Foringi uppreisnarmanna í A-Úkraínu, samþykkir vopnahlé

Alexander Borodai, sem er mjög áhugaverður einstaklingur með bersýnilega mjög litríka baksögu, sjá fyrri umfjöllun: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku. Tók að því er virðist - - ákvörðun um vopnahlé.

  • Mig grunar að þessi maður - sé raunverulegur stjórnandi uppreisnarinnar.
  • Ef maður lítur framhjá Pútín.

Hann er rússneskur þjóðernisöfgamaður, fer ekki einu sinni í felur með það, hefur áður komið við sögu þ.s. átök hafa staðið milli Rússa á svæðum innan og í grennd við landamæri Rússlands, t.d. í S-Ossetíu - hann virðist einnig hafa verið í Tétníu, og hann var á Krímskaga þ.s. hann var um tíma "ráðgjafi" skipaðs leiðtoga þess svæðis "sem ég tel að þíði að hann hafi verið maðurinn er gaf skipanir." 

Hann sé örugglega einnig nú maðurinn sem ræður. Þó hann hafi boss, Pútín.

Hann virðist mér með öðrum orðum - vera nokkurs konar fixer. Sem starfi "óopinberlega" fyrir stjórnvöld Rússlands, en þó þannig að þau "geti alltaf afneitað honum."

 

Skv. ákvörðun þeirri er Borodai kynnti, stendur vopnahléið fram á föstudag

Pro-Russian Rebels in Ukraine Agree to Cease-Fire

Ukraine rebel leader agrees ceasefire

Ukraine Rebel Leaders Agree to Join Government Cease-Fire, Begin Talks

Bæti við þessari frétt:

Pro-Russian Rebels in Ukraine Match Government Cease-Fire

Þetta getur þítt að Pútín og Poroshenko, séu búnir að ná samkomulagi, um grófar útlínur friðar.

En það hefur verið ljóst um nokkurt skeið, að "uppreisnin" er undir fullri stjórn Kremlverja, en fyrir nokkrum vikum - - varð bylting í Donetsk borg. Og Borodai virðist hafa tekið völdin.

Vostok liðssveitin, þ.e. áhugavert að það var einnig til staðar Vostok liðssveit í Tétníu átökunum, sem Borodai virðist stjórna - - tók þá stjórnarbyggingar í Donetsk borg. 

Og rak út þá rússneskumælandi uppreisnarmenn sem höfðu fram að þeim tíma leitt uppreisnina í Donetsk héraði, þ.e. gerði heimamennina brottræka.

Vostok liðssveitin, er að sjálfsögðu skipuð rússn. ríkisborgurum - sem virðast koma héðan og þaðan frá héröðum Rússlands, Borodai sjálfur upprunninn í Moskvu borg.

  • Þá hættir þetta "proxy war" sem Pútín hefur verið að reka um nokkurt skeið í A-Úkraínu.

Ég geri ráð fyrir því, að allan tímann meðan átök hafa staðið yfir, hafi Pútín statt og stöðugt "vegið og metið" aðstæður. 

Matið sé alltaf á grunni "cost/benefit" - - að sjálfsögðu hafi aðgerðir Pútíns aldrei snúist um hagsmuni íbúa Úkraínu hvort sem það eru rússnesku- eða úkraínskumælandi.

Hvað akkúrat Pútín fær í eftirgjöf frá stjórninni í Kíev, gegn því að hætta þessu "Proxy War" - veit ég að sjálfsögðu ekki.

  • En hann fær örugglega e-h, örugglega a.m.k. tryggingu fyrir því að aldrei verði af NATO aðild Úkraínu.
  • En síðan má vera að hann fái einhverja "efnahagslega eftirgjöf" í A-Úkraínu, þannig að héröðin 2-Luhansk og Donetsk fúnkeri sem efnahagslegur hluti Rússlands.
  • Og kannski að auki, einhverjar viðbótar tryggingar, varðandi þau héröð - sem tryggi að iðnaðarsvæðin þar sem enn í dag framleiða mikilvægan varning fyrir Rússland, séu undir stjórn aðila vinveittir stjv. í Kreml.

Síðan má vera að unnt verði loksins - - að halda almennar þingkosningar í Úkraínu.

Svo bráðabirgðastjórnin geti látið af völdum.

 

Niðurstaða

Það getur vel verið. Að við séum að sjá fyrir endann á átökum í A-Úkraínu. Líklega hafi forsetarnir tveir, þ.e. Pútín og Poroshenko, náð einhverju grunni að samkomulagi sín á milli. Sem síðan á þá eftir að hamra nánar, þeirra á milli.

En ég stórlega efa, að svokallaðir uppreisnarmenn, komi nokkurs staðar nærri þeim viðræðum. Þeir fái "hand me down" frá forsetunum tveim.

Síðan pakki saman allir þeir sem Rússar hafa sent til A-Úkraínu. Enda sé þá störfum þeirra lokið.

Uppreisnin taki enda.

 

Kv.


Egyptaland leppríki Saudi Arabíu?

Ég hef undanfarið farið að velt því fyrir mér, hvort að Egyptaland ætti ekki í dag með réttu nefna - leppríki Saudi Araba? En athygli mína vakti frétt á Financial Times: Egyptian court confirms Muslim Brotherhood death sentences.

Mr Sisi, late on Friday, held a brief meeting at Cairo airport with Saudi Arabia’s King Abdullah whose country, like Egypt, has branded the Brotherhood a terrorist organisation, viewing its Islamist doctrines as a threat to Saudi dynastic rule.

Áhugavert að "Al Sisi" var ekki nægilega mikilvægur, til að fá formlega opinbera heimsókn.

Það sem ekki kemur fram í fréttinni - er óskaplegur fjárstuðningur Saudi Arabíu, og furstadæmanna við Persaflóa, við stjórn Abdel Fattah al-Sisi.

Eða milli 10 og 11 milljarðar USD. 

Margfaldur fjárstuðningur sá sem Egyptaland áður fékk frá Bandaríkjunum.

  • Það er áhugaverð endurspeglun í gangi, þegar kemur að aðgerðum Saudi arab. stjv. gegn gegn Bræðralagi Múslima í eigin landi.
  • Og aðgerðum al Sisi gegn Bræðralaginu í Egyptalandi.

Í báðum löndum hefur Bræðralagið verið formlega bannað og skilgreint sem hryðjuverkasamtök.

Það er mjög sterk kaldhæðni í þessu, því að á sama tíma, er Saudi Arabía og bandamenn í furstadæmunum við Persaflóa, að dæla miklu fé í öfgasinnuð samtök súnníta, m.a. af mörgum talið að bandalag þeirra, hafi fjármagnað ISIS samtökin.

Höfum í huga, að "al Qaeda" kemur fyrst til sögunnar í Saudi Arabíu.

Flest hættulegustu Súnní Íslam hreyfingarnar, eru tengdar við - - Wahabi, trúarskólann sem er ríkistrú Saudi Arabíu.

  1. Mig grunar að raunverulega ástæða þess, að Saudi Arabía fjármagnaði uppreisn hersins í Egyptalandi undir stjórn "al Sisi" gegn lýðræðislega kjörnum forseta landsins, sem einnig er félagi í hreyfingu, Bræðralags Múslima.
  2. Hafi verið sú ógn sem Saudar töldu vaxandi áhrif Bræðralagsins vera, ég er ekki að tala um Mið-Austurlönd, heldur heima fyrir í Saudi Arabíu.
  • Sennilega er nær hvergi á byggðu bóli, eins mikil efnahagsleg misskipting og einmitt í Saudi Arabíu, þ.s. gríðarlegum auð landsins - sé skipt upp á milli "Al Saud" valdaættarinnar, og hennar rúmlega 100 svokallaðra prinsa.
  • Sem hreyfing, hefur Bræðralag Múslima, einkum verið að einbeita sér að - fátækari hluta almennings. Hefur skipulagt "eigin skóla með sterku trúarlegu ívafi" - "eigin heilsugæslu" og "jafnvel barnapössun." Þannig fær fátækt fólk sem gengur í hennar raðir, oft þjónustu sem ríkisvaldið í þeirra landi - - einfaldlega veitir því ekki.
  • Og þ.e. alls ekki sérdeilis ólíklegt, hafandi í huga, óskaplegt félagslegt óréttlæti í Saudi Arabíu, að hreyfingin hafi raunverulega verin orðin, að hugsanlegri framtíðar ógn fyrir völd "al Saud" ættarinnar.

Lausn "Saud" ættarinnar, þegar þeir sáu Bræðralagið komið til valda í Egyptalandi, og þeir sáu fram á að þarna væri hugsanlega risið upp - - annað trúarríki. 

Með sinn eigin súnní íslam trúarskóla, þess áhrif voru í vexti innan Saudi Arabíu.

Að ráðast að rót vandans, þ.e. miðstöð Bræðralagsins þ.s. þ.e. langsamlega sterkast, þ.e. Egyptalandi.

  • Eina öfgahreyfingin sem ég veit fyrir víst, að tengist Bræðralaginu - - er Hamas.

Meðan á móti, við höfum "al Qaeda" - "Talibana" og nú "ISIS" sem virðast mér, miklu mun varasamari hreyfingar.

Og auðvitað, mun öfgasinnaðri.

  • Þ.e. eitt sem er áhugavert við Bræðralagið - - að það virðist ekki eins íhaldsamt, ekki eins mikið á móti nútímavæðingu, ekki eins ákveðið, and lýðræðislegt.
  • Og trúarhreyfingar þær sem, Wahabi skólinn hefur skapað. 

Ég hef ekki orðið var við það, að "Hamas" hafi rekið einhvers konar "Talibanistan" á Gaza svæðinu. 

Þannig að ef ég mundi bera saman ógn þá sem af hreyfingu Wahaba stafar, og af hreyfingu Bræðralagsins - - þá mundi ég túlka það svo, að hreyfingar Wahabi skólans séu margfalt varasamari, að auki til muna andstæðari vestrænum viðhorfum.

Í fréttinni kemur fram - - að dauðadómar yfir fjölda liðsmanna Bræðralagsins hafi verið staðfestir.

"An Egyptian court has confirmed death sentences against the leader of the Muslim Brotherhood and 182 supporters,..."

Fram að þessu hefur Bræðralagið, ekki hvatt til vopnaðrar andstöðu.

En ef herinn lætur verða af því, að taka af lífi helstu leiðtoga þess í Egyptalandi, þar á meðal þjóðkjörinn forseta þess - - þá má reikna með "radicalization" þ.e. að í staðinn rísi upp nýir leiðtogar.

Sem væntanlega beri minni virðingu fyrir, hugmynd þeirra leiðtoga um "friðsama baráttu" sem sú forysta er þá verður tekin af lífi - stóð fyrir. 

Með því, verður þá sú stefna hugsanlega "discredited." Þ.s. stór hluti egypsku þjóðarinnar, styður bræðralagið. Skynjar maður raunverulega hættu á borgaraátökum þar.

  • Þá gætu skollið á 2-trúarstríð í Mið-Austurlöndum.
  1. Annað milli Wahabi ofsatrúarmanna, og Shíta. Í samhengi við átök Írans og Saudi Arabíu.
  2. Og hitt, milli Bræðralagsins og Wahabi Súnníta.

Áhugavert verður - - ef "Saud" valdafjölskylda, keyrir upp 2-trúarstríð. Klýfur þannig Mið-Austurlönd, annars vegar milli öfgahreyfinga tengda Wahabi skólanum og Shíta. Og hins vegar meðal Súnníta, milli þeirra er styðja Bræðralagið og þá sem styðja Wahabi trúarskólann.

 

Niðurstaða

Saud valdafjölskyldan, virðist vera í vaxandi mæli - að vera að færa út völd sín um Mið-Austurlönd. Í gegnum ofsalegt fjárhagslegt vald.

Hún virðist hafa keypt eitt stykki byltingu í Egyptalandi - vegna valdahagsmuna ættarinnar. Og síðan fjármagni hún ásamt bandamönnum, þá ógnarstjórn - sem virðist við völd í dag innan Egyptalands.

Síðan, fjármagnar hún ásamt bandamönnum, fjölmennar uppreisnir gegn bandamönnum, Írans í Mið-Austurlöndum. Hvort sem þ.e. í Sýrlandi eða Írak.

Rekur að því er best verður séð, átök sem eru í vaxandi mæli að magna upp trúarstríð milli fylkinga Súnníta er hallir eru undir Wahabi trúarskóla ríkistrú Saudi Arabíu, og fylkinga Shíta.

Á sama tíma, rekur Saud valdafjölskyldan að því er best verður séð - "pogrom" gegn Bræðralagi Múslima, er virðist hvað áhrif varðar - vera sá trúarskóli er næst gengur að áhrifum meðal Súnníta áhrifum Wahabi skólans. En mig grunar, að vaxandi áhrif Bræðralagsins í Egyptalandi, hafi verið skilgreind sem ógn, við valdastöðu Saud fjölskyldunnar.

Þannig virðist vera að myndast - - annað trúarstríð. Í þetta sinn, meðal Súnníta. Er getur klofið þá. Jafnvel geisað innan Saudi Arabíu sjálfrar.

 

Kv.


Pútín segist styðja vopnahlé í Úkraínu - segir þörf fyrir friðarviðræður án skilyrða / ISIS sækir enn fram í Írak

Eins og fram hefur komið í fréttum, lýsti nýlega kjörinn forseti Úkrainu, Petro Poroshenko, yfir vopnahléi sl. föstudag. En formið á skilyrðum þeim er hann setti fram - gerði yfirlýsingu hans eiginlega að "úrslitakostum" frekar en almennri yfirlýsingu um frið og viðræður aðila. 

Höfum í huga að þessi aðferð er ekki endilega "órökrétt" ef fréttir eru réttar frá Kíev, þess efnis - að stjv. hafi dagana á undan. Tekið þær landamærastöðvar sem skæruliðar uppreisnarmanna höfðu vikunum á undan tekið.

Því ef stjv. hafa tekið landamærin - geta þau einmitt sett "úrslitakosti" því þá geta þau "einangrað svæði uppreisnarmanna." 

  • Herinn á skv. yfirlýsingunni - - ekki að sækja fram.
  • Og ekki að skjóta af fyrra bragði.
  • En hann má verja sig árás - - það síðasta atriði er áhugavert, því uppreisnarmenn vilja meina "að það sé bara ekkert vopnahlé."

En höfum í huga, að ef hvað telst vera svar við árás var ekki nákvæmlega skilgreint, geta hermenn á staðnum sennilega túlkað hvað telst svar afskaplega vítt. Án þess að yfirlýsing forseta hafi verið lýi.
------------------------------------


Í Írak: heldur ISIS áfram að sækja fram í héröðum í N-Írak. Á laugardag tóku ISIS liðar síðasta landamærabæinn, sem enn var á valdi stjórnvalda. Ræður ISIS því öllum landamærum landsins við Sýrland - - nema litlu svæði sem sveitir Kúrda, Peshmerga, halda og verja gegn ISIS.

Síðan hefur ISIS haldið áfram að tína upp smábæi hér og þar Norðarlega í Írak - þ.s. kallast á ensku "mopping up." Bersýnilega eru þeir að hreinsa til, svo að ekkert lið stjórnvalda sé þeim að baki, þegar þeir síðar meir fara væntanlega að nýju - að einbeita sér að S-vígstöðvunum.

Sunni Insurgents Capture More Territory in Western Iraq

Það var mjög fjölmennt "rallý" svokallaðs "Madi Army" sem er "militia" áhrifamikils shíta klerks, Mogtada ali Sadr, en það virðist í gangi "mobilization" í borgum víða um S-Írak, í kjölfar "fatwa" æðsta klerks íraskra Shíta, "al Sistani" um daginn. 

Vandinn við þetta, er að það að sjálfsögðu tekur tíma, að gera skipuleggja slíkar sveitir, í bardagasveitir sem eru "nothæfar á vígvelli." 

Þetta er væntanlega - af hverju þ.e. engin gagnsókn enn. Það taki Shíta tíma, að skipuleggja lið sitt - tryggja að allir hafi vopn um hönd, einhverja lágmarks þjálfun, og hóparnir lúti skipulagi.

Answering a Cleric’s Call, Iraqi Shiites Take Up Arms

Sem hefur kannski þá hliðarverkan - - að veita ISIS nægt svigrúm, til að halda áfram sókn sinni Norður í landi. Þ.s. Shítarnir, séu ekki tilbúnir með þær fjölmennu liðssveitir, sem til þurfi - ef það á að hefja alvöru gagnsókn.

En á meðan, þ.s. ISIS hafi nú fulla stjórn á landamærunum fyrir utan það svæði, sem Kúrdar ráða. Geti ISIS nú flutt lið frá Sýrlandi til Íraks - og það eru einmitt nú vísbendingar um slíka liðsflutninga.

 

Þetta kort sýnir umráðasvæði uppreisnarmanna í A-Úkraínu!

  • Bendi á að þetta er kort sem stjórnvöld í Kíev hafa gefið út.
  • Svo að rétt sé að taka það með einhverjum fyrirvara.

En þetta kort virðist "consistent" við þær fréttir sem hafa borist um átök, milli skæruliða uppreisnarmanna og stjórnarhersins.

Þar sem barist hefur verið um borgirnar sem sýndar eru, þ.e. Slovyansk, Kramatorsk, Donetsk o.s.frv.

Það er rökrétt, ef víglínan er við þær borgir, að þær séu þá einmitt - á útjaðri umráðasvæði uppreisnarmanna.

Það vekur einnig athygli - - mannfall uppreisnarmanna. En ef stjórnvöld segja rétt frá, þá féllu um 300 af þeim, þegar seint í sl. viku, stjórnarherinn tók stöðvar uppreisnarmanna á landamærunum.

Þá er það vísbending þess, að uppreisnarmenn - - séu ekki sérlega fjölmennir. En ábendingin er sú að það sé svo strategískt mikilvægt fyrir uppreisnina að viðhalda samgöngum yfir landamærin - að þeir hljóti að hafa varið þau með eins miklum liðsstyrk, og þeir gátu tínt þar til varnar.

Ukraine declares ceasefire and claims borders nearly secure

"Oleksandr Turchynov, Ukraine’s parliament Speaker, said on Friday that forces had “completed an operation to seal the border” by taking control of the border city of Izvarino." - "Ukraine’s security services estimate that 300 rebels have been killed in the past two days near the villages of Yampil and Zakitne – a figure that could not be independently verified – while seven of their own soldiers were lost."

Ef sú frásögn er rétt - - hefur svæði uppreisnarinnar, í reynd skroppið saman - þ.e. það nær þá ekki lengur "að landamærunum við Rússland." Er þess í stað, umkringt.

  • Ef það er rétt - - þá eru "ultimatum"/ úrslitakostir Poroshenko komnir í rökrænt samhengi.
  • Þ.s. stjórnarherinn, búi sig undir, að mala uppreisnina - í orðsins fyllstu merkingu.
  1. Í reynd felst þá tilboð stjórnvalda í Kíev, í tilboði til uppreisnarmanna um uppgjöf.
  2. Áður en herinn, leggur til lokaatlögu.

Ég geri ráð fyrir því - að stjórnarherinn hvíli þá lið sitt, safni vopnabirgðum og frekari liðssveitum, undir lokasóknina - - sem fer þá fram eftir viku. En ekki er reiknað með uppgjöf uppreisnarinnar.

Bendi fólki á að sambærilegur hlutur gerðist fyrir nokkrum árum í Sri Lanka, er stjórnin ákvað að hætta friðarviðræðum, þess í stað að mala svokallaða Tamíl Tígra, í mélinu smærra - lauk stríðinu þar fyrir nokkrum árum, með fullnaðar sigri stjórnarhersins. Uppreisnarmenn voru einfaldlega flestir - drepnir.

Þannig enda uppreisnir - stundum.

Poroshenko's Ukraine peace plan gets limited support from Putin

"Alexander Borodai, prime minister of the self-styled Donetsk People's Republic, told a news conference the ceasefire was not working and appealed to Russia to send in peacekeeping forces." - ""Since last evening, combat activities are continuing. Poroshenko's artillery is bombing Slaviansk and the air force has made several raids. Words about a ceasefire as always were just that - words," Borodai said." - ""The anti-terrorist operation against the people of the Donbass is in full swing," he said."

  • Þ.e. alltaf spurning - hvernig herinn er að "túlka fyrirmæli forsetans" - - en það er vel hugsanlegt að túlkun sé það frjálsleg, að t.d. ef uppreisnarmenn gera vélbyssuárás á einn stað, þá svari herinn með stórskotaárás og jafnvel síðan með liðssveitum.
  • Þannig að vera má, að skothríð sé í reynd lítt minnkuð, ef uppreisnarmenn hafa ekki slakað á af sinni hálfu - - eini munurinn sé kannski sá að stjórnarherinn sé ekki að sækja fram.

 
Það er einmitt góð spurning hvað Rússar gera
- en takið eftir, að "Borodai" sem hafið í huga, er "rússneskur ríkisborgari" og góðkunningi Rússn. stjv. - sjá umfjöllun um hann: Rússneskur flugumaður virðist hafa tekið fulla stjórn á svokölluðu "Donetsk People's Republic" í A-Úkraínu í sl. viku. Hann er að óska eftir innrás rússneska hersins sbr. ósk hans um friðargæslusveitir!

En athygli hefur vakið að - - undanfarna daga, hefur verið nýr liðssafnaður af hálfu Rússa við landamærin. Og á laugardag, var eftirfarandi skipun gefin - "On Saturday, Mr. Putin ordered 65,000 Russian troops in central Siberia to undergo a surprise combat readiness test."

  • 65þ. manna lið - er yfrið nægilega fjölmennt. Til að ráðast inn í Úkraínu. Og sópa stjórnarhernum í burtu. Taka í reynd eins mikið af landinu, og Pútín kærir sig um.
  • Spurning hvort að Pútín, notar ósk "flugumanns síns" í A-Úkraínu, sem átyllu til innrásar?

En ef stjórnarherinn, virkilega er að undirbúa að mala uppreisnina í mélinu smærra.

Kemur að því, að Pútín þarf á ákveða, hvort að hann gefur dæmið alfarið eftir - eða hvort að hann tekur skref lengra - kannski jafnvel, miklu lengra.

 

Niðurstaða

Það er allt í einu að aukast spennan að nýju í A-Úkraínu. Eftir yfirlýsingu Poroshenko, sem eðlilegt er að túlka sem úrslitakosti, tilboð um uppgjöf - eða þeir verði malaðir í mjölinu smærra. 

Sennilega er það einmitt, þ.s. til stendur - þegar herinn hættir viku langri pásu, í sókn sinni.

Og í því samhengi, er nýr liðssafnaður Rússa, áhugaverður. En spurningin um hugsanlega innrás, hlýtur að vakna að nýju. 

En það má vel vera, að Poroshenko, taki "game of chicken" á þetta.

En þ.e. gersamlega ljóst, að liðssafnaður Rússa, er margfalt ofurefli liðs. Engin leið að úkraínski stjórnarherinn, geti varist lengi ef svo fjölmennur rússneskur her, gerir atlögu að þeim.

Það er þá kannski spurning - - hvort er "Chicken" Putin eða Poroshenko?

----------------------------------

Á meðan í Írak. Heldur ISIS áfram að styrkja stöðu sína, aðgerðum sem virðast klassískar "mopping up" aðgerðir þ.s. ISIS virðist vera að tína upp þá smábæi hér og þar, sem stjórnarherinn enn réð í N-hluta landsins. Virðist nú hafa nær fulla stjórn á landamærunum við Sýrland.

Sem færir bersýnilega nær veruleika, drauminn um að "stofna eitt ríki" á þeim landsvæðum í Írak og Sýrlandi, ISIS virðist í dag stjórna. Sem eru umtalsverð landsvæði - virkilega.

Á sama tíma, einbeita Shítar sér að því er best verður séð, að safna liði. Og undirbúa sig undir hugsanlega gagnsókn síðar - eða nýtt áhlaup ISIS Suður - ef það verður útkoman.

  1. Augljóslega - hafa stríðin í Sýrlandi og Írak, runnið saman.
  2. Síðan er annað stríð í Úkraínu - sem kannski er við það að ljúka, eða að þ.e. við það að stækka og það mikið, ef Rússar hefja innrás. 

Það eru áhugaverðir tímar!

---------------------------

PS: Athygli vekur fordæming æðsta klerks Írans, "Ali Kamenei" - eða "Supreme leader" en valdahlutföll milli hans, og forseta landsins - eru í þoku; á afskiptum Bandar. að Írak.

Iran rejects U.S. action in Iraq as militants push east

Sú fordæming stingur í nokkuð í stúf við málflutning forseta landsins í sl. viku, sem virtist hvetja til samstarfs Bandar. og Írans um baráttu gegn ISIS, og háttsettra embættismanna í stjórn landsins - er virtust vilja að Bandar. sendu herlið til Íraks.

En ummæli "ali Khamenei" virðast - höfða til klassískra samsæriskenninga um afskipti Bandar. að Írak.

Meðan að það virðist, að borgaralag stjórnvöld Íran - styðji ekki slíkar túlkanir.

Klerkarnir í Íran annars vegar og hins vegar að borgarleg stjórnvöld í Íran - - virðast hafa algerlega andstæða skoðun með öðrum orðum á hlutverki Bandar. í Írak, og því hver ber ábyrgð á upprisu ISIS samtakanna undanfarið.

Til sbr. frétt sl. viku:

Iran leaders look to US over Iraq crisis

"...senior Iranian government adviser...“The US has no choice but to clear up this mess in Iraq, otherwise its achievements and credibility in the region would be gone. The US should help remove this infection [Sunni extremists] from the region.”"

"Iran’s President Hassan Rouhani...“We have not seen the US making any decision yet. Whenever we see the US take any action against terrorist groups in Iraq, then we can think about it [co-operation with US],”" - "Mr Rouhani said predominantly Shia Iran was ready to help the Iraqi government “in every possible means”, but stressed that this did not mean sending troops." - "Mr Rouhani insisted Iran was “serious” about meeting the July 20 deadline to reach a comprehensive nuclear deal with world powers, which he said was “do-able”."

Takið eftir að embættismaðurinn virðist hvetja Kana til að senda lið til Íraks - - og að Rouhani forseti, nefnir samstarf við Bandar. um baráttu gegn ISIS - sem möguleika.

  1. Málið er að innan Írans er "valdabarátta" sem snýst um það - - hvort á að semja við Bandaríkin, og hugsanlega hefja samvinnu við þá.
  2. Eða, hvort að það á að halda áfram fyrri stefnu, að líta á Bandar. sem megin andstæðing Írans.

Þessi klofningur kemur bersýnilega fram nú.

 

Kv.


Margir í dag vilja endurvekja hugmyndir Joe Biden frá 2006 um aðskilnað í Írak

Þetta var hugmynd sem Joe Biden setti fram í NyTimes árið 2006 í grein, sem hann skrifaði ásamt Leslie Gelb hjá "Council of Foreign Relations." Áhugavert að Anthony Blinken nú aðstoðar öryggisráðgjafi Obama, aðstoðaði Biden og Gelb í því að móta þær hugmyndir - sem þeir félagar settu fram í blaðagreininni.

Þessar hugmyndir gengu það langt, að verða að "samþykktri ályktun" meirihluta Öldungadeildar Bandar.þings, samþykkt 75-23. Áhugavert að einn af þeim Öldungadeildarþingmönnum er greiddu atkvæði á móti, var Obama sjálfur.

Prospect of ‘soft partition’ of Iraq rears its head again

“You give them control over the fabric of their daily lives. You separate the parties. You give them breathing room. Let them control their local police, their education, their religion, their marriage,” (Joe Biden) told the Senate in 2007. “That’s the only possibility.”

Hugmyndir Leslie Gelb og Joe Biden, voru ekki um - fullan aðskilnað.

Heldur "heimastjórn" með miklu sjálfforræði - til staðar væri enn "alríkisstjórn" með mjög takmörkuð völd. Og her.

  • Spurning hvort að þessar hugmyndir gangi í endurnýjun lífdaga, nú þegar aftur eins og 2006 þ.e. skollið á stríð í Írak?
  • Aftur eins og þá, virðast Súnnítar hafa risið upp gegn stjórninni í Bagdad.
  • Einungis eftir samkomulag við Súnníta, náði yfirmaður bandar. hers í Írak að brjóta á bak aftur sveitir tengdar "al Qaeda" 2007-2008. Á tímabili kennt við svokallaða "surge." 
  • Þá tóku Súnní "militias" þátt í bardögum með bandar. hersveitum, þegar áður þær höfðu barist við bandar. hersveitir - og sameiginlega náðist að lama "al Qaeda" innan Íraks, um tíma.

Það sem í dag kallast "ISIS" er sú hreyfing, sem spratt upp úr þeirri hreyfingu, sem á þeim árum tengdist "al Qaeda."

Eftir að stríðið í Sýrlandi hófst 2011. Hefur sú hreyfing byggst upp að nýju innan Sýrlands, og nú gert innrás í Súnní svæðin í Írak. 

Það virðist erfitt að sjá hvernig ISIS hefur getað tekið þau svæði svo snögglega yfir, nema að ISIS hafi fengið til liðs við innrásina, töluverðan fjölda íraskra Súnníta. Orðrómur sterkur, um að fj. fyrrum hermanna í her Saddam Hussain, sé nú í liði ISIS í Írak.

Þannig að um sé að ræða stórum hluta - uppreisn minnihluta Súnníta gegn stjórnvöldum í Bagdad.

 

Það er mjög mikill þrýstingur á að mynduð sé "ný ríkisstjórn í Írak" sem hafi víðari skírskotun, en ríkisstjórn Maliki - hefur haft

Æðsti klerkur Shíta í Írak "al Sistani" hefur kallað eftir slíkri stjórn:

Top Shiite Cleric in Iraq Urges Inclusive Government

Það virðist að bandar. stjv. - - geri slíka stjórnarmyndun. Að skilyrði þess, að þau beiti sér í Írak.

Þá er verið að ræða "loftárásir."

----------------------------------

Margir vilja kenna Nouri Maliki um þá uppreisn sem nú er í gangi, að stefna hans hafi valdið reiði meðal Súnníta - sem í vaxandi mæli hafi litið á hersveitir Írakshers sem "hernámssveitir."

Mjög áhugaverð ummæli hermanna, í tali við fréttamann - - virðast að einhverju verulegu leiti sýna fram á þetta sé rétt, að íbúarnir í N-Írak hafi snúist gegn öryggissveitum stjórnvalda.

Iraq re-enlists troops who fled -- um er að ræða hermenn írakshers er flúðu frá Mosul.

“It wasn’t just militants who attacked us, it was the people of Mosul themselves,” says Hassan, a 28-year old soldier. “I’m coming for those terrorists, I’ll get revenge on Mosul for my dead brothers.”

"“We had no relationship with locals. How could we? Those people pelted us with rocks. They’ve always been terrorists,” says Mohammed, a bulky, tattooed man who, like all the soldiers, refused to give his full name."

Þessi ummæli hermannanna, virðast sýna að "illviljinn" var gagnkvæmur.

Íbúar Mosul hötuðu þá - - og þeir fyrirlitu íbúa Mosul.

Borist hafa einnig fréttir af því, að a.m.k. hluti íbúa Mosul - hafi tekið innreið sveita ISIS fagnandi.

----------------------------------

Í ljósi endurvakins gagnkvæms haturs - - mun bersýnilega vera mjög erfitt, að leita að nýju sátta.

  • Það gæti hjálpað - - ef í boði verður "stórfellt aukið sjálfræði."
  • T.d. í samræmi við hugmyndir Gelb og Biden frá 2006.
  • Sem gangi þó skemur fullu sjálfstæði.

 

Kort sýnir svæði byggð Kúrdum í Mið-Austurlöndum


Sjálfstætt Kúrdistan virðist raunhæfur möguleiki

Fram hefur komið í fréttum, að í kjölfar hruns íraska hersins í N-Írak. Hafi sveitir Kúrda, Peshmerga, verið fljótar til - að taka sér stöðu á öllum svæðum sem byggð eru Kúrdum í Írak.

Í dag sé það svo, að sveitir Kúrda ráði alfarið svæðum Kúrda, íraski herinn sé t.d. ekki lengur - að sjá um landamæraeftirlit á landamærum Kúrdahéraðanna við Íran og Sýrland. Heldur sé svo að nú sjái sveitir Kúrda alfarið einar um varnir sinna svæða.

Sveitir Kúrda hafi m.a. tekið sér varnarstöðu, á svæðum þ.s. er "blönduð" byggð Kúrda og annarra, á svæðum sem áður "voru umdeild" og stjv. Íraks höfðu fram að þeim tíma - "ekki samþykkt" að tilheyrðu "sjálfstjórnarsvæði" Kúrda. 

  • Þannig hafi yfirráðasvæði, Peshmerga, stækkað um 1/3.

Kurds' Takeover of Iraqi City of Kirkuk Strengthens Their Hand

In Chaos, Iraq’s Kurds See a Chance to Gain Ground

Eitt sem er áhugavert við sjálfstjórnarsvæði Kúrda - er, að "þar var ekkert stríð" þegar borgaraátök blossuðu upp í Írak, eftir innrás Bandar. 2003.

Heldur hefur verið samfelld "uppbygging" á svæðum Kúrda, alveg síðan þá - - kvá efnahagsleg velmegun vera nú mest, á svæðum Kúrda.

Öryggi sé þar gott, sveitir Kúrda haldi uppi friði og öryggi innan sinna svæða. Hafi tekist það í gegnum öll þau átök er urðu í Írak eftir 2003.

  • Sjálfstjórnarsvæði Kúrda hafi nú nánast allt sem til þurfi, til að verða sjálfstætt.
  1. Þ.e. full yfirráð yfir eigin landsvæði.
  2. Full yfirráð yfir landamærum.
  3. Og með töku Kirkuk, ráða Kúrda nú yfir - olíusvæðinu í grennd við þá borg.
  • Rétt að benda á, að Kúrdar innan Sýrlands, einnig eru "de facto" sjálfráða, þeir ráði sjálfir yfir sínu svæði. Og nú þegar íraskir Kúrdar ráða landamærastöðvunum akkúrat hinum megin landamæra við Írak. Þá blasi við - að sýrl. Kúrdar verði með.

Ef Kúrdar ætla að verða "fullvalda" þurfa þeir - - samkomulag við Tyrki.

Það þarf ekki að vera, að slíkt samkomulag sé ómögulegt.

--------------------------------------------

  1. "Even before this crisis, the Kurds, with their own security forces, diplomats and a booming economy, were steadily moving toward independence by securing deals with Turkey and international companies to pump oil out of the region, without the approval of Baghdad. Baghdad and the United States regarded those deals as illegal, contending that any oil within Iraq belongs to the nation, not to a part of it."
  2. "But the Kurds pushed on anyway, and two tanker ships filled with Kurdish oil are sailing around the Mediterranean Sea, having left in recent weeks from a port in Turkey, but with nowhere to dock because of threats of legal action by Washington and Baghdad."
  3. "Before the seizure of Mosul, preventing that oil from hitting international markets had been a centerpiece of Washington’s Iraq policy for the past two years, and American officials had believed that the sale of Kurdish oil, without Baghdad getting its cut, was a greater threat to the cohesion of Iraq than surging militants in Syria who had their sights set on bringing the fight to this country."

--------------------------------------------

Maður veltir fyrir sér - hvaða leik Tyrkir eru að leika.

En ef tyrknesk orkufyrirtæki hafa þegar samninga við Kúrda - um olíuvinnslu. Má vera að það séu til staðar þreifingar milli Kúrda og Tyrkja - um framtíðar samskipti.

En með þessu eru Tyrkir að aðstoða Kúrdana, við það að "efla sinn efnahag" sem er augljós liður, í átt að sjálfstæði. Þar með, er eins og að "Tyrkir" séu að grafa undan "einingu Íraks." Og hafi verið að því um "nokkurn tíma."

En opinber stefna Tyrklands hefur fram að þessu verið andstæð sjálfstæðu Kúrdistan.

  • En ef Kúrdar verða í kjölfarið mjög tengdir inn í Tyrkneska hagkerfið.

Má ímynda sér - að sjálfstætt Kúrdistan, gæti orðið að einhverju leiti "hlið" að auknum áhrifum Tyrklands á Mið-Austurlandasvæðinu.

Hvað sem öllu tautar og raular, þá er staða Kúrda bersýnilega mjög breitt, eftir atburðarás sl. tveggja vikna. Og eins og fulltrúi Kúrda sagði, verði ekki farið til baka til ástandsins í Írak, sem byggt var upp eftir 2003. Það fyrirkomulag sé gengið sér til húðar.

 

Niðurstaða

Það er sjálfsagt enn tæknilega mögulegt að halda í eitthvert grunn form af einingu Íraks. Hugmyndir Bidens og Gelb, gætu orðið að uppskrift fyrir framtíð Íraks. Sem mjög laustengt samband þriggja þjóða. Þ.s. landinu væri skipt í 3-sjálfstjórnarsvæði. Með alríkisstjórn er hefði mjög takmörkuð völd.

Til þess að svo geti orðið, þarf líklega á næstu dögum að mynda þá breiðfylkingarstjórn. Sem nú er þrýst á að verði mynduð.

Síðan þarf einhvern veginn, að endurtaka þ.s. tókst 2007, að sannfæra Súnní "militias" um að skipta um lit, þ.e. fá þær til að snúast gegn ISIS. Það getir verið hægar sagt en gert, svo sannarlega.

Síðan mundi þurfa að sigrast á sveitum ISIS. Til þess að slík áætlun, um jafnvel svo takmarkað "sameiginleg ríki" - geti náð fram.

  • Heilt yfir grunar mig, að meiri líkur en minni, séu á fullri skiptingu Íraks.
  • Að ekki einu sinni slíkar hugmyndir - nái fram.

Eitt sé öruggt, að það fyrirkomulag sem var til staðar, þangað verði ekki snúið aftur. En ef hugmyndir Biden og Gelb hefðu verið framkv. segjum eftir 2008 þegar borgarastríðinu í Írak var lokið.

Þá sennilega værum við ekki í dag, að ræða um nýtt borgarastríð.

Hugmyndir Biden og Gel hafi verið framsýnar. En það sé líklega svo, að ástandið í Írak sé orðið of langt gengið, til þess að þær hugmyndir - eigi raunhæfan möguleika. Fullur aðskilnaður sé mun líklegri útkoma, sennilega. Sem segir ekki að það sé ekki "tilraunarinnar virði" að kanna undirtektir.

 

Kv.


Obama virðist vera að undirbúa loftárásir á stöðvar ISIS

Það hafa borist fréttir af því að Obama hafi ákveðið að senda 300 hernaðarráðgjafa til Íraks. Líklegt virðist að þarna verði á ferðinni - meðlimir sérsveita Bandar.hers. En eitt vandamál við það, að hefja loftárásir. Að til þess að hámarka líkur á því að "rétt skotmörk" séu sprengd. Þarf flugherinn að hafa sem nákvæmastar upplýsingar um væntanleg skotmörk.

Öruggasta leiðin sé að - hafa eigið fólk á staðnum.

Obama says U.S. military plans for Iraq strictly limited

United States to Send Military Advisers to Iraq

Obama to send 300 ‘military advisers’ to Iraq

Mig grunar að Obama sé í Íak málinu að endurtaka leikinn frá Sýrlandi - - þ.e. að gera eins lítið og hann framast getur, þegar innanlands pólitísk staða í Bandar. er höfð í huga.

Ég held að það sé einmitt - - snjallast fyrir Washington að gera sem allra, allra minnst

  1. Ég tel rétt að líta á átökin í Írak nú, og átökin í Sýrlandi - - sem eitt stríð.
  2. Eins og flestir ættu að vita, þá er Sýrlandsstríðið sennilega "proxy war" milli Írans og bandalags Saudi Arabíu og Persaflóa Araba furstadæma.
  3. Í seinni tíð, með aðstoð Hesbolla, sem er bandamaður Írans, hefur stjórn Alavíta í Sýrlandi - vegnað betur í borgarastríðinu. Og unnið töluvert af sigrum.
  4. Á sama tíma hafa verið vaxandi brögð á því, að Shítar sem vilja berjast, leiti til Sýrlands - til að styðja Assad stjórnina.
Það virðist mér blasa við, að augljós krókur á móti bragði, sé að - - víkka út stríðið til Íraks.
  1. Þá þurfa írösku Shítarnir, að berjast heima fyrir - og geta þá ekki lengur beitt sér í Sýrlandi.
  2. Að auki, séu líkur á að Íran, neyðist til að - aðstoða ríkisstjórn Íraks. Því hún muni ekki geta hugsað sér nýtt Súnní arabísk stórveldi rísi upp að nýju innan Íraks.
  • Þetta allt geti veikt getu Írana til að styðja við Assad stjórnina.

Höfum í huga að Saudi Arabía og Araba furstadæmin meðfram Persaflóa, eru öll - - einræðisríki. Og að auki, langflest þeirra með íslamískan bías.

Þau séu ekki líkleg að styðja lýðræðislegar hreyfingar - svo það sé á hreinu. Það virðist töluvert líklegt, miðað við það - "hve innrás ISIS í Írak getur veikt stöðu Írans í Sýrlandi." Að ISIS sé sennilega -eins og margir halda fram- í reynd fjárhagslega studd af bandalagi Flóa Araba.

Að ISIS sé líkt og Hesbolla er í Líbanon fyrir Íran, bardagasveitir fjármagnaðar og mikið til stýrt til verka af bandalagi Flóa Araba.

  • "Proxy" átökin milli Írans og bandamanna, og Bandalags Flóa Araba - séu að víkka út.

-------------------------------------

  1. Punkturinn fyrir Bandaríkin, ef við íhugum hvað rétt sé fyrir þau að gera, sé líklega að best sé að halda sig við - - þegar markaða stefnu.
  2. Munum að Íran og Rússland, eru þátttakendur í þessum átökum, í gegnum stuðning sinn við Sýrland. En ef eins og virðist líklegt, að geta Írans til að styðja við Assad - veikist. Þá má reikna með því, að Rússland muni þurfa sjálft - - að beita sér í auknum mæli.
  3. Höfum í huga sbr. hugtakið um "opportunity cost" að ekki er unnt að nota sömu "bjargirnar" tvisvar - - þannig að ef Rússland þarf að veita Assad liðsstyrk. Þá er það liðsstyrkur, sem Rússland getur þá ekki nýtt annars staðar.
  • Það gæti hugsanlega gerst, að Rússland og Íran, keppinautar Bandar. um áhrif innan Mið-Austurlanda, að þeirra geta til að hafa áhrif innan Mið-Austurlanda. Veikist, ef ISIS heldur áfram að eflast. Þannig að bæði Rússland og Ían, þurfi að beita sí vaxandi kröftum í baráttu við þau samtök.

Með vissum hætti, getur það endurspeglað áhrif sem Bandar. urðu fyrir eftir að Bush réðist inn í Írak. En þá notfærði sér Rússland það, að megnið af hreyfanlegu liði Bandar. var upptekið í Írak. Til þess, að jafna reikninga við bandamanna Bandar. á Kákasus svæðinu, þ.e. Georgíu.

Ég er þess fullviss, ef Bandar. hefðu ekki verið búin að ráðast inn í Írak, sem þíddi að hreyfanlegar liðssveitir Bandar.hers hefðu ekki verið uppteknar - - heldur hægt að senda hvert sem er. Að þá hefði Rússland ekki þorað að beita sér gegn Georgíu.

Þetta er nefnilega raunverulegt vandamál - - að geta ekki notað sömu bjargirnar tvisvar.

-------------------------------------

Höfum auk þessa í huga, að innan Írak hafa Kúrdar verið helstu bandamenn Bandaríkjanna, síðan Bandar. réðust þar inn síðast. Mér virðist líklegt, að Kúrdar mundu áfram fylgja sömu stefnu - ef þeir stofna sjálfstætt Kúrdistan í héröðum Kúrda innan Sýrlands og Íraks.

  • Þannig að Bandaríkin mundu þá græða - traustan bandamann.

Það sé rjóminn ofan á kökuna.

 

Niðurstaða

Ég held að það geti verið rökrétt fyrir Bandaríkin. Að veita stjórninni í Bagdad einhverja takmarkaða aðstoð. T.d. til þess að forða því að hún hrynji algerlega.

En aftur á móti, sé það rökrétt fyrir bandar.stjórn - að eftirláta Íran það verkefni. Að aðstoða írösk stjv. á jörðu niðri að öðru leiti. 

Sama stefnan og með átökin í Sýrlandi sé áfram hin rétta fyrir Bandar., að geta sem allra - allra minnst.

  • Það sem ég tel vera rétta nálgun að auki, liggi í viðræðum Bandar. og Vesturlanda við Íran.
  • Að einhverju hugsanlegu leiti, má halda því úti sem möguleika, gegn tilslökun Írana í þeim viðræðum, að Vesturveldi aðstoði írösk stjv. - eitthvað meir, en með einhverjum takmörkuðum loftárásum.
  • Á hinn bóginn, þjóni það sennilega tilgangi Vesturvelda með þær viðræður, að vaxandi veldi ISIS ógni enn frekar, stöðu Bandamanna Írans í Sýrlandi og Írak. 

Þegar samkomulag næst fyrir einhverja rest - geti Vesturveldi í sameiningu beitt Saudi Arabíu og Flóa Araba þrístingi, um að hætta stuðningi við hryðjuverkasamtök.

Þessar viðræður séu vænlegasta nálgunin, til að hindra núverandi stríð - í því að þróast í allsherjar Mið-Austurlanda stríð.

 

Kv.


Fall risastórrar olíuhreinsunarstöðvar í hendur ISIS liða, virðist geta leitt til stórgróða fyrir samtökin

Það vekur sjálfsagt nokkra athygli að þó að bærinn Baiji hafi fallið í sl. viku. Að þá sé olíuhreinsunarstöðin nærri honum fyrst að falla á miðvikudag. Það stafi af því að stjórnarherinn hafi lagt mikla áherslu á að halda olíuhreinsunarstöðinni, vegna efnahagslegs mikilvægis hennar. Síðan hafi verið beitt þeirri hótun, að sprengja stöðina í loft upp - ef ráðist væri á hana. Hafi hún verið umkringd í tæpa viku, eftir að Baiji féll. Starfsmenn hafi verið fluttir á brott af þyrlum fyrir helgi. Einungis hermenn með alvæpni orðið eftir.

Skv. fréttum, er þetta bersýnilega ákaflega stór stöð:

Extremists Said to Take Control of Iraq’s Biggest Oil Refinery

Islamists fight for control of main oil refinery in north Iraq

"Baiji oil refinery produces about 170.000 barrels a day of gasoline and other oil products, and supplies northern Iraq and Baghdad." - "Adnan al-Janabi, head of the oil and gas committee in Iraq’s parliament, told reporters at a conference in London that with Baiji closed, Iraq will have to import more than 300,000 b/d of oil products – about half its needs."

Þessi mynd frá NyTimes kvá sýna einmitt stöðina við Baiji

Samkvæmt þessu, er það svakalegt "kúp" hjá ISIS - ef þ.e. rétt að þeir hafa nú stöðina á sínu valdi.

Það er ekki bara tekjutjónið fyrir stjórnvöld í Bagdad - heldur ekki síður að þær tekjur renna þá héðan í frá til ISIS.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Iraq.gif

Það kom fram í fréttum sl. viku, að þegar ISIS tók Ninawa hérað að mestu í sl. viku, þá hafi þeir í leiðinni - - tekið olíusvæði í því héraði.

En einnig kom fram, að þeir brunnar hafa ekki starfað síðan fyrir innrás Bandar. 2003, en tæknilega er vel mögulegt að ræsa framleiðslu að nýju - - og nú með falli Baiji hreinsunarstöðvarinnar, hafa ISIS liðar yfrið næga hreinsunargetu til að framleiða "fullunnar olíuvörur."

En þá færðu miklu meiri tekjur - - en ef seld er óhreinsuð hráolía.

  • Ég er að segja, að með þessu sé ISIS virkilega að skjóta grundvelli undir það ríki, sem ISIS segist ætla að stofna - innan Íraks og hluta af Sýrlandi.

 
ISIS - Terror incorporated?
Það er komin út áhugaverð skýrsla um ISIS samtökin þ.s. sérfræðingar gera tilraun til að greina þær upplýsingar sem - tja, ISIS gefur út.

Það áhugaverða virðist vera, að ISIS gefi reglulega út "árangursgreiningar." Svona eins og fyrirtæki, sé öðru hvoru að tjá niðurstöður af árangursmati, t.d. í ársfjórðungaskýrslum.

Nema að þ.s. ISIS sé að mæla, séu hlutir sem fái "kalt vatn renna niður um bak."

ISIS Annual Reports Reveal a Metrics-Driven Military Command

Financial Times vakti athygli á þessu, og þeir birta nokkra punkta úr skýrslunni.

Selling terror: how Isis details its brutality

"In 2013 alone, the group’s report claimed nearly 10.000 operations in Iraq: 1.000 assassinations, 4.000 improvised explosive devices planted and hundreds of radical prisoners freed. In the same year it claimed hundreds of “apostates” had been turned." - "Isis was already extorting taxes from businesses in Mosul before its takeover, netting perhaps as much as $8m a month."

 

Það sem þetta virðist sýna - eru "ákaflega vel skipulögð samtök" sem full ástæða er að taka ákaflega alvarlega.

Það sé full ástæða að ætla, að ISIS ætli sér nákvæmlega þ.s. þau samtök lísa yfir - þ.e. að stofna Súnní íslamískt ríki, í N-Írak og S-hl. Sýrlands. 

  • Þessar reglulegu skýrslur ISIS eru þó áhugaverðar, en greinendur halda að þeim sé beint að þeim sem fjármagna ISIS. Séu virkilega þ.s. þær skýrslur virðast vera "Progress reports."
  • Sýni fjármögnurunum fram á, hvað þeir séu að kaupa.

 

Niðurstaða

Ég geri ráð fyrir að eftir töku meiriháttar olíuhreinsistöðvar, muni ISIS ganga rösklega í það verk. Að starta að nýju olíubrunnunum á olíusvæðum í N-Írak. En síðari ár, hefur olía eingöngu verið dælt upp í S-Írak. Á láglendinu nærri Persaflóa.

Það hefur auðvitað þau hugsanlegu áhrif -ábending til þeirra sem óttast olíukreppu- að framboð af olíu ætti að aukast, fremur en hitt. En samtökin vilja að sjálfsögðu fá tekjurnar af þeirri olíu.

Að sjálfsögðu þegar þær tekjur fara að skila sér, þá mun staða samtakanna styrkjast enn meir, þannig að ef ekki hefur tekist að hrekja ISIS frá N-Írak í millitíðinni, líklega muni það ekki gerast eftir það.

-----------------------------

Varðandi önnur átök, virðast enn standa átök um borgina Baqubah. ISIS virðist hafa tekið hluta af henni. En ekki alla. Þar virðist hafa verið framið "hryðjuverk" af öryggissveitum ríkisstjórnarinnar. Er nokkur fjöldi handtekinna manna voru drepnir, sem grunaðir voru um tengsl við ISIS. En þeir virðast hafa verið vegnir af lögreglunni, á aðallögreglustöð borgarinnar. Þegar óttast var að stöðin mundi falla þá og þegar. En síðan hafi ISIS hörfað nokkuð undan gagnárás. Stjórnarherinn haldi enn borginni a.m.k. að verulegu leiti. Baqubah sé í um 60km. fjarlægð frá Bagdad. Lögð virðist áhersla á, að halda ISIS í einhverri fjarlægð frá höfuðborginni. 

Engin eiginleg gagnsókn í gangi, en barist af hörku í nálægum byggðalögum.

 

Kv.


Átökin í Írak - virðast vera að færa Íran, nær Bandaríkjunum. Spurning hvort að Íran söðlar um, en bæði Bandaríkin og Íran geta grætt mikið á bandalagi

Þetta eru áhugaverð áhrif þess að "ISIS" virðist vera að rísa upp sem meiriháttar afl innan Mið-Austurlanda. Þ.e. augljóst af tali talsmanna beggja þ.e. Írans - stjórnvalda í Teheran, og Bandaríkjanna - stjórnvalda í Washington. Að bæði stjórnvöld líta á hraða framrás "ISIS" sem ógn.

Það eru áhugaverðar tilvitnanir í íranska aðila í frétt Financial Times:

Iran leaders look to US over Iraq crisis

"...senior Iranian government adviser...“The US has no choice but to clear up this mess in Iraq, otherwise its achievements and credibility in the region would be gone. The US should help remove this infection [Sunni extremists] from the region.”"

"Iran’s President Hassan Rouhani...“We have not seen the US making any decision yet. Whenever we see the US take any action against terrorist groups in Iraq, then we can think about it [co-operation with US],”" - "Mr Rouhani said predominantly Shia Iran was ready to help the Iraqi government “in every possible means”, but stressed that this did not mean sending troops." - "Mr Rouhani insisted Iran was “serious” about meeting the July 20 deadline to reach a comprehensive nuclear deal with world powers, which he said was “do-able”."

"Ali Shamkhani, secretary of Iran’s Supreme National Security Council, rejected co-operating with the US, describing it as “psychological war and totally unreal”."

Það kemur ekkert sérstaklega á óvart - endilega, að presta ráðið "Supreme Council" sé annarrar skoðunar, en embættismenn stjórnvalda og forsetinn - sem hefur stutt eindregið samningaviðræður við vestræn stjórnvöld.

En forsetinn virðist íja að samstarfi við Bandaríkin sem möguleika, ef Bandaríkin - gera árásir á "ISIS." En beiðni liggur fyrir frá "forsætisráðherra Íraks" þess efnis - að Bandaríkin geri loftárásir á stöðvar og herflokka "ISIS."

Áhugaverð er afstaða "embættismannsins" sem - - segir eiginlega beint að Bandaríkin beri ábyrgð á ástandinu í Írak. Og það sé þeirra verkefni, að "hreinsa til." Sem virðist nánast segja, að embættismenn stjórnvalda í Teheran, væru alveg til í að sjá "Bandaríkin senda að nýju hersveitir til Íraks." 

  • Skv. því, virðast stjórnvöld í Teheran, ekki trúa á "vinsælar samsæriskenningar þess efnis að Bandaríkin séu að baki ISIS.
  • Annars væru þau vart að kalla eftir "hernaðaraðgerðum af hálfu Bandaríkjanna gegn ISIS, jafnvel - nýrri hersetu Bandaríkjanna innan Írak."

Það virðist mega lesa úr þeim ummælum enn frekar - - að Saudi Arabía og Persaflóa arabar, séu óvinur Írans.

En miðað við þessi ummæli, þá eigi sú óvinaskilgreining ekki endilega við Bandaríkin sjálf.

Með öðrum orðum, að lesa megi úr ummælum íranskra aðila, að þau telji ekki að "Bandaríkin standi að baki aðgerðum persaflóa Araba og Saudi Arabíu" til stuðnings margvíslegra Súnní arabiskra öfgasveita í Mið-Austurlöndum.

Þetta er í samræmi við mína skoðun - - en ég hef talið um töluverðan tíma, að í gangi sé stríð milli Írans og Persaflóa arabaríkja annars vegar og Írans, þ.s. flóa arabar styðja fylkingar Súnnita um gervöll Mið-Austurlönd en Íranar, fylkingar Shíta um gervöll Mið-Austurlönd.

  • Bandaríkin, hafi ákveðið að taka ekki beinan þátt í þeim hildarleik, er þau ákváðu ekki á sl. ári að senda herlið til Sýrlands. 

Stjórnvöld í Teheran hafi veitt þeirri ákvörðun athygli - þannig að stjórnvöld í Washington, séu ekki innan skilgreiningar Teheran, á óvini - a.m.k. ekki þessa stundina.

http://www.ezilon.com/maps/images/asia/political-map-of-Iraq.gif

Varðandi stöðu mála í Írak - síðan á sunnudag

Þá virðist "ISIS" hafa stöðvað sókn í átt að Bagdad, enda ljóst að þar er verið að safna saman fjölmennu liði til varnar borginni. Í staðinn virðist að ISIS sé að styrkja frekar stöðu sína í N-Írak. Sem er algerlega rökrétt, ef ISIS ætlar - - síðar meir að ráðast fram í S-Írak.

Þá er snjallara, að hafa tryggt stöðugt ástand - sér að baki.

T.d. segja fréttir, að liðssveitum Kúrda, hafi verið boðið vopnahlé. En skv. frétt, hafa sveitir Kúrda, "Peshmerga" tekið sér stöðu við bæinn, Bayji (sjá kort) - rétt innan Salahaddin héraðs. Sem stærstum hluta sé nú undir yfirráðum Sveita ISIS. En þ.e. rökrétt af "ISIS" að vilja ekki berjast við Kúrda.

Skv. nýrri frétt Wall Street Journal, hafa "Peshmerga" að auki, tekið sér stöðu á hluta landamæra Írak við Sýrland, eða við bæinn Rabia - sjá kort (bærinn sést reyndar ekki á kortinu en vegurinn er sýndur sá sem er lengra í Austur). En þó svo fréttaskýrendur WSJ túlki þ.s. jákvætt fyrir stjv. Íraks, þá þarf svo ekki endilega að vera; en ef Kúrdar ætla að stofna sjálfstætt Kúrdistan og hafa bræður sína í Kúrda héröðum Sýrlandsmegin með, þá þarf "Peshmerga" að stjórna hluta landamæranna við einmitt Sýrland, svo að samgöngur á milli séu tryggðar. Að auki ráða sveitir ISIS örugglega öðrum svæðum á landamærunum þ.s. vegasamgöngur eru á milli, t.d. vestari leiðin í gegn, svo er það annar staður miklu Vestar þ.s. sveitir ISIS pottþétt hafa öll tögl og haldir. ISIS er örugglega með nægar samgönguleiðir á milli, en Peshmerga hefur þá tryggt að það sé a.m.k. ein í þeirra höndum, síðan verða stjv. í Írak að semja við "Peshmerga" um að hleypa traffík á vegum stjv. í gegn, þannig að í þessu samhengi er þetta "Win-Win" fyrir "Peshmerga" að ráða eina staðnum sem stjv. geta hugsanlega komist þarna á milli, getur haft töluverð áhrif á valdahlutföll milli Kúrda og stjórnvalda:

Iraq Government Loses Control of Another Key City

 [image]

Sveitir Kúrda eru þræl vel vopnaðar, sem m.a. má sjá á mynd frá sl. föstudag, er sveitir þeirra tóku sér stöðu við Kirkuk, þ.s. sjá mátti "skriðdreka" Peshmerga. Þó þeir séu gamlir fyrrum sovéskir T55. með líklega 100mm byssu. Þá er samt öflugt að hafa skriðdreka, ef mótaðilinn á þá kannski ekki.

Sveitir ISIS virðast halda áfram sókn sinni í N-Írak, síðan á sunnudag, ég geri ráð  fyrir svo að "engar sveitir íraskra stjórnvalda verði þeim að baki - þegar ISIS hefur síðar meir átök í Suðri." Hörð átök hafi verið um bæinn, Tall Afar, sem hafi fallið. Og síðan hafi sveitir ISIS haldið áfram að taka stöðvar stjv. á landamærum við Sýrland á mánudag.

  • Líklega er mikið flóttamannavandamál, sem skollið er yfir "Kúrda," en þ.e. væntanlega eina áttin, sem flóttamenn frá sveitum ISIS geta leitað, í N-Írak. Þegar leiðirnar beint Suður eru annars lokaðar.
  • Það eru vísbendingar þess efnis, að héröð Kúrda, séu orðin að þjóðbraut fyrir bæði liðssveitir írakshers á flótta frá ISIS og almennra Shíta á flótta undan ISIS, á leið til Suðurs.

Það séu með öðrum orðum að eiga sér stað - - þjóðernishreinsanir í Írak.

Það að "ISIS" sé að "klára yfirtöku héraða í N-Írak" annars vegar og hins vegar, að leita eftir "vopnahléi við Kúrda" - - sé allt sennilega liður í undirbúningi, undir herför á Bagdad svæðinu, og hugsanlega í S-Írak.

--------------------------------------

Skv. frétt Reuters "Þriðjudag" getur verið að sókn ISIS í Suður sé hafin að nýju, en harðir bardagar skv. fréttum voru í gærkveldi um borgina Ba'qubah, höfuðborg Diyala héraðs. "Sjá kort" NA-af Bagdad.

Forsætisráðherra Írak, Shítinn "al Maliki" hafi ásakað Kúrda, um að vinna með "ISIS" í því að grafa undan stöðu stjórnarhersins í N-Írak. Það væri dásamlegt, ef Maliki tekst að pyrra svo Kúrda, sem hafa öflugar bardagasveitir - - að þeir hætti að "hleypa hermönnum stjórnarinnar á flótta undan sókn ISIS í gegnum sín héröð á leið til Suðurs." Maliki er sakaður um það, að bera einna mesta ábyrgð á stöðu mála

Scores killed during battle for Iraq provincial capital

http://www.worldofmaps.net/uploads/pics/topographische_karte_iran.jpg

Bæði Bandaríkin og Íran, geta grætt mjög mikið á bandalagi

Íran mundi þá koma í stað Pakistan sem bandalagsríki. En Pakistan hefur aldrei stutt Bandaríkin af heilum hug. Á sama tíma og þeir hafa unnið nokkuð með Bandaríkjunum, hafa Pakistanir einnig unnið töluvert með Kína, t.d. hafa Kínverjar og Pakistanar þróað sameiginlega: núverandi megin skriðdreka hers Pakistan - og - herflugvél. Hvor tveggja, skriðdrekinn og flugvélin, verða einnig notaðar af Kína.

Pakistan hefur augljóslega verið að spila með áhuga stórveldanna beggja, á samstarfi við Pakistan. Þannig leitast við að skapa Pakistan svigrúm, til eigin stefnu í málum t.d. Afganistan. Og auðvitað leitast við, að styrkja stöðu sína gegn Indlandi - - með því að fá tæki bæði frá Kína og Bandar.

En fyrir bragðið, treysta Bandaríkjamenn Pakistan ekki sérlega vel, þ.e. vel hægt að segja - að það traust hafi borið enn frekari hnekki, er Osama Bin Laden fannst í Pakistan. Ég held að Bandaríkin eigi erfitt með að trúa því, að pakistanska leyniþjónustan "ISI" hafi ekki vitað af honum þar.

----------------------------------

Þetta rímar einnig við það, að Bandaríkin hafa verið í seinni tíð - að leita eftir bandalagi við Indland, aðal andstæðing Pakistan til langs tíma.

Bandalag við Íran, mundi einnig -sjá kort- tryggja Bandar. aðgang að Afganistan svæðinu, og Íran að auki á einnig landamæri að Kákasus eins og Tyrkland. 

Hugsanlegt bandalag, styrkir því einnig stöðu Bandar. á Kákasus svæðinu. Og að sjálfsögðu, á Persaflóa svæðinu.

  • En fyrir írönsku byltinguna, var Íran - - ekki Saudi Arabía. Megin bandamaður Bandar. við Persaflóa.

----------------------------------

Bandalag við Íran - gæti einnig komið að einhverju verulegu leiti, í stað bandalags við Saudi Arabíu. Saudi Arabía virðist vera farin töluvert að fara sínu fram, á Mið-Austurlandasvæðinu, sbr: 

  1. Fjármagna gagnbyltingu í Egyptalandi, og sameiginlega með flóa Aröbum, er Saudi Arabía að fjármagna stjórnina í Kæró. En án þess fjárstuðnings, væri Egyptaland löngu hrunið í efnahagslega óreiðu. Kostnaður getur verið meir en 10 milljarðar dollara per ár. Við erum a.m.k. að tala um "fjárstuðning" sem er mun meiri að umfangi, en sá sem Bandar. áður veittu Egyptalandi. Stjv. í Kæró eru því, í eigu Saudi Arabíu - ekki Bandar. Það að þau séu í eigu Saudi Arabíu, þíðir ekki að þau séu þá í eigu Bandar.
  2. Síðan, hafa stjórnvöld í Ryadt verið að fjármagna, súnníta öfgahópa um Mið-Austurlönd, sérstaklega í Sýrlandi, í átökum þeirra hópa við stjv. í Damaskus. Margt bendir til þess, að Saudi Arabía - hafi fjármagnað ISIS, ásamt bandamönnum sínum, flóa Aröbum. "Sá stuðningur sé ekki á vegum Bandar." Viðrbrögð stjv. í Teheran, sýna að Teheran geri greinarmun á "aðgerðum Saudi Arabíu" og "aðgerðum Bandar."

Með Saudi Arabíu og flóa araba, farnir að - - fara sínu fram, burtséð frá vilja stjv. í Washington.

Með stjv. í Ryadt vera beinn þátttakandi, í trúarátökum þeim sem fara stig magnandi í Mið-Austurlöndum, þannig að hætta á allsherjar stríðs átökum í Mið-Austurlöndum virðist fara hratt vaxandi.

  1. Sé rökrétt að - - Bandaríkin og Saudi Arabía, séu farin að - - vaxa hvor frá öðru.
  2. Hið gamla bandalag, getur verið að - liðast í sundur.
  3. Þ.s. hagsmunir Saudi Arabíu, og Bandaríkjanna, fari ekki lengur saman.

En allsherjar Mið-Austurlanda trúarstríð, væri stórvarasamt, gæti startað - - 3 .heimsstyrjöldinni.

----------------------------------

  • Íran er í sérkennilegu ástandi, nefnilega því að þrátt fyrir að flytja út olíu - flytur Íran inn bensín og dísil. Þ.s. Írönum hefur ekki gengið nægilega vel, að endurreisa olíuhreinsunar mannvirki, sem voru skemmd eða eyðilögð í styrjöld við Írak á sínum tíma.
  • Þar er talið að viðskiptabannið um valdi að stærstum hluta.
  1. Bandaríkin geta augljóslega -þ.s. Þau ráða yfir mjög góðri olíuvinnslutækni- boðið Írönum að stórfellt auka tekjustreymi Írana af olíuvinnslu, með því að aðstoða við endurnýjun olíuhreinsunar mannvirkja. 
  2. Sem mundi lyfta upp verulega lífskjörum í Íran.
  3. Að auki, geta þau boðið Írönum að nýju aðgang að bandar. hertækni, en Íranar eiga enn mikið af bandar. hergögnum, sem þeir hafa þurft að leggja - vegna skorts á varahlutum. M60 skriðdrekar, sem voru áður megin skriðdrekar Írana, þó gamlir - eru ekkert ónýtir ef þeir fá tæknilegar uppfærslur. Í birgðageymslum Írana eru líklega einnig Fanton þotur, og vitað er, F 14 þotur.
  4. En ekki síst, geta Bandaríkin boðið, "endi á viðskiptabann" og "inngöngu í -WTO- eða Heimsviðskiptastofnunina." Eins og það mundi nefnast, "full normalization." Full innganga í viðskiptakerfi það sem stofnað var af Vesturlöndum.

Stóra málið sem Bandar. geta boðið - er veruleg bæting kjara íransks almennings.

Þ.s. eftir allt saman, er Íran - - lýðræðisríki. Þó lýðræðið sé nokkrum takmörkunum háð, þá virðist mér lýðræðið í Íran meira - en innan Rússlands. Meðan að Saudi Arabía, er konungs-einræði enn í dag.

Öll arabasmáríkin við Persaflóa, eru "einræðisríki."

En það þíðir, að vilji íransks almennings, sem líklega kallar eftir bættum kjörum, skiptir raunverulegu máli í írönsku samhengi.

 

Niðurstaða

Þrískipting Íraks sem virðist við blasa. Ásamt því að nýtt Súnní íslam trúarríki virðist vera að spretta upp í Súnní héröðum Íraks, fyrir utan héröð Kúrda, og svæðum innan Sýrlands. Virðist vera að breyta verulega stöðunni í Mið-Austurlöndum.

  • Það merkilega er, að Saudi Arabía - - er að rísa upp sem "svæðisbundið stórveldi" í Mið-Austurlöndum. 
  • Mér virðist að hagsmunir Sauda og Bandar., fari ekki lengur saman. Þó þeir hafi áður gert það.
  • En á móti, virðast hagsmunir Írana og Bandar. - að nýju í vaxandi mæli fara saman.

Ef mál fara eingöngu eftir hagsmunum aðila, getur það þítt. Að bandalag Bandar. og Saudi Arabíu - sé að fjara út. Meðan að nýtt bandalag Írans og Bandar. geti blasað við í Framtíðinni.

---------------------------------

Bandaríkin muni þó sennilega, a.m.k. reyna að halda í Saudi Arabíu í kjölfar á endurnýjuðum vinskap við Íran. En það gæti reynst erfitt, þegar fullur fjandskapur og raunverulegt hatur sem ríkir milli Teheran og Ryadt er haft í huga. Stjv. í Ryadt virðast vera, að keyra af fullum krafti á, eflingu Súnní arabískra öfgahópa - sem hallast að Wahabi trúarskólanum, sem er ríkistrú í Saudi Arabíu.

Ástæða þess, að stjv. í Ryadt steyptu stjórn Bræðralags Múslima í Kæró, er líklega það - að Bræðralag Múslima hefur sína eigin Súnní íslam kenningu, sem ekki er sú nákvæmlega sama og kenning Wahabi skólans. Ef Bræðralag Múslima hefði haldið Egyptalandi, hefði Bræðralag Múslima, getað notað bakstuðning frá Egyptalandi - til að rísa upp og verða áhrifameiri meðal Súnníta í samhengi Mið-Austurlanda. En athygli hefur vakið, að innan Saudi Arabíu, hefur einnig verið skipulagðar ofsóknir gagnvart Bræðralaginu í kjölfar byltingar hersins í Egyptalandi.

Saudi Arabía sé skipulega að efla sína ríkistrú um Mið-Austurlönd, efla þá hópa sem hallist að Wahabi. "ISIS" er sagt vera innan Wahabi geirans.

Athygli hefur vakið, að skóli Bræðralagsins hefur fram að þessu verið mun friðsamari, en engin þekkt dæmi eru enn a.m.k. um það, að aðilar á vegum Bræðralagsins hafi staðið fyrir sjálfsmorðsprengjuárásum, sem eru algengar meðal öfgahópa sem tengjast Wahabi.

Það setur fullyrðingar Sauda, þess efnis að þeir séu að styðja stjv. í Kæró í baráttu gegn hryðjuverkum, og að auki að "pogrom" innan Saudi Arabíu gegn bræðralagi múslima - sé barátta gegn hryðjuverkum; í áhugavert samhengi. Þegar Saudi Arabía, virðist jafnvel orðin - - að megin stuðningsaðila hættulegra hryðjuverkahópa víða um heim. Það land í heiminum, sem mest stendur fyrir því, að efla hættulega hryðjuverkahópa heiminn vítt.

Bandaríkin hafa gagnrýnt stjv. í Kæró, þeirra ofsafengnu nálgun, á þ.s. fram að þessu hafa verið að mestu friðsöm mótmæli. Meðan að hættulegum hópum tengdum Wahabi trúarskólanum, vex hratt fiskur um hrygg um Mið-Austurlönd.

  • Með þetta í huga, sé kannski ekki furðulegt, að Bandaríkin - - leiti eftir endurnýjuðum vinskap við Íran.
  • En Íran, samanborið við stjv. í Ryadt, er miklu "frjálslyndara afl" þrátt fyrir klerkaveldi sé til staðar í Íran, sé samt Íran hlutfallslega frjálslynt í þeim samanburði. Að auki, þá hafi hópa Shíta þó þeir séu öflugir, verið til muna - hófsamari í nálgun sinnar baráttu. Tek fram að Hesbollah hefur beitt sjálfsmorðsárásum þegar Ísrael hefur beitt sér innan landamæra Lýbanon. En það eru fá dæmi þess -að öðru leiti- að hópar Shíta hafi beitt hryðjuverkum á alþjóðavettvangi. Þau fáu dæmi, hafa beinst gegn ísraelskt studdum stofnunum eða sendiráðum.
  • Meðan að hættulegustu íslamista hryðjuverkahóparnir, virðast allir - vaxnir upp frá wahabi trúarskólanum, og fjármögnun margra þeirra virðist tengjast Saudi Arabíu beint eða óbeint.

Það má með öðrum orðum, fullkomlega rökstyðja það - að Saudi Arabía sé miklu mun hættulegra ríki, heldur en Íran hafi nokkru sinni verið. Þannig að ef út í þ.e. farið, ætti frekar að "einangra Saudi Arabíu." En það verði líklega aldrei gert, vegna gríðarlegs mikilvægis Saudi Arabíu.

Þ.s. líklega er að gerast, sé að Saudi Arabía, sé að notfæra sér breytt valdahlutföll í heiminum, þ.e. "hlutfallsleg veiking vesturlanda" sé að skapa Saudi Arabíu svigrúm, til að fara sínu fram. Til þess að vera, sjálf - - svæðisbundið stórveldi. Til að fylgja eigin stefnu, hvað sem e-h annar vill, þar með talin Bandaríkin. Svo mikilvæg sé Saudi Arabía, að hún líklega geti komist upp með það.

En í staðinn, muni sennilega samskipti Sauda og Bandar., kulna hægt og rólega. Ef af samkomulagi og síðan bandalagi Bandar. og Írans verður. Mundi sennilega verða umtalsverð kólnun á samskiptum milli Ryadt og Washington. Það þarf þó ekki að leiða til tafarlausra vinslita, þ.s. Bandar. muni líklega beita Írani þrýstingi, um að - - bæta samskiptin við flóa araba. En slíkt er hatrið þarna á milli, að í besta falli, sennilega - hægir það einungis á kólnun samskipta milli Washington og Sauda.

Í framtíðinni, í krafti gríðarlegs olíuauðs, verði líklega - bandalag flóa araba, með Saudi Arabíu í broddi fylkingar. Að "regional power" í Mið-Austurlöndum. Sem fylgi sinni stefnu. Ekki stefnu Bandar. Ekki stefnu Kína. Þetta sé sú þróun sem sé hafin, sem sjá megi í því - að Saudi Arabía styrki hættulega hópa um Mið-Austurlönd. Gegn að því er best verður séð, bandarískum hagsmunum.

Bandaríkin að sjálfsögðu munu ekki sætta sig við slíkt, á endanum hætta þau þá - öllum stuðningi við Saudi Arabíu. En sá endapunktur getur þó enn verið allnokkur ár inn í framtíð.

 

Kv.


ISIS samtökin virðast hafa stöðvað sókn átt til Bagdad, a.m.k. í bili

Það eru deildar meiningar um það hvað akkúrat gerðist á laugardag. En Íranar gáfu það út, að þeir hefðu gert gagnárás á sóknarvæng ISIS. Og hrakið liðsmenn þeirra samtaka nokkurn spöl lengra frá Bagdad, náð til baka nokkrum bægjum í grenn við höfuðborg Íraks. Nokkrir heimsfjölmiðlar gáfu út frétt, á grundvelli þeirrar skýringar - íranskra yfirvalda.

Á hinn bóginn "finnst mér mest trúverðug" túlkun NyTimes:

Iraq Rebels Stall North of Baghdad as Residents Brace for a Siege

En þ.e. ekki endilega ótrúverðugt að stjórnvöld í Íran - haldi fram einhverum sigri á þessum punkti. Jafnvel þó það sé gegn raunveruleika rásar atburða. Þ.s. stjórnvöld í Bagdad eftir áföll vikunnar, eiga sjálfsagt í einhverjum erfiðleikum með það, að hughreysta eigið fólk - einnig til að stappa stáli í eigin liðsmenn. Að ISIS samtökin séu langt í frá "ósigranleg."

  • En skv. upplýsingum NyTimes, sé ekkert sem þeirra fréttamenn á staðnum hafi getað fundið, sem bendi til þess að slík gagnárás raunverulega hafi átt sér stað. 
  • Líklegra sé að ISIS hafi einfaldlega, stöðvað frekari framrás liðssveita sinna - enda sé þeim örugglega kunnugt um þá söfnun liðs af hálfu stjórnvalda Íraks sem sé í gangi, til varnar höfuðborginni.

Það sé rökrétt við slíkar aðstæður, þegar þeir standa frammi fyrir fjölmenni til varnar, út frá hernaðartaktík, að stöðva þá frekari framrás - - þangað til að samtökin hafa náð að safna fjölmennara liði til árásar, þar sem fjölmenni er til varnar. 

Fréttaskýring íranskra stjórnvalda sé þá smávegis "propaganda" til að stappa stáli í eigið fólk, efla baráttuanda sinna liðsmanna, fyrir þau átök sem eru framundan - - þannig séð því "réttlætanleg lygi."

Sjá aðrar fréttir:

Iraq slows rebel advance, U.S. sends carrier to Gulf

Iraqi Military Makes Gains North of Baghdad in Conflict With ISIS

Iraqi government counter offensive halts Sunni insurgents

Getur einhver nefnt gilda ástæðu þess - - að Írak skuli ekki skiptast í sundur í 3 ríki?

Bendi fólki á að Sýrland og Írak voru búin til eftir samkomulag milli nýlenduveldanna, Bretlands og Frakklands, um "skiptingu Mið-austurlanda" þeirra á milli.

Landamæri ákveðin, algerlega án nokkurs tillits til íbúa eða skiptingar íbúa. 

Sennilega er stærsta óréttlætið, að fjölmenn þjóð þ.e. Kúrdar - fengu ekki sitt ríki. Heldur var svæðum þeirra skipt milli þriggja landa.

  • Það áhugaverða er, að aðstæður í Sýrlandi og Írak, gefa tækifæri til að enda það tiltekna óréttlæti, að Kúrdar hafa ekki sitt eigið þjóðríki.
  • Þ.s. svæði Kúrda í báðum löndum, eru "de facto" með fullt sjálfforræði - eina sem vantar er yfirlýsing um sjálfstæði, rökrétt að Kúrdasvæðin í báðum löndum "sameinist."
  • Myndi sjálfstætt Kúrdistan.

Síðan hefur það atvikast í Sýrlandi, að tiltölulega fámennur hópur, "Alavítar" - einoka stjórn landsins. Og viðhafa ógnarstjórn - til að halda meirihlutanum niðri. En "Alavítar" eru innan við 5% íbúa landsins.

Slíkt fyrirkomulag, getur ekki skoðast sem "réttlátt." Ekki furðulegt að meirihlutinn, hafi á endanum risið upp, gegn ógnarstjórn minnihlutans.

Innan Íraks, hefur stjórn einokuð af meirihluta Shíta ráðið landinu, eftir að minnihluti Súnníta tapaði völdum, er ógnarstjórn Saddam Hussain, var steypt í kjölfar innrásar Bandaríkjahers - - rás atburða sl. viku virðist sterkt benda til þess. Að fjöldi súnníta hafi fagnað yfirtöku "ISIS" á þeirra svæðum, en "ISIS" eru súnnísk öfgatrúarhreyfing. Að auki bendir margt til þess, að fjöldi fyrrum hermanna, líklega súnnítar, hafi gengið í lið með hersveitum "ISIS." Að auki, hafa fréttir borist af því, að fyrrum liðsmaður Bath flokks Saddam Hussain, hafi verið skipaður "governor" Ninawa héraðs, sem "ISIS" hertók á þriðjudag. Með öðrum orðum, er vísbending þess - - að súnníta hluti íbúa Íraks, hafi ákveðið að samþykkja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum. Sem ef út í þ.e. farið - er þeirra réttur.

  1. Punkturinn er, að flest bendi til þess að hóparnir þ.e. Kúrdar, shítar og súnní Arabar - - vilji lifa "sitt í hvoru lagi."
  2. Og er þá eitthvað, virkilega er það eitthvað, sem er athugavert við það - að það verði niðurstaðan?
  • Mér virðist einfaldlega að það mundi vera - réttlát útkoma.

Þá myndast 3-þjóðríki, tvö þeirra þá "overlappa" landamæri Íraks og Sýrlands, þ.e. ná yfir svæði beggja megin landamæranna, þ.e. ríki Kúrda annars vegar og hins vegar hið nýja trúarríki Súnníta.

 

Niðurstaða

Það virðist hætta á töluverðu blóðbaði á næstunni, ef ISIS lætur verða af atlögu gegn Bagdad. En segjum svo, að ekki verði af þeirri atlögu. Að fylkingar sættist á "vopnahlé." Og núverandi yfirráðasvæði - verði ný landamæri.

Þá erum við að tala um 3-ríki öll með hreint ágætan tilverugrundvöll.

Þ.e. öll 3-ráða þá yfir olíusvæðum. Og munu því geta haft tekjur af olíusölu.

  • Ríki Alavíta minnkar þá verulega, verður þá sennilega eingöngu svæði við ströndina og síðan kringum höfuðborgina og næsta nágrenni, og landamærin við Líbanon - sem Alavítar haldi með aðstoð Hesbollah, flokks herskárra líbanskra shíta.

Ég hef heyrt nokkuð af skrítnum samsæriskenningum, þess efnis - að baki þessu standi eitthvert samsæri Bandar. jafnvel Ísraels einnig. En það tel ég ákaflega hæpið.

Líklegast sé málið akkúrat eins og það virðist - þ.e. íbúarnir vilji ekki lengur lifa saman.

Lái þeim það hver sem vill. 

En réttlætið hlýtur að vera það, að vilji þeirra til þess að lifa í sitt hvoru lagi nái fram að ganga.

Eða, hvaða ástæðu getur einhver nefnt til þess, að það sé yfirmáta nauðsynlegt að hindra þann vilja í því að ná fram?

 

Kv.


Herforingjar í her Íraks, virðast hafa selt borgina Mosul - í hendur ISIS

Þetta er haft eftir foringja í hersveitum Kúrda, peshmerga, og að auki kemur svipuð frásögn fram í máli flóttamanna frá Mósúl - - þetta getur verið sönn kenning, því það skýrir - af hverju herinn í grennd við Mósúl, yfirgefur stöðvar sínar. Að borgin falli í hendur ISIS liða, nær bardagalaust.

Að auki getur það skýrt af hverju, það voru síðan engar varnir á svæðum, sem ISIS síðan hefur tekið, að það hafi stafað af því að hluti af hernum, hafi einfaldlega gengið ISIS á hönd.

Hin gríðarlega snögga framrás, hafi verið möguleg - - vegna þess að "ISIS" hafi verið fyrirfram búin að semja við herforingja í Íraksher, um uppgjöf þeirra svæða - hafi verið búin að semja um yfirtöku svæðanna einnig við "local" súnnía.

Þannig að yfirtaka "ISIS" sé einnig að verulegu leiti, uppreisn íraskra súnníta gegn stjórninni í Bagdad.

Residents tell of army’s betrayal in face of Isis advance in Iraq

  1. “The only shocking part is how quickly their army collapsed,” said Haydar Sadiq, a peshmerga lieutenant. “I stopped one officer who drove through our checkpoint on a flatbed truck with 15 men. I asked him why he left, why he and his men didn’t have their weapons."
  2. “He told me: ‘This is all the army I have left. The head of military missions in Mosul has told the army to flee. Mosul has been sold to Isis.’”
  • "But most locals and peshmerga forces say the real reason for the militants’ success was a combination of resentful Sunnis joining the Isis fighters, and the inexplicable withdrawal of military leaders."
  • "At a crowded peshmerga checkpoint on the hot, dry plains headed toward Erbil,... - “The number of Isis fighters that came in were in the hundreds, but they were joined by many more people in black masks,” said Mohammed, a sweet vendor. “Many people were just happy to take up arms with them. This was the beginning of a Sunni revolution.”"
  • "“It’s obvious that the top officers in the army made a deal with the terrorists. Whether it was out of money or conviction, I don’t know. But they’re working to divide this territory,” said Ayyad al-Ghareeb, another young man waiting at the peshmerga checkpoint."
  • "“People threw them chocolates,” said one woman in a white veil, heading into the Kurdistan region. Like many fleeing on Friday, she said she was not fleeing because of the militants, but because she feared that Mr Maliki would launch air strikes."

Það er mjög áhugaverð - frásögn konunnar, því ef hún er sönn - að súnní hluti íbúa Mósúl, hafi tekið "ISIS" liðum með kostum og kynjum. Þá virðist það hugsanlega staðfest, að "ISIS" hafi tekist það "snilldarbragð" að notfæra sér óánægju súnníta í N-Írak, með shia islam stjórnina í Bagdad.

Það er því ákaflega skiljanlegt - - af hverju Obama forseti, þverneitar að senda "hermenn" til Íraks. En ef íbúar N-Íraks styðja yfirtöku ISIS. Þá þíðir sá stuðningur það, að þeir íbúar séu líklegir til að berjast við hlið "ISIS" liða, ef utanaðkomandi aðilar t.d. Bandaríkjamenn. Gera tilraun til að halda innreið inn á súnní hluta Íraks.

  • Frásagnir sjónarvotta virðast staðfesta það, að yfirtaka "ISIS" hafi verið þaulskipulögð, og hafi stuðning íbúa þeirra svæða sem "ISIS" liðar hafa fram að þessu tekið yfir. 

Annað mun auðvitað gilda, ef "ISIS" liðar gera tilraun til atlögu að Bagdad, þ.s. meirihluti íbúa er shia íslam. Afstaða "ISIS" til shíta virðist afskaplega "grimm" þ.e. "villutrú" nær því ekki alveg.

 

Þetta áhugaverða kort á vef Reuters sýnir aðgreiningu hópanna innan Íraks!

Sigh

 

Helstu trúarleiðtogar shíta í Írak, hafa beðið sitt fólk um að rísa upp og grípa til vopna

Iraq's top Shi'ite cleric issues call to fight jihadist rebels

Afstaða beggja fylkinga til hinnar er áhugaverð - - en skv. "al Sistani" æðsta klerki í Írak.

  • "Those killed fighting ISIL militants would be martyrs, he said as the faithful chanted in acknowledgement."

Sem sagt, að þeir sem taka þátt í baráttu shíta gegn "ISIS" muni verða píslarvottar, þ.e. fara beint til himna.

Og hver er afstaða "ISIS" liða á móti? Iraq’s implosion reflects Syria’s lost national narrative

  • "Isis has tweeted ahead to Baghdad, a mostly Shia city since the Sunni-Shia fighting after the 2003 invasion, that it is coming. One sulphurous statement from these...extreme monotheists...urged their fighters on to southern Shia shrine cities such as Najaf, “the den of polytheism”."

Ef þeir kalla shíta "skurðgoðadýrkendur" þá þíðir það á mannamáli, að "ISIS" telur alla shíta réttdræpa. Og örugglega álíta þeir alla þá sem falla í valinn í baráttu við skurðgoðadýrkendur - - einnig vera, píslarvotta.

  1. Það sem þetta sennilega þíðir, er að þegar "ISIS" liðar og íraskir shítar fara að berjast - verði alls, alls engin miskunn auðsýnd af báðum aðilum.
  2. Þ.s. báðir munu líta á hinn aðilann, sem birtingarmynd þess dekksta vonda.

Þetta getur því orðið töluvert hressilegt blóðbað, því af hálfu beggja aðila - geti ekki verið um nokkra uppgjöf að ræða, á svæðum þ.s. bardagar fara fram. Uppgjöf verði sama og dauði.

Friður sé einungis mögulegur, ef báðar fylkingar samþykkja - - fullkominn aðskilnað.

 

Niðurstaða

Írak getur verið á leið inn í "neðsta helvíti" á næstunni, þegar ljótustu form átaka tveggja samfélagshópa, koma fram. Með gagnkvæmum hryðjuverkum og fjöldamorðum.

Eitt sem er íhugunarvert - er fjármögnun "ISIS." En grunur hefur lengi verið uppi, að Persaflóa arabar, hafi fjármagnað þau samtök. 

Þannig séð, má alveg sjá út úr því, gróða fyrir baráttu flóa arabanna við Íran - að fjármagna yfirtöku "ISIS" á verulegum svæðum innan Íraks, þannig að "flóa araba" peningar hafi fjármagnað mútur til íaskra herforingja.

En milli "flóa arabanna" og Írana - hefur verið samfellt síðan 1979 "kalt stríð" þ.s. báðir aðilar hafa gert sitt besta, til að gera hinum óleik. Í seinni tíð, hefur þetta stríð verið að hitna, sérstaklega í kjölfar átakanna í Sýrlandi. Þ.s. flóa arabarnir hafa fjármagnað mikið til uppreisn súnní íslam meirihluta íbúa Sýrlands, gegn stjórn "Alavíta" sem eru shíta sértrúarhópur sem Íran hefur því stutt.

Punkturinn er sá - - að með því að búa til "nýtt stríð innan Íraks" og þannig sennilega neyða Íran, til þess að "beina kröftum af því stríði nær eigin heimavelli" dreifast líklega kraftar Írana - - þannig að þeir geti síður beitt sér að átökunum í Sýrlandi.

Þetta sé þannig séð, krókur Persaflóa Arapa á móti bragði - í þeim vaxandi trúarátökum fylkinga súnní og shia sem hafa verið að stig magnast seinni misseri. Flóa Araparnir vonist til þess, að með því að veikja stöðu Írana, geti þeir á móti styrkt stöðu uppreisnarinnar innan Sýrlands. Þannig séu átökin innan Sýrlands og innan Íraks, orðin hluti af heildarátökum milli forysturíkja araba og Írana.

  • Obama virðist hafa skilið hættuna, á því að allsherjar Mið-Austurlanda stríð, skelli á milli súnníta og shíta - - sbr. tilraun Bandaríkja til þess að "semja beint við Íran."

Ég stórfellt efa, að leikurinn sem "flóa Arabarnir" spila - sé með samþykki Bandaríkjanna. En torvelt er að sjá, hvernig Vesturlönd geta grætt á slíkum hildarleik.

Er mundi án efa, valda nýrri "heimskreppu" ef sá hefst. 

Það sé með þá hættu í huga, sem Obama - hafnar því að senda her inn í Írak. Og hefur hafið tilraunir til beinna samninga við Íran.

 

Kv.


Stefnir óðfluga í orustu um Bagdad - klofnar Írak í þrennt?

Ég ætla að leyfa mér að efast um það, að ISIS nái Bagdad. En leiðtogi ISIS hreyfingarinnar, Abu Bakr al-Baghdadi, hvatti fylgismenn sína til þess að ráðast fram gegn borginni, og taka hana. Á sama tíma berast fréttir af því, að frjálsir borgarar - væntanlega shia múslimar - séu að vopnast, og taka sér varnarstöðu nærri borginni. Skv. því stefnir í blóðbað.

  • Skv. áhugaverðri frétt, hefur Íran ákveðið að senda hersveitir til Íraks, hluta af svokölluðum "byltingaverði" til þess að berjast við ISIS: Iraq Girds to Defend Capital Baghdad

Einn af æðstu herforingjum Írana, hefur verið í Bagdad í þessari viku - líkur á að hann sé að skipuleggja varnir borgarinnar, skv. fréttinni mun a.m.k. hluti írönsku sveitanna taka þátt í vörnum Bagdad.

  • Enn frekar kemur fram í fréttum, að al Maliki forsætisráðherra Íraks - - hafi formlega beðið Obama um aðstoð. Beiðnin virðist um "loftárásir" á liðssveitir ISIS.

Skv. fréttum hafa bandarísk stjórnvöld ekki enn formlega svarað þeirri beiðni, en þó sagt að það geti komið til greina, að beita bandaríska flughernum - - en í sama svari, var sagt að það komi ekki til álita að senda hersveitir til landsins.

Obama warns of U.S. action as jihadists push on Baghdad

  1. Eitt áhugavert sem fram kemur í fréttum dagins - - sem getur skýrt hina leiftursnöggu sókn ISIS.
  2. Er að fyrrum liðsmenn hers Saddam Hussain, hafi gengið í sveitir ISIS.

Ef þetta er rétt, þá getum við verið að tala um umtalsverðan fjölda einstaklinga með herþjálfun, sem þá hafa bæst í þeirra raðir. Það gæti skýrt það, af hverju ISIS hefur snögglega öðlast þann styrk, að sækja svo hratt fram sem ISIS hefur gert í þessari viku.

En ef þ.e. rétt, þá sé það líklega einnig vísbending þess, að íraskir súnní múslímar margir hverjir, hafi ákveðið að styðja yfirtöku ISIS á þeirra svæðum.

  1. Það gæti einnig hluta skýrt það að fjöldi hermanna í her Íraks, hafi gufað upp yfirgefið stöðvar sínar.
  2. Að herinn sé að klofna eftir "sectarian lines" þ.e. súnníta hluti hans, hafi yfirgefið stöðvar sínar - - jafnvel að þeir hafi gengið í raðir ISIS.

 

Þetta áhugaverða kort frá Wallstreet Journal, sýnir yfirráðasvæði ISIS:

Grænt litaða svæðið nær yfir hluta af Sýrlandi og hluta af Írak.

Kúrdahéröðin eru svæðin í jaðrinum Austan og norðan við græna svæðið.

 

Yfirvöld í Kúrdahéröðunum ákváðu, að hersveitir kúrda "Peshmerga" mundu taka yfir varnir borgarinnar, Kirkuk

"The whole of Kirkuk has fallen into the hands of peshmerga," said peshmerga spokesman Jabbar Yawar. "No Iraqi army remains in Kirkuk now."

 [image]

"Kurdish peshmerga forces deployed troops and armored vehicles on the outskirts of the multi-ethnic city of Kirkuk, Iraq, to defend the disputed oil-hub from Sunni Muslim insurgents."

Mér sýnist þetta vera - - T54 skriðdrekar. Greinilega að Peshmerga ræður yfir slíkum tækjum.

  • Það er sennilega enginn vafi á að Peshmerga getur varist ISIS. En fyrir ca. áratug, var styrkur Peshmerga áætlaður af Bandaríkjamönnum, um 70þ.

Það að Kúrdar ráði nú "olíuborginni" Kirkuk - - styrkir Kúrda stöðu þeirra ákaflega.

Freysting virðist augljóst fyrir hendi fyrir stjórnendur Kúrda, þegar héröðin vestan megin við Kúrdahéröðin, virðast nú öll undir stjórn ISIS - - flóttamenn þeir sem flúðu frá borgum sem ISIS liðar hafa tekið, ásamt hermönnum sem kusu að flýja sókn ISIS í stað þess að berjast - - virðast hafa leitað til Kúrda héraðanna.

Nú þegar Kúrdar ráða olíuborginni Kirkuk, þá blasir við að grundvöllur fyrir "sjálfstætt Kúrdistan er kominn."

Að auki blasir við, að þeir slái saman með sýrlenskum Kúrdum, sem einnig "de facto" ráða sér sjálfir.

 

Hvað verður þá eftir af Írak?

Það getur stefnt í að Írak verði að shia islam þjóðríki - - þ.e. að "kúrdahéröðin" klofni frá, og einnig súnní íslam héröðin. Eftir er þá suður hluti landsins, og sennilega Bagdad er þá verður áfram höfuðborg.

Það verða þá 3-olíuríki:

  1. Það er olía nærri Persaflóa í shia héröðum Íraks. Þannig að shia islam þjóðríki, verður olíuríki.
  2. Eftir að hafa náð Kirkuk, þá ráða Kúrdar einnig yfir olíu.
  3. Og það gera einnig sveitir ISIS. Sem þá væntanlega mynda kalífa ríki á svæðum súnní múslima. Að frádregnum Kúrdum.

Ríki ISIS muni ná yfir hluta af Írak og Sýrlandi - sjá kort af ofan.

En það geri sennilega einnig ríki Kúrda, en það virðist mér sjálfsagt að íraskir Kúrdar bjóði bræðrum sínum í Sýrlandi, að vera með.

  • Ríki Alavíta í Sýrlandi, verður þá einnig - verulega minnkað.

 

Niðurstaða

Ef þ.e. rétt að þúsundir fyrrum liðsmanna hers Saddam Hussain hafi gengið í raðir ISIS. Auk þess að ISIS hefur tekið mikið magn hergagna af her Íraks. 

Þá líklega dugar ekkert minna til - en fjölmenn innrás til þess að binda enda á yfirtöku ISIS á stórum landsvæðum í Írak. 

Þ.s. Obama virðist ekki áhugasamur um það að blanda sér mikið í þetta stríð - fremur en hann hefur haft áhuga á að blanda sér að ráði í stríðið í Sýrlandi.

  • Þá sé það einna helst spurningin um það hve mikið lið Íran sendir til Íraks.
  • En sennilega mun Íran, leggja áherslu á að verja shia islam meirihluta svæðin.

Ekki á að taka aftur súnní meirihluta héröðin.

Svo að þá virðist mér blasa við - svo fremi sem "al Bagdadi" fremur engin stór axarsköft, þá sé hreyfing hans ISIS með góða möguleika á því, að halda þeim landsvæðum sem ISIS hefur tekið undanfarna daga. Og þar með uppfylla drauminn, um stofnun súnní íslamista ríkis.

-------------------------------

Það virðist ákaflega sennilegt að fljótlega í kjölfar á formlegri stofnun ríkis súnní íslam íslamista í hluta af Írak og hluta af Sýrlandi, þá muni Kúrdar sem búa í Írak og Sýrlandi - - einnig stofna sitt ríki.

Það veit enginn hvað ríki ISIS mun heita. En aftur á móti er ekkert leyndarmál, að ríki Kúrda mun þá sennilega heita, Kúrdistan.

Það getur orðið áhugavert að sjá, hvort að shia íslam þjóðríkið sem restin af Írak þá verður, mun ákveða að halda - Írak nafninu. En þeir geta allt eins ákveðið, að stofna formlega þjóðríki undir nýju nafni. Þannig að Írak væri formlega lagt niður.

  • Þ.e. síðan spurning hvað gerist í Sýrlandi, en ef ástandið verður stöðugt innan Íraks þ.e. ISIS telji sig öruggt með þau svæði sem eru nú fallin undir stjórn ISIS liða, þá er ekki loku fyrir skotið - að ISIS muni færa liðssveitir til Sýrlands, til þess að sækja þar frekar fram, til að stækka frekar yfirráðasvæði ISIS þar. 

Það gæti því verið töluvert drama í framhaldinu, þó svo að hóparnir innan Íraks - sættist á um að skilja að skiptum. Það gæti þítt, að yfirráðasvæði stjórnar Alavíta í Sýrlandi, muni skreppa frekar saman í framtíðinni.

Sem gæti leitt til þess að íslamista ríki ISIS verði töluvert öflugt ríki.

Hvaða afleiðingar stofnun ISIS á ríki róttækra súnní íslamista í Mið-Austurlöndum mun hafa fyrir heiminn, mun koma í ljós fyrir rest.

  • Þ.e. a.m.k. hugsanlegt, að það verði gróðrarstía fyrir hryðjuverkaöfl heiminn vítt.

 

Kv.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Maí 2025
S M Þ M F F L
        1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Trump tollastrid bidstada
  • Markaðir Bandar. H
  • Markadir Bandar. heimur

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 258
  • Frá upphafi: 866411

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 241
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband