12.9.2014 | 00:02
Stríðsaðgerðir gegn "Islamic State" hreyfingunni, virðast réttmætar
Eins og hefur komið fram í fjölmiðlum - hefur Obama forseti líst yfir stríði gegn "Islamic State" hreyfingunni eða "IS." Í nálgun sinni á málinu er Obama að fara líkt að, og Bush forseti hinn eldri, þegar svokallað "fyrra Persaflóastríð" varð. En þá safnaði Bush forseti her innan landamæra Saudi Arabíu gegn herjum Saddam Hussain, er höfðu gert innrás í Kuvæt og lagt það land algerlega að velli - - en Bush eldri safnaði einmitt myndarlegu ríkjabandalagi, sem innihélt öll NATO lönd, ásamt fjölda Arabaríkja.
Arab Nations Vow Help to Fight ISIS as Appropriate
Nú virðist nákvæmlega sami hluturinn í gangi, að 10 Arabaríki hafa lýst yfir stuðningi við aðgerðir Obama þ.e. Arabaríkin við Persaflóa, síðan Írak - Egyptaland og Jórdanía að auki. Síðan, er útlit fyrir að aðgerðirnar njóti stuðnings "allra NATO ríkja."
- Þegar sonur Bush, Bush yngri var forseti, þá fór hann verulega öðruvísi að - enda varð stuðningurinn við þá herför verulega minni, sbr. ekkert Arabaríki studdi þá herför hina seinni gegn Írak.
- Síðan klofnaði NATO í afstöðu til málsins, þ.e. sum NATO lönd studdu aðgerðirnar - meðan að sum lístu yfir andstöðu við þær.
- Úr því spannst deila innan NATO sem myndaði sárindi - - sem nú fyrst í tíð Obama, virðast fyrir bý.
Þegar haft er í huga stefna "IS" gagnvart öðrum trúarhópum, hættan sem virðist til staðar, að "IS" framkvæmi meiriháttar hrannmorð á öðrum trúarhópum - þá er eiginlega komin sama spurning og lönd heims stóðu frammi fyrir þegar fjöldamorð hófust í Afríkulandinu Rúvanda
Ég er þeirrar skoðunar - að stríð geti verið "réttmætt" - t.d. ef tilgangurinn er að hindra mjög alvarlega glæpi gegn mannkyni. Það getur ekki verið nokkur vafi um, að "IS" er líklegt til að fremja hrannmorð gegn öðrum trúarhópum á Mið-Austurlandasvæðinu. Þegar er vitað um yfir 1.000 manns sem hafa verið drepin í skipulögðum morðum.
Í ljósi þeirrar tortryggni varðandi stefnu Bandaríkjanna gegn öðrum löndum, sem reis upp í tíð "Bush yngra" þá virðist óhjákvæmilegt - - að raddir muni rísa upp, og halda því fram að tilgangur Bandar. sé allt annar, en sá sem upp hefur verið gefinn.
Á hinn bóginn, sé ég ekki neina augljósa ástæðu að ætla, en að sá tilgangur sé akkúrat sá sem stjórn Obama hefur upp gefið - - þ.e. að veikja "IS."
Og stuðla að eyðileggingu þeirra samtaka!
- Í því markmiði, stendur til að beita loftárásum - - Obama hefur tekið fram að ekki komi til greina að senda her á svæðið.
- Á hinn bóginn, mun Obama fjölga sérsveitaliðum í Írak, upp í ca. 1.000.
Á sama tíma, er uppgefin stefna - - að aðstoða "skipulagða hópa" á svæðinu, sem berjast við "IS."
Sumir fréttaskýrendur, óttast að auknar árásir á hersveitir "IS" þar á meðal innan Sýrlands, muni gagnast stjórnvöldum í Sýrlandi
Focus on ISIS Stirs Fears That Efforts to Curb Iran Will Recede
Prospect of U.S. Attacks Captivates Syrians
Augljóst er - að það er hugsanleg "hliðar afleiðing" af því, ef árásir Bandar. á stöðvar "IS" veikja her "IS" innan Sýrlands - að staða hersveita stjórnarinnar í Damascus getur styrkst.
Í því ljósi er áhugavert, að stjv. í Damascus, segja það "óvinveitta aðgerð" að hefja loftárásir á sýrlensku landi, án þess að fá heimild til þess frá Damascus.
Eins og sést á kortinu - þá ræður "IS" nánast yfir jafn miklu landsvæði innan Sýrlands -- og stjórnin í Damascus. Hún er langsamlega sterkust á svæðunum nærri strönd Miðjarðarhafs.
Meðan að uppreisnarmenn - aðrir en "IS" ráða svæðum í N-hl. Sýrlands. Svo má sjá svæði Kúrda - - merkt "ljósgul."
Staðan hefur breyst frá þessu - korti. Því "IS" hefur verið í sókn innan Sýrlands sl. 2 mánuði. Virðist hafa mestu leiti, rústað vígsstöðu stjórnarhersins - nærri borginni Aleppo í N-hl. landsins.
- Augljósi punkturinn er auðvitað sá - - að Damascus stjórnar ekki "stórum svæðum innan Sýrlands."
- Það er unnt að ráðast að stöðvum "IS" víða - án þess að nokkur hermaður stjv. í Damascus sé líklegur til að vera nærstaddur.
Staða Damascus stjórnarinnar, getur styrkst - - með þeim hætti, að það dragi úr sókn "IS" gegn stöðvum stjórnarhers Damascus stjórnarinnar, eða jafnvel - sú sókn stöðvist alfarið.
Hugsanlegal ef vel gengur að leggja hersveitir "IS" í rúst með loftárásum, getur það komið til greina að stjórnarher Damascus stjórnarinnar, mundi geta náð aftur - einhverjum landsvæðum af "IS."
------------------------------
Tilgangur aðgerðanna er samt sem áður ekki sá, að aðstoða yfirvöld í Damascus.
Þó það sé ekki "frágengið enn" þá getur verið, að lögð verði "aukin áhersla á að vopna andstæðinga Assad stjórnarinnar" sem ekki eru á vegum "IS."
Meginbandamenn Bandaríkjanna í þessum átökum innan svæðis, virðast þó vera stjv. í Bagdad og Kúrdar í Írak!
Það virðist sennilegt, að "megin fókusinn" verði á það - að veikja stöðu "IS" innan Íraks. Frakkar virðast vera farnir að senda vopn til íraskra Kúrda, mér skilst að innan Þýskalands séu áform uppi - um að gera slíkt hið sama.
Kosturinn við það að starfa með annars vegar Bagdad og hins vegar svæðisstjórn Kúrda í Erbil - - er sá að þeir aðilar a.m.k. hafa sæmilegt skipulag.
Það séu "minni líkur á" að vopn send til stjórnarhersins eða Kúrda lendi á endanum í klóm "IS" liða, heldur en ef vopn væru send til margíslegra hópa uppreisnarmanna í Sýrlandi, en nokkur fj. slíkra hópa hefur umliðið ár, gefist upp fyrir "IS" og afhent þeim vopn sín. Fengið þess í stað að "lifa."
Obama hefur einnig gefið upp - að baráttan við "IS" muni taka mörg ár.
Enda augljóst, að þessi aðferðafræði - er ólíkleg að stuðla að "snöggum sigri."
- Á hinn bóginn, grunar mig að til lengri tíma litið, sé það líklegra til að stuðla að batnandi samskiptum milli Vesturlanda og íbúa Mið-Austurlanda.
- Ef Vesturlönd í aðgerðum sínum gegn "IS" - vinna með aðilum á svæðinu, sem "sinna hagsmuna vegna" berjast við "IS."
- En þá ætti að myndast "góðvilji" a.m.k. meðal þeirra hópa.
Það vekur t.d. athygli, að íraskir Súnnítar sem andvígir eru "IS" - - virðast í viðbrögðum "afar jákvæðir" út í tilkynntar aðgerðir Obama. Meðan að töluverð tortryggni virðist til staðar meðal shíta, miðað við viðbrögð talsmanna mismunandi hópa þeirra - þrátt fyrir jákvæðar undirtektir stjórnarinnar í Bagdad.
- En þessi aðferð - - að senda ekki fjölmennan her á svæðið.
- Heldur aðstoða "lókal" aðila við það verkefni að berjast við "IS."
- Ætti samt "rökrétt séð" að stuðla að tilkomu góðvilja.
Sú aðferð að vinna í gegnum aðila er lifa og starfa á svæðinu, eðlilega mun taka nokkurn tíma að skila árangri. Á hinn bóginn, grunar mig - - að til lengri tíma litið.
Muni sú aðferðafræði, leiða til betri útkomu - en ef Bandar. mundu senda fjölmennan her á svæðið.
Niðurstaða
Nú hefur Obama tækifæri "ef til vill" að nálgast herför á Mið-Austurlandasvæðinu, með miklu mun jákvæðari hætti. En þegar Bush yngri fór í "ólöglegt" stríð gegn Saddam Hussain á sínum tíma. Mikill illvilji varð til á Mið-Austurlandasvæðinu, vegna aðgerða Bush stjórnarinnar hinnar síðari. Þetta situr enn eftir í hugum margra er búa á svæðinu. Þess vegna - eru fjölmargir ákaflega tortryggnir.
En ef Bandar. tekst að nálgast þetta tiltekna mál, með miklu mun jákvæðari hætti - í samvinnu við íbúa á svæðinu, með því að beina aðgerðum í þann farveg, að fyrst og fremst "aðstoða þeirra baráttu við Islamic State" þá grunar mig, að í stað þess að sá illvilja - - geti sú aðferð þess í stað, sáð góðvilja.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 08:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
10.9.2014 | 22:45
Það eru ekki bara Skota sem dreymir um "sjálfstæði"
Ég er að tala um -Katalóníu- sem er hérað á Miðjarðarhafs strönd Spánar. Mér skilst að það hérað, sé það auðugasta hlutfallslega á Spáni. Þjóðarframleiðsla per haus - töluvert ofan við meðaltal á Spáni. Síðan kreppan skall á 2008, hafa sjálfstæðisdraumar Katalóna - vaxið ásmegin. Þá á ég við, að fylgi við hugmyndina um sjálfstæði, hafi vaxið ásmegin. Á hinn bóginn, er ríkisstjórn Mariano Rajoy hörð í horn að taka, og hefur hafnað því - að Katalónía hafi rétt til þess að halda almenna atkvæðagreiðslu um spurninguna varðandi sjálfstæði. Samt, ætlar leiðtogi héraðsins - - einmitt að halda slíka atkvæðagreiðslu.
Catalans Want Independence Too
Áhugavert að bera saman - sjálfstæðismáli Skota og Katalóna! Sérstaklega í ljósi þess, hve ólík viðbrögð breskra stjórnvalda eru viðbrögðum spánskra stjórnvalda!
- Atriði eitt, er að sjálfsögðu - - að Bretland hefur látið það í ljós. Að ef Skotar samþykkja sjálfstæði í almennri atkvæðagreiðslu - mun Bretland virða rétt Skota til að yfirgefa sambandið við: England, Wales og N-Írland, með öðrum orðum, Bretland.
- Á sama tíma, hafa stjv. á Spáni, gert allt í sínu valdi - til að "hindra það að sambærileg atkvæðagreiðsla geti farið fram í Katalóníu, kallað tilraunir til slíks "lögleysu" og sagt að spænska þingið, yrði að "veita heimild" og að auki - að veiting slíkrar heimildar "komi ekki til greina."
- Á sama tíma, og enginn vafi er á, að Bretar munu heimila Skotum að yfirgefa sambandið. Þá hefur ríkisstjórn Spánar, einnig sagt - - að engu héraði sé "heimilt að yfirgefa Spán" nema að allsherjar þjóðaratkvæðagreiðsla á "öllum Spáni" samþykki slíkt. Og á sama tíma einnig sagt, ekki hafa áform um að "láta framkvæma eina slíka."
Þetta auðvitað gerir sjálfstæðismálið í Katalóníu - - að hugsanlegu "átakamáli." En þegar vilji svæðis sem virðist vera í dag verulega útbreiddur, er þannig "vísvitandi" barinn niður. Þá er augljós hætta á því, að harka geti færst í þá deilu - þ.e. sjálfstæðissinnar geti orðið róttækir.
Þó líkur virðast ekki miklar í dag, á róttækni - - sjálfstæðissinnar í Katalóníu, hafa lagt áherslu á "friðsama baráttu." Þá er harka hægri stjórnarinnar á Spáni slík, að hún getur vel verið vís til þess - - að standa fyrir dómsmálum gegn "háværum sjálfstæðissinnum" þó svo að þeirra tilburðir til mótmæla, séu algerlega friðsamir.
- Þessa stundina, eru þó sjálfsstæðissinnar, að horfa á tilburði Skota - það getur sennilega haft umtalsverð áhrif á áhuga í Katalóníu á sjálfstæði; hvernig Skotum reiðir af.
- En það eru nokkur óvissu atriði:
- Það er langt í frá öruggt, að sjálfstætt Skotland sé meðlimur að ESB - en sjálfstæðissinnar í Skotlandi, hafa verið að gefa sig út sem meiri ESB sinna - en Englendinga.
- ESB hefur algerlega neitað "hingað til" að gefa nokkuð út um það, hver yrðu örlög héraðs sem verður að nýju "sjálfstæðu" ríki.
- Sumir segja, að - - Skotland verði þá að fara í aðildarviðræður, óska eftir aðild. Ég er að tala um deilur "fræðimanna" - - meðan að sumir aðrir, segja það fáránlegt að landsvæði sem í dag "tilheyri ESB" verði það ekki lengur.
- Á sama tíma, hafa einstakir ráðherrar á Spáni - - talað gegn þeirri hugmynd, að það komi til greina, að Skotland verði sjálfkrafa "meðlimaríki." En um afstöðu þeirra, ræður líklega, að þeir vilja ekki skapa það fordæmi, að hérað sem yfirgefur meðlimaland "verði sjálfkrafa meðlimaríki" vegna vaxandi deilna við Katalóníu.
- Ekki liggur fyrir - - formleg afstaða stjv. Bretlands um þetta atriði.
- Þ.e. ekki endilega "einu sinni" víst, að sjálfstætt Skotland, hefði nokkurn gildan viðskiptasamning við ESB aðildarlönd.
- Bretland mundi ekki mega "gera fríverlsunarsamn. v. Skotland" þ.s. réttur til viðskiptasamn. v. lönd utan ESB, liggur hjá stofnunum ESB.
- Svo það má ef til vill bæta við - - óvissu um viðskiptastöðu milli Skotlands og Bretlands.
Þetta er ekki "hræðsluáróður."
Ég hef ekki hugmynd um það - hvað verður ofan á.
Ég held að enginn viti það á þessari stundu!
Niðurstaða
Sumir ráðherrar á Spáni, hafa gengið svo langt, að vara við "sjálfstæði Skota" - sagt það þá aðgerð að "opna Pandóru Box." Það virðist a.m.k. ljóst - að Spáni er það þyrnir í huga, hvað er að gerast í Bretlandi. Þó að sjálfsögðu, Spánarstjórn geti ekki haft nein formleg afskipti af málinu.
Eitt virðist þó afar líklegt - að ríkisstjórn Spánar muni þvælast fyrir því, að Skotland fái að gerast "sjálfkrafa" meðlimaríki ESB.
Formleg afstaða stjv. í London - virðist ekki liggja fyrir um það atriði.
Afstöðu Spánar ráði ótti við það að einstök héröð, þá ekki endilega einungis Katalónía, muni segja skilið við Spán. Mín skoðun er, að Spánn ætti að taka upp formlegt fylkja fyrirkomulag, sbr. þ.s. tíðkast í Þýskalandi. Slíkt aukið sjálfforræði, mundi sennilega - þvert ofan í ótta stjv. á Spáni. Sennilega ekki auka líkur á klofningi Spánar. Heldur minnka líkur á honum, meðan að sjálf þvermóðska stjv. Spánar - - sé einmitt áhættuþáttur í því ljósi.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þetta getur vel passað við þá sviðsmynd að B777 vélin hafi verið skotin niður með loftvarnareldflaug. Því hefur reyndar verið haldið fram, sem skýringu B - einkum af netverjum sem styðja uppreisnarmenn í A-Úkraínu. Að malasíska vélin hafi verið skotin niður með beinni skothríð frá orrustuvél stjv. í Kíev.
Vandamál við þá kenningu er - "Service ceiling: 7,000 m[100] (22,965 ft) clean, 5,000 m (16,000 ft) with max weapons." - að skv. uppgefnum upplýsingum, nær þessi tegund ekki þetta hárri flughæð.
Þ.e. rúmlega 30þ.ft. Að auki er hámarks-flugæð "minni þegar vélin er vopnuð" en þegar hún flýgur án vopna. Ég árétta einnig, að flugvélar úkraínskra stjv. -- eru gamlar frá því er Sovétríkin liðuðust í sundur, það má vera að í dag séu framleiddar uppfærðar týpur sem geta flogið hærra, en það eigi ekki við þær sem eru í eigu úkraínskra stjv. - þ.s. þær séu allar gamlar vélar.
Svo er að auki vöntun á góðri skýringu á því af hverju úkraínsk stjv. mundu vísvitandi skjóta niður stóra farþegavél - - séð þá fullyrðingu, að persónuleg vél Pútíns eigi að hafa verið nærri.
Dutch report suggests MH-17 shot down from ground
En skv. skýrslu rannsóknaraðila, "voru einungis 3-vélar nærri" malasísku vélinni, allt "farþegavélar" - - > "The report finds there were only three other aircraft in the vicinity: two Boeing 777s and one Airbus A330, so both civilian, which makes the surface-to-air missile more likely."
Þess hefði pottþétt verið getið, ef opinber flugvél forseta Rússl. hefði verið ein þeirra - en þ.e. vendilega tekið fram "civilian" þ.e. flugvél í "einkaerindum." Fyrir utan að það væri stórfurðulegt ef Pútín væri svo óvarfærinn að fljúga nærri þessu svæði - ef hann það gerði mundi hann örugglega láta eigin flugher fylgja vélinni. Ég held það sé afar ólíklegt - að hans flugvél hafi verið þarna nærstödd.
Að auki er tekið fram - að engin herflugvél hefði verið nærstödd. Til þess að - svara þeirri kenningu, að hún hafi hugsanlega verið skotin niður af nærstaddri herflugvél.
- Best að taka það vendilega fram, að þó svo að líkur séu yfirgnæfandi á að malasíska vélin hafi verið skotin niður með loftvarnarflaug frá Jörðu.
- Þá, getur rannsóknin örugglega a.m.k. ekki enn svarað því, hver skaut henni. Það má vel vera, að rannsóknaraðilar "geti engu um það svarað."
- Þannig, að það verði ætíð "umdeilt" hver akkúrat skaut hana niður.
""The preliminary report suggests that high energy objects penetrated the aircraft and led it to break up midair," Malaysian Prime Minister Najib Razak said in a statement. "This leads to the strong suspicion that a surface-to-air missile brought MH17 down, but further investigative work is needed before we can be certain," he added."
"Although the report did not mention a missile, impact with a large number of fragments would be consistent with a "proximity" warhead, designed to explode in the air and hurl shrapnel at its target, said Tim Ripley, a defense analyst with Jane's Defense Weekly magazine."
Ef einhver hefur gaman af að skoða myndir - þá er mikið til af myndum af malasísku vélinni, ef leitað er eftir "shrapnel damage."
Ég veit ekki um ykkur - - en mér finnst þessar skemmdir, líkjast frekar því - að eldflaug springi rétt fyrir framan vélina, síðan rigni flísunum og brotunum yfir vélina á ógnarhraða.
Frekar en að vera vísbending um "kúlugöt" - þið getið séð að götin eru mjög misjöfn að lögun, að auki er skemmdin á "vænghlutanum" -vil ég meina- "dead givaway" þ.s. hún virðist bersýnilega bera vott um árekstur vélarinnar við e-h hlut á mikilli ferð.
Sem getur mjög vel passað við þá sviðsmynd, að eldflaug með "proximity warhead" springi rétt fyrir framan, síðan fljúgi vélin í gegnum "regn af smáhlutum" á ógnarhraða - hugsanlega samanlagt um 2000km./klst.
Síðan hafi vélin orðið fyrir það miklu tjóni - að í kjölfarið hafi hún brotnað upp í loftinu á nokkrum sekúndubrotum.
- Ef e-h er að pæla í flugmönnunum, þá líklega gerðist þetta það snöggt - - að þeir vissu aldrei hvað hitti vélina.
- Sennilega gildir það sama um flesta farþega, að þeir létust á þeim sekúndubrotum þegar flísarnar og málmhlutirnir rákust á vélina, fóru í gegn og síðan vélin brotnaði í smátt í loftinu - - rigndi síðan í ótal pörtum á víð og dreif um svæðið þ.s. brotin úr henni komu niður.
Niðurstaða
Ég held að niðurstaðan komi fáum á óvart. Ég hef sjálfur ávalt virst langsamlega flest benda til þess að B777 vél malasíska flugfélagsins hafi verið skotin niður af loftvarnarflaug af jörðu niðri. Það má aftur á móti deila um það - hver akkúrat skaut hana niður. En mín skoðun er, að yfirgnæfandi líkur séu á að hún hafi óvart verið skotin niður af uppreisnarmönnum. En fyrr sömu viku skutu þeir niður Antonov flutningavél í ca. 22þ.ft. Það er sterk vísbending að dögum áður en malasíska vélin var skotin niður, hafi uppreisnarmenn haft til umráða - tæki fært um að granda henni frá Jörðu niðri. En 22þ.ft. er of mikil hæð fyrir handheldar flaugar, það þarf færanlegan skotpall sem er mun þyngri, mjög líklega á farartæki af einhverju tagi. Þó tæknilega sé unnt að setja slíkan skotpall upp, á undirstöðu á t.d. graslendi, án þess að sá sé auðfæranlegur.
Síðan er rétt að árétta flugleið vélarinnar, að hún kom yfir Úkraínu þá flaug hún yfir nágrenni Kíev borgar, sem þíðir að þegar uppreisnarmenn sáu hana - kom hún beint úr stefnu í átt að Kíev borg. Það að sjálfsögðu ýtir undir þann mögulega misskilning, að uppreisnarmenn hafi skotið hana niður - talið hana flutningavél á vegum stjv.
Ég á ekki von á að nokkur verði nokkru sinni dæmdur fyrir þennan verknað.
Því hefur verið hafnað af evr. flugyfirvöldum, að flugleið vélarinnar hafi verið önnur en sú, er kynnt var fyrir flugtak.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
8.9.2014 | 22:20
Það á eftir að verða erfiður vetur í Úkraínu
Það hefur ekki verið áberandi í fréttum þar sem að stríðið hefur drekkt öðrum fréttum. Til upprifjunar þá stendur Úkraína frammi fyrir 100% hækkun á gasverði, skv. því - að Gasprom -rússn. gasrisinn- ákvað að nema úr gildi 50% afslátt af gasi, sem Úkraína hafði gert samn. um á sínum tíma, var afslátturinn form af "greiðslu á leigu" af hálfu rússn. stjv. - - fyrir her-og flotastöðina í borginni Sevastopol á Krím skaga. Gasprom, bendir á að síðan Krím-skagi var færður inn fyrir landamæri Rússlands, sé ástæðan fyrir 50% afslætti á gasi, fallin úr gildi - - og Gasprom hefur síðan sl. vor "heimtað greiðslur skv. 100% hærra verði." Sem stjv. í Kíev hafa hafnað - - í sumar "skrúfaði Gasprom fyrir sölu á gasi til Úkraínu."
Russia aims to choke off gas re-exports to Ukraine
Í frétt Financial Times, kemur fram - - að Gasprom, er að beita þær evr. þjóðir þrýstingi, þ.e. Pólland - Ungverjaland og Slóvakía. Sem hafa verið að leitast við að "aðstoða Úkraínu" með því, að "endurselja Úkraínu hluta af því gasi sem þær þjóðir kaupa af Gasprom."
- Þessi endursala - - dugar þó ekki til þess, að mæta þörf Úkraínu fyrir gas.
- En líklega "frestar því að birgðir þverri í Úkraínu."
Það mun koma að því, að gasið þverri - - og orkukrísa skelli á í Úkraínu!
Þá er Úkraína komin undir mjög harkalegan þrísting - þ.e. á annan kannt, vopnaðar sveitir uppreisnarmanna, sem sl. tvær vikur virðist hafa borist "öflugur liðsstyrkur" "hvort sem sá liðsstyrkur er rússn. her eða nýjar sveitir uppreisnarmanna sem hafa verið vopnaðar af Rússum" - "þá virðist eitt blasa við miðað við þann snögga viðsnúning á stríðsgæfunni sem orðið hefur" - "að þær sveitir eru betur vopnum búnar en stjórnarher Úkraínu."
Svo á hinn kannt, er það Gasprom og orkuskorturinn sem við blasir, að mun skella á í Úkraínu - í vetur. Þó ekki sé auðvelt að tímasetja akkúrat hvenær, gasið klárast.
- Þetta er líklegt að gerast, einmitt í vetrarkuldunum, janúar og febrúar.
Það áhugaverða er - að Úkraína er ekki að fá neinn umtalsverðan stuðning, a.m.k. ennþá!
Úkraínu - hefur verið veitt nokkur "lánafyrirgreiðsla" í gegnum AGS, er í prógrammi. Bandar. og ESB taka þátt í henni, en "þetta eru lán" - "ekki styrkir."
Hvernig Úkraína á að standa við það prógramm, er mér hulin ráðgáta. En ég á mjög erfitt með að sjá, hvernig það getur gengið upp - miðað við það að stefnir í að Úkraína missi verulegan hluta af sínum útfl. tekjum.
- En nú þegar stríðsgæfan hefur snúist við, virðist blasa við - að samn. staða stjv. í Kíev, hefur veikst verulega.
- Höfum í huga, að Úkraína "er samtímis undir þrístingi frá Gasprom."
A.m.k. enn sem komið er, virðist fátt benda til þess, að NATO eða Evr.ríki - séu að veita stjv. í Kíev, hernaðarstuðning - hvort sem er í óbeinu formi í gegnum vopnasendingar eða beinni hætti.
Meðan að Evr. og Washington, eru þetta "lin í stuðningi" þá er Kreml í lófa lagið, að breyta stöðunni í A-Úkraínu, hvenær sem Kremlverjum sýnist svo, til þess að "herða frekar á þrýstingnum á Kíev."
- Margir gruna, að Kreml vilji stofna "protectorate" í A-Úkraínu, þ.e. annaðhvort með því, að A-héröðin Luhansk og Donetsk, fái það mikið sjálfforræði, að þau séu "í reynd sjálfstæð" og einungis undir "Úkraínu að nafni til."
- Eða, ef Úkraína semur ekki, að styðja uppreisnarmenn til þess, að hafa "sigur á bardagavelli" þannig að þeirra "Novo Rossia" verði að "de facto" sjálfstæðu svæði undir þeirra stjórn - - en "einungis með stuðningi Rússlands."
Hvort útkoman verður veruleiki - - þ.e. samkomulag, sem leiði til þess fyrra.
Eða að stríðið gjósi upp að nýju, og rússn. stuðningur leiði fram það seinna.
Þá verði niðurstaðan sú, að Úkraína tapi þeim útfl. tekjum, sem iðnaðurinn í þessum tveim iðnvæddu héruðum, hefur síðan 1991 skaffað Úkraínu - - mér skilst um 40% útfl. tekna.
Iðnaðarsvæðin í A-Úkraínu, verða hl. af rússn. hagkerfinu - - ekki því úkraínska; í báðum tilvikum.
NATO og Vesturlönd, geta hvenær sem er, ef þau vilja, breitt þeirri útkomu - sem annars við blasir
Með því að "taka upp sambærilegan stuðning við stjv. í Kíev" og stjv. í Moskvu veita uppreisnarmönnum. Þ.e. "vopnasendingar a.m.k." og kannski einnig - að senda einhverjar hersveitir Úkraínu til stuðnings.
Vopnasendingar - væru þó til muna áhættuminni aðgerð.
Að auki, að "gefa eftir skuldir" - "breyta lánum í styrki" - "senda stjv. í Kíev frekari styrki."
- Málið er - að Vesturlönd hafa stutt Kíev, "með hálfum huga."
Þó að "refsiaðgerðir" á Rússland - hafi áhrif á Rússland.
Þá mundi Úkraínu - - gagnast til mikilla muna meir, "beinn fjárhags stuðningur" og "vopnasendingar."
- Þá mundi samn. st. Kíev, batna - - en þessa stundina.
- Virðist hún afar veik.
Niðurstaða
Þetta er alltaf spurning um þá lokaniðurstöðu sem menn eru að horfa á. Eins og uppreisnarmenn tala, og netverjar sem styðja þá, mætti ætla að í gegnum það að berjast v. stjv. í Kíev - séu þeir að berjast við Vesturlönd. En þ.e. af og frá, að stuðningur Vesturlanda sé í nokkru samræmi, v. stuðning Kremlverja við uppreisnarmenn.
Maður veltir fyrir sér, af hverju "NATO lönd hafa ekki tekið upp vopnasendingar til Kíev?"
Það væri ekki neitt sérdeilis "áhættusöm aðgerð" - og mundi geta að verulegu leiti, bætt stöðu stjórnarhersins, sem virðist fara hallloka sl. tvær vikur - - eftir tilkomu "nýrra herja" sem margir segja að séu Rússar en því er neitað í Rússlandi. Hverjir sem þeir eru - - hefur vígsstaðan snögg breyst til þess mun verra, þegar áður það virtist stefna í loka sigur stjórnarhersins.
Ef Vesturlönd vilja ekki - - að Kíev fari mjög hallloka í samn. næstu vikur.
Þá þarf NATO og Bandar. að sýna í verki einhvern umtalsverðan stuðning v. Kíev, svo um munar.
Annars sennilega hefur Pútín þann lokasigur í þessari rimmu, sem hann ef til vill "stefndi að allan tímann." Þ.e. að tryggja að A-héröðin "verði efnahagslega séð hluti af Rússlandi."
En hafa ber í huga, að A-héröðin "framleiða enn varning sem er mikilvægur fyrir Rússland" sbr. Antonov flutningavélar, Zenit eldflaugar sem notaðar eru til að skjóta á loft gervihnöttum, skriðdreka og önnur hergögn, og m. flr.
Það er þægilegra fyrir Rússland - - að A-héröðin séu "de facto rússn. yfirráðasvæði" en að Rússland þurfi ef til vill, að verja miklum fjárhæðum í, að byggja upp þá framleiðslu sem þar fer fram, innan Rússlands.
- Ég hef alltaf grunað Kremlverja, að vera fyrst og fremst að "hugsa um hagsmuni Rússlands" fremur en hagsmuni Rússanna sem búa í A-Úkraínu.
Það verður forvitnilegt að sjá, hvað gerist. En stjv. í Kíev, ef þau láta eftir þeim kröfum, að Luhansk og Donetsk séu "de facto" sjálfstæð, þá mundi það sennilega vera pólit. sjálfsmorð fyrir ráðamenn í Kíev.
Það getur því vel verið, að stríðið blossi upp að nýju innan skamms, þegar í ljós kemur líklega að Kíev treystir sér ekki til að mæta kröfum uppreisnarmanna, og á sama tíma, telja uppreisnarmenn að stríðsgæfan sé þeim í vil. Að hagstæð úrslit geti náðst á bardagavelli.
Það yrðu þá sennilega mjög harðir bardagar um borgina Mariupol, en þar í útjaðri stendur "hinn nýi her uppreisnarmanna sem kom til skjalanna fyrir tveim vikum grár fyrir járnum." Bíður einungis skipana að leggja til atlögu. Í þeirri borg, gæti orðið mjög mikið blóðbað, því borgin er skipt ca. 50/50 að íbúatölu, fj. íbúa t.d. um daginn, tók þátt í að "grafa skotgrafir" líklega frá Úkraínuhelmingi borgarbúa. Forseti Úkraínu var þar í heimsókn á mánudag, lofaði - - að verja Mariupol "hvað sem það kostaði":
Visiting East, Ukraine Leader Vows to Not Cede Any Territory
Uppreisnarmenn langar augljóst í Mariupol, mikilvægustu hafnarborgina á þessu svæði - einnig mikilvæg iðnaðarborg. Að auki mundi fall hennar, flækja mjög verulega liðsflutninga fyrir stjórnarherinn.
Mér virðast því afar miklar líkur á, að vopnahléið sé einungis stund milli stríða.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
7.9.2014 | 22:33
Amnesti International - segir sannanir fyrir afskiptum Rússa af stríðinu í Úkraínu, fordæmir uppreisnarmenn og stjórnarherinn fyrir brot á mannréttindum
Það er áhugaverð frétt á vef Amnesti International: Mounting evidence of war crimes and Russian involvement. Ef síðan sem hlekkjað er á - er opnuð. Má finna á henni nokkrar myndir, sem Amnesti International, segir sönnun fyrir afskiptum og þátttöku Rússa.
Hér er ein þeirra!
"This image shows six probable 2S19 Msta-S self-propelled howitzers pointed southwest."
Skv. Wikipedia, er 2S19 Msta öflugt tæki - sem dregur 35km.
Sjálfsagt verður Amnesti International, sögð ljúga - - af netverjum sem styðja afneitun rússn. stjv. af beinum afskiptum.
En að sögn Amnesti International, voru yfirheyrð fjöldi vitna víða um svæðið, þ.s. átök hafa nýverið - verið í gangi.
Og vitni séu almennt sammála um, að tæki hafi komið "yfir landamærin" og að auki, að það hafi verið umtalsverður fjöldi rússn. hermanna, með uppreisnarmönnum.
"The Kremlin has repeatedly denied any involvement in the fighting in Ukraine, but satellite imagery and testimony gathered by the organization provide compelling evidence that the fighting has burgeoned into what Amnesty International now considers an international armed conflict." - "Amnesty International researchers on the ground in eastern Ukraine interviewed eyewitnesses fleeing from fighting near Alechevsk, Donetsk, Kramatorsk, Krasny Luch, Lisichansk, Lugansk, Rubeznoe, Pervomaisk and Slovyansk. Researchers also interviewed Ukrainian refugees in the Rostov region of Russia."
- Amnesti - telur stríðið "alþjóðlegt stríð" - - sjálfsagt þ.s. ég mundi kalla, "proxy war."
Athygli vekja þó - - ekki síst, gagnrýni mannréttindabrot!
"In an illustrative incident, residents of Slovyansk told Amnesty International that separatist fighters kidnapped a local pastor, two of his sons and two churchgoers, and requested a US$50,000 ransom for their release. By the time the local community managed to collect the requested ransom, the witnesses said, the captors had killed all of the men."
"For example, on 23 August a security guard in Oleksandrivka, Luhansk region was seized by several dozen armed men who arrived in vehicles flying Ukrainian flags. At least one was marked Battalion Aidar (a militia group operating in the Luhansk region). Witnesses said his captors accused him of collaborating with separatists, beat him with rifle butts and held him incommunicado until 27 August, when his family were informed he was being held in another town, in the local office of Ukraines state security service."
Það virðast í gangi tvenns konar brot - - úkraínskir þjóðernissinnar, hafa að því er best verður séð, stundað það, að ganga í skrokk á þeim "sem sakaðir eru um samstarf við uppreisnarmenn" og það eru tilvik, þ.s. slíkum einstaklingum - - er bersýnilega haldið "án dóms og laga."
Hitt dæmið, atriði sem hefur ekki fengið mikla athygli - - eru "trúarofsóknir sem virðast stundaðar af uppreisnarmönnum."
En mér skilst, að skv. stjórnarskrá "Donetsk Peoples Republic" sé önnur trú en "rússn. rétttrúnaðar" bönnuð - - það hafi verið stundaðar, áberandi ofsóknir sértaklega gegn "mótmælenda kirkjum sem upphaf eiga að rekja til Bandar."
Þ.e. umfjöllun um þessar trúarofsóknir í NYTimes:
Evidence Grows of Russian Orthodox Clergys Aiding Ukraine Rebels
Trúarstríðs vinkillinn hefur ekki fengið mikla athygli - - en uppreisnarmenn virðast tengja saman "þjóðernishyggju" og "trúna."
Virðast áhugasamir um að "hreinsa landið af" trúaráhrifum - - sem séu að þeirra mati, ekki af rússn. meiði.
- Morð sem grunur er um, að uppreisnarmenn hafi staðið fyrir - - ásamt mannshvörfum.
- Virðast einkum tengd þessum "trúarofsóknum."
Meðan, að hermenn á vegum stjv. - - berja grunaða uppreisnarmenn, halda óþekktum fj. föngnum.
Mig grunar að þ.s. Amnesti International - - hafi uppgötvað, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. En þjóðernishyggja samofin við trúarofsa - - getur verið "eitraður kokteill."
Niðurstaða
Ég hef lengi haldið því fram - - að lítill munur sé á róttækni uppreisnarmanna og þjóðernissinnaðra fylgismanna úkraínskra stjórnvalda. Um sé að ræða, tvo róttæka hópa. Hvor um sig, séu fulltrúar fyrir "þjóðernisofsa." En þ.s. við bætist, þegar maður horfir á uppreisnarmenn, virðist einnig "beiting trúarofsa" þ.s. leitast sé við að "hreinsa landið af erlendum áhrifum hverskonar."
Menn hafa kvartað yfir því, þegar tillaga var lögð fyrir úkraínska þingið, af þingmanni úkraínskra þjóðernissinna - þess efnis að úkraínska skildi vera lögbundin þjóðtunga.
En hingað til, hefur það ekki vakið neina umtalsverða athygli, að uppreisnarmenn - virðast ætla að banna önnur trúarbrögð á sínum svæðum, heldur en "rússn. rétttrúnaðarkirkjuna."
Séu að beita meðlimi annarra trúarhópa, skipulögðum ofsóknum.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 8.9.2014 kl. 13:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
6.9.2014 | 23:07
Samkvæmt skoðanakönnun, mundi Marine Le Pen vinna Hollande í forsetakosningaeinvígi seinni umferðar
Þetta er alveg nýtt - en Hollande hefur verið a.m.k. í heilt ár skv. skoðanakönnunum, óvinsælasti forseti í sögu 5 lýðveldis Frakklands. En vinældir hans hafa náð enn nýjum lægðum - "...another <poll> on Friday by TNS-Sofres giving Mr Hollande an all-time low approval rating of just 13 per cent."
Til samanburðar þá varð ríkisstjórn Íslands á sl. kjörtímabili aldrei minna vinsæl en milli 20-30%. Ekki er betri til mikilla muna staða líklegasta frambjóðanda hægri manna, Sarkozy. Sem er nú í viðjum "spillingarmála-rannsóknar" sem augljóst veikir stöðu hans - jafnvel þó ekkert komi út úr henni.
Poll shows Le Pen beating Hollande in presidential run-off
"A poll for Ifop, published on Friday, showed that Ms Le Pen would beat Mr Hollande by 54-46 per cent if they were matched today in the decisive second round of the presidential election."
Það eru þær sérstöku aðstæður, sem óvenjulega miklar óvinsældir foringja stærstu fylkinganna í Frakklandi - skapa! Sem búa til þann möguleika að Marine Le Pen verði hugsanlega næsti forseti Frakklands!
Við helstu flokkana - - loðir einnig "spillingarorð" en í gegnum árin, hafa mörg slík blossað upp - einkum tengd fjármögnun kosningabaráttu, mig rámar einmitt í að málið sem er undir skoðun gegn Sarkozy snúist um slíkt.
Front Nationale - vegna þess að flokkurinn hefur aldrei komist að "kjötkötlunum" getur sett sig fram sem "tiltölulega óspillt afl."
Síðan er "efnahagsstöðnun í Frakklandi" og óánægja kjósenda með það ástand, ásamt atvinnuleysi og heldur - versnandi kjörum; sýður undir - - og er einnig vatn á myllu Front Nationale.
Svo má ekki gleyma Marine Le Pen sjálfri, en hún hefur fært flokkinn nær miðjunni, þó FN sé langt frá að vera miðjuflokkur, er hann ekki sá "öfgaflokkur" og hann var undir stjórn föðurs Marine.
Hún er einnig "snjöll í tilsvörum" og hefur í seinni tíð, haft lag á að - - laða að flokknum, kandídata sem eru huggulegir í fasi og koma vel fyrir.
Að auki, hefur hún gætt þess, að einblína á gagnrýni á þætti - - sem höfða til óánægðra kjósenda.
- Þessi staða þíðir ekki endilega, að líkur á kjöri Marine - - séu miklar.
- En mér virðist afar líklegt, að vinsældir hennar og FN, muni leiða til "óvænts" útspils fyrir nk. kosningar.
- En svo óvinsæll er Hollande orðinn - - að hann gæti lent í 3. sæti í fyrstu umferð, þannig að kosningin yrði milli Marine Le Pen og annaðhvort Sarkozy, eða nýs frambjóðanda.
- Það þíðir, að það getur skapast krafa innan fylkingar vinstri manna í Frakklandi, að "Hollande dragi framboð sitt til baka." Sem væri auðvitað alveg nýtt í sögu 5-lýðveldisins. Að sitjandi forseti væri ekki frambjóðandi. Eftir að hafa setið einungis eitt kjörtímabil.
- Ef Hollande, stendur á sínu eða heldur velli í slíkri rimmu, gæti staða hans fyrir kosningar - - veikst enn frekar.
- Það verður að segjast eins og er - - að Sarkozy er ekki heldur sterkur frambjóðandi, með rannsókn gegn honum í gangi, og hafandi í huga "að hann tapaði fyrir Hollande." Og hann var ekki "vinsæll forseti heldur."
- En samt virðist a.m.k. hann enn, vera líklegasti frambjóðandi hægri manna.
En, það gæti einnig dregið til tíðinda í hægri fylkingunni, ef "nýr vinsæll frambjóðandi mundi koma fram" - - þá grunar mig að "öll pólit. elítan í Frakklandi mundi sameinast um þann einstakling" til að forða hugsanlegu kjöri Marine Le Pen.
Mig grunar, að það yrði -einmitt einnig þrýstingur innan hægri fylkingarinnar- að finna nýjan frambjóðanda. Það sama gæti gilt um Sarkozy, að ef hann stæði á sínu, tækist að verjast slíkri atlögu - - gæti hann "staðið enn veiklaðri eftir en áður."
Niðurstaða
Tek fram að ég er enginn sérstakur stuðningsmaður FN eða Marine Le Pen. Bendi einfaldega á að fyrir nk. forsetakosningar - virðist FN standa frammi fyrir algerlega einstæðu tækifæri.
Vegna þess sem mætti kalla "fullkominn storm" - - þ.e. "óvinsælir mótframbjóðendur eins og staðan er nú" - "óvinsælasti forseti í sögu 5 lýðveldisins" - "spillingarrannsókn í gangi gegn frambjóðanda hægri fylkingar" - "staða efnahagsmála vekur óánægju" - "efnahagsstefnan vekur óánægju" - mjög margir Frakkar upplifa Frakkland "ekki á réttum kúrsi."
Þannig að það virkilega virðist raunhæfur möguleiki á því, að Marine Le Pen verði næsti forseti Frakklands.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Ef þetta vopnahlé heldur, þá er það einungis upphaf af löngu ferli - höfum í huga, að deilur milli aðila eru langt í frá leystar. Ef ekkert samkomulag næst, geta átök hafist að nýju. Það sem virðist hafa breyst og geri vopnahlé mögulegt, er sú fjölmenna árás frá svæðinu nærri landamærum Rússlands - er hófst fyrir tveim vikum. Hún virðist studd a.m.k. að einhverju leiti, af rússneskum hermönnum.
Umdeild hve margir þeir eru - eða hve hátt hlutfall af þeim her þeir eru, sem hóf atlögu fyrir tveim vikum.
Vígstaðan er orðin gerbreytt - það getur hafa leitt til þess, að úkraínsk stjv. töpuðu trú sinni á því að geta unnið lokasigur, eins og þau áður stefnu að.
Á hinn bóginn, má alveg búast við því, að spenna milli aðila - - haldist mikil, áfram. Að báðir haldi áfram að vera "gráir fyrir járnum."
Ekki síst, má vera að aðilar - - noti vopnahléið eingöngu til þess, að endurskipuleggja lið sitt.
Ukraine, pro-Russian rebels agree ceasefire deal
Þetta getur vel reynst einungis vera - hlé á átökum
Þegar vopnahlé var kynnt, þá höfðu áður borist fréttir af hörðum bardögum við borgina, Mariupol. Sem er hafnarborg á strönd Azovshafs - - byggð ca. 400.000 manns, með ca. 50/50 íbúaskiptingu milli Úkraínumanna og rússn.mælandi.
Í þeirri borg, hef ég virkilega óttast möguleikann á miklu mannfalli, því þar eru báðir hóparnir fjölmennir - annar líklegur að styðja stjórnarherinn, og kannski hinn - uppreisnarmenn.
Skv. SÞ - hafa ca. 2.200 manns fallið heilt yfir í átökunum - þó það geti verið "að þær tölur reynist ónákvæmar."
- Þannig séð, er það vel mögulegt, að Úkraínumenn - hafi ekki gefið upp þá von, að sigrast á uppreisnarmönnum.
- Þeir séu, ætli að nota tímann, til að safna kröftum - endurskipuleggja lið sitt - þjálfa nýja hermenn - afla frekari vopna - smíða flr. vopn, o.s.frv.
Síðan er einnig mögulegt, að þeir hafi ekkert slíkt í hyggju - - en stöðugar sögusagnir mundu samt vera í gangi um slíkt, valda spennu meðal uppreisnarmanna.
- Það getur vel verið, að uppreisnarmenn, hafi slíkar hugsanir einnig - að þjálfa flr. hermenn - afla frekari vopna - endurskipuleggja lið sitt.
- Og það sama gildir, að víðtækur skortur á trausti, getur skapað sögusagnir - - sem ekki eru endilega sannar.
Þannig getur gagnkvæm tortryggni og sögusagnir, viðhaldið spennunni!
Eins og ég benti á í: Pútín tók smá leikfléttu þar sem hann sagðist hafa soðið saman 7 punkta fyrir frið í A-Úkraínu á leið heim í flugvél
Þá er fordæmi fyrir því, að stríð - - endir bara með vopnahléi.
Síðan viðhaldist "endalaus spenna" og "tortryggni" - - stríðshætta verði æ síðan, stöðugt viðvarandi.
Að aðilar eins og S-Kórea vs. N-Kórea, haldi áfram að hata hvora aðra, og standa frammi fyrir hvorum öðrum, með fjölmenna heri - tilbúnir til stríðs "án fyrirvara."
-------------------------
Ég ætla ekki að spá neinu slíku - - en hafandi í huga fordæmið frá Kóreuskaganum, það hve aðilar hvor um sig í Úkraínu - - hafa spunnið upp "mikið ofstæki" - "hvor í hins garð" sbr. "að stjv. hafa ætíð kallað uppreisnarmenn hryðjuverkamenn" og "uppreisnarmenn kalla stjv. nær eingöngu nasista eða fasista."
Þá virðist mér kóresk endalaus spenna - - og ástand frosins stríðs.
Alls ekki endilega - - ólíkleg útkoma!
Niðurstaða
Miðað við það "gagnkvæma hatur" sem er til staðar í Úkraínu "milli fylkinga" - þ.s. hvor telur hina handbendi "erlends valds" og annars vegar nefna stjórnvöld uppreisnarmenn nær eingöngu "hryðjuverkamenn" og uppreisnarmenn hafa haft þann leiða talsmáta að líkja stjv. og þeirra stuðningsmönnum - statt og stöðugt við, nasista eða fasista.
Þá virðist fremur augljóst - að þrautin þyngri verður að semja um "raunverulegan frið."
En það eru vísbendingar þess, að hvor fylking um sig - - trúi mikið til eigin áróðri, um hina fylkinguna.
Erfitt verður að lækna þessa gagnkvæmu fyrirlitningu, sem skotið hefur rótum. Af völdum þess, vísvitandi hatursáróðurs - - sem báðar fylkingar hafa verið "sekar um."
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 6.9.2014 kl. 22:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2014 | 23:06
Seðlabanki Evrópu ætlar að kaupa eignir á markaði fyrir hundruð milljarða evra, auka þess að vextir eru nú 0,05%
Margir hafa spáð því sem óhjákvæmilegu að Seðlabanki Evrópu mundi hefja "prentun" ásamt kaup-prógrammi í stíl við þau sem rekin hafa verið af Seðlabönkum Bandaríkjanna, Bretlands og Japans. Miðað við ræðu Mario Draghi, þá er prógrammið ekki eins umfangsmikið og þau prógrömm sem hinir Seðlabankarnir hafa rekið.
Draghi gaf ekki upp stærð eða umfang þess, en fram kemur að eignasafn "ECB" muni stækka í eina bandaríska "Trilljón" eða eitt þúsund milljarða evra.
Skv. því, er umfang prógramms "ECB" enn - - dvergur miðað við prógrömm hinna Seðlabankanna.
Mario Draghi, President of the ECB, Frankfurt am Main, 4 September 2014
- "the Governing Council decided today to lower the interest rate on the main refinancing operations of the Eurosystem by 10 basis points to 0.05%...
- "The rate on the deposit facility was lowered by 10 basis points to -0.20%."
- "In addition, the Governing Council decided to start purchasing non-financial private sector assets."
- "The Eurosystem will purchase a broad portfolio of simple and transparent asset-backed securities (ABSs) with underlying assets consisting of claims against the euro area non-financial private sector under an ABS purchase programme (ABSPP)."
- "In parallel, the Eurosystem will also purchase a broad portfolio of euro-denominated covered bonds issued by MFIs domiciled in the euro area under a new covered bond purchase programme (CBPP3)."
- "The annual rate of change of loans to non-financial corporations (adjusted for loan sales and securitisation) remained negative at -2.2% in July, unchanged compared with the previous month."
- "According to Eurostats flash estimate, euro area annual HICP inflation was 0.3% in August 2014, after 0.4% in July."
- "Following four quarters of moderate expansion, euro area real GDP remained unchanged in the second quarter of this year compared with the previous quarter. While it partly reflected one-off factors, this outcome was weaker than expected. With regard to the third quarter, survey data available up to August indicate a loss in cyclical growth momentum, while remaining consistent with a modest expansion."
Mér sýnist fljótt á litið - - að þessi aðgerð sé ætlað að stuðla að, auknu flæði lánsfjár til smærri og meðalstórra fyrirtækja.
En "ECB" býðst nú til að kaupa "skuldbindingar" með veðum í eignir einkaaðila - sem ekki starfa á fjármálasviði.
Þá getur verið að það stuðli að auknu framboði af lánsfé til slíkra fyrirtækja - þ.s. mér virðist að "ECB" sé að bjóðast til að, taka við áhættunni af þeim lánum sem bankarnir þannig veita.
Þ.s. "ECB" býðst nú til að kaupa lánin til smærri fyrirtækja og meðalstórra, eftir að þau hafa verið vöndluð saman í afleiður "ABS"
----------------------------------------
- Ef einhver man eftir "undirlánakrísunni" sbr. "sub prime crisis" - þá var hún stórum hluta búinn til af fyrirtækjum, sem stunduðu það vísvitandi að "selja frá sér veitt lán - jafnóðum" sem þíddi að þar með "dreifðu þau áhættunni yfir allt fjármálakerfi heimsins" meðan að þau á móti "losuðu sig við alla áhættu" en - - hirtu lántökugjald í hvert sinn.
- Þessum fyrirtækjum virtist alfarið saman um gæði þeirra lána sem veitt voru, þ.s. þau seldu þau alltaf frá sér, jafnóðum. Bissnessinn - - virtist snúast um "lántökugjaldið."
----------------------------------------
Mario Draghi, er þá -vísvitandi- að bjóða "ECB" fram sem móttöku aðila fyrir lántökuáhættu.
Ég reikna með því, að hann muni eingöngu "kaupa ný lán" til að tryggja, að verið sé að "veita ný lán."
Þannig að kaupin á "afleiðum" sbr. "asset based securities" skili því, að framboð á lánsfé til smárra og meðalstórra fyrirtækja - - aukist.
Það verður forvitnilegt að sjá "hvort að plottið gangi upp."
En, eins og kemur fram að ofan, var skv. nýjustu mælingu, enn í gangi - - samdráttur í lánveitingum til fyrirtækja á evrusvæði.
Sá samdráttur, hefur eiginlega verið samfellt í gangi í ákaflega langan tíma, eða síðan svokölluð evrukrísa hófst.
- Sjálfsagt eru það þó - - hagtölurnar sem reka á eftir.
- Að 2. ársfjórðungur sýni stöðnun í hagvexti.
- Að greining á tölum sem þegar liggja fyrir, sýni að staða hagkerfisins sé einnig mjög slök á 3. fjórðungi.
- Ekki síst, að verðbólga sé komin í 0,3%.
En það að hefur hægt á hagvexti - - mun líklega þíða, verðbólga stefndi í frekari lækkun.
Niðurstaða
Þá er "ECB" að hefja "seðlaprentunaraðgerð" ásamt kaupum, þó að aðgerð "ECB" gangi ekki enn eins langt, og kaup "US Federal Reserve" - "Bank of England" og Japansbanka hafa gengið. "ECB" sé t.d. skv. þessu, ekki enn að kaupa "ríkisbréf" - - eins og hinir seðlabankarnir.
Miðað við það, hve rosalega lág vaxtakrafan fyrir mörg ríkisbréf á evrusvæði er orðin, þrátt fyrir risaskuldsetningu margra landa - - þá hlýtur það eiginlega að vera, að markaðurinn reikni með því, að "ECB" muni fyrir rest - - einnig hefja kaup ríkisbréfa.
Það verður forvitnilegt að sjá, hvort að "kaup ECB" á skuldbindingum einkaaðila af bönkum og fjármálastofnunum, muni skila sér í viðsnúningi upp í aukinn hagvöxt að nýju - með því að framboð að lánsfé til smærri og meðalstórra fyrirtækja, fari að vaxa að nýju.
- Hvað "ECB" getur gert meir, er að - stækka kaupaprógrammið frekar.
- Og hefja kaup ríkisbréfa að auki.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.9.2014 | 00:44
Pútín tók smá leikfléttu þar sem hann sagðist hafa soðið saman 7 punkta fyrir frið í A-Úkraínu á leið heim í flugvél
Það skemmtilega er, að á sama tíma - var Obama að halda ræðu í Tallin, í Eistlandi. Þar sem Obama lofaði því að verja Eystrasaltlöndin, án þess að nefna nokkur atriði um akkúrat hvernig, og fór hörðum orðum um Rússland, og ríkisstjórn Rússlands.
Gott og vel, það er auðvitað möguleiki, að saminn verði um "vopnahlé" á fundinum í Minsk, höfuðborg Hvíta Rússlands - - á föstudag til laugardags nk.
"Ukrainian self-propelled artillery guns are seen near Slaviansk September 3, 2014." - greinilega SO152 - til samanburðar, nota Rússar í dag: 2S19 Msta.
Það eru vissar vísbendingar, að það geti verið að svo verði niðurstaðan, sbr. margvíslegar fréttir um símafundi milli Pútíns og Poroshenko, yfirlýsingar beggja sem virðast gefa til kynna, að forsetarnir hafi a.m.k. "nálgast sameiginlegan skilning" á því, hvernig samkomulag um "vopnahlé" gæti litið út.
- Ef út í þ.e. farið, sauð Pútín sitt 7-punkta plan, líklega ekki saman í flugvélinni, heldur eru það sennilega punktarnir sem hann hafði daginn áður, rætt við Poroshenko: Putin Outlines 7-Point Plan for Ukraine Cease-Fire
- "both sides end active offensive operations."
- "Mr. Putin called for Ukrainian artillery to pull back and out of range of the eastern separatists strongholds"
- "an end to airstrikes"
- "an exchange of all detainees"
- "opening up humanitarian corridors for residents of the separatist areas"
- "repairing damaged infrastructure"
- "and deploying international observers to monitor the cease-fire."
Það sem þarf að átta sig á - - að í þessum atriðum, felst langt ferli!
- Atriði 1, 2 og 3 - - eru eðlileg atriði, ef báðir aðilar samþykkja að hætta að skjóta hver á hinn.
- Atriði 4 - - er líklegt að taka langan tíma, en vegna skorts á trausti, mundi líklega samkomulag um það atriði, á endanum verða nokkuð flókið - og taka nokkra mánuði.
- Atriði 5 - - ætti að vera framkvæmanlegt, nánast um leið, og ljóst er að "vopnahlé heldur."
- Atriði 7 - - þarf eiginlega að vera til staðar, um leið og vopnahlé hefst.
- Atriði 6 - - tja, það gæti tekið "mörg ár."
Ágætt að muna eftir því atriði - - að Kóreustríðinu "lauk bara með vopnahlé" síðan þá, hafa menn við og við rætt möguleikann á formlegu friðarsamkomulagi, en af því hefur aldrei orðið.
Það er auðvitað hvers vegna, þegar spenna kemur á Kóreuskaga, að menn verða í hvert sinn smávegis "nervusir" því eftir allt saman, þarf ekki nema að einhver hersveit skjóti t.d. fyrir misskilning, að stríð geti að nýju verið hafið.
Í þessu liggur nefnilega sá punktur, að það þarf ekki að vera, að Kíev - Kreml og uppreisnarmenn, nái nokkru sinni saman, um framtíðar skipulag samskipta aðila til framtíðar.
Heldur gæti svipað ástand "frosins stríðs" tekið við, eins og á Kóreuskaga!
Niðurstaða
Ég nefni þennan möguleika á "frosnum átökum" því að það er til fordæmi fyrir slíkri útkomu, frá öðrum heimshluta þ.s. biturt stríð endaði á vopnahlé. En svo bitur hefur síðan afstaða deiluaðila verið áfram til hvors um sig. Að þeir hafa ekki getað fengið sig til, að ganga frá formlegu samkomulagi - um friðsöm samskipti. Heldur hefur nú um áratugi, verið viðloðandi það svæði - spenna, og möguleikinn á endurteknum átökum, nánast án fyrirvara.
- Ég á frekar von á því, að aldrei komi niðurstaða í því, hver akkúrat skaut niður "malasísku" farþegavélina. Enginn verði nokkru sinni "hengdur" fyrir þann verknað. Rannsóknin á gögnum úr vélinni, og flakinu - - getur einungis sýnt fram á að hún var líklega skotin niður með loftvarnarflaug, ekki hver skaut flauginni.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Ég las þessa bók fyrir mjög mörgum árum, man söguþráðinn enn í grófum dráttum. En í þeirri sviðsmynd var þetta stríð milli Sovétríkjanna og NATO. Rökin fyrir "hugsanlegu hernámi Íslands" hafa ekki neitt breyst síðan þá. Ísland er enn í dag "ósökkvandi flugmóðurskip í miðju N-Atlandshafi." Í því liggur einmitt punkturinn, að ef ríki sem er óvinveitt NATO, ræður Íslandi - - getur það "hindrað" að verulegu leiti skipasiglingar og ferðir flugvéla yfir N-Atlantshaf.
Þessi skemmtilega mynd sýnir Jörðina með N-heimsskautið sem miðju!
En punkturinn með myndina - er að hún sýnir ákaflega vel, hve slæmt það væri fyrir NATO, ef óvinaveldi réði Íslandi!
Eins og flestir ættu að vita, þá er kjarni NATO - Bandaríkin sjálf. Án þeirra "væri ekkert NATO."
Þau eru lang - lang - langsamlega öflugasta meðlimaríkið. Önnur lönd eru ekki beint upp á punt, en sagan sýnir að Evrópa hefur verið ófær um að verja sig, a.m.k. sagan eftir 1930.
- Ef við ímyndum okkur að Pútín mundi skipa rússneska hernum, að hefja allsherjar innrás í Evrópu, þá kemur sá vandi - - að það þarf þá að gera það ýtrasta mögulega, til að a.m.k. seinka því, að Bandaríkin geti flutt sinn meginher yfir Atlantshafið.
- Það vill svo þægilega til, að fíflið hann Bush, lokaði herstöðinni á Miðnesheiði á sínum tíma, síðan þá hafa Bandar. ekki haft neinar varnir hér, Ísland er því fullkomlega án nokkurra varna. Eina meðlimaríki NATO alfarið án varna. Þetta gerir auðvitað hugsanlegt "hernám" Íslands - ákaflega þægilega auðvelda aðgerð.
- Í þessari ímynduðu sviðsmynd, þá er sendur af stað hópur flutningavéla, með nægum fjölda fallhlífaliða til að taka Keflavíkurvöll og auðvitað Reykjavíkursvæðið. Á Keflavíkurvelli, er enn að finna "sprengjuheld og hálf niðurgrafin" flugskýli sem voru sérbyggð fyrir bandar. F15 vélar, en þ.s. rússn. Sukhoy vélar eru mjög svipaðar að stærð og lögun. Ættu þau skýli að henta þeim vélum hreint ágætlega.
- Skömmu eftir að flugvöllurinn hefur verið tekinn herskildi, fara flutningavélarnar að lenda stríðum straumum, með nægilegt magn hergagna - til að setja upp "alvöru varnir á Íslandi" og auðvitað "nægilegt magn hergagna bæði fyrir orrustuvélar og varnarlið."
- Sukhoy vélar koma síðar sjálfar fljúgandi, eftir að hafa tekið eldsneyti á flugi, frá Kóla-skaga, eftir að hafa flogið í stórum hóp framhjá Noregi. Þ.s. þá var ekki formlega búið að lýsa yfir stríði. Fá þær að fljúga óáreittar til Íslands.
Helsti veikleiki þessarar áætlunar er að sjálfsögðu sá - að þ.e. þröngur gluggi fyrir hana. Hana þarf að framkvæma skömmu áður en "stríð formlega hefst."
- Þ.e. Ísland þarf að vera "fyrsta landið sem er tekið."
Eftir að stríð er hafið, geta rússn. vélarnar ekki lengur "flogið framhjá Noregi."
Þetta þíðir auðvitað einnig, að rússn. her staddur hér, yrði líklega ekki unnt að styðja með nokkrum hætti. Eftir að stríð væri formlega hafið. Þeir sem mundu koma hingað fyrsta daginn, væru þeir sem hingað gætu komið.
- Á hinn bóginn, væri tilgangurinn eingöngu sá - - að tefja flutninga yfir N-Atlantshaf.
- Hindra birgðaflutninga og flutninga á mannskap.
Því lengur sem rússn. her héldi hér út, því lengur mundu herir þeir sem NATO hefur í dag innan Evrópu - - standa einir og lítt studdir.
- Þess vegna mundu eingöngu vera sendir hingað, þrautþjálfaðar sérsveitir - bestu hermenn Rússa.
Bandaríkin yrðu nánast að hefja átökin - hér! Ísland yrði að taka - aftur. Og það sem fyrst.
En þ.e. hugsanlegt að slíkur rússn. her, mundi geta seinkað liðsflutningum Bandaríkjanna yfir N-Atlantshaf um nokkra mánuði.
Punkturinn er sá, að slíkur viðbótartími - - gæti skipt töluverðu máli. Í því, að rússneskur her, mundi hafa lengri tíma til að koma sér vel fyrir, innan evrópskra landa.
Hver veit - - jafnvel Brussel gæti verið fallin. Eins og einn gárunginn sagði. Þannig að Kanar þyrftu kannski eins og 1918 að ganga á land í Frakklandi. Og hefja stríð þar!
Niðurstaða
Þetta er ábending til þeirra sem eru að pæla í hugsanlegu stríði milli NATO og Rússlands. Að mér virðist gersamlega augljóst. Að slík aðgerð mundi óhjákvæmilega fela í sér hernám Íslands. Sem að sjálfsögðu mundi leiða til, harðra bardaga á íslenskri grundu. Ólíklegt væri að rússn. her mundi endast hér undir hörðum árásum bandar. hers nema í nokkra mánuði í besta falli. En þeir mánuðir gætu samt sem áður skipt verulegu máli - fyrir vígsstöðuna á meginlandi Evrópu.
Það gæti átt eftir að reynast alvarleg mistök fyrir NATO - að skilja Ísland eftir algerlega óvarið.
Kv.
Utanríkismál/alþjóðamál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 milljarða$ fjá...
- Hótel-bókanir í sumar, gefa vísbendingar um kjaraskerðingu al...
- Kjarnorkuáætlun Írana hefur líklega beðið stórtjón, fremur en...
- Netanyahu, virðist hafa hafið stríð við Íran - beinlínis til ...
- Trump ákveður að senda, Landgönguliða - til Los-Angeles! Kemu...
- Möguleiki að Úkraína hafi í djarfri árás á flugvelli sumir mö...
- Yfirlýsing Trumps um yfirvofandi 50% tolla á ESB lönd, afhjúp...
- Tollar Bandaríkjanna á Kína - líklega ca: 50%. Kína á Bandarí...
- Að það verður af hráefnasamningi Úkraínu og Bandaríkjanna - v...
- Margt bendi til yfirvofandi kreppu í Bandaríkjunum! Skv. áhug...
- Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðla...
- Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Ban...
- Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast ...
- Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkj...
- Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum li...
Nýjustu athugasemdir
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þetta minnir á æsinginn vegna þotunar sem Katarar ætla að gefa ... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Að vera ALGER andstæðingur Trumps er eitt en að komameð svona a... 7.9.2025
- Er samningur Trumps við Japan - er inniber 550 mil...: Þannig að þú heldur að Trump sé mútuþegi eða þjófur á þessu fé?... 6.9.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.9.): 0
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar