Game of Thrones - í Saudi Arabíu? Hreinsanir virðast hafnar í Saudi Arabíu, með handtökum 11 áhrifamikilla einstaklinga

Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, krónprins Saudi-Arabíu virðist leitast eftir því að herða tök sín á Saudi-Arabíu. En hann er talinn sá sem raunverulega ræður, þó svo að enn sé hann ekki konungur, síðan hann steypti frænda sínum sem krónprins í hallarbyltingu - júní sl: Saudi prince was held in Mecca palace room during royal coup.
--Er talið víst að prins Mohammad bin Salman sé - hinn eiginlegi valdamaður Saudi Arabíu.
Hinn bóginn, er sjálfsagt erfitt fyrir utanaðkomandi að vita almennilega hvar völdin akkúrat liggja, síðan 2015 er Salman konungur gerðir hann að utanríkisráðherra - hefur ris prins Mohammad virst hratt.

https://ichef.bbci.co.uk/news/660/cpsprodpb/D833/production/_96574355_mediaitem96574351.jpg

Hinn 32 ára gamli prins, virðist vinna að ímynd hins sterka leiðtoga.
Sem utanríkisráðherra frá 2015 hefur hann keyrt hart á átökum við Íran - sérstaklega stríðið í Yemen verið nokkurs konar -hans barn- sem hann virðist hafa óspart notað í því skyni að efla sína ímynd meðal Saudi-arabísks almenning.
Að auki, virðast átökin við Quatar - rekin skv. vilja prins Mohammad, en krónprinsinn sem hann rak frá - virðist hafa verið andvígur þeirri stefnu, og verið þá vikið snarlega frá, hvort sem það hefði ekki annars hvort sem er gerst fyrr eða síðar.
--Það virðist, ákveðinn rauður þráður í stefnu prins Mohammad, harðlína gagnvart Íran.
--Ákveðinn pópúlismi af hans hálfu vekur einnig athygli.

  1. Hann titlar sig einnig "reformer" eða umbótamann, það má vel vera að honum sé nokkuð alvara með það atriði.
  2. Handtökurnar eru fyrirskipaðar, af rannsóknarráði gegn spillingu, sem prinsinn formlega stofnaði rétt fyrir helgi - og hann sjálfur situr í.

Að kalla þetta spillingu - frekar en valdatöku - er auðvitað möguleg nálgun ætlað að ófrægja þá sem hafa verið handteknir, þó erfitt sé að ímynda sér annað en þeir séu a.m.k. eitthvað spilltir.
En hinn bóginn, virðist manni ekki endilega öruggt, að þeir valkostir sem prinsinn býður upp á séu endilega minna spilltir -- en líklega verða þeir allir, handvaldir af honum.

Future Saudi king tightens grip on power with arrests including Prince Alwaleed

Saudi purge worries investors but may speed reforms

Saudi Arabia arrests princes, ministers and tycoons in purge

Ég ætla ekki að reyna giska á það, hvaða grugg er akkúrat í gangi í Saudi Arabíu, en eins og málin líta út -- sbr. handtöku yfirmanns "þjóðvarðaliðsins" eða "national guard" - þá virðist ljóst a.m.k. fljótt á litið, að krónprinsinn sé að færa valdþræði yfir til sinnar persónu.

--Hvað hann akkúrat gerir við þau auknu völd, á eftir að koma í ljós.
--En það má vel vera, að krónprinsinum sé alvara með - efnahagslegar umbætur, og einhverjar samfélagslegar umbætur - t.d. virðist hann ætla að heimila loks konum að aka bifreiðum.
--Hinn bóginn, geta aukin völd hans - í ljósi harðlínu afstöðu hans gagnvart Íran - þítt aukna áherslu Saudi-Araba á það stríð við Íran sem hefur verið háð "in proxy" hér og þar um Mið-austurlönd.
Ekki er það alls staðar -heitt stríð- eins og í Yemen.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/saudi_arabia_pol_2003.jpg

Spurning hvort að eftirfarandi er einnig hluti af atburðarásinni?

  1. Forsætisráðherra Lýbanon sagði af sér, meðan hann var staddur í heimsókn í Riyadh. En athygli vakti að Hariri fordæmdi Íran mjög harkalega með hætti sem læðir að þeim grun að hann hafi verið að tala undir rós um Hezbollah - “The evil that Iran spreads in the region will backfire on it,” - “Iran’s arms in the region will be cut off.”
    Hariri resignation threatens to destabilise fragile Lebanon
    Hezbollah says Saudi Arabia forced Lebanese PM to quit

    --Hezbollah varpar þar upp þeim skilningi, að þetta hafi verið ákveðið af krónprinsi Saudi-Arabíu, þá tóna orð Hariri - sem gætu verið skriptuð við harðlínustefnu prins Muhammad.
  2. Skv. fréttum frá Riyadh, var eldflaug skotin niður rétt hjá höfuðborg Saudi-Arabíu, og sökuðu yfirvöld Saudi-Arabíu - Húthí hreyfinguna í Yemen, sem Saudi-Arabía hefur verið í stríði við um nokkurt skeið, um að hafa sent þá eldflaug.
    Ballistic missile intercepted near Riyadh airport
    France warns of ballistic proliferation after Houthis target Riyadh
    Saudi-led coalition calls missile dangerous escalation of Yemen conflict

Ég er að velta fyrir mér hvort þessi atburður gerðist í raun og veru!
Þegar maður veltir fyrir sér loftlínunni milli Sana í Yemen og Riyadh.
--Þá á örugglega enginn annar radarstöðvar þarna á milli, heldur en Saudi-Arabía sjálf.

  • Mér virðist þar með, að við höfum einungis orð yfirvalda í Saudi-Arabíu fyrir því, að þessi atburður hafi raunverulega gerst.

--Þó svo að franski utanríkisráðherran tjái sig, eiga Frakkar vart nokkuð í loftlínunni þarna á milli, sem hefur getað virkað sem - sjálfstæður sjónarvottur.
--Þannig væntanlega byggir hann mál sitt, á fullyrðingum yfirvalda í Riyadh.

  1. En ef þetta er allt hluti af atburðarásinni í Saudi-Arabíu um helgina, þ.s. 11 háttsettir einstaklingar voru handteknir -- og inn í þá atburðarás spili einnig afsögn Hariri forsætisráðherra Lýbanons, og fullyrðingar yfirvalda í Riyadh um eldflauga-árás frá Húthí hreyfingunni.
  2. Þá virðast skilaboðin af þeim - aukasennum geta verið.
    --Um frekari átakastefnu gagnvart Íran.

En sumir óttast umrót í Lýbanon jafnvel - en þ.e. alveg ljóst að Hezbollah hreyfingin ræður gríðarlega innan Lýbanons, og vilja sumir a.m.k. meina að ríkisstjórn landsins, sé orðin ærið valdalítil í raunveruleikanum.

Ef það var ákvörðun krónprins Saudi-Arabíu einnig um helgina, að Hariri mundi hætta.
Sama tíma og Hariri hafi verið látinn senda frá sér köld kveðjuorð til Írans og Hezbollah.
--Þá má alveg spyrja sig þess, hverjar séu fyrirætlanir - Prins Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud, varðandi Íran í því samhengi?

En það væri enginn greiði við Mið-Austurlönd, ef ný víglína milli Saudi-Arabíu og Írans, væri á næstunni opnuð í Lýbanon.
--Ég fullyrði að sjálfsögðu nákvæmlega ekki nokkurn hlut.

 

Niðurstaða

Nú er virkilega góð ástæða að velta fyrir sér - hver séu markmið krónprins Saudi Arabíu, Mohammad bin Salman bin Abdulaziz Al Saud.

Markmið um umbætur í landinu eru lofsverð, þó maður leyfi sér að efast um það atriði að - handtökur 11 valdamikilla manna þar á meðal yfirmanns þjóðvarðalið landsins, sé raunverulega þáttur í baráttu gegn spillingu. Frekar en að vera sennilega fremur það, að prinsinn sé að tryggja sig í sessi með því að ryðja úr vegi - valdamiklum aðilum sem ekki hafi verið hans stuðningsmenn.

En það getur verið ástæða að óttast þá átakastefnu er hann virðist viðhafa gagnvart Íran. Í því ljósi getur það vel verið að aukin völd til hans, einnig þíði aukna áherslu Saudi-arabíska ríkisins á valda-átök við Íran sem hafa seinni árin gosið upp í styrrjöldum "in proxy" á a.m.k. tveim stöðum í Mið-Austurlöndum. Það sé full ástæða að óttast, hugsanlega frekari útbreiðslu þess stríðs - Írans og Saudi-Arabíu.

 

Kv.


Maduro forseti Venezúela að undirbúa gjaldþrot?

Nicolas Maduro sendi frá sér yfirlýsingu sem vakti athygli - en hann sagðist vilja endurskipuleggja skuldir landsins. Það væri sambærilegt við þá aðgerð sem Argentína fór í - kjölfar skuldavanda sem það land lenti í ca. 2000. Síðan tóku við afar langar deilur við kröfuhafa landsins, þ.s. hópur svokallaður "holdouts" hélt landinu nánast í gíslingu árum saman þangað til að eftir langan dúk og disk, veitti Argentína þeim hópi verulega eftirgjöf - þó ekki hafi að fullu verið gengið að þeirra kröfum.
--Hinn bóginn er Venezúela í sérstökum vanda, fyrir refsiaðgerðir sem Donald Trump forseti fyrirskipaði fyrir ekki löngu síðan, en skv. þeim er bandarískum fjármálafyrirtækjum - bannað að eiga viðskipti með, nýjar útgáfu ríkisbréfa Venezúela sem og nýjar útgáfur skuldabréfa ríkisolíufélags landsins.
--Það geri bandarískum aðilum, sem hafa keypt mikið af útgáfum ríkisbréfa Venezúela, vegna þess væntanlega að vextir á þeim hafa verið háir, það ókleyft að taka þátt í nokkurri slíkri skuldaendurskipulagningu.

  • Slík aðgerð, telst alltaf vera "default" skv. reglum AGS.
    --Þ.s. þá sé landið að fá fram samþykki kröfuhafa fyrir því, að þeir fái ekki fullt virði skulda sinna, greit eftir allt saman.

Venezuela to restructure foreign debt, default looms as possibility

Venezuela aims to restructure all foreign debt

IMF crunches the numbers for possible Venezuela rescue

 

AGS áætlaði nýverið hver væri þörf Venezúela fyrir erlenda fjárhagslega aðstoð!

This is going to be Argentina meets Greece in terms of complexity,” -

  1. "Shortages of foreign currency have slashed imports by 80 per cent in five years, leaving the country teetering on the brink of default and suffering extreme shortages of food and medicine."
  2. "Venezuela is all but shut out of international capital markets, and a controversial debt placement earlier this year with Goldman Sachs had an estimated yield of 48 per cent."
  3. "The scale of Venezuela’s needs will probably also be an issue." - "That adds up to a total possible multiyear package of around $32bn."
  4. "But Venezuela would probably need that annually."

Árleg þörf miðast af því að fjármagna nægan innflutning til að binda endi á matvæla- og lyfjaskort, sem og til að hefja endurreisn nauðsynlegra innviða í landinu sem víða séu afar fúnir orðnir -- auk þess þurfi að greiða af skuldum landsins.
--Klárlega muni þurfa rýflega skulda-afskrift.

  1. "Venezuela’s total debt load is some $140bn, including $70bn of traded bonds, bilateral Chinese and Russian loans, promissory notes issued to unpaid suppliers, and compensation claims from nationalised companies.
  2. "That is equivalent to 116 per cent of GDP with debt service payments of about 75 per cent of the value of Venezuelan exports..."

Þetta er í raun og veru - ótrúleg staða fyrir land, að 3/4 gjaldeyristekna fari í greiðslur af erlendum skuldum.
Á sama tíma, og landið sé háð innflutningi fyrir flesta hluti.
--Slíkt ástand sé klárlega ósjálfbært.

Sem sjáist af sífellt versnandi heilbrigðisástandi í landinu, þ.s. læknanlegir sjúkdómar breiðast sífellt víðar út, auk þess að vannæring er orðið óskaplega alvarleg - það vandamál fari einnig versnandi.

--Það sé því vart furða að landið sé nú loks komið að niðurlotum.
Það sé ekki unnt að kenna nokkrum öðrum en landsstjórnendum, sem ráku landið árum saman á sífellt hækkandi skuldum.
Þegar síðan heims olíuverð féll 2015, hefur ástandið í landinu versnað hratt ár frá ári.

  • Yfirleitt er talið erfitt fyrir land, að viðhalda hærri greiðslubyrði en 20% af erlendum gjaldeyristekjum.
    --Venezúela er með rúmlega 3-falda þá greiðslubyrði.

Áætlun AGS á skuldum Venezúela er hærri en þær áætlanir sem ég hef áður séð.
Þar virðist muna einna helst um, að AGS gerir ráð fyrir kröfum erlendra fyrirtækja - þeirra eignir í Venezúela voru ríkisvæddar af stjórnvöldum þar, að því er virðist bótalaust.
--Greinilega hafa stjv. Venezúela yfirtekið með eignarnámi umtalsverðar eignir erlendra fyrirtækja.

 

Niðurstaða

Loks virðist hylla undir þann atburð sem margir hafa í nokkur ár verið að spá, þ.e. ríkisþroti Venezúela. En ekkert land getur til lengdar haldið það út að greiða í skuldagreiðslur - 75% sinna gjaldeyristekna. Sérstaklega ekki þegar það land er ákaflega háð innflutningi fyrir nánast allt.
--En það sé hið óvenjulega ástand mála í Venezúela að í stóru og fjölmennu landi, sé nánast ekkert lengur framleitt -- meira að segja fluttur inn matur í landi er hefur gnægt auðugs ræktarlands.
--Ástandið sé það slæmt, að meira að segja í landbúnaðarhéröðum, sé matarskortur.

Það þarf mjög sérstaka óstjórn til þess að auðugt landbúnaðarland, brauðfæði sig ekki.
Einnig mjög sérstaka óstjórn til þess að gera land sem ræður yfir gjöfulustu olíulyndum heims, gjaldþrota.
Þetta er land nægilega stórt til þess að grundvöllur ætti að vera fyrir margvíslega innlenda framleiðslu, fyrir utan það að það á ekki að þurfa að nota gjaldeyri til matarinnflutnings þegar skortur á gjaldeyri er þetta alvarlegur. En slík sé óstjórnin, að nánast öll framleiðsla í landinu hafi lagst af, og meira að segja gjöful landbúnaðarhéröð framleiði ekki nægan mat fyrir íbúa þeirra héraða.
--Þessu öllu hafa stjórnvöld þar afrekað!

 

Kv.


Ali Khamenei sagði Pútín að Íran og Rússland ættu að vinna saman í því að einangra Bandaríkin

Erfitt að sjá slíka yfirlýsingu nema fyrst og fremst í pólitísku skyni. Bæði löndin - Íran og Rússland eru upp á kannt við Bandaríkin. Og hvernig sem þau munu rembast, hafa Bandaríkin umtalsverð áhrif innan Mið-austurlanda.

Íran hefur þó tekist að búa sér til áhrifasvæði er nær frá landamærum Írans við Írak - að strönd Lýbanons og Sýrlands við Miðjarðarhaf, alla leið að landamærum Sýrlands og Lýbanons við Ísrael.
Í bandalagi við Rússland, deilir Íran að einhverju leiti áhrifum á hluta þessa svæðis með Rússlandi.
--Erfitt að sjá löndin tvö geti takmarkað áhrif Bandaríkjanna - nema hugsanlega á þessu afmarkaða svæði.

Khamenei says Iran, Russia should cooperate to isolate U.S., foster Middle East stability

Iran, Russia and Azerbaijan call for commitment to nuclear deal

Russia's Putin says situation in Syria developing positively

Tehran-Moscow cooperation needed to restore peace in Syria

http://www.catholiclane.com/wp-content/uploads/664px-Middle_east_graphic_20031.jpg

Ef maður súmmerar saman ofangreindar fréttir!

Þá virðist mér orð Khamenei klárlega tengjast ofangreindu áhrifasvæði Írans - orð hans og Rouhani um aðgerðir gegn hryðjuverkum - þörf fyrir frið og stöðugleika í Mið-austurlöndum.
Sé líklega beint að sameiginlegri þörf þeirra fyrir endalok hernaðarátaka innan þeirra áhrifasvæðis.

En eins og allir ættu að vita hefur geysað stríð innan Sýrlands frá 2011 og Íraks frá 2014.
--Enn eru möguleika á frekari átökum, þ.s. óljóst er hver staða Kúrda á svæðinu akkúrat verður.
En nú þegar aðgerðir gegn ISIS samtökunum eru að nálgast endalok - er hyllir undir að síðustu vígi ISIS falli innan Sýrlands og Íraks.

  1. Virðast sjónir beinast að stöðu Kúrda - þeir eru helstu bandamenn Bandaríkjanna á svæðinu.
  2. Hótun, um að einangra Bandaríkin - getur þar með skoðast, sem hótun undir rós - um aðgerðir gegn Kúrdum.

En ef svæði þeirra yrðu hertekin í sameiginlegum aðgerðum - Assad stjórnarinnar, Írans, Bagdad stjórnarinnar, og Rússlands.
--Afar beint "challenge" gegn Bandaríkjunum.

Þá gætu Bandaríkin staðið uppi nær algerlega áhriflaus innan Íraks og Sýrlands.

  • Þetta er undir Bandaríkjunum verulega sjálfum komið - en ef þau styðja ekki Kúrdana, þá líklega verða þeir -- kramdir.
    --Af þessum sömu ríkjum.

Átök gætu þá tekið enda - með nokkurs konar lokasigri Írans. Er mundi þá ráða svæðinu nær algerlega.
--Að einhverju leiti í samvinnu við Rússland, en það væri klárlega Íran í krafti herstyrks á landi, sem réði meir en Rússland.

  1. Tilraunir Arabaríkja í bandalagi við Saudi Arabíu til að veikja Íran, biðu þá harkalegt skipbrot.
  2. Ísrael sæti uppi með stórfellt vaxandi hættu á sínum landamærum, ef maður gerir ráð fyrir því að Íran tryggi öruggar samgöngu þar með milli Írans og Hezbollah samtakanna, og taki til með að vopna þau í enn meira mæli en áður.

--Stríðshætta væri greinilega til staðar.
--Ísrael væri þó á hinn bóginn, í þröngri stöðu.

Þeir hafa sannarlega öflugan her og flugher - en Ísrael er það tiltölulega fámennt, að Ísrael hefur enga dýpt til að heygja langvarandi stríð.

Það gæti orðið megin niðurstaða átakanna er hófust 2011 - að Íran eflist enn frekar.
Á sama tíma, virðist að ríki Assadanna svo mjög veiklað, að sennilegast sé rétt héðan í frá að álíta þeð - leppríki Írans, fremur en Rússlands.
--Assadarnir séu þar með ekki lengur sjálfstætt afl.

 

Niðurstaða

Það má velta því fyrir sér hversu miklu máli það skiptir fyrir Bandaríkin, að útlit sé nú fyrir að Íran sé að tryggja sér "minor empire" á Mið-austurlandasvæðinu. En staða Bandaríkjanna virðist alveg nægilega trygg við Persaflóa - sem er sjálfsagt hvað skiptir Bandaríkin einna helst máli í samhengi Mið-austurlanda.
--Ísrael hefur kjarnavopn, þannig að bein hernaðarárás af hálfu Írans á Ísrael virðist ósennileg.
--Sem þíði ekki að stríð geti ekki brotist úr milli, bandamanns Írans - Hezbollah, sem virðist hafa stórelfst einnig í tengslum við þátttöku Hezbollah í stríðsátökum innan Sýrlands.
Aðgengi Hezbollah að öflugum vopnum virðist stórbætt, og líklegt virðist að Hezbollah sé mun hættulegri andstæðingur Ísraels en nokkru sinni áður.

Íran gæti háð óbeint stríð við Ísrael, ef hernaðarátök við Hezbollah hæfust. Á hinn bóginn, virðist Hezbollah hafa valið að forðast átök við Ísrael - í seinni tíð. En á móti, hefði líklega verið óhentungt fyrir Hezbollah að berjast á tvennum víggstöðvum.
--Ef átök í Sýrlandi taka fljótlega enda, gæti dyrfska Hezbollah gagnvart Ísrael vaxið, nú með aðstöðu innan Sýrlands til viðbótar við þau svæði er Hezbollah hefur nú lengi ráðið innan Lýbanons.

  • Það getur verið önnur mikilvægasta afleiðing stríðsins í Sýrlandi, að Hezbollah virðist hafa öðlast mörgu leiti sambærilegan - ríki í ríkinu stöðu í samhengi Sýrlands, og Hezbollah hefur lengi haft í samhengi Lýbanons.

 

Kv.


« Fyrri síða

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2017
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30    

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 488
  • Frá upphafi: 847143

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 464
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband