Vaxandi líkur á að Trump, reki: Jerome Powell. Yfirmann Seðlabanka Bandaríkjanna. Það gæti leitt til tafarlausrar alþjóðlegrar fjármálakreppu!

Gagnrýni Trumps á, Jerome Powell -- Seðlabankastjóra-Bandaríkjanna ferstigvaxandi.
Trump heimtar að Powell lækki vexti -- Mars sl. var verðbólga 2,4%.

  • Vandi Powells er sá: að verðbólgu-bylgja er framundan, af völdum tollastefnu Trumps.
  1. Mig grunar að, líkur fari vaxandi á, að US Fed - hækki vexti.
  2. Trump virðist upp á síðkastið, vera að undirbúa - brottrekstur Powells.

Hvað gerist ef Powell verður rekinn? Trump skipar síðan, sinn eigin mann?

Augljóslega verður tafarlaust verðfall samtímis á Dollar!
Samtímis verðfall á ríkisbréfum Bandaríkjanna!

  • Því væntingarnar verða þær, að Trump muni reka pópúlíska peningastefnu.
  1. Ég man eftir því, þegar hann síðast var forseti - þá vildi hann ekki, að hætt yrði við seðlaprentun, þegar Seðlabankinn þá var að draga úr henni.
  2. Hann mundi að sjálfsögðu, lækka vexti í ca. 0%. Beint ofan í vaxandi verðbólgu.

Við það mundu verðbólgu-væntingar rjúka upp í hagkerfinu.

  • Pópúlísk peningastefna mundi, væntanlega - skapa, stigvaxandi verðbólgu.

US stocks and dollar sink as Trump renews attacks on Fed chair Powell

 

Síðan Trump tók við völdum 20. jan. 2025:

Sést þróun verðlags Bandar.ríkis-skuldabréfa síðan sept. 2024!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/rikisbref_bandar_10.jpg

Áhugavert -- að verðfall 10 ára ríkisbréfa hefst strax í september 2024.
Ath. Hækkun vaxakröfu -- er þ.s. meint er með, verðfalli skuldabréfa!

  1. Skv. þessu, virðst kaupendur ríkisbréfa -- hafa strax tekið tillit til, hugmynda Trumps um skattalækkanir:
    Það rökrétt leiðir til verðfalls ríkisbréfa, vegna þess hve umfangsmikil loforð Trumps um skattalækkanir eru, því væntingar að þær leiði til umtalsverðs aukins hallarekstrar bandar. ríkisins.
  2. Virðist sem menn hafi verið byrjaðir að róast -- þegar Trump innleiddi - refsi-tolla sína. Þá lækkar virði ríkisskulda Bandar. aftur - eins og sjá má.

Ef Trump tekur yfir Seðlabanka-Bandar. -- má reikna með, nýju verðfalli.
Mig grunar að sú hreyfing verði mun stærri en þær er birtast á myndinni að ofan.
--Þ.e. vegna þess, að þá verður reiknað með að verðbólga verði mun hærri, en enn er talið.

  • Þar fyrir utan, gæti hann þvingað Seðlabankann til að, kaupa ríkis-skuldir, þ.e. fjármagna ríkið með beinni peninga-prentun.
  • Er væri fyrirbærið -- verðbólgu-vél.

Þessi mynd sínir sveiflur í verði bandar. ríkisbréfa frá 1. apr. til 14. apr.

A line chart showing the precipitous rise in long-term US Treasury yields

Því lægra sem markaðvirði bréfann er -- því hærri er vaxtakrafan!
Því lægra sem markaðsvirði bréfanna er -- því hærri er skuldakostnaðurinn.

  • 120% af þjóðarframleiðslu skuldastaða þíðir, vaxtakrafan skiptir miklu máli.

 

Verið töluvert verðfall á Dollar gagnvart Evru!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/dollar_verdfall_evra.jpg

Eins og sést, er verðfallið -- viðbragð markaðarins gagnvart refsi-tollastefnu Trumps.

  • Dollarinn í dag á sínu lægsta verði síðan Nóv. 2021.

 

Dollarinn hefur einnig fallið gagnvart körfu helstu viðskiptaminnta Bandar.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/dollar_karfa_verdfall.jpg

Verðfall ríkisbréfa og Dollars er óvenjulegt!
Vegna þess að vanalega á óvissu-tímum!
Hegða Dollar og ríkisbréf Bandar. sér öfugt!

  1. M.ö.o. Dollar og ríkisbréf Bandar. vanalega eru skjól í stormi.
  2. En nú, þegar stormur skellur á -- er þess í stað:
    Flótti úr Dollar, og flótti frá ríkisbréfum Bandar.

Virðist: Trump hafi skapað verðfall á trausti gagnvart Dollar og ríkisbréfum Bandar.
Ef Trump rekur Jerome Powell: gæti verðfall hvort-tveggja náð krítískri stærð.

Hrun á trausti á skuldum í skuldastöðu yfir 120%: Er alvarlegt mál!

  1. Sérhvert sinn, hækkar vaxtakrafan á Bandaríkin.
  2. Vegna þess að skuldirnar eru svo miklar -- þíðir það stórfellda hækkun á fjármagnskostnaði, sem skilar sér í hratt vaxandi ríkishalla.
  3. Er þá leiðir til enn frekari skuldakostnaðar, er skuldirnar vaxa enn hraðar.

Þetta er svokallaður dauðaspírall er getur leitt til ríkisgjaldþrots.

 

Niðurstaða

Það er ótrúlegt að maður er að ræða hugsanlegt ríkisþrot Bandaríkjanna.
Síðan þá stórfelldu fjármálakreppu er líklega skellur yfir -- ef skuldir Bandaríkjanna verða sub-prime.
Skalinn á þeirri fjármálakreppu er líklega langt umfram þ.s. ég hef nokkru sinni upplyfað.
Hún gæti markað - sjálft hrun Dollara-kerfisins.

Ef skuldir Bandar. verða óseljanlegar -- mundi Trump líklega fjármagna ríkið með prentun.
Þar með skapa verðbólgu-vél sífellt stighækkandi verðbólgu.
Söguleg dæmi slíks t.d. Þýskaland 1926 er verðbólga fór í nokkur milljón prósent.
Ef óskapleg óðaverðbólga skellur yfir Bandar. -- í tilraun til að brenna upp ríkisskuldir Bandar. á báli óðabólgu -- mundi það samtímis brenna upp sparifé Bandaríkjamanna.

Skilja þar af leiðandi hátt hlutfall Bandaríkjamanna eftir í örðbyggð.
Trump er sannarlega -- consequential president.

 

Kv.


Gideon Rachman hjá Financial Times -- útskýrir af hverju, Bandaríkin eru alls ekki að fara vinna þetta viðskiptastríð gagnvart Kína!!

Allir hafa þegar orðið vitni að stórri eftirgjöf Trumps umliðna helgi:
Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast alla vöruflokka tengdir tölvubúnaði, sbr. skjái, kubba, búnað til framleiðslu kubba, o.s.frv..
--Eiginlega pæli ég nú í því, hvað gefur Trump eftir næst!

Gideon Rachman: Why Xi holds a stronger hand than Trump
Einungis þeir sem hafa keypt aðgengi að FT geta opnað þann hlekk.

  1. Trump klárlega hefur þegar áttað sig á -- 80% snjallsíma innfluttir til Bandar. eru framleiddir í Kína -- að almenningur mundi æpa hátt, ef þeir hækkuðu um: 120% eða meir.
    Við öll sáum Trump blikka umliðna helgi.
  2. Trump will have to hope that it is not a hot summer, because about 80% of the worlds air conditioners are made in China; along with three quarters of the electric fans America imports.
  3. The White House will certainly want the trade war to be over by Christmas because 75 per cent of the dolls and bicycles that the US imports are also made in China.
  4. China makes almost 50 per cent of the ingredients that go into the antibiotics that Americans depend on.
  5. The F35, the backbone of the US Air Force, requires rare-earth components sourced from China.
  6. The Chinese are also the second-largest foreign owners of US Treasury bonds ...
  • The American market represents only about 14 per cent of Chinese exports.
  • It is a $14tn-$15tn economy and the exports to the US are $550bn.

Vandamálið þvert á fullyrðingar aðila innan ríkisstjórnar Bandaríkjanna!
Er að kína þvert á móti hefur -- crushing advantage.
--Það er þegar að koma fram í -- blikki Trumps sl. helgi.

 

Niðurstaða
Þetta er ekki viðskipta-stríð sem Bandaríkin eru á leiðinni að vinna.
Svo einfalt er það.
Það er nánast hægt að ganga svo langt sem segja, Bandaríkin eigi vart möguleika á sigri.

Kv.


Trump undanskilur frá tollum á Kína -- snjallsíma, og nánast alla vöruflokka tengdir tölvubúnaði, sbr. skjái, kubba, búnað til framleiðslu kubba, o.s.frv.

Skv. þessu virðist undanþágan undan 145% tollum gilda yfir afar breitt breitt svið.
Tæknilega gilda þær undanþágur í -- 3 mánuði.
Eins og allsherjar undanþága Trumps, varðandi refsitolla Trumps á önnur ríki en Kína.
Hinn bóginn veltir vaxandi fjöldi fólks því fyrir sér hvort nú fjari undan Trump!

Undanþágulistinn skv. birtingu sem heild:

  • 8471: Automatic data processing machines (i.e., computers and servers)
  • 8473.30: Parts and accessories for data processing machines
  • 8486: Machines and apparatus for semiconductor device manufacture
  • 8517.13.00 & 8517.62.00: Smartphones, telecommunication devices
  • 8523.51.00: Solid-state drives (SSDs)
  • 8524, 8528.52.00: Computer monitors and displays
  • 8541 / 8542 series: Semiconductor devices (e.g., integrated circuits, transistors)

Eðlilega fara menn að nú velta því fyrir sér -- hver sé strategía Trumps.
Tja, ef nokkur!

Trump Exempts Phones, Computers From Reciprocal Tariffs

Trump exempts phones, computers, chips from tariffs

Donald Trump has exempted smartphones, laptops and other electronic goods from tariffs, in a major victory for China and big tech firms

Fljótt á litið virðist þetta þynna verulega út áhrif tolla á Kína.
Með þessu sé fókus þeirra tolla, færður yfir á - margvíslegar ódýrar lágtæknivörur.
--Hér eftir virðist stórt hlutfall hátæknivara frá Kína, lenda utan tolls.

  • Hver er þá strategían?
  • Færa lágtækni-framleiðslu, yfir til Bandaríkjanna?
  • Skilja, hátækniframleiðsuna, eftir í Kína?

M.ö.o. þetta virkar fljótt á litið á mann, að minnka verulega áhrif eða virkni tollsins.
Hinn bóginn þíði það einnig, að almenningur í Bandar. og fyrirtæki þar, geta áfram -- keypt þær vöru ódýrt.
Því þær virðast einnig undanþegnar -- 10% lágmarks-tollinum, Trump setti á aðrar þjóðir.

 

Niðurstaða
Nú velti ég því fyrir mér hvort hreinlega sé ekki að fjara undan karlinum í Hvíta-Húsinu.
Nú virðist tolla-stefnan þynnast hratt, og velti ég mér nú fyrir!
Hver verður næsta undanþága?
--Allt dæmið virðist orðin, endaleysa ein.

 

Kv.


Talið af sérfræðingum, verðfall á ríkisskuldabréfum Bandaríkjanna á miðvikudag -- hafi knúið Trump til að fresta heimskreppu og kreppu í Bandaríkjunum: 3 mánuði!!!

Kæruleysi ríkisstjórnar Bandaríkjanna sl. 2 mánuði hefur vakið vægt sagt - heimsathygli.
Steinin tók auðvitað úr, er Trump lýsti yfir tollum á yfir 50 ríkis heims.
Síðan þann dag fram á miðvikudag, hefur vaxandi krísu-ástand ríkt.
--En, Trump eins og allir vita, hefur ákveðið að slá heimskreppu og kreppu í Bandar. á frest.

Verðfall á ríkisbréfum Bandaríkjanna:

  1. Ógnar getu ríkisstjórnar Bandaríkjanna til að standa straum af eigin skuldum -- einfalt, verðfall þíðir síhækkandi vaxtakrafa, með skuldir upp á 120% er það ekki neitt grín.
  2. Hin hliðin,hætta á -- alþjóða-fjármála-krísu. Alls ekki minna hættulegt vandamál.

Þessi mynd birtist í Financial Times miðvikudag!
Nokkru áður en Trump gaf út yfirlýsingu um - frestun á allsherjar kreppu.

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/rikisbref_bandar_2.jpg

US Treasuries sell-off deepens as safe haven status challenged

Sbr. frétt FT - hækkaði vaxta-krafa á 10 ára ríkisbréf Bandar. úr 4,26% toppaði í 4,51% - datt síðan í 4,45%; hækkun um 0,19% þann dag - en kostað 3,9% v. upphaf viku.

30 ára ríkisbréf ruku hæst þann dag í rúmlega 5% -- frá 3,9% við upphaf vikunnar.

Athyglisvert við myndina er brattinn á kúrfunni vikuna fram á miðvikudag.
Ekki var vitað nákvæmlega ástæða þeirrar snöggu sölu, en sterkur orðrómur var á þá leið að svokallaðir -hedge funds- væru í vanda eftir stór töp af völdum tollastefnu Trumps.
M.ö.o. þeir væru að selja ríkisbréf í þeirra eigu til að losa fé, til að losna við þrot.
--Samanlagt velta slíkir sjóðir trilljónum Dollara, ekki smávægilegur vandi ef þeir velta um koll, hver eftir öðrum.

  • Mars 2020 -- prentaði Seðlab.Bandar. ca. 3tn.$ til þess að forða mögulegu fjölda-falli slíkra sjóða. Skömmu eftir að COVID kreppan hófst.

Ekki var endilega talið að staðan væri orðin slík - slíkt fall væri endilega yfirvofandi næsta dag; hinn bóginn var staðan greinilega á leið í hugsanlega afar hættulega átt!

Rétt að minna fólk á -subprime- krísuna 2008:

  1. Hún fór af stað af þess völdum að bréf í eigu fjölda fjármálastofnana - féllu í andvirði snöggilega. Svokölluð afleiðu-bréf er innihéldu bandar. húsnæðis-skuldir.
  2. Það verðfall leiddi til alvarlegrar holu í eignasafni fjölda einka-fjármálastofnana, svo alvarlegs -- að yfirvofandi virtist stórfellt banka-hrun.

Eins og þekkt er, hóf Seðlab.Bandr. mikla seðlaprentun til að forða því hruni, sama gerðu seðlabankar fjölda annarrs Vesturlanda.

  • Punkturinn í þessu: Ríkisbréf Bandaríkjanna eru miklu mun útbreiddari en þau sub-prime-afleiðubréf voru, er orsökuðu sub-prime-krísuna.
  • Einnig mjög gjarnan verulega hærra hlutfall eignasafns einka-stofnunar.

M.ö.o. möguleiki á fjármálakreppu algerlega krystal tær.


Nánar um hættu fyrir ríkissjóð Bandar:

  1. Hætta á dauða-spíral, þ.e. heimskreppa + kreppa í Bandar. + skattalækkanir Trumps: Mundu leggjast á eitt með að hækka stöðugt ríkis-halla Bandar. þar með hraða skuldasöfnunar þess ríkissjóð.
  2. Augljósa hættan við það: er alvarlegt verðfall ríkisbréfa Bandaríkjanna.
  3. Það gæti orðið að dauða-spíral: þ.s. sérhvert sinn þau lækka - magnar það enn frekar upp ríkis-hallann, sem magnar enn frekar hræðslu markaðarins um stöðu skulda Bandar. - er leiddi til enn frekara verðfalls, er aftur hækkar ríkishalla Bandar.

Ríkisgjaldþrot Bandaríkjanna -- hugsanlega á þessu ári: Úps.

Varla þarf að taka það fram að endstaða gæti hafa orðið -- niðurbrot hins vestræna fjármálakerfis, samtímis og skuldir Bandar. yrðu algerlega óseljanlegar!

Trump ætti þá einungis eftir einn leik - yfirtöku Seðlabanka Bandaríkjanna - hefja síðan ótakmarkaða prentun: er leiddi til óðaverðbólgu - kannski nokkur milljón prósent fyrir rest.

  • Endanleg útkoma þess væri auðvitað að Bandaríkja-dollar yrði algerlega ónýtur.

 

Fyrir utan allt þetta er heims-olíuverð að falla!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/oliu_verd.jpg 

Þegar olíuverð fellur ca. í 50$ per fatið.
Dregst olíuvinnsla Bandar. saman.
Vegna þess að olíuvinnsla er felur í sér fracking - hættir að skila arði.
M.ö.o. fyrirtækin hætta þá að bora, framleiðslan þá minnkar stöðugt frá þeim punkti.

  1. Magnað að Trump virðist ekki skilja þetta - hann ítrekað heimtar að olíuverð fari niður fyrir 50$ per fat.
  2. En, þá óhjákvæmilega skreppur framleiðslan í Bandar. saman.

Trump er ótrúlegur ignoramus.

Lækkunin er augljóslega af völdum vaxandi væntinga um heimskeppu.

 

Markaðir treysta greinilega ekki ríkisstjórn Trumps!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/maradir_1448745.jpg 

Ens og sést hafa markaðir aftur fallið nærri hálfa leið niður nú fimmtudag -- eftir stóra hækkun á miðvikudag.
Markaðir eru greinilega ekki á því að ríkisstjórn Bandar. hafi endurreist nægilegt traust.

 

Niðurstaða
Gríðarleg óvissa ríkir greinilega þrátt fyrir yfirlýsingu Donalds Trumps á miðvikudag.
Kreppu var greinilega frestað um hríð. En óttinn hefur klárlega ekki horfið.

  1. Sú kreppa getur orðið fullkomlega söguleg, af völdum útbreidds veikleika alþjóða-fjármálakerfisins.
  2. Vegna þess hve bandar. ríkisbréf hafa mikið verið notuð - vegna þess að stefna ríkisstjórnar Bandar. ef ekki er stór viðsnúningur frá þeirri stefnu, klárlega mun valda stórfelldu verðfalli þeirra bréfa.
  3. Fyrir utan, augljósa hættu þess efnis, að sú sama stefna framkalli samtímis dauða-skulda-spíral í Bandar.

Þetta sannar það fornkveðna, að þegar skuldastaða er komin yfir 100%.
Þarf öll fjármálastjórnun að vera mjög varfærin. Þar fyrir utan, þarf efnahagsstjórnun, að einblína á efnahagslegan stöðugleika -- umfram allt.
--Við slíka skuldastöðu getur óvarfærin efnahagsstefna verið gríðarlega hættuleg.

Japan hefur þó búið við ca. 300% skuldastöðu síns ríkissjóðs í rúm 30 ár.
Japansstjórn hefur sannað, að mjög hárri skuldastöðu er hægt að stjórna.
Án þess að allt fari til andskotans.
--En samtímis sannað, að ef stefnan miðast stöðugt við að viðhalda trausti, er það hægt.

  • Óábyrgt stefna hinn bóginn getur ávalt orsakað stóran og hraðan skaða.

 

Kv.


Viðskiptastríðsyfirlýsing Donalds Trumps gagnvart heiminum liggur nú fyrir. Afleiðingar fyrir Bandaríkin eru sennilega -- hagkerfi þeirra fellur í kreppu fyrir nk. árslok!

Aðferðafræði Donalds Trumps við gerð listans -- sjá að neðan!
Virðist hafa verið hlægilega einföld!

  • Engin rannsókn af nokkru tagi virðist liggja að baki.
  1. Verðmæti áætlaðs viðskipta-halla hvers lands í US Dollars er upphafs punkturinn.
  2. Deilt er síðan í þá tölu - með heildar-dollaraverðmæti innflutnings til Bandaríkjanna frá viðkomandi landi.
  3. M.ö.o. klassískur prósentu-reikningur af einfaldasta tagi. Síðan er deilt í niðurstöðuna með tölunni: 2.
  4. Að lokum, er stærðin sem reiknast -- námunduð upp eða niður í næstu heilu tölu.

Fullt af aðilum hafa staðfest, með eigin reikningi, þetta var aðferðin!
Sömu tölur fást greinilega fram og sjást að neðan, slatti af fólki staðfest svo sé!


Mynd af lista Donalds Trumps!

Restin af lista Donalds Trumps!

Einungis degi áður birti Financial Times áhugaverða greiningu!
How a $1.4tn Trump trade war could unfold

Oleksandr Shepotylo, með titilinn -econometrician- við Aston University vann þetta líkan!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250403_214519.jpg

  • Líkanið gerir ráð fyrir að -- Donald Trump leggi 25% toll á öll lönd.
  • Öll lönd svari á móti með -- 25% tolli.

Þetta var ekki endilega talin sennileg sviðsmynd.

Málið er að hún er ekki neitt að ráði minna -extreme- en aðgerð Donalds Trump!

  1. Þ.s. gerir módelið áhugavert -- er áætlunin á skiptingu tjóns.
  2. Eins og sést -- eru Bandar. metin skv. módelinu: Með 3ja mesta tjónið.

Þ.s. þarf að hafa í huga:

  • Bandaríkin eru ekki nema rétt rúmlega: 20% af heildarhagkerfis heimsins.
  • Heildar-vöruviðskipti Bandaríkjanna: ca. 8% heildarvöruskiðskipta.
  • Ef þjónustu-viðskiptum er bætt við: ca. 12% heildar-heimsviðskipta.

Af hverju eru -- viðskipti Bandaríkjanna svo smá miðað við stærð hagkerfis Bandaríkanna?
Það er vegna þess, að Bandaríkin eru -- með tiltölulega lágt hlutfall heildar-viðskipta sinna, út fyrir landsteina -- meir en helmingur allra viðskipta Bandaríkjanna, eru innan Bandaríkjanna.

  1. En það þíðir - einmitt það: í alþjóðasamhengi viðskiptalega.
  2. Eru Bandaríkin - einfaldlega ekki lengur drottnandi veldið.

Alþjóðaviðskiptakerfið er í dag -- multipolar.
Bandaríkin eru einfaldlega -- eitt stóru aðilanna.
--Ekki stóri aðilinn.

Þess vegna veldur þetta stóra viðskiptatjón Bandaríkjanna - áætlað ofan.
--Einungis 2,5% hagkerfis-samdrætti þar.

  1. Hinn bóginn þíðir það einnig, heimurinn getur algerlega höndlað - kúplun frá Bandaríkjunum.
  2. Það er verulega sennileg afleiðing aðgerða Donalds Trumps.

Að lönd, einfaldlega dragi úr viðskiptum við Bandaríkin.
Svissi yfir á önnur stór hagkerfi.
--Með því, samtímis lágmarka þau einnig sitt efnahagstjón.

Tjón Bandaríkjanna verður meira - í sviðsmynd þ.s. mörg lönd beita Bandaríkin hefndartollum.

  1. Vegna þess, ef Bandaríkin eru samtímis í viðskiptastríði við öll önnur stór viðskiptaveldi.
  2. Þá geta þau ekki lágmarkað sitt efnahagstjón, með því að kúpla á aðra viðskiptaðila.

 

Oleksandr Shepotylo, með titilinn -econometrician- við Aston University vann þetta líkan!

https://einarbb.blog.is/users/72/einarbb/img/20250403_214638.jpg

  1. Áfram með líkanið -- takið eftir að áætluð er: 5,5% verðbólga.
  2. Það er viðbótar-verðbólga ofan á verðbólgu fyrir: 7,5% ef fyrir er 2% bólga.

Áhugavert að verðbólguáhrif eru metin stærri innan Bandaríkjanna, en Kanada og Mexíkó.

  1. Höfum í huga, þegar Bandaríkin leggja tolla á mörg lönd.
  2. Þá eru verðbólguáhrif -- per sérhvert tollað land.

M.ö.o. því stærra hlutfall innflutnings sem er tollaður -- því stærri verðbólgu-áhrif.

  1. Þ.s. Trump ákvað að tolla öll lönd -- 10% að lágmarki.
  2. Helstu viðskiptalönd -- töluvert meira en það.

Er á tæru að verðbólguáhrif eru töluverð!
Myndin að ofan getur veitt einhverja hugmynd um sennilegt umfang þeirra áhrifa.

Samdráttaráhrif á bandarískt efnahagslíf eiga einnig eftir að reynast umtalsverð.
--Hvort 2,5 samdráttur af landsframleiðslu verða áhrifin, kemur í ljós.

Ég tel nú afar líklegt að Bandaríkin verði komin í kreppu fyrir árslok!

 

Niðurstaða
Mín tilfinning er að Trump skilji ekki haus né sporð á - hvernig opin hagkerfi virka.
Krafan um 0% viðskiptahalla - virðist mér einfaldlega ekki framkvæmanleg.

  1. Við erum að tala um -- frjáls hagkerfi, þ.s. fyrirtæki taka sínar ákvarðanir án þess að spyrja yfirvöld fyrst hvort þau mega.
  2. Samtímis, að einstaklingar einnig -- kaupa þ.s. þeir vilja, hvaðan sem þeir ákveða að panta þá vöru -- algerlega einnig án þess, að spyrja fyrst ríkið hvort þeir mega.

M.ö.o. ég skil ekki hvernig það ætti yfirleitt vera hægt að - tryggja fullkomið - 0.
Án þess að taka upp -- fullkomna beina stjórnun allra hagkerfa af stjórnvöldum.
--Þannig, að alltaf þurfi leyfi fyrir öllu.
--Það væri eina mögulega leiðin til að tryggja, að alltaf væri slíkt jafnvægi.

Hinn bóginn væri fyrirkomulagið óskaplega óskilvirkt.
Mundi lækka lífskjör alls staðar gríðarlega.

M.ö.o. er krafan sem er grunnur ákvörðunar Trumps -- um núll stöðu.
Einfaldlega bandbrjálað kjaftæði.
--Hann gæti allt eins krafist þess, að Tunglinu verði breitt í ost.

Það sé einfaldlega ekki hægt að þvinga fram hið fullomlega ómögulega.
Fólk einfaldlega starir á vitleysuna sem vellur úr Trumpinum, með forundran.
--Einfaldlega hvert einasta atriði í ræðu hans og röksemdafærslu, var bull og kjaftæði.

En hann greinilega trúir því. Sem klárlega er alvarlegt mál.
Ég reikna með því að - brjálæði Trumps leiði til kreppu í Bandaríkjunum.
Þannig að bandarískir kjósendur muni snúa baki við ríkisstjórn landsins.

  1. Þeir sneru við Trump, 2020 - vegna COVID kreppunnar.
    Trump kennt um burtséð frá sanngyrni.
  2. Þeir sneru baki við Biden, 2024 - vegna upplyfunar að efnahagur Bandar. hafi verið betri þrátt fyrir allt undir Trump.

Vegna þess að Bandaríkjamenn refsa stjórnvöldum -- fyrir, ef þeir verða óánægðir með stöðu mála. Geri ég ráð fyrir að þeir geri það -- næst þegar kosið verður.
--Þ.s. Trump getur þá ekki boðið sig fram, bitnaði það á flokknum og næsta málsvara hans.

Þ.s. Trump raunverulega býr þessa kreppu til - getur hann ekki vísað á nokkurn annan sökudólg.

 

Kv.


Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Dollar karfa verdfall
  • Dollar verdfall evra
  • Rikisbref Bandar 10

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 22
  • Sl. viku: 464
  • Frá upphafi: 865350

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 423
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband