdrætti a.m.k. 2013 og 2014 einnig. En útgjaldaaðgerðir virðast minnka mikið, næstu 2 ár þar á eftir.

Spurning hvort að hagkerfið geti þá farið að rétta af - tveim árum síðar?

Það eitt, að útgjaldaaðgerðir minnki þetta mikið, ætti að minnka samdrátt verulega a.m.k.

Svo þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að þá fari að gæta einhvers mælanlegs vaxtar.

 

Risks to the program are still on the downside. Greece is attempting to achieve an
unprecedented amount of fiscal and current account adjustment under a fixed exchange rate, with a massive debt overhang, and weak confidence. Key risks include:

  1. Political failure. A key risk for the program is diminishing support for reforms, particularly as Greece endures another year of deep recession. The latest opinion polls show dwindling support for the coalition parties and growing support for Syriza and other anti-program parties. This could go beyond implementation delays, and lead to a political crisis, triggering debt default and/or euro exit.
  2. Delayed recovery of confidence. Even without a complete political failure, political instability and the risk of disorderly default/euro exit may have a stronger effect on confidence and investment than now projected. In this instance, growth would undershoot projections, and fiscal adjustment would struggle against these headwinds. These impacts could make the process self-reinforcing, leaving Greece in a high-debt low-growth trap.
  3. Transmission mechanism. The program now takes a more conservative view on fiscal multipliers, but they could yet be higher than currently projected, especially if the external environment is weaker, or if bank deleveraging proceeds at a more rapid than expected pace (e.g., due to crowding out, as treasury bills are retained on banks’ balance sheets). Separately, gains from structural reforms remain uncertain, as it could take longer for wage adjustment to translate into price adjustment, given still strong vested interests, and it could take longer for stronger competitiveness to translate into higher net exports. - bls. 38.

Mér finnst 2 líklegast, að Grikkland snúi til baka, eins og ég sagði að ofan, til vaxtar sem verði mun hægari en prógrammið geri ráð fyrir, og það gerist einnig síðar en prógrammið gerir ráð fyrir. Sem eins og sagt er, myndi læsa Grikkland inni í skuldafangelsi - þrátt fyrir þær afskriftir sem fengist hafa fram að þessu.

------------------------------

Það er einnig ákaflega líklegt að áhrifin frá lið 3 komi til skjalanna. Þau verði stór þáttur í því. Að viðsnúningur verði slappur - og sennilega lengi að ná einhverri "fart" að ráði.

------------------------------

Áhættan í lið 1. má alls ekki vanmeta, þ.e. að pólitíkin taki óvænta stefnu. Almenningur fái sig fullsaddan. Flokkar andvígir prógramminu komist til valda. Og þeir taki Grikkland út úr evru.

 

"The alternative scenario considered in the DSA gives some indication of the potential needs.

  • In this scenario, to return Greece to the program debt trajectory would require about 3 percent of Greek GDP per year (€6 billion) in fiscal transfers between 2013 and 2020 (which could be delivered through a variety ofchannels, including lower interest rates on GLF and EFSF loans).
  • Alternatively, it would require an upfront haircut of about 25 percent on EFSF loans, GLF loans, and ECB SMP bond holdings."

Þeir hafa sjálfir reiknað út "slæma sviðsmynd" sem myndi krefjast ofangreinds.

Mér finnst það reyndar miklu líklegra en ekki, að Grikkland muni einmitt þurfa 3. skuldaniðurfærsluna, áður en yfir lýkur.

Gert ráð fyrir því að Grikkland lafi innan evru - með þeim aðgerðum.

 

STAFF APPRAISAL
67. The Greek program continues to present a mixed picture with stark contrasts.

  • The fiscal adjustment has been extraordinary by any measure and labor market reforms have produced significant wage adjustment.
  • There should be no doubt on part of Greece’s European partners that it is enduring exceptionally painful adjustment in order to stay within the euro area.
  • However, the manner of the adjustment leaves much to be desired. The fiscal adjustment has relied far too much on cuts in discretionary spending and increased taxation of wage earners, while the rich and selfemployed have continued to evade taxes on an astonishing scale and bloated and unproductive state sectors have seen only limited cuts.
  • Moreover, labor has shouldered too much of the burden as lower wages have not resulted in lower prices, because of failure to liberalize closed professions and dismantle barriers to competition.
  • While the economy is now re-balancing apace, this is happening mainly through recessionary channels, rather than through productivity boosting reforms.
  • Meanwhile, the mounting sense of social unfairness is undermining support for the program. 

Áhugaverð gagnrýni starfm. AGS.

  1. Annars vegar ábending til aðildarlanda Evrusvæðis, að Grikkland sé að ganga í gegnum mjög óvenjulega erfiða aðlögun til þess að tolla innan evrunnar.
  2. Síðan á hinn bóginn um rekstur prógrammsins, að það hafi hingað til alltof mikið bitnað á almenningi - almenningur hafi tekið á sig megnið af aðlögunarkostnaðinum; merkilegt að sjá þessa gagnrýni.

Miklu meiri árangri þurfi að ná, í því að endurhæfa skattakerfið. Í því að draga úr spillingu. Í því að opna svokallaðar "lokaðar sjoppur" þ.e. starfsgreinar með aðgangstakmörkunum, sem eru víst margar á Grikklandi en þeir hópar berjast um hæl og hnakka við það að halda sinni forréttindastöðu.

Ef ekki takist að ná þeim árangri, muni prógrammið líklega ekki ná að skila tilætluðum árangri - er lokaályktun starfsmanna AGS.

 

Niðurstaða

Eins og ég skil AGS, þá minnkar viðskiptahalli Grikklands í 3% af þjóðarframleiðslu vegna hinnar seinni eftirgjafar af skuldum einkaaðila er átti sér stað á sl. ári í gegnum endurkaup gríska ríkisins á eigin skuldum, sem fjármagnaðar voru með láni.

Eins og gefur að skilja þarf afgang svo land geti greitt af erlendum skuldum. Þó að landið eigi að ná jafnvægi 2015. Mun þurfa þá frekara átak til að ná afgangi.

Mér finnst sú hugmynd að Grikkland snúi við til hagvaxtar 2014 æði fjarstæðukennd, ekki síst vegna þess að árin 2013 og 2014 stendur til að grísk stjv. standi í útgjaldaaðgerðum til að ná fram viðsnúningi í útgjöldum ríkisins upp á rúml. 7% af þjóðarframleiðslu dreift á þau 2 ár.

Að auki, finnst mér einnig fjarstæðukennt, að við taki frekar kröftugur hagvöxtur frá 2015.

Þetta prógramm var náttúrulega búið til í samstarfi við stofnanir ESB. Og mér finnst afskaplega líklegt, að pólitískur þrýstingur hafi a.m.k. ráðið nokkru, um það þegar líkleg framvinda mála í Grikklandi var ákveðin.

En líklega vilja evrópskir pólitíkusar í lengstu lög fresta því, að viðurkenna fyrir eigin skattborgurum. Að þeir hafi lagt Grikklandi til fjármagn sem a.m.k. muni tapast að hluta.

En í 3. afskrift skulda Grikkland. Verður líklega engin undankoma fyrir opinbera eigendur skulda Grikklands - - en AGS er alltaf undanskilið skv. reglum um þá stofnun sem teljast til alþjóðalaga. Svo það verðu þá, pólitískt mál innan evrusvæðis hvernig því tapi væri skipt niður.

-----------------------------------

Auðvitað er vel hugsanlegt að almenningur gefist upp á einhverjum tímapunkti. En þarna geri ég ráð fyrir því, að Grikkland verði áfram innan evru. Til þess muni þurfa afskrift 3.

 

Kv.


Standards&Poors spáir töluverðri lækkun húsnæðisverðs á Evrusvæði!

Hlekk á skýrslu S&P má sjá - hér - bloggfærslu aðalhagfræðings S&P í Evrópu má sjá - hér - en verðlag á húsnæði skiptir miklu máli. Þar sem lækkun dregur úr neyslu. Að auki, getur lækkun skapað vandræði hjá húsnæðiseigendum ef skuldir eru verulegar. Auk þess, að neikvæð áhrif á eiginfjárstöðu banka geta verið nokkur.

  • Takið eftir að S&P virðist nota (sviga) til að tákna mínustölu þ.e. samdrátt.

"The plight of Europe&#39;s homeowners looks set to continue this year as house prices keep falling in most European markets."

  1. "Spain is still suffering a sharp correction. We forecast prices will fall by 7.8% this year, with little relief in sight." 
  2. "The free fall in Ireland&#39;s housing market, where residential property prices
    have halved in value since 2007, now appears to be stabilizing. But here, like Spain, swathes of unsold housing stock will delay a recovery."
  3. "Portugal, meanwhile, despite suffering similar economic woes, did not see a housing bubble, so
    house price declines now are more limited."

  1. "...the downturns in the Dutch and French housing markets appear to be accelerating. We forecast they&#39;ll see nominal price declines of nearly 6% and 5%, respectively, this year, as rising unemployment, decelerating wages, and the prospect of austerity measures frightens off buyers."
  2. "Only Germany is bucking the European trend, with a moderate 3% rise in residential prices forecast this year and next, on the back of wage increases and comparatively lower unemployment than in other European countries. Still, Germany&#39;s rising market could hardly be described as a boom. It follows years of stagnation between 1999 and 2008, when most other markets rose considerably."
----------------------------------

Það eru rosalega slæmar fréttir fyrir Holland, að ef þ.e. rétt að húsnæðisverð er komið í lækkunarferli.

En hafa ber í huga, að húsnæðisskuldir eru hvergi innan Evrusvæðis hærri sem hlutfall af tekjum húsnæðiseigenda, en í hollandi.

Sjá staðfestingu á því í gögnum Eurostat - hér.

Takið eftir sbr. á skuldahlutfalli húsnæðiseigenda í Hollandi vs. í Írlandi þ.e. 250,45% vs.  206,35%.

  • Þetta hefur ekki verið vandamál, því Holland hefur verið í hagvexti - en ca. mitt sl. ár varð viðsnúningur yfir í samdrátt.
  • Vísbendingar uppi um áframhald þess samdráttar inn í nýárið.
  • Ef ég væri ráðherra húsnæðismála í Hollandi, þá hefði ég áhyggjur af þróun húsnæðisskulda.

Það er a.m.k. hugsanlegt, að kostnaður lendi á hollenska ríkinu - því koma þurfi almenningi til bjargar. Sem betur fer fyrir hollenska ríkið er skuldastaða þess ekki alvarleg. Svo sennilega getur það komið til skjalanna.

En þó líklega myndi við það skuldir þess þá fara yfir Maastricht hámarkið.

Í tengslum við þessi mál gæti skapast töluverð dramatík, eins og t.d. varð hér í kjölfar hrunsins.

----------------------------------

Lækkun húsnæðisverðs í Frakklandi er ekki síður áhyggjuefni, því á sl. ári var Frakkland mjög nærri því að lenda í kreppu. En endaði með vart mælanlegan hagvöxt - þó yfir "0."

Nú í ár koma til framkvæmda ýmsar útgjaldaaðgerðir ríkisstjórnar Frakklands - sem líklega draga frekar en hitt þrótt úr hagkerfinu.

Samtímis ef það stenst, að það verður þessi lækkun húsnæðisverðs - getur orðið veruleg minnkun í neyslu almennings.

Lagt saman, væri kreppa á þessu ári í Frakklandi - því afskaplega líkleg útkoma.

----------------------------------

Lækkun húsnæðisverðs á Spáni, ætti engum að koma á óvart. En Spánn býr enn við slæma timburmenn, eftir þá gríðarlegu húsnæðisbólu sem stóð yfir á Spáni á sl. áratug, þegar á Spáni var um tíma byggt meira af húsnæði en í Frakklandi, Þýskalandi og Ítalíu - samanlagt er bólan var í hámarki. Eins og við könnumst við hér á Íslandi, er víða um Spán nýlega byggt húsnæði eða hálfbyggt, sem litlar líkur eru á að seljist í bráð.

Þetta er auðvitað vísbending um frekari minnkun neyslu almennings, ásamt vaxandi skuldavandræðum. Svo eins gott, að endurfjármögnun bankanna sem stendur til - gangi upp.

Ofan á Sparnaðaraðgerðir ríkisstjórnarinnar er halda enn áfram af kappi, og áframhald þess að atvinnulíf sé að skera niður starfsemi - fyrir utan útflutningsgeira sem er í nokkrum vexti. 

Þá virðist ljóst að kreppan á Spáni líklega verður ekki a.m.k. skárri þetta ár en síðasta. Ekki endilega víst að hún versni frekar.

En tja - hugsanlega nær atvinnuleysi 30% fyrir árslok.

 

Niðurstaða

Þetta er auðvitað bara spá um þróun, sem sjálfsagt er að taka með einhverjum fyrirvara. En líkur eru á þessari útkomu. Hún virðist manni, rökrétt - með tilliti til aðstæðna.

Ég held að Frakkland geti verið land, sem mjög áhugavert verður að veita fyllstu athygli á þessu ári.

En skuldir ríkisins eru nú rétt rúmlega 90% af þjóðarframleiðslu.

Verulegur samdráttur landsframleiðslu, getur fært þá stöðu frekar hratt nálægt 100%.

Frakkland er rétt að hefja sambærilegt aðlögunarferli, við þ.s. hefur verið á Spáni sl. 3 ár. Og á Ítalíu af töluverðum krafti sl. ár - sbr.:

 

Eins og sést fækkaði sölum á húsnæði mikið á Ítalíu á sl. ári. Þetta er enn ein vísbending þess töluverða hagkerfissamdráttar er varð þarlendis 2012.

Monti heldur því fram, að þessari aðlögun sé lokið eða ca. svo. En það getur verið kosningaáróður.

---------------------------------- 

Ástæða þess að ég hvet til þess, að fylgst sé með Frakklandi er sú, að það land er mjög mikið lykilland innan Evrusvæðis. Það myndi grafa mjög mikið undan evrunni sem slíkri, þeirri stofnanauppbyggingu sem tengist henni, ef Frakkland er á leið í "vandræði."

Ný evrukrísa væri sennilega óhjákvæmileg, ef verður verulegt tap á tiltrú í tengslum við Frakkland þetta ár.

 

Kv.


Líkur á gengislækkun á árinu!

Ég er að vísa til þeirrar lækkunar á þorskverðum sem virðist vera að eiga sér stað í Evrópu, eins og var fyrirsjáanlegt þegar í október sl., er ljós var ákvörðun Norðmanna og Rússa. Að auka veiðar á þorski úr 750þ.tonnum í eina milljón, í Barentshafi. Þetta er skv. ráðleggingu haffræðinga en stofninn á þeim slóðum virðist aftur kominn í þann styrk, er hann hafði á árum áður.

Fréttir um lækkun verða koma fram í Morgunblaðinu miðvikudag 16/1.

Skv. Helga Anton Eiríkssyni, forstjóra Iceland Seafood í Frakklandi, virðist þegar hafa orðið um 30% verðlækkun á þorski í Frakklandi. Einum mikilvægasta markaðinum í Evrópu.

Frá sl. ári hefur verðfall á saltfiskmarkaði á Spáni, og Portúgal. Verið í gangi. Segir hann að miðað við mitt sl. ár, hafi verð á saltfiski lækkað 15-20% ofan á þær lækkanir er fram voru komnar á sl. ári.

 

Af hverju verðfall?

Eins og ég hef áður útskýrt, er gengi krónunnar háð því markmiði að tryggja nægan afgang af gjaldeyrisinnkomu þjóðarinnar. Svo að opinberir aðilar sem ekki sjálfir hafa gjaldeyristekjur, geti greitt af eigin gjaldeyrisskuldum.

En það væri ekki björgulegt, ef erlendir aðilar myndu fara að gera lögtak í eignum innlendra sveitafélaga, eða ef ríkið yrði tilneytt til að verja fé af AGS lánapakka til að greiða af öðrum lánum.

Þó AGS peningarnir hafi verið hugsaðir sem einhverskonar varasjóður til vonavara, til að tryggja að þessi möguleiki sé til staðar - þannig að nýtt áfall leiði ekki til nær tafarlauss greiðsluþrots ríkisins.

Þá gengur sú leið ekki upp til lengdar, þ.e. því mikilvægt að tryggja ríkinu stöðugt nægan gjaldeyri, sveitafélögunum sem skulda í gjaldeyri - einnig.

----------------------------

Svo, ef gjaldeyristekjur þjóðarinnar minnka, þá þarf gengi krónunnar af hreinni íllri nauðsyn að lækka - já ég veit það skaðar lífskjör almennings, en tjón almennings af ríkisþroti væri enn meira.

 

Aðrar gjaldeyristekjur geta hugsanlega komið í staðinn!

Ef það verður enn aftur nk. sumar, veruleg aukning í tekjum af ferðamennsku. Getur það hugsanlega vegið nægilega á móti minnkun tekna af sölu fiskafurða. Svo að ekki verði a.m.k. um minnkun heildargjaldeyristekna landsmanna. 

En þá virkilega þarf sú aukning að vera umtalsverð - því að lækkun á fiskverði er greinilega þegar orðin meiri en sú er varð sl. haust.

Spurning um álverð - en t.d. skv. nýrri hagspá Alþjóðabankans, verður hagvöxtur í heiminum lakari þetta ár, en sl. ár.

Að auki, er spá þeirra um þetta ár, lakari en spáin fyrir þetta ár var er þeir gerðu hagspá á sl. ári.

Sjá - Global Economic Prospects

Að vísu virðist að hagvöxtur í Asíu hafi aukist á seinni hl. sl. árs, á meðan að ástand mála í Bandaríkjunum og Evrópu heldur áfram að vera óvisst.

Það verður að koma í ljós hvort álverð hækkar eða stendur ca. í stað.

En hækkun að sjálfsögðu, myndi koma sér vel - þegar fiskverð fer lækkandi.

Engin leið að spá í það hvort er líklegra.

----------------------------

Varðandi Evrópu sérstaklega, þá hefur dregið nokkuð úr svartsýni á evrusvæði, líklega vegna þess að evrukrísan hefur legið í lægð a.m.k. tímabundið eða þetta er raunveruleg breyting.

Þetta líklega eitt hefur töluverð sjálfstæð áhrif, til að draga úr svartsýni.

Enda var mjög mikið hræðsluástand v. stöðu evrunnar ca. í júlí sl. er Mario Draghi kom til skjalanna, og róaði ástandið.

Það ástand eðlilega, skapaði skaða á hagkerfum heimsins sem og Evrópu, meðan óttinn var í hámarki.

Nú þegar hann er mikið minnkaður, er kannski ekki undarlegt - - að ívið minni svartsýni mælist nú.

Ég er að meina, að það þarf ekki að vera vísbending þess að kreppan í Evrópu sé ca. að ná botni, og viðsnúningur til hagvaxtar sé framundan á seinni hl. árs.

Enda virðist mér við skoðun á einstökum löndum, að svokallaðri innri aðlögun, þ.e. lækkun lífskjara - endurbætur á skipulagi vinnumarkaðar til að auka skilvirkni; til þess að skapa viðsnúning vonandi fyrir rest. Sé ekki að fullu lokið.

  • Áhugavert er einnig, að skv. nýjustu hagtölum mælist í reynd verulegur samdráttur í Evrópu, skv. fyrstu vísbendingum um 4. ársfjórðung sl. árs.
  • Margir óttast að þetta bendi til, verulega djúprar kreppu í upphafi þessa árs.
  • Þýskaland, sýndi 0,5% samdrátt á 4. ársfjórðungi skv.: German economy slows sharply - höldum til haga, að sama tíma sl. ár sýndi mæling 0,3% samdrátt 4. ársfjórðung 2011. Síðan rétti Þýskaland við fyrsta fjórðung 2012 upp í rámar mig 0,2% hagvöxt. Eitthvað svipað getur gerst nú aftur, á 1. fjórðungi þessa árs. En þá má vera að í þetta sinn - nái Þýskaland ekki upp fyrir "0."
  • Fleiri vísbendingar eru uppi, að verulega djúp kreppa hafi verið v. lok sl. árs í flr. ríkjum. Sem gefur óvissu um hver þróun upphafs þessa árs verður.
  • Eitt er þó, að það virðist að aðhaldsaðgerðir hins opinbera sé þetta ár að meðaltali 1% af þjóðarframleiðslu á evrusvæði, í stað 1,7% sl. ár. Sem mér skilst að þíði að neikvæð áhrif á hagvöxt af niðurskurði, minnki á bilinu 0,4-0,6%.

Ég legg áherslu á að óvissa ríkir um framvinduna - enn er verið að skera niður í löndum í vanda, minnka eftirspurn. Það hefur hliðaráhrif á önnur ríki t.d. Þýskaland, v. samdráttar í eftirspurn eftir varningi almennt m.a. innfluttum frá Þýskalandi.

Helsta von þess, að hugsanlega mælist einhver örlítill mældur hagvöxtur - fyrir árslok.

Liggur sennilega einna helst, í von um aukningu innan alþjóðakerfisins, utan Evrópu. Þannig að útflutningur Evrópuríkja til þriðju landa, geti aukist.

En óvissan í Bandaríkjunum, getur skaðað þá útkomu - verulegur útgjaldaniðurskurður þar, ef hann kemur skarpt inn. Getur hægt verulega á hagvexti þar þetta ár, sbr. væntingar nú.

Og átt sinn þátt í því, að draga úr vexti heimskerfisins, og haft neikvæð hliðaráhrif á framvindu mála innan Evrópu.

 

Niðurstaða

Heildarniðurstaðan af þessu, virðist mér vera. Að vegna verðfalls á fiskmörkuðum. Séu miklar líkur á lækkun gengis krónunnar á þessu ári. Þannig sterkar líkur á einhverri lækkun lífskjara.

Á hinn bóginn, getur verið að hagstæð þróun annars staðar - ef það verður útkoman. Vigti á móti. Ferðamannavertíðin verði aftur sterk. Álverð hækki.

Aftur, er sú hagstæða þróun sem menn vonast eftir - ekki síst innan Evrópu. Óviss.

Ekki síst er það óvissan um það, hvernig leyst verður úr deilum á Bandaríkjaþingi, sem getur framkallað neikvæða víxlverkan.

  • Við verðum grunar mig því heppin, ef lífskjör ná því að standa í stað þetta ár.
  • Hagvöxtur verði rétt svo mælanlegur.

Kv.

Gengishækkun væri mjög skilvirk aðferð til að bæta lífskjör, þannig séð hefur ASÍ að því leiti rétt fyrir sér!

Eins og heyra má í fjölmiðlum, liggur fyrir samkomulag um kjarasamninga. Þeim verði ekki sagt upp. En gildistími er styttur til 30. nóvember. Síðan skv. fréttum, að ASÍ og SA skuli vinna saman að gengismálum, eflingu atvinnumála - af orðum Gylfa Arnbjörnssonar má ráða. Að hann vill hækka gengi krónunnar. Talar um þann vanda, að lágt gengi krónu hafi stuðlað að verðbólgu. Og um helmingur meðlima ASÍ hafi ekki náð hækkun kaupmáttar á sl. ári.

SA og ASÍ kynna samningsdrög

Vill klára samninga hraðar en áður

 

Lykilatriðið er náttúrulega hvernig hugmyndir um gengishækkun eru hugsaðar!

Það sem vantar í fjölmiðlaumræðu þegar rætt er um lággengi krónu í dag - - er samhengið við erfiða skuldastöðu.

En gengið miðast að sjálfsögðu einfaldlega við það markmið, að tryggja að nægilegur afgangur af gjaldeyrisinnkomu þjóðarinnar sé til staðar; svo landið sé gjaldfært.

Gengið getur þessi misserin ekki haft neitt annað mikilvægara viðmið en þetta.

Að auki vantar í fjölmiðlaumræðuna, að á sl. ári hófust greiðslur af AGS lánum - - að sjálfsögðu stuðlaði það að enn frekara lággengi krónu; er ekki með nákvæma greiningu á því af hverju krónan lækkaði svo skarpt sl. haust, en þar ræður örugglega í bland þessi aukna skuldabyrði ásamt því að þá minnkuðu gjaldeyristekjur.

  • Það var að sjálfsögðu tóm tjara, að taka lán til að styrkja gengi krónu.
  • Erlendar skuldir, þvert á móti ávallt lækka gengið.
  • Eðlilega, því að gengið getur ekki verið hærra en svo til lengdar, en að landið eigi fyrir innflutningi grunnnauðsynja og því að greiða af erlendum skuldum.

Lykillinn fyrir hugsanlegri gengishækkun - - liggur að sjálfsögðu í atvinnuuppbyggingu.

Þá nánar tiltekið í uppbyggingu nýrra gjaldeyrisskapandi greina og/eða viðbót við þær núverandi gjaldeyrisskapandi, í þeim tilvikum að aukning þeirra sem þegar eru til staðar er möguleg.

Þetta er að sjálfsögðu eina leiðin sem er til boða, til þess að hækka lífskjör - - að auka gjaldeyristekjur landsmanna.

Það er auðvitað þá í himna lagi, að taka kjarabótina út í gengishækkun frekar en launahækkun:

  1. Gengishækkun er verðbólgulækkandi aðgerð, meðan að launahækkanir auka ávallt á verðbólgu.
  2. Að auki, myndi lánskjaravísitala virka þá öfugt, þ.e. lækka lán - svo út í þ.e. farið, er sennilega gengishækkunarleið, sú leið til kjarabóta sem mestu í reynd skilar.

En það á það sama við, og á við hækkun launa.

Að peningur þarf að vera til fyrir gengishækkuninni.

Þá að sjálfsögðu í formi, nægilegrar aukningar gjaldeyristekna.

 

Niðurstaða

Gengishækkun væri fræðilega fín leið til að hækka lífskjör. En þ.e. í sjálfu sér ekkert því til fyrirstöðu, að gengið sveiflist í báðar áttir, þ.e. ekki einungis niður heldur einnig stundum upp. Hingað til hefur það verið venjan, að taka kjarabót út í hækkun launa. Það er alltaf óhjákvæmilega verðbólguvaldandi. Það einfaldlega getur ekki haft aðra útkomu - því mikilvægar stéttir starfa á vinnustöðum sem hafa sínar tekjur af sölu vöru eða þjónustu. Slíkir aðilar geta auðvitað ekki greitt laun, nema af þeim tekjum sem þeir fá fyrir þá sölu vöru eða þjónustu.

Ef aftur á móti, sama kjarabót er tekin út með gengishækkun. Þá á sér stað engin víxlverkan launa og verðlags. Þ.s. innflutningsaðilar geta keypt inn á hagstæðara gengi, getur vöruverð lækkað. Svo verðbólga fer niður. Jafnvel fræðilega getur orðið verðhjöðnun - sem væri ekki varasamt fyrirbæri hérlendis, því innlend framleiðsla til neyslu er svo lítill hluti af hagkerfinu. Svo skilst mér að vísitala verðlags eigi að virka öfugt, lækka lán ef gengið hækkar.

Auðvitað myndi þetta þá þíða, að launahækkanir sem slíkar - myndu þá í staðinn sennilega ekki vera neinar, eða mjög óverulegar.

  1. Fögnum því ef ASÍ ætlar að leggja sitt á vogaskálar, til að stuðla að eflingu gjaldeyristekna.
  2. En umræða innan samfélagsins hefur verið erfið, þegar kemur að slíkri uppbyggingu - - ef svo fjölmenn og öflug samtök, styðja áætlanir um atvinnuuppbyggingu.
  3. Þá má vera, að það verði með nýrri ríkisstjórn mögulegt - að koma slíkri uppbyggingu af stað, og hefja af alvöru það verk. Að lyfta upp á ný kjörum landsmanna!

 

Kv.


Aðildarmálið sett á ís - eða hvað?

Það er óhætt að segja að ákvörðun ríkisstjórnarinnar á mánudagsmorgun, hafi verið stór pólitísk tíðindi. Hér má sjá yfirlísingur ríkisstjórnarinnar: Samkomulag um breytta meðferð aðildarviðræðna við ESB fram yfir komandi Alþingiskosningar. Eins og ég skil þetta - - er þetta "frysting/frestun viðræðna."

-----------------------------------

  1. Ekki verður um frekari vinnu að ræða við mótun samningsafstöðu Íslands í þeim fjórum köflum sem enn eru ófrágengnir. Þetta eru sjávarútvegskaflinn (13), kaflar 3 og 4 um þjónustuviðskipti og staðfesturétt sem hafa tengingu yfir í sjávarútvegskaflana og landbúnaðarkaflinn (11).
  2. Ekki verður lögð áhersla á sérstaka ríkjaráðstefnu á útmánuðum og þeir tveir kaflar sem samningsafstaða hefur verið lögð fram í en ekki opnaðir bíða þá í óbreyttri stöðu.
  3. Varðandi þá 16 kafla sem nú standa opnir munu samninganefnd Íslands og sérfræðingar halda áfram uppi samskiptum við ESB um þá, án þess þó að kallað verði eftir frekari ákvörðunum framkvæmdar- eða löggjafarvalds.
  4.  Utanríkisráðherra mun upplýsa framkvæmdastjórn ESB og formennskuríkið Írland með viðeigandi hætti um þennan umbúnað viðræðnanna.

-----------------------------------

  • Takið eftir í lið C, að engar nýjar ákvarðanir verða teknar sbr. engar stjórnvaldsákvarðanir. Þannig, mér virðist ekki mikið unnt að gera. Menn geta skipst á upplýsingum, en ekki tekið nokkra ákvörðun.

Össur leggur mikið upp í úr því, að í lið C. að embættismenn, muni enn geta haldið áfram vinnu. En án þess að stjv. séu til staðar, að leysa úr málum er þau koma upp. Þá sé ég ekki, að það muni mikið gerast. Ég held að yfirlýsing Össurar sé augljós pólitísk froða: Össur ánægður með ákvörðunina

En það er augljós ósigur Samfylkingarinnar, að þessi ákvörðun skuli hafa verið tekin, enda brast t.d. Baldur Þórhalls reiður við, er hann frétti af málinu sbr.: „Kallast þetta ekki að fara inn í kosningabaráttuna með buxurnar á hælunum?“

  • Ég held að hann skilji þetta rétt - sem ósigur síns flokks.

Egill Helgason bendir á, að líklega muni þessi niðurstaða enn auka á fylgi Bjartrar Framtíðar, flokkur sem virðist nú vera fyrst og fremst, "outlet" fyrir óánægða Samfóa: Reiði í Samfylkingunni vegna ESB – hvernig á að taka upp viðræður aftur?

  • Egill hefur hárrétt fyrir sér, að þetta auðveldi næstu ríkisstjórn það verk, að svæfa málið. Ef þ.e. hennar vilji.

Skv. frétt, er þessi ákvörðun tekin að beiðni VG - það er alveg örugglega rétt: Hægt á viðræðum við ESB að frumkvæði VG.

Egill Helga, bendir á að þetta sé líklega besti dagur Steingríms J. í langan tíma - - ég held einnig, að þar hitti Egill naglann á höfuðið.

En Steingrímur, berst við það verk, að tryggja pólit. framhaldslíf VG. 

En sallast hefur mjög úr þingliði VG undanfarið, útlitið í skoðanakönnunum mjög slæmt.

VG var orðið ljóst, að e-h varð að gera, ekki veit ég hvað formönnum stjórnarflokkana fór á milli í "prívat" - en öflugt hefur það verið. Fyrst að "JÓKA" beygði sig í duftið.

Mér dettur helst í hug, að hótunin hafi verið "stjórnarslit" - en manni virðist vart minni hótun duga.

  • Nú velti ég fyrir mér, hvað Samfó mun hugsa fram að kosningum.
  • En skv. málflutningi Samfóa nýverið, er tillögu Framsóknarfl. um frestun viðræðna var hafnað.
  • Er engin trygging fyrir því, að ESB muni kjósa að starta viðræðum á ný, ef ákveðið verður að setja þær um tíma á "ís." Þetta var þeirra röksemd. En yfirlýsing Framkvæmdastjórnar, virðist segja að þetta hafi líklega verið rangt: ESB enn áhugasamt um aðild Íslands
  • Skv. þessu, virðist Framkv.stj. einmitt gefa vilyrði fyrir því, að viðræður geti hafist aftur. Sem virðist, nokkurn vegin fella þau mótrök Samfóa, nokkurra vikna gömul.

En sjálfsagt þíðir það samt einhverjar tafir, þ.s. þeir sem hafa verið að sinna málum Ísl., fara væntanlega til annarra verka á meðan. Ekki víst að akkúrat þeir einstaklingar verði lausir síðar. Svo þá þarf að, útskýra mál fyrir nýjum mönnum.

Þetta sýnir hvílíkt pólitískt froðusnakk, Samfó býður fólki upp á reglulega.

ESB er áhugasamt um aðild Íslands, þó svo ekki muni kannski rosalega mikið um okkur, erum við þó meðlimir er myndu borga með okkur þ.s. þjóðarframleiðsla er ofar meðaltali ESB - þó Ísl. hafi lent í kreppu.

 

Niðurstaða

Hætt er við því, að Björt Framtíð muni nú valta yfir Samfylkinguna í næstu skoðanakönnun. En þangað virðist óánægjufylgi fara frá Samfó. En þegar ég skoðaði fylgi Samfó í síðustu þingkosningum, og samanlagt fylgi í síðustu könnun Samfó og BF. Munar einungis 1,6%.

Ég á fulla von á að, nú séu aðildarsinnar "reiðir."

Sem er auðvitað, okkur sjálfstæðissinnum "visst gleðiefni."

Ósigur Samfó í aðildarmálinu er augljós - hvernig sem menn eins og Össur, leitast við að matreiða málið.

Augljóst er að aðildarviðræðurnar eru komnar að fótum fram. Meginspurningin verði, hvort viðræðurnar verði einfaldlega ekki áfram á ís. En ég bendi á að Tyrkland hefur formlega verið í aðildarviðræðum við ESB í meir en 20 ár, án þess að hreyfing hafi verið á því ferli í mörg ár.

  • Það er reyndar mjög hentugt - - að það var ríkisstjórnin sjálf, sem setti viðræðurnar á ís. 
  • Ef einhverjir aðrir hefðu tekið sömu ákvörðun -- hefðu viðbrögð Össurar verið allt allt önnur.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Ferdam.Bandar.
  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 8
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 412
  • Frá upphafi: 871515

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 382
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband